Heimskringla - 26.06.1929, Blaðsíða 4

Heimskringla - 26.06.1929, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929 H^intskrjngila (StofnoTf 188«) Krmar at I hTerJnm min»lko4efi EIGENDUR: VIKING PRESS, LTD. W) OI 8M SARGENT AVK , WWSIPBG TAL.S1MI: 8« 537 T«r* blaCslns er 13.00 A.rgangurlnn borg- let t yrlrfram. Allar borganlr aenalst THE VIKING PR^S 1/TD. ■IGTÚ8 HALLDÓRS frá Höfnum Bitstiórl. GtanlakrlU tll blallelnei THI VIKIN G PKICSS, L.td-, H"I *1« ItanSnkrirt tll rltstJOrana: BDITOh HKIMSKRIMGLA, Bet SIOS WINNIPKG, MAM. “HelmsltrlnBla ls jnibllshed by The Vlklna Preas L.td. and prlnted by OfTI PRINTING A PGBLISHWÍG CO. 85S-S55 Sargent Ase., wlnnlpe*. Mnn. Telephonet .81 53 1 WINNIPEG, 19. JÚNl, 1929 Sorglegur misskilningur. er það, sem kemur í ljós hjá Morgun- blaðinu í Reykjavík, í tilefni af “bréfa- birtingu” dr. Brandson í Lögbergi í vor. Flytur blaðið ritstjórnargrein, er hingað barst á mánudaginn, dagsetta 2. júní, og birt er á öðrum stað hér í blaðinu, og ber hún það ótvírætt með sér, að því er oss virðist, að hún sé skrifuð áður en svar Heimfararnefndarinnar og Heimskringlu við árásargrein dr. Brandson, hefir borist heim til íslands. Er greinin, eins og menn sjá, mjög hógvær en mjög ákveð- inn og strangur dómur um það, að bréf- in, er Heimfararnefndinni og forsætis- ráðherra Manitobafylkis, Hon. John Bracken, hafa farið á milli, beri þess vott, að á bak við þau “liggi sá einlægi ásetningur beggja aðila, (Mr. Brackens og Heimfararnefndarinnar) að ætla að nota Alþingishátíðina til þess að ginna Islendinga að nýju til Vesturheimsferða.” oss, heldur vegna íslands sjálfs og íslend- inga eystra. Því vér höfum oft áður tekið það fram hér í blaðinu að íslandi hefir verið og er mikill skaði að því sinnuleysi, er heima hefir ríkt, um það, að fylgjast sem nánast með vestur-ís- lenzkri þjóðræknisstarfsemi, og ná sem öflugustum tökum á því að hagnýta sér hana. Og því stórkostlegra tjón væri það, ef svo færi, að þeir menn hér vestra, er mest hafa lagt á sig til þess að halda vakandi íslenzkri þjóðernismeðvit- und, og það fyrir engin laun önnur en óvild og fjandsemi þeirra, er ýmsar á- stæður þykjast finna hjá sér til þess að hafa sí og æ hornin í síðu alls þess sem. íslenzkt, og sérstaklega austur-íslenzkt er, skyldu þykjast fá að heiman svo gildar ástæður, að sannanir hlytu þeir að telja, til þess, að heima á íslandi væri eigi einungis að ræða um sinnuleysi, heldur um þann skilning, er legði allar fegurstu og óeigingjörnustu hvatir þeirra út á versta veg; ætluðu þeim hverskon- ar ómennsku og ódrengskap í þessu starfi, er satt að segja hefir oft virst mörgum af oss, sem vér værum að vinna fyrir gýg. Vér lifum sem sagt í þeirri von, að þessi misskilningur verði horfinn, er þessi orð ná heim til íslands. En skyldi sú von bregðast, þá vildum vér biðja þá menn, er enn kynnu heima að ala með sér hinn minnsta efa í þessu sambandi, að leita vitneskju hjá þeim mönnum á ís- landi, er bezt þekkja straumhvörfin í ís lenzkri þjóðræknisstarfsemi hér vestra, i og hafa því að líkindum fylgst betur en aðrir með deilum þeim, er árásir mót- stöðumanna vorra hafa svo fádæma illu heilli orsakað síðan í fyrravor. Vér getum þar til dæmis bent á svo ágæta menn, sem Einar H. Kvaran, dr. Steingrím Matt- híasson, Ágúst H. Bjarnason prófessor, Guðmund Finnbogason prófessor, og séra Kjartan Helgason.— Vér trúum því, að íslenzka þjóðin sé jafn fús að hlíta dómi þessara manna, sem vér erum, Heimfaramefndarmenn og Þjóðræknisfél agið. -------------1------------- Það er ekki nemi, eðlilegt, að Morg- unblaðið, — og reyndar hvert annað blað sem vera skyldi — áfelldist stranglega þá menn, er það gmnaði um slíka óhæfu. Það er aðeins leitt til þess að hugsa, að svo skuli oss öllum lítið hafa áunnist, sem hér vestra höfum mest reynt til þess að fá braaður vora heima til þess að skilja og meta baráttu vora fyrir viðhaldi ís lenzkrar þjóðernismeðvitundar hér vestra, viðhaldi líftaugarinnar, er bindur oss “lifandi orði” við þá mold, “sem mæðrum og feðrum er vígð,” að nokk- ursstaðar heima á íslandi skuli kynning- in af starfi vom og tilraunum, starfi og tilraunum Þjóðræknisfélagsins, ékki vera meiri en það, að jafnvel aðeins um stundarsakir skuli sá félagsskapur, og af fjölmörgum íslandsferðum jafn vel kunn- ugir fulltrúar hans, eins og ýmsir þeir úr hópi mætustu Vestur-íslendinga er tíðast hafa heimsótt ísland á undanförnum ár- um, geta fallið undir þann grun, að þeii- séu, ásamt Mr. Bracken, er með innileik og einlægum hlýhug hefir! rétt nýlega þegið boð Alþingisforsetanna, og vill gegna því sjálfur; þau ómenni, að hafa bruggað þau ráð, að leggja Fjallkonuna rýtingi í bakið á því augnabliki, er þeir þykjast ætla að faðma hana. Vér sögðum, “jafnvel aðeins um stundarsakir,” sökum þess, að vér erum sannfærðir um það, að jafnskjótt og svar Heimfararnefndarinnar og Heimskringlu við hinum fádæma ódrengilega áburði héðan að vestan á hendur Heimfarar- nefndinni og Mr. Bracken, um sameigin- legt vesturflutningamakk, hefir komið heim til íslands, þá hefir hver maður þar sannfærst um það, að það er tvennt ó- líkt að vilja búa svo um, að þátttaka Manitobafylkis í þessari hátíð megi aug- lýsa fylkið svo út á við, ekki einungis á fslandi, heldur og hvar, sem helzt getur til spurst, því það er greinilega . tekið fram í bréfum forsætisráðherrans, að það veki sem mesta eftirtekt á fylkinu; megi verða því tii sem mestrajr sæmdar, og hitt, að ætla að nota þenna einstæða atburð, til þess að smala íslendingum vestur um haf. Vér orðlengjum þetta ekki meira að sinni, því vér viljum mega bíða öruggir í þeirri innilegu von, að þessi sorglegi mis- skilningur verði löngu horfinn, er þessi orð ná heim til íslands. Og vér lifum ekki í þessari von vegna vor sjálfra fyrst og fremst, er lengst og oftast horfum austur um haf, svo mikils sársauka sem þessi misskilningur hlýtur þó að valda Kirkjuþingið mikla. II. í Þingsalnum Hann var auðvitað fagurlega tjaldaöur og fánum skreyttur, og ekkert sparaö til aö auka ánægju og þægindi þinggestanna. Prelátarnir sátu á mjúkum hægindum í löngum röðum með- fram veggjum og miðju gólfi. Þar voru virðulegir kirkjufeður í dýrum viðhafnarklæð- um, og beinaberir, torkennilegir meinlætamenn í óvönduðum úlpum eða enda lörfum. Slíkt þótti bera vott um mikinn heilagleik, í þá tíð. Fyrir stafni stóð hið gullbúna hásæti keisar- ans, en það var oftast autt. Konstantín heim- sótti þingið aðeins tvisvar sinnum. Sitt hvoru megin við keisarastólinn sátu forsetarnir, þeir Hósíus biskup frá Cordóva á Spáni og Eusebíus frá Cæserea í Litlu Asíu. Báðir voru vinir og trúnaðarmenn keisarans og nutu almennrar virð- ingar fyrir lærdóm og gáfur. Þingforsetarnir höfðu erfitt vandastarf með höndum, því þessi austurlenzki kirkjulýður hag- aði sér fremur fruntalega. Menn gerðu hróp og háreysti að andstæðingum sinum, en þess á milli stungu biskuparnir fingrum í eyru sér, ti! að þurfa ekki að hlusta á mál manna. Slíkt var þá altítt á málfundum Asíubúa. ÍJeir, se.n ræður fluttu, töluðu oftast af miklum móði, svo að líktist enda æði stundum; það var þá tizka og þótti bera vott um andagift og innblástur. Mestur varð, auðvitað, gauragangurinn, er menn tóku að ræða um rétttrúnaðinn. Aríus r'iður á vaðið Arius varð fyrstur til að bera fram trúar- játninig’u sína. Hann var aðsópsmikill, er hann reis úr sæti. Risi að vexti, en harla hold- skarpur eftir miklar föstur og þrálátt bæna- hald, gnæfði þessi sextugi öldungur yfir þing- heiminn. Augu hans voru nú tekin að sljófg- ast, svo heita mátti að hann væri hálfblindur, en samt loguðu þau af innra eldi áhugans. Hann flutti mál sitt skýrt og ákveðið. Þar var engin málamiðlun, engin tilslökun, engin samnings- viðleitni. Ræðu hans var tekið með hrópi og skens- yrðum af “ré:ttrúnaðar”-mönnum. Þeir kváðu samkundu hinna sannheilögu saurgaða með nær- veru slíks viHutrúarmanns. Jafnvel fylgis- menn hans yfirgáfu hann, flestir. Þeir vissu að friðurinn fengist aldrei, ef þeir fylgdu honum °g þingið hafnaði trúarjátningu hans með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða. Bók hans, Thalia var gerð upptæk og brend á báli, en sjálfur var hann flæmdur í útleg'ð og bannað að prédika. Keisaraviljinn mun mestu hafa ráðið í þessu, sem öðru á þessu kirkjuþingi. Undirniðri voru víst flestir hálfsmeikir við Konstantín, því all- ir vissu, að þótt keisarinn hefði tungu mjúka, átti hann lika hnefa harðann, sem stjórnaðist aí stálvilja stjórnmálamannsins. Nú vildi hann semja frið, og þeir sem ekki studdu hann að málum, höfðu bakað sér konungsóvild. Það gat orðið spauglaust gaman. Það er samt álit fræðiinanna að Konstan- tín hafi fremur hallast að kenningum Aríusar, sem skynsamlegustu guðfræðinni er völ var á, en hann lét persónu skoðanir eða persónu velvild, sjaldan ráða stjórnarathöfnum sínum. Hitt mun rétt, að Aríus ætti keisaranum mest að þakka, að hann slapp þó lífs og ómeiddur af þessu þingi. Hirðgœðingurinn Itefir orðið Eusebíus keisaravinur kvaddi sér hljóðs. Allir vissu að hann var Aríusarsinni, og þó fékk hann áheyrn góða. Mönnum fannst það gá- leysi, að glettast til við hirðmanninn. Fáar stéttir hafa verið athugulli á mannvirðingar manna, en klerkarnir. Það hélt líka þingmönn- um í skefjum, að allir visu að Eusebíus myndi mæla það eitt er byggi í huga keisarans. Nú bar hann fram trúarjátningu, sem var í efni og anda, afar “orthodox,” þó haglega væri þar sneitt hjá öllum orðatiltækjum er helzt myndu hneyksla Aríusarflokkinn. Svo virtist lika, sem flestir gætu felt sig við hana, en ein- mitt það varð að ásteytingarsteini í augum hinna “rétt-trúuðu.” Ef trúvillingar gátu felt sig við þessa trúarjátningu, hlaut hún að igeyma eitt- hvert guðleysi, hugðu þeir. En í hverju var hún fólgin? A því gátu þeir ekki áttað sig; en einhversstaðar í orðunum eða á milli þeirra hlaut hún að felast, sem höggormurinn í Para- dís. Annars var niönum víst ekki almennilega ljóst hvað um var deilt. Sagnfræðingurinn Socrates hefir lýst þessu þjarki fremur heppi- lega með þessari samlíkingu: “Það var sem tveimur herflokkum hefði slegið saman á náttar- þeli og berðust án þess að gera sér igrein fyrir ástæðum, án þess að gera sér far um að þekkj- ast eða prófa hvort þeir gætu komið sér saman.” Og þetta einkennir flestar trúardeilur fyr og síðar. Það sem um var deilt Flest guðfræði er full af missögnum og ber- sýnilegum hugsunarvillum; eðlilega þar sem tak- markaður skilningur mannanna leitast við að igera sér rökrétta grein fyrir hinu óendanlega og eilífa, alheimslega og órannsakanlega — sjálfum guði. Trúin er ósjálfráð eðlisávísun manns- sálar, og verður hvorki numin í skólum, né ræktuð með raunspeki. F.n samt höfum við, ekki einungis guðfræði, heldur fjölmargar guðfræðisstefnur og kerfi, sem kirkjuflokkarnir ýmist hafna eða hylla. Öl! eru þau sprottin frá mismunandi rökréttum get- gátum kirkjufeðranna. Alltaf var úr nógu að velja, því það var aðal verkefni gáfaðra manna, í margar aldir, að rífa niður annara iguðfræði, og geta nýja. Þaðan lá viss vegur til mann- virðinga og mannaforráða. Krists-fræðin, það er að segja samband Krists við Alheimsföðurinn var aðal verkefnið fyrstu aldir kristninnar. Það yrði of langt mál að telja upp allar þær skoðanir sem uppi voru á þesum árum um persónu Jesús Krists. Eg vil hér aðeins minnast á þrjá höfuð flokka. Sabellingarnir kenndu að Kristur hefði verio aðeins mannleg opinberun guðs, en aldrei sjálf- stæð persóna. Þessi kenning var fordæmd af Ariusi jafnt sem Aþanasíusi og bannfærð at báðum. Þrenningarmenn sögðu að guð væri þrjár persónur í einni og Kristur hefði verið til frá upphafi en samt getinn af föðurnum. Aríus neitaði hvorki guðseðli Krists né yfirnáttúrlegum getnaði hans; en sagði að úr því hann hefði verið getinn, gæti hann ekki hafa verið til frá eilífð og sem persóna hefði hann haft mannlegt séreðli, sem aldrei gæti verið al- gerlega hið sama og hið alfullkomna guðseðli. Auðvitað var þetta allt saman innihalds- lítið hugsjónahringl, því eitt er víst, að menn þekkja ekki sína eigin veru, til hlítar, og þvi síður eðli guðs; hvernig myndu þeir þá geta skynjað samband tveggja órannsakanlegra hluta? Homousion kcnningunni hleypt af stokkunum Nú hafði kirkjuþingið afneitað Aríusi og fordæmt Sabellinganna, en þrenningarmenn gátu ekki fundið viðeigandi orð fyrir sínar eigin hug- myndir. Þá kom þeim allt í einu hjálp úr öfugri átt. Eusebíus frá Nicomedíu lagði fram bréf, sem leitaðist við að sýna, að ef lengra yrði farið i því að halda fram þríeindar kenningunni, en gert var í trúarjátningu nafna hans (og frænda?) hefðu menn óafvftandi hylt hina fordæmdu “homousion,” sameindar kenningu Sabelling- anna. Þessi trúflokur hafði notað þetta gríska orð til að tákna að Kristur hefði verið nákvæm- lega sama eðlis og Faðirinn, og væri því aðeins um eina persónu að ræða. Bréfið hleypti öllu í uppnám. Menn æptu, formæltu og rifu skjalið í skufsur. Þá reii dvergvaxinn unglingur, Aþanasíus frá Alexandr- íu, upp úr sæti sínu og kvaddi sér hljóðs. Undrabarnið frá Alexandríu Þetta nafn hafði hann hJotið hjá aðdáendum sinum, enda var maður- inn smávaxinn og lítt af barnsaldri kominn. Samt var hann víðfrægur orðinn sem ákveðnasti og skæðasti mótstöðumaður Aríusar. Hann var einlægur og ákveðinn, óvæginn og stefnufastur, röbfimur og ráðágóð- ur, mælskur og stórorður. Nú tók liann sér fyrir hendur að verja sameindarkenninguna. Orðið “homousion” hefði að vísu verið rangbrúkað af villitrúarfólki, en væri þó í vissum skilningi réttmætt og gott. Auðvitað fanst það hvergi í ritum ritningarinnar, en þar voru önnur orð ekki ósvipuð. En hvað gerði annars til um orðið? Aðal atriðið var að kveða niður Aríusar- villuna og úr þvi málsvörum hennar gazt enganveginn að orðinu hlaut það að vera réttmætt. Hvað þurfti annars framar vitnanna við? Þann- ig mælti undrabarnið af eldmóði sann færingar sinnar. Undrabarnið; undarlegt að hinum flug gáfaða Aþanasíusi skyldi ekki detta í hug annað undrabarn, miklu dýrð- legra, fætt í jötu, fóstrað í fátækt meðal fákænna, en þroskaðist samt til þess að verða friðarhetjan mikla, deyjandi sáttfús við sína mótstöðu- menn, á krossinum. Hann er lang- stærsta opinberun Alheimsföðursins, í manninum, þó ekki sé það fyrir ó- skiljanlegar trúarjátninigar né vara- dýrkun fjöldans heldur fyrir áhrit sín á lífstefnu hinna örfáu, er hafa notað lífsbreytni hans sér til leið- beiningar. Ef klerkarnir í Nikeu hefðu vitað hvað til þeirra friðar heyrði, myndu þeiin hafa verið um annað annara, en semja trúarjátningu er var að- eins Obscurum pcr Obscurius Þannig komust Rómverjar að orði um orðmælgi þeirra, sem leituðust við að útskýra lifsins leyndardóma með óskiljanlegum orðatiltækjum. Hvað hefir annars þessi ógurlegr, guðfræðismælgi gert annað en að slá ryki í augun á ígrundunarlausum ein staklingum? Við vitum nákvæmlega jafn mikið um guð o« Indíáninn, sem flutti bljúgar bænir undir alstirnd um himni og sagði; “0 þú mikli alstaðar nálægi andi verndaðu bæði mig og rnína;” en við flytjum þær bænir af sömu eðlishvöt, af sama sál- arþorsta og trúnaðartrausti og hann. Hið eina, sem við höfum eignast síöan, oss til sálubótar er Kristur, lífsbreytni hans og kenningar. En þessi guðdómlega friðarhetja gleym- ist einatt í endalausu trúfræðis- stagli og játningaþjarki. Hugsið ykkur allan þann tíma og erfiði, sem hefir gengið i að skrifa og endurskrifa trúarjátningar, sem örfáir lesa og enn færri skilja. Hugsið um allan þann fjandskap og allar þær blóðsúthellingar, sem hafa orsakast af mismunandi skilningi manna á ýmsum guðfræðisatriðum— og hvað höfum við svo eftir allt þetta erfiði og allar þessar fórnfærsl- ur ? Aðeins óljósar setningar, sem emg’a fullnaðarskýringu skilja eftir i hugum hugsandi manna. Mörg guðfræðileg orðatiltæki eru afar loð- in og lítt skiljanleg á frummálun- um og enn fleiri óþýðanleg á önnur mál, og svo er til dæmis nteð þetta orð “homousion,” er svo miklum ó- sköpum olli í fornkirkjunni. (Það væri annars þarft verk að sýna hversu óráðvandlega þýðendur hafa farið með frum-textann. Þannig til dæmis eru grísku orðin “krima” og “krisis” látin ýmist þýða fordæming, eilífa glötun eða aðeins dómsáfelli, og “hades” stundm útlagt gröfin en á öðrum stöðum eilífur kvalastaður fordæmdra). Aþaníus vinnur sigur Undrabarnið fékk fjöldann á sitt mál. Trúarjátning Eusebíusar var endurskrifuð að hans skapi og við hana bætt langri formælingarklausu um alla, sem voru á öðru máli. Er keisarinn sá hvar komið var, féllst hann einnig á þessar breytingar, til sátta, og nú voru allir neyddir til að undirskrifa skjalið, þótt allmörgum væri það óljúft og þar á meðal Euse- bíusunum. Það kom líka brátt í ljós, að með þessu myndi aldrei frið- ur tryggður, því þótt biskuparnir í fullan aldarfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hlu viðurWenndlu pieðuj(, við bak- verk, gigt og bröðru sjúkdóm- um, og hinna mlÖTgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfaibúO um á 50c askjan eða 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto 2, Ont., og senda andvirðið þangað. væru kúgaðir, tóku söfnttðirnir það alls ekki gilt í mörigum tilfellum. Sigttrgleði og eftirköst Mikil mun unglingsgleði Aþaníus- ar hafa verið eftir slík málalok. Hann hafði þvingað mótstöðumenn sína, jafnvel sjálfan keisarann til að fallast á sitt mál, en versti óvinur hans var rekinn í útlegð. En nú var sá eldur kveiktur, er sárast átti honuni sjálfum að brenna. Nokkrum árum síðar syngur Aþan- íus biskup messu í Alexandríuborg,. fyrir fullu húsi að vanda. Skyndi- lega gerist gnýr niikill og hið keis- aralega varðlið ræðst inn í kirkjuna með brugðnum sverðum. Musterið kveður við af skelfingarópum og angistar kveini. Banasærðir menn byltast í blóði sínu, og nunnurnar eru svívirtar fyrir framan altarið. Aþan- asius komst undan, að vísu, til þess að muna, til æfiloka, þessa hryllilegu kvalastund og sjá i huga sér nábleika ásjónu ástvina sinna og musterið saurgað af harðhjörtuðum hermanna lýð. Yfirlit Kirkjuþingið í Nikeu setti svip sinn á alla kirkjuna. Það markaði stiefnu bennar í framtíðinni, svo flestar aðrar kirkjusamkomur um víða veröld, hafa að einhverju leyti ver ið því líkar. Þar gætir áhrifa veraldarvaldsins fyrst, svo um munar. 1 þá daga urð klerkarnir að beygja kné sín fyrir hinutn volduiga valdhafa, en nú skjálfa þúsundir vigðra manna fyrir augnabliks dutlungum hálfmentaðra “peanut Politicians.” Frá þeim tíma hefir kirkjan, svona yfirleitt, lagt meiri áherzlu á flókn- ar og lítt skiljanlegar guðfræðisget- gátur, en orð og anda Meistarans Samt voru þarna efalaust margir menn, er fúslega hefðu látið líf sitt fyrir trú sína; en þá skorti flesta siðferðisþroska til að lifa samkvæmt boðskap Krists - —já, höfðu máske fáir nóga trú til að reyna það. Það væri annars fróðlegt fyrir menn, að bera saman þetta kirkju- þing — og ýms önnur — og aðferð Gandhis á Indlandi (í Prestaritinu síðasta). Nei, það verður aldrei friður í heiminum, og kirkjan verður aldrei kristin, fyr en við losnum við áhrifin frá Nikeu. Blaine, 15. júní 1929. H. E. Johnson. Jóhannes Sigurðsson Nordal F. 10. fcbr. 1888—D. 15. mars 1929 Þess var getið hér í blaðinu í vor, að andast hefði á almenna sjúkrahús inu hér í bænum Jóhannes bóndi Sigurðsson Nordal frá Arborg 'i Nýja íslandi. Hans var þá ekki nánara getið sökum þess að upp- lýsingar voru ekki við hendi. Jóhannes heitinn var í fremstu röð hinna yngri bænda í Nýja Islandi, þar fæddur og uppalinn og hugljúfi allra þeírra er til hans þekktu. For- eldrar hans voru Sigurður Guð- mundsson Nordal og Valgerður Jóns dóttir. Voru þa Norðlendingar að

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.