Heimskringla - 15.05.1929, Síða 6

Heimskringla - 15.05.1929, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLÁ WINNIPEG, 15. MAÍ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. ‘‘Eg vona að hann hafi haft mikið gagn af því!” mælti Hornebog. “En sá, sem held- irn á sverði í hendinni og hefir bakið á hesti á milli fóta sér, veit vel til hvers hann er í heiminn borinn. Og vissum vér það ekki betur en þessir skriffinnar og skúmar, þá væru þeir nú að reka okkur yfir Dóná og hestar vorir hefðu ekki drukkið nægju sína úr vötnum Svabíu.” “Veiztu að það er heppni að þessi þvætt- ingur skyldi vera ritaður?’’ hélt Ellak áfram og fleygði Boetiusi aftur á eldinn. “Hversvegna?’’ spurði Hornebog. ‘‘Sökum þess, að höndin, sem hefir haldið 4 pennanum, verður aldrei oftar eins fær um að sveifla sverði eða höggva í lifandi hold. Og er þvættingurinn, sem einn heili hefir ung- að út, kemst í bók, þá eyða að minnsta kosti hundrað aðrir tíma sínum yfir honum. Hundr- að bjánunum fleira og hundrað reiðmönnum færra, og þð aeru hlunnindi fyrir oss, er vér komum yfir landamærin. Eins lengi og mennirnir í vestri rita bækur og halda kirkju- þing, eins lengi geta börn mín rutt sér leið,’’ sagði hinn mikli Attila sjálfur.’’ “Lof sé Attila!’’ sagði Hornebog með lotning, og í sama bili hrópaði rödd — ‘‘Lof hinum dauðu að hvíla!” og Erika hljóp nær, létt eins og að hún væri að dansa. Hún hafði kannað ránsfenginn úr klaustrinu. og altarisklæði úr rauðu silki hafði fundið náð fyrir augum hennar og hún hafði varpað því yfir herðar sér eins og skikkju. “Hvemig líst ykkur á mig?” spurði hún og snéri litla höfðinu ánægjulega við. “Heiðarblómið þarf ekki á neinu skrauti að halda frá skurðgoðadýrkurum Svabíu, til þess að oss lítist á hana” sagði Ellak svip- þungur. Hún hljóp til hans, strauk strítt, svart hárið á honum og hrópaði: ‘‘Komdu, máltíðin er tilbúin!” “í*au gengu þrjú inn í garðinn. Hún- arnir höfðu stráð öllum heybyrðum klaust- ursins á stéttina, varpað sér niður og biðu máltíðarinnar. Heribald stóð þar rétt hjá með krosslagða armana. "Djöfiakynið getur ekki einu sinni setið eins og kristið fólk og étið sjtt daglega brauð,” hugsaði hann mteð sjálfum sér; en hann lét ekki hugsanir sínar uppi. Reynslan af mörgum höggum kennir þagmælsku. “Legstu niður, svartkufl, þú mátt éta með okkur,” hrópaði Erika til hans, og benti honum að gera eins og aðrir gerðu. Hann skaut augunum til mannsins frá Ellwangen, sem lá með krosslagða fæturna, eins og hann hefði aldrei annað gert. Heribald gerði til- raun til þess að gera eins, en stóð bráðlega upp. Honum fannst þetta óvirðulegur hátt- ur. Hann sótti sér stól úr klaustrinu og settist á hann. Uxi hafði verið steiktur á teini og var íiú komið með hann, ásamt öðrum vistum, sem fundist höfðu í eldhúsi klaustursins, og nú réðst öll herfylkingin áfergjulega á matinn. I>eir hjuggu ketið af með stuttum sverðum og fingur voru notaðir í stað hnífa og gaffla. Vínnáman mikia stóð í miðjum garðinum. Þangað sóttu allir eins og þeir kærðu sig um. Drykkjargögnin voru mjög margskonar. En margur var þar kaleikurinn haglega smíðað- ur. Heribald fékk gnægð drykkjar. En <er hann var að gæða sér á að sötra hann, var hálfnöguðu beini varpað í höfuðið á honum. Hann kendi sárt til og leit umhverfis sig, en sá þá, að ýmsir aðrir höfðu orðið fyrir hinu sama. Það var sýnilega siður Húna að kasta beinhnútum að lokinni maltíð, eins og nokk- urskonar ábæti. Húnunum var nú tekið að volgna af vín- inu og hófu þeir söng, sem var hin mesta lagleysa. Tveir yngri mannanna tóku að syngja hetjusöng um Attila konung. Kveðið var um, að hann hefði ávalt verið sigurveg- ari, ekki einungis í orustum, heldur og í ást- *im. Inn í þetta fléttaðist háðskvæði um Tómverska prinsessu, sem heyrt hafði getið ínn ágæti Attila og fengið ást á honum án þ**ss að líta hann augum. Hún hafði boðið honum hjarta og hönd, en hann hafnað með Ifyrirlitningu. Gjörvallur skarinn tók undir viðkvæðið. Sön'garinn var líkastur samblandi af uglu- ’vaeli og froskakvaki í kveldkyrðinni. Sumir Hunarnir komu til Heribalds og gerðu honum skiljanlegt með bendingum, að hann ætti líka að taka þátt í samsöngnum. Honum gagn- aði ekkert að neita og þar kom, að hann hóf með tárin í augunum lofsöngin um Krossinn Helga: “Sanctifica nos!” Hið forna lag var eins og hrópandans rödd í eyðimörk. Skógarkonan sat á koparkatli og fylltist brenn andi heift. Hún læddist að Heribald með hníf í hendi, ætlaði sér að þrífa í hár hans og sníða af því lokk — mesta smánin, sem hægt var að gera krúnurökuðu og því helguðu höfði klerksins. En Heribald ýtti henni frá sér og söng hátíðlega áfram. Áhorfendum þótti gaman að þessu atviki. Þeir létu gleði sína í ljós með hrópum, og bumba og fiðla tók nú undir. En Eriku tók brátt að leiðast þessi tilbreytingarlausi söngur. Hún þreif í handlegginn á Heribald, og dró hann út í ofsalegan dans, sem nú hófst, og sagði glettnislega: ‘‘Dansinn eftir söng- inn!” Allt var á ringulreið í höfðu Heribalds. “Hvort Heribald dansar eða ekki skiftir litlu máli. Það verður hvort sem er ekki nema einn lítill hlekkur í keðju stórsynda hans,” hugsaði hann með sjálfum sér, og lét fallast að brjóstum Eriku. Ilskóaðir fæturnir stöppuðu hraustlega grundina, en kuflinn sveiflaðist á ferðinni. Tak hans utan um mitti stúlkunnar varð stöðugt fastara og fast- ara og enginn má vita, hvernig þetta hefði farið ,ef Erika hefði ekki allt í einu numið staðar, rjóð í kinnum og barmurinn hófst upp af mæði. Hún klappaði þá hálfvitanum á kinnina að gamni sínu, losaði sig úr fangi hans og hljóp til foringjanna, sem horfðu alvarleg- ir á aðganginn ailan. Hrópin dóu út eftir því sem áhrif vínsins runnu af þeim við hina miklu áreynslu. Ellak gaf þá merki um að brenna líkin. Á einu augabragði var öll fylkingin komin á hestbak og reið skipulega í röðum að líkbálskestinum. Elsti Húninn í hópnum stakk hesta þeirra, er látist höfðu, til bana og voru skrokkamir látnir við hliðina á eigendunum. Þessi grá hærði Húni hrópaði einhver geigvænleg lík- söngsorð yfir hópnum, lyfti svo uppi kyndli sínum og lagði eld að kestinum. Huggun Heimspekinnar eftir Boetius, grenibútar, skinnhandrit og skrokkar hvarf allt í funandi eldinum og reikurinn steig í þykkum mekki til himins. Hinna dauðu var minnst með glímum, hernaðaræfingum og kappreiðum. Sólin var komin lágt á loft er hópurinn kom aftur til klaustursins, til þess að fyrirberast þar um nóttina. Þetta gerðist allt saman á Reichenau- eyjunni fimmtudaginn fyrir páska. Tíðindin bárust skyndilega til fiskikofanna við Radolfs- zell. Moengal taldi þó enn sex sálir úr hjörð sinni við morgunguðsþjónustuna. Við kveld messuna voru þrír, að honum sjálfum með- töldum. Hann sat þunglyndur í herbergi sínu, þar sem hann hafði eitt sinn sýnt Ekkehard gestrisni sína, en eldsúlan frá bálkesti Hún- anna steig til himins. Reykurinn var svo þykkur og svartur, að vel mátti ætla að klaustrið væri allt í eldi, og sterk reykjariykt barst yfir vatnið. ‘‘Þá það!” hrópaði Moengal, ‘‘iam proxi- mus Ucalegon! Það brennur þá þegar hjá ná- granna mínum Ucalegon! Þá er tími fyrir mig að hugsa til ferða. Við verðum að fara, gamla Cambutta mín!” . Ekki var þessi Cambutta nein þjónustu- mær, heldur stór kylfa, lík því, sem þeir nota á írlandi, og var þetta eftirlætisvon Moen- gals. Hann stakk hinum helgu kaleikum og kveldmáltíðarskálum í veiðitösku sína úr leðri — og var þetta.það eina sem hann hafði úr gulli eða silfri. Þvínæst kallaði hann á hunda sína og hauk sinn, sem hann notaði á hegraveiðum, og fálkana báða, og gaf þeim það, sem til var af fiski og kjöti í búrinu. “Etið fylli ykkar böni nrin, svo ekkert verði eftir handa bölvaðri piágunni, sem kemur!” mælti hann. Vínkútinn í kjallaranum klauf hann í sundur og lét freyðandi vínið renna niður. ‘‘Þessir djöflar skulu ekki finna dropa af víni þessa lands í húsi Moengals!” sagði hann við sjálfan sig, en ediksbrúsan skildi hann eftir ósnertann. Hann stráði ösku yfir ilmandi smjörið í litla viðartroginu. Fiskibúnað sinn og veiði gróf hann vandlega í jörð, braut síðan glerið í glugganum og fieygði brotunum um her- bergið; sumum stakk hann jafnvel ofan á mllli fjala í gólfinu og lét broddana standa upp úr. Allt var þetta gert til heiðurs Hún- unum. Haukinn og fálkana lét hanp lausa. “Verið þið sælir,” hrópaði hann á eftir þeim,” og farið ekkl of langt. Eftir skamma hríð verður nóg af dauðurn heiðingjum handa ykkur að kroppa í.” Þannig gekk hann frá húsi sínu. Veiði- tösku og gamla spánska leðurflösku hafði hann á öxlunum, tvö spjót í hægri hendi, Cam butta bundna á bakið; og þannig búinn hélt Moengal gamli frá prestsetri sínu — vaskur kappi drottins. Hann hafði skamma liríð gengið undir reykþrungnum himninum, er han nam skyndilega staðar. “Bíðum við,” mælti hann, ‘‘einu smá- ræði hefi ég gleymt!” Hann snéri við. ‘‘Það er ekki nema rétt, að þessum gul- leitu föntum sé heilsað með fáeinum orðum!” sagði hann og tók krítarmola upp úr víðum úlpuvösum sínum, og ritaði fáein orð á írsku á gráa sandssteinsplötuna yfir dyrunum. Regnið máði þetta síðan af, og enginn hefir getað lesið það, en áreiðanlega hefir kveðjan ekki verið ómergjuð, er Moengal ritaði með írsku rúnaletri yfir dyrum sínum. Að þessu loknu hélt hann hröðurn fet- um í áttina til Hohentwiel. --------X—-------- 14. KAPÍTULI Orustan við Húna Langifrjádagur var kominn. En minn- ingardagurinn um dauða Frelsarans var ekki haldinn í þeirri fullkomnu þögn, er kirkjan míælir fyrir. Koma Moengals hafði skotið loku fyrir allan efa um að fjandmennimir væm í námunda. Seint um kveldið, sama daginn sem hann kom, var herráð haldið og samþykkt í einu hljóði að koma til móts við Húnana í orustu á opnu svæði. Sólin reis á skýjuðum himni og huldist brátt í þoku. Vindhviður þutu yfir landið og ráku skýin yfir himininn, þar til þau virtust hníga niður og renna saman við grátt Con- stance vatnið. Einstöku sinnum tókst sól- argeisla að brjótast í gegn. Þetta var loka- baráttan milli vorsins og vetraraflanna. Karlar voru risnir úr rekkju og teknir að búa sig undir ægilegt dagsverkið. Ekkehard gekk fram og aftoir í klefa sín um hátt uppi í varðturninum og baðst fyrir með krosslagðar hendur á brjósti. Honum hafði verið falið sæmdarverk að inna af hendi. Hann átti aö prédika fyrir hersveit- inni, áður en hún gengi út* í bardagann. Hann bað nú í litla herberginu sínu um styrk og andríki, svo að orð hans gætu orðið sem brennandi glóð, er kveikti í huga sérhvers eld baráttunnar. Dymar á herbergi hans lukust skyndilega upp og hertogafrúin kom inn, og var Prax- edis ekki í fylgd með henni. Hún hafði varpað þungri skikkju yfir morgunkyrtil sinn, til þess að verja sig morgunkælunni. Ef til vill hefir það einnig verið til þess að varna því, að einhver gestanna þekktu sig á leiðinni upp í varðturninn. Svolítill roðavottur sást á kinnum hennar, er hún var allt í einu stödd með kennaranum unga. ‘‘Þú ætlar að ganga í orustuna með liin- um í dag?” spurði hún. ‘ Eg fer með þeim,” svaraði Ekkehard. "Eg hefði fyrirlitið þig, ef þú liefðir svar- að öðru,” mælti hin tigna frú; ‘‘og þú hefir skilið það rétt, að þú þurftir ekki að fara fram á neitt leyfi frá minni hálfu til þeirrar ákvörð- una. En ætlar þú ekki að kveðja mig?” spurði hún og var mjúkleg ásökun í rómn- um. Ekkehard komst í vandræði. “Betri og göfugri menn ganga út úr kastala þínum í dag,” bælti hann. ‘‘Ábótarn • ir og aðrir tignir menn munu standa við hlið . hertogafrúar sinnar. Hvernig skyldi mér kom atil hugar að kveðja sérstaklega, jafnvel þótt —” Hann km ekki fleiri orðum upp. Ilertogafrúin leit framan í hann. Hvor- ugt mælti orð. ‘‘Eg hefi fæ(rt þér dálítið, sem ætti að koma þér að gagni í bardaganum,” sagði hún eftir drykklanga stund, og dró undan skikkju sinni fagurt sverð með skrautlegu belti. Á hjöltunum glóði á mjólkurhvítan agat-stein. ‘‘Þetta er svlerð Burkhards lávarðar, míns látna eiginmanns, og honum fanst mest til þess koma allra sinna vopna. Með sverði þessu er hægt að kljúfa grjót og þó mun það ekki brotna, sagði hann oft og einatt. Þú skalt bera það í dag og auk enn á hróður þess.” Hún rétti honurn sverðið og liann tók þegjandi við þvi. Hann var í herklæðum sínum undir kuflinum og brá hann nú axla- linda sverðsins yfir herðar sér og greip um hjöltin með hægri hendinni, eins og hann stæði þegar andspænis fjandmönnunum. “Eg hefi enn annan hlut handa þér,” sagði hertogafrúin. Um háls hennar var bundið silkiband og í því hékk dýrgripur í gullspöng. Hún dró þetta fram af barmi sínum. Það var kristall, er laukst um litla tréflís. ‘‘Nægi bænir mínar ekki, þá vona ég að þessi helgi gripur verndi þig. Það er flís úr krossinum helga, er Helena keisarafrú upp- götvaði eitt sinn. Hvar sem þessi vemdar- gripur er, þar mun og vera friður, aukin gælfa og hreint loft;” þannig er ritað í skjal- inu, er gríski patriarkinn vottar að sé ófalsað. Megi þetta einnig verða þér til blessunar í or- ustunni!” Hún hallaði sér að honum til þess að hengja gripinn um háls honum og munkur- inn kraup á kné til þess að taka við honum. Hinn dýri gripur hafði þegar legið á brjósti hans nokkur augnablik og þó lá hann enn á hnjánum. Hertogafrúin strauk jt'ingrunum mjúklega í gegnum hár hans og hinn stolti svipur hennar breyttist í viðkvæma hrygð. Ekkehard hafði kropið niður, er nafn kross- ins var nefnt, en honum fannst því líkast sem hann yrði að fleygja sér í annað sinn að fót- um hennar, sem hafði sýnt honum svo mikið ástríki. Tilfinningin, sem er að brjótast út þarf tíma til þess að skilja sjálfa sig, og Ekkehard var ekki eins vel að sér í þeim efnum, er að ástamálum lutu, eins og hann þekkti vel skáldskap Virgils.. Annars hefði hann getað sagt sér sjálfur, að sú kona, er tekið hafði hann úr kyrlátu klaustrinu, horft á hann eins og um kveldið á Hohenkraen og nú um morguninn fyrir orustiuna, eins og frú Heiðveig hafði gert, myndi vænast orða, er kæmu frá djúpi hjarta hans — og jafnvel meira en orða. Hugsanir hans ruddust fram, hver á eft- ir annari. Sérhver æð í líkama hans slóst með ofsahraða. Honum hafði farði svo ávalt áður, í sér- hvert sinn, sem einhver tilfinning gerði vart við sig, sem nokkuð átti skylt við ást, að þá hafði virðingin fyrir hinni tignu húsmóður ávalt tekið í taumana og kippt henni til baka, alveg eins og stormurinn skellir glugganum á andlit barnsins, sem leitast hrætt við að skima út. En hann hugsaði ekki um virðuleika á þessari stundu. Honurn var frekar í hug stundin, er hann hafði borið hertogafrúna djarflega yfir klausturgarðinn. Hann hugs- aði heldur ekki um mlunkaeið sinn. í brjósti hans gaus upp magnmikil löngun til þess að þrífa hana í faðm sér. Það var sem sverð Burkhards lávarðar logaði við siðu hans. ‘‘Varpaðu af þér einurðarleysinu. Hinir djörfu skulu jörðina eignast!” Mátti ekki lesa þessi orð úr augum frú Heiðveigar? Hann stökk á fætur, hár, sterkur, frjáls — hún hafði aldrei litið hann þannig áður; ekki mátti nema augnabliki muna, að orð brytust fram á varir hans, er vott bæru um innri baráttu hans. En rétt í þýi, er hann lauk upp munni sínum, varð honum litð á svarta íbenholtskrossinn, er Vincentius hafði endur fyrir löngu hengt á vegginn: “Þetta er dagur drottins. í dag skalt þú tala til lýðs. ins.” Endurminningin um skylduna, er beið hans, rak allar tilfinningar á braut. Eitt sinn kom frost á sumardegi, og gras og lauf og blóm urðu föl og blökk áður en sólin reis. Hann tók í hönd hertogafrúarinnar, feimnislega eins og áður hafði veriö háttur hans. “Hvernig á ég að geta þakkað frú minni?" mælti hann, og var óstyrkur á rödd- inni. Hún leit athugaraugum framan í hann. Mýktin var horfin úr rómi hennar, gamli drembiláti svipurinn var yfir brá hennar. Það var því líkast sem hún segði: ‘‘Vitir þú það ekki sjálfur, þá ætla ég áreiðanlega ekki að segja þér það.” En hún sagði ekkert. Ekkehard hélt enn í hendina á henni. Hún dró hana til sín. ‘‘Vertu guðhræddur og hraustur,” mælti hún. Það var líkast háði...... Hertogafrúin hafði ekki dvalið lengur í herbergi Ekkehards, en svaraði tímanum sem þurfti til þess að fara með morgunbæn, en meira hafði gerst en hann hafði hugmynd um.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.