Heimskringla - 19.06.1929, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.06.1929, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. JÚNÍ, 1929 HEIMSKRINGLA 6. BLADSÍÐA Tíminn var notaöur til þess aS ræða um trúmál. HieiSnir heimspek ingar deildu viS kristna guSfræS- inga og veitti ýmsum betur. Kristn- ir klerkar, af öllum flokkum, þjörk- uSu úti á strætum meS ógnar hávaSa. Þá voru uppi ótal kreddur, sem nú eru g'leymdar fyrir löngu. Þar voru Eutychianar, Nestorianar, Apollinar- ianar, Sabellianar, Novatianar — en nú nenni ég ekki aS telja alla þá trúarflokka lengur. Menn voru há- værir, eins og tíSkast í Austurlönd- um, og sló enda stundum í rysking- ar. I>aS er til dæmis sagt um Nik- ulás biskup frá Myra, aS hann hafi ekki allsjaldan “gefiS á hann,” orS- um sínum til áréttingar, er hann átti > deilum viS Ariusar-sinna. Biskuparnir drógu sig þó annaS slagiS út úr þvögunni meS skrifara sína, til aS semja kæruskjöl á hend- ur öllum óvinum sínum. Þeir sátu stundum saman i hinum svölu súlna- göngum, til aS skrifa keisaranum niögnuS skammarbréf, um alla sína andstæSinga, og biSja hans hátign aS reka þessa afvegaleiSendur í út- legS, eSa hneppa þá í fangelsi. Allt í einu hljóSnaSi skvaldriS og skrifararnir lögSu frá sér pennan. LúSrar voru þeyttir, básúnar barS- ar; þaS blikaSi á skygSa skildi og glóandi stál — keisarinn var aS koma. HiS stolta lífvarSarliS keis- arans þrengdi sér í þéttum fylking- inguni gegnum bongina. Þá blikn- uSu margir biskupar af ótta eSa kvíSa. Rœcfa keisarans Keisarinn setti þingiS í hinum niikla samkomusal. Hinn heiSni Konstantín hélt fyrst ræSu, sem var bæSi í orSi og anda miklu kristi legri en allt annaS, sem fram fór á þessari samkomu. Hann hvatti menn til aS semja friS til dýrSar drottni ,og aS boSi Krists,, en kirkj- unni til viShalds og eflingar. Hann fór fögrum orSum um fyrirgefning- ar-skyldu kristinna manna, og á- minnti biskupana aS ganiga á undan meS góSu eftirdæmi. Fagur og hermannlegur, sem griskur guS, stóS þessi harSlyndi, en stjórnvitri, heiSni Rómverji fyrir framan æSstu menn kirkjunnar og áminnti þá um aS haga sér sómasamlega. Kœrurnar — Hvað er orðið af kærunutnf Biskuparnir höfSu engan tíma til aS athuga orS keisar^ns, þeir voru aS hugsa um kæruskjölin — hvaS ætlaSi keisarinn aS gera viS kæruskjölin? Konstantín hafSi ekki fyr slitiS ræSu sinni, en sú spurning kvaS viS úr öllum áttum. Hvar eru kæru skjölin? Æ, nú hljóp kötturinn úr sekknum; nú sást klerksálin í allri sinni nekt. Þessir prelátar höfSu eiginleiga ekki komiS til aS semja friS, heldur til þess aS 'koma mót- stöSumönnum sínum á kaldan klaka. Keisarinn gaf þjónum sinum merki; glóSarker var boriS inn í salinn og kæruskjölin lögS á logann. Mörgum mun hafa sárnaS aS sjá þaS brennt, sem þeir höfSu variS svo miklu erfiSi til aS semja, en ekki tjáSi aS deila viS keisarann. Þrumu- rödd hins volduga valdhafa fyllir salinn. “Þannig,” segir hann, “á hatur, bakmælgi, rógburSur og öf- und aS hverfa sem reykur úr samlífi kristinna manna. VeriS aldrei al- múganum hneykslunarhellur. “Fögur orS, sem gleymdust fljótt. En nú var ekkert undanfæri. Hér igat cnginn orustulaust losnaS viS óvini sína. Biblían á borðinu Inn í þingsalinn voru borin bók- fell mörg og stór. Þar var biblia þátiSarinnar, og mikiS stærri en sú, er vér nú noturn, því úr helgirita- safninu hafa síSan veriS felldar margar bækur, er í forn-kristninni voru skoSaSar sannheilagar. Samt lögbu kirkjuþingsmennirnir í Nikeu bækurnar á borSiS, meS þeirri von °g bæn, aS guS vildi viS þær bæta, því þá voru menn að minnsta kosti ekki svo heimskir, aS halda, aS guSs opinberanir væru bundnar viS eitt- hvert visst tímabil. VitiS þroskast seint, en til þess aS staSfesta eiji- hverja voöa vitleysu, þarf oft marg- ar aldir. Stnámál Yms smærri málefni lágu fyrir þinginu. Eitt var um þaS, hvenær skyldi halda páska, en á því hafSi veriS hinn mesti ruiglingur hingaS til. Nú var fast ákveSiS hvenær bæri aS halda þessa höfuS hátíS kirkjunnar. AnnaS var um hvernig bezt mætti leiSrétta margskonar óvanda, svo sem til dæmis hneykslanlegt samlíf klerka og klaustursystra, og var enda fariS fram á aS meina prestum hjónaband meS öllu, en þvinga þá, sem þegar voru kvæntir til aS skilja viS konur sínar. Þá reis upp gamall siSvand ur piparsveinn, Paphútíus, frá The- baid í Egyptalandi, og flutti snjallt erindi gegn þessari heimsku. ÞaS bjargaSi kirkjunni frá aS lögleiSa einlífi presta, aS þvi sinni. ASalmáliS var samt trúardeilurn- ar milli Aríusar og Athanasiusar, og um þaS mun ég skrifa innan skamms. Blaine, 6. júní, 1929. H. E. JohnSon. ----------x---------- Neistar Eftir J. J. Bildfell ÞaS er nú rétt ár þangaS til minn ingarhátíSin mikla verSur haldin á ættjörö vorri, og eftir því sem nær dregur þeirri athöfn, því skýrari ætti niyndin af henni og því sem hún táknar, aS veröa í huga allra Islend- inga. I fljótu bragöi virÖist þaS ofur einfalt, aö gera sér grein fyrir því hvaS AlþingishátíÖin tákni — aS hún sé aöeins minning uin stofnun þingbundinnar stjórnar á Islandi ár- iö 930. Aö sjálfsötgöu táknar hún þaö. En hún táknar óendanlega miklu meira en þaö. Þó aS hiS ytra fiyrirkomulag hátíöahaldsins verSi háS sniöi samtíöarinnar, þá er hinn innri og verulegi kjarni hennar, skuggsjá þar sem lif íslenzku þjóöar innar er allt sýnt. Þroski hennar og þrautir, lífsreynsla hennar og þróttur, vonir hennar og vonbrigöi, — allt þaö, sem þjóöin hefir afkast- aö i söng og sögu, eöa á verklegan hátt, frá fyrstu tíö og fram á vora daga. ÞaS er í alla staSi eSlileigt, aö ís- lenzkt fólk krjúpi viS altari minn- inganna og framtiöarvonanna á hin- um fornhelga staS, Þingvollum, þeir persónulega, sem þaö geta, og þeir, sem ekki eiga kost á því, aS vera þar staddir, í anda, þvt saga þjóöarinnar islenzku er vor saga; viö Vestur-Islendingar erum bein af hennar beinum, hold af hennar holdi og blóö af hennar blóöi. Ekki aöeins í nútíS, heldur frá fyrstu til- verubíS þjóöarinnar, og er þá sízt aö undra, þó taugin, sem dregur okkur föSurt,úna tilj á þessa merkilegu minningarhátíö sé röm. En þaS eru ekki einungis Islend- ingar, sem minningarhátíS þessi dreg ur aö sér. Allir, sem til hennar þekkja, og á hana minnast, tala um hana meS djúpri lotningu. I hverju er slíkt aSdráttarafl fólgiÖ ? Eitt af skáldum íslenzku þjóöarinn ar kemst þannig aS oröi: VíSa eru vörSur reistar, á vegum þessa gamla lands. tJr fornöldinni fljúga neistar, framtaksins og hraustleikans. Þetta er dásamleg rnynd. Allir, sem um íslenzka fjallvegi hafa ferö- ast, þekkja vöröurnar, sem reistar eru feröamönnunum til ratvissu. Þannig eru hinir andlegu veigir þjóö arinnar einnig varSaSir. Þær vörö- ur eru þó ekki úr grjóti hlaSnar, heldur eru þaS neistar frá sálum þeirra manna og kvenna, sem lifaö hafa og starfaS á ýmsum tímabil- utn sögunnar. Neistar, svo bjart- ir, aö þeir lýsa ekki einungis langt fram á horfinni öld, heldur í gegn- um árin og aldirnar allt til vorrar tíSar; neistar, svo ljósi þrungnir, aS þeir lýstu eki aöeins i skammdegis- myrkrunum á Islandi, heldur út yfir þau; út úr landinu; út yfir höfin, og snertu þar hjörtu og huigsanir ótal manna og' kvenna. Það eru neistaflug íslenckra sálna sem dreg- ur til sín menn og konur, hvaðan úr heimi sem er, sem snortin Itafa orðið af yl þess og afli. ÞaS væri ekki einkisvert í sam- bandi viS þessa hátíS, aS rifja upp og kynnast á ný sumum af þessum neistum, er skáldiS talar um, og sem hafa veriö vegvísir íslenzku þjóS- arinnar frá öndverSu; en eins og gef ur aö skilja yröi þaö of langt mál, aö fara ítarlega út í þá sálma hér, því þaS væri aö rita sögu þjóöarinn- ar, en samt væri ekki úr vegi aS minnast á fáeina. ÞaS er margt einkennilegt og sumt nærri óskiljanlegt í fari ís- lenzku þjóöarinnar, þegar aö er gáS. Eitt af því fyrsta, sem fyrir manni veröur, eftir aö Island byggist, er þaS, hve fljótt aö sjálfstæö þjóö- ræknismeSvitund vaknar hjá þjóö- inni. Ætli þaö hafi ekki veriS nokk uö sérstætt, aö sameiginleg þjóörækn ismeSvitund hafi veriö vakandi í þá daga á NorSurlöndum ? íslending- ar eru ekki búnir aö vera nema svo aö segja örstuttan tima á íslandi þegar vart veröur þessarar kendar. Þeir halda Islendingsnafninu hátt á lofti, hvar sem þeir fara utanlands: þeir bjóSa þjóöhöfSingjum byrgin til þess aö Islendingar fái aö halda lífi og rétti, og þeir kjósa sér held- ur aö deyja heima, en “horfnir vera fósturjarSar ströndum.” Hvernig stendur á þeirri snöggu breytingu á lífsskoöun þessara manna, frá vík- ingjsákafanum til sameiginlegjrar þjóSræknismeSvitundar, á skemmri tíma en mannsaldri ? Má vera aö þaS sé eitt af hinum dularfullu leyndardómum, sem sagan sjálf getur ekki skýrt. En eitt er vist, aö þaö er fyrsti bjarti neistinn í lífi þjóS- arinnar. Hvaö var annaö eSlilegra, en aö Víkingarnir og sjógarparnir, sem til íslands fluttu, skiftu landinu á milli sín og geröust einvaldshöföingjar yfir vissum pörtum landsins? ÞaS hefSi veriS í beinu samræmi viö stefnu og hugsunarhátt allra Norö- urlandabúa á þeirri tíö. Þegar maS ur gáir aS, þá sér maöur aS slikt fyrirkomulaig gat' ekki þrpast á Is- landi. LandiS var langt frá öllum öSrum löndum, og því ekki ófriöar- von utan aö. ÞaS var vogskoriö, og láu firöirnir beinast viö land- námi og dalirnir inn frá þeim, því þar gátu menn notiö afuröa lands og sjávar. BygSirnar í fjöröum þessum og dölum voru ekki nógu sterkar til aS mynda jarlsdæmi, eSa sjálfstætt smáríki. En þær voru nógu vold- ugar til þes aö setja alveg sjálf- stæSan blæ á fólkiö i þessum bygö- urn. Hiugur fólksins snérist eSli- lega aö daglegum störfum fyrst; hey- vinnu á sumrum, eldiviöaröflun á haustin og fjárskurSi; garöannir, frá- færur og vorannir á vorin. Til sjávar voru vertíSirnar fjórar, vet- ur, sumar, vor og haust. En meS þessum störfum og á milli þeirra, myndaSist nýtt útsýni yfir lífiS hjá þessu fólki. ÞaS sá, aö samband varö aö komast á, á milli þessara strjálu byggöa. Þeir fóru aö heim- sækja hvorir aöra, og svo aö bjóSa hver öSrum heim. En í boöum þesum varö aö skemta, og sökum þess aS skemtanir þeirrar táSar voru fóignar aSallega| í leikjum og æf- intýrasögum, þá var færasta fólkiö fengiS til aS undirbúa sig undir slík ar samkomur meö sögu, er söigö skyldi í heiyranda hljóöi og er þaö byrjunin á sagnalist Islendinga, sem síSar náöi svo háu stigi, og er ekki aöeins bjartasti neistinn í s'ögu þjóöarinnar, heldur vitinn, sem hæst lýsir ojf mesta birtu ber, innan lands og utan. Sagnlistin, eöa sú list, aö segja sögur, hefir áreiöanlega veriö á háu stigi hjá Islendingum í fornöld. Ekki aSeins á Islandi, heldur í öll- uffl skandinavisku löndunum og jafnvel í allri Evrópu. / I>essir snillingar voru settir í hefS- arsæti á þingum og mannamótum, og menn hlýddu hugfangnir á frá- sögn þeirra. Halldór Snorrason sagSi sögu Haraldar HaröráSa á Alþingi, hvert áriö eftir annaö, og þingheimur hlust aSi hugfanginn á. Fóstbræörasaga segir frá á þessa leiö. er Þorgrímur Einarsson segir sögu á Grænlandi. Egill kemur til I>orm. Kolbrúnarskálds og segir: “Ek var at búö Þorgríms Einarssonar, ok þar er nú mestr hluti þingheims.” Þormóöur spuröi: “Hvat er þar til skemtana'?” Þorgrímur segir þar sögu.” Þormóöur spyr: “Frá hverj- um er saga sú, er hann segir?” “Eigi veit ek gjörla frá hverjum sagan er, en hitt veit ek, aS hann segir vel frá ok er stóll settr undir hann úti hjá búöinni, ok sitja menn þar um- hverfis og hlýöa til sögunnar.” Þetgar ( ÞormóSur Kolbrúnarskáld var meS Knúti Danakonungi, stend ur skrifaö um hann: “Hann skemti oft konungi. Ok er frá sagt, aö hann skemti allra manna bezt.” Ingimundur skáld og prestur í Reykhólum er talinn einn slíkur snillingur í Sturlungu; þar stendur ■’m hann: “Ingimundur var fræSi- maöur mikill, ok fór mjög meö sögr ,og skemti meS kvæSum —hann var hinn mesti gleöimaör, ok fékk margt til skemtunar.” Um Styrkár Sæmundsson hinn Grænlenzka, segir og í Sturlungu: “Var hann sagnamaör mikill, og sannfróör.” Egill Skallagrímsson yrkir svo voldugt kvæSi, og flytur meS slíkri andagift Eiríki konungi aö hiröin stendur steini lostin, og reiSiþungi konungsins sjálfs er rofinn. Kon- ungur starir á Egil þegjandi stund- arkorn eftir aS hann hafSi flutt kvæSiö 0|g mælti svo: “Bezta er kvæöiö framflutt.” Sighvatr hirSskáld ÞórSarson gat sér ódauölegan oröstír sem skáld um öll NorSurlönd. Arnór Þóröarson jarlaskáld orti kvæSi til Magnúsar konungs góöa, svo máttugt, aö menn kváöu þaS myndi lifa eins lengi og NorSurlönd væru byggS. Um slíka neista, — slík leiftur, íslenzks mannvits mætti halda áfram aö skrifa út í þaö óendanlega, en hér er ekki rúm til annars en aS drepa á fá þeirra. Eitt verö ég samt aS minnast á enn og þaö er í sambandi viö Sturlu ÞórSarson skáld. Sturla er kominn til Noregs, á fund Magnúsar konungs Hákonarson ar, þar sem hann á ekki neinum vin- sældum aS fagna. Svo skipast aö konungur kveöur Sturlu til sjóferöar meö sér, suöur meS ströndum. AS kveldi þess fyrsta dags þegar dags- önnum er lokiS, spyr stafnbúi kon- ungs hver vilji veröa til þess aö skemta. Menn voru ófúsir til þess. Snýr stafnbúinn sér þá aö Sturlu og mælti: “Sturla hinn íslenzki, viltu skemta ?” “RáS því,” svarar Sturla “SagSi hann þá Huldarsögu, betr ok fróSlegar, en nokkr þeirra hafSi fyrr heyrt, er þar voru. Þyrptust menn aö Sturlu til aS heyra söguna. Drotn ingin, sem var aftur á skipinu spurSi mann aö, hvaS um væri aö vera. MiaSurinn svarar: “Þar vilja menn heyra til sögu er hann Islendingurinn segir.” Drotning spuröi: “Hvat sögu er þat ?” MáSurinn svarar: “Þat er frá tröllkonu mikilli, ok er góö sagan; enda er vel frá sagt.” Daginn eftir flutti Sturla Magn- úsi konungi kvæSi, sem honum þótti mikiö til koma. Konungur baS Sturlu aö lofa sér lika aö heyra kvæöi, sem hann vissi aS Sturla haföi ort til fööur sins. Sturla geröi þaö, og er hann haföi flutt kvæSiS, þá mælti konungur þessi ógleyman- legu orS sem lýst hefir af ávalt síS- an: “Þat œtla ck at þú kveðir bctr en páfinn.” Magnús konungur var ekki aöeins sannfærSur um, aS Sturla Þóröarson væri snjallastur allra samtiöarmanna sinna, — aS hann orti betur en þeir, allir, heldur stóö hann í þeirri sann- færingu, aS hann orti betur en páf- inn, og lengra var vist ekki hægt aS jafna á þeirri tiS. Enginn maöur getur mælt þau á- hrif, er slikir menn og þeir, sem nefndir hafa veriö og ótal aörir, hafa haft á hugsunarhátt oig lífsstefnu út um alla Evrópu. Myndir þessar og aSrar fleiri, koma fram í huga okkar Islendinga í sambandi viö þús- und ára afmæli Alþingis, og viS sjáum á ný neistaflugiö frá sálum þessara manna, sem lögöu grundvöll- inn aö því, sem vér eigum dýrast í feöraarfi vorum, og utn leiö voru merkisberar ljóSa og sagnlistar um öll NorSurlönd. Upplýsinga leitað Ef einhverjir væri meSal lesenda Heimskringlu, er vita kynnu unt verustaö og heimilisfang bræöranna Guöjóns og Júliusar Jónssonar frá Reykjavík, eru þeir vinsamlega beönir aö tilkynna skrifstofu blaSs- ins þaö. Menn þessir fóru vestur nú fyrir nokkuru síöan. Foreldrar þeirra eru Jón Bjarnason aS Baron- stíg 3, Reykjavík, og Mangrét Kol- beinsdóttir, ættuö úr Noröurárdal í Borgarfiröi, systir ÞórSar Kolbeins- sonar pósts, er hingaö kom vestur fyrir mörgum árum síSan. Fyrir- spurnin er gerS aö beiöni bróöur þessara rnanna, Kristinns Steinars Jónssonar, aö Laufásveg 50, Reykja- vík. --------—x-------- Hvar búa þeir? Vilja þeir sem kannast viS fólk þaö sem hér um ræöir, leiöbeina systirinni er fyrirspurnina gjörir um þaS hvar þessir bræöur hennar eru niSurkomnir. Hún þráir mjög aö frétta eitthvaÖ af þeim eSa börnum þeirra, ef þeir eru dánir. Sjálf býr hún viS allgóö efni í Reykjavík. Er maöur hennar kaupmaöur og börn þeirra öll uppkomin og mannvænleg. Vonir var hún aS gera sér um þaS i vetur, aö eitthvaS af þessu fólki hennar myndi ef til vill heimsækja ættjöröina á næsta sumri, og lang- aSi hana til aS hafa haft einhver bréfaviSskifti viö þaS áSur. * * * Hjónin Oddrún Samúelsdóttir og Jón Gíslason trésmiöur, fóru frá Reykjavík til Ameríku kringum ár- iö 1877. Oddrún Samúelsdóttir var fædd og uppalin á Alftanesinu hjá séra Arna Helgasyni skiftpró- fasti í GörSum. Jón Gíslason var ættaöur úr Borgarfiröi, og mun hann hafa kallaS sig BorgfjörS (Borg- forth) eftir aö þau komu til Amer- íku. Þau áttu fjögur börn þegar þau fóru héSan, og tóku elsta son sinn meö sér, er hét Arni Einar, og var þá ca 11—12 ára gamall. Þrjú yngstu börnin skildu þau eftir heima á Islandi, sem öll eru á lífi, og heita SigriSur, Haraldur og ÞrúSur. Fyrst munu þau hjónin hafa fariS til Halifax. Einn son eignuöust þau eftir aö þau komu til Ameriku. er Ingólfur var skírSur, og mun hann hafa fæöst í Halifax. Seinast hefir frétzt aS elsti sonur þeirra, Arni, væri bóndi, og byggi í nánd viö Winnipeg. Þau hjónin munu bæöi hafa dáiö fyrir 1885, en hún þó fyr. Ættingja þeirra hérna á Islandi langar mikiö til aö vita, hvort synir ofangreindra hjóna, eöa þeirra ætt- ingjar eru enn á lífi. öljósar fregnir liafa okkur borist um aS Árni sonur þeirra ætti tvo sonu er heita sennilega Ingólfur og Haraldur. Ennfremur höfum viö heyrt aS bróöir okkar, er fæddist í Ameríku hafi igerst prestur. ;Þau hjónin Jón Gíslason og Odd- rún bjugu í húsi Einars trésmiös og Ingibj argar í Skólastræti 3 i Reykj- avík, og þar var Árni sonur þeirra einnig fæddur og uppalinn þar til þau fóru til Ameríku. Þrúður G. ]ónsdóttir, RauSarárstíg 3,Reykjavík. Mánudaginn kemur, opnar F.lks félagiö hina þriSju árílegu slkemti- sýningu sina fyrir almenningi. Þrátt fyrir hina miklu aösókn á undanförn um árum, hefir félagiö endurbætt sýningarnar stórkostlega. Til skemt ana er vanséö aö fleira veröi fund- iö er mönnum þyki máli skifta. Sex beztu circus félögin í landinu hafa vistuö veriö til aö halda útisýningar tvisvar á degi hverjum. Þá hefir og sýningartjöldum veriö fjölgaS aö mun. Bíll verSur gefin í verSlaun á hverju kveldi, meöan sýningin stend- ur yfir, og hverjum sem kevpt hefir aögönguseSil gefst tækifæri á aö keppa um hann, auk þess sem honum gefst kostur á aS skemta sér hiS bezta. Nýir hattar $ til sumar nota Hér fáiS þér nýjustu STRÁ- PANAMA- LEG- HORN- REDDINO-HATTA alla sniðna samkvæmt nýjustu tízku. Yerð $1 95 og~ frá * • upp STILES & HUMPHRIES 261 Portage Avenue “IVinnipeg Smart Men’s Wear Shop” Next to Dingwalls’ SMfÐAÐUR EINS OG HJÓLHESTUR JOYCYCLE Hættulausir Eatons hjólasöludeild- in, á fimmtu hæð, heldur sérstaka sýningu á barna hjólhestum um þessar mundir. / f'ógrum rauðum lit, tneð nikkel lögð handföng og rubber höldum. Hjól og fptstykki leika á kúlum Rubber gjarðir á öllum hjólum Pípu grind Sæti og handföng hreyfanleg For-verja á framhjóli. $15.50 $16.50 $18.00 —Leikfangadeildin, fimmta gólfi. *T. EATON C9,m,tED WINNIPEG - CANADA ----—----- I THE C. C. M. Snotrir - Sterkir

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.