Heimskringla - 18.12.1929, Síða 4
12. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 18. DES., 1929
Kaíii úr Gösta Berlings sögu
íÖan gerr frá örlögum þeirra
dauöa Ferdinands Uggla.
* * *
ið á Berga refinn boöa komu hans ið í veizlu á prestssetrinu aö Brú
nieö ýlfri sínu. Snákurinn vatt sig og ók fram hjá Berga klukkan hér
upp malargötuna alveg heim að bæn-
Lansmrengillinn, dauðinn uni. Og þótt hann væri mállaus,
Hinn föli vinur minn lausnareng- þá pssi þó fólkið, aö hann bauð
þeitn að búast við hinurn volduga. Og
Eftirfarandi saga er kafli úr hinni
frægu skáldsögu Selmu Lagerlöf:
Gösla Bcrlings saga. — Þó þessi saga
sé raunar ein af frumsmíðutn höf-
undarins, hefir þó engin bók hfnnar
orðið vinsselli, enda hefir stíllist
hennar hvergi komist lengra. Árið
1890 komu út nokkrir kaflar af sög-
unni í sænska blaðinu “Idunn” og
hlutu þeir fyrstu verðlaun í bók-
menntasamkeppni, er blaðið hafði efnt
til. Var þá skáldkonan styrkt til
að skrifa áfranthaldið og kom sagan
út í heild 1891 og vakti þá þegar al-
menna hrifni fyrir sína snilldarfögru
rómantík.
Til þess að skilja hvernig sagan
hefir orðið til þurfum vér sem snöggv
ast að skreppa til Vermlands í Sví-
þjóö. Þar er skáldkonan Selma
Lagerlöf fædd árið 1858 á stórbýlinu
Marbacka. Er hún komin af gam-
allri og ágætri prestaætt sem þar
hafði haft viðdvöl í marga manns-
aldra, og hefir hún lýst bæði staðn-
um, æsku sinni þar og uppvexti, og
getið ýmissa sagna, sem við ættina
eru tengdar, í bók sinni Marbacka,
sem komin er út fyrir nokkrum ár-
um. Af þeirri bók er auðsætt, að
uppistaðan í ýmsum sögum hennar
eru sumpart gamlar ættarsagnir, en að
öðru leyti sagnir um ýmislegt fólk,
sem lifað haföi þarna í sveitinni um-
hverfis Marbacka. Voru þær sagn-
ir margar hverjar runnar frá ömmu
lrennar,- Maju Lísu, sem er aðalsögu-
hetjan i annari skáldsögu hennar sent
heitir: Liljekronas hem.
Umhverfið í Gösta Berlings sögu,
Svartsjósóknin, er hið sama. Gerist
sagan a dögum ömmu hennar, kring-
um árið 1820, og liggja sannsögulegir
viðburðir til grundvallar fyrir inörg-
um atburðum hennar. En öll er sag-
an vafin í svo undursamlega falleg-
an, rómantiskan búning, að varla er
hægt að þreytast á lestrinum, hversu
oft sem maður les bókina.
Selma Lagerlöf hefir hlotið Nolæls-
verðlaunin, en það er sú æðsta viður-
kenning, sem skáldi getur hlqtnast,
aðallega fyrir skáldsöiguna Jerúsalem,
sem kom út í tveim bindum um alda-
mótin, eftir að skáldkonan hafði dval-
ið í Egyptalandi og Palestinu árin
1899 og 1900. Auk þess hefir hún
hlotið doktorsnafnbót i heiðursskyni
við háskólann í Uppsala. — Þessi
viðurkenning er vafalaust mjög að
verðleikum, því að skáldgáfa Selmu
Lagerlöf er óvenju mikil og göfug.
Einkennilegar eru í skáldskap henn-
ar helgisagnirnar (Krjstus-legendor),
sem út kom i safni 1904. Hún hef-
ir mjög næman skilnirtg á Kristseðl-
inu og sterka trú á endurlausnar-
mætti hins friðþægjandi kærleika.
Kemur þetta ákaflega vel í Ijós t
síðari sögum hennar, til dæmis Kör-
karlen og Bannlyst. Það er saga.
sem skrifuð var í striðinu ntikla og
kom út árið 1916; ógleymanleg hverj-
um sem les. Körkarlen (Helreiðin)
hefir verið þýdd á íslenzku og Jerús-
alem, sömuleiðis Kejsaren af Portu-
gallien (Föðurást), Herra^arðssagan
og Mýrarkotsstelpan.
Af Gösta Berlings-saga hafa áður
verið þýddir tveir fyrstu kaflarnir og
birtust þeir í Eimreiöinni, göml. árg.
Því miður hefir þessu snilklarverki
aldrei verið snarað á íslenzku i heilu
lagi, enda væri þýðingin ekkert á-
hlaupsverk, svo sent frá lýsingunum
er gengið frá höfundarins hendi, ef
vel ætti að halda frásögublænum. —
En nú mun ritstjóri Heimskringlu,
hr. Sigfús Haltdórs frá Höfnum,
hafa lagt hönd á það verk.
Gösta Berling, hinn sterkasti og veik-
asti meðal manna, “vitlausi prestur-
inn”, eins og hann var nefndur öðru
nafni, er þannig lýst, að hann var djúp
og viðkvæm skáldsál, sent mátti ekk-
ert aumt sjá og töfraði alla nteð
andagift sinni og fegurð, en lét að
öðru leyti reka á reiðanum og lifði
all svallsöntu æfintýralííi. Utskúf-
aður af guði og mönnum var hann að
le&gja a stað út i frið hinna eilifu
skóga, þar sem hann ætlaði sér að
leggjast til hinstu hvíldar, þegar Maj-
órinnan á F.ikarbæ hittir hann. Fær
hún talið um fyrir honum og haft
hann heim með sér til Eikarbæjar
og bætt honunt í hóp stáss-sveina
sinna. F.n það voru 'ýmiskonar
vandræðamenn, er hún hélt þar í höll-
inni sér til gamans. Voru þeir allir
listrænir að eðli, en höfðu brotið skip
s'tn á einhvern hátt t lífintt. Segir
sagan siðan frá tiltekjum þeirra stáss
sveina, og lífinu þarna í kring unt
Löven-vatnið.
Sagan er alls í 38 köflunt og er það
28. kaflinn sem hér er þýddur. Hann
snertir ekki beint Gösta Berling, held-
ur segir frá gamalli unnustu hans
Önnu Stjernhök, sem er ein af allra
hugnæmustu konttnum, sem Iýst er í
bókinni. Hún var forrík en dramb-
söm og þrálynd. Hafði hún verið
heitbundin Ferdinand Uggla, góðum
manni en fátækum, en svikið Itann af
þvi að hún fékk þá flugu t höfuðið,
að hann hefði slægst til ráðahagsins
vegna auðæfanna sinna. Ætlaði hún
þvi næst aö iganga að eiga gamlan
niann, en rikan og taldi að þaif hæfði
betur. En ungu mönnunum í sókn-
inni þótti sér ger mikil svívirðing
með þessu og hugðtt á hefndir. Gekkst
Gösta Berling fyrir þvi, að samsæri
var gert gegn henni á dansleik, sem
haldinn var á greiíasetrinu að Borg,
þess eðlis, að hún varð að sitja yfir
tíu dansa og enginn leit við henni
nema karlinn, sem hún var trúlofuð.
En hann var bæði orðinn sköllóttur
og tekin fast að mæðast, enda koirtinn
af léttasta skeiði. — Brá þá Öftnu
Stjernhök svo við, að hún missti
alla ánægju af þv*i, að dansa við
kærastann, og gerðist þvi reiðari, sem
menn óskuðu henni meir til hamingju.
Þó tók fyrst steininn úr, þegar hún
var dæmd til þess í veðleik að kyssa
þann, sem henni þætti vænst um.
Þótti henni þá sýnt að öllu væri
stefnt sér til svívirðu, enda þótt hún
gæti ekki nema sjálfri sér um kent
og neitaði þessu algerlega. Hins-
vegar kvaðst hún skyldi lærja þann
sem sér væri verst við. Síðan
gekk hún til Gösta Berling og gaf
homtm duglega úti látinn löðrung.
Þó fóru svo leikar að hún flúði með
Gösta Berling af þessum dansleik og
ætlaði hann að nema hana
meö sér heim ti! Eikabæjar og
ganga aö eiga hana. En þá
snéru örlögin þvi þannig, að þau
mættu mikilli úlfahersingu í skóginrtm
og hröktust þau þvi af leið og urðu
að leita hælis heim að Berga. Þótti
nú Gösta Berling einsætt, að þetta
væri bending frá guði um hvað þeim
bæri að gera. Enda var hann sjálf-
ur nærri orðinn svikari að þvi, sem
hann hafði heitið, að konia öfinit
heim til Berga og kippa þessu öllu
í lag. Fékk hann nú talið hana á
það ráð, að uppfylla skyldur sínar
við Ferdinand Uggla og bæta fyrir
afbrot sitt með þvt að vera honum
góð þaðan í frá.
En svo nærri tók Gösta Berling
sér viðskilnaðinn að hann grét eins
og barn, er hann ók á brottu frá
Berga; aleinn um miðja nótt.
Tuttugasti og áttundi kaflinn segir
illinn, dauðinn, kom heim á bæ Uggla
liðsforingja í ágústmánuði, þegar næt
urnar eru fölvar af tunglskini. En
hann þorði ekki að ganga rakleitt inn,
þó að heintilið væri gestrisið, þvi
að fáir eru þeir, sent elska hann.
Hinn föli vinur rninn, dauðinn, er
hughraustur. Honum er unttn að
því að fara nteð himinskautuni, þeys-
andi á glóandi fallbyssukúlunt. Hann
tekur í hnakkadrantbið á hvæsaftdi
sprengikúlunt og skellihlær þegar þær
sundrast og brotin fljúga víðsvegar.
Hann bregður sér í dans með vofun-
um í kirkjugarðinum, og sneiðir ekki
hjá sæng hinna sjúku. En við
þröskuld hinna réttlátu skelfur hann
og við húsdyr hinna góðu. Því að
hann vill ekki að sér sé heilsað grát-
andi, heldur með hóglátri gleöi —
hann, sent leysir andana úr fjötrum
þjáningarinnar leysir þá undan tnold-
arfarginu og gefur þeim kost á hinu
frjálsa dýrlega lífi í himingeimnuni.
Dauðinn laumaðist inn i gantla
lundinn bak við meginhúsið, þar
sem enn í dag, grannvaxnar, livít-
stofna bjarkir keppast við að lyfta
limfáum krónunt uPP í 1 jós hintinsins.
í þessunt lundi, sem þá var ungur og
fullur af nýgræðingi, faldi hinn föli
vinur ntinn sig, meðan sól var á
lofti, en á nóttunni stóð hann í skóg-
arjaðrinum, hvitfölur, með ljáinn blik-
andi i tunglskininu.
Goðuntborni Eros! Þá var lund-
urinn óðal þitt. F.ldri kynslóöin
kann að segja frá öllum elskendununt,
sent í gamla daga leituðu á náðir
hans. Og 't hvert sinn er ég fer
framhjá Berga, enn í dag, og er orð-
inn leiður á öllum hólunum og mold-
arrykinu á leiðinni, þá gleðst ég af
þvi að sjá þenna lund með strjálum
hvitum stofnum, sem enn ljónta af
minningununt, um ást fagurra ung-
menna.
En nú var það dauðinn, sent þarna
stóð og dýr næturinnar urðu hans
vör._>^Kveld eftir kveld heyrði fólk
úti í eplatrénu við glugga frúarinnar
vældi uglan. Því að sérhver þegn
í ríki náttúrunnar þekkir dauðann og
óttast hann.
Svo var það eitt sinn, að lögmanns
fjölskyldan frá Munkerud hafði ver-
unt bil tvö unt nóttina og sá þá ljós
loga í gestastofuglugganum. Þau
sáu greinilega gula logann og hvíta
Ijósiö og þavt sögðu síðan undrandi
frá Ijósinu, sem hafði logað þar um
sumarnóttina.
Þá hlógu glaðlyndu ungfrúrnar á
Berga og sögðu að lögmannsfjölskyld-
an hefði séð sýnir, því að tólgarkertin
heima hjá þeim vortt búin strax í
N0TIÐ TALSÍMANN
til að
Senda heillaóskir yðar
nm hátíðarnar
The Manitoba Telephone
System
SheasWinnipeg BreweryL,d
Hafðu
MUSIC
á heimili yðar nú um jólin
Engin gjöf lýsir betur hinum glöðu og
fagnaðarríku tilfinningum jólahátíðarinnar
en sú er lýtur að músík.
Hvort heldur um er að ræða Radio, Victrola,
Piano eða eitthvert annað hljóðfæri — þá
á verzlunin McLean hægast með að hjálpa
tii að velja •
Victor
Rogers
Federal
RADIOS
Orthophonic Victrola
og Victor Hljómplötur
Þægilegir borgunarskilmálar ef þess er óskað
J.J.H.M9LEAN
Elzta hljóðfærabúð Vesturlandsins
&CO.
ltA
329 PORTAGE AVE.
419 ACADEMY ROAD