Heimskringla - 01.01.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.01.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JAN., 1930 Viðreisnarstarfið í Þýzkalandi Viscount Rotihermere, brezki blaSa- kóngurinn, feröaðist nýlega um þvert og endilangt Þýzkaland. AS ferö inni lokinni lét hann blöS sín flytja þá uppástungu aö Þýzkalandi væri skilaö aftur nýlendum þeim í Afríku, sem teknar voru af því 1 heimsstyrj- öldinni miklu. Engu skal um spáö, hverjar undirtektir sú uppástunga muni fá, en eftirtektarvert er, aö ým- islegt bendir til þess, aö Bretar muni frekar styöja Þjóöverja i viðreisnar- starfinu, heidur en hitt. í þessu sambandi er ekki úr vegi aö benda á þann þátt, sem Bretar áttu í því, aö samkomulag náöist um heimköllun setuliösins úr Rínarlöndum. Senni- legt er, að sú stjórn, sem nú er við völd í Bretlandi, sýni Þjóðverjum fulla sanngirni. Ýmislegt bendir til þess, aö i nánustu framtíö verði um nánari samvinnu að ræöa milli Breta og Þjóðverja, en nokkru sinni áöur. Og víst er um þaö, að Rothermere fór til Þýzkalands í ákveðnum til- gangi. Þykir því rétt aö skýra frá því, sem Rothermere lét blöö sin flytja aö feröinni lokinni. Rother- mere segir þegar í upphafi greina sinna, aö öll þýzka þjóöin vinni aö þvi af alefli að þvi, að gera Þýzka- land aö mesta iðnaðarveldi álfunnar. Öll þjóöin erfiðar, segir hann, en ávöxturinn af erfiðinu virðist ekki safnast í einstakra manna hendur nú. örbirgðar verður óviöa vart. Og menn hafa ekki ferðast lengi um land- iö, er þeir komast aö raun um„ aö í Þýzkalandi er mergð af verksmiðjum, útbúnum aö öllu leyti eftir kröfum timans, verksmiöjum, sem bera eins og gull af eiri af verksmiðjum í öðrum löndum, aö járnbrauta Og skipa skuröa kerfin eru í ágætu lagi og aö á flugmálasviðinu standa þeir fremst- ir allra. Hið sama verður uppi á teningnum, ef svipast er um á öðrurr- sviöum. Verklegu skólarnir þýzku eru framúrskarandi, segir Rother- mere, og þorp og borgir eru hreinar og aðlaöandi. Sérstaklega ánægju- legt kvaö hann vera að skoöa fallegu, nýtízku smáhúsin, sem allstaðar prýöa umihverfi borganna. En — víðast hvar vinna menn frá morgni til kvelds, jafnvel á sunnudögum, er svo ber undir. Rothermere fór í 2000 mílna ökuferð um Þýzkaland. Hann segir að hann hafi séð fleiri menn og konur aö íþróttum og leikum í Bret- landi úr lestrargluggunum, er hann ók frá London til Dover, en hann sá þenna hálfa mánuð, er hann ferðað- ist um Þýzkaland. Hlutfallslega miklu minna kvaö hann vera af einka bifreiöum á þjóðvegunum en í öörum löndum. Og hann kveöst hafa feng- iö áþreifanlegar sannanir fyrir því, að þaö væri miklu almennara í Þýzka- landi en Bretlandi, að menn neituðu sér um aö fara í kvikmyndahús, hafa móttökutæki og þess háttar. Með öðrum orðum: þeir neiti sér um fjöl- marga hluti, sem Bretar vilji ekki án vera, vegna hins háa takmarks, er þeir hafa sett sér. Rothermere bend- ir löndum sínum á þann mun, sem er á þýzkum og brezkum verksmiðjuborg um. Hann segir, að jafnvel stóru þýzku iðnaðarborgirnar séu ekki um- vaföar þeim hjúp óhreininda, sem íbúar brezkra borga sætti sig við. Þýzkar borgir séu hreinar og þokka- legar, húsin vel máluð, og börnin AiUSIC Ideal Xmas Gift PORTABLE VICTROLA $35.00 - $1.50 Weekly ORTHOPHONIC $95.00 - $1.60 Weekly ELECTRIC RADIOLA $111.50 - $1.90 Weekly Installed Complete E. NESBITT LTD. Sargent at Sherbrooke Loweit Termi In Canadi hraustleg og hrein Otg í góðum hold- um. Þjóðverjar hefja endurreisnarstarf- ið þar, sem það á að hefjast. Þeir byggja frá grunni, og það er ekkert efamál, að Þýzkaland verður aftur mest megandi land álfunnar, for- gönguland í iðnaðarmálum. — í því sambandi er vert að minna á það, að fyrir tíu árum var Þýzkaland í raun og veru að þvi komið, að liðast sundur. Bols'hevismi, bylting, byrð- arnar þungu, sem sigurvegararnir lögðu á þjóðina, óstandið, sem pen- ingamálin komust í, — allt hjálpaði til þess, að koma þjóðinni á kné. En það tókst ekki. Skal nú vikið nokkrum orðum að því, hvað gert hef- ir verið í Þýzkalandi seinasta tuginn. Eins og kunnugt er, misstu Þjóð- verjar fjölda skipa úr verzlunarflota sínum á heimsstyrjaldarárunum. Of- an á þau töp bættíst að þeir voru tilneyddir, samkvæmt friðarsamning- unum, að láta mörg og góð skip af hendi við sigurvegarana.- Árið 1918 var smálestatala þýzka kaup- skipaflotans komin niður í 1,000,000, en smálestatalan er nú komin upp í 3,800,000. Enn vantar 1,300,000 á, að verzlunarflotinn sé jafn öflugur og hann var fyrir heimsstyrjöldina; en eigi að síður sanna þessar tölur, af hve miklum dugnaði Þjóðverjar hafa unnið að því, að auka verzlun- arflotann aftur. Verzlunarfloti Þjóðverja er nú 4. stærsti verzlunar- floti heimsins. Þeir eru komnir fram úr Itölum og Frökkum á þessu sviði. Bifreiðaframleiðslan í Þýzkalandi vex hröðum fetum. Rothermere segir, að framleiðslan hafi aukist um helming á árunum 1926—1928. Út- flutningur bifreiða var tveimur þriðj- ungum meiri 1928 en 1927. Þjóðverj- ar smíða nú bifreiðar fyrir 50,000,- 000 pund árlega, og framleiðslan til notkunar í landinu sjálfu vex svo hröð um fetum, að 29 prosent fleiri bif- reiðar voru í notkun í Þýzkalandi 1928 en árið áður. I Þýzkalandi kemur þó enn aðeins ein bifreið á hverja 134 íbúa, en í Bretlandi ein á 38 og i Bandaríkjunum ein bifreið 1 hluta Irlands hin ákjósanlegasta til Frá sjónarmiði flugmálanna er lega Irlands mjög þýðinigarmikil. Enn- fremur eru ráðgerðar reglubundnar flugferðir frá þessum stöðum til Bret- lands og meginlands álfunnar. — Við leggjum mikla áherzlu á að auka raf- magnsvirkjun í landinu. Vatnsmagn í Shannon-ánni er mikið og þegar virkjun hennar er lokið verður að- staða bænda og iðnrekenda í suður- á hverja fimm íbúa. I Þýzkalandi er nú unnið mikið að þvi að bæta skipulagið á framleiðsl- unni, afla hagfeldari markaða og samræma verð. Sex öflugustu kola- námu- og málmvinnslufélögin hafa sameinast. Félög þessi veita 190,- 000 manna atvinnu, en sameiningin hefir leitt það af sér, að þau hafa fært út kvíarnar, reist nýjar verk- smiðjur, o. s. frv. 10,000,000 fleiri smálestir af kolum eru nú unnar úr jörð árlega í Þýzkalandi, en fyrir styrjöldina, þótt Þjóðverjar hafi orð- ið að láta af hendi kolanámuhéruð við sigurvegarana. Rothermere seg- ir, að kola- og og stáliðnaður Þýzka- lands sé i betra ásigkomulagi en fyr- ir styrjöldina. 1 ágústmánuði nam verð útflutnings varnings í Þýzkalandi 6. milj. sterl- ingsp. umfram verðmæti innflutts varnings, en í sama mánuði fluttu Bretar inn fyrir 29 milj. sterlingsp. meira en útflutt var. Siðastliðið ár voru sparisjóðsinnstæður , Þjóðverja um 42 prósent — eða um 454 milj. sterlingsp. Skattar fara lækkandi. Dýrtíð er enn í Þýzkalandi, 52 pró- sent meiri en fyrir styrjöldina, en i Bretlandi 64 prósent. IMeð því að afvopna Þýzkaland, segir Rothermere, tóku sigurvegararn- ir þyngstu byrðarnar af þjóðinni, hernaðarbyrðarnar. En sigurvegar- arnir eru að sligast undir sínum hern- aðarbyrðum. “Við ausum út fé til hers og flota, verjum ógrynni fjár til ara' “verndar” ríkjum í öðrum álfum og erum að kikna undir þeirri byrði. En á meðan hafa Þjóðverjar reist iðnað sinn úr rústum. Þýzkaland er eina landið í álfunni, þar sem allri orku þjóðarinnar er varið til nytsamlegrar framleiðslu. Ef við tökum ekki Þjóðverja okkur til fyrirmyndar, þá verða þeir ofaná í samkeppninni við okkur. Vér vorum sigurvegararnir í ófriði — Þjóðverjar í friði.” Rothermere hvetur loks brezka við- skiftamenn til þess, að fara til Þýzka- lands, til þess að læra af Þjóðverj- um, hefjast síðan handa og koma skipulagi á atvinnufyrirtæki sín eftir þýzkum fyrirmyndum. — En það er margt, sem bendir á, að Bretar hugsi ekki til harðvítugrar samkeppni við Þjóðverja, heldur leiti samvinnu þá.—Vísir. — A. við Viðreisnarstarfið t Irlandi 0L, BJ0R og ST0UT frá gömlu og vel þekktu ölgerðarhúsi Gleðilegt Nýár! RIEDLE BREWERY STADACONA og TALBOT PHONE 57 241 Siðan írska fríríkið var stofnað, hefir verið unnið kappsamlega að viðreisn atvinnuveganna. Gerald O’Kelly, greifi af Gallagh, fulltrúi fríríkisstjórnarinnar, í Frakklandi, lýsti viðreisnarstarfinu all itarlega, i ræðu sem hann hélt nýlega í París. Hann lagði áherzlu á það, að efna- hagur ríkisins væri kominn á traustan grundvöll, vinnsla koparnáma ríkisins væri komin á góðan rekspöl og virkj- un Shannon-árinnar myndi leiða’af sér stórstígar landbúnaðar-framfarir. Ennfremur kvað hann unnið að því af kappi að hæna erlenda ferðamenn til landsins, því Irland hefði öll skil- yrði til þess að verða í fremstu röð ferðamannalanda álfunnar. . “Námauðlegð Irlands er mönnum utan írlands Ií:t kunn,” sagði O’Kelly, “en koparnámurnar í Cork eru mjög auðugar. Iðnaðinum í Cork fleyigir og áfram. Ford hefir stofnað verk- smiðju í Cork og veitir þar 15,000 manns atvinnu. Þar verða fram- leiddar 5,000 dráttarvélar (tractors) árlega. — (Cork county er 2890 enskar ferhyrningsmílur að stærð, í- búatala 340,000. Borgin Cork við ána Lee hefir 77,000 íbúa). — Enn- íremur vinnum við að því, að Cork og Gahvay (borg í Galway county, ibúa- tala liðlega 13,000. Borgin er í vesturhluta Irlands) verði viðkomu- staður flugvéla, sem í framtíðinni fara á milli Ameriku og Evrópu. mikilla framkvæmda. Þar með er þó ekki allt sagt. Þegar virkjun Shannon-árinnar er lokið þurfa íbúar suður Irlands ekki að líða við það, þótt kolaflutningar til landsins stöðv- ist, eins og átt hefir sér stað, þegar kolaverkföll éru í Englandi. — Við höfum eftir fögnum reynt að vernda iðnaðinn i landinu, en ekki lagt á háa verndartolla. Á annað hundrað nýj- ar verksmiðjur hafa verið stofnað- ar og veita þær 15,000 manns at- vinnu. Tekjuskatturinn hefir verið lækkaður. Ágóðaskattur hlutafélaga miðast við 10.000 pund og bitnar því aðeins á auðugustu félögum. Sykur tollurinn hefir verið lækkaður og tollur á kaffi, tei og kókói afnmd- ir. Dýrtiíðin hefir líka minnkað. Nauðsynjar voru 15 prósent ódýrari í apríl þessa árs en 4 árum áður. Liðlqga helmingur íbúa fríríkisins stunda landbúnað. Stjórnin leggur mikla áherzlu á að aðstoða bændur til þess að bæta gæði framleiðslunn- ar og auka hana og afla nýrri og betri markaða. — Skilyrði Irlands sem ferðamannalands eru takmarkalaus. Landið er fagurt, vegir góðir og ágæt skilyrði til þess að iðka hverskonar íþróttir og margskonar veiðiskap. Hver ágætis baðstaðurinn tekur við af öðrum eftir endilangri strandlenigj- unni. Stórar ferðamannabifreiðar fara nú um þvert og endilangt landið Eigendur bifreiðanna og forstjórar járnbrautanna vinna í samráði við stjórnina að því að hæna ferðamenn til landsins og greiða götu þeirra Með tilliti til ferðamannanna hefir stjórnin látið vinna að endurbótum á vegakerfi landsins og gistihúsum Ferðamannastraumurinn til Irland: hefir aukist jafnt og þétt síðan heims- styrjöldinni lauk og hefir aldrei ver- ið meiri en í fyrra. Allt bendir til þess, að næsta sumar komi enn fleiri ferðamenn til Irlands en í fyrra.” Frelsisbaráttu Ira er ef til vill ekki lokið, en síðan fríríkið var stofnað má heita, að allt hafi verið með sæmi- lega kyrrum kjörum í landinu. Hinir sundruðu kraftar hafa sameinast og þjóðin virðist nú vinna einhuiga að því að efla hverskonar framfarir landinu. Irar eru ef til vill sú þjóð, sem á likastar lyndiseinkunnir Islend- ingum. Er það skemtilegt viðfangs efni vísindamönnum hvort stofn þjóð ar vorrar er eigi meira af keltneskri rót runninn en áður var ætlað. En hvað sem framhaldsrannsóknum þeim málum viðvíkjandi Ieiða í Ijós, þá er það víst, að Irar hafa löngum átt og eiga enn fulla samúð Islendinga. —Vísir. —A. Meira um morðið Reykjav. 2. des. I gær klukkan um 2 e. h. játaði Egill Hjálmarsson bifreiðarstjóri að hafa framið glæpinn. Egill er korn- ungur maður, aðeins 19 ára. Hann er ókvæntur en hefir búið með unn- ustu sinni. Áttu þau heima í kjall- ara hússins nr. 18 við Túngötu (húsi Gísla Johnsons). Frásögn Egits er á þessa leið: Skömmu eftir kl. 2 aðfaranótt laugardagsins fór hann að heiman. Hafði hann þá afráðið að brjótast inn í skrifstofu þeirra bræðra, Jóns og Sveins, á Laugavegi 99, og stela peningum, sem hann þótt- ist vita, að þeir myndu geyma þar. Þegar inneftir kom losaði hann rúð- una úr hurðinni með hnif, opnaði síðan dyrnar og gekk inn i sýningar- salinn. Reyndr hann fyrst að kom- ast þaðan inn i fremra skrifstofuher- bergið, en það var lokað. Fór hann því inn í vinnustofuna. Þar klæddi hann sig í ný, blá hlífðarföt úr nan- kini, sem hann hafði tekið með sér, setti á siig bílstjóragleraugu og dr6 niður húfuna sem bezt hann gat — allt til þess að gera sig torkennileg- an. Dyrnar að svefnherbergi Jóns voru ólæstar. Opnaði Egill hurð- PACIFIC Ö D Ý R SKEMTIFERÐA Fargjöld AUSTUR CANADA Fnrbrff tfl RÍilu daKlega 1. DES. til 5. JAN. Frfl öllum Mtööum f Manftoba (Winntpegf og veMtur), Sank. og Alberta Fargrfldt 3 mánu’Str KYRRAHAFSSTRÖND VICTORf A - VANCOUVER NEW WESTMINSTER Farbréf tflf möIu 1. Den. og fi hverjum þribjudegri og flmmtu- degl upp nti «. febrfiar. Farjílldi tfl 15. apríl, 1D30 TIL GAMLA LANDSINS Tfl Atlanzhafa hafnn, St. John, Hallfax 1. DES. til 5. JAN. Gllda aöeins 5 mfinubl LeMtlr belnt I gegn nb MkipMhliö UmboðsmaSur mun góðfúslega gefa allar upplýsingar um fargjöld og ráðstafa ferð yðar. Spyrjið— City Ticket Office, Cor. Portage & Main, Phone 843211—12—13 Depot Ticket Office, Phone 843216—17. A. Calder and Co., 663 Main Street, Phone 26313. H. D’Eschambault, 133 Masson St., St. Boniface, Phone 201481. Canadian Pacific Notið ávalt Canadian Pacific Traveller’s ávísanir þér sem notið TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Stofnað 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82 yy D. D.Wood'& Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD President HOWARD WOOD Treasurer (Plltarnlr aem öllum rey L.IONEL E. WOOD Secretary aö lifiknant) KOLogKÖK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur MACDOMALD’S Eme Cut Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga. HALDID SAMAN MYNDASEDLUNUM

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.