Heimskringla


Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 4

Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 4
4. BLAÐSCÐA HEI MSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚNÍ, 1929 Hdmskringla < Stofnutl 1HK(!) K+wmwr at l hverjnm mltívlkoáeft EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. HAS »K «&5 8AUGBMT AVE., WINJÍIPEG TALSIMIj SO 537 V«r» blafislnn er »3.00 irBangurlnn borg- l«t fyrirfram. Allar borganir sendlst THR VIKING PBJBSS LTD. iIGPCS HALLDÓRS trá Höfnum Ritstjóri. ITtanAekrlft tll blatlatnal THH VIKING PliESS. tld. B»* «10« ITtanAakrlft tll rltatjftranai CDITOH HEIMSIÍRI.VGLA. B«Z 3105 WINNIPEG, MAS. "Haltnskrlngla ls prubllshed by The Vlktair Preaa Ltd. and prlnted by CtTV PHIN-TING A PUBLISHkNG CO. SKS-855 Saritent A «e„ WlnnlpeK. Man. Telephonet .80 53 7 WINNIPEG, 19. JÚNÍ, 1929 Fiskisamlagið og ámsfundur þess Þess var getið hér í blaðinu um daginn, að nánar myndi verða skýrt frá ársfundi Fiskisamlagsins, sem hófst mið vikudaginn 15. maí síðastliðinn. Höfum vér góðfúslega fengið í té látnar þær upp- lýsingar, er hér fara á eftir, með leyfi framkvæmdarnefndar samlagsins, hjá einkaritara þess, Miss K. L. Hannesson. * * * Eitt hundrað fimmtíu og tveir full- trúar hér um bil fimm hundruð sam- lagsfélaga hvaðanæfa úr fylkinu sóttu þenna fyrsta ársfund samlagsins, auk þess sem óvenju margir áheyrendur hlýddu á umræðurnar frá morgni til kvelds alla dagana þrjá, sem ársþingið stóð yfir. Formaðurinn, Mr. Paul Reykdal, á- varpaði þingið og gaf glöggt yfirlit yfir ýmsar hliðar á starfsemi samlagsins, frá því að það var stofnað í ágústmánuði í fyrrasumar, og drap stuttlega á erfið- leikana sem það hefði orðið að yfirstíga: höfuðstólsskotrt til fullra framkvæmda; flutningsgeymsluaðferðir; flokkun og sölu á fiski og útvegun tveggja stórbáta, er tekið gætu 800 kassa hvor, til þess að taka á móti fiski frá öilum samlagsstöðv- um við Winnipegvatn, og bætti því við að samlagið hefði höndlað meira en einn þriðja hluta af allri veiðinni, um leið og hann benti á það, að með skipulegum söluaðferðum, hefði meiri verðfesta kom ist á Manitoba fisk, og langt um hærra verð fyrir hann fengist, svo að ef til vill hefði það gefið fiskiútgerðarmönnum aukinn ágóða í aðra hönd síðustu vertíð, er næmi meira en fjórðungs-miljón dala. Mikill hluti þingtímans gekk í upp- byggilegar umræður og tillögur í sam- bandi við veiðitæmingu fiskivatnanna; skipun nefndar til þess að rannsaka fiski iðnað Manitobafylkis; skipun eftirlits. manns stjómarinnar; fyrirhugað sumar- fiski á Winnipeg- og Winnipegosis-vötn- um; öflun fylkis- og ríkismarkaða fyrir fisk, o. s. frv. Fróðleg og hvetjandi erindi fluttu Hon. Donald G. McKenzie, náma- og auðsuppspretturáðherra Manitobafylkis; J. T. Hull, auglýsingastjóri Hveitisamlags Manitoba, og Thos. J. Murray, lögfræðis- ráðunautur Hveitisamlagsins og annars samvinnu fyrirtækja. Hon. Donald G. McKenzie bar kveðj- ur frá fylkisstjórninni, og lét í ljós ánægju sína yfir því að Fiskisamlagið hefði höndl- að hér um bil 40% af allri vetrarveiðinni. Mr. McKenzie kvað fylkisstjórnina vonast eftir mjög bráðri heimt á auðsuppsprett um Manitoba, og var viss um að þeim verði skilað aftur í hendur fylkisins, en til þeirra verður talið fiskið, er þúsundir manna í fylkinu hafa atvinnu sína af, og sem gefur fyikinu meira en tvær miljónir dala í aðra hönd á ári hverju. Mr. Mc- Kenzie tók einnig fram, að um 90% af fiskiframleiðslunni væri flutt út, og að stjórnin leitaði samvinnu við Fiskisam- lagið, við tilraunir sínar, að rétta fiski- mönnum hjálparhönd, með því að varð- veita fisk í vötnunum með því að fylgja settum ákvæðum; og að stjórnin myndi starfrækja klakstöðvar eftir þörfum og ef til vill kælingarstöð, og yfirleitt veita alla lögmæta aðstoð í þær áttir, er beindust að því að ráða bót á þeim aðstæðum, er fiskimenn eiga við að búa og vinna. Mr. J. T. Hull minntist á grein er birt hafði verið í “Scoop Shovel,’’ um yngstu samvinnustofnunina — Fiskisamlagið — og kvað Horace Plunkett stofn. hafa virzt hún svo mikilvæg, að útdráttur úr henni hefði verið ritaður fyrir éitthvert helzta blað á Englandi ‘‘The Nation,’’ og hefði ritstjórinn hafnað þeirri grein í fyrstu, af því að hann trúði því ekki að mögulegt væri að sameina fiskimenn um félags- skap. Mr. Hull kvað Fiskisamlagið, sem meðlim Samvinnusamhands Manitoba, komið í samband við öll önnur samvinnu- félög, er teldu 35,000 framleiðendur í Manitobafylki. ‘‘Fiskisamlag yðar er fél agsskapur, myndaður af yður sjálfum, og selur framleiðslu yðar yður sjálfum í hag. Hverjir hafa frekari rétt til þess að njóta að fullu ávaxtanna af erfiði yðar, og hæsta verðs, sem fæst á markaðnum, en mennirnir, sem sjálfir leggja til alla vinn- una? Til eru menn, sem halda að þér séuð að stofna til einokunar til þess að taka neytendum blóð. Það getur ekki átt sér stað, sökum þess, að þér getið aldr- ei fengið meira á heimsmarkaðinum en framleiðsla yðár er verð á þeim vettvangi. Ef neytendur geta ekki snúið sér til ann. ara eftir fiski og þér heimtið of mikið fyr- ir hann, þá kaupa þeir kjöt, eða eitthvað annað. Hvaða verð sem neytandinn er reiðubúinn að greiða gengur í yðar eig- inn vasa og ekkert annað. Gleymið aldrei að samlagið eruð þér. Þér ráðið flokk manna til þess að reka viðskifti yð- ar, og eini vegurinn til þess að það heppn- ist er aðeins fær með hollustu yðar, ef þér hafið ávalt í huga, að þér eruð Sam- lagið, og ef yður skyldi einhverntíma detta í hug að segja: “það munar ekki mikið um okkur, og við eigum enn mikið óunn- ið,” þá vil ég segja yður sögu af 12 mönn- um á Englandi, sem fyrir 85 árum síðan komu sér saman um að spara, unz hver ætti fimm dali, og stofna svo með sér fél- ag til þess að selja nauðsynjavörur. Nú eru meir en 1200 deildir í þessum félags- skap á Englandi aðeins, og hann er metinn til eitt þúsund og fimm hundruð miljón dala.” Mr. Hull endaði erindi sitt með því að segja að ‘‘á hendur þeirra sem jörðina yrkja og vötnin fiska muni auð- urinn safnast.’’ Mr. Murray talaði um samvinnuhreyí inguna almennt, og kvað sér forvitni á því að vita hvort ungabarn samvinnuhreyf ingarinnar, Fiskisamlagið, gerði sér fylli- lega grein fyrir þeirri aðstöðu er það hefði náð í samvinnufjölskyldunni. Stundum kann yður að finnast að þér eigið mest upp á eigin spýtur að spila, og séuð sér- stæðingur fjölskyldunnar, af því að fram- leiðsla yðar flýtur ekki af bújörðinni. Detti yður þetta í hug, þá látið það ekki setjast að hjá yður, því ég get fullvissað yður um það, að allir embættismenn og stjórnarnefndir samvinnufélaganna vinna yður alla stund og greiða götu yðar hve- nær sem þeim færi gefst. Eg vil að end- ingu segja yður eina eða tvær hugmynd- ir sem ég hefi skapað mér um samAÍnnu- hreyfinguna yfirleitt: Mennirnir, sem beinlínis, og í raun réttri bera alla á- byrgðina eru flestir bændur; í yðar fél- agsskap fiskimenn, og ég ýki það ekki, að viðskiftahöldar í Winnipeg héldu í raun og veru aldrei, að sveitamenn úr ýmsum átt- um gætu tekið sér slíka ábyrgð á herðar svo vel færi. Eg hygg að þeim hafi fundist það aðeins tímaspursmál, unz þess ir óreyndu bæindur myndu komast í öng- þveiti. Jæja, samlagsmenn, ég vil full- vissa yður um það, að einmitt hér í þess- um sal er allt það lífsblóð og þrek, sem nauðsynlegt er til þess að fyrirtæki yðar heppnist. Eg vlldi prédika fyrir yður um nauðsyn sjálfstraustsins. óttist ekki að þér getið ekki hrundið þessu í fram- kvæmd; þér getið það, ef þér viljið. Til þess að það heppnist er eitt ómissandi og það er hollusta og innbyrðistraust alira félagsmanna. Hversu vel sem embætt- ismennimir rækja starf sitt, þá geta þeir aldrei leyst það af hendi sem skyldi, nema þér fylgið þeim með lífi og sál. Undir yður er viðgangur fyrirtækisins kom inn. Þér hafið öll skilyrði til þess að Samlaginu farnist vel. Þér verðið að auð- sýna hollustu félagsskap yðar, og þá er enginn efi á því, að yður muni famast jafn vel og öðrum samskonar félagsskap. Fyrsta árið hefir í för með sér ýmsa erf- iðleika og misgrip, en ég hygg að þér haf- ið yfirleitt hamingjusamlega komist af fyrsta árið, og munið skipuleggja Fiski- samlagið til varanlegrar frambúðar á traustum grundvelli, eins og önnur sam- vinnufélög hafa komið sér á laggimar. * * * Sérstaka athygli mættu fiskimenn veita því, að ráðgjafarnefnd tollmálanefnd arinnar í Ottawa hafði tal við stjórnar- nefnd Fiskisamlagsins í þinghúsinu hér og skýrði henni frá því, að sendinefnd frá Ottawa myndi innan skamms halda til Washington til þess að ræða tollmál við stjórnvöld Bandaríkjanna, og myndi þá leggja fram það álit, að tollurinn, sem nú er eitt cent á fiskpundið, sé of hár, og æskja þess að afnuminn verði. tollur á fiski frá Kanada eða að minnsta kosti lækkaður til muna, á hinum verðlægri fisktegundum. Tollmálanefndin mælir með því, að skipuð sé rannsóknamefnd til þess að athuga á ný allar hliðar fisk- iðnaðarins, til dæmis söluskilyrði; hvort fiskimenn eigi með afurðir sínar undir högg að sækja til viðskiftasamtaka í Bandaríkjunum, er taka við hér um bil 90% af aflanum; hvort fiskimenn fá sann- gjörn laun vinnu sinnar, og hvort amer- ísk og svonefnd kanadisk félög, er að þessu hafa höndlað afla fiskimanna, hafa hagnast á því fram úr hófi. Þessi nefnd á einnig að athuga skil- yrðin fyrir útvegun flutningstækja (báta; til þess að annast flutning af fiskimiðun- um á járnbrautarstöðvar; útvegun nauð- synlegs kælingarrýmis fyrir fisk; flutning fisksins á endanlegar sölustöðvar, án þess að hann skemmist; Einnig stjómarmat á fiski, svo að stjórnarinnsigli á hverjum kassa gæfi til kynna, að í honum væri góð vara, eins og ef í mál færi, eitt félag við annað, áð þá bæri matsinnsigli stjómar- innar vitni í málinu, en það myndi verða afar þýöingarmikið fyrir fiskiiðnaðinn í Manitoba. Óhætt er líka að taka það fram við þá, sem ekki vita, að stjórnin hefir lýst því yfir að hún sé mjög hlynnt fiskisamlag inu og beri fiskiiðnaðinn yfirleitt mjög fyrir brjósti. Oss þykir vert að geta þess hér, að í tilefni af eftirgrennslunum einhverra samlagsfélaga um kostnað við stofnun Samlagsins og fylgisöflun, skaut forset- inn, Mr. Paul Reykdal því tU þingsins, að ef félagsmenn væri í vafa um eitt eða fleiri atriði í ráðsmennsku framkvæmd- arstjórnarinnar, þá skyldu þeir fá setta nefnd, á meðal fiskisamlagsfélaga sjálfra, er gæti gefið sér þann tíma, er eigi fengist á ársþingi, er til þess þyrfti að ganga fyllilega úr skugga um ráðsmennsku og ráðdeild framkvæmdarstjórnarinnar. Þetta var viturleg tillaga. En hvort sem hún kemur til framkvæmda eða eigi, og að minnsta kosti þangað til, vildum vér brýna það fyrir samlagsfélögum, að fara beint til framkvæmdarstjórnarinn- ar, með hvert það atriði, er þeir kunna að æskja skýringar á. Og vilji þeir benda á eitthvað, eða spyrja um eitthvað í blöð- unum, um rekstur og viðgang Samlags ins, að gera það þá hreint og beint, kur- teislega og blátt áfram, undir eigin nafni. en forðast sem heitan eldinn hverskonar dylgjur eða getsakir, gripnar úr lausu lofti eða ímyndaðar. Því vér erum sömu skoðunar enn, og vér og aðrir hafa áður látið í ljós, að með gagnvirkri hollustu og hreinskilni nær Fiskisamlagið fyrst og fremst þeim tökum á starfsemi sinni, er nauðsynleg eru til þess að því auðnist að ná markinu: aukinni farsæld og þroskun fiskimanna og iðnaðarins og fylkisins yfirleitt. — * * * Um daginn var getið um stjórnar- nefndarskipun Fiskisamlagsins. Hefir stjórnarnefndin nú ákveðið starfsskift- ingu og framkvæmdarstjórn og er hún á þessa leið: Formaður:—F. E. Snidal; vara-form., R. S. Vidal; framkvæmdarstjóri, G. F. Jónasson. í stjórnarnefnd: Paul Reyk- dal, Jos. R. Burrell, G. Hannesson, S. Sig- fússon, M.L.A., B. Bjarnason, G. Fjel- sted, G. Peterson. Kirkjuþingið mikla Eg átti viðræður viö afturhalds- saman klerk, fyrir nokkru, og taliö barst að trúarjátningunum, og sitt sýndist hverjum, eins og við mátti búast. Samt kom okkur saman um að játningarnar væru aðeins ófullkom in mannaverk; “en,” sagði hinn í- haldssami: “they are the results of a prayerful study of saintlike souls.” (Þær eru ávöxturinn af bænræki- legri íhugun sann heilaigra sálna). Hvað kom manninum til að segja þessa vitleysu'? Hélt hann mig svo heimskan og fáfróðan að ég myndi trúa því? Fyrsta almenna, lögbundna trúar- játningin var samin í Nikeu árið 325 e Kr. Nú skulum við athuga sögu þeirrar samkundu. Tildrög Þrjár fyrstu aldirnar sættu kristn- ir menn miklum ofsóknum af hendi hins rómverska ríkisvalds. Keisar- arnir héldu að með skifting trúar- bragðanna yrði eflt til ófriðar í rík- inu, en auk þess var þeim meinilla við jafnréttis kenn,ingar (kristnin'n- ar. Þess vegna leituðust þeir við að útrýma kristninni, en árangurs- laust, því þrátt fyrir hryllileigustu pyntingar, kvalir og líflát, útbreidd- ist hin nýja trú með undra hraða. A öndverðum stjórnarárum Konstan- tínusar hins mikla, breytti stjórnin um stefnu og lögleiddi kristnina og veitti henni lögvernd. Þjóðsagan segir, að keisarinn hafi á herferðum sínum séð krossmark á himni og les- ið þessi grísku orð í loga letri: “en touto nika,’ með þessu (merki) skaltu sigra. Aðrir halda nú reynd- ar að stjórnvizkan hafi ráðið meiru en allar undra sýnir. Að hinn hyggni höfðingi hafi nú verið kom- inn að þeirri niðurstöðu, að með of- beldi yrði kristnin aldrei drepin, en ef æskilegt væri að ein trúarbrögð ríktu væri skynsamlegra að aðhyll- ast hinn nýja sið. Svo mikið er vfst, að sjálfur tók Konstantín þó ekki trú fyr en löngu seinna. Ef tilgangur keisarans var að efla frið, virtist þetta tiltæki ekki ætla að ná tilgangi sínum í fyrstu; því brátt risu hinar grimmustu deilur milli kristinna manna út af mis- munandi skilningi þeirra á ýmsum guðfræðisatriðum. Aköfust varð deilan um ólíkar skoðanir manna á persónu Krists. Hinar hálf Uni- •irisku guðfræðisskoðanir Aríusar frá Alexandríu náðu feikna út- breiðslu, en á móti þeim risu þrenn- ingarmenn í öllum löndum, en þeir greindust aftur i ótal flokka og nálguðust sumir þeirra hreina og beina fjölgyðistrú. Sjaldan hafa trúardeilur kristinna manna verið heiftúðuigri eða hjá- kátlegri en þá, og er þó sannarlega langt til jafnað. Menn deildu um hina sönnu meiningu í orðasafni forn grískrar heimspeki, en þar hafði kirkjan fengið fjölmörg orð að láni til útskýringar boðskap sínum. Lærð- ir guðfræðingar gátu ekki komið sér saman um, hvernig bæri að skilja ýmsa ritningarstaði, né hver væri hin rétta þýðing á frumtextanum, þar sém handritunum bar ekki saman. Hinir ýmsu flokkar lögðu mismun- andi áherzlu á mismunandi skoðanir biblíuhöfundanna, eins oig ávalt hef- ir átt sér stað í kristninni. Blaðadeilur nútímans eru sem barnaleikur hjá þesum sennum. Upp- hrópanir og ókvæðisorð voru óspart notuð. Hjæðilegustu krvikindis- nöfn voru notuð um mótstöðumenn- ina og aiiir þjónuðti andskotanum hispurslaust, sem voru, að einhverju leyti, á gagnstæðu máli. Menn voru húðskammaðir, bannsungnir, for- mælt, reknir frá kjóli og kalli og jafnvel drepnir af heimskum og æst- um kirkjuskríl, sem kennifeðurnir eggjuðu til óhappaverka. Nú átti þessi sundurlausa sauða- hjörð að semja frið, að boði keisar- ans. Látum oss nú líta yfir söfn- uðinn. Þingheimur Um tvö þúsund manns voru þarna saman komin frá flestum löndum hins víðlenda ríkis. Þar voru biksvart- ir Núbíumenn og Ijóshærðir Gotar, sauðasmalar frá Kýprus og aðalsborn 1 íullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hiu viðurlíenndtu jneðuJL við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna miörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. —- Þær eru til sölu í öllum lyfabúS um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. ir Rómverjar, fjölfróíSir Grikkir og ólæsir meinlætamenn. Þar voru menn, sem höfðu getið sér góðari orðstír fyrir galdra, eins og til dæmis Spyridion frá Kýprus, sem hafði tvo múlasna til reiðar og ferð- aðist í flokki hinna sanntrúuðu (orthodox. Fyrir einhverjar ástæð- ur var hann samt óvinsæll meðaí þessara dánumanna, og eina nótt meðan eigandinn gerði bæn sina. skáru biskuparnir höfuðin af skepn- unum. Ekki lét Spyridion það á •sig fá en vakti múlasnana upp frá dauðum um morguninn, en í fljót- færni lét hann hvítan haus á bleika múlasnann en bleikan á þann hvíta. Aðrir áttu daglegar viðræður við dauða menn — svo anda-trúin er ekki svo ný eftir allt saman. Þar voru ungir menn með ákafa sesk- unnar og feikna löngun til að láta til sín taka. Þar voru gamlir menn og igráhærðir, haltir, blindir og bækl- aðir eftir undanfarnar ofsóknir. I þessum hóp voru tveir koptneskir biskupar, Botamon oig Paphnutius, en úr þeim höfðu konungsböðlar stung ið augun með glóandi járni. Slíkum mönnum var trúin allt, því fyrir hana höfðu þeir liðið þrautir og: þjáningar. Þar voru líka klókir kirkjuhöfðingjar, eins og til dæmis Alexander biskup frá Alexandríu. Eusebíus frá Cæsarea og Leontíus frá Cæsarea, sem hugsuðu um það fyrst og fremst, að koma ár sinni vel fyrir borð, hvað sem málefnunum leið. Þar sló ótal sértrúar flokkum saman, en aðaldeilan var þó á milli eingyðis og þrígyðistrúar, en fyrir þeim flokkum stóðu þeir Aríus og Athanasíus, báðir frá Alexandríu • Egyptalandi. Aríus hélt því fram að til væri einn allsherjar guð öllum æðri, en Athanasíus að guð væri þríeinn, faðir, sonur og heilagur andi. Deilan var að nokkru lejri* þjóðernisleg, því þá bjuggu tveir þjóðflokkar í Egyptalandi. Yfir- stéttirnar voru aðallega grískar en alþýðan koptnesk, en svo eru hinir dökku frumbyggjar landsins nefndir. Flestir Grikkir hölluðust að kenningu Aríusar en Koptar fylgdu Athanas- íusi að málum, enda er þrieindar kenninigin að nokkru leyti tekin úr forn egyptskuim trú/arbrögjðum. I öðrum löndum en Egiyptalandi, skift ust menn mjög í flokka, þó vestur þjóðirnar; Gotar, Vandalir, Saxar og Langbarðar væru aðallega Ar- íusar sinnar. En einnig í Austur- löndum voru þeir mjög útbreiddir. Á strœtum úti Nikea (ég nota hið upphaflega gríska heíti þótt fólk sé máske kunn ugra hinni latnesku afbökun, Nicæa) ar engin stórborg, pg alþjóða sam- koma, sem þetta kirkjuþing, hlýtur að hafa verið stór viðburður í líf* borgarbúa. Dögum saman dreif fólkið að borginni. Ulfalda lestir komu austan frá Perslandi, sunnan úr hitabeltis löndum Afríku og alla leið vestan frá Kartago. Frá Frakklandi, Spáni og Italíu komu nienn sjóleiðis yfir Miðjarðarhaf, en Grikkir og nágrannar þeirra fengu sig ferjaða yfir Dardanella sund. Sumir komu of snemma; eftir öðrum var heðið.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.