Heimskringla - 18.12.1929, Side 3

Heimskringla - 18.12.1929, Side 3
WINNIPEG. 18. DES., 1929 HEIMSKRINGLA 19. BLAÐStÐA 1 Haraldur Guðinason Söguleg SkáldsEiga ---eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON I. BÓK 7 .1 En þó að þessi staðháttaisegni væri al- *nenn meðal norrænna manna, þá voru undan- tekningar þó auðvitað eigi fáar, og þá að sama skapi harðvítugar, sem menn hneigöust fremur nð fornum sið eða nýjum. Má sjá af Nor- egskonungasögum og voití eigin sögu, Engil- Saxanria, að kristnin festi ekki mjög djúpar rætur í brjóstum margra Ásatrúarmanna, svona fyrsta kastið eftir skírnina.—Þeir með- tóku fúslega hin ytri tákn skírnarinnar, en hinn innri maðurinn var mjög hinn sami þrátt fyrir vígsluvatnið. Jafnvel Haraldur,1' sonur Knúts hins ríka, hafði tæpura seytján árum áður en þessi saga gerðist, eigi getað fengið vígslublessun erkibiskupsins í Kantaraborg, er tekið hafði að sér málstað Hörðaknúts,2) bróður hans, og því orðið að lifa og ríkja sem “sá, er afsvarið liefði kristna trú.’’3> Klerkar, sérstaklega á Norðurlöndum, neyddust oft til þess að sætta sig við ýmsar rótgrónar venjur þessara harðneskjumanna, er þeir höfðu nýlega snúið til kristinnar trúar, °g leyfa þeim þær, eins og til dæmis fjölkvæni þeim er sýndist. Heiðingjar er skírast létu áskildu sér rétt til fjölkvænis og hrossakjöts áts í minningu Óðins. Og munkarnir, er oft urðu úrskurð að gera í standandi vandræðum, gáfu fjölkvænið eftir, en voni ósveigjanlegir með hrossakjötið. Þótt hinir nýkristnuðu víkingar og af- komendur þeirra hefðu margir tekið trú með einlægum huga, þá skildu þeir kenningar henn- ar mjög óljóst, og hélzt því við með þeim fjöl- TOörg heiðin hjátrú, þeirrar tegundar er erfið- ast er að uppræta úr mannlegu hugskoti. Eáum árum áður en Játvarður góði tók kon- ungsstjórn hafði Knútur ríki4> samið lög gegn 11 Englakonungur 1035—1040.—Þýö. 2) Englakonungur 1040—1042.—Þýö. 3) Englandssaga, eftir Palgrave; bls. 322 4) Englandskonungur 1017—1035.—Þýð. fjölkyngi og töfi'um; tilbeiðslu steina og vatns- linda; rúnum, ristum á álm og askvið, sær- ingum og ákalli dauðra manna, og voru þau lög að vísu santin fremur með tilliti til hinna nýskírðu Dana, en til Engil-Saxanna, er í margar aldir höfðu með líkama og sál verið gefnir undir sáluhirðingu klerka og kristinna múnka. Hildur, er var af dönskum konungaætt- um, og frændkona Gyðu (systurdóttur Knúts ríka, er hann hafði gefið Guðina jarli til eigin- konu), hafði til Englands komið með manni sínum, dönskum jarli, nafntoguðum hreysti- manni árið eftir að Knútur kom til ríkis. Höfðu bæði tekið kristna trú að nafninu til, en blót- uðu í leyni Þór og Óðinn. Jarlinn, maður Hildar, féll í sjóorustu einni, er Knútur ríki háði við Ólaf helga, Nor- egskonung. Féll jarl, sem hann hefði helzt kosið, síðastur manna sinna, er skip hans hafði verið með öllu hroðið, sæll í trú sinni, að hann myndi af valkyrjum í Valhöll verða borinn. Hildur sat þá eftir með einkabarni sínu, dóttur þeirra lijóna, og festi Knútur ríki þá mey eiginorði Auðúlfi, saxneskum jarli, stór- auðugum að löndum, er taldi ætt sína til Penda er eitt sinn réði ríkjum í Mersíu og vildi eigi skírast láta, en sagði með nokkurri varúð, “að hann hefði ekki á móti því að nágrannar sín- ir létu skírast til kristinnar trúar, ef þeir vildu - iðka þá friðsemi og umburðarlyndi, er múnkar kváðu vera höfuðatriði hins nýja siðar.’’ Auðúlfur féll í ónáð Hörðaknúts, ef til vill sökum þess að hann átti frekar skap með Söxum en Dönum. Og þótt sá grimmi þjóð- höfðingi þyrði eigi að stefna honum fyrir lands- þing (Witan) þá gerði hann flugumenn á hendur jarli, er drápu hann við eigin arinn, svo að hann andaðist í örmum konu sinnar er skönunu síðar lézt af harmi og trega. Var Edith einkabarn þeirra, og var síðan á fóstri með Hildi ömmu sinni. Eitt helzta og veigamesta atriði þeirrar staðháttalægni, er einkenndi liina dönsku víkinga, 'var það, að í brjósti þeirra spratt þeg- ar sania hollustu til landa þeirra er þeir höfðu unnið með vopnum og þeir höfðu borið til óð als forfeðra sinna. Var ífíldur í þessum skiln- ingi rótgróin í enska jörð, engu síður en þótt hún hefði borin verið og uppalin á þeim stöðv- um, er nú stóð á hið fornrómverska heimkynni hennar. & k «.*» í \ ' \ J0LABUÐIN YKKAR Er Troðfull af Allskonar Giöfum \ GJAFIR FYRIR $1.50 Boudoir or Desk Marble Clocks Box of 50 Pall Mall Cigarettes Jar of Imperial Mixture Tobacco Fountain Pen Pastel Colored Georgette Scarves Imported Evening Handkerchiefs Boys’ Broadcloth Pyjamas Cliina Mayonnaise Sets China Flower Bowls Colored Glass Console Sets Misses’ Novelty Printed Pyjamas Brass Crumb Tray and Brush Brass Candlesticks Nickel Plated Bread Plates Electric Curling Irons French Novelty Pin Cushions GJAFIR FYRIR $2.50 Silver Plated Flower Vaées Sterling Silver Table Bells Boys’ and Girls’ Annuals Men’s Chamois Gloves Men’s Broadcloth Shirts Pretty French Stencilled Scarves Women’s Juliet Slippers Boys’ English Made Shirts Boys’ V-neck Pullover Sweaters Boys Cowboy and Indian Suits Small Boys’ Knitted Suits Baby’s Colored Beacon Blankets Pretty Chintz Smocks Hand Embroidered Bridge Sets Cut Glass 8-piece Liquer Sets Glass Sandwich Trays Pretty Belgian Batiste Gowns * GJAFIR FYRIR $3.00 Jar of Herbert Tareyton Tobacco Women’s Suede Pull-on Gloves Men’s Broadcloth Pyjamas Rhinestone Slipper Buckles Decorative China Fruit Comports Clever Modernistic China Candy Jars 6-Piece China Condiment Sets t 6 Goblets and 6 Sherbets in Belgian Etched Stemware Pottery Jardinieres En að öllu öðru var hún dönsk. Dönsk í trú og háttum —danskt hið magnaða, djúp- tæka og skáldfleyga ímynd- unarafl hennar, er byggði um- hverfið dularfullum verum og fylti skógana jafn dularfull- um kliði* Eftir fall bónda síns sótti hún enga mann- fundi en sat jafnan heima. Hafði hún haft á honum mikla ást, og harmaði hann mjög, þótt hún að vísu hefði glaðst yfir því að hann varð vopndauður. — Leitaði hún æ meir samneytis sálu sinni við dularheima, sem algengast fyrirbrigði er meðal allra trú- arbragða, þá er menn setjast, að sorg og einveru. Fjölkyngi átti sér ýmsar myndir meðal norrænna þjóða í fornöld. Voru konur helzt við þær íþróttir kennd- ar, og töldust iðka hana á ýmsa vegu. Algengastar voru seiðkonur — konur er voru vlð líði framundir vora daga og á síðari hluta miðalda voru oft brenndar fyrir gjörn- inga. Sumar birtust alla- jafna í verúlfs,5) líki, og lá á þeim verst orð og ótti mik- ill. ‘Peningana ^ til baka” ábyrgðin í hverjum ) > í a Robin oo PI/OUR fNotið þetta vandaðra mjöl í brauð, kökur og bakelsi. 5) Verúlfa (maunúlfa) getur í mörgum löndum. Kvað þjóðtrúin það vera menn eða galdranornir, er við og við, og jafnan að næturlagi, breyttu sér í úlfa, til þess að seðja ónáttúru sína á mannablóði og holdi; (sbr. ylgina í Völsungu) : Stundum urSu verúlfar þó til fyrir álög og máttu eigi gera viS þeirri ónáttúru fyr en einhver leysti þá meS afreksverki úr álögun- um.—ÞýS. Eins og Reynslan hefir sýnt, er þetta Radio flestum fullkomnara Skemtilegra Radio eða Radio- Phono Combination er hvergi til Það er gert af annáluðum Radio sérfræðingum. Það var lagt út af Lt. Commander H. R. H. Mathews, fyrrum aðal-verkfræðingi hjá Zenith Radio félaginu. TRANSFORMERS OG CHOKES VORU SJER- STAKLEGA LÖGÐ ÚT OG GERÐ AF THOR- DARSON OG ERU VIÐURKENND ÚT UM ALLAN HEIM SEM ÞAU BEZTU, ER FÁAN- LEG ERU. 1930 9 Tube All-Electric Radio- Phonograph Combination af full- komnustu gerð, í fögru ekta val- hnotu Cabinet með rennihurðum. Verð (complete) $375.00 Skýrleiki tónsins og styrkleiki og hvernig hann berst, ásamt hinu fagra úditi, er allt eins fullkomið og auðið er að gera það. Sannleikurinn er sá, er að gera það. Sannleikurinn er sá, rætt í Ijós, að hér er um fullkomn- asta áhald að ræða. MUNIÐ AÐ FEGURRA OG FULL- KOMNARA ÁHALD ER EKKI HÆGT AÐ BENDA Á Lánsskilmálar ef óskað er. 1930 Dependable 9-Tube. All Electric High- boy Radio með ekta Electro-Dynamic Speaker —Forkunnar fagurt valhnotu Cabinet, með rennihurðum. Verð (Complete With 9 Tubes) $280.00 Thordarsott General Agencies Phone 86 413 105 Hurst Bldg. 274 Fort St., (Upstairs) (Opposite Old Orpheum Theatre)

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.