Heimskringla


Heimskringla - 02.10.1929, Qupperneq 2

Heimskringla - 02.10.1929, Qupperneq 2
S. BLAÐSlÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. OKTÓBER, 1929 JACOB BJARNASON Kveðja veggjum fram á báSa vegu. Til hægri standa yfirmenn lögreglunnar og Þaö hallar degi um haust. Dauf-1 aörir félaigar þínir og starfsbræöur, blá hafmóöa vestursins varpar þýöleg- I miklir að vexti og svip, og í glitrandi um kyröarblæ um ládauð vötn og skóg 1 lendar hlíöar. Umhverfis oss mynd- ar fölnandi laufskrúöiö yndisfagran marglitan krans, og fjölbreyttir litir skógbeltanna deyfast smátt og smátt viö aukna fjarsýn unz þeir blandast viö dipjmgráa skýbólstra, sem skipa þéttan vörð við náinn sjónhring. Allt er svo kyrt og hljótt. Það er eins og einhver hulinn máttur hafi skipað sjálfum höfuöskepnunum aö leiða fram sinn tignasta helgisvip á þess- um degi. Hálf-visin, fölnandi laufblööin, sem eitt og eitt detta af greinum trjánna svífa hljóðláust og létt til jaröar. Þau. viröast svo lítil og vesöl, aö þau raö- ast hliö viö hlið, laig ofan á lag, unz hver ramefld rót er hulin og hlúö frá stofni til tágar. Hin vold- uga svipprúöa eik stendur nakin og aflvana. Sem ofurlítiö ungabarn felur hún líf sitt skjóli litlu lauf- blaðanna, og ber stofninn og grein- arnar bíöa eftir frjómagni þeirra, til aö geta aftur birzt í allri dýrö sinni. Hversu órannsakanlegir eru vegir guðs sem slíkum sköpum rennir! * * * * Manngrúi hnípinn og hljóður *er að reyna aö þokast sem næst inngörtg- unni. En öll anddyri, stigar og gangar eru þegar orðnir þéttskipaðir konum og körlum og börnum. Og í hinum mikla sal er hvert sæti skipað, en þéttar raðir standa með einkennisbúningum, en daufleg al- vara hvílir yfir svip þeirra. Söng- sveit íslenzku kirkjunnar hnípin og sorgmædd að baki, og mörg hundruð frænda og vina og kunningja skipa hvert sæti í þessum geysi-stóra sal. Viö höfum öll komið til þess að kveöja í síðasta sinn, og það er svo margt, sem við vildum minnast og þakka að skilnaði. Marglitt blóma- haf, sem nú umkringir þig, ber glögg an vott um einlægt vinarþel þeirra sem sent hafa, og er lítil viðurkenn- ing fyrir þá elsku sem þú hefir auð- sýnt þeim í samveruiíni. Sefandi tónar cellosins hans Rogovoy færa þér ástar þakkir fyrir þá gleöi sem þú svo oft veittir okkur með þínum ágæta söng. Litla íslenzka söng- sveitin okkar ber þér innilegt sam- hljóma lof fyrir öfluigt fylgi bæöi þeim og öðrum félagsmálum til efl- ingar. Starfsbræður þínir votta þögulir samúð og virðingu fyrir dugn- aö og trúmennsku í yfir 20 ár. Já, sérhver einn af öllum þessum fjölda talar fyrir sig og sína þegar þeir nú koma til þín og kveöja, einn og einn. Þessi gamli maöur þarna er hrumur orðinn og baginn af elli og höktir viö staf sinn af veikum burðum. En sjá má að skylt ffnnst honum að hann skuli ná aö kveðja þig. Eitthvað hefir hann aö þakka. Hvaö þaö er veit kannske enginn nema þú og hann, en þaö minnir mig á drenginn sem Nægja til þess að kaupa endurgerða Phonographs hjá McLean VICTORS COLUMBIAS EDISONS BRUNSWICKS SÖNORAS Kostuðu áður $200 til $350. Seljast nú á $25.00 Þægilegir Borgunarskilmálar J.J.RMÍLEAN &CO. LTÖ, 329 Portage Avenue 419 Academy Road 10th Street, Brandon. fann litinn fugl, fanginn og frosinn í svelli. Hann lagðist á klakann og andaði á væng fuglsins unz hann losnaði og flaug fri og frjáls, syngj- andi guöi lof og dýrð. Þó þú værir stór og sterkur lögregluþjónn/ þá varstu alltaf eins og þessi litli dreng- ur — alltaf að hjálpa einhvlerjum vesalingum þegar þeir áttu bágt, ekki með því að vera stór og sterkur, heldur af því að mannúö og réttsýni réðu gerðum þínum. Og af því varstu meiri og sterkari, að þú beittir aldrei þínum miklu kröftum og valdi nema til eflingar þess góða og til stuðnings lítilmagnans. Mér virðist sem bros flögri úm var- ir þínar þegar við nú kveðjumst og skiljum, og vel mátt þú brosa þegar drottningin sjálf, Fjallkonan, móöir okkar, lýtur að þér og kveður þig með þessum orðum. “Haf þakkir, vin, og koss á yðar enni, Þér voruð bezti drengur, göfug- menni, Með þrek og sál.” Minning Þegar móðir kveður barn sitt, er það snýr göngu sinpi frá fööurhús- um, þá standa henni tár í augum af söknuði, aö þurfa aö sjá því á bak. Sorgmædd lund hennar leitar ósjálf- rátt þeirra muna, sem því höföu verið kærir, og hún fer óstyrkum höndum um slitin gull og gamlar bækur þess. Þótt hún hefði- áður gefið þessum munum lítinn gaum, þá eru þeir nú allt i einu orðnar ástrikar menjar, sem sefa angistina og kvíðann, er berst um í sál hennar. Þegar hún svo tínir þá saman og leggur á öruggan staö, leiða þeir fram í huga hennar ljúfar endurminningar, liðinna stunda, og fyr en varir, er hún farin aö brosa, —i gegnum tárin. Okkur fer líkt og móðurinni, þegar ; við hugsum til vinar okkar, sem svift var burt á svo óvæntan og sviplegan hátt. Söknuður, að mega ekki leng- ur njóta samvistar hans, liggur okkur þungt á hjarta. Það hryggir okkur sárt aö hugsa til þess, aö hann, sem var, að segja má, í blóma lífsins og sýndist vera svo hraustur og styrkur, skuli vera svo sviplega horfinn. Og það þeim mun frekar sem hann hafði, að því er virtist, notið betri heilsu í síðustu tvö ár, en nokkru sinni áður. Með sárum trega minnumst við þess, að við getum nú ekki leitað góðra ráða til hans í raunum okkar, eins og oft'var vant. Það bregður nú ekki fyrir risavöxnum lögregluþjón, með hveHdzf bringu og góðlegt vinarbros á vörum. Það drynur ekki: “Góð- ann daginn!” jafn innilega og hreim- mikið og þegar hann var á ferð. Og léttlynd spaugsyrði hans, sem sí og æ vöktu bros á vörum okkar, verða ekki lengur til gleði og örfunar — alls þessa, og svo margs annars, söknum við einlæglega. Við Islend- ingar hér í Seatfle höfum mist einn okkar mesta og bezta og vinsælasta leiðtoga, og að verðugleikum syrgj- uni við fráfall hans af einlægum hjörtum. En minning þess manns sem jafn almennrar hylli naut og Jacob Bjarna son, lifir í hugum og hjörtum þeirra sem hann þekktu. I brjóstum okkar ómar oft af gleðiríkum, hreimmiklum tónum frá samvistarstundum hans, svo okkur er skylt að minnast að nokkru starfs og æfi hans, á þeim árum sem hann dvaldi á meðal okk- Þegar við svo snúum hugum okk- ar að þvi efni, verður okkur þegar spurn : Hvað var það s ém einkenndi hann frá fjöldanum ? Hvers vegna er minning hans ennþá svo skýr, og nafn hans svo títt á margra vörum? Hann var ekki skáld, ekki rithöfund- ur, enginn stjórnmálagarpur eða ann- að það sem gerir nafn manns ódauð- legt í sögu þjóðanna. Þó mun hans enn minnst um langt skeið, sem eins merkasta Islendings sem hefir dvalið og dáið hér í þessu landi. Hvers vegna ? Þegar ég hugsa aftur í tímann til þeirra mörgu ánægjustunda, sem ég naut um það skeið, er ég kyntist Jac- ob Bjarnasyni, dettur mér strax í hug atburður, sem kom fyrir ekki alls fyrir löngu austur í Bandaríkj- unum. Nokkrir helztu kennarar frá ýmsum helztu háskólum þar höfðu fund með sér til þess að komast að niðurstöðu um, hvert væri fegurst hugtak sem táknað væri með einu orði. Þeim kom saman um að það væri orðið “trygð” (loyaltyj. Jacob Bjarnason var mikill ntaður vexti. Karlmennska og þrek var greypt í andlit hans og byggingu. Ljúfur var hann öllum stundum við háa sem lága, og honum lék jafnan góðlegt bros um varir, við hvern sem hann ræddi. Hjálpfús reyndist hann og viðkvæmur þeim sem í nauðum voru staddir, og virti misfellur ann- ara á sem beztan veg. Rausn og höfðingslund einkenndi heimili hans sem öllum stundum bauð jafnt veg- faranda sem vin velkominn. Og í félagslífi og samvinnu var hann jafn an fremstur í flokki. Við dáðumst að kröftum hans. Við virtum hjálpfýsi hans og glaðværð. Og við stærðumst af rausn hans. En fyrir trygð hans og stöðuglyndi við föðurlandið okkar; fyrir ástúð hans og umönnun fyrir ástvinum sínum og heimili; og fyrir þá óbilandi atorku og samvizkusemi, er hann sýndi við starf sitt í þjónustu þessa lands— þetta sem mestu varðar í lífi ein- staklingsins og þjóðanna— fyrir það er minning hans okkur svo kær. Fyr- ir það ber honum öndvegis sess með- al liðinna frænda og vina. Jacob Bjarnason var fæddur og upp alinn á íslandi, naut þar menntunar í Hólaskóla, og fluttist að því loknu hingað vestur, þá enn á unga aldri. I nær 30 ár átti hann svo heima hér í Seattle, en þrátt fyrir það minnt- ist hann systra sinna heima næstum því daglega. Endurminningar frá æskuárum voru honum jafnan kært umtalsefni. Og hann skrifaðist stöð ugt á við ýmsa frændur og vini þar heima um öll þessi ár. Jarðarpart, sem hann átti heinta, lét hann ekki falan fyrir nokkurt fé, og annaðist um sem gullnáma væri, og hafði þó engan gróða af. En oft spaugaði hann við kunningjana um búskap sinn heima á Islandi. Eg man eftir því að hann hlakkaði æfinlega til þegar von var á bóka- sendingum að heiman, enda las hann allar íslenzkar bækur og blöð sem hingað bárust. Hann var því ís lenzkum málum og framförum kunn- ugur til hlítar, og enn má geta þess, að hann var um margra ára skeið féhirðir bókafélagsins “Vestri”, og annaðist um öll bókakaup þess. Sést af þessu hve einlæg var trygð hans til fósturjarðar sinnar, móðurmáls og þjóðernis. Þá skal minnst þess, sem bezt sýn- ir í hve ríkum mæli hann var þeim mannkostum búinn sem honum hafa verið tileinkaðir og hve hiklaust og Sköruglega hann fylgdi þeim fram þegar á reyndi. Þegar systir hans, sem kom hingað nokkriv seinna en hann, missti mann sinn snögglega, og varð einstæðingur með ungabarn á höndum sér, þá tók hann þær báðar að sér tafarlaust, og til deyjandi dags annaðist hann um þær sem bezti eig- inmaður og faðir. Hið myndarlega og gleðiríka heimili, sem þau syst- CANADIAN kini hafa stjórnað um öll þessi ár, hefir verið fyrirmynd í hvívetna, og mun þeir fáir íslendingar sem hér hafa komið, að þeir hafi ekki notið höfðingslundar þeirra og gestrisni. Um starf Jacobs mætti ýmislegt sögulegt rita. Hann var fyrst um nokkur ár lögregluþjónn og síðar yf- irmaður í lögreglunni. Um langt skeið vann hann á Washington og Jackson götum. Höfðust þar við blökkumenn.og austurlandaþjóðir, og áður en vinbann var lögleitt voru knæpur og drykkjukrár svo að segja á hverju horni. Var hverfið ill- ræmt mjög. En allir þekktu “Big Jake,” eins og hann var vanaléga kallaður, báru virðingu fyrir honum, en þótti þó í aðra röndina vænt um hann. Var því oftast friður og spekt þar sem hann var á ferð. Þó bar út af þessu. Þrír Grikkir sátu við staup eitt kveld. Gerðust þeir ölvaðir og vildu spilla friði manna, svo það var sent eftir lögreglunni. Jake fór einn. Grikkjunum þótti afskiftasemin óþörf, og réðust allir í senn á Jacob. Færði einn þeirra flösku í höfuð honum, svo sprakk fyrir og blóð féll um hann. Segir svo ekki meira af þeirri viðureign, en skömmu síðar kom Jacob inn á lögreglustöð með sökudólgana sinn undir hverri hendi og einn í fyrir. Var hann þungur á brún og þó ró- legur að vanda. Allur rostinn var kominn úr Grikkjunum. Oft var hann sendur þangað sem uppþot voru og óeirðir, því hann gat jafnan haldið mönnum í skefjum, Yiss merki um nýrnaveiki eru bakverkir, þvag- teppa og þvagsteinar. GIN PILLS lækna nýrnaveiki, með því að deyfa og græða sjúka parta. — 50c askjan hjá öllum lyfsölum. 13) hversu æstir sem þeir voru. Svipur og framkoma mikilúðleg, risalegur vöxtur, drynjandi röddin, og dreng- lund rík, dugðu honum jafnan vel í þeim sennum. Sjaldan eða aldrei greip hann til annara vopna. * * * Við berum söknuð og tómleik í brjóstum þegar við hugsum til þess að hann er ekki lengur með okkur, og okkur daprast sýn þegar við horf- um fram á veginn og sjáum hann hvergi í hópi frænda og vina. En. þegar við lítum til baka yfir lífsleið íslenzka piltsins, sem fátækur og fá- vís ruddi breiðan veg á enda i fram- andi landi, og ávann sér ástúð og virðingu allra sem þekktu hann,— þá brosum við — í gegnum tárin. /. 5. Árnason. þér sem notiff T I M B U R KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD President Treasurer Secretary < Plltarnlr eem iillum reynn nfi liAknaat) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur NATIONAL RAILWAYS JARNBRAUTA OG SKIPA FAR- BREF TIL ALLRA STAÐA í HEIMI Sérstakar Ferðir Til Ættjarðarinnar Ef þú ert að ráðgjöra að fara heim í vetur þá findu farseðlasala Canadian National Rail- ways. Það borgar sig fyrir þig. Canadian National umboðsmenn eru reiðubúnir að að- stoða þig í ÖIIu þar að lútandi. Það verða margar aukaferðir heim til ættlandsins á þessu hausti og- vetri og Canadian National Railways selur farbréf á öll Atlanzhafs linuskipin og gengur frá öllum samningum þar að lútandi. Ociýr yfir D)eseiaiber til Allra Mafnstaöa Attu Ættingja Heima á Gamla Landinu sem Vilja Komast til Canada? SJE SVO, og þú œtlar að hjálpa þeitn til að komast 'hingað til lands þá líttu inn hjá oss Vér önnumst allar slíkar ráð- stafanir. > ALLOWAY & CHAMPION JÁRNBRAUTA UMBOÐSMENN UMBOÐSMENN ALLRA LlNUSKIPA FJELAGA. 667 Main Street, Winnipeg Sími 26 361' Farþegmn mœtt við lending á útleið og heimleið FERÐIST ÁVALT MEÐ CANADIAN NATIONAL RAILWAYS

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.