Heimskringla - 15.05.1929, Blaðsíða 4
4. BLADSIÐA
HEI MSKRINGLA
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1929
Híimakringla
< StofnuO 188«)
Keainr at « hverjnm mlKvlkiiitCÍ
EIGENDUR:
VIKING PRESS, LTD.
8B3 ok 85S 8ARGENT AVB . WIJÍNIPRG
TALSIHIi 80 537
V«r» blaBslns or $3.00 árgangurlnn borg-
lat fyrlrfram. Allar borganlr sendlst
THE VIKING PBSESS LTD.
SlGECrS HALLDÓRS trá Höfnuni
Rltstjórl.
(Ttanáwkrf ftt tll hlafinlnai
THIC VIKINC3 PRK8S, Ltd., Il«»* 8105
VTtanftnkrlft |ll rltftjftrana i
CTMTOR HBINSKRmGLA, 8105
WINNIPEG, MAN.
“Helmskrlngla Is publlshed by
The Vflklng: I’reaa Ltd.
and prlnted by
CfTV PRINTING Æ IMJBLISHI'NG CO.
WR8-K55 Saricent Aee., Wlnnlpec, Man.
Telephonei .H6 53 T
i ít ii iii ■ r—i——■ 11 ■
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1929
Dr. Brandson
og sannleikurinn
Dr. B. J. Brandson ber sjálfum sér
prýðilegt vitni um sannleikann í gamla
má'.shættinum, er hann notar sem fyrir-
sögn að grein sinni í síðasta Lögbergi:
‘‘Sannleikanum verður hver sárreiðast-
ur.” Því þar talar reiður maður. Og
þó ekki maður, sem er fullur réttlátri
reiði yfir því að mótstöðumenn hans
hafi misboðið sannleikanum; heldur
maður, sem er sár yfir því að sannleikur
inn hefir verið um hann sagður, af því
að hann veit með sjálfum sér, að sá sann
leikur er honum, óþægilegur. Öll grein
dr. Brandson auðkennist af þessu: að
hún er ekki í senn þróttmikil vörn manns.
er vex ásmegin við það að vita sig hafð-
an fyrir rangri sök og atlaga riddara rétt-
mennsku og sanngirni, heldur er hún
þvert á móti vanmegnugt vetiingablak
reiðs manns, er veit sig sannan að þeirri
sök, er á hann hefir verið borin, og ráð
laust undanhald manns, sem ekki er
nógu stórbrotinn til að kannast við ósig-
ur sinn, en reynir heldur að kóklast
einhverjar krókaleiðir úr vígi vonds mál-
staðar, þótt hann hefði strax mátt vita
að hann mundi við það komast í þær
torfærur, að hann strandaði þar alger-
lega, berskjaldaður og varnarlaus.
Rithátturinn í þessari grein dr.
Brandson ber strax órækan vott um þetta
hverjum manni, er les með athygli. Því
þótt honum verði vitanlega ekki jafnað
við rithátt samherja hans, H. A. Berg-
man, ritstjóra Lögbergs og Jónasar Páls-
sonar, þá ber hann þó þann keim, að les-
glöggir menn myndu ekki hafa ætlað
þann rithátt virðingamanninum dr.
prandson. Eða hvar er ‘‘ofsi” Heim-
fararnefndaxmanna sjáanlegur í grein
þeirra síðustu í Heimskringlu ? Hvaða
ummæli eru þar ofsaleg? Og hvers
vegna rangfærir hann svo orð mín, að
segja að ég hafi “lýst hann þann óþokka,*
sem sé "nú öldungís óalandi og óferj-
andi.” ” Hvar eru þessi ummæli í grein
minni er ég ritaði í sama blað og Heim-
fararnefndarmenn birtu í svar sitt við
bréfabirtingargrein dr. Brandson? Að
öðrum fleiri slíkum einkennum kem ég síð
ar.
En það sem verst er í máli dr.Brandson,
og miklu meira máli skiftir en ritháttur-
inn, eru ósannindin, bein og óbein, um
ýms mikilvæg atriði, er hann ber á borð
fyrir lesendur sína. Mér virðast þau
svo augljós, að mér veitist frekar erfitt
að gera mér í hugarlund að þau hafi
ekki slæðst með vísvitandi. En sé það
ekki; viti dr. Brandson í raun og veru
ekki betur, að minnsta kosti ekki allstað-
ar, (því um sum þeirra getur hann tæp-
lega verið í vafa), og séu þau ekki öll-
um augljós, er með þessum málum hafa
fylgst, þá skal ég leyfa mér að fletta
svo ofan af þeim, að þau verði hverjum
sjáandi manni sýnileg, nema þá þeim, er
ekki vilja sjá.En út af þeim mönnum
er þarfleysa að gera sér nokkra rellu.
* * *
Fyrst verða þá fyrir ummæli dr.
jBrandson um bréfabirtinguna. Þau
mætti kannske telja til óbeinu ósannind-
Auðkennt hér
anna. Dr. Brandson kveður nefndar
menn, og þá mig líka, fara með ósann-
indi um það á hvern hátt hann hafi náð
þeim til birtingar. Og “sem svar upp á
þessi ósannindi vísar hann til bréfs Dr.
McKay, hins sama og birtist í Heims-
kringlu síðast, (hins fyrra). Og þó hlýt-
ur dr. Brandson að vita, að í síðustu
Heimskringlu er farið með rétt mál um
hann í því sambandi. Því það stendur
fast og óhagganlegt, að hann birti bréf-
in í algerðu heimildarleysi forsætisráð-
herra, eins og líka dr. McKay ber vott
um í síðustu Heimskringlu. Og ég er
auðvitað enn jafn óbifanlega sannfærð-
ur um það og ég var þá, að slík aðferð
er hverjum góðum dreng algerlega ósæm-
andi; ekkert síður þótt hann heiti dr.
Brandson, en ekki Pétur eða Páll.
Og þessa ósæmilegu leið valdi dr.
Brandson þrátt fyrir það, að honum
stóðu þrjár leiðir opnar, til þess að birta
bréfin, án þess að lækka sjálfan sig á
nokkurn hátt. Sú hin fyrsta, að fá að-
gang að þeim hjá ritara Heimfaramefnd-
arinnar. Hefði hún mistekist, þá sú
önnur, er dr. Brandson heyktist á, að láta
dr. McKay krefjast þeirra í þinginu. En
er forsætisráðherra vildi það síður, þá að
láta hann skera úr því, hvort hann vildi
heldur láta þau beint í hendur dr. Brand-
son til birtingar.
Nú hlýtur mönnum að verða spurn:
Úr því að dr. Brandson' ekki vill fara
fyrstu leiðina, eða álítur það tilgangs-
laust, og heykist á því að fara aðra leið-
ina, hvers vegna reynir hann þá ekki hina
þriðju? Því mistakist hún, þá er önnur
leiðin alltaf opin. Og hvers vegna heyk-
ist dr. Brandson á annari leiðinni, ein-
mitt þeirri leiðinni, er Heimfararnefndin
sjálf lét í Ijós við forsætisráðheHa, að
hún óskaði að farin yrði?
Svarið virðist liggja npkkuð beint
við öllum þeim, er opin hafa augun. Dr.
Brandson kemst að þvl hjá dr. McKay,
(sbr. bréf hans), að forsætisráðherra
óskar ekki að bréfin séu lögð fram í
þinginu, af því að hann óttast, að þau
verði þar að flokkaþrætuepli. Og þá
er ekki líklegt, að forsætisráðherra kæri
sig um að þau verði íslenzkum kjósend-
um að þrætuepli heldur, með því að þau
séu birt í blöðunum til þess að hella olíu
á eldinn. Og dr. Brandson lízt ekki á
að það muni verða sínum málaflutningi
við stjómina hér til sigurs, að ganga í
berhögg við óskin f!orsæ|tisráð>herrans.
Þess vegna fellur hann frá því að láta dr.
McKay krefjast bréfanna á þingi, og
þess vegna laumast hann til þess að láta
birta þau í Lögbergi, á bak við forsætis-
ráðherra, og í algerðu heimildarleysi
hans. Hvort hann hefir gert það í
þeirri von, að forsætisráðherra fengi ekk-
ert um það að vita, skal hér engum getum
leitt að. En þar sem dr. Brandson spyr
í grein sinni, er hann víkur að mér: “Er
hann nú virkilega svo heimskur, að halda
að ég færi að nota nokkur óheiðarleg
meðöl til þess að ná bréfunum, einkan-
lega þar sem þess gerðist engin þörf,” þá
er því til að svara, að þar kemur hvorki
til “heimska” eða “vit;” það þarf ekkert
um það að halda, því þessi staði"eynd er
óhrekjandi: að dr. Brandson birti bréfin í
algerðu heimildarleysi forsætisráðherr-
ans.
Og því er það, satt að segja dálítið
broslegt er dr. Brandson talar um "gjör-
ræði” mitt, og mig sem ‘‘ódreng” í þessu
sambandi. Því finnist honum að ég hafi
sett fram um hann “ærumeiðandi stað
hæfingar,” þá má hann algerlega sjálf-
um sér um kenna, og sínum eigin til-
verknaði. Því ég sagði satt um til-
verknað hans, og er þá ‘‘ódrengur” fyrir
það eitt, að hafa komið upp um hann.
En ef sá er “ódrengur,” er segir satt frá
tilverknaði annars, hvað á þá að segja
um þann, er tilverknaðinn fi"emur? En
hafi ég farið með rangt mál, þá skora ég
á dr. Brandson að sanna það, — þvert
ofan í ummæli dr. McKay og enn fuil-
komnari visaui, sem Heimtfararníefndin
hefir — að bréfin hafi veöð birt að vilja
og vitund forsætisráðherrans, en ekki á
bak við hann og honum óafvitandi.
Og ekki vex dr. Erandson hót frá því
sem komið er með því dauðahaldi, er
hann hélt í bréf dr. McKay, svo að hann
vildi ekki leyfa fyrverandi lærisveini sín-
um og góðkunningja, að hætta við að
birta það. Því það bréf er þannig skrif-
að, að hefði ég og meðnefndarmenn mín-
ir ekki brugðið við og fengið dr. McKay
til þess að segja allan sannleikann, þá
*Auðkennt hér.
myndu æði margir hafa gengið frá lestrin
um með þá hugmynd að forsætisráðherr
ann hefði leyft dr. Brandson að birta
bréfin. Að sá hafi verið tilgangur dr.
Brandson, að láta almenning trúa því,
virðist sæmilega augljóst. En hvort hann
vex nokkuð af þeirri tilraun er annað
mál. Um það hljóta lesendur að dæma
sjálfir.
XXX
Þá kemur að þeirri staðhæfingu dr.
Brandson, að hann viti ekki til þess að
nokkur hafi orðið fyrir persónulegum á-
rásum í Lögbergi að fyrra bragði, en
“svo megi brýna deigt járn að bíti,” “og
eftir að búið er að skamma menn mánuð-
um saman, þá er ekki nema von að
menn leitist við að bera hönd fyrir höfuð
sér. Eða hefir Heimfararnefndin sér-
stakt leyfi til þess að svívirða þá, sem
eru henni ósamdóma, en þeir, sem hún
ræðst á eigi að taka því öllu með þolin-
mæði?”
Eg verð að segja það, þótt sjálfur dr.
Brandson eigi hlut að máli, að ég man
ekki eftir að hafa séð öllu ógeðugri yfir-
drepsskap en þann, er felst í þessum um-
mælum. Því sannleikurinn er sá, eins
og hvert mannsbarn veit, sem bæði ísl.
blöðin les, að frá upphafi þessarar þrætu
til hins síðasta hefir þetta verið svo öf-
ugt við það sem læknirinn segir, að Þjóð-
ræknisfélagið og alveg sérstaklega Heim-
fararnefndin, bæði öll og ýmsir ein-
staklingar hennar, hafa hvíldarlítið ver-
ið ausnir óvirðingum og rógi af ýmsum
■‘rithöfundum” sjálfboða. Og jafnvíst er
það, að Heimfararnefndin hefir svarað
með þeirri hógværð og kurteisi, að stung-
ið hefir í stúf við árásir sjálfboðanna og
orðbragð sem hvítt við svart. Veit dr.
Brandson ekki um svívirðingar hr. H. A.
Bergman í garð dr. Rögnvaldar Péturs
sonar, kirkjufélags þess er hann hefir
veitt forstöðu og séra Jónasar A. Sigurðs-
sonar? Eða svívirðu getsakir A. B.
Ólson í garð Hjálmars Gíslasonar, dr.
Rögnvaldar . fl. Eða “þvottakonu" og
“blekkingar-loddara” ummæli ritstjóra
Lögbergs, eða hin frægu ummæli hans
“niður fyrir sorpið,” í sambandi við séra
Ragnar E. Kvaran? Að maður nú eltkí
tali um vanhúsafyndni Jónasar Pálsson-
ar og ritstjóra Lögbergs. Hvar er aðiar
eins aðdróttanir, annað eins orðbragð að
finna í skrifum Heimfararnefndarinnar?
Og svo lætur dr. Brandson sem það ha.fi
verið Heimfararnefndin sem ‘‘mánuðum
saman’’ hafi svívirt vesalings sjálfboð-
ana, unz þeir loksins hafi neyðst til þcss
“að bera hönd fyrir höfuð sér.” Eg á
engin orð til önnur en þau sem ég sagði í
Ifeirnskringlu um daginn:
Hvílík látalæti! Hvílíkur yfirdreps-
skapur!
Og í sambandi við þetta kem ég þá
að þeirri staðhæfingu dr. Brandson, að
ég hafi dregið Ingólfsmálið inn í þessa
deilu, “þar sem það aldrei átt.i neit; er
indi.” Þessi ummæli, um erindisleysu
Ingólfsmálsins á vettvang heimfararmáls-
ins, er ég dr. Brandson hjartanlega þakk-
látur fyrir, um leið og ég þó verð að iýsa
hann ósannindamann að þeirri staðhæf-
ingu að ég hafi dregið Ingólfsmálið í deil-
una. Því það gerði helzti samherji dr.
Brandson: Hjálmar A. Bergman, K.C.
Þetta gerði Mr. Bergman í fyrstu
greininni er hann lagði til þessara mála,
og nefndi: “Vér mótmælum allir;” grein-
inni, er flestum góðum mönnum er lásu,
þótti bera svo ótvíræðan vott um þá ó-
vild og þann haturshug, er seildist svo
langt yfir málefnið er hún átti að fjalla
um, að þva nær dæmalaust væri; grein-
inni, þar sem fyrst kom í Ijós (ásamt
grein hr. A. C. Johnson) sú ósáttfýsi
sjálfboðanna, er síðar urðu, er engar
sættir vildi mögulegar, og rak til þess
fjóra ágæta menn frá sér. Þessi grein
var birt í Lögbergi 26. apríl 1928. Þar
gat hver maður skilið, er með Ingólfsmál-
inu hafði fylgst, að það var dregið inn á
ekki færri en þrem stöðum.
Fyrst er komið að því í þessari
klausu:
“Tillaga sú, sem hr. Þorsteinn Þ. Þorsteins-
son ber fram í síöasta Lögljergi, um aS pen-
ingar, sem fengnir hafa verið undir einu yfir-
skini verði notaðir til annars, finnst mér með
öllu óhæfilegt. Það 'hefir verið leikiS hér
áSur* og það er, vægast talað, blátt áfram , ó-
heiðarlegt.....”
Hér skildu allir, er nokkuð
til þekktu, að stefnt er að ráð-
stöfun Þjr.fél. á afgangi vam-
arsjóðs Ingólfs Ingólfssonar.
Þá er þessi alræmda klausa
í greininni, er fram af flestum
gekk:
“Mér finnst, aS í sambandi viS
þetta betl heimfararnefndarinnar,
komi fram sami sýkti hugsunarhátt-
urinn og sá, er sér enga vansæmd í
því aS þiggja ár eftir ár stórfé frá
útlendu félagi til þess aS afkristna
Vestur-Islendinga og afmá annaS
aSal þjóSerniseinkenni þeirra. Á
meSan þaS snertir aðeins einstakan
félagsskap, má segja aS þaS sé sér-
mál hans. En hér er um andlegt
átumein aS ræSa, er virSist hafa
sýkt út frá sér. Þessa lífsstefnu”
vill hr. Bergman nefna “spena-
stefnu,” lýsir því svo hvaS Vestur-
íslendingar hafi afrekaS án hennar og
segir meSal annars: “ViS frelsuS-
um Ingólf Ingólfsson frá gálganum
— á okkar eigin kostnaS.”
Þá er á þriðja staðnum í
þessari grein vikið að Ingólfs-
málinu á þenna hátt:
“ÞaS væri einnig fróSlegt aS fá aS
, vita, hvaS nefndin hugsar sér aS
gera meS þaS fé, sem afgangs verS-
ur..... Á þaS sem eftir stendur aS
ganga í byggiii\(/arsjéS ÞjóSrœknis-
félagsins? Ef þaS félag kcmst yfir
nógu marga sjóSi, sem safiuiS liefir
veriS öðru skyni, œtti það innan
skamnvs tíma að geta reist sér hús,
sem því verður til sóma
í svari mínu við þessar og
aðrar slettur hr. H. A. Berg
man minnist ég fyrst á nokkuð
í tilefni af Ingólfsmálinu, er ég
segi (Hkr. 2. maí 1928): ‘‘En
úr því að á það tvennt er minst,
svo að segja í sömu andránni:
Spenastefnu og Ingólf Ingólfs-
son, þá dytti máske einhverj-
um í hug að spyrja: í hvers
munn mjólkaði Ingólfsspeninn
drýgst?” — í sama blaði birt-
ist staka frá einum af þeim
mörgu, er dolfallnir urðu við
tiltektir Mr. Bergman:
iSína lykt, þó sé hún næg,
sumir menn ei finna.
ÚDODDS
KIDNEY
/ PILLS _
1 fullan aldarfjórðung hafa.
Dodds nýrna pillur verið hiv
viðurkenndlu meðuí<, við bak-
verk, gigt og bröðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær emi til sölu í öllum lyfábú®
um á 50c askjan eða 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company„
Ltd., Tcronto 2, Ont., og senda
andvirðið þangað.
þar sem ég veit að ég hefi satt
að mæla í þessum atriðum, er
við eigum orðastað um, en hann
ekki.
Og því auðveldara er mér þá
líka að ganga framhjá snteið-
yrðum hans til mín um “fljót-
fæmi,” “gleiðg o s a s k a p,’r
“gjörræði” og “ódrengskap.”
Eg veit, eins og fjöldi góðra
drengja, er fylgjast með máli
okkar, að þau eru, sem sagt,
vanmegnugt vetlingablak reiðs-
manns, sem er sár yfir því að
verða að kannast við það með
sjálfum sér, að hafa beðið lægra
hlut; ekki einungis fyrir mót-
stöðumönnum sínum heldur
einnig — og það er þyngra —
fyrir því í sjálfum sér, er hvei'j-
um góðum manni gegnir vehst-
Og hann hefir, þegar beðið
meira tjón, í áliti fjölmargra
mætra drengja, með afskiftuni
sínum af þessum málum, en
nokkur sneiðyrði frá mér eða
öðrum hefðu getað áorkað.
W’peg., 12. maí 1928.
Sigfús Halldórs frá Höfnum.
-------------x-------
Afrek mannsins eru fræg
á “eigin kostnað” — hinna.
Frá því að ég rita framan-
skráða athugasemd segi ég
ekki aukatekið orð um Ingólfs-
málið, unz hr. Jónas Pálsson
stingur höfðinu “undjr löfin,”
11. okt. 1928. Og allan þann
tíma veit ég ekki til að nokkur
maður viki nokkru orði í Hlkr.
til þessa máls að undantekinni
nauða meinlítilli glettnisstöku,
(19—9—28).
Hér er þá sannleikurinn um
það, hver fyrstur dró Ingólfs-
málið inn í heimferðardeilurn-
ar. Og samt dirfist dr. Brand-
son að staðhæfa það, að ég
hafi byrjað. —Hvaða nafn
myndi bezt hæfa þessari mála-
færslu hans?
* * *
Það sézt nú býsna glöggt af
öllu þessu er hér er að framan
skráð, að í þessum viðskiftum
okkar dr. Brandson er það
hann, en ekki ég, sem ætti að
biðja fyrirgefningar, ef um
nokkra fyrirgefningarbón væri
að ræða. En fyrst og fremst
ætti hann að biðja Heimfarar-
nefndina og íslenzkan almenn-
ing fyrirgefningar fyrir sína
hönd og stallbræðra sinna,
hvað sem mér líður, því satt að
segja ætlast ég ekki til neinnar
fyrirgefningarbónar af honum.
Ber það tvennt til: að í fyrsta
lagi hefi ég enga trú á því leng-
ur, hvað sem ég kynni áður að
hafa álitið, að hann sé nógu
mikill maður til þess aö biðja
fyrirgefningar, þótt hann kynni
að uppgötva, að hann hefði far
ið með rangt mál. Og í öðru
lagi myndi mér þá liggja sú
vanræksla hans í litlu rúmi,
•y,AuSkennt hér
Eina visk segir hann
enn, blessaður.
í söasta blaði Lögbergs eru mér
send tvö skeyti; annað frá vini mín-
um dr. Sig. Júl. Jóhannessyni, hitt
frá Arnljóti B. Qlson. Bæði eru
þau send í tilefni af grein eftir mig,
sem birtist í Heimskringlu 17. f. m.
Dr. Sig Júl. Jóhannesson segir
meðal annars aS ég reyni “aS nota
tillögu stuSning frá sér sem einn
undirstöSusteininn í afsakanahrófa-
tildri — viSvíkjandi Ingólfsmálinu.”
Þetta er mjög misskiliS. Eg het
lagt á mig þaS erfiSi aS vaSa gegn-
um mest af þeim orSaelg, sem flætt
hefir frá þessum siSari tíma Ingólfs-
máls-hetjum. Og ég býst viS að
flestum trompunum' hafi nú veriS
spilaS út. Og1 ég hef aldrei veriS
vissari en nú um þaS, aS viS höfum
ekki á neinu afsökunar aS biSja. Eg
henti á Sig. Júl. Jóhannesson sem
stuSningsmann tillögunnar, til aS
sýna, aS þegar viS skiluSum af okk-
ur starfi í Ingólfsniálinu, var hann
ánægSur meS gjörSir okkar, og áleit
ekki aS viS hefSum svikiS almennings
traust, né skilaS af okkur á rangan
staS. Þá breytti hann samkvæmt
því sem vit hans og samvizka vís-
aSi til. Nú sýnist mér hann vera
orSinn fastur í mauravefum og mála
flækjum félaga sinnla. Og leglgst
þá lítiS fyrir kappann, því hann hef-
ir meira af heilbrigðu viti heldur en
þeir allir til samans. ÞaS sem
gerðist í Ingólfsmálinu eftir þingiS
1925, eftir aS viS höfSum skilaS af
ckkur, kemur ekki þvi máli viS, sem
ég var aS tala um. Á því ber ég
enga ábyrgS fremur en þeir Arnljót-
ur og dr. Sig Júl. sjálfur. En dr.
Sig Júl. segir, aS enginn hafi treyst
sér til aS finna neitt aS vörSunum,
sern hann hafi hlaSiS í Ingólfsmál-