Heimskringla - 15.01.1930, Qupperneq 4
4. BLAÐSlÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 15 JAN., 1930
Hdmakringla
(StofnuO 1886)
Kemur út á hverjum miövikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsími: 86537
VerS blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
fyrirfram. Allar þorganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS frá Höfnum
Rítstjóri.
Utanáskrift til blaðsins:
Manager THE VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
"Heimskringla” is published by
The Viking Press Ltd.
and printed by
THE MANITOBA MINER PRESS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 15 JAN., 1930
Vínbannið og Chicago
(Frh.)
Satt að segja ætti Jim Colisimo
meira rúm skilið, en hér er hægt að gefa
honum, þessum margsamtvinnaða æfin-
týramanni einhyerjum sérkennilegast á-
berandi stórglæpamanni Chicagoborg-
ar. Þessi miljónaeigandi glæpamaður
kom til Chicago 16 ára gamall.. Hann
var úr einu í annað vatnsberi fyrir jám-
brautargerðarmenn; strætasópari; póli-
tízkur snati, og loks eigandi fimm áfengis-
sölustaða, en í sambandi við einn þeirra
var mjög vel þekkt og glæsilegt pútna-
hús.
Þessi sérkennilegi náungi veitti fyrst.
vináttu sína, og giftist síðan Dale Winter.
Ijómandi fagurri söngkonu frá Ástralíu, er
rekið hafði upp á sker í Chicago, er söng-
leikaflokkur sá, er hún var með fór á
höfuðið og tvístraðist út í veður og vind.
Miss Winter söng í munuðarsöngskála
hans, og var samtímis einsöngvari í einni
allra helztu kirkju Chicagoborgar, þótt
einkennilegt megi virðast. Síðar útveg-
aði Caruso, er var góðkunningi Colosimo,
henni námsstyrk við hljómfræðiskólann
í Chicago.
Enginn efi er talinn á því, að Colo-
simo hafi einlæglega elskað Miss Winter.
Að minnsta kosti breytti hann prúðmann-
lega við hana, með tilliti til siðferðislög-
máls þessarar bófastéttar. Hann giftist
henni viku eftir að hann hafði fengið skiln-
að frá konu sinni. Fimm dögum síðar
.var Colosimo skotinn til bana í fordyri
hins mikla gildaskála er hann átti sjálf
ur. Miss Winter afsalaði sér af eigin
hvötum öllu tilkalli til auðæfa hans; fór
frá Chicago tíu dögum síðar, og varð eins
helzta leikhússtjarna á Broadway í New
York. Colosimo náði óvenju háum aldri,
miðað við meðalaldur í hans “stétt.’’
Hann varð fullra 49 ára gamall.
* * *
Ýmsir af þessum brennivínshertog-
um voru mannlyndir á ýmsa grein. O’.
Banion keypti vikulega úrval af hljóm-
plötum fyrir móður sína. Torrio, einn
af áfengisgreifunum er mest hefir haft í
veltunni, félagi A1 (“Scarface’’) Capone,
hins nafnfræga stigamanna og morðingja
foringja, lifði kyrlátlega, og mataðist
helzt heima hjá sér. Hann var ákaflega
elskur að söngleikum, fór jafpan á leik-
hús, er ítalskar óperur voru sungnar og
var óvenjulega vel að sér um óperumúsík.
Hann hataði jazz og Wagnermúsík. Tor-
rio var einn af þeim fáu, erö komst klak-
laust úr þessum heljarskimisleik. Að
minnsta kosti flúði hann undan skamm-
byssukúlum keppinauta sinna og komst
heill á húfi heim til Sikileyjar, hvað svo
sem síðan kann að hafa drifið á dagana
fyrir honum.
A1 Capone (“Scarface’’) er einn af
höfuðpersónum bókar Sullivans. Hann
virðist kaldskynsamastur allra bófanna.
Hann er 32. ára en virðist vera fimmtán
árum eldri. Þegar þetta er ritað er hann
enn á lífi, í fangelsi í Philadelphia, en þar
lét hann taka sig fastan í fyrra, fyrir að
ber á sér vopn, og einn af helztu liðsfor-
ingjum sínum með sér. Voru þeir dæmd
ir í eins árs fangelsi fyrir að bera á sér
skammbyssur, og er í almæli, að Capone
hafi tekið þetta ráð til þess, að forðast,
um stundar sakir að minnsta kosti, hefnd-
ir keppinauta sinna, er hann þá nýlega
hafði gert sérstaka skráveifu.
“Hvurn andskotann? þetta eru við-
skifti (business)” sagði hann eitt sinn op-
inberlega. “Eg hefi ekkert annað gert
en að leysa úr eftirspurn og kröfum al-
mennings. Þessi borg eyddi því nær
eitt hundrað miljón dollurum á hverju
einasta ári í sprútt á því verði sem var
áður en bannið komst á. Einhver varð
að dæla áfengi til þess að slökkva þenna
þorsta. Því ekki ég? Meðal viðskifta-
manna minna eru ýmsir mestu hefðar-
menn borgarinnar, eða veraldarinnar, ef
í þá sálma skyldi ítarlega farið, en ég er
bara vínsmyglari! Eg brýt bannlögin.
Gott og vel, þeir gera það engu síður.’’
* * *
Hversu gífurlega menn ábatast á á-
fengissölunni í Chicago, sýnir Sullivan
meðal annars með því að skírskota til
vitnisburðar John Conwell alríkisbann-
gæzlumanns, því viðvíkjandi. . Conwell
skýrir frá því, að einn af bæjarráðsmönn-
unum í Chicago, Títus nokkur Haffa, sem
fékk að síðustu íllan enda, eins og fleiri,
dróst inn í þessi viðskifti er hann komst.
að því hve mikið brennivínssuðumenn í
kjördeild hans græddu á atvinnu sinríi.
Þeir keyptu “ósoðinn’’ hráspíritus og gufu
seyddu hann. Það kostaði þá ekki full-
an dollar að gufuseyða heilt gallón (eitt
gallón er rúmlega 4£ lítri) og þeir seldu
gallónið á þetta frá fjóra til níu dollara.
Gufuseyðingarketill, er var látinn ganga
tíu klukkustundir á dag, gat framleitt 30
gallón af vínanda á hverri klukkustund,
að meðaltali fimm dala virði gallónið.
Vínseyðirinn eða smygillinn gat þannig
unnið sér inn $1500.00 á dag; eða meira
en $500,000 á einu ári, á einum gufuseyð-
ingarkatli!
Eina blessun segir Sullivan að bann-
ið hafi fært með sér að því er bófunum
viðvíkur. Hann segir, að þetta ástand
hafi að mun fækkað tölu strætaræningja,
gimsteinaþjófa, innbrotsþjófa og öryggis-
skápabrjóta, því flestir af þessum herrum,
og flestir þeirra er m est kvað að, hafa
snúið sér að sprúttsmyglun. En Sullivan
álítur það býsna hæpið, að þau skifti hafi
borgað sig fyrir þjóðfélagið.
* * *
Hroðalegur áfellisdómur er kaflinn
um William Hale Thompson borgarstjóra
(“Big Bill”) og klíku hans. Áhrif
hennar, segir Sullivan að hafi öll gengið
bófunum í vil, og þyngstur löðrungur
hafi það verið bófunum og atvinnurekstri
þeirra, er innbyrðisdeilur moluðu Thomp-
son klíkuna í fjora. Frank Smith, sá er
öldungaráð Bandaríkjanna gerði aftur-
rækan og neitaði um sæti sín á meðal,
sökum uppvísrar sviksemi í kosningunum
til öldungaráðsins, er Smith vann, var
eitt öflugasta tannhjólið í vél Thompsons-
klíkunnar.
Það er eftirtektarvert að raforku-
hringurinn mikli (The Pöwer Trust) kem-
ur þarna við sögu Thompsons. “Meðal
annars,” segir Sullivan, “var Smith gefið
það að sök í sambandi við mútubrall í
kosningunum, að hafa þegið $25,000 frá
Samuel Insuli, raforkuhöldinum volduga í
Chicago meðan að Smith var formaður
viðskiftanefndar Illinoisríkis. Meðan
Smith gegndi því embætti, var hann auð-
vitað einn af þeim, er oft þurftu að skera
úr ýmsum mjög mikilvægum vandamál-
um, er snertu hin stórkostlegu raforku-
viðskifti Insull's.
Rúmið leyfir ekki að lýsa blóðbaðinu
á Valentínusarmessu í fyrra, í Chicago, er
lesendur muna sjálfsagt eftir, að hafa séð
getið um; en í bók Sullivans er því og
öllum aðdraganda lýst greinilega. Er það
skemmst af að segja, að þar áttust við
tveir vínsmygglarahringar, og finnst
Kanadamönnum máske það krydda við-
burðinn, að bófunum lenti saman út af
ránsferð, er annar flokkurinn gerði á
hendur hinum, er þóttist hafa nokkurn-
veginn einkarétt á whiskysmyglun frá
Kanada til Bandaríkjanna, milli Windsor
í Ontario og Detroit.
Foringjar flokksins, er blóðbaðið
framdi, ætluðu að ná sér niðri á einum
miljónabófanum, er Bugs Moran er kall-
aður, og þuma að honum persónulega.
Höfðu þeir gát á aðal áfengisstöð hans.
er var bílstöð, ekki fulla enska mílu frá
ráðhúsinu í Chicago. Að morgni dags
á Valentínusarmessu hugðust þeir hafa
séð hann fara inn í bílstöðina. Þá dul-
klæddu þeir sig hið skjótasta, sem lög-
reglumenn, en af þeim hafa bófar þessir
yfirleitt engan ótta, og komust þannig að
þeim óvörum, er á bílstöðinni voru, ráku
þá upp að vegg og létu þar dynja á þeim
kúlnaélið úr vélbyssu, er þeir höfðu með-
ferðis, unz þeir voru allir steindauðir.
Moran var þó ekki þarna, og tveir af þeim
sem myrtir voru höfðu áreiðanlega mjög
lítið eða alls ekkert haft saman við nokk-
urn bófaflokk að sælda.
* * *
Þessi útdráttur er tekinn eftir “The
Weekly News,” blaði • óháða verka-
mannaflokksins hér í Winnipeg, og gefur
hann rétta og góða hugmynd um bók-
ina, sem enginn ætti að sjá eftir að
kaupa, hvort heldur bannvinur, eða and-
banningur. Hvort sem maður er, verð-
ur ekki auðveldlega komist fram hjá stað-
reyndunum, er Sullivan fylkir á hverja
blaðsíðu í bókinni, enda verður þjað
hverjum samvizkusömum manni því erf-
iðara, er hann kynnir sér betur bann-
gæzluástandið syðra, eigi einungis í- Chi-
cago, heldur og — þótt ekki sé annað far-
ið — í því nær hverri stórborg annari.
Enda rís nú upp hver á fætur öðrum
hinna merkustu og mikilhæfustu bann-
vina í Bandaríkjunum, eins og til dæmis
Borah öldungaráðsmaður nú nýlega, og
krefjast þess, að annaðhvort sé gert, og
það sem skjótast: að afnema bannlögin,
eða þá að gera alvöru úr banngæzlunni,
ef annars sé unnt að herða á henni, svo
að eitthvað miði, því eins og ástandið sé
nú orðið sé það bæði þjóðarsmán og þó
það sem verra sé, hið ógurlegasta þjóðar
böl.
* * *
En eftir að hafa lesið þenna útdrátt
úr “Rattling the Cup on Chicago Crime,”
eiga lesendur máske svolítið auðveldara
með að átta sig á því fyrirbrigði, sem
mörgum hefir komið svo kynlega fyrir
sjónir þessa síðustu dagana, að Chicago
sé svo illa stæð fjárhagslega, að búið sé
að loka mörgum skólum; segja 1,100
starfsmönnum bæjarins upp stöðunni, og
ætli sér að fækka þeim um þúsund enn.
Svo hart hefir að sorfið, að 179 starfs-
mönnum úr heilbrigðisdeildinni hefir
verið sagt upp stöðunni, þótt yfirmaður
heilbrigðisrpálanna kveini hástöfum, að
með því sé deild sín algerlega lömuð, svo
að ómögulegt sé að gegna starfinu til
nokkurrar hlítar. Og lögreglumönnum
hefir verið fækkað um fjögur hundruð
sjötíu og þrjá.
Sjálfsagt kvnni nú ýmsum að detta í
hug, að það gerði ekki svo ákaflega mikið
til með lögregluþjónana; ekki sennilegt
að svo miklu færri afrek lægju eftir þá,
þó þeim sé fækkað um svo sem fimm
hundruð. Það er af frekar litlu að taka
þar sem ekkert er til. En það virðist
allt verra með skólana og heilbrigðiseftir-
litið. Það er óneitanlega skrambi hart
aðgöngu fyrir næst stærstu borgina í
Ameríku og fjórðu mestu borg í öllum
heimi, að verða að kannast við það, svona
opinberlega og frammi fyrir öllum, að
fulltrúar hennar hinir æðstu hafi svo svín-
fitað versta þorparalýð álfunnar á fé hins
opinbera, áð ekki sé mögulegt um sinn
að annast bráðnauðsynlegustu ræstingu
sem skyldi, né veita öllum börnum þann
minnstaskamt af “fræðslu,’’ sem þau hafa
þó hingað til getað slindrulaust feng
ið.
Það má segja að hér, ef nokkursstað-
ar er um það að ræða “að taka brauðið frá
börnunum og kasta því fyrir hundana.—
Jólagjöf
(Eftirfylgjandi var flutt á fundi i
Víðir á gamlaárskveld).
Það er aðeins af hendingu einni
að það sem hér er skrifað og nefnt
er “Jólagjöf” kemur fyrir almenn-
ingssjónir. Eg hafði hvergi séð
þess getið, að fjársöfnun væri hafin
til liðs þeim Mooney og Billings fyr
en af hendingu að mér barst blað
í hendur er hafði bænarávarp Moon-
eys inni að halda. Eg hafði áður
lesið um alla málavexti og hripað
upp söguþráöinn sem hér er nú birtur
eftir Freemond Older,* sem ég ætlaði
að birta áður en fórst einhvernvegin
fyrir þangað til nú að ég rankaöi við
mér við að lesa þetta ávarp sem
hér er minnst á. Eg verð úrilhir
og gramur i geði í hvert skifti er
mér finnst hallast á hjá okkur og
þeim mun geSverri, sem nær liggur
kollsitg'lingu og má vera aS þess gæti
aS einhverju leyti í þessum hugleiSing
um, en þið megiS ekki láta mína geS-
vonsku skyggja á hinn einkar sorg-
lega atburS sem hér ræSir um. Jóla-
gjafir ættu aS koma um jólin ef fylgt
er siSvenju. En samt er þaS ótvírætt
aS hluttekning er sýnd er þeim félögum
meS hvaS litlum framlögum sem er
mun færa þeim jól í fangelsiS á hvaSa
tíma árs sem er. Þess fullviss
sendi ég þetta til birtingar þó seint
sé.
* * *
Þegar minnst var á þaS við mig
að segja eitthvaS hér í kveld, var ég
aS visu ekki fús til þess. Oig því
þá ekki ? spyrjiö þiS. Vegna þess
aS ég vil ógjarnan eyöa tíma til
þess að setja eitthvaS saman sem svo
í raun og veru er ekki neitt. En á
hinn bóginn, ef ég set eitthvað sam-
an af því sem mér liggur næst skapi,
eru það kallaöar firrur eða sérvizka
eöa blátt áfram bölvuS vitleysa. Þetta
er ástæSan. Eg myndi hreint ekki
setja það fyrir mig þó skoöanir mín-
ar væru rifnar og tættar í sundur ef
tilraun væri gerð til þess með rök-
um. Nei! langt frá. Eg óska
einmitt eftir því. Öll málefni skýr-
ast bezt meS því rnóti aS þau séu
rædd sem mest. En ekkert málefni
skýrist viS þaS aS skella við því
skolleyrunum eða segja blátt áfram
aS þaS séu firrur og vitleysa. Bg
hef rekið mig á þaS oftsinnis aS inn-
antóm orS eru bezt þegin, meira aS
segja höfð i hávegum. Nú heyri ég
ykkur mótmæla þessu. ÞiS geriS
þa§ samt ekki hátt, heldur i hljóSi.
ÞiS segið að nú sé ég orSinn sekur
um þaS sama, sem ég sé einmitt aS
kæra ykkur fyrir, sem sé aS “slá
fram.” En bíSiS þiS ögn viS. Eg
hef sannanir. Þaö var haldiS kveðju-
samsæti í Árborg ekki alls fyrir
löngu. Þess var fariö á leit við
mitg aS segja eitthvaö. Eg haföi
nokkurn undirbúningstima og tók
sanian dálítinn ræöustúf og vandaði
til hans að hugsun og búningi eftir
föngum. Eg tók einnig saman nokkr
ar gamanvísur sem ég vissi ofur vel
aS var ekkert vit í,—engin list, því
ég er ekki hagyrSingur af náttúru,
og sem sagt, aSeins oröin tóm. Mér
var úthúðað fyrir ræöustúfinn, enda
þótt ég ætti þaS ekki skiliS, því ég
var einlægur. Mér var hrósaS fyrir
stefin þótt ég ætti þaS ekki skilið því
þau voru vitleysa.
Eg hef gaman af aS minna ykkur
á annaS dæmi máli m'ínu til sönnun-
ar og það er okkur kunnugra því þaö
er heimagangur.
ViS sameinuöum öll félög sem hér
voru í eitt aS undanteknu einu (safn-
aðarfélagij. Nokkrir menn, sem
valdir voru til þess aS semja stefnu-
skrá og reglugerS fyrir þetta nýja
félag voru svo aS segja á eitt sáttir
um þaS aS útiloka allar umræöur á
fundum félagsins um trúmál og stjórn
mál. Þó voru al'lir á eitt sáttir um
þaS aS félagiS skyldi starfa aS auk-
inni þekkingu meölima sinna. Nú
er það á allra vitorSi aS stjórnmál
og trúmál gripa lang dýpst inn í okkar
einkamál af öllum málum á dagskrá
og hafa gert frá alda ööli.
Sumir ganga jafnvel svo langt aS
segja að ekkert mál geti verið rætt
án þess aö stjórnmál eða trúmál flétt-
* hinn nafnfræga stórblaSamennsku-
öldung San Francisco borgar.—Ritstj.
I fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
ist þar inn í. E'tthvaS á þessa leið
fórust Mr. Sólmundsson orS á und-
an kvæöi því er hann flutti á íslend-
ingadaigs hátiSinni á “ISavöllum” 1
Nýja íslandi síöastliöinni.
Hér er auðvitaS átt viö almenn
mál.
En langmestur meirihluti Víöisbua
vill ekkert um þessi mál hugsa eða
heyra, sem er sama og segja aö þeir
vilji ekkert um þau skilja.
Samt er bráSnauðsynlegt að mennt-
ast. Já, þó þaö nú væri. Eg get
ekki séö aö öllu meiri hugrænn glund-
roði geti átt sér staö.
Þetta er þá ástæöan fyrir því aö
ég veigra mér viö aS segja hér eitt-
hvaS, því ég finn miig ekki mann til
aS gera þaS án þess aö bjóSa ykkur
bita og bita af hinu forboSna eph-
En þiö sem hér eruS saman komin
megiö ekki skella skuld á mig fyrir
þaS aö standa hér frammi fyrir ykk-
ur. Eg segi eins og maður-
inn, þar sem hann var í kjöri. ‘
is entirely unsought from me.”
Jólin eru rétt afstaöin. Hver ein-
6taklingur hefir étið margra dollara
yirði af sælgæti, já, mikUi meira ert
meltingarfærin hafa ráðiS viöunanlega.
viö. ViS gerum þetta guði til dýrö-
ar. Jólaátiö er áréttaö á gamlaárs-
kveld meö öðru áti ennþá gífurlegra-
JólaátiS er lögmál en gamalárs-átiö
er uppfylling lögmálsins. En mangrn
Jifa í sulti og fá enga jólagjöf.
Hver er orsökin til þessa misskifta?
EáiS ykkur bita af stjórnmálaeplinu-
Gerið þiS svo vel. Jólin eru fagnað-
(irhátíöir. Af hinum mjög svO'
skorna skamti öreigans er tekiS eitt-
hvaö til þess aS prýöa umhverfiS,
þó ekki sé nema eitt lítið kerti. ÞaS
er samt tilbreyting og mamma segm
máske eitthvaö á þessa leiS: “Nel
do do, en hvaö það logar fallega a
kertinu þínu elskan.” Og þetta ger"
ir logann á litla kertinu enn bjart-
ari.
Stórbongir kristinna manna erw
6em einn ljósheimur, og alla leiS fra
litla kertinu kotungsius og upp
Jjóshafinu borgarinnar er smærri eSa
etærri ljósadýrö. Ef við viljum
Jræöast um orsakir þessara tilbreyt-
jnga, tökum viS bók nokkura, fáum
hana í hendur niannlegum verum.
sem viS skrýðum dýrindisklæöum,
fóðrum þá á hátíðamat áriS um
kring svo þeir verði fallegir á hor-
und, feitir og sællegir, borgum þeim
einhverja umsamda upphæS í pening-
um, setjum þá í skrautlegar bygging-
ar, sem ýmist eru nefndar musteri,
guös hús eöa kirkjur, og leggjum
þeim á herðar þaS vandasama verk
aS lesa þessa bók fyrir okkur. Sömu
kaflana sömu dagana og sömu bókina
ár eftir ár. ViS leggjum ríkt á viö
þá aö rétt sé lesið og hafi þaö komiö
fyrir aö einhver þessara manna hafi
gerst svo djarfur að bæta einu oröf
inn í án þess að samþykkja þaS fyrst
á þingi þar sem allur Mmennar hugs-
anir eru raglaðar eins og tungurnar
forðum, er hann klæddur úr skrúð-
anum og bókin tekin af honum. Ann-
ar er fenginn samstundis því ekkert
uppihald má verSa á lestrium.
En því lesum viS ekki bókina.sjálf
eins og aðrar bækur ?
ViS skulum klifra upp skilningstréS
og fá okkur svolítinn bita af tru-
málaeplinu.