Heimskringla - 02.10.1929, Síða 6

Heimskringla - 02.10.1929, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2. OKTÓBER, 1929 EKKEHARD Saga frá 10. öld, eftir I. von Scheffel. an fjallstopp, sem með einstæðri tign og feg- urð hóf sig upp frá ísþöktu umhverfi, “þetta er hinn hátignarlegi Sentis, og hann er lávarður fjallanna. Við tökum ofan fyrir honum en engum öðrum. Sjáðu þarna til hægri; þarna er hinn bláleiti snjór! Fyr á tímum voru þar beitilönd og engi. Þar bjó maður mjög ó- skammfeilinn, hann var jötunn, og jafnhliða sem fénaði hans fjölgaði, óx hroki hans og stærilæti að sarna skapi. Hann sagði: ‘Eg vil vera konungur yfir svo víðlendu svæði, sem auga mitt eygir.’ Þá var það sem umbrot og titringur tók að gera vart við sig innst inni í dulardjúpum Santis. Jörðin opnaðist og aga. legur ísstraumur braust fram, og rann yfir risann; hús hans, hjarðir og engi svo allt það týndist og fórst. Og frá þessum ís sem ligg- ur þar yfir blæs nístandi kaldur vindur til að minna okkur á að hér má enginn ríkjum ráða nema lávarður fjallanna.' Hjá Ekkehard vaknaði traust til hjarð- mannsins. Allt tal hans var karlmannlegt og sjálfstætt en jafnframt hlýlegt og vinsamlegt. Dóttir hans hafði tínt nokkrar Alparósir, og búið þær út í blómvönd, sem hún rétti Ekke- hard. '‘Hvað heitir þú?’’ spurði hann. “Benedikta’’ svaraði hún. “Það er gott nafn,’’ sagði Ekkehard, og festi blómin við mittisband sitt. “Eg ætla að dvelja hér.” “Þá greip gamli hjarðmaðurinn hægri hönd hans og þrýsti hana svo hraustlega að Ekkehard kveinkaði sér síðan og tók hann alpahornið sitt, sem hékk á leðuról um axlir hans, og blés í það með krafti miklum, er framkallaði sérkennilegt titrandi hljóð sem bergmálaði allt í kring. Og eftir stundarbil komu allir hjarðmennirnir þar í nágrenninu. Þessir útlitshraustu og stórgerðu menn söfn uðust kringum gamla hjarðmanninn, sem þeir höfðu valið um vorið, sökum dygða hans og hreinskilni, fyrir foringja í Ölpunum og eftir- litsmann með enginu á Ebenalp. ‘‘Við höfum fengið nýjan fjallaprest,” sagði hann. “Eg hygg að enginn ykkar hafi neitt á móti því.” Og þeir réttu allir upp hendurna sem tákn um það, að þeir voru slíku samþykkir. Síðan gengu þeir til Ekkehards og buðu hann velkominn. Hann var innilega hræpður og gerði krossmark yfir þá. Þannig varð Ekkehard einsetumaður ör- æfakirkjunnar, og hann vissi varla hvernig það alltsaman hafði gerst. Hjarðmaðurinn í Epen- alp hélt loforð sitt, og hjálpaði honum til að setja sig niður og búa um sig, og færði honum þrjár geitur. Hann sýndi honum einnig leið ina, sem lá niður milli klettanna til Seealpen- see, þar sem gnægð var af silungi; og sömu- leiðis benti hann honum á holurnar er myndast ■höfðu í þak Gottskálks, fyrir stöðugan vatns- leka ojjf óblíða Veðráttu, en sem búið var að gera við og þekja með nýjum þakspónum. Smám saman vandist Ekkehard þrengsl- unum, sem bústaður hans var í, og næsta sunn- udag bar hann trékross inn í hellinn, vafðan blómsveigum, og hringdi bjöllunni sem á dög um Gottskálks hafði verið fest upp við inngang inn. (Hún hafði á sér merki Sanchos, hins illa þokkaða bjöllusmiðs í St. Gall). Þegar bjarðmennirnir og skyldulið þeirra höfðu safn- ast þar saman, flutti hann ræðu yfir þessuno. fáu áheyrendum um ummyndunina, og talaði um það, hvernig sérhver, sem með hinu réttá hugarfari færi upp á fjallatoppana, hlyti einn- ig að ummyndast. Og þó Móses og Elia komi ekki niður til vor,” sagði hann, “þá standa þeir Sentis og Kamor stöðugt hjá oss! l>eir eru líka tilheyrandi gamla sáttmá'anum’, «) ggott fyrir oss að njóta nálægðar þeirra. Orð hans voru djörf og vekjandi, og hanh var sjálf- or undrandi er þau liðu af vörum hans, svo mikil villutrú var í þeim, aldrei hafði hann lesið neitt þvílíkt hjá kirkjufeðrunum. En hjarð- mennirnir voru ánægðir og fjöllin líka; þar var enginn, sem hreyfði mótmælum. Um hádegið kom Benedikta, hin æsku- |>rungna hjarðmær. Silfurfesti skreytti sunnudagsupphlut hennar, sem lagðist að lík- ama hennar líkt og brynja. Hún flutti með Sör vel gerða mjólkurfötu úr askviði, og á hana vax klunnalega skorin kýrmynd. ■“Faðir minn sendir þér þetta,’’ sagði hún. "Ræðan þín var svo góð, og þú talaðir svo vel om fjöllin. Og er einhver skyldi leitast við að gera þér metn, þa minnstu þess að Ebenalp er nálægt. Hún kastaði nokkrum handfyllum af helsi- viðarhnotum úr svuntuvasa sínum niður í mjólkurfötuna. “Þetta tíndi ég handa þér,’’ bætti hún við, ‘‘og ég veit hvar hægt er að fá íneira ef þér þykir þær góðar.” Áður en JEkkehard gat þakkað henni var hún horfin inn B jarðgöngin. Þunglyndisbros kom á varir Ekkehards. Ofviðrinu í hjarta hans hafði ekki algerlega slotað. Einhver daufur hvínur kvað þar við enn eins og þrumugnýr í í Alpastormi endur- ómaði frá hinum fjarlægu hæðum. Um vorið í leysingunum hafði snjóvatnið grafið undan stórum flötum steini, sem fallið hafði niður rétt við hellinn. Hann var í lögun ekki ólíkur legsteini, og Ekkehard skoðaði með sjálfum staðinn sem hann lá á gröf ástar sinn ar. Hann settist ofan á hann og lét ímynd- unaraflið fást við það, að hann og hertogafrú- in lægju þarna í hinum köldu örmum dauð- ans. Einnig starði hann stundum á hinar f jarlægu skógi klæddu hæðir þar sem Constanz vatnið glampaði, og lét sig dreyma. Það var ekki holt fyrir hugró hans að hann gat komið auga á vatnið frá hellinum, því það vakti sí- felt hjá honum sárar endurminningar. Stund- um eins og ósjálfrátt rak hann upp vilt reiði- þrungið óp, og stundum á kveldin hallaði hann sér fram á klettana, sem vissu í áttina til Untersel og hvíslaði hlýjum kveðjuorðum. Til hvers skyldi hann hafa sent þau? Draumalíf hans var ofsafengið og ruglings legt. Honum fanst hann vera kominn aftur í kastalakapelluna. Hið sílogandi ljós blakti yfir höfði hertogafrúarinnar eins og það hafði gert hinn eftirminnilega eftirmiðdag, en þegar hann þaut til húsmóðirinnar varð andlit henn ar kuldalegt eins og ís, með háðglott á vörun- um. Og þegar hann snemma á morgnana reis úr sinni hvíldarsnauðu hvilu gat hann heyrt hjartasláttinn í brjósti sér, og þau orð frú Heiðveigar: “ Ó, skólameistari, hví varstu ekki hermaður,” hljómuðu fyrir eyrum hans og ásóttu hann unz sólin var komin hátt á loft, eða Benedikta hafði fjarlægt þau með návist sinni. Auk þess kastaði hann sér stundum niður á hið lágvaxna en þétta gras fjallshlíðar- innar, og lét hugann fást við það, sem á daga hans hafði drifið síðustu mánuðina. í hinu hreina skarpa Alpalofti stóðu allar myndir og öll atvik skýrt fyrir hugskotssjónum hans. Hann kvaldist af þeirri hugsun að hann hafði hagað sér heimskulega sem barn eða bjálfi og ekki lokið sínu verki,og sagt sögu eins og herra Spazzo og Praxedis. ‘‘Ekkehard, þú hefir gert sjálfan þig að athlægi!” muldraði hann í sárri gremju, og hefði getað lamið höfði sínu við klettinn við slíka umhugsun. Hinn þunglyndi hugsar ávalt lengi um yfirsjónir sínar og þrautir. Hann gleymir því jafnan, að eina leiðin til að fá lastverðar athafnir burt úr huganum, er það, að sækjast eftir því gagnstæða, að gera það sem er lofs vert. Vegna þessa var Ekkehard ekki móttæki- legur fyrir hina heilsusamlegu og glöfgandi gleði fjallalífsins. Hin kveljandi minning liðna tímans gat aldrei horfið, og hafði mikil og undarleg áhrif á hann. Þegar hann sat aleinn í sínum þögla helli, heyrði hann raddir sem töluðu hæðnislega til hans og barnalegar von- ir og blekking þessa heims. Honum virtist flug og kvak fuglanna óp illra anda, og bænir hans voru ekki þesss megnugar að hjálpa hon- um. Þegar skelfing villunnar hefir einu sinni náð tökum á sálinni, blekkjast augu og eyru auðveldlega og eru reiðubúin að trúa gömlum .helgisögnum, sem segja frá því hverrtig loftið og afskektir staðir eru fullir af ódauðlegum andaverum. Það var eitt hlýtt og fagurt sumarkveld, að Ekkehard var að búa sig til að ganga til hvílu. Tvö hvít ský liðu ofur hægt yfir him- ininn, og honum fanst hann heyra hvað þau ræddust við. Annað skýið var Heiðveig her- togafrú, en hitt var Praxedis. “Eg vildi gjarna sjá hvernig bústaður strokufíflsins lítur út,” sagði fremra hvíta skýið, og það hraðaði sér yfir hina háu hamra og staðnæmdist gegnt hellinum uppi yfir Kamor. Síðan seig það hægt og hægt niður unz það staðnæmdist við furuviðarskóginn í dalnum. “Þetta er hann,” hrópaði skýið. “Takið þið guðlastaranum!” og furutrén breyttust í munka, þúsundir og þúsundir munka. Með sálmasöng og sveifl- andi kylfum byrjuðu þeir að klífa upp til Ör- æfakirkjunnar. Titrandi af ótta stökk Ekke- hard upp og greip spjót sitt — en í sama mund þaut fram úr fylstnum hellisins sægur af öndum, er hrópuðu: ‘‘burt, burt úr Ölpum okk ar.” Með ólgandi hita í hverri æð, hentist hann út úr hellinum, yfir gjána, á hinni mjóu furustofnabrú, meðfram hengifluginu út í nátt myrkrið líkt og vitstola maður! Hitt skýið var enn hjá mánanum. “Eg get ekki hjálpað þér,” kallaði það með rödd Praxedis; “ég þekki ekki veginn.” Hann brunaði niður brattann. Dífið var honum logandi kvöl, en samt greip hann um klettasnasir og studdi sig við spjótið svo hann hrasaði ekki og félli í hendur vofanna er eftir honum sóttu. Að ganga niður Hohentwiel að nætur- lagi var barnaleikur samanborið við þessa ferð. óvitandi um hættuna fór hann niður ægilega hæð og lenti með heilu og höldnu á sléttum grundvelli. Geiturnar féllu oft nið- ur þetta gil og hálsbrotnuðu, yrði þeim það að lyfta höfð- inu frá hinni grösugu hlíð, og líta niður þessa óttalegu hæð. Hann stoppaði við hið dul- arfulla, töfrandi græna See- alpsee, þar sem mánageisl- arnir léku sér fagurlega. Frá hrörlegum tréstofnum, sem lágu á bakkanum lagði draugs legan glampa. Ekkehard sortnaði fyrir augum. “Tak mig í arma þína,” kallaði hann. ‘‘Hjarta mitt þráir hvíld.” Hann hljóp niður bakkann og út í hið slétta kyrra vatn. Ennþá náði hann botni, og hin svala hressing fjallavatns ins sló á hitann sem hafði gagntekið líkama hans. Það var komið honum í brjóst og hann stanzaði og leit í kring um sig hálf ruglaður. Hvítu skýin voru horfin, og í dapur legum mikilleik blikuðu stjörnúrnar á himinhvelfing- unni. Djörf og draumlyndisleg að útliti teigðu Moglisalpar hina grasi vöxnu tinda sína í átt- ina til mánans. Til vinstri lyfti hinn alvarlegi öldunguv upp sínum hrukkóttu brám; en til hægri, gnæfandi yfir jökulbungurnar var hinn tign arlegi Sentis; og allt í kring voru skörðóttir klettar og gnýpur, sem svartar vofur næturinnar. Ekkehard kraup niður á hinn grýtta botn vatnsins, svo að það huldi hann allan. Síðan reis hann upp og stóð hreyfingarlaus með uppréttum höndum eins og hann ætlaði að fara að biðja. Máninn hvarf á bak við fjail- ið Sentis og bláleitt ljós titraði á hjarnfenni jökulsins. Stingandi verkur fór gegnum höf- uð Ekkehards; fjöllin tóku að iða og dansa fyrir augum hans, og drynjandi hávaði kom frá skógunum. Vatnið byrjaði að bylgjast og ólga, og þúsundir svarta froska syntu í öld um þess....... Því næst steig upp úr vatninu yndisfögur kona, og sveif upp á hátind Möglis- alpa. Þar settist hún á hið silkimjúka gras, og hristi vatnið úr hinum rennvotu hárlokk- um sínum, og fléttaði sér sveig af alpablóm- um. Dunur og brestir tóku að berast frá fjöll- unum. Sentis réttir úr sér eins og hann gat og hið sama gerði Öldungurinn á hægri hlið honum— hinar tröllslegu vættir réðust hvor að annari. Sentis greip klettaveggi sína og einhenti þeim. Og Öldungurinn sleit af sér hausinn og kastaði honum á Sentis. En þegar Sentis hafði náð stöðu hægra megin, flýði öldungurinn til vinstri. Á þetta ógurlega grjóteinvígi horfði drottning vatnsins í djúpri ró. Hún vatt hinar gulu fléttar sínar, og vatnið Streymdi frá þeim í freyðandi fossa- föllum, er juku hraða sinn meir og meir, og þyrluðu að síðustu hinni voteygðu mey út í vatnið aftur. Uppþot fjallanna hætti; Öld- ungurinn náði aftur í höfuð sitt Og setti það á hinn rétta stað, og raulandi þunglyndislag tók hann sér stöðu, þar sem hann var áður, og Sentis stóð einu sinni enn á sínum gömlu stöðum með glitrandi jökulbungurnar eins og fyr. Þegar Ekkehard vaknaði næsta morgun, lá hann í helli sínum nötrandi með sóttveikis- köldu, og kné hans voru helaum sem brotin væru. Sólin var komin hátt á loft. Benedikta læddist framhjá og kom auga á hann skjálfandi í fleti sínu með úlfhéðinn sinn yfir sér. Úr fötum hans, sem breidd voru til þerris á klettinn, lak vatnið og streymdi. ‘‘Næsta sinn er þig fýsir að veiða silung í vatninu,” sagði hún, ‘‘þá láttu mig vita, ég skal vísa þér á veginn. Kúasmalinn sem mætti þér fyrir sólaruppkomuna sagði að þú hefðir skjögrað upp hæðina eins og maður, sem gengur í svefni.” Hún fór og hringdi fyrir hann hádegis- hringingunni. 23. KAPÍTULI Á Ebenalp í sex daga lá Ekkehard veikur. Hjarð- mennirnir hjúkruðu honum, og seyði af Maríu- stakki dreif burtu sótthitann, með hjálp há- fjallaloftsins. Stórt bindini þurfti til þess að reisa hann við, bæði líkamlega og andlega. En hann náði heilsunni aftur og heyrði nú ekki lengur neinar dularheimsraddir, né held- ur sá hann yfirvenjulegar sýnir. Þægileg til finning, rósemi og komandi hreysti fór um huga hans og æðar. Hann var í notalegu aft- urbataástandi, svo hugþekku og heillandi fyrir þá, sem eru að ná sér upp úr tryllandi og þvingandi þunglyndiskafi. Þó voru hugsan- BEZT því það er ofn-þurkað Robin Hood Rdpid Oats þegar þér hafið furdið <íOFN-ÞURKUNAR,, bragðið af Robin Hood haframé)i þá verður þú aldrei ánægður með aðra tegund. ir hans enn óglaðar og alvarlegar, en öll beiskja var rokin burt. ‘‘Fjöllin hafa gefið mér lexíu,” sagði hann við sjálfan sig. “Að æða og óskapast stoðar ekkert, jafnvel þó hin fegursta mær sé fyrir framan mann. Maður verður að vera harður eins og fjallið Sentis og þekja hjartað með ís. Meir að segja drauma næturinnar má varla gruna um eldinn, og logar og brennir liið innra.” Smátt og smátt fór hann að sjá and- streymi hinna síðustu mánaða í sannara ljósi. Hann hugsaði um hertogafrúna, og allt það, sem skeð hafði að Hohentwiel, án þess að fá tryllandi hjartaverk. Það er þetta sem er hið dásamlegasta við mikilleik náttúrunnar,. Hún gleður ekki aðeins áhorfandann með fegurð sinni, heldur örfar hún líka hugann og gerir hann yfirgripsmeiri, seiðir fram hinar löngu liðnu og gleymdu minningar fortíðarinnar. í langa tíð hafði Ekkehard ekki minnst æsku- daga sinna, en við þann tíma dvaldi hugur hans nú mest, sem einskoÖar paradís, sem stormur lífsins hafði borið hann til. Hann liafði eytt nokkrum árum í Torschs klausturskóla við Rín, og á þeim dögum ekki ímyndað sér hversu mikill hjartatærandi eldur gæti falist í dökk- um konuaugum. Hin gömlu handrit voru þá hans heimur. Frá þessum típia gægðist þó fram í hug- ann myndin af bróður Conrad frá Alzey. Við þennan unga mann, sem var fáum árum eldri, hafði Ekkehard bundið sinn fyrsta vinskap. En leiðir þeirra skildu og dagarnir í Torsch hurfu um skeið í haf gleymskunnar. Nú risu þeir upp aftur fyrir hugskotssjónum hans bjartir og skínandi líkt og hæðir sléttunnar þegar þær laugast geislum. Mannshuganum er líkt farið og skorpu þessar jarðar. Ofan á framburð æskunnar myndast óðfluga ný lög; hamrar og hryggir og hái rog klettóttir tindar — sem teygja sig til himins, og rústir fortíðarinnar, er þakið hafa jarðveginn og þeir hvíla á eru horfnar og gleymdar. En eins og hinir stoltu háfjalla- tindar horfa löngunarfullir ofan í dalinn, og steypa sjálfum sér niður í djúpið, ofan á slétt- una þaðan sem þeir komu, svo leita minning- arnar til baka, til æskuáranna, og grafa þar eftir fjársjóðum, sem skildir voru eftir hugsun- arlaust meðal gróðurlausra kletta og sandhóla. Hugsanir Ekkehards svifu oft til baka, til hins trygglynda vinar hans og félaga. Einu sinni enn fanst honum hann standa við hlið hans í hinum bogadregna og súlumstudda for- sal, og einu sinni enn fanst honum hann biðja með honum, við grafir hinna fornu kounga, og við steinkistu hins gamla blinda Thassilo her- toga. Hann gekk með honum gegnum hin skuggasælu trjágöng inn í klausturgarðinn, og hlustaði á orð hans,— því jafnvel þá, á þeim aldri, voru orð Conrads fögur og sönn. Hann leit á heiminn með augum skáldsins, blóm virt- ust springa út meðfram veginum og söngur fuglanna verða glaðari við hina hugljúfu og hrífandi ræðu hans. ‘‘Líttu þarna, barn guðs,” hafði Conrad sagt einu sinni við hinn unga vin sinn, er þeir stóðu upp í litla turninum í garðinum og horfðu út yfir landið. “Þarna, þar sem hvítu öldurn- ar rísa upp frá hinu græna engi var eitt sinn farvegur Neckar; ásvipaðan hátt kemur fortíð- arsaga mannkynsins í ljós hjá síðari kynslóð- um. Þetta er þess vert að menn gefi því gaum, og leggi það á minnið. Hér á bökkum

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.