Heimskringla - 01.01.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 01.01.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSlÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JAN., 1930 'peimakringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsíns er $3.00 árgangurinn borgist íyrirfram. Allar borganir sendist THE VIKING PRESS LTD. SIGFÍJS HALLDÓRS írá Höfnum Rítstjóri. Utanáskrift til hlaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstj&rans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. "Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE MANITOBA MINER PRESS 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 86 537 WINNIPEG, 1. JAN., 1930 Dýrt afnám Samkvæmt opinberri skýrslu Hoover forseta nemur gjaldaáætlun Bandaríkj- anna á fjárhagsárinu 1930—31, alls $3,- 830,445,231. Og samkvælmt sömu skýrslu nema útgjöld þau, er af ófriði stafa á einhvern hátt og vígbúnaði 72 af hundraði hverju af þessari geysiupphæð, eða $2,773,213,283. Er hér í reiknað: útgjöld til hers og flota, eftirlaun og ó- friðarskuldir. Af þeim 28 af hundraði hverju, er þá eru eftir, ganga 13 til þjóð- félagsumhyggju; þar með talin heilbrigð- ísgæzla og menntamál; 8 til stjórnarfram- kvæmda og eftirlits, og 7 til fjármála- gæzlu. Hugsið ykkur þetta: því nær þrjú þúsund miljón dalir á fjárhagsárinu; rúm 72 prósent af þessum feikna útgjöldum þessa volduga ríkis, ganga til þess að greiða eftirlaun, skuldir og skuldavexti af •manndrápum, og til þess að búa sig sem bezt undir næstu manndráp, til þess að geta drepið sem allra flesta, þegar þau ber að höndum næst. Og ef ykkur tekst að gera ykkur viðunanlega Ijóst hversu mikið þetta fé er, til hvers því er varið, og til hvers mætti verja því, þá flytjið hugann um set frá Bandaríkjunum til næsta ríkis, sem ykkur dettur í hug og svo koll af kolli, unz þið hafið beitt nokkurnvegi sama hlut falli á öll helztu ríki í veröldinni, sem ykkur er kunnugt um. Hvílík ógnar summa af allsherjar vitfirringu. — * * * Að vísu fer aðeins rúmur þriðji hluti af þessum ófriðargjöldum Bandaríkjanna til vígbúnaðar á þessu eina fjárhagsári; ,aðems $847,018,858; tæpar þúsund milj- ónir dala. Hitt fer í skuldir og skulda- vexti og í eftirlaun til hermanna og að- standenda er ein nema $759,799,895. Og þau eftirlaun ber sízt að telja eftir. Þeir sem þeirra njóta hafa flestir lagt fram þann höfuðstól, að þessi upphæð, svo gífurleg sem hún virðist, eru nauða lé- legir vextir þeirra tára, þeirra hörmunga og þess blóðs, sem í þann sjóð var lagt. Og hvert sem er, er ekki hægt að afstýra því sem orðið er. Ekkert annað að gera en að borga. En hvað er þá um þessa upphæð, sem nú er greidd á hverju ári til þess að búa sig undir næsta ófrið. Það er álit- leg upphæð, þótt hún nemi ekki ennþá íullum þúsund miljón dölum á ári? Svar við því gefur meðal annars stórblaðið “Evening Star’ í Washington, D. C. Það segir í fyrsta lagi, að oft, og mjög heppilega, séu þessi vígbúnaðar- gjöld, er nemi aðeins 6—7 dölum á hvert nef í Bandaríkjunum, talin lífsábyrgð þjóðfélagsins. Megi það heita ódýr trygging gegn líftjóni og eignatjóni, hvort sem hættan komi utanlands frá, — eða innan! Ber það alla helztu herfræðinga Bandaríkjanna, allt frá Pershing alls- þerjarforingja og til hinna h'tilmótlegustu fyrir þeirri herspeki, að öll stríð, er Bandar. hafa tekið þátt í um dagana, allt frá frelsisstríðinu til þessa dags, hafi orðið þjóðinni svo langt um dýrari, en nauðsynlegt hefði verið af því hve illa hún hefði verið undirbúin. Kenningin er vitanlega þessi gamla, lánuð úr Norð- urálfunni, að því fullkomnari morðtól sem smíðuð séu, því hryllilegri og stór- fenglegri sem manndrápin séu, því fyr taki hver ófriður enda. * * * Þetta væri allt saman ljómandi gott, —ef — Það væri ljómandi gott, að minnsta kosti vel til vinnandi, ef enginn annar veg- ur væri hugsanlegur til þess að koma í veg fyrir ófrið en að vígbúast sem ákaf- ast, að greiða jafnvel sjö dala skatt á ári á nef hvert á fjölskyldunni, svo tilfinn- anlegt sem það er þó mörgum, til þess að forðast þá ógæfu um aldur og æfi. Það er sá einn galli á þessu, að þessum peningum hefir ávalt verið, er, og verð- ur alltaf fleygt í sjóinn, er um það augna- mið er að ræða. Það er svo heimskuleg þjóðlýgi, að vígbúnaður komi í veg fyrir stríð, að þvert á móti er ákafur vígbún- aður ávalt beinasti og vissasti vegurinn til ófriðar. Aldrei hefir nokkur þjóð í veröldinni verið neitt líkt því eins vel víg- búin og Þjóðverjar voru fyrir 1914. Kom sá vígbúnaður í veg fyrir stríð? Jú, heldur en ekki. Hann leiddi til hroðaleg- ustu blóðsúthellinga, er jörðin hefir enn séð. Og vígbúnaður Napoleons. Eng- inn efi er á því, að Frakkar voru á hans dögum langt um betur vígbúnir en aðrar Norðurálfuþjóðir. Hann tryggði Frökk- úm heldur ekki ólaglega friðinn, sá víg- þúnaður, eða hitt þó heldur! Það er sama hvort landið heitir Þýzkaland eða Bandaríki, sama hversu vígstælt og vígbúið það er; þess meira sem það hamast að vígbúnaði, þess meira hamast hinir að halda í við það. Og þegar engum einum tekst það, þá tengja fleiri með sér bandalag, að jafna á ofstopa manninum gúlana. Það væri líka sjálfsagt góðra gjalda vert, ef ófriður er óhjákvæmileg ■ ur, að eyða peningum í sem grimmilegastar morðvélar, ef það mætti verða til þess að stytta fárið, mætti verða til þess að koma í veg fyrir fleiri mannslát og stórkostlegra verð- mætatjón í lengd, að drepa þó nokkuð fleiri fyrsta sprettinn en vant er, og á eftirminnilegri hátt. En það hefir aldrei ennþá tekist og mun seint takast. Ekkert virðist svo bráðdrepandi, sem mannsandinn getur fundið upp, að ekki finni hann jafnharðan upp sæmilega vörn. Bandamenn fundu fljótt upp varnir gegn gasinu þýzka, svo ægilegt sem það sýnd- ist í fyrstu. Eins var um eldslöngurn- ar. Eins um kafbátahernaðinn, er í fyrstu sýndist ætla að koma Bretum og bandamönnum þeirra á kné. Sama er að segja um lofthernaðinn. Allt saman skammgóðar varnir. Og ekki unnu heldur brynvagnar Breta og bandamanna þeirra stríðið. Það vann blátt áfram ofurefli liðs og hergagna, en ekki tegund þeirra. Þess öflugri árásarvopn sem upp eru fundin, þess öruggari varnir eru jafnharðan fundnar. Og svo koll af kolli, í óendanlegum, bölvænum hring.— * * * Menn ráða aldrei fram úr því hvort friður skuli vera eða stríð, með vígbún- aði. Menn verða fyrst að ráða það við sig, hvort nauðsynlegt sé að drepa menn á blóðvelli, og hungurmyrða heilar þjóðir, til þess að ráða fram úr vanda- málum sínum. Ráða það við sig hvort enn, og að eilífu, verði ekki farin önnur leið til þess að útkljá ágreining sinn, en sú er Ljótur bleiki og aðrir verstu ribbaldar á dögum forfeðra vorra vissu snjallasta, að skora menn á hólm, til fjár og landa, og í tilefni af hverju kappsmáli. Það er hugarfarið sem ræður, ekki vígbúnað- ■urinn jafnt. Kain hefði jafnt drepið Abel bróður sinn, þótt Abel hefði haft eitt- hvað betri “vígbúnaði'' að veifa, en smalaprikinu. Nema þá að hann hefði verið þeim mun betur vígbúinn, að honum hefði tekist að drepa Kain. Hverjar af- leiðingar það hefði haft fyrir mannkynið mætti virðast hugnæmt rannsóknarefni fyrir guðlærða menn og bókstafsfróða.. En því ætti líka allur þessi vígbún- aður að vera nauðsynlegur? Fyrir ellefu árum síðan unnu Bandamenn “stríðið til þess að binda enda á stríð,’’ sem náttúr- lega var óhjákvæmilegt af því að Þýzkar- inn var svo baldinn. Og Lloyd George og Wilson lýstu hátíðlega yfir því, að nú væri stríð afnumið, er Þjóðverjar væru komnir á kné og keisarinn flúinn úr landi. En það er eins og þeim orðum hafi ekki fylgt mikill sigur. Nú eru þó ekki Þjóðverjar tetrin, né fóstbræður þeirra að vígbúast. Það eru einmitt frið- arenglarnir, Bandamenn sjálfir. Víg- búnaður þeirra er nú hvað öflugastur. ellefu árum eftir að ófriður var afnum- in. Bandaríkin ein eyða til vígbúnað- ar $21,500,000 meir en í fyrra, rúmu ári eftir að þeir og önnur stórveldi “afneit- uðu’’ með öllu ófriði, ofan á “afnámið” fyrir ellefu árum síðan. Það er von að þeir spyrji sjálfa sig að því, er þeir þurfa að greiða til hers og flota $850,000,000 nú, og eigi máske í vændum að sú upp- hæð vaxi um $20,000,000 á ári, hvað þetta hefði þá orðið dýrt, ef þeir hefðu ekki borið gæfu til þess ásamt Norður álfustórveldunum að “afnema” ófrið fyrir ellefu árum síðan, og “afneita’’ honum fyrir rúmu ári síðan. — Það er erfitt að útrýma vitleysu, sem dafnað hefir í dekri margra alda, enda er ekki sjáanlegt að heimurinn hafi vitkast neitt síðan 1914. Enn, sem fyr, tilbiðja allar þjóðir vígbúnaðinn, þenna Mólok, sem árlega gleypir $4,300,000,000, og heimtar nú til heræfinga fleiri menn um allan heim en nokkru sinni áður, til þess að vera til reiðu á sláturvellinum, til þess að seðja eldmaga sinn, er hann næst. fær lyst á mannakjöti. Icelandic Choral Society efndi til hljómleika í fyrstu lútersku kirkju þriðjudaginn 10. desember. Hljómleikar þessa félags eru nú ár- legur viðburður í skemtana- eða ætti mað ur að segja lista-lífi Islendinga hér í bæ. Þeirra hefir ekki verið getið mikið hér í blaðinu, að undanförnu, af þeirri orsök, blátt áfram, að sanngjarnast væri að bíða eftir því að vísirinn yrði ber; lofa félaginu að koma almennilega undir sig fótun- um, áður en dómur yrði lagður á íþrótt þess. Félagið hefir nú æft sig og sungið opinberlega í fjögur ár — heldur en þrjú. En hvort sem er, þá er það nú búið að æfa sig svo lengi, að almenningur hlýtur að fara að gera þó nokkrar listkröfur til þess, og það sjálft að krefjast þess, eða æskja, að minnsta kosti, að það sé dæmt á listrænum grundvelli. Og félaginu er þá hollt að horfast i augu við þann sannleika, svo leiðinlegt sem það er, að hann skuli líta svona út, að það er svo nauða lítið gott um það að segja, sem söngfélag, að nærri liggur að segja ekkert. Eg skal strax telja það, sem gott má segja um félagið eða söng þess, og þenna samsöng. Sópraninn er mjög góður, framt að því nægilega góður í hvaða fyrsta flokks söngfélag sem er. Bassinn er líka góður, fer býsna langt með að gera skil samskonar kröfu. En þá er líka upptalið, nema ef til lofs skyldi teljast að syngja ekki falskt, og má kannske svo telja, því það getur komið fy>. ir, jafnvel um mjög góð söngfélög, að tónninn verði ekki alveg hreinn, á stöku stað, þótt almennt sé ekki talið afsakanlegt. — Jú, og svo líka það, að söngskráin var í sjálfu sér vel valin. En þá verður líka alveg að snúa við blaðinu. Svo haldið sé áfram með raddirnar, þá er alto-röddin býsna veik; um of reikul og ósjálfstæð, svo á- berandi er, þegar hún þarf ein að fara leiðar sinnar. Og tenórinn er í stuttu máli frámunalega lélegur. Tvær eða þrjár allgóðar raddir munu vera þar innan um, en erigin, að því er virtist, er leitt gæti hinar. Þar bar bæði á kokhljóði, svo að víða var til stórlýta, og á nístandi glerskurðarrödd, er smaug í gegnum merg og bein, er söngflokknum gegndi hvað verst. Söngstjóri verður að vera vand- ari að raddavali. Það dugar ekki að fara eftir kunningsskap eða handahófinu einu, er raddir skal velja í söngflokk. Öll almenndeg söngfélög láta menn ganga undir söngpróf eða raddpróf, þá er gerast vilja starfandi meðlimir. En að minnsta kosti verður þetta söngfélag að vinsa vel úr tenórnum, og bæta í skarðið, ef skarð skyldi kalla, svo góðum röddum, sem kostur er á.— Ein sjálfsagðasta krafa, sem söng- stjóri verður að gera til söngvaranna, er sú, að þeir læri utan að vísur þær og er- •indi sem sungin eru. Þeir eiga að hafa augun á söngstjóranum, og tónsprota hans, og hvergi annarsstaðar, meðan sungið er. Samræmi fæst aldrei með öðru móti. En út yfir tekur þó, að sjá menn (þó ekki séu allir) með nefið niðri í nótnablöðum sínum, róa inn í sig hljóð- fallið með bakföllum, í stað þess að fá það beint frá tónsprota söngstjórans. Og ekki nóg með það, heldur heyra hljóðfallið stampað svo með fótunum, að maður situr því nær á nálum um það að allt hverfi niður um gólfið, eins og maður hlaut að gera hvað eftir annað þarna um daginn. Söngurinn var allur dauðans tilþrifalítill. Hvergi almennilegt forte, hvergi viðunanlegt pianis- simo, og flest, litbrigða- og geð- brigðasnautt; svo ógnar hálf- volgt. Fyrstu lögin, þessa gömlu einföldu “íslenzku” kunn ingja, verður að syngja með mjög nákvæmum og greinileg- um blæbrigðum ef þau eiga ekki að falla alveg steindauð til jarð- ar. Hér var öðru nær. Ákallið: “ísland, ísland, ó, ættarland,” drattaðist þarna út úr söngfólk inu, eins og verið væri að toga það út úr dauðþreyttu vinnu- fólki, er væri alveg að sofna yfir rokkum og reiptöglum seint á kveldvöku í baðstof- unni. Og þá “Heyrið vella á heiðum hveri.” Grímur hefði átt erfitt með að “heyra brim á björgum svarra,” í söngnum þeim, hefði hann mátt líta upp úr gröf sinni. — “Svanasöngur á heiði” tókst þó ekki illa í þeim kafla á söngskránni. Um karlakórinn, sem kom á eftir bresta mig öll réttmæt lýs- ingarorð. Víxlsöngurinn um kunningja okkar “álinn” ag “frostið á Fróni,” var einn ó- slitinn og óendanlegur angur- mæðujarmur. Og “Heill þér fold!” Vesaldarlegri kvala- kreisting man ég aldrei eftir að hafa heyrt úr mannsbörkum, en frá tenórnum þarna. Og hikið og hræðslan! Það var al- veg eins og þeir væru dauð- hræddir um að sporvagninn á Sargent myndi þá og þegar legja krók á hala sinn og læð- ast aftan að þeim, til þess að bíta þá í hælinn. Mennina sjálfa er hér ekki um að saka fremur en hvernig þeir eru valdir í flokkinn. En að nokkur söngstjóri skuli bjóða nokkrum áheyrendum að hlusta á aðra eins neyð, fæ ég með engu móti skilið. Síðasti kaflinn, er allur flokk urinn söng — íslenzku þjóð- söngvamir, munu hafa skemt áheyrendum fremur, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir eru í sjálfu sér tilbrigðameiri, en ekki endilega af því, að þeir væru í raun og veru sungnir af meiri list. “Austan kaldinn á oss blés’’ var ekki illa sungið, og til dæmis “Hoffinn,” er illmögu- legt að gera alveg út af við, en þá er líka allt talið. Að heyra til dæmis “Ólafur og álfamær” og “Stóð ég úti í tunglsljósi,” þrammað áfram, da-da-da-da- da-da, í einni blæbrigðralausri, einrænni bunu, yfirgengur allt almennt taugaþol. “Það þarf kaðla en ekki taugar til að þola það,” eins og séra Eiríkur sagði við Tryggva Gunnarsson. Og hvernig í dauðanum stend ur á því, að ekki er notuð hin afbragðs snjalla raddskipun Sig- fúsar Einarssonar við þessi lög, þar sem völ er á henni? Og hin lögin send til raddskipunar manni austur í Toronto eða Montreal, sem ekki þekkir ís- land eða íslenzku frá tunglinu, þegar til dæmis Björgvin Guð- mundsson er hér við hendina? Það er eins og þeir séu nokkuð viðutan, er slíkt gera, svo ekki sé nú óvægara að orði komist, því ekki er trúlegt, að af ásettu ráði hafi verið fram hjá honum gengið, til þess að ekki skyldi hans vegur verða of mikill.— Það er leiðinlegt að hafa að- eins svona beiskan sannleika að segja um þetta eina söngfélag okkar Winnipeg Íslendinga. Smærri atriði er auðvelt að laga þegar í stað; til dæmis raddval og utanaðlærdóm. Hitt tekur lengri tíma og meiri árverkni. En ég vona að þetta veki, til góðs. Ef ekki, þá á félagið eng- an tilverurétt, nema þá sem prívat skemtifélag, — ef það þá í fullan aldarfjórðung hafa. Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og send& andvirðið þangað. getur haft yndi af slíkri söng- list. * * * Söngfélagið aðstoðuðu þetta kveld frú Sigríður Olson og fru Björg V. ísfeld, er lék með söng- flokknum og svo einleik á píanó, milli söngva. Samvinna hennar við flokkinn var góð. Bezt lék hún “Prelude,” eftir Björgvin Guðmundsson, hreint og skýrt, og víða með reglulega fallegum tón. Annars hefir Björgvin ekkí tekist sérlega með þá tónsmíð. “Du bist die Ruh’,” varð nokk- uð voðfelt og atkvæðalítið f meðferð frúarinnar, og tækni, sérstaklega hlauptækni, skorti nokkuð meira en skyldi í “Im- promptu” Leschetizky’s. “Var- iations’’ Björgvins voru sumar vel leiknar, en heildaráhrifin urðu býsna dauf, vafalaust nokk uð fyrir það, að úr þeim var sleppt, af óskiljanlegum ástæð- um, einmitt sumum þeim er til- brigðamestar eru. En yfirleitt má samt segja urii leik frúarinn- ar að túlkun eða skilningur var betri en tjáning. Frú Sigríður Olson hefir ljóm andi rödd og íðilvel tamda til mýktar og sveigjanleiks, svo að sómi myndi að þykja hvar sem væri. Raddlitun, eftir efni og geðbrigðum, skortir hana frek- ar ennþá- Máske má því um kenna, að henni tókst ekki sem skyldi, við hina stóru, berg- meitluðu drætti í Grieg-laginu, en þó líklega frekar sökum þess, að hún mun hafa farið svo að segja úr rúminu, veik af in- flúenzu, til þess að félagið og áheyrendur yrðu ekki fyrir von- brigðum. Tvö síðari lögin söng hún prýðilega sérstaklega “Flor- ians song,” og því nær enn bet- ur í seinna skiftið, er hún var kölluð fram aftur. —S. H. f. H. Sigurður Jóhannsson, skáld Hann fór yfir á 80. árið í sum- ar, 24. ágúst. Heimskringla hef- ir ekki allsjaldan birt kvæði eft- ir hann. Og henni þykir vel við eiga að minnast hans nú, er hann hefir séð 80 jól, með þvi að flytja eftir hann um daginn nokkur kvæði, að vísu mjög af handahófi tekin úr syrpu hans. Er það ekki eingöngu sökum aldurs hans, heldur einnig hins, og þó fremur, að Sigurður er tvímælalaust eitt af betri al- þýðuskáldum íslenzkum. Eg sá Sigurð fyrst í samsæti vestur í Wynyard, sumarið sem hann varð 75 ára. Hann var beðinn að leggja eitthvað til skemtunar og flutti þá “Hroll,” kvæðið sem birtist í jólablaðinu um daginn meðal annara. Mér varð starsýnt á manninn sökum kvæðisins, og hvernig það var tjáð; sökum yfirbragðs hans og allrar framkomu, er minnti nokkuð á Þorstein Erlingsson. S/ðan hefi ég kynnst Sigurði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.