Heimskringla - 01.05.1929, Blaðsíða 8
». BLAÐSlÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 1. MAÍ, 1929
Fjær og nær.
MESSUR
Séra Friðrik A. Friðriksson
messar að Kristnesi á sunnu-
daginn kemur, 5. maí, kl. 2
síðdegis.
Séra Ragnar E. Kvaran flytur
guðsþjónustu í Geysisbyggðinni sunnu
■daginn 5. maí, kl. 2 e. h.
FYRIRLESTUR
Dr. Rögnv. Pétursson flytur
fyririestur um íslandsferð í
skólahúsinu að Piney á laugar-
dagskveldið kemur, 4. maí. Á
sunnudaginn kl. 2 síðdegis flyt-
ur dr. Rögnvaldur messu í Pin-
ey á íslenzku, og kl. 8 síðdegis
messu á ensku á sama stað.
Lesendur er.u beðnir að taka eftir
auglýsingu frá Dorcasfélaiginu, sem
birt er á öðrum stað hér í blaðinu,
•um leikinn er félagið sýnir í Good-
templarahúsinu á mánudaginn og
þriðjudaginn kemur. Hafa leik-
-sýningar félagsins jafnan þótt þess
verðar, að þær væru vel sóttar, og
mun svo enn.
Leikfélag Sambandssafnaðar ætlar
ítð leika “Á (Jtleið” að Gimli mánu-
daginn 6. maí kl. 8.30 og hefir enn-
fremur i hyggju að sýna sama leik
í Árborg mánudaginn 13 maí.
Kvenfélag Sambandssafnaðar held
•ur sinn árlega vorbazaar fimmtudag
Og föstudag 16. og 17. maí. Verður
prýðilega til hans vandað eins og
vant er. Verður nánar getið um
• þetta siðar.
,Mrs. Roger Johnson, 878 Sher-
burne St. hér í bænum, hefir legið á
spítalanum undanfarnar 2—3 vikur,
en er nú komin heim aftur. Var
•gerður á henni holskurður við botn-
•langaveiki, eins og Hkr. hefir áður
getið um. Henni líður nú vel og
verður efalaust bráðum heil heilsu
og hress sem áður fyrri.
Mrs. B. Halldórsson frá Mikley á
Winnipegvatni liggur hér á sjúkra-
húsi bæjarins. Var gerður á henni
bolskuröur við innanvortis mein-
semd. Henni er farið að líða svo
vel, að hún getur setið upp í stól, en
býst þó við að verða að dvelja þar
inánaðartíma lengur.
Heimskringla hefir til sölu tvö
námsskeið við beztu verzlunarskóla
bæjarins. Námsskeið þessi verða
seld með stórum hagnaði fyrir þá
sem hafa í huga að stunda nám við
verzlunarskóla á þéssu sumri, ættu
þeir því að hitta ráðsmann blaðs-
ins, og semja um kaup á þeim hið
bráðasta. Övíst að þau verði til
boða til lengdar.
WONDERLAND
Ahrifamikill dramatiskur leikut*
t
verður nu sýndur að Wonderland
ieikhúsinu þar sem er “Isle of Lost
Men.” Mikið af leiknum fer fram
á þessum dularfullu, einmanalegu
bitalæltisstöðvum, en nokkur stór-
fengleg atriði fara fratn á einkenni-
legu, gömlu seglskipi, er segir margar
svaðilfarasögm nieð bættum seglum
og brákuðum stafni.— Tim McCoy,
frægur höfuðleikari í æfintýraleikj-
um, Viachetslav Tourjansky, er
stýrði myndtöku “Michael Strogof,f.”
og Leon Abrams, er stýrði síðasta
myndleik Söru Bernhardt, áður en
Ihún dó, eru þtlí.menningárnir, er
standa að “The Adventurer,” hinni
nýjtt mynd Metro-Goldwyn-Mayer.
“The Scarlet Lady,” Columbia mynd,
einhver læzta mynd þessa árs verður
bráðlega sýnd að Wonderland. Leika
Lya de Putti, Don Alvarez og War-
tner Oland aðal hlutverkin. —“Red
Lips,” hin ágæta háskólamynd Uni-
Versals, verður sýnd að Wonderland
Seilíhúsinu. Leika Charles Rogers
v>g Marion Nixon aðal hlutverkin.
Myndin er tekin úr sögu Percy
Marks, höfundar “The Plastic Age.”
Meðal annara leikenda eru Stanley
Taylor, Hu'gh Trevor, Hayden
Stevenson, Andy Devine, Rolært
Seiter og Earl McCarthy.
Kœra þökk
biðjum við undirrituð Heims-
kringlu að flytja til vina okkar á
Lundar og nágrenni að austan og
vestan, fyrir óvænta, rausnarlega
sendingu 25. þ. m. (á sumardaginn
fyrsta). Þó við finnum vel, að við
höfum ekki verðskuldað þessa gjöf,
dylst okkur ekki, að hún er enn nýr
vottur þeirrar alúðar, vináttu og
drenglyndis, sem við mættum svo oft
í sorg og gleði á samleiðinni með
þessu fólki. Og hlýju orðin, sem
gjöfinni ffylgdu, frá ykkur,
kæru vinir, auka yl og birtu margra
ánægjulegra endurminninga um
liðnu árin. Að gæfan breiði sum-
arblóm gleði og farsældar á brautir
ykkar, eins og þið hafið glatt okkur,
er okkar einlæg ósk. — Með hjartans
þökk,
Einar og Oddfríður Johnson,
1083 Dcræning SL,
Winnipeg.
Jóns Si'gurðssonar félagið I. O. D.
E. heldur næsta fund á föstudags-
kveldið kemur 3. þ. m., að heimili
Mrs. S. Sívertsen, 497 Telfer St., hér
í bæ.
Hr. Brynjólfur Björnsson biður
þess getið í blaðinu. að núverandi
heimilisfang sitt sé 615 Home St.
Mr. Þorsteinn Pétursson frá Piney
Man., liggur hér á spítalanum.
Gerði læknir skurð á honum við
meinsemd í vör síðasta laugardag.
Þorsteinn var um eitt skeið prentari
við Heimskringlu og er öllum eldri
Islendingum kunnur sem drengur góð-
ur. Vér vonum að hann fái fulla
bót þess sem hefir þjáð hann.
ROSE
Ungir lcikcndur sigra loftið
Þrír ungir Amerjlkanar, tveir
piltar og ein stúlka, vinna í raun og
veru sigur á loftinu í “The Air Cir-
cus’’, Fox myndinni, e rsýnd verður
að Rose leikhúsinu fimmtu- föstu- og
laugardag i þessari viku. Ahorf
endur sjá David Rollins, Sue Carol
og Arthur Lake stýra sínum eigin
flugvélum, steypa sér kollhnísur,
leika “fallandi lauf,” “skrúfuföll” og
aðrar íþróttir. —
Norma Talmadge breytir hárskurði
sínum með hverri nýrri mynd. I
“The Dove,” ber hún öll fjörmerki
og dutlunga ungrar spánver'skrar
hefðarmeyjar. Hárið þyrlast um
höfuð hennar, og virðist ^egja
eins mikið og augu hennar. Mnður
gæti ekki hitgsað sér Dolores Ro
ntero snoðklippta — hlutverkið er of
kvenlegt, of spánverskt til þess að
snoðkollur ætti við það. — “The
l>ove” verður sýnd að Rose leik
húsinu mánu- þriðju- og miðviku-
dag í næstu viku.
WALKER
“The Desert Song” sem sunginn
er af nafnfrægum söngflokki, er á
Walker leikhúsið kemur 20. maí n. k.
er þess verður að hlýða á hann.
Söngflokkur þessi hefir verið að
ferðast um Bandarikin og var for-
kunar vel tekið í Los Ageles. Sið-
asta borgin, sem hann heimsækir,
áður en hann heldur á stað heim til
Bretlands, er Winnipeg. Eitt
hundrað manns eru í þessum söng-
flokki, og flest lögin er hann syng-
ur eru aðdáunarverð.
Dýraverjjdunarfélag Winnipeg-
borgar heldur almennan “tag day” í
bænum 18. maí n. k. Eins og allir
vita er félag þetta að vinna hið
þarfasta verk. Fáein cent frá
hverjum manni, eða sem flestum,
gera félaginu, sem engar tekjur hefir
á annan hátt, auðveldara fyrir að J
halda þessu þarfa verki uppi.
A sumardaginn fyrsta, 25. apríl,
andaðist að heimili sonar síns á
Gimili, húsfr|ú Steinurin Gr(hnsdó(tt-
ir Stefánsson. Hún var fædd 8. j
okt., 1847, á Brettingsstöðum á Flat-
eyjardal í Norður-Þingeyjarsýslu.
Giftist Jónasi heitnum Stefánssyni
frá Þverá í Blönduhlíð í Skagafirði,
sumarið 1866. Fluttu þau vestur
um haf 1874 og voru i fyrsta land-
nemahópnum í Nýja Islandi 1875, og
bjuggu allan sinn búskap að Gimli.
Fjögur börn þeirra eru á lífi: Eu-
genia, gift Pétri Fjeldsted í Los An-
geles, Cal.; Steinunn, gift Dr. A. N.
Summerville, hér í bæ; Jónasina,
gift Valdimar Abrahamsson, við
Kandahar, Sask., og Sigtryggur Jón-
asson, bóndi að Gimli. Hin fram-
liðna var jarðsungin að Gimli af séra
Rögnvaldi Péturssyni og séra Þor-
geiri Jónssyni, laugardaginn 27.
april.—
Fiskisamlagið
Fyrsti ársfundur Manitoba Co-
Operative Fisheries verður haJdinn
í Winnipeg 15. maí 1929.
Félagatala samlagsins fer sivax-
andi, og allir, sem einn, eru hvatt-
ir til þess, að koma á fundinn til
þess að ræða viðskiftamál, er komið
hafa á dagskrá síðan samlagið var
stofnað. Fjárhagsskýrsla yfir við-
skifti síðasta árs verður einnig lögð
fyrir fundinn. Einniig fer fram
kosning þriggja stjórnarnefndar-
manna í stað þeirra, er kosnir voru
ti! eins árs, en kjörgengir eru til
endurkosningar. Vér æskjum þess,
að allir meðlimir komi reiðubúnir til
þess að ræða öll viðskiftamál á
grundvelli viðskiftaþekkingar og
sanngirni.
Samlögin i Kanada inna mikið
starf af hendi og hafa mikil áhrif á
heimsmarkaðinn, og samvinnan er
nauðsynleg til þess að brjóta saman-
tekið einræði einstaklingsauðsins á
mörkuðunum.
Hluthöfum kynni að þykja fróð-
leg sú vitneskja, að enda þótt sam-
lag'ið hafi starfað aðeins urn fjóra
mánuði, hafa hér um bil sex miljón
og eitt hundrað þúsund pund af
fiski farið í gegnum hendur þess.
Og, þrátt fyrir alla þá mótspyrnu,
er félagsskapurinn hefir mætt frá
öðrum félögum, hvað hefir Fiski-
samlagið í raun réttri unnið fiski-
mönnum, svona almennt talað? Tekj -
ur framleiðenda hafa aukist af því að
Fiskisamlagið var stofnað og þær
tekjur ganga beint til fiskimanna.
Hvers virði er Samlagið fiskimönn-
um? Vér ætlum að það nemi 2
centum á hvert pund. Það er undir
meðlimum komið að færa sönnur á
gildi hugmyndarinnar, og þess vegna
hvetjum vér fiskimenn til þess að
standa sameinaðir.
Skyldu einhverjir Samlaigsfélagar,
(eða aðrir vinveittir þeirri hreyf-
ingu) hafa einhverjar uppástungur
fram að bera, þætti oss æskilegt að
þeir sendu þær stjórnarnefndinni fyr-
ir aðalfund—eða flyttu oss þær per-
sónulega — að skrifstofu vorri, 325
Main Street.
Hverskyns leiðbeinandi uppástungur
eru með þakklæti þegnar og mún
verða veitt tilhlýðilegt athygli.
Vér viljum hvetja alla hluthafa
til þess að kynna sér og heimsækja
sjálfir þessa skrifstofu sina meðan
s
THEATRE
THIRS—FRI—S AT
THIS WKKK
Another Big SOUND
Special
“THE AIR
CIRCUS”
—WITH—
Sue Carol
David Rollins
Louise Dresser
lEIIHIBI.E PEOFLE”
Last Chapter
C'OMKDY FABI.ES
Minneapolis Symphony Orches-
tra, sem nafnkunn er um alla álfuna,
heldur tvær hljómleikasamkomur hér
við Amphitheatre hér í bænum
þriðjudaginn 7. maií. Hljómlist-
arflokkur þessi var hér síðast í Win-
nipeg 1924 og gat sér þá almanna
lof fyrir frammistöðu sína. Skemti
skráin eftir hádegið, sem aðallega
er ætluð ungu fólki er á þessa leið
Chorus “O Canada”; 1. “March of
the Toys”, Herbert; 2. Overture to
"The Merry Wives of Windsor”,
Nicolai; 3. Suite from Ballet “Syl-
via”, Delibes;—1. Prelude — The
Hnntresses, 2. Intennezzo — Valse
lente, 3. Pizzicati. 4. The Follow-
ers of Bacchus; 4. Part Songs bv
Children's Choir (500 voices), Selec-
ted; 5. “Danse Macabre,” Symphon-
ic I’oem No. 3, Op. 40, Saint- Saens;
6. “Czardas,” from “The Bat”,
Strauss. God Save the King.
Kveld Konscrtið
God Save the King. 1. Overture—
“Roman Carnival,” Op. 9., Berlioz:
2. Symphony “The F.roica”, Bee-
thoven, (entire symphonv of four
movementsj; 3. Children’s Over-
ture, Opus 17. Roger Quilter; 4
Aria. "Durch Die Walder Durch Die
Auen,” from "Der Freischuetz”,
Weber : George áTeader, soloist;
5. Overture to “Tannhauser”, Wag
ner.
George Meader soloistinn á kveld
samkomunni er aðal Tenoristinn við
Metrapolitan Operahúsið í New
York og hefir getið sér heimsfrægð
á þessum tveimur .síðastliðnu árum,
Samkotnur þessar eru s’ærstu hljóm
leikaviðburðurinn í samkomulífi bæj-
arins á þessu ári.
þeir hafa viðdvöl hér í borginni.
G. F. JÖXASSONFram-
kvœmdarstjóri Manitoba Co-
Opercdive Fisltcrics, Ltd.
Það hefir verið^ stefna McDonald
tóbaks félagsins síðan það var stofn-
að árið 1858, að gefa skiftavinum
sínum sem mest fyrir peninga. Saín-
ið miðunum setn eru í McDonalds
fine cut tóbaki. I því eru peningar
fyrir ykkur.
^eosoeððcceoooðoeQosessosðeeccosseeecoscðseooeooeccq!
DORKAS FJELAG FYRSTA LÚTERSKA SAFNAÐAR
•-------------------------leikur^--
“The Path Across the Hill”
í GOODTEMPLARA HÚSINU 6. og 7. MAÍ
(Iæikendur í þeirri rcið sem þeir koma framj
ZUZU, negra vinnukona ......... Mrs. C. B. HoAvden
RUTH CONRAD, skólakennari ..... Mrs. Alltert Wathne
SAMUEL CRAWFORD. Afi Ruth .... Mr. Chas. B. Howden
WALTER CONRAD, bróðir Ruth ....... Mr. Sig. Bardal
LUTIE, skólasystir Walters ...... Miss Lena Polson
MRS. MARY DAVIS, Amma Lutie, Miss Dora Henrickson
ROBERT POST, aðkomumaður ...... Mr. Thor. Melsted
DR. JIMMIE REED, Unnusti Ruth ... Mr. Carl Preece
FLO GRAY, frænka Ruth ......... Miss Alla Johnson
SALAMANDER, brúðgumi Zuzu ..... Mr. Kjartan Cryer
Aðgöngumiðar 50c Byrjar kl. 8.30
EINAR P. LUNBB0RG
Höfuðsmaður
flytur í boði Svía í Winnipeg
FYRIRLESTUR MEÐ MYNDUM
á Walker leikhúsinu, mánudaginn 6. maí
um björgun Umberto Nobile yfirhershöfðingja
Aðgöngumiðar seldir hjá McLean Music Store, Por-
tage Ave., C. H. Nelson, 208 Logan Ave., Canada
Posten, Svenska Canada Tidningen, Svenska Amer-
íka-Linjen, og á fleiri stöðum.
Tryggið yður forkaup á aðgöngumiðunum sem allra
fyrst.
G. L. STEPHENSON
PLUMBER
Er með elztu vatns og hitaleiðslu stofnunum í bænum.
Hefir starfað hér i meir en tuttugu og þrjú ár. Heíir séð
um vatns og hitaleiðslu i fjölda hinum nýju fjölhýsa er Islend
irígar hafa látið reisa.
Ef hita- eða vatnsleiðsla fer úr lagi, er til engra lætra
að leita en Mr. Stephenson’s. Ef þér ætlið að byggja, þá
leitið upplýsinga hjá honum um hita- og vatnsleiðslukostnað-
inn, hvort heldur það er smáhýsi eða fjölhýsi.
Áœtlanin örugg, Verðið sanngjarnt, Skilmálar hagkvæmir
Sími 28 383
676 Home Str.
ÍJ WINNIPEG —- MAN.
I
ÍOSOOOOOCCOCOeOOCOSOOCOOOOOCOOOOOOOBOOOOOCCO
Mrs. Th. Edwards, íslenzk Ikona
hér sem mörgum er að góðu kunn,
liggur á spítalanum. Var igerður á
henni holskurður fyrir rúmri viku síð
an. Henni líður vel eftir vonum.
Dorcasfélagið sýnir leik í Good-
templarahúsinu mánudaginn og
þriðjudaginn 6. og 7. maí, kl. 8.30
siðdegis. Leikritið er eftir Lillian
Mortimer og heitir “The Path
Across the Hill.” Er það í þrem-
ur þáttum. Þess skal getið, að all-
ir þættirnir fara fram í sömu stofu
svo að bið verður mjög stutt á
rnilli þáttanna.
Hús til leigu í bezta standi og á
bezta stað; við sporvagnslínur í all-
ar áttir bæjarins; 4 svefnrúm uppi og
eldhús með gasstó; 4 niðri með elda
range og gas plate; ódýr leiga
Heimskringla vísar á. t.f.n.
WONDERLANH
THEATRE
Continuous Daily 2—11 p.m. Sat. Show starts 1 p.m.
Big Double Program, Thur—Fri—Sat., This Week
“ISLE OF LOST MEN”
With Tom Santschi — Allen Connor — James
Marcus and Patsy O’Leary
Tim McCoy in
“THE ADVENTURER”
Two Big Features—Mon., Tues., Wed., May 6,7,8
“The SCARLET
L A D Y”
Featuring
LYA de PITTI ^vlth DON
ALVARADO, WARNER OLANI)
—Added Feature—
CHARLES (lluddy) ROGERS
antl MAHIAJV IVIXON In
“R E D LI P S”
Wlth Hayden StevenMnn and
II ngh Trevor
ALSO — THE COLLEGIANS