Heimskringla - 21.11.1928, Blaðsíða 4
4. BLAÐStÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG 21. NÓV., 1928
WINNIPEG 21. NÓV., 1928
“Sveitin” eða
sjálfstæðið
Það er svo um sveitarstjórnarkosn-
ingarnar er nú fara í hönd í Bifröst, að
jafnvel á þessum málafylgjutímum, láta
flestir íslenzkir lesendur, er nokkuð hugsa,
hugann hvarfla frá öðru og víkja þang-
að. í>ví flestum þykir það auðsætt að
þar sé meira í húfi fyrir íslendinga, held-
ur en staðbundið peningaatriði. Nægir
að benda til þess eins, þótt annað fleira
fljúgi í hugann í því sambandi, eins og
hér hefir af ýmsum verið minnst á áður,
hvílíkur hnekkir það væri orðrómi þeim,
er legið hefir á velgengni íslendinga hér
í álfu, og eigi að ástæðulausu, að mörg-
um finnst, ef sh'kt hérað sem Bifröst sæi
það eitt ráð framundan, að fara á “sveit-
ina,” þ.e.a.s. á fylkisnáðir. —
* ♦ *
Vér áttum nú um helgina aftur tal
við Mr Thor Lífman, sveitarráðsmann,
frá Árborg. Kvað hann gjaldendafund
hafa verið haldinn að Geysi á laugardag-
inn, og hefði hr. Valdi Sigvaldason á
þeim fundi verið tilnefndur meðráðamað-
ur fyrir 1. deild sveitarinnar. Fyrver-
andi meðráðamaður, Gísli kaupmaður
Sigmundsson frá Hnausa var ófáanlegur
til þess að gefa kost á sér aftur, en lof-
aði að styðja Sigvaldason það er hann
fengi viðkomið. Valdi Sigvaldason er
vel þekktur meðal sveitunga sinna, fyrir
hygigndi og ráðdeildarsemi, enda hefir
hann jafnan staðið framarlega í þeim
málum, er miða til þess að efla velgengni
og framfarir bænda. Hefir hann verið í
nefndum rjómabúsins og bændabúðar-
innar. Hann er ákveðinn í því, að gera
sitt ítrasta til þess að sveitin fái að halda
sjálfstæði sínu, og jafn ákveðinn í því,
að gera sitt til þess að sneitt verði af
henni. Hann er einn af þeim mönnum,
er eigi vilja láta víl og væl ganga yfir
höfuð sér sem vígorð í þessum kosn-
ingum, heldur grafa á skjöld sinn eink
unnarorð kjarks og ráðdeildar frum-
byggjanna, er ekki voru fyr setztir að, en
þeir komu á með sér hinu merkilegasta
fyrirkomulagi um sveitarstjórn; réðu frá
upphafi fram úr sínum vandræðum sjálf-
ir, sem þó óneitanlega virðast oss æði
mikið brattari í fangið á að sjá en þau,
er nú þarf að yfirstíga, án þess þó að
minna sé úr þeim gert en ástæða er til.
r * * *
m
Eðlilega ber margt á góma nú undir
kosningarnar, af því sem héraðsmönn-
um er niðri fyrir. Var að skilja á herra
Lífman, að tvístringarmenn (en svo munu
þeir íslendingar nefndir, er vilja skilja
sig frá meirihluta landa sinna og segja
sig á fylkisnáðir) myndu ekki hvað um-
svifaminnstir, og þá ekki endilega leggja
sannleikann í einelti, þótt þeir kynnu að
sjá honum bregða fyrir.
Ein aðalbeitan, er þeir legðu fyrir
gjaldendur væri sú, að ef til þess kæmi
að skorið yrði af sveitinni, þá myndu
skattskuldir útjaðranna, er af yrðu sneidd
ir algerlega tapast sveitinni, en hún samt
sem áður sitja með alla skuldasúpuna.
Vér bárum ke/insl á þessa beitu, því
einmitt rétt fyrir helgina var hér stadd-
ur merkur bóndi og greindur úr Bifröst-
sveit, er innti oss eftir því, hvort þetta
myndi geta átt sér stað.. Vér vorum
þá ekki fróðari en hann. Þess glaðari
urðum vér, er svo vel bar í veiði, að hr.
Lífman hafði með sér þau gögn, er taka
af öll tvímæli og ósanna þenna frétta-
burð.
Árið 1913 var Gimlisveit skift í tvær
sveitir: Gimli og Kreuzburg. Jarðamat
og fjárhagsástand var þá sem hér segir:
Jarðamat:
Gimli Kreuzburg Alls
$260,414.00 $200,470.00 $460,884.00
Eignir ..............24,637.53
Skuldir .............17,309.47
Sléttar eígnir............$7,328.06
Nú er skift var milli sveitanna, þá
kom ^
í hlut:
Gimli Kreuzburg Alls
$4,140.55 $3,187.51 $7,328.06
Sézt greinilega af þessu, að skifting-
in fer fram á þann hátt, að algerlega er
skift eftir mati á jarðeignum sveitanna
Gildir það bæði um eignir og skuldir, svo
að af hvorutveggja kemur hlutfallslega
nákvæmlega jafn mikið í hvern hlut
* * *
Nú vill svo vel til, að fram býður sig
til oddvita Sveinn kaupmaður Thorvald-
son frá Riverton, einmitt sá maðurinn,
er drýgstan þátt átti í því að fá framgengt
þessari sveitarskiftingu (Gimli og Kreuz
burg). Veitir ekki af allri þekkingu
hans og reynslu, enda geta engin tví-
mæli leikið á því, í hugum allra óvilhallra
manna, að afarmikið heppilegra er fyrir
sveitina, að láta hann annast þær fram-
i kvæmdir, er fyrir liggja, í stað þess
manns, er endilega vill sveitina á náðar-
arma fylkisstjórnarinnar. Mættu flest-
ir það skilja, að af slíku vantrausti, er nú-
verandi oddviti auðsjáanlega ber til ráðs-
mennsku sinnar og héraðsmanna, er
harla lítils að vænta í þá átt, að rétta við
fjárhag sveitarinnar.
Því er og vitanlega haldið fram af
núverandi oddvita og fylgismönnum hans.
að það myndi verða sveitinni óbætanlegt
tjón, ef útjaðrarnir væru sneiddir af. Á
móti þeirri staðhæfingu, er Gimli-Kreuz-
burg skiftingin óbrigðulasta röksemda-
færslan. Gimlisveit stendur sig prýðilega.
En Kreuzburg varð að fara á “sveitina’-
eftir 7 ár, frá því að skilnaðurinn varð.
og það með $60,000 skuld á baki.
Og hr. Lífman hefir það eftir hr. Einari
Jónssyni, núverandi ritara Gimli-sveitar,
að skattar í Kreuzburg eru nú alveg eins
háir og í Gimlisveit. Er það enn ein
sönnun fyrir því, er hér hefir verið haldið
fram áður, að það er ekki einu sinni
endilega hinn minnsti fjárhagslegi ábati
að því fyrir sveitirnar, að varpa öllum sín-
um ráðsmennsku áhyggjum upp á fylkið,
að ekki sé talað um öll þau óþægindi, er,
auk beinnar hneisu, fljóta af því að
glata efnalegu sjálfstseði sínu.
Þá er eitt enn, sem liðsmenn oddvita
kvað hafa allmikið í hámælum, en það er,
að McLeod ráðherra eigi að hafa skift
skoðun sinni svo, að hann telji nú öll
tormerki á því, að fá sneitt nokkuð af
sveitinni. Inntum vér hr. Lífman eftir
þessu, og kvað hann þá skoðanabreyt-
ingu hafa hlotið að verða nýlega og snögg
lega, því 4. okt. hefði ráðherrann talið að
vandalaust myndi vera að skera norð-
an af sveitinni. Til frekari áréttingar
náði hr. Lífman símtali af hr. I. Ingald-
son, fylkisþingmanni Gimlikjördæmis, og
frétti hann, ef hann vissi nokkuð um það,
að ráðherra hefði snúist svo hugur. Hafði
Mr. IngaMson ckkert heyrt er benti til
þess, og er þó líklegra að ráðherra hefði
fullt eins vel á það minnst við hann, eins
og einhvern annan, er að garði hans
kynni einnig að hafa borið.
* * *
Þessi meginatriði fylgisöflunar
þeirra, er vilja segja sig til “sveitar,” eru,
eins og þeir sjá, er athuga vilja, aðeins
tómar grýlur. Því fremur ættu allir ís-
lendingar í Bifröst að ganga til sveitar-
kosninganna þar, fyllilega ákveðnir í
því, að traðka ekki svo sjálfsvirðingu sína,
að láta sér engu þroskaðri menn draga
sjálfsforræðið úr höndum sér, fyrir einn
spaðbita, sem er þá helzt líka hvergi til,
nema í ímynd þeirra, er láta grýlusög-
urnar ægja sér. Þeir búa sér enga betri
framtíð, með því að taka þæír til greina.
Og feðrum þeirra og mæðrum, öfum
og ömmum, frumbýlingunum gömlu, sem
sjálfstraustið og sjálfsvirðingin skilaði
ekki aðeins ósködduðum, heldur meiri
og betri manneskjum, gegnum hallæri,
stórflóð og drepsóttir, verður grafarvist-
in heldur ekkert rórri, þótt afkomendurnir
leggi árar í bát.
Virkið Þrœlafossana
Oss þætti ekki ólíklegt, ef heimilis-
feður, — og þá ekki síður mæður — hér
í Winnipeg væru spurð að því, hvað það
væri, eitt fyrir sig, er einna mest laðaði
til hérvistar, að þá myndi meirihlutinn
svara því að það væri hið fádæma lága
verð á rafmagni.
Allar skyni gæddar manneskjur vita,
að þetta lága verðlag á raforkunni er ein-
göngu Hydro að þakka. Væri einkafél-
ag eitt um hituna, þá væri rafmagnið
gífurlega miklu dýrara.
Nú er svo komið, að til þess að geta
haft nokkum hemil á verðlaginu, þá verð
ur Hydro að færa út kvíamar. Það á
að gera^með því að virkja Þrælafossana
(Slave Falls).
En til þess að Hydro geti færst það
í fang, þarf samþykki þriggja fimnitu
hluta skattgreiðenda þeirra, er bráðlega
eiga að ganga til atkvæða um fjárveit-
inguna til þessarar virkjunar. Munið
það: þrjú atkvæði af hverjum fimm verða
að vera með virkjuninni. Einfaldur
meirihluti dugar ekki til.
Engin stofnun hefir verið Winnipeg-
búum þarfari en Hydro. Þeir eiga hana
sjálfir og hún hefir aldrei kostað þá eyri
né eyrisvirði. Hún hefir verið fjár-
hagslega sjálfstæð frá upphafi fram á
þenna dag, og það er líklegra, að flest
annað breytist en það.
Þegar Þrælafossarnir eru alvirkjaðir,
er áætlað að til þess verði varið $10,500,
000. En þessi stækkun, er Hydro nú fer
fram á nemur $6,500,000.
Hydro fær stofnfé með betri kjörum
en nokkurt einstaklingsfélag getur feng-
ið, af því að peningastofnanir vita, að
Hydro er fullkomlega ábyggileg stofn-
un.
Hydro getur því aðeins ráðið raforku
verðinu, að skattgreiðendur samþykki
virkjun Þrælafossanna.
Skattgreiðendur leggja því ekkert í
hættu með því að greiða atkvæði með
virkjuninni; þeir eiga þvert á móti allt
að vinna með því.
Farið því allir, skattgreiðendur, sem
Hydro eruð hlynntir, og greiðið virkjun-
inni atkvæði. Munið að þrjá fimmtu
hluta atkvæða þarf til þess að hún verði
samþykkt. Hugsið ekki sem svo, að það
geti ekkert gert til þótt þér, einstaklingur-
inn, sitjið heima, rétt núna.
Sitjið ekki heima, er atkvæðagreiðsl-
an fer fram.
Ekki einn einasti.
-------x-------
Oddvitakosningin í Bifröst
Vanalega snú&st sveitakosningar tim mern
en ekki m.iletni Þó heíu j ,.ð ekki vcnö i
tveimur nsestliðnum kosningum og verður heldur
ekki í haust. Fyrir tveimur árum síðan var
myndaður hér í sveitinni andstöðuflokkur.
Þóttust upphafsmenn hans þess varir, að ýms
óregla og jafnvel óráðvendni ætti sér stað við-
víkjandi ráðsmennsku sveitarinnar. I kæru-
skjali, er samið var á hendur sveitarstjórn Jjeirri,
er þá var við völdin voru tilgreind ýms atriði
er horfa þóttu til vandræða, svo sem hatur milli
Islendinga og Galicíumanna, er hefði upptök sín
i sveitarráðinu, og væri blásið að af oddvita;
háir skattar, þó einkum i útjöðrum sveitarinn-
ar ; slælega innkallaðir skattar ; jarðamat í ó-_
reiði o. fl.
I>essi flokkur, sem fullur var heilagri vand-
læting yfir ástandinu, varð svo mannmargur
haustið 1926, að hann varð hlutskarpari í odd-
vitakosningunni.
Stefnuskráin, eins og hún kom úr verk-
smiðjunni nokkru fyrir kosningarnar var í fimm
liðum, og er í íslenzkri þýðingu sem fylgir;
1. liður—'Aé öll útgjöld sveitarinnar skuli lækk-
uð að miklum mun, og skattar lækkaðir eins
mikið og mögulegt. •
2. liður—Að innköllun skatta sé fylgt fram
með nauðungarvaldi allan tínia árs.
3. liður—Að nýtt óhlutdrægt jarðamat fari
fram og sé gert af einum manni í allri sveit-
innr.
4. liður—Að engin skifting eigi sér stað innan
sveitarinnar. að svo stöddu.
5. liður—Til j>ess að koma þessu í framkvæmd
og þegar athuguð eru ýms vandræði innan tak-
marka hinna ýrnsu héraða, er það álit okkar, að
einn maður, (administrator) með stjórnina að
baki sér, eigi sér betri aðstöðu að lagfæra og
kippa t betra horf því sem aflaga er, heldur en
sveitarráð.
Þetta er svo sem glæsileg stefnus'krá ojg ekki
furða þó margir snérust á sveif með henni. F.n
aftur voru aðrir trúlausir á að hægt væri að fram
kvæma hana. Enda hefir það komið á daginn
I kæruskjalinu er kvartað yfir að
General Municipal Tax sé of hár —
22 mills. Eftir tveggja ára tilraun
að lækka j>enna lið skattanna, er
hann nú 26 mills, — hefir hæíkkað
um 4 mills. Yfirleitt hafa skattar
hækkað um 12 per cent. þessi síðustu
tvö árin. Þannig hefir þá 1. liður
stefnuskrárinnar verið uppfyltur.
Viðvíkjandi 2. liðnum er það að
segja, að afstaða oddvita til hins
stærsta vandamáls sveitarinnar hefir
verið í fullu samræmi við afstöðu
hans ti! annara mála, sem sé ráðleysa
eða reikulleiki. Sem dæmi má til-
færa, að síðastliðið vor ■var innköll-
unarmanni skipað að taka lögtaki hjá
32 mönnum og á sama tima var afráð
ið að stefna 20. Gott og vel. Nú
átti að fara að skríða til skara með
innheimtunina. Var álitið að lög-
tak og stefnur víðsvegar um sveitina
myndi vekja óskilvísa gjaldendur til
umhugsunar um það, að nú yrði alls
engin vægð eða tilslökun sýnd lengur
við innheimtu skattanna. Nokkru
áður en J>essi samþykkt var gerð af
innheimtunarnefnd sveitarráðsins,
hafði oddviti tekið sér það sjálfdætni
í hendur, að segja innheimtumanni
upp vistinni með mánaðar fyrirvara.
Nú er þetta vitanlega ekkert áhlaupa.
verk, og var óhugsandi að nema lít-
ill hluti af þessu verki yrði unninn
á þeim fáu dögum sem eftir voru af
vinnumennsku innheimtumanns.
Maður skyldi þá ætla að hann
hefði verið ráðinn á ný unz jæssu
ákveðna starfi væri lokið, eða þá
einhver annar í hans stað. En svo
var alls ekki gert, og hefir ekki
verið gert enn. Það hanga enn lög-
tökuskírteini á sveitarskrifstofunni
siðan í vor, sem sýnishorn af fram-
kvæmdarsemi oddvitanns. Akcenty
Bagarinsky stelur hverju einasta
sniddi sem lögtekið var hjá honum
og j>að hefir ekkert verið gert í þá
átt að hegna honum fyrir það. Þetta
er annað sýnishorn af röggsemi odd-
vitanns og ágætt til eftirbreytni fyrir
aðra gjaldendur, sem tilheyra sama
fMkki. En auðvitað getur oddvrtinn
sér til hugarléttis lesið stefnuskrána,
og séð það svart á hvítu að hann
og flokkur hans bcita sér fyrir skatta
innheimtn mcð nauðungarvldi, ef
ekki vill betur til allan ársins hring.
Orð ! — Orð !
3. liðurinn, um óhlutdrægt jarða.
mat, er mjög geðfeldur að horfa á
hann. En hvað er átt við með
þessu “óhlutdræga” mati'? Það er
átt við )>etta: að lækka allt mat í
útjöðrunum, en hsúkka það á sama
tíma á miðbikinu. Utjaðramenn
eru ekki ánægðir með það, að við
hinir kostum skólana þeirra næstum
því að hálfu leyti. Þeir kalla j>að
hilutdrægni. Það væri fróðlegt að
hevra hvað mikils þeir vænta.
Andstæðúflokkurinn hamast a
þessuni lið stefnuskrárinnar og má
óhætt fullyrða, að yrðu þeir jæss
megnugir, að fá vilja sínum fram-
gengt og sveitin yrði tekin yfir af
stjórninni, þá yrðum við miðbiiks-
menn að gera meira en rétt glotta
við tönn ef við ætluðumst til að mat
og skattar hækkuðu ekki á okkur að
mun.
4. liðurinn er algerlega úti á
jækju, ef sá fintmti á að takast al-
varlega, því vitanlega færi stjórnin
ekki að gera skiftirtgu á sveitinni, ef
hún aðhylltist það, að taka við stýr-
inu.
* »19
Og 5. liðurinn á að takast alvar-
lega, það hefir ekki levnt sér, sbr.
fundina í ágúst og október.
Við höfum þá athugað hér lítillega
hversu miklu oddviti hefir áorkað af
stefnuskrá sinni. Þaö er “harla
litið og ekki neitt.” En það rfkal
fúslega viðurkennt, að hún er að
niiklu leyti ómöguleg að uppfylla og
er ekkert annað en kosningaloforð.
sem aldrei verða efnd.
Eg gat um það í upphafi að á-
kveðið málefni lægi fyrir í komandi
kosninigunt Það er málefni sem
okkur Islendinga varðar sérstaklega
og ætti þessvegna að vera okkur eigi
aðeins ánægjuefni, heldur ætti það og
að vera okkur keppikefli, að vinna
að framgangi jæss eftir melgni.
Málefnið er þetta: að fá sveitina
minkaða. Stjórnin hefir, að mér
skilst, talað líklega um að það gæti
Bakverkir
•ru einkenni nýrnasjúkdóir.> GIN
PILLS lækna þá fljótt, vegna þess ati
þær verka beint, en þð mildllega, a
nýrun — og grætiandi og styrkjandi.
BOc askjan hjá ölium lyfsölum.
182
gengið, að í öllu falli röð 24 væri
skilin frá að norðan.
Eins Qg' ritstjórnargrein í síðustu
Heimskringlu lær með sér, hefir
Sveinn kaupmaður Thorv<aldson orð-
ið við áskorun um að gefa kost á sér
til oddvita í komandi kosningum.
Starfsferill Mr. Thorvaldssonar
sýnir það að hann geymir ekki til
morguns )>að sem hann getur gert í
dag. Hann er ekki reíkull í ráði
og með atfylgi ötulla nieðráðanianna
ætti honum að verða létt um að
hrincfa jiessu velferðármálii áleiðis.
l*essu velferðarmáli sem er eina við-
unanlega úrlausnin á okkar vandræð-
um. —Urlausn sem allir aðilar mega
vel viö una.
Telja má víst, að núverandi odd-
viti sæki um endurkosningu í haust.
Skyldi hann einu sinni enn geta
blekt gjaldendur sveitarinnar meö
stefnuskrá, sem er að sumu leyti
ómöguleig, og að öðru leyti óviðun-
andi, þar eð hún fer í þá átt aö
skerða sjálfræði okkar?
Mikið má það vera ef Islending-
ar eru á svo harðri ferð nú orðið, að
jæir ekki gefi sér tíma til að athuga
um stund, það sem beinlínis snertir
þá heima fyrir, því það er allt sem
þarf. Málefnið er eins og opin bók
á alþýðumáli, sem allir skilja. Að-
eins að setjast niður um stund og
lesa og hugsa.
Skrifao 17. nóvember.
Valdi Jóhannes^on ....
frá Vioir
Tveir íslenzkir bræður
Eg bið afsökunnar á því að mér
er ósýnt um að geta látinna manna,
vegna þess að gg hef aldrei gert það.
alltaf verið við hendina mér færari
menn, þegar slíks hefir við þurft.
En mér rennur blóðið til skyldunnr,
jægar landar og góðkunningjar falla
frá svo fjarri fósturjörðinni, og fáir
vita af þeirra stofni — en hinir hér-
lendu samjægnar þykjast hafa ein-
kis misst.
Einhverjir fyrstu Islendingarnir,
sem ég kynntist, jægar ég kom til
Kyrrahafsstrandar voru jæssir Guð-
mundssynir, sem nú eru báðir ný-
látnir: Gunnar,- búsettur i Los An-
geles og Sigurður í San Francisco-
Eg átti með þeim báðum margar
ánægjustundir, og minning beggja
þeirra er mér einkar kær. Eg er
ókunnugur ætt jæirra og uppruna,
nema hvað ég vissi að þeir voru
Húnvetskir og höfðu dvalið hér
langdvölum í Vesturheimi, og }>ó
Sigurður lengur. Gunnar var lengst
af Winnipejgmaður og átti þaðan
flestar minniijgar fulJorðinsáranna,
tók þar allmikinn þátt í íslenzku fél-
agslífi og átti þar fjölda vina. Um
Sigurð gengdi öðru máli. Hann
dvaldi lengst af hér á ströndinni og
án félagsskapar við Islendinga undir
tvo áratugi. En eftir að landar tóku
að setjast að San Francisco hafði
hann jafnan sambönd við þá og
kunni bezt við sig í jæirra hópi, enda
>ótt hann léti stundum á sér heyra
kappræðu að Bandaríkjamenn tækju
Islendingum langt fram. Undir niðri
var hann of skynsamur maður til að
meina slíkt.
Þeir voru ólikir menn Gunnar og
Sigurðar. Það sem sérstaklega ein-
kenndi Gunnar var ást hans til ís-
lenzks þjóðernis. Hann var ekki