Heimskringla - 15.05.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.05.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. MAÍ, 1929 HEI MSK.RINGLA 5. BLAÐSIÐA inu, meö nokkrum rökum. Dettur honum í hug aö nokkur annar maður líti þannig á máliö? Heldur hann að menn séu ekki löngu orðnir þreyttir á þessu stagli? Sér hann ekki sjálfur að vörðurnar hans vísa beina leið út í hugsanagrautar-for- æði, sem engan langar til að vaða í gegnum að óþörfu. Um síðasta atriðið sem hann minnist á, $200.00 góðu, er það eitt að segja, að hann getur ekki vitað betur um það en ég sjálfur. Ef hann vill fremur trúa ímyndan sinni, en orðum mínum, tjáir ekki um það að sakast. Þá kem ég að Arnljóti mínum Olson. Hann þykist hafa margt að athuga við grein mína. Fyrst er föðurleg áminning um að vera ekki með þennan “mont-rembing og smekkleysi,” sem greinin, eítir hans dómi, byrjar á. Sjálfsagt er að virða góðan vilja og þakka honum þessa leiðbeiningu. Þá fræðir hann tnig á því að kenning J. S. Mills um frelsi og mannréttindi sé “daun- ill.” Þetta kemur mér ekki á ó- vart frá Arnljóti. Þeir, sem finna niikið til undan þeim höftum, sem íslenzkt drenglyndi leggur á hegðan- frelsi manna geta eigi átt samleið nieð mönnum eins og J. S. Mill. Á þetta reyndi ég að benda í grein niinni. Hegðan Arnljóts á rit- vellinum ber þess vott, að hann nýtur í fullum mæli þess frelsis sem ég talaði um: kjaftæðisfrelsis. Róg- rétturinn sýnist einnig vera viður- kendur að Lögbergi okkar Vestur- íslendinga. En þar með er ekki sagt að íslenzkur almenningur hafi viðurkennt þessa igrein mannréttind- anna. • Hann stendur, sem betur fer, langt fyrir ofan Arnljót og Lög- berg. Einhver minntist á að draga niður fyrir sorpið; hver veit nema Arnljótur komist þangað með Lög- berg, ef hann heldur nógu stíft fram kröfum sínum um þær greinar frelsis og réttinda, sem hann þráir mest! Þegar lengra kom fram í opna bréfið Arnljóts flaug mér í hug saga. sem ég heyrði í ungdæmi minu. Hún var af manni sem átt hafði þann grip, sem nefndur var skollabuxur, og var trú manna að hann gengi í þeim irinstum fata. Þeim fylgdi sú náttúra, að mannin- um varð aldrei féfátt. En til þess að eignast brækurnar hafði hann orðið að veðsetja sál sina. Getur verið að Arnljótur hafi komist yfir slíkan grip ? Ekki veit ég samt til að hann sé auðsælli en aðrir menn nema að auði ósannindanna; þar þekki ég engan hans líka. Honum verður aldrei orðfátt, ef hann vill til ósannindanna grípa. Mér hefir ■því dottið í hug að hann muni ganga í andlegum skollahuxum og efnið í þær muni sótt annaðhvort til Gróu á Leiti eða Marðar Valgarðssonar. Eg hefði ekki svarað þessu bréfi Arnljóts neinu, ef ekki hefði hann ofið inn í það nýjum ósannindum, því það sem hann reynir að klóra yfir sínar fyrri sögur er ekki svara vert. Til dæmis vill hann klóra yfir aðdróttun sína til séra Alberts og mín, um það að við höfum átt að taka fé úr Ingólfssjóðnum til lög- varnar fyrir annan mann, með þess- um orðum: “Eg segi frá því í Lögbergi 24. jan. s. 1., að ég hafi verið boðaður á samtal við séra Rögnvald, og greindi þar frá hvert samtalið var. Svo líður tíminn til 13. marz að Heimskringla kemur með frétt um það, að samtalið hafi átt sér stað, og að Rögnvaldur viðurkenni, að allt, sem ég hafi um það saigt, sé rétt með farið. Fyrir þessar ‘‘mannorðsmeiðandi sakir” mínar, kemur þú, Hjálmar minn, sem hvergi varst nálægur sam talinu, og “einn getur um það bor- ið” hvað fram fór, með þessa hrif- andi vörn fyrir okkur báða: ÞiS IjúgiS báSir “frá rótum.” Vitanlega hef ég ekkert um það sagt sem þeirn kann að hafa farið á milli, séra Rögnvaldi og Arnljóti. En þá aðdróttun senr felst í eítir- farandi klausu lýsti ég logna frá rótum: TILBREYTNI LYSTAUKANDI og METTANDI Allir heimta tilbreytni í brauði eins og í öðrum fæðu- tegundum sérstök brauð til næringar líkam- anum — er styrkja meltinguna, — aðstoða innýflin, efla bein og vöðva. Þessa tilbreytni fáið þér í SIPEIRS mRNELL BREfíD Hversdags brauðtegundir vorar fara yfir 21 tegund af brauðhleifum, kökum og snúðum. Hver um sig er bökuð með sérstökum hætti, er oss hefir lærzt á síðastliðnum 50 árum, er vér höfum bakað fyrid heimili Winnipegborgar. Snúðair og Kökur Hversdags Brauðtegundir Snowdrlft Heal her Mllk Speclnl Vlen n n Sweet Plaln fírahnm Health Hniniii 11 n ii n Smnll Sqnare RoIIh Ilye Frull Ieed IInnh Ijnrpre Sqnare Rolls Heal Homemnde Twln L.oaf l’arkerlioiiNe — Vieuna IIoIIn ÍOO Wholewhent ItalHln Hye FIiiRer HoIIh Grnham HoIIh SÆTABRAUÐ — SMÁKÖKUR — KLEINUR Flutt út á hverjum degi um Winnipegborg á Speirs- Parnell brauðvögnunum, eða sent beint frá kaup- manninum. Einnig sent til stöðva utan bæjarins. - “jfeedtntf a City since 1832 - Bakin^ Co. Líd, “Hugmynd mín er, að ekki hafi lið ið meira en dagur, þar til að þessir tvö hundruð dalir hafi verið greidd- ir úr Ingólfssjóðnum, í því skyni, sem Rögnvaldur stakk upp á.” Uni það gat ég einn borið vitni. Ef Arnljótur heldur að þeir, séra Rögnvaldur og hann hafi talað pen- inga inn til IV. J. Lindals til lög- varnar fyrir einhvern, má hann búa að þeirri “hugmynd” sinni eins lengi og honum gott þykir. Eg segi það eitt þar um, að þeir peningar voru ekki talaðir út úr varnarsjóði Ing- ólfs Ingólfssonar. önnur lý)g,i Arnljóts, sem ég mót- mælti var sú, að “við sem i þeirri nefnd vorum bundumst drengskapar lieiti um það í byrjun starfsins að taka ekkert fyrir verk okkar.” I*essa lýgi sína bar hann fram í Lögbergi 4. apríl, og vildi með henni skreyta frásögu sína og gera launakröfu mina ódrengilega í augum lesend- anna. I opna bréfinu forsvarar hann sig á þessa leið: “Þó var það lieit á tvennan hátt gjört. Fyrst með því, að við tók- um. á móti nefndarkosningunni á borgarafundinum. Svo, í annað sinn, er Ivar heitinn Hjartarson kom og gaf okkur sitt staklega góða til- Ix)ð, um að vinna það stóra verk, sem hann vann, án nokkurs cndur- gjalds, en með því ákveðna skilyrði, að við ekki borguðum neitt út fyrir vetk, við þá væntanlegu fjársöfnun, eða gæzlu peninganna. Það skil- I yrði gengumst við undir, um leið og I við þá lýstum viðeigandi ánægju ' okkar yfir hin,u göfgisfulla tilboði hans. Það loforð okkar til hans brutum við satnt, með því að borga einn tíu dala reikning, er okkur var sendur. Við héldum aftur það loforð, hvað okkur sjálfunt viðkom, því enginn okkar tók neitt fyrir þau litlu vik, er við framkvæmdum, — að þér einum undanskildum, er komst með $200.00 reiknirnginn eftirminni- lega.” Sannleikurinn í þessu máli er sá, að ívar heitinn Hjartarson kom aldrei á okkar fund. Arnljótur skýrði frá viðtali við hann á nefnd- aríundi og var honum falið að finna hann aftur. Hvenær hann ltefir átt að kalla okkur nefndarmenn saman til þess að láta okkur “afleggja eið- inn” veit ég ekki. Aðrir nefndar- menn geta sagt fyrir sig; ég var þar ekki viðstaddur. En sýnist nú ekki ílestum vera nokkuði langt gengið, þegar farið er að seilast ofan í grafir framliðinna eftir ljúgvitnum. En svo er aftur þess að gæta, að dánir menn hreyfa ekki andmælum, og Arnljótur þykist liklega örugg- ur um sig. Hinni meinlokunni, um "þegjandi” drengskaparheit á borg- arafundinum þarf ekki að svara, all- ir sjá hvilík fjarstæða hún er. Þá er þriðja lýgin sú, að reikning ' ur minn hafi aldrei verið samþykkt- ur af nefndinni. Eg benti Arn- ljóti á það í fyrri grein minni, að hann skyldi leita fyrir sér í fundar- gerðabók nefndarinnar, ef hann vissi eigi að hann færi með rangt mál. En hann hefir heldur kosið að japla á ný lýgi sína, heldur en að fara að mínum ráðum. Eg hef j nú tekið af honum það ómak. I ! fundargerð frá 27. febr., 1925 stend- ur meðal annars þetta: “Gjaldkeri félagsins, Hjálmar Gíslason, lagði fram sundurliðaðan reikninig; Ing- Ólfssjóðsins, sem hér fylgir. ....... Klemens Jónasson gerði tillögu, sem studd var af vara forseta Gísla Jóns- j syni, um að samþykkja skyldi I reikninginn sem lesinn. Var sú til-1 laga samþykkt með öllum greiddum ! atkvæðum......” Arnljótur var viðstaddur á þessum j fundi. Einnig var þessi fundargerð j lesin og samþykkt á næsta fundi að Arnljóti viðstöddum, og hrevfði I hann engum mótmælum gegn henni. Það er svo sem ekki mót von, að menn, sem láta sér eins ant um að rægja og níða meðbræður sxna, sem hér hefir verið bent á um Arnljót, láti gleitt um trúmennsku i orði og verki. Slíkum mönnum er ekki lá- andi, þó þeir kjósi sjálfa sig í nefndir og gumi af almenningsum- boði, sem þeir gangi með upp á vas- ann. Og það skal engan furða aö I almenningur flykkist undir merki slíkra forystumanna. Einni lýgi Arnljótar vil ég enn mótmæla. , Það er þessi klausa: Hjálmar A. Bergman og aðra er hon um hafa fylgt að málum, og kapp- kostað hafa að fyligja stöðugt fram óskum og ákvæðum borgarafundar- ins, hefir þú og þínir leiðtogar, lagt kapp á að ófrægja.” Eg hef aldrei lagt kapp á að ó- frægja nokkurn mann, hvorki Hjálm sar Bergman eða aðra. Ef Arn- ljótur telur sér ófrægð í því, sem ég skrifa nú um hann, má hann sjálf- um sér um kenna. Eg hef ekkert gert á hlu‘a hans og hann mátti vel sjá mig og aðra fyrri samverka- menn sínaví íriði. Hvað hann nxeinar með orðunum “leiðtogar þín- ir” veit ég ekki með vissu, en ég býst við að hann. eigi þar við heim- fararnefndina, því hann víkur að henni annarsstaðar. Eg þarf ekkert fyrir hana að svara; hún er vel fær um að gera það sjálf. Enda kem- ur henni þetta rnál ekkert við. En það er orðin andleg móðursýki á þessunx hetjurn, eins og Arnljóti, að sjá heimfararnefndina á bak við allt, sem þeim finnst sér andstætt á einhvern hátt. Alveg eins og sagt er um fólk á yissu tfimabili hjátrúar og hindur- vitna, að það sér allstaðar djöful- inn. Þeir eru orðnir eins og kerl- ingin, sem datt í bæjardyrum og braut koppinn sinn, og sagði að djöf- ullinn hefði fellt sig. — Eg verð að lá‘a bíða næsta blaðs að athuga það, sem Arnljótur hefir að segja um reikninga mina. (Meira) Hjálmar Gíslason. R0YAL YEAST CAKES GERIR AFBRAGÐ HEIMATIL- BÚIÐ BRAUÐ Fyrirmynd að gæð- um f V meir ea 50 ár. Samkvæmt lögum félagsins hefir heimild til þess að senda einn full- trúa fyrir hverja 50 meðlimi eða brot af því. Þó skal öllum heimilt að senda að, minnsta kosti tvo full- trúa, en eigi fleiri en 5. Æskilegt væri að söfnuðirnir gerðu skrifara eða forseta sem fyrst aðvart hverjii; liklegt er að sendir verði. -----------x---------- Sjöunda Arsþing hins Sameinaða Kirkjufélags verður sett að Riverton föstudaginn 28. júní næstkomandi kl. 2 e. h. sérhver söfnuður í kirkjufélaginu Migsluathöfn hinnar riýju kirkju Sambandssafnaðar í Riverton fer fram í sanrbandi við þingstörfin. Ragnar B. Kvaran, forseti hins Sameinaða Kirkju- félags. McDonald Dure Lumber Co. Limited 812 Wall Street, Winnipeg Sími 37 056 Yfirsmiðurinn yðar getur sagt yður hvað mikið þér getið sparað í uophitun með því að nota BALSAM WOOL fyrir veggfóður. Magnússon and Robertson húsasmiðir, er vanda húsabyggingar sínar allar, og fleiri, hafa haft töluverða reynslu af þessu byggingaefni. Leitið upplýsinga hjá þeim. McDONALD DURE LUMBER CO. LIMITED Stiles & Humphries THkynna Þér getið sparað 20 procent á efninu I Karlmannafatnaði, Höttum og Fatnaði. En rnunið eftir því, að þetta stendur aðeins þessa vikn Stiles & Humphries Winnipeg’s Smart Men’s Wear Shop 261 Portage Ave.( Next to Dingwalla)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.