Heimskringla - 26.06.1929, Blaðsíða 6

Heimskringla - 26.06.1929, Blaðsíða 6
6. BLAÐtí?l>A HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 26. JÚNÍ, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld. eftir I. von Scheffel. Ekkehard gerði eins og fyrir hann var lagt, og kennsla hans féll í góða jörð. Cappan liafði lært heilmikið af þýzkum orðum á her- ferðunx sínum og hafði auk þess þann hæfi- leika, sem algengur var með löndum hans, að geta sér til um þýðingu orða, er hann skildi ekki til hlítar. Tákn og myndir komu einn- ig að miklu haldi, því að Húninn þóttist vita, um hvað Ekkehard væri að tala, er hann sat með stóru bókina með gyltum upphafsstöf- urn fyrir hverjum kapítula, á hnjánum og benti til himins. Hann kannaðist við mynd- ina af djöflinum og sýndi með merkjum og látbragði, að hann vissi að hann ætti að flýja hann og fyrirlíta. Og þegar krossmarki var haldið upp frammi fyrir honunr, þá fleygði hann sér á kné, eins og hann hafði séð aðra gera. Á þennan hátt miðaði kennslunni á- gætlega áfram. í>að kom í Ijós, þegar Cappan fór að geta 'gert sig skiljanlegan, að hann hafði rnargt á samvizkunni frá fyrra lífi sínu. Han nkinkaði alvarlega kolli er hann var spurður að því hvort hann hefði haft ánægjii af því að eyða kirkjum og klaustrum, og það var ljóst af því, hve marga fingur hann rétti fram, að hann hafði oftar en einu sinni tekið þátt í slíku guðleysis athæfi. Hann lét það í ljós með margskonar iðr- nnartáknum, að hann hefði eitt sinn étið hjartað úr dauðutn presti til þess að lækna sig _ af hitasótt, er hann hafði fengið af hættu- legu sári. En hann lagði þess meira kapp á að afplána syndir sínar með því að skýra frá yfirsjónum sínum. Friðrún hjálpaði honum, þegar hann gat ekki komið fyrir sig orði, og ekki leið á löngu, þar til Ekkehard lýsti því yfir, að hann væri ánægður með trúarskift- in, þótt víst sé um það, að hugur trúskiftings- ins hefir naumast getað áttað sig á öllu, sem St. Ágústínus kirkjufaðir krefst í ‘‘Ritgerð um Kristindómsnám hinna fáráðu.” Skírnar- g hjúskapardagurinn var nú á kveðinn. Hertogafrúin mælti svo fyrir, að Cappan skyldi hafa þrjá guðfeður, einn frá Reichenau-klaustrinu,einn frá St. Gall og þann þriðja úr landvarnarliðinu, til minningar um bardagann, er hann var hertekinn. Rudiman byrlari var valinn frá Reichenau en Spazzo stallari var fulltrúi landvarnarliðsins. Og með því að guðferðurnir gátu ekki orðið á- sáttir um, hvort nefna satti trúskiftinginn nýja Pirmin, í heiðursskyni við Reichenau, eða GaPus, þá lögðu þeir málið fyrir hertoga- frúna og hétu að láta við hennar úrskurð sitja. ‘‘Nefnið hann Pál,” mælti hún, ‘‘því að hann hóf einnig baráttu á hendur lærisvein- um drottins, áður en hreistrið féll frá augum j ; hans."’ Laugardagskveld eitt leiddu guðfeðurnir : i Cappan, sem fastað hafði allan daginn, út í kastalakapelluna g báðust með honum til skiftis alla nóttina. Húninn var auðmjúkur á svipinn og guðhræddur, og svo var að sjá, sem hann væri í þungum þönkum. Hann hélt að hann hefði séð svip móður sinnar, klædda í lambskinn, og hefði hún ávarpað hann og sagt: “Bogi þinn er brostinn, veslings sonur minn, beyg þig undir forlög þín, þeir, sem sveigðu þig niður, skulu hér eftir vera þínir drottnar.” Snemma um sunnudagsmorguninn, í kyrðinni meðan daggperlurnar enn héngu á grasinu, og áður fyrsti lævirkinn hóf sig upp í blátt loftið, kom dálítill flokkur, er bar kross og fána, gangandi ofan hlíðina. En í þetta skifti var ekki til jarðarfarar haldið. Ekkehard gekk fremstur og var hann klæddur í purpurabúning prestastéttarinnar, en að baki honum komu guðfeðurnir með Hún ann á milli sín. Þeir héldu þannig sem leið lá um loðið engið, ofan að bökkum litlu Aach- árinnar. Krossinn var festur hér í sandinn, og mynduðu þeir sveig umhverfis hann, sem nú átti í síðasta sinn að nefnast Cappan. Hin skýru orð helgiathafnarinnar risu hér upp til guðs í morgunþögninni, biðjandi hann að líta miskunaraugum til mannsins, sem beygði kné sín hér fyrir honum, og gefa honum náð til þess að varpa af sér oki heiðindómsins. Að því loknu var skírnarbarninu skipað að afklæðast öllu nema mittislinda sínum. Hann kraup í hvítum sandinum og Ekkehard las yfir honum særingarbænina í nafni Hans, sem himininn og jörðin titrar fyrir og skelfur íog undirdjúpin opnast, og svifti þannig hinn illa anda öllu valdi yfir honum. Ekkehard andaði þvínæst þrisvar sinnum á enni hans, setti vígt salt á tungu hans, sem merki um nýja speki og nýja hugsun, og smurði hann síðan á brjóst og brá með vígðri olíu. Húninn þrði naumast að anda, svo var hann gagntek- inn af lotningu og ótta og svo mjög hafði hin hátíðlega athöfn áhrif á hann. Þegar Ekke- hard lagði fyrir hann spurninguna, sem fyrir- mælt er: ‘‘Afneitar þú djöflinum og öllum hans gerðum og öllu hans athæfi?” þá svaraði hann skýrri röddu: “Eg afneita honum!” og hafði síðan upp, eins og bezt' hann gat, orð trúarjátningarinnar. Að svo mæltu dýfði Ekkehard honum ofan í kalt árvatnið. Skírn- arorðin voru framboiin, og hinn nýi Páll reis upp úr vatninu. Hann leit enn einu sinni þunglyndisaugum á hauginn, sem enn var ó- gröinn, við skógarjaðarinn, en síðan drógu guðfeður hans hann upp úr og sveipuðu hann skjálfandi í snjóhvítt lín. Hann stóð nú á- nægjulegur og hreykinn meðal sinna nýju bræðra, en Ekkehard flutti stutta ræða út af textanum: “Blesaður er sá, er gætir vel klæð- is síns, svo að hann verði eigi fundinn nakinn.” og hvatti hann til þess að bera héðan af hið drifhvíta lín sem vott endurfæðingar hans til guðlegs lífs og réttlætis fyrir skírnina. Að lokum lagði Ekkehard hendur yfir hann og blessaði hann. Að því loknu var hinn nýi kristni maður leiddur með háværum sálma- söng aftur til kastalans. Meðan þessu fór fram sat Friðrún í einu gluggaskotinu í kjallaranum og snérist Prax- edis umhverfis hana eins og fiðrildi, því að hún hafði fengið leyfi hertogafrúarinnar til þess að undirbúa brúðurina á þessum hennar heið- ursdegi. í hár hennar var bundið mörgum fögrum rauðum lindum og svuntan með öllum marglitu deplunum náði nærri því niður að hælaháum skónum, en yfir hana var spent beltið dökka með gyltu borðunum — beltið sem enginn nema brúðguminn má spenna af. Og nú tók Praxedis upp glitrandi glingur-kórón una og marglita hálsbandið. “Heilaga guðsmóðir,” hrópaði hún upp fyrir sig. ‘‘Þarftu nú líka að setja þetta á þig? Ef þú setur þetta höfuðdjásn á þig Frið- rún, þá halda þeir, sem álengdar standa, að einhver kastalaturninn hafi lifnað við og sé að gifta sig.” ‘‘Eg verð að bera það,” mælti Friðrún. “Hvers vegna verður þú að gera það?” mælti gríska stúlkan. “Eg hefi séð marga fagra brúðurina heima bera myrtusveiginn eða silfurgrænan olívisveiginn í hárinu, og það fór prýðilega. Að vísu grær hvorki myrta né olívutré í þessum svörtu furuskógum hérna umhverfis, en það ætti að mega nota vafningsvið, Friðrún.” Friðrún snéri sér reiðulega í stólnum. “Heldur vildi ég v.era óglft,” hrópaði hún, “en að ganga í kirkju með lauf og gras í hárinu. Það kann að vera nógu gott fyrir ykkur útlendingana, en þegar Hegau-meyja gengur til brúðkaup síns, þá verður kórónan að skrýða höfuð hennar. Það hefir ávalt svo verið frá því að Rín rann fyrst í gegnum Bodenvatnið og fjöllin hér urðu til. Vér Svab- verjar erum siðhollir, eins og faðir minn sagði svo þrálátt.” ‘‘Verði þinn vilji.” sagði Praxedis og festi glingurkórónuna á höfuð henni. Hin hávaxna brúður stóð upp, en á brá hennar hvíldi skuggi þvílíkur, sem skýin varpa á sólbjarta jörðina fyrir neðan. “Ætlar þú að gráta núna spurði gríska stúlkan, ‘‘og losa þig á þann hátt við tárin í hjónabandinu?” Andlit Friðrúnar varð enn alvarlegra, og hinn víði munnur varð svo líkur skeifu, að Praxedis gat ekki varist hlátri. “Eg er hrædd,’’ sagði brúður Húna-her- mannsins. “Við hvað ættir þú að vera hrædd, sem kept getur við furutrén á Stofflerberg að hæð?” “Eg er hrædd um að strákarnir hér um- hverfis kunni að gera mér grikk, vegna þess að ég giftist útlending. Þegar bóndinn í Schlangenhof kom heim með gömlu ekkjuna frá Bregenz, þá fóru þeir heim til hans brúð- kaupsnóttina, og gerðu slíkan fjandans gaura- gang.og hávaða með hornum og koparkötlum og stórum sjávarskeljum, eins og þeir væru að reka þrumuveður á braut með lúðrablæstri; g þegar málarinn frá Rielasingen kom út úr húsi sínu fyrsta morguninn eftir brúðkaupið, þá var búið að setja upp veizlustöng fyrir fram an dyrnar hans, en hún var alveg ber og visin og í staðinn fyrir blóm höfðu þeir hengt á hana hálmkvist og rifna, gula svuntu.” “Vertu ekki með þessa heimsku,’ sagði Praxedis til þess að sefa hana. En Friðrún hélt áfram harmatölum sín- um. ‘‘Og ef þeir skyldu nú fara méð mig eins og ekkju skógarvarðarins, sem hafði gengið að eiga hjálparsvein vleiðimannsins. Þeir klifruðu upp á þakið á húsinu hennar og skáru stráþekjuna í tvennt, svo að helmingurinn féll til annarar handar og hinn til hinnar, og stjörn ur himinsins litu ofan á brúðarbeðinn, en þau vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið.” ‘‘Praxedis fór að hlægja. “Eg vona að þú sért með góða samvizku, Fiiðrún,” sagði hún með uppgerðar-alvöru. en Friðrún var nú nærri komin að gráti. “Hver veit,” hélt hún áfram, “hvað Cap- pan minn—’’ “Páll,” leiðrétti Praxedis. ‘‘—kann að hafa gert á yngri árum. Mig dreymdi í fyrrinótt, að ég tæki hann að mér, en allt í einu sá ég gulleita, dökkhærða Húna- konu og hún reif hann af mér. "Eg á hann!” æpti hún ógnandi, og þegar ég þreif í hann og vildi ekki sleppa honum, þá breyttist hún í höggorm og vatt sér um hann.” ‘‘Hirtu ekkert um höggorma eða Húna- konur,” greip Praxedis fram í; ‘‘flýttu þér, ég sé þeir eru að koma upp brekkuna; gleymdu ekki rósmarin greininni eða klútnum hvíta.” Cappan var í mjallhvítum veizluklæðum úti í garðinum og Friðrún varpaði af sér öll- um áhyggjum og kvíða og gekk út úr herberg- inu. Brúðarmeyjarnar fögnuðu henni í garð- inum og hinn nýskírði maður brosti ánægju- lega við henni, klukkurnar hringdu í kastala- kapellunni og þau gengu til giftingar athafn ar. Hin trúarlega athöfn var um garð geng- in og brosandi brúðhjónin kvöddu kastalann. Allt frændfólk Friðrúnar hafði verið þarna viðstatt — myndarfólk, ekki mikið smávaxnara en Friðrún sjálf. Það voru bogamenn og bændur úr nágrenninu og bjuggust þeir nú til þess að fylgja brúðhjónunum til litla heim- ilisins við rætur Hohenstoffeln, hjálpa þeim þar til þess að kveikja upp fyrsta eldinn á arni heimilisins og taka þátt í veizlufagnaðinum. Fremst í fylkingunni fór laufskrýddur vagn og var þar í öll heimanfylgja brúðurinnar. Ekki mátti heldur gleyma stóra fururúminu. Á það voru má.laðar rósir og nornabanar, þvi að hvorutveggja hafði mátt í sér til þess að reka martröð á braut, álfa og aðra óboðna gesti miðnæturinnar. Og við hliðina á rúm- inu voru margir kistlar og í þeim ýmisleg föng til búskapar. Brúðarmeyjarnar báru hörbrúðuna og hör hnykilinn og fagurskreyttan brúðarsópinn úr hvítum hríslum — einföld tákn vinnusemi g reglusemi á framtíðarheimilinu. Hávær fagnaðaróp og gleðskapar fyllti loftið. Cappan fanst eins og skírnarflóðið um morguninn hefði sópað í burtu öllum minn ingum um þá daga, er hann þeyttist um á klár sínum, rænandi og í sífelldum bardögum. Hann gekk siðprúður með hinum nýju skyld- j mennum sínum eins og hann hefði verið hrepp í stjóri í Hegauhéraðinu alla sína æfi. Áður en hávaðinn af fylgdarliðinu, sem ofan brekkuna fór, var dáinn út, gengu tveir fríðir piltar, synir ráðsmannsins í ríkisbúgarð- inum í Bodmann og frændur Friðrúnar fram fyrir hertogafrúna og gesti hennar. Þeir voru kmnir til þess að bjcða þeim til veizlunn- ar, og hafði hvor fyrir sig vorrós á bak við eyrað og blómhnapp í vefjarjakkanum. Þeir staðnæmdust við dyrnar stóru, bug- aðir af feimni, og stóðu þar til að hertogafrúin gaf þeim bendingu um að koma nær. Þeir gengu þá fáein skref áfram, námu staðar, gengu enn nokkur skref, hneigðu sig síðan djúpt fyrir hertogafrúnni og flutti hinn gamla formála um boð til veizlu frænku þeirra; báðu hertogafrúna að fylgja þeim yfir dal og hól. gegnum stræti og götu, yfir vatn og brú, til brúöairhússins, þar sem k;jöt biði og brauð eins og góður guð hefði í té látið, flóandi vín | í kerum, söngur, dans og gleðskapur. “Við biðjum þig að taka við tveimur lé- legum sendimönnum í stað eins góðs. Blessað sé nafn Jesús Krists!” þannig luku þeir ræðu sinni og hneigði sig til jarðar, án þess að bíða eftir svari, og hröðuðu sér á braut. “Eigum vér að heiðra hinrr yngsta kristna lénsmann vorn með nærveru vorri?” spurði . hertogafrúin í gamni. Gestirnir vissu vel að | ekki sómdi að neita spurningu, er svo var hóf- mannlega fram borin. Þeir riðu þess vegna samt allir úr hlaði síðara hluta dagsins. Rudi- I mann, sendimaðurinn frá St. Perminsklaustri var í fylgdinni, en hann var þögull og skimað- ist vandlega um. Hann hafði ekki enn jafn- að viðskifti sín við Ekkehard. Stoffleberg með tindana þrjá girta furu- skógi, horfði tígulega yfir landið. Nú eru þar kastalarústir, en þeir kastalar höfðu ekki enn verið reistir um þetta leyti, og efst uppi á hæsta tindinum, var yfirgefinn turn. Lítið hús var í sillu neðar í fjallinu og var það hálfhulið af skóginum. Þetta var framtíðarheimili brúð- hjónanna. f skattgjald og sem tákn þess að leiguljðinn væri hertogafrúnni háður, var svo fyrirmælt að hann skyldi greiða henni fimm- tíu moldvörpuskinn á ári, og á St. Galls-deg- ínum einn lifandi söngspör. Veizlufólkið hafði gert bækistöð sína á grænu engi, og nú var mikið um allskonar bakstur og suðu. Sá, sem gat náð sér í disk eða fat, gæddi sér við stórt greniborð, og væri enginn gaffallinn, var hægurinn að nota klofna viðarspítu í staðjnn. Cappan settist hæverskulega við hlið konu sinnar við borðið, en í djúpi hugaiins var hann að velta þeirir hugsun fyrir sér, hvort hann gæti ekki tekið upp forna hætti, eftir einn eða tvo daga, og matast liggjandi. Langt bil var á milli réttanna — því þótt byrjað væri að matast um hádegi, var ekki búist við að því yrði lokjð fyrir sólsetur. En Húninn notaði matarliléin til þess að rétta úr þjáðum limum sínum í fjörugum dansi. Hertogafrúin og fylgdarlið hennar kom nú á vettvanginn og var þeim fagnað með frekar óhrjálegum hljóðfæraslæitti. Heið- vejg hertogafrú horfði á gleðskapinn af baki gæðings síns, og kátastur allra var hinn nýi Páll, se mgaf hertgafrúnni nokkurt sýnishorn hinnar viltu danslistar sinnar. Honum nægði ekki hljóðfæraleikur liinna, heldur blístraði liann og æpti með sjálfum sér og sveiflaði sinni stóru frú í hvirflandi dansi. Það var sannarlega furðuleg sjón — gangandi turn sem dansaði við villikött, silaskapur við lið- leika, er þau þeyttust saman og þá sundur, stundum brjóst við brjóst, stundum bak við bak. Allt í einu þeytti Cappan dansmær sinni frá sér. Hann sló viðarskónum sínum saman um leið og hann snéri sér við í loftinu, vendi sér sjö sinnum við í háu stökki, sífelt hærra og hærra, en lét svo fallast á kné Jframmi fyrir Heiðveigu hertogafrú, hneigðj höfuð sitt til jarðar, eins og hann ætlaði að kyssa moldina, er hófur hests hennar hafði snert. Á þennan hátt vottaði hann henni þakklæti sitt. Frændljðið frá Hegau horfði á þenna furðulega dans og uppörfaðist til virðingarverð ar samkeppni. Vel má vera, að þeir hafi síð ar fengið nákvæmari tilsögn í list þessari. En víst er það, að enn er í herbúðum þessum sögn, sögn frá Miðöldum, er skýrir frá “stökk- unum sjö” eða “Húna-hlaupinu,” sem liefjr orðið nokkurskonar afbrigði í hinum einfalda svabiska hringdans — hámark veizlugleðinn- ar í öllum mannfagnaði í Ilegau-héraðinu. “Hvar er Ekkehard?” spurði hertogafrú- in, er hún hafðj gengið fram og aftur um svæðið um hríð. raxedis benti á skuggasæla brekku, þar sem stórt furutré breiddi út dökkgrænar greinar. Munkurinn sat við klofnar rætur trésins. Hann vissi ekki hvernig á því stóð, en mannfjöldinn og kátínan jók honum þunglyndi. Hann hafði þess vegna dregið sig lítið eitt í h!é og var nú að liorfa á trjáklæddar lilíðar fjarlægra Alpafjallanna. Þetta var eitt af hinum ilmandi kvöld- um, sem Burkard lávarður í Hohenvels, er sat í kastala sínum hinum mikla yfir vatninu, undi svo vel við síðar, er “loftið er þrungið af mýkt af sólskini." Sjóndeildarhringurinn var sveipaður viðkvæmu, glitrandi mistri. Enginn getur gleymt því er liefir eitt sinn horft ofan af þessum kyrlátu hæðum, er sólin hnígur úr blábjörtum himni til eldlegrar hvílu, en djúp- ir purpura skuggar fylla þröngan dalinn, og snæþaktir Alpatindarnir bera við fljótandi gullið. Er hann síðar situr í rökkrinu í her- bergi sínu bergmálar endurminningin um þetta, og hrífur hjarta hans, eins og bræðandi tónar í söng frá Suðurlöndum. En Ekkehard sat undir trénu, og hallaði höfði sínu fram á hægri hönd sína alvarlegur og hugsi. ‘‘Hann er ekki lengur sjálfum líkur,” mælti hertogafrújn við Praxedis. “Hann er eklii lengur sjálfum sér líkur,” tók gríska stúlkan hugsunarlaust upp eftir henni, því að hún var með allan hugan við Hegau-kvenfólkið í sparifötunum sínum. Hún horfði á mittisháa upphlutina, tunnupilsin, óum ræðilega stirðbusalegt látbragð þejrra í dans- inum, og hún var að hugsa um, hvort andi prúðmennskunnar hefði í örvæntingu sinni yf irgefið þetta land fyrir fullt og allt, eða hvort hann hefði enn aldrei þangað komið. Hertogafrúin gekk að Ekkehard, sem hrökk upp frá mosa-sætj sínu, eins og hann hefði séð vofu. ‘‘Ein nog fjærri gleðskapnum,” mælti hún: “hvað ertu hér að gera?” “Eg er að hugleiða hina sönnu uppsprettu hamingjunnar,” svaraði Ekkehard. ‘‘Hamingjunnar!” sagði Heiðveig hertoga- frú. Hamingjan er frekar óstöðug í skapi, segja þeir. Hefir þú nokkuru sinni hitt hana?” "Líklega ekki,” svaraði munkurinn og horfði á mosann á jörðinni við fætur sér. Söngurinn og ópinn frá dansfólkinu hófst aftur með nýju afli. “Þetta fólk þarna,” héit hann áfram, “sem stiklar svo glaðlega um grænt engið, og fæturnar bera vott um tilfinningar hjarta þeirra, er hamingjusamt. Ef til vill þarf ekki nema lítið eitt, til þess að gera manninn hamingjusaman. Hann má einungis ekki eygja fjariægar hæðir, sem engin von er til að fætur vorir fái náð.” Hann benti um leið á glitrandi Alpatindana.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.