Heimskringla - 15.01.1930, Side 1
Bev. H. rétu^crrv
45 llonie 8t.
KLIV. AR(_______,aoK
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN. 15 JAN., 1930
Númer 16
![ i
KANADA
Úr hagskýrslum Kanada
Samkvæmt opinberum skýrslum hef-
ir rafvirkjunarnragn Kanada aukist
um 378,400 hestöfl áriö sem leiö, og
eru þá alls virkjuö 5,727,600 hest-
öfl af allri vatnsorku rikisitis. Hafa
um $75,000,000 veriö lagöir í raf-
virkjun á þessu ári.
Ennfremur herntir skýrslan, að á
næstu þremur árum muni verða bætt
um 1,600,000 hestöflum í virkjunina,
e>g meö því aö þar í sé talið aöeins
upphaf margra fyrirtækja, þá megi
ganga að þvi vísu, að þegar þau séu
fullgerö, þá bætist þar við önnur 1,-
300,000 hestöfl. Ganga ekki minna
en $320,000,000 til þessarar rafvirkj-
unar næstu þrjú árin.—
* * *
Samkvæmt opinberum skýrslum um
framleiöslu í þeim verksmiöjum i
^vanada, er að einhverju leyti byggja
framleiöslu sína á timbri og pappír,—
afurðum skógarhöggsins — hefir hún
numið $630,000,000 áriö 1927, — en
letagra ná þær sikýrslur ekki — sam-
anborið við $600,000,000 árið 1926 og
$557,000,000 árið 1925,—
* * *
Ferðamannastraumurinn til Kanada
fer sífellt vaxandi. Hernta opinberar
skýrslur að langmestur hafi hann orð-
tð árið sem leið, og fylgir það frétt-
inni, að heldur muni maður hafa
vaðið fyrir neðan sig, ef maður á-
ætli, að ferðamenn hafi skilið eftir
unt $30,000,000 í Kanada, sent borg-
un fyrir greiða, varning, o. s. frv.
* * *
Námuiðnaður hefir mjög aukist í
Kanada síðastliðið ár. F,r talið frek
ar thaldssamt, að reikna, að fram-
leiðslan hafi nuntið $300,000,000 alls
á árinu, eða unt 15 prósent meira, en
árið áður, en þá náði framleiðslan
nýju og ntjög álitlegu hámarki.
* * *
Sjálfsagt vita rnargir, en ef til vill
ekki allir lesendur, að Prince Rupert
1 British Colum-bia er mesta heilag-
fiskisveiðistöð í veröldinni, og að tal-
ið er, að 94 af hverju hundraði
lúðufiskimanna séu Norðmenn. —
Árið sent leið hefir verið veltiár fyrir
lúðufiskimenn. Var pundið í lúð-
unni um 13 cent að meðaltali og voru
alls $3,640,000 greiddir í kaup til
fiskintanna. Alls veiddust 27,807,-
250 pund af lúðu í Prince Rupert
árið sem leið, samanborið við 27,036,-
000 árið 1928, og 25,135,950 árið 1927.
Að veiðin varð þetta meiri en í
fyrra er talið stafa rnest af því hve
Bandaríkjamenn hafa fjölgað heil-
agfiskisskútum sínum. Hafa Banda-
rikjamenn nú unt 200 skip við lúðu-
veiðarnar á þessum stöðvum, en
Kanadamenn ekki nerna 'hér um bil
80. Mest veiddi Seattlebáturinn
“Eldorado” undir skipstjórn T. John-
son, eða 404,000 pund á tíu veiði-
ferðunt. Tveir aðrir Bandaríkja-
bátar veiddu litlu ntinna. En afla-
hæsti kanadiski báturinn fék-k aðeins
311,000 pund í ellefu veiðiferðunt,—
* * *
Kartöfluuppskeran í Kanada nam
44,668,000 vættum árið sent leið. Er
það 2,273,000 vættum meira en áætlað
var í október í haust, en þó 5,527,-
000 vættum minna en í fyrra. Verst
hafa sléttufylkin orðið úti sökunt
þurkanna í sumar og Prince Edward
Island eins og sjá má af töblu þeirri,
er hér fer á eftir:
Fylki 1929 1928
P. E. Island .... 3,825,000 5,708,000
Nova Scotia ...
N. Brunswick
Quebec
Ontario
Manitoba
Saskatchewan
Alber-ta
Brit. Col.
...3,270,000
...5,736,000
16,160,000
10,287,000
1.153,000
1,266,000
1,371,000
1,600,000
3,280,000
6,776,000
13,071,000
11,875,000
. 2,585,000
3,052,000
2,220,000
1,628,000
þjáðum af einhverjum sjúkdómi.
Fóru svo leikar, að ekki smituðust
tilraunaplönturnar af nokkrum þejs-
ara sjúkdóma. Er það óbifanleg trú
þeirra, er framleitt hafa þetta af-
brigði, að þar hafi bændur loks fenig-
ið örugga tryiggingu gegn allskonar
stórháskalegum sjúkdómum ýmsum,
er mest afbroð liafa goldið þeim að
þessu.
Lokið hefir nú verið rannsókn- |
inni um það hvort margir hafi greitt
atkvæði ólöglega á fleiri stað en ein-
utn við síðustu bæjarstjórnarkosning-
ar. Hefir komið í ljós að það hafa
hér um bil þúsund kjósendur gert
sig seka um.
Kuldabylgjan er gekk yfir Kanada
og norðurhluta Bandaríkjanna vik-
una sem leið, er talið að hafi oröið
u« 30 manns að bana í Chicago, og
öðrum 30 annarsstaðar í Bandaríkjun
unt hér cng þar, þar sem menn eru
slíkum kuldaköstum verst viðbúnir.
Grimmdarfrost gengu yfir Kanada
vikuna sem leið. Hér í Winnipeg
voru -34° og -35°F (-36.7° og
-37.2°C.) á miðvikudags- og fimmtu-
dagsnóttina, inni í sjálfri borginni en
á landbúnaðarháskólanum, sem ligg-
ur á yztu jöðrum borgarinnar voru
-46°F, (143.3°C.) á fimmtudaigsnótt-
ina.—
Frá Ottawa er simað 7. þ. m., að
forsætisráðherrann, MacKenzie King
hafi tilkynnt opinberlega, að sambands
þing verði kallað saman 20. febrúar.
Er það hér um bil tveimur vikum
seinna en vanalegt er og kveður for-
sætisráðherra orsökina vera auka-
kosningarnar er fram þurfi að fara
áður en þing kemur saman. — í
Brandon verður kosið 12. febrúar.—
Frá Regina er sirnað 13. janúar,
að málafærslumenn Harry Bronfman
vilji fá rannsóknarréttinn fluttan frá
Regina, af því að blöðin þar séu búin
að rita svo mikið um málið, að
ekki muni mögulegt að fá þar sáman-
kallaðan kviðdóm af tólf óvilihöllum
mönnum. Þessi krafa var lögð fyrir
dómarann á mánudaginn. Ekki vita
menn hvort henni verður sinnt.
Á þriðjudaginn (í gærj var aðal-
vitnið, Cyril Knowles, fyrverandi
tollgæzlustjóri í ríkisþjónustu kall-
aður fyrir rannsóknardómarann. Bar
hann það nú, sem fyrri, að Bronfman
hefði reynt að múta sér. Mundi hann
eftir samtali, er hann segir að fram
hafi farið í vöruhúsi “Liquor Export
Company” í Gainsborough, Sask.
Kvað hann Bronfman þá hafa sagt
við sig:
“Knowles, þú heimtar $3,025 trygg-
ingu fyrir bíla, er þú hefir gert upp-
tæka f.yrir mér. Gott og vel. Eg
skal borga þér $3,750. Þú getur svo
skrifað kvittun handa mér fyrir $1,-
000 eða $1,200, eða hvaða upphæð
sem þú heldur að þú komist af með.
Farðu svo í burtu. Á meðan þú
heldur þig annarsstaðar og hnýsist
ekkert eftir mínum viðskiftum, þá
skalt þú fá þessa sömu upphæð á
hverjum mánuði.”
Minni og niinni vonir gera menn
sér nú um að Eielson og Borland,
vélsmiður hans, finnist á lífi. Nær
því óslitinn illviðrabálkur hefir haml-
að rnjög leitinni að þeim félögum.
Vilhjálmur Stefánsson bað fyrir
nokkru Ray Lyman Wilbur innanrík-
isráðherra, að koma þvi i kring, ef
auðið væri, að Sovjetstjórnin skyldi
beðin um að leggja til leitarmenn.
Stimson ríkisráðherra hafði einnig
verið beðinn þess sama, og vildi feg-
inn, en fannst það dálítið viðkvæmt,
þar sem Bandaríkjastjórnin viður-
kennir ekki að Sovjetstjórnin sé til!
Mr. Wilbur mun þó tafarlaust hafa
nálgast Sovjetstjórnina gegn um frétta
skrifstofu hennar í Wa&hington, með
þessa beiðni, og símað George Alex-
ander Parks, (Territorial Governor)
í Alaska og beðið hann að sima á
þær veðurstöðvar skip Sovjetstjórnar-
innar ,sem næst eru í Síberíu þeim
stöðvum, þar sem Eielson tyndist. —
Beinustu leiðina fór Borah öld-
ungaráðsmaður, formaður utanríkis-
viðskiftanefndarinnar (Foreign Re-
lations Committee), er Mrs. Mabel
Walker Willebrandt, er nú er lög-
fræðisráðunautur “Alas'kan Airways”,
leitaði á náðir hans. Borah símaði
tafarlaust sjálfur beint til Maximo-
vitoh Litvinov, Soviet kommissar ut-
anrikismála í Moskvu, og bað hann
hjálpar. Hefir Borah lengi barist
hart á móti þeirri fíflsku, er var ein
aðal átrúnaðar og ‘kennisetning Kel-
logg og Coolidge forseta, að Banda-
ríkin ómögulega mættu viðurkenna
Sovjetstjórnina, þótt Henry Ford og
ýmsir aðrir volduigustu peninga- og
s’óriðjuhöldar Bandaríkjanna geri
það.
Litvinov og Sovjetstjórnin virtu
meira beiðni Borah um að reyna að
bjarga þeim Eielson, en að bíða efti."
formlegum tilmælum eftir einhverjum
krókaleiðum frá Bandaríkjastjórninni.
—Sendu Rússar tafarlaust þrjár flug-
vélar í leitina, er allar voru tiltölulega
náægt þeim stöðvúm þar sem þeir
Eielson týndust. En að þessu hefir
allt komið fyrir ekki.
BANDARIKIN
Frá Minneapolis er símað 14. þ.
m., að loks muni hafa tekist á til-
raunastofu landbúnaðarháskólans þar,
að framleiða hveititegund, er ómót-
tækileg myndi reynast fyrir flesta eða
alla sjúkdóma. Er þessi nýja teg-
und kölluð “Márquillo vorhveiti.”
Bendir nafnið til þess, að það eigi
að einhverju leyti rót sína að rekja
til hins fræga “Marquis’’ hveiti,” ein-
hverri hinni ágætustu vorhveititég-
und, ef hún ekki væri svo móttækileg
fyrir ryðsýkina. En fjórtán ára til-
raunastarf hefir þurft til þess að
framleiða “Marquillo” hveitið, sem
á rót sína að rekja til Marquis hveit-
isins og Lumillo Durum hveitis .
Tilraunaplöntur sem voru settar í
sérstaka reiti, troðfulla af plöntum
Vilhelm Anderson, Ph. B.
Hinn 17. des. síðastl. útskrifaðist
við heimspekisdeild Chicago háskólans
herra Vilhelm Anderson frá Cavalier,
N. Dak. Hefir hann stundað þar
nám í tæpt hálft annað ár, innritað-
ist þar haustið 1928. Jafnframt
námi sínu við háskólann, hefir hann
stundað guðfraéðinám við Meadville
Theological School, er tengdur er há-
skólanum og er einn af sambandsskól-
um guðfræðideildar 'háskólans. Hefir
hann lokið við þar fyrra hluta náms.
Hvorttveggju prófin leysti hann af
hendi með fyrstu einkunn. Vilhelm
er stórgáfaður maður og áreiðanlaga
með hinum allra beztu námsmönnum
meðal vor íslendinga hér 1 álfu. Að
ö.knu prófi. innritaðist hann við
“Graduate” deild háskólans og les nú
undir doktorspróf í heimspeki. Við
sama áframhald og hann hefir haft
ætti hann að ljúka því prófi á þremur
árum. Jafnframt stundar hann guð-
fræðisnámið áfram og mun ljúka því
að ári komandi.
Vilhelm er maður rúmt þrítugur.
Undirbúningsmenntun hlaut hann
góða. Að loknu barnaskólanámi
stundaði hann nám hér um tíma við
Búnaðarháskólann. Um nokkur und
anfarin ár rak hann verzlun að Hall-
son og í Cavalier í Norður Dakota,
en mun þó hafa hugsað sér að halda
nánii áfram strax sem tækifæri gæfist.
Vilhelm er fæddur í Norður Dak-
ota og er sonur Sigurðar Andrésson-
ar Anderson smiðs, af Vatnsleysu-
strönd í Gullbringusýslu. Móðir Vil-
helms var Ólína dóttir Björns Jóns-
sonar og Sigríðar Þorláksdóttur frá
Sleitustöðum í Skagafirði. Var Sig-
ríður amma Vilhelms, systir Gísla |
Þorlákssonar á Frostastöðum og Guð-
mundar inálfræðings.
Ein nútiðarmynd er mér í huga og
hún er af íslending. Haustið 1929
í nóvember, eru fimm menn komnir í
verið norður með Winnipegvatni.
Heimili þeirra var loggakofi við
ströridina, en verkefni, að veiða fisk,
upp urn is á vatninu.
Þrir af þeim voru Islendingar.
Formaðurinn Guðmann Pétursson,
Magnússonar, maður í broddi lífs
síns, óvanalega mikið hraustmenni,
glæsilegur að vallarsýn og prýðilega
vel gefinn. Tveir voru af þýzkum
ættum. Fred Obach, ungur maður
vart tvítugur, og Jacob Schmidt.
Hér skal bent á, sem ég hygg að
sé viðurkenndur sannleikur og ábyggi-
leg staðreynd, að útgerðamenn við
Winnipegvatn viðurkenni yfirburða
hæfileika íslenzkra fiskimanna til for-
mennsku við fiskiveiðar, og sækist
því eftir þeiin í þjónustu sína. Þann-
ig mun hafa verið varið með Guð-
mann.
Vertíðin var byrjuð. Guðmann og
menn hans höfðu lagt net sin um
tvær mílur undan landi. Haustís-
inn var að vísu þunnur en þótti fær
vönum og gætnum mönnum.
Liði sínu skifti Guðmann í tvent og
var ærið bil á milli þeirra, en formað
urinn leit eftir báðum. Dag einn
snemma fór Guðmann með menn sína
fram á vatn til að vitja um netin.
Veðrið var stillt og létt til lofts,
færðin greiðfær og mennirnir glaðir.
Þegar fram á daginn leið tók veðrið
að harðna og loftið að þykkna og
um klukkan fimm var komið rok með
allmikilli snjókomu og hörkufrosti.
Var Guðmann þá rétt nýkominn til
Þjóðverjanna og þeir búnir að ljúka
verki sinu. Er þá lagt á stað heim-
leiðis. Gengu Þjóðverjarnir saman
en Guðmann var spölkorn frá þeim
og hafði langan staf eða spíru í
hendi. Ekki höfðu þeir lengi gengið
þegar ísinn brast undir Þjóðverjun-
um og þeir fóru báðir í vatnið. Þeg-
ar Guðmann sá menn sína hverfa.
bregður hann við skjótt og tekst að
bjarga báðum mönnunum upp á ísinn,
en á þeim var ekki þur þráður.
Þeir lögðu aftur á stað, en föt Þjóð-
verjanna stokkfrusu. Þar við bætt-
ist að ynigri maðurinn var yfirhafnar-
laus og kuldinn frá haustsvellinu,
skerandi blindhríðinni og frosthörk-
unni nistu hann. Guðmann var í
vindheldri yfirhöfn og með hlýja vetl-
inga á höndum og var því lítil hætta
búin af ofveðrinu. En honum rann
til rifja ástand unga Þjóðverjans, og
hann fann til ábyrgðar þeirrar sem
hann sem formaður, bar á lífi hans,
sem og hinna manna sinna. Fór
hann þvi úr yfirhöfninni og færir
Þjóðverjann í hana, og vetlingana
tekur hann af höndum sér og lætur
Þjóðverjann setja þá upp, og berhent-
ur og yfirhafnarlaus, og því varnar-
lítill fyrir ofveðrinvi heldur hanrl svo
á stað með þá. Ferðin vanst seint.
Rokið miskunnarlaust mæcfdi á þeim.
Snjórinn rauk og þyrlaðist á svell-
inu og byrgði nálega alla útsýn. »Og
mennirnir í stokkfrosnum fötum og
með glerhála skó á fótum, áttu bágt
með hreyfingar, og varð Guðmann
þvi að leiða þá og reisa er þeir féllu
eða veðrið velti þeim um. Þannig
halda þeir áfram þar til klukkan tólf
um nóttina. Er þá Obach örendur
og leggja þeir hann þar á isinn. Vill
Schmidt þá að Guðmann taki yfir-
höfn sína og vetlinga og að þeir haldi
áfram og reyni að bjarga sér, en Guð-
mann er tregur til að trúa, að félagi
þeirra sé örendur og vill ekki yfirgefa
hann og hreint ekki við það komandi
að hann taki yfirhöfn sína og vetlinga,
þó um hans eigið líf væri þá að tefla.
Að síðustu sannfærðist Guðmann
um að Obach væri dauður, en að
ræna hann fötum, þótit hans eiigán
væru, var ekki komandi við. Lögðu
þeir Guðmann og Schmidt nú á stað,
en hafa sýnilega verið búnir að missa
áttstöðuna, því að þeir koma aftur
að líkinu eftir all langa tíð og svo
aftur klukkan tvö daginn eftir.
Kvaðst Guðmann þá ekki fara lengra
og lagðist niður við hlið hins látna
■— sagði að í land ætti hann nú ekkert
erindi, en bað Schmidt að bjarga sér
ef unt væri.
Saga þessi er nú nálega á enda.
Schmidt komst með naumindum til
mannabyggða helfrosinn og lézt eftir
nokkra daga á St. Boniface hospítal-
inu í Winnipeg.
Guðmann var grafinn norður með
Winnipegvatni. Fjöldi manns fylgdu
honum til moldar, þar á meðal móðir
hans, sem er ekkja og margmædd;
en við hana vil ég segja: Grát þú
ekki; frá gröf sonar þíns stafar sól-
geislum svo björtum að þeir lýsa
frá sál til sálar, eins vítt og kærleiks-
verkið sem hann vann berst.
Eg naut ekki þeirrar ánægju að
kynnast, eða þekkja Guðmann heitinn
Pétursson,, en ég lýt minningu vest-
ur-íslenzka víkingsins, sem vildi held-
ur bíða hel, en bregðast skyldu sinni
og trausti því er aðrir báru til hans.
Jón J. BUdfell.
KÍNA
Frá Peiping er símað 13. þ. m.,
samkvæmt skýrslu Grover Clark,'rit-
stjóra blaðsins “Peiping Leader,” að
í Shemsi fylkinu hafi farist af hungri
og kulda tvcer miljónir manna síð-
ustu átta mánuðina, og ef ekki komi,
að þvi er nú virðist, óskiljanlega
fljót hjálp, þá fari að'rar tvœr miljónir
á örskömmum tíma. — Shensi fylkið
liggur hér um bil milli 34. og 38.
igráðu norðurbreiddar, hér um bil á
sama breiddarstigi og Tennessee og
Kentucky í Bandaríkjunum, en langt
inni í landi, vestah að stórfljótinu
IlKvang-Ho, áður en það beygir þvert
í austur, í olnboganum mikla á 110.
lengdargráðu. Er fylkið yfirleitt
mjög hálent, að undanskildum Wei-
dalnum mikla, en Weifljótið rennur
í Hwang-Ho rétt í olnboganum.
Varð uppskerubrestur í Shensi í sum-
ar, og nú í vetur meiri kuldar en
dæmi eru til þar um slóðir. Hefir
frostið náð -32° F.
Hugprýði,mannkærleik-
ur og karlmenska
Frá öndverðu hefir hugprýði og
karlmennska verið dáð, á meðal mann-
anna.
Á spjöld mannkynssögunnar eru
ótal myndir greyptar af viðfangsefn-
um, sem hafa haslað hugprýði og
karlmennsku mannanna völl — þar
sem viljaþrek þeirra er allt knúð
fram — þar sem öllum þrótt þeirra
er beitt og þar sem hugprýði, mann-
kærleikur og karlmennska haldast í
hendur til framsóknar gegn hinu eða
þessu ofureflinu.
En það er ekki fornöldin ein sem
sýnir þessar myndir. Blys hugprýði,
mannkærleika og karlmennsku lýsa
ekki aðeins frá gröfum framliðinna
fornmanna. Þau lýsa líka frá lífi
manna á vorri tið. Hugprýði, mann-
kærleika og karlmennsku er hasl-
aður völlur, ekki síður í nútíð, en í
liðinni tið, ekki síður í lifi samtiðar-
manna vorra, en Spartverja forð-
um.
1
1 i ! ! ARSFUNDI Viking Press, JR Limited ! 1 í i
1 j
| l
1 Ársfundur hlutafélagsins, The Viking Press,
j Ltd., verður haldinn fimmtudaginn 16. janúar, 1930 á
skrifstofu félagsins, 853 Sargent Ave., Winnipeg, kl. 2
í e. h.
j * * * |
i Ársskýrslur félagsins verða þar lagðar fram til stað- 1
1 festingar; embættismenn kosnir fyrir í hönd farandi ár,
j og mál þau er félaginu koma við, verða rædd og af- j
1 2 greidd.
1 | Skorað er á alla hluthafa að mæta eða senda umboð sín þeim félagsmönnum, er fundinn sækja. á i
j Winnipeg, Man., 7. janúar, 1930. !
1 M. B. HALLDÓRSSON RÖGNV. PETURSSON !
i i forseti skrifari i I
! am 1 »<o