Heimskringla - 02.10.1929, Side 4
4. BLAÐSIÐA.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 2. OKTÓBER, 1929
Hdntskrinjla (StofnuB 18S6) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 85S Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðslns er $3.00 árgangurinn borgist íyrlrfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum Ritstjóri. Vtanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. ‘‘Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537
WINNIPEG, 2. OKTÓBER, 1929
Er skriðan að losna?
Tvö atriði hafa nýlega liðið áhorfend
um fyrir sjónir á því mikla sviði, er tak-
markast af landamærum Bretaveldis; tvö
atriði er engum þeim, er vér höfum enn
séð rita um þau, virðist á nokkum hátt
geta samþætzt. Um hvorutveggja hafa
flest blöð og tímarit veraldarinnar, að
kalla má,skrafað og skeggrætt.að minnsta,
kosti meðal ensku mælandi manna, og
enga heillega brú þótzt geta fundið þar á
milli. Menn spyrja sjálfa sig og aðra:
Hvemig má það ske, að svo að segja um
leið og Ramsay MacDonald veitir Egypt-
um sjálfsforræði að mestu leyti, þá eru
tveir bóksalar á Indlandi tugthúsaðir fyrir
það að gefa út bók eftir merkan Banda-
ríkjamann, er telur Indland sjálfstjórnar-
fært og færir öflugust rök að máli sínu
með því að vitna í orð Ramsay MacDon-
ald sjálfs, og samþykktir þess volduga
stjórnmálaflokks er hann styðst við,
verkamannaflokksins á Englandi?
Helzta ásökun Stórbretanna, im-
perialistanna brezku, sem opinberlega eru
yfirleitt kenndir við konservatíva flokkinn
á Englandi, á hendur “Smábretunum,’’
frjálslyndustu liberölum og verkamanna-
sinnum, er einmitt sú, að þeir séu, með öll-
um athöfnum sínum, sýknt og heilagt að
vinna að því, að sundurlima heimsveldið
brezka.
Skiljanlegur þáttur þeirra stjórnmála-
stefnu finnst þeim að sé aðgerðir MacDon-
aldstjórnarinnar á Egyptalandi.
Frjálslyndum mönnum um allan
heim virðist þær aðgerðir ekki vera neinn
vottur um sundurlimunarstefnu, heldur
aðeins skynsamleg tillátssemi, til þess að
veita útrás gufuþrýstingi undirokaðra
þjóðernistilfinninga, áður en þær magnist
svo og tryllist, að þær sprengi af sér öll
bönd, og um leið ótvíræður vottur ósín-
gjamar jafnaðarmennsku.
En hvað er þá um þessa sorglega
hlægilegu tugthúsun á Indlandi? Hvemig
stendur á því að slík málfrelsisnauðgun
skuli geta átt sér stað innan vébanda
Bretaveldis í stjórnartíð þess manns, er
einna öflugast hefir barist gegn öllum
stórbrezkum áformum og utanríkisstefn-
um, unz hann komst sjálfur til valda?
Það er eðlilegt að frjálslyndum mönn
um finnist í meira lagi sárbrosleg afstaða
verkamannastjórnarinnar brezku gagn-
vart tugthúsuninni á Indlandi.
Tveir Indverjar, Chatterji og Das,
útgefandi og bóksali, eru tugthúsaðir fyr
ir að hafa gefið út og prentað bók eftir
amerískan únítaraprest, Dr. J. T. Sunder-
land, er hann nefnir “India in Bondage,’’
(Indland í þrældómshelsi). Mjög lof-
samlegum ummælum hefir verið farið um
bókina svo að segja um allan heim. Þess-
ir menn eru tugthúsaðir fyrir uppreisnar-
æsingar. Þó er, eftir ritgerðum um bók-
ina að dæma, aðeins bent á ýmsar friðsam
legar breytingar á stjórnarfarinu á Ind-
landi, sem höfundurinn, er þar hefir verið
langdvölum, telur sjálfsagðastar og nauð-
synlegastar.
Árið 1910 kom út bók eftir Ramsay
MacDonald, er vakti mjög mikla athygli.
Hún heitir “Awakening of India” (Ind-
land vaknar). Bókin er sjaldséð nú.
Þes fróðlegra er að bera ýms ummæli
hennar saman við ummælin í bók dr.
Sunderland. Meðal annars kemst Mr.
MacDonald svo að orði um þá erfiðleika,
sem indverskir þjóðernissinnar hafa alltaf
átt við að stríða, og um viðhorf Ind-
landsstjórnar Breta.
....Miklu erfiSari þröskuldur eru brezkir em-
bættismenn á Indlandi. ÞaS er ekkí viS því aS
búast, aS þeir líti meS velþóknan á hugsanir þjóS-
ernissinna, Þeir hafa jafnvel gengiS svo langt
aS telja til landráSa alsaklaust orSalag þjóSernis-
sinna, og telja þá menn háskalega pólitízka gripi,
er finna aö embættisrekstri þeirra. Þessir menn
hafa reynt aS koma landráSabrennimarkinu á
allt þaS sem ekki er blátt áfram smjaöur í þeirra
garS. Ut yfir tekur þó, aS þeir hafa gripiS til
þeirra harSstjórnarráSa, aS reka menn í útlegS án
þess aS dómur hefSi yfir þá gengiS og jafnvel án
þess aS skýra sakborningi frá því hverjar sakir
þeir hafi á hendur honum........
....Engum þeim, er kynst hefir ástandinu og
stjórnarfarinu á Indlandi, dettur í hug aS neita
þvi aS óskapleg bruSlun á sér þar staS. Stórfé
er þar bruSlaS í evrópiska embættismenn, og
stjórnarfariS ber öll einkenni hóflausrar bruSl-
unar.........
.......Vér eySum allt of miklum hluta rikis-
teknanna á Indlandi í alríkisþarfir og verjum allt
of litlu í þarfir Indlands sjálfs. HefSum
vér .... gert meira i þá átt, þá gætum vér horfst
í augu viS Indverja seni heiSarlegir menn. Sem
stendur getum vér þaS ekki..... Stjórn vor er
bruSlunarsöm, og vér höfum hegSaS oss lítil-
mannlega gagnvart Indlandi.....
Ekkert sýnir betur ráöleysi indversku stjórn-
arinnar en afstaSa hennar til ‘'landráSanna.’’
Hún leyfir brezku blöSunum á Indlandi aS flytja
dag eftir dag stórkostlega ósanngjarnar og meiS-
andi greinar í garS þjóSarinnar, án þess aS gefa
þeim nokkra sök á þvi athæfi. En svari Ind-
verjar, þá er þaS taliS til landráSa: talaS um kyn-
flokkahatur, og fyrirlitningu á stjórnarvöldun-
..ff
um.
Svona fórust nú Ramsay MacDon-
ald orð 1910. En langt er nú síðan, og
margur hefir skift um skoðun á skemmri
tíma. En það sárbroslegasta við tugt-
húsdóm útgefanda og bóksala og uppnám
bókarinnar er það, að þeir kaflarnir í bók-
inni, sem lengst ganga í þá átt er til upp-
ræsinga eða landráða mætti teljast eru
kaflar úr þrumuræðum Ramsay Mác-
Donalds sjálfs gegn framferði Baldwin-
stjórnarinnar á Indlandi, og ekki lengra
en tæp tvö ár síðan að þessar ræður voru
haldnar, og í fullu samræmi við það sem
hann ritaði árið 1910. Sem sýnishom má
setja hér þenna kafla úr grein eftir Mac-
Donald, er birtist í aðalflokksblaði hans,
‘‘The London Dily Herald,’’ 17. okt., 1927:
“Vér höfum ávalt réttlætt siöferöilega til-
veru heimsveldis vors meÖ því, aö vér værum að
þjálfa hinar undirokuðu þjóöir til þess að taka
stjórnartaumana í sinar eigin hendur. Ljósast
dæmi þess er keisaradæmið indverska. öteljandi
' rök eru færð að því, að enn sé handleiðsla vor
nauðsynleg þar. Nú ætti óhrjáluð, heilbrigð
skynsemi að koma oss til bjargar. Engum iget-
ur dottið í hug, að nokkuð illt hlytist af fullu
sjálfstæði. Látum oss selja þeim fullt sjálf-
stæði í hendur.”
Og verkamannaflokkurinn í heild
sinni fellst á þessi ummæli Mr. MacDon-
alds:
“Vér erum fyllilega sannfærðir um það, að sá
timi er nú kominn að bræður vorir á Indlandi,
hvar sem er, eru fyllilega færir um (munu ekki
einhverntíma verða, heldur eru nú þegar) að ráða
sjálfir fram úr sínum vandamálum til jafns við
Suður-Afriku og önnur brezk samveldi; og vér
skuldbindum oss hér nieð til þess að stuðla að
þéssum mjög svo æskilegu endurbótum á allan
mögulegan hátt.”— ‘
Það er svo sem ekkert stórfurðulegt
við það að frjálslyndum mönnum víða um
heim gangi illa að átta sig á samræmi
þessara tæplega tvævetra ummæla, og á
uppnámi bókar dr. Sunderland og fang-
elsum útgefenda hennar, og svo á sjálf
stæðisrýmkunninni við Egypta. Og
margir hafa orðið til þess að varpa fram
þeirri spurningu, hvort Ramsay MacDon-
ald sé þá ekki blátt áfram óbrotinn hræsn-
ari, sem með vörunum tilbiðji drottinn
sjálfstæðis og jafnræðis, en beiti böðuls-
svipunni þar sem hann sér færi á, þegar
hann sjálfur kemur til valda. Og jafn-
hliða þeirri spurningu hefir þá hin stungið
upp höfðinu, þegar til Egyptalands er litið,
hvort hann sé þá ekki að minnsta kosti
svo reikull í ráði, að hann ani sitt á hvað
í utanríkismálunum, rétt eftir því sem af
áttunum blæs þann og þann daginn.
Það er auðvitað mál, að torvelt er að
kveða upp réttan dóm í þessum efnum.
En býsna beint liggur það svar við báðum
spurningunum, að hvað sem líður jafnað-
armennsku MacDonalds, að öðru leyti,
þá er hann þó í utanríkismálum, fyrst og
fremst imperíalisti.
í fljótu bragði virðist framkoma hans
gagnvart Egyptum ekki benda í þá átt.
En þegar nánar er athugað, þá er sjálfs-
forræðið, sem hann hefir veitt þeim,
glæsilegra á pappírnum en í reyndinni.
Fyrsta grein hins fyrirhugaða samn-
inga milli Breta og Egypta hljóðar þann-
ig: “Hergæzla liðssveita hans hátignar
Bretakonungs á Egyptalandi er á enda.’’
Og aðalatriði samningsins eru þessi:
1) Bretar eiga að gera allt sem í
þeirra valdi stendur, til að Egyptar verði
teknir í Þjóðbandalagið. 2) Egyptastjórn
á framvegis að ábyrgjast eignir, líf og limi
útlendra þegna, í þeim héruðum, sem setu-
lið Breta rýmir. 3) Bretar eiga að beita
sér fyrir það, að önnur stórveldi krefjist
ekki lengur þeirra sérréttindá, er þegnar
þeirra hafa notið á Egyptalandi (líkt og
var í Kína). 4) Egyptar og Bretar eiga
að staðfesta opinberlega bandalag sitt,
og herlið Egyptakonungs á jafnan að vera
reiðubúið til aðstoðar Bretaveldi, ‘‘ef í ó-
frið fer eða ef ófriðlega lítur út.” 5)Til
merkis um nýfengið sjálfsforræði Egypta
skal óbreyttur sendiherra brezkur vera
skipaður á Egyptalandi, í stað setuliðs-
stjórans, (the military British High Com-
missioner) er áður réði þar lögum og lof-
um.
Það er mikið í munni, sem tekið er
fram í fyrstu greininni, að allri hergæzlu
Breta á Egyptalandi skuli vera lokið. En
sá böggull fylgir því skammrifi, að X.,
XI. og XV. grein samningsins skýra svo
fyrstu greinina, að hún lítur töluvert
öðruvísi út að þeim lesnum.
X. greinin inniheldur þau fyrirmæli,
að Suez skurðarins skuli eftir sem áður
gætt af “þeim liðsveitum, sem hans há-
tign Bretakonungur álítur til þess nauð-
synlegar.’’ XI. greinin tekur það fram,
að nærvera þessara liðssveita skuli ' alls
ekki skoðast sem hergæzla. Og XV.
greinin staðfestir lögmæti brezkrar her-
gæzlu í Súdan (syðsta hluta Egypta-
lands). í sem stytztu máli ber því að
leggja þenna skilning í fyrstu greinina:
Að undanteknum héruðunum í kring um
Súez skurðinn og öllu Súdanlandi, ©r her-
gæzla liðssveita hans hátignar Bretakon-
ungs á Egyptalandi á enda.
Að öllu athuguðu er ef til vill ekki
svo mikið ósamræmi í tiltektum MiacDon
alds á Egyptalandi og Indlandi, sem í
fljótu bragði virðist, þótt erfiðlega gangi
hverjum frjálslyndum manni, að afsaka
fangelsunina og bókarnámið á Indlandi.
Ramsay MacDonald er ekki svo frjáls-
lyndur, að hann geti, er til kastanna kem-
ur, blindað augu sín 'fyrir öllum þeim
ljóma, sem af hinu volduga brezka heims-
veldi stafar. En hann veit það og skilur,
að það þýðir ekki að byrgja svo andlitið í
höndum sér, að algerlega daprist sýn á
það að samskeyti þessa langmesta heims-
veldis, er nokkurntíma hefir myndast, eru
farin að bila. Skriðan mikla er að losna,
þótt glannalega kunni að þykja sagt þeim
föður- og fósturlandssinnum, er svo eru
þegnhollir, að þeir af eintómri skyldurækt
lesa aldrei staf af því, sem af viti er ritað,
eða úr ræðum prentað, í ríki Bretakon-
ungs, frá sólaruppkomu til sólarlags,
hvað þá heldur það, sem tjáð er af "erlend
um landráðamönnum.” Skriðan mikla,
er nemur úr Bretaveldi þá hluta, sem
byggðir eru annarlegum þjóðum, minni-
háttar að vísu að menningu, og sem
Bretar hafa óneitanlega vel annast að
ýmsu leyti og betur en flestir eða allir aðr-
ir hefðu gert. Síðan Tyrkir vöknuðu til
nýrra dáða og Arabar, austan við Súez-
skurð fóru að reisa ný ríki, hefir æ aga-
legar brakað í samskeytunum á Egypta-
landi. Þar er nokkurnvegin óskift og
einhuga þjóð. Þess vegna þessi tillát-
semi þar, frá stjórnarformanni, sem knú-
inn er öðru veifinu fram af sporum jafn-
ræðiskenninganna, þótt erfitt sé að ganga
á bug við glæsilegustu erfðaminningar
voldugustu þjóðarinnar í heiminum; svo
erfitt, að allt er gert, sem unnt er, til þess
að koma í veg fyrir skriðufallið í lengstu
lög, þótt auðvitað sé, að það hljóti að
koma.
Indland byggja margar þjóðir, og að
iriörgu sundurþykkar. Þegar þangað
kemur og á það er litið, og einnig hitt, að
þar eru samtökin enn lítil eða engin, þá
má skilja, að sama manninum, er sem
stjórnarandstæðingi, finnist, í pólitízkum
hita, indverskt sjálfsforræði sjálfsagt,
finnist nú, er hann á að bera ábyrgðina,
að skriðufallinu sé betur afstýrt til morg-
uns, að enn sé nokkur þörf á öruggri
brezkri handleiðslu. Það er dálítið ann-
að, að tala, sem stjórnarandstæðingur,
máli undirokaðrar þjóðar, sem er svo ger-
samlega annarleg, að útliti, framkomu,
siðvenju og eðlis'háttum, að maður botnar
í raun og veru ekkert í henni, eða að
taka að sér ábyrgðina á því, að höggva
hana úr aldagömlum tengslum viðkvæmn •
istilfinninga þjóðarmetnaðarins.
Bandaríki Evrópu.
':f 't *\ *.• v s
ÞaS er ekki ný hugmynd, aö ríkin
í EVrópu ættu aö mynda meö sér
bandalag í líkingu viö Bandaríki
Noröur-Ameríku. Sú hugmynd var
nokkuð rædd fyrir heimsstyrjöldina,
en það voru þá einstakir hugsjóna-
menn, sem báru hana fram, en ekki
ráðandi stjórnmálamenn rlkjanna. Var
þá nokkrum sinnum frá henni sagt
hér í blaðinu. Eftir heimsstyrj.öldina
hafa ööruhvoru heyrst raddir, er
sýndu fram á, hve mjög tollmúrar
Evrópu hlytu að standa henni í heild
sinni fyrir þrifum, og hefir einnig
verið frá þeim sagt hér í blaðinu.
Nú sýnist svo sem þetta mál sé að
fá nýjan byr, með því að einn af
voldugustu stjórnmálamönnum álf-
unnar, Briand, forsætisráðherra
Frakka, boðar, að hann ætli að koma
fram með uppástungu um það á
næsta þjóðbandalagsmóti, sem á að
hefjast nú í næsta mánuði, að Ev-
rópuríkin sendi fulltrúa á fund, sem
haklinn skuli í lok þessa árs og hafi
það markmið að undirbúa nána hags-
muna- og stjórnmálasamvinnu milli
Evrópuþjóðanna. Það á, með öðr-
um orðum sagt, að fara að ræða i
fullri alvöru um stofnun Bandaríkja
Evrópu í einhverri mynd.
Það er sagt, að Briand hafi lengi
búið yfir þessari hugsun og leitað
fyrir sér á fyrri þjóðbandalagsmót-
um það, hvert fylgi hún myndi eiga.
Og enginn efi er talinn á því, að
málið eigi mikið fylgi, enda þótt
öllum sé það ljóst, að það þurfi lang
an undirbúning og að því fari fjarri,
að slíkt geti gerst í einni svipan,
heldur verði menn smátt og smátt
að þokast í áttina að markinu, er
menn hafa komið sér saman um, að
þangað skuli stefnt. Talið er víst,
að það séu fyrst og fremst tollmúr-
arnir í Evrópu, sem Briand ætli sér
að ráðast á; hann vilji ná samkomu-
lagi um, að nema þá sem mest í burtu.
Samkeppnin á verzlunarsviðinu frá
Bandaríkjum Norður Ameriku rekur
mjög á eftir þessu máli. Þau girða
sig með tollmúrum, sem nær útiloka
nú vöruinnflutninga frá Evrópu, en
innan Bandaríkjanna sjálfra eru eng-
in tolltakmörk, heldur er millirikja-
verzlunin þar alveg frjáls, en land-
svæðið, sem Bandaríkin ná yfir, er
afar stórt, og þau geta með vöru-
frameiðslu sinni heimafyrir að miklu
leyti fullnægt þörfum sínum. Líkt
ástand hugsa menn sér að skapa í
Evrópu með afnámi tollmúranna. Um
nauðsyn þessa koma nú fram fleiri
og fleiri raddir, og Briand hugsar sér,
að samkomulag um þetta atriði geti
leitt til samkomulags um fleira, sem
svo smátt og smátt geri hugsunina
um Bandaríki Evrópu framkvæman-
lega.
En svo vakna ýmsar spurningar,
sem benda á erfiðleikana á fram-
kvæmdum hugmyndarinnar. Einn
spyr, hvort England geti átt þátt í
slíkum samtökum vegna þess tillits
sem það verði að taka til sambands-
ríkja í öðrum heimsálfum. Og annar
spyr, hvort Rússland geti verið með,
þar sem það sé að hálfu leyti Asíu-
veldi. Um þetta og margt fleira
verður rætt á hinum væntanlega full-
trúafundi nú í árslokin, ef Briand
tekst að koma honum á, sem ætla má
að verði. En mál þetta vekur að
sjálfsögðu afar mikla athygli urn alla
Evrópu. Það er voldugur maður,
sem nú hefir vakið það upp, og því
líklegt að því verði haldið vakandi
framvegis.—Lögrétta.
Bölvun stríðsins
HerkostnaSur Þjóðverja
Fyrir nokkru birtist grein í þýzka
jafnaðarmannablaðinu “Vorwarts”
eftir dr. Erich Rossmann. Er hún
um hernaðarhug auðvaklsins og yfir-
drottnunarstefnu, skatt þann, sem
þýzka þjóðin verður árlega að greiða
vegna hernaðarbrjálsemi keisarans og
aðalsins þýzka. Rossmann er fá-
orður og gagnorður. Hann lætur
tölurnar tala. Þær sýna og sanna,
að herkostnaður Þýzkalands er nú
meir en helmingi meiri en hann var
fyrir stríðið.
Þegar þess er gætt, að í þýzka hern
um eru nú aðeins 100 þúsund manns,
virðist þetta, fljótt á litið, næsta ó-
trúlegt. Á ríkisreikningum siðasta
árs er herkostnaðurinn heldur ekki'
talirín nema 750 miljónir marka, en
var talínn 1,738 miljónir árið 1913.
En Rossmanti sýnir fram á, að þess-
ar 750 miljónir marka eru ekki nema
lítið brot af hinum raunverulega her-
kostnaði, sem þýzka þjóðin stynur
undir. Hann sýnir með óhrekjandí
tölum fram á, að meir en þrír fjórðu
hlutar hans eru ekki taldir með. Þess
um herkostnaði skiftir hann í 3 liði:
kostnaðinn við “herdeild hinna
dauðu,” “herdeild hinna sjúku,” og
herdeild hinna hungruðu.”
Af liðlega 12 miljónum manna,
sem Þjóðverjar sendu -á vígvöllinn í
styrjöldinni miklu, féllu meira en 2
miljónir. Þetta er “herdeild hinna
dauðu.” Þessir menn létu eftir sig
372,001 ekkjur, 30,376 gamla feður
og mæður og 797,531 börn. Svo er
kallað ,að þýzká ríkið sjái fyrir þessu
fólki, enda leggur það því árlega
liðlega 714 miljónir marka. Þótt
sú upphæð sé há, nemur hún þó ekki
nema hér um bil 480 mörkum á mann
á ári, enda býr flest af þessu- fólkí
við sárustu örbirgð.
I “herdeild hinna sjúku,” eru allir
örkumlamenn stríðsins, hinir blindu,
vitskertu og limlestu. Þessi .deild tel
ur nú 761,294 menn, en var miklu
fjölmennari rétt eftir stríðslokin.
Til þessa fjölda og aðstandenda
þeirra leggur þýzka ríkið rúmlega
835 miljónir marka á ári. Verður
þó lítið á mann, enda lifir fjöldi
þeirra á betli. A aðalgötum stór-
borga Þýzkalands, við dyrnar á leik-
húsum þeirra, gildaskálum og dans-
höllum, í þvottaherbergjum og við
salernadyr veitingahúsanna, allsstaðar
er krökt af betlandi örkumlamönnum
blindum, fótaláusum, handvana; sum-
ir rétta þegjandi fram hönd eða hand-
leggsstúf, aðrir biðja ölmusu o|g telja
upp sár sin, og nokkrir hafa spjald
á brjóstinu, sem letrað er á: “Minn-
ist hetjanna, sem vörðu föðurlandið.”
I “herdeild hinna hungruðu” eru
allir þeir, sem styrjöldin mikla svifti
eignum, atvinnu og allri björg. Tölu
þeirra veit enginn með sanni. En hvar
sem eru opinberar matgjafir, þótt ekki
sé nema einn súpudiskur fyrir hvern,
eða ókeypis næturgisting, bíða þús-
undir þessa fólks tínium saman eftir
því að komast að. Framlög ríkisins
til þessa fólks nema rúmlega 812
miljón marka á ári.
Herkostnaður Þjóðverja verður
því, samkvæmt reikningi Rossmanns,
þessi:
Herdeild hinna dauðu rúmlega 714
milj. mörk. Herdeild hinna sjúku
rúmlega 835 milj. mörk. Herdeild
liinna hungruðu rúmlega 812J4 milj.
mörk. Samtals 2,362 miljónir marka.
Þar við bætist svo kostnaður við
varnarliðið þýzka, 100,000 manns, 750
milj. marka, og verður þá árlegur her
kostnaður Þjóðverja utu 3,112 milj.
marka eða hér um bil þrjú þúsund og
fjögur hundruð miljónir íslenzkra
króna. Nemur það á ári 40—50 kr.
á hvern íbúa ríkisins. Eru þó ótald-
ar allar hernaðarskaðabæturnar, sem
Þjóðverjar eiga að greiða.—Alþýðubl.
Hitt og þetta.
Viða í Svíariki eru karlmenn farnir
að taka að sér vinnukonustörf, og
þykja 'gefast ágætlega, jafnvel betur
en kvenfólkið. “Dagens Nyheder”
í Stokkhólmi hafa gert fyrirspurnir um
þetta til húsbændanna og birtir svör
þeirra; kemur hér útdráttur úr nokkr
unt þeirra:
Greifafrú ein segir: “Hann rækir
starf sitt betur en nokkur stúlka, sem
hjá mér hefir verið. Það er miklu
betra að ræða við hann, og hann held
ur sér heima á kveldin. Hjonum
ferst ágætlega að ræsta, þvo upp, elda
mat, ganga um beina, og rækir starf
sitt ágætlega.”
Ein húsfreyja segir: “Hann sýnir
miklu meiri áhuga á verki sínu, en
kvenfólkið er vant að gera. Hann
býr til svo góðan mat, og bakar svo
vel og ber svo snyrtilega fram, að
mörg eldabuskan má öfunda hann.”
Önnur segir: “Karlmaðurinn er
kvenfólkinu ntiklu fremri hvað reglu-
senii snertir, Hann gengur ágætlega
um béina, einnig ferst honum ágæt-
lega uppþvottur og margt annað en
“kvenlega handbragðinu” nær hann
samt aldrei.”