Heimskringla


Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 6

Heimskringla - 19.06.1929, Qupperneq 6
fi. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. JÚNÍ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Paðir og synir höfðu forystu fyrir mönn- um frá Homussen og Herznach, einnig frá Aar og Brugg, frá heitum hverum í Baden og jafnvel alla leið frá Giselafluch. Þeir höfðu falið sig í dimmum furuskóginum og beðið þeirrar stundar, er kyndlinum yrði sveiflað hátt á lofti uppi á Eggberg. Því að það hafði verið merki þess, að Schwarzwald væri reiðu búinn að koma nágrönnunum til hjálpar. En þá hófu þeir áhlaupið. Æðisgengin heróp blönduðust saman við hræðileg óp særðra manna. Það blæddi úr höfði Snewelins, er hann æddi fram hjá; eldi- brandur, er vel hafði verið miðað, hafði fallið á klæði hans og kveikt í þeim, svo að hann leit út eins og eldvofa. ‘‘Heimsendi er kominn!” hrópaði hann. ‘‘Þúsundára ríkið er að koma. Drottinn miskunni sál minni!” “Tapað! allt er tapað!” tautaði Skógar- konan og strauk hendinni yfir ennið. Hún leysti bandið, er batt klyfjahestinn við staur- inn, til þess að spenna honum líka fyrir vagn- inn. Adifax stóð skammt frá henni í skugg- anum. Hann varð að bíta saman vörunum tii þess að hrópa ekki upp fyrir sig af gleði. Glampanum frá loganum brá snöggvast á andlit hans. Það var sjálft sem í loga af geðshræringu. Hann staðnæmdist snöggv- ast til'þess að horfa á aðganginn. Hann þreif upp stóran skörðóttan stein, hljóp með því snarræði, sem væri hann viltur köttur, að Skógarkonunni og sló hana til jarðar. Hann teymdi klyfjahestinn á eftir sér, þreif Hadumoth, sem lá á knjánum, og lyfti henni á bak, eins og hann hefði fullorð- ins manns afl. ‘‘Haltu þér í hnakknefið,” hrópaði hann. klifraði síðan á bak og tók í taumana. Hesturinn var ekki fyr var við þessa ó- væntu byrði, en hann þeyttist á stað á stökki, og þurfti hann ekki aðra hvatningu en hræði- legan hávaðann og eldtungurnar. Adifax sat keipréttur. Hann hafði ákafan hjartslátt og hann varð að loka augunum til þess að blindast ekki af reyknum. Skelfdur hest urinn hentist yfir fallna skrokkana og í gegn- um öskrandi iðu mannanna, sem voru að berjast. Hávaðinn varð smám saman minni og hesturinn hægði á spretti sínum. Hann hélt með börnin á bakinu í áttina til Rínar. — þau voru úr hættu. Þau riðu áfram alla þessa löngu nótt, og þorðu varla að líta umhverfis sig. Adifax hélt þegjandi á taumnum. Honum fannst hann vera að dreyma. Þar var ekki fyr en hann lagði aðra hendina á höfuðið á Hadu- moth og sló með hinni í kistilinn í körfunni og heyrðist þá hringla í málmi, að hann áttaði sig á því, að þetta var ekki draumur. Hesturinn var þægur og bar byrði sína yfir engi og móa og í gegnum dimma skóga, en ávalt í áttina til Rínar. Þegar þau höfðu haldið áfram svona margar stundir, kom kaldur andvári á mótí þeim, svo að hroll setti að þeim, en þetta var boðberi dagrenningarinnar. Hadumoth lauk upp augunum. “Hvar erum við?” spurði hún. “Eg veit það ekki,” svaraði Adifax. Þau heyrðu drunur og hávaða, eins og af fjarlægum þrumum, en himininn var heiður og litlu stjörnurnar voru smá saman að hverfa. Þetta var ekki hávaði frá aðvífandi þrumu- veðri. En drunurnar nálægðust og urðu háværari. Þau fóru fram hjá tígulegum kastala, sem gnæfði uppi yfir vatninu, því næst lá leið þeirra umhverfis hæð nokkura og allt í einu voru þau komin að Rínarfossinum, þar sem hann þeyttist drynjandi yfir skörðótta kletta. Loftið glitraði af perlu-úða, mjúk- um og slæðukendum. Hesturinn nam alveg staðar, eins og til að hugleiða þessa tilkomumiklu sýn. Adifax stökk af baki, Jyfti Hadumoth ofan, losaði svo körfurnar og setti þær á jörðina, svo að hesturinn góði gæti fengið að bíta í næði. Börnin tvö stóðu fyrir framan Rínarfoss- inn og hélt Hadumoth fast í hendina á fél- aga sínum. Þau störðu lengi þegjandi á ána. Sólin varpaði fyrstu geislum sínum á iðandi vatnið, og vatnið þreif guJllna geásl- ana og óf úr þeim marglitann regnboga og varpaði litskrautinu um loftið. Adifax snéri sér að lokum við, gekk að körfunum, lyfti upp öðrum kistlinum og lauk honum upp. Hann var fullur af gulli og gimsteinum — fjársjóðurinn langþráði var að lokum fundinn og hann átti hann sjálfur. og hann hafði ekki eignast hann með seið eða göldrum, heldur með eigin handafli og drengi- Jegu höggi á þeirri stund, er allt reið á. Hann var ekkert undrandi er hann leit allt hið glitrandi skraut kistilsins. Hafði hann ekki vitað mánuðum saman, að það ætti fyrir hon um að liggja að eignast einmitt svona fjár- sjóð? Hann valdi einn grip af hverri tegund — einn bikar, einn hring, einn armbaug, einn gull pening, og bar þetta að árbakkanum. Eftir storm vinds og regns renna læk- að vera hér, því að regnboginn hans hangir yfir vatninu. Eg ætla að færa honum þakk- arfóm.” Hann kleif upp á klett, sem slútti fram yfir vatnið, og þeytti síðan með styrkri hendi fyrst bikamum, þá hringnum, armbaugnum og gullpeningnum í æðandi flaum Rínarfljóts ins. Hann kraup því næst niður. og Hadu- moth við hlið hans og þau báðust fyrir lengi og þökkuðu guði. 14. KAPÍTULI Cappan kvænist. Eftir storm vinds og regns renna læk- irnir gruggugir og óhreinir; og er heilt land hefir komist í uppnám út af stórtíðindum, hlýtur svo að fara, að ýmsir smáörðugleikar og raunir setjist að, áður en allt er aftur komið í sitt gamla far. Heiðveig hertogafrú komst ekki hjá þess ari reynslu. Húnarnir voru á braut reknir og nú var margt að lagfæra og koma skipulagi á. Hún varpaði sér fúslega inn í það verk. Hún var greind og skörp, og ánægjan af því að hafa forystu, var fyllilega jafnvægi þeirr- ar áhyggju, sem stjórninni var samfara. Ekkjur og munaðarleysingjar eftir menn, sem fallið höfðu úr landvarnariiðinu, menn, sem mist höfðu hús sín í bruna af völdum ó- vinanna, og þeir, er látið höfðu uppskeru sína ,komu til þess að biðjast hjálpar. Og sú hjálp var veitt, eftir því sem unnt var. Menn voru sendir til keisarans til þess að færa honum fréttimar og til þess að gefa bendingar um framtíðarvarnir. Alstaðar, þar sem í ljós kom, að vígi kastala væru ó- fullkominn, var við þau gert; herfangið var rannsakað og því skift, og að lokum var á- kveðið að reisa kapellu á gröf kristnu her- mannanna. Viðskiftin við Reichenau og St. Gall urðu töluverð; vinir vorir, klerkarnir, gleyma sjaldn ast að senda reikning fyrir þá þjónustu, er þeir hafa veitt. Og munkarair kunnu vel lagið á því að kvarta og kveina yfir skemdun- um, sem orðið höfðu á klaustrum þeirra, og hinum óbætanlega skaða, sem orðið hafði á fé og gripum. Og hertogafrúin fékk bend ingar um það á hverjum degi, að ekkert mundu hinum þjáðu þjónum drottins kærkomnatra, en að þeim væri gefið Iand í sárabætur. Hertogafrúin átti Saspach-landið, langt ofan í Rínardalnum, þar sem hraunklettarnir í Breisach þrengja dalverpið. Vínið vex vel í eldfjallahéruðum, og enginn vafi er því, að hinum guðhræddu bræðrum í Reichenau hefði fallið sú gjöf vel í geð. Því að fyrst. og fremst hefðu þeir þá átt kost á að bera saman víniö frá RJn og vínið við vatnið, í öðru iagi hefðu þeir fengið lítillegan launa- vott fyrir þáttöku sína í orustunni og að lok- um nokkura greiðslu fyrir messumar,, er þeir höfðu sungið yfir sálum hinna föllnu. Heiðveig hertogafrú hafði virst einn dag- inn ekki allskostar fjarlæg því, að láta undan tilmælum þeirra um að láta landið af hendi við þá. Undir-ábótinn reið þá þegar næsta dag heim í kastalagarð og hafði með aér stærðar pergament með gjafabréfinu áletruðu. Þau létu vel í eyrum, þessi virðulegu og há,- tíðlegu orð um að gefa St. Pirmin allt — hÚ3 og garð með ölliu, sem þar kynni að vera, grætt land og ógrætt, skóga og vínekrur, engi og haga, og allan rétt til fiskjár í ám og vötum, rétt til þess að reisa mylnuhjól við lækina, ásamt öllum þrælnm, er á landinu bjuggu, konum og körlum. Jafnvel bölvun - ina venjulegu vantaði ekM. ‘‘Ef einhver skyldi verða svo djarfur að véfengja þessa gjöf, eða reyna að ræna klaustr ið, yfir honum skal anathama maranatha les- in. P.eiði almáttugs guðs og helgra engla hans skal á honum bitna. Hann skal sleginn verða líkþrá eins og Naaman Sýrlendingur, flogaveiki og dauða eins og Ananias og Safíra og skal auk þess greiða í sekt pund gulls til fjárhirzlunnar, til afpláningar syndum sínum! Þannig hljóðaði það. “Hinn tigni ábóti vildi spara vorri göfugu frú ómakið að semja gjafabréfið,” mælti undir ábótinn. ‘‘Autt bil er hér eftirskilið, til þess að bæta inn í nafni og landmerkjum svæðis- ins, undirskriftum beggja aðila og vitna, á- samt innsiglinu mikla.” “Hafið þér lært að vera jafn fljótir í af- græöslu allra mála, þér Reichenau-menn?” spurði hertogafrúin. ‘‘Eg skal líta yfir þetta skjal yðár einhvern næstu daganna.” “Það myndi valda ábótanum mikillar gleði, ef ég gæti fært honum aftur perga- mentið með undirskrift yðar og innsigli. Ein- göngu til þess að geta haft sem bezt skipulag á skjalasafni klaustursins,” sagði ábótinn. Heiðveig hertogafrú leit þykkjuþungum augum á munkinn. ‘‘Segðu ábóta þínum,” mælti hún, ‘‘að ég sé einmitt núna að reikna út, hvað vist bræðra hans frá Hohentwíiel hefði kostað mig í kjallara og eldhúsi. Segðu honum enn- fremur að vér höfum vora eigin ritara, ef vér skyldum finna til löngunar til þess að gefa burtu land vort við Rín, og að—” Hún ætlaði að bæta við fleiri beiskum orð um, en undir-ábótinn greip fram í fyrir henni, til þess að blíðka hana, og taldi fram mörg dæmi þess, er miklir lávarðar og hefðarfrúr hefðu gefið samskonar gjafir; hvernig kon- ungarnir í Franconiu til dæmis, hefðu ríku- lega bætt St. Martin frá Tours upp þann skaða, er norrænir Víkingar hefðu valdið, og hversu hollar slíkar gjafir væru sálum gef- endanna; því eins og eldur slokknaði undan vatni, þannig þurkuðust syndir út fyrir ölm- usugjafir. En hertogafrúin snéri baki við honum og skildi hann eftir í salnum með fjöldan allan af öðrum dæmum ósögðum. “Of mikið kapp er varhugavert,” taut- aði munkurinn í bárm sér. ‘‘Kapp er bezt með forsjá.” Heiðveig hertogafrú var kominn að dyr- unum. Hún snéri sér enn einu sinni að munkinum og bar hendina til á þann hátt, að augljósara var við hvað hún átti, heldur en þótt hún hefði sagt það með orðum: “Ætlir þú þér að fara, þá er eins holt að gera það tafarlaust, og fyrir fullt og allt!” Hann kvaddi. Hertogafrúin sendi sama daginn, til þess að auka enn meira á gremju ábótans, þunga gullfesti til hins gráhæjrða Simon Bardo, í viðurkenningarskyni fyrir farsæla forystu í orustunni. Heiðveig hertogafrú lét sér mjög annt um hvernig Cappan, Húnanum, farnaðist. Veslings ræflinum leið fjærri því vel fyrstu dagana, því hann gat alls ekki skilið hvers vegna lífi sínu hefði veriö þyrmt, og hann laumaðist um eins og maður sem veit að hann á engan rétt á því að vera til. Ljötir draum- ar sóttu á hann á strábeðinum. Hann sá víða blómavelli og uxu þar gálgar og spruttu upp eins og þystlar. Einhver landi hans hékk á sérhverjum þeirra, en hann sjálfur á þeim, sem hæztur var. Honum fanst ekkert und- arlegt að hann skyldi vera þar, því að þetta urðu venjuleg hlutskifti þeirra, er teknir voru til fanga í bardögum. En gálgarnir voru ekki reistir handa honum annarsstaðar en í draumunum. Hann leit um nokkurt skeið tortryggnisaugum á linditréð í garðinum, sem bar eina fyrirtaks lauflausa grein, og honum fanst oft eins og greinin væri að benda á sig og segja: ‘‘Hæ, hó, þú værir svei mér laglegt skraut á mér.” En hann áttaði sig smátt og smátt á þvf, að lindin var einstaklega skuggasælt tré, og traustið fór vaxandi. Hann tók að ráfa um í eldaskála og garðinum eftir að sárið á fæt- inum var Iæknað, og horfði með mállausri undrun á allt sem fram fór á þessu þýzka heimili. Honum var enn farið eins og Hún- um yfirleitt, að honum fanst heimili manns- ins vera á hestbaki og tjaldskýli yfir vagni vera nægilegt skjól fyrir konu og böra. En þegar rigning var úti eða kvöldgolan nöpur var alls ekki neitt fyrirlitlegt við arineldinn eða veggina fjóra, og hann komst að raun um, að vínteigur var betra en kaplamjólk og ull artreyja mýkri en úlfsskinn. Öll löngun til þess að flýja dó út og hann hafðl enga heim- þrá, því að hann átti ekkert heimili né heima land. Stúlka að nafni Friðrún réðr um þetta leyti lögum og lofum í eldhúsinu og kastala- garðinum. Há var hún vexti, eins og margra hæða hús með risi, því að höfuðið ú henni var undarlega líkt peru í laginu. Æskublóm- inn hafði fyrir löngu yfirgefið hana, og þeg- ar hún lauk upp munni sínum, anaðhvort til máls eða hláturs, kom aðelns ein löng tönn í ljós — áreiðanlegt merki þess, að hún var komin af bamsárunum. Skæðar tungur áttu það til að hvísla um að Spazzo hefði eitt sinn verið elskhugi henn- ar, en það var nú orðin gömul saga. Mörg undanfarin ár hafði öll bh'ða hennar beinst til hjarðmanns, sem barist hafði í landvarnar- liðinu, en fallið fyrir Húna-ör. Fyrir þá sök var nú hjarta hennar autt og einmanalegt. Mjög hávaxiö fólk er venjulega skapgott og þjáist ekki af þeim meinum, sern samfara eru of skarpri hugsun. Svo að augu hennar féllu nú á Húnann, sem var að laumast svona einmanalegur um garðinn, og samúð hennar settist að honum eins og glitrandi dögg á gor- kúlu. Hún leitaðist við að leiðbeina honum í þeim listum, sem henni voru bezt lagnar. Þegar hún var að lú garðinn, rétti hún Cappan lújárnið, og hann lék fúslega eftir það, sem hann hafði séð kennarann hafa fyrir. Hann fór á sama liátt að dæmi hennar, er hann sá hana vera að tína baunir eða grænmeti, og eftir fáeina daga var svo komið.að hin hávaxna Friðrún þurfti ekki annað en að benda á vatnsskjóluna, þegar vatnslaust var, og Capp- an hóf hana þá jafnskjótt upp á höfuð sér og flýtti sér út að bunandi lindinni í garðinum. En ekki var alveg jafn mikil ástæða til ánægju út af störfum hins þæga lærisveins í eldhúsinu. Því eitt sinn er honum hafði verið trúað fyrir stykki af villibráð, svo að hann gæti mýkt kjötið með því að berja það með viðarstaut, þá vöknuðu gamlar minning- ar í brjósti hans, og hann át allmikin hluta af því hrátt, ásamt lauknum og grænmetinu, sem var þar til reiðu til þess að krydda með steikina. ‘‘Mér virðist svo, sem þér falli fanginn minn allvel í geð,” sagði Spazzo morgun einn við Friðrúnu, er hann var að horfa á Húnann höggva við. Hin hávaxna mær roðnaði mjög og horfði til jarðar. "Ef hann gæti einungis talað þýzku og væri ekki bölvaður heiðingi —” hélt hann áfram. Mærin var of feimin til þess að svara. ‘ Eg veit hve þú átt skilið að verða ham- ingjusöm, Friðrún,” hélt Spazzo áfram. En þá losnaði tunga Friðrúnar. “Hvað því viðvíkur að tala þýzku,” mælti hún, og horfði enn á grandina, ‘‘þá stendur mér nú alveg á sama um það. Og þótt hann sé heiðingi, þá þarf hann ekki alltaf að vera það. En —” “En hvað?” ‘‘En hann getur ekki sezt niður og étið £ins og annað fólk. Hann verður að leggj- ast endilangur á gólfið, annars getur liann ekki notið matar síns.” ‘‘Önnur eins húsfreyja og þú, Friðrún, værir nú ekki lengi að venja hann af því. Hafið þið þegar orðið ásátt?” En Friðrún þagnaði aftur, og tók allt í einu á sprett eins og fæld kind, og glamraði í tréskónum er hún stökk yfir hellulagðan garðinn. Spazzo gekk þangað, er Cappan var við viðarhöggið, klappaði honum á bakið og lét hann líta við, benti á Friðrúnu á hlaupunum, kinkaöi kollinum í áttina til hennar og horfði fast á Húnann. Cappan svaraði með því að leggja liægri höndina á brjóstið, hneigðl sig djúpt, stokk síðan í loft upp og steypti sér kollhnís í loftinu, svo að hann snérist eins og hnöttur um öxul, og leit síðan á spyrjandann glottandi út undir eyru. Á þennan hátt komst Spazzo að því. hvernig sökum var háttum um þau. Frið- rún hafði ekki séð fagnaðarlætin í Húnanum. Þungur efi sótti á sál hennar og hún brá sér út fyrir hallarhliðið. Hún týndi sér gæsa- blóm á enginu, og tók að reita af því hvít blöðin, eitt af öðru, og tautaði áfjáð á meðan: “Hann elskar mig, hann elskar mig ekki, hann elskar mig.” Þegar ekkert var eftir, nema eitt blað, og liin voru fokin burt í and- varanum, þá hætti hún að tauta við sjálfa sig, en horfði ánægð á beran stilkinn með blaðið eina, og kinkaði ánægð kolli til hans. En Spazzo stallari hélt nú til hertogafrú- arinnar og sagði henni alla söguna, Frúin hikaði ekki við að ákveða tafarlaust forlög Cappans. Húninn hafði sýnt það með verk- um sínum utanhús, að hann bar skyn á marga hluti. Hann vissi vel hvemig girða áttl fyr- ir neðanjarðargröft moldvörpunnar, hann hafði stytt aldur margra þessara loðnu greyja með gildru, sem hann bjó til úr víðitágum. Hann kippti einu sinni í gildruþráðinn og þeim var varpað upp í sólskinið og dauðann. Hann gat einnig búið til furðuíegar músagildruf með snærisspotta. Hann hafði í stuttu máli sýnt, að hann var fyrirtaks veiðimaður hinnar lægri tegundar. ‘‘Vér látum hann fá dálítið land við ræt- urnar á Stoffleberg,” mælti hertogafrúin, “en hann launar með því að heyja látlausan ófrið við öll dýr, sem hættuleg eru uppsker- unni í löndum vorum, og vilji hin hávaxna Friðrún fá hann, þá skal henni verða að ósk sinni, því vér efumst mikið um, að nokkur önnur mær í löndum vorum muni h'ta hann ástaraugum.” Hún mælti svo fyrir að Ekkehard skyldi búa hann undir skírn, svo að hann gæti varp- að af sér heiðninni og gengið á hönd kristinni kirkju, áður en hann gengi í hjónaband. Ekke hard var nokkuð efablandinn, er hann fékk þessa fyrirskipun, en hertogafrúin bætti við: ‘‘Góður ásetningar verður í þetta sinn að bæta það upp, er á skortir um skilninginn. Hraðaðu kennslunni. Hann skilur að minnsta kosti eins mikið og Saxarnir gerðu, sem Karla- magnús lét reka út í Weser-fljótið.”

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.