Heimskringla - 15.01.1930, Síða 6

Heimskringla - 15.01.1930, Síða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15 JAN., 1930 Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ----eftir--- SIR EDWARD BULWER LYTTON II. BÓK , -------;------------,--------——---------- Hér varð bráður endir á hirtingarræðu Saxans. Einn af þjónunum nálgaðist Guð- röð með tylft af bráðfeitum lævirkjum, hag. lega þrædda á steikartein, og ætlaði að bjóða honum, er tröllið rétti út armlegg sinn og hrifsaði teininn með öllum lævirkjunum til sín, rétt við nefið á Guðröði, er sat sem steini lostinn af furðu. Ofbeldismaðurinn tók tvo lævirkja af teininum, og setti þá á disk félaga síns, þrátt fyrir mótmæli hans og handaband, en afganginn tók hann á sinn disk. Hinum ungu riddurum svall svo móður við þessar að- farir, að þeir máttu í fyrstu eigi mæla. Mallet de Graville, er horfði öfundaraugum á lævirkjana — því þótt Normannar væru eng- in átvögl, þá voru þeir kræsingamenn — fékk fyrstur málið. “Að vísu, og beri mér vitni allir heilagir, verður maður að kanna ókunn- uga stigu til þess að sjá forynjur, en við erum sérstaklega heppnir,’’ hélt hann áfram, um leið og hann snéri sér að vini sínum og sessunaut. Aymer, greifa D'Evereux, “að við höfum rek- ist á Polyfemus, (*-l) án þess að fara jafn langt og Odysseifur. Hann hermdi ljóðlínu úr Odysseifskviðu, þýdda á latínu, upp á risann í hettukuflinum, og benti á hann um leið. En hann hélt áfram að stýfa lævirkjana úr hnefa, rétt eins og Kýklópinn, er honum var líkt við, myndi hafa stýft Grikkina, förunauta Odys- seifs, í helli sínum. En hinn prestklæddi að- komumaður tók viðbragð er hann heyrði latín- una, rétti úr sér, brosti glaðlega svo skein í mjallhvítar tennurnar og sagði: “Bene mi fili! bene, lepedissime, poetae verba, in militis ore, non indecora sonant.’’(*-2). Normannski riddarinn starði á þann er ávarpaði hann og sagði með sömu tilgerðar- alvörunni: — “Göfugi herra! Eg er sannfærð- ur um það, að það vekur öfund hinna ensku vina minna, að svo ágætur kirkjuhöfðingi, sem mér skilst að þér séuð, af þeirri hæversku, er þér hjúpið í tign yðar, skuli láta í ljós velþókn- un yðar á orðum mínum.” “Þér eruð gamansamur, Mallet riddari,” mælti Guðröður, og roðnaði um leið. Veit ég vel að latína er aðeins við hæfi munka og snoðskerðinga,(*-3) enda hafa þeir ekki mik- ið annað til að stæra sig af.” Normanninn brá fyrirlitlega grönum. “Latína! — Ó, Guðröð, bien aimé!(*-4) Lat- ína er tunga keisara og öldungaráðsmanna, hraustra sigurvegara og dáðrakkra riddara. Veizt þú eigi, að Vilhjálmur hertogi hinn hug- prúði kunni rit Júlíusar Cæsars utanbókar, aðeins átta ára gamall? — og að það er mál tæki hans að “ólæs konungur er kórónaður asni?”(*-5) Sé konungurinn asni, þá eru þegnar hans asnastóð. Þess vegna ættir þú að sækja skóla, tala virðulega um þér betri menn, munkana og snoðskerðingana, sem vor á meðal eru oft hraustir foringjar og vitrir ráðgjafar — og festa þér í minni að vitru höfði fylgir voldugur armur.” “Nafn þitt, ungi riddari?’’ sagði hinn klerkbúni aðkomumaður á normannskri tungu ■en þó með nokkuð útlendum hreim. “Það get ég sagt þér,” sagði tröllið, er nú fyrst lét til sín heyra, á sömu tungu, og í ý*-l) Einn af Kýklópum, (er samkvæmt þjóösögum Forngrikkja voru eineygöir risar, er heima áttu á Sikil- ey) er Odysseif tók höndum og félaga hans; geymdi þá í helli og át tvo daglega, unz Odysseifur blindaöi hann og slapp á burt.—Þýö. (*-2) Gott sonur minn, gott ljúfurinn, orö skáldsins láta þekkilega í munni riddarans. (*-3 Shavelings. Það var óviröingarnafn Engil-Saxa pm krúnu- og kjálkarakaöa menn; snoðskorna. Sam- svarar hér um bil fyndni Hallgerðar um taöskeggling- ■ana.—Þýö. (*-4) minn elskanlegi! (*-5) Ymist tileinkað Vilhjálmi Bastaröi, eöa Hin- reki konungi syni hans.—Höf—. Léttara að baka dúnléttar kökur og epla- skífur úr obinHood FLOUR ‘Teningana til baka” ábyrgðin í hverjum poka svolalegum málrómi, er glöggt eyra hefði mátt heyra að var uppgerður, — “ég get frætt þig um nafn hans, ætt og atgjörvi. “Unglingur þessi heitir Vilhjálmur Mallet, stundum kallaður De Graville, af því að höfð- ingjar vor Normanna eru ekki í rónni fyr en þeir eru búnir að festa “de”(*-6) aftan við iiafn sitt; samt á hann ekki meira tilkall til Graville lénsins, er tilheyrir ættarhöfðingjan- um, heldur en það, sem fylgir gömlum kastala- turni, sem er á einum útkjálka lénsins, ásamt landskika, er framfleyta myndi einu hrossi og tveimur leiguliðum, ef hann væri ekki þeg- ar veðsettur Gyðingi fyrir fé til þess að kaupa fyrir stuttmöttla úr flaueli og gullkeðju. í föðurætt er hann kominn af hraustum Norð- manni, er kom í Normandí með sækónginum Göngu-Hrólfi; móðir hans var frakknesk, og frá henni hefir hann erft beztu hæfileika sína, nefnilega sniðuga háðgáfu og skæða tungu. Annars hefir hann sér til ágætis hófneytni, því hann matast hvergi nema á annara kostnað; —nokkra latínukunnáttu, því hann átti að verða munkur sökum þess að hann virtist of þróttlítill til hermennsku; — nokkurn kjark, því þrátt fyrir vaxtarlag sitt, felldi hann þrjá Búrgunda með eigin hendi, og þá gerði Vil- hjálmur hertogi það heimskuverk, eitt á meðal annara, að slá þar einn óðalslausan riddara úr einum flekklausum munk. Og þar að auki—” “Og þar að auki,” greip de Graville ridd- ari fram í, náfölur af reiði og gat með naum- indum stillt rödd sinni í hóf, “ef þú værir ekki svo heppinn að Vilhjálmur hertogi situr þarna, þá skyldi ég lijálpa þér um sex þumlunga af köldu stáli í skrokkflykkið á þér til þess að , melta betur matinn sem þú stalst, og hefta (blaðurtungu þína—’’ “Þar að auki,” hélt risinn áfram, eins og ekkert hefði í skorist, eða að hann hefði alls . ekki orðið þess var, að gripið hefði verið fram í fyrir honum; “þar að auki líkist hann Akkil- lesi í því einu að vera hvatskeytur, iracun- dus.(*-7) Stórir menn geta vitnað í latín- una engu síður en litlir, herra Mallet minn beau clerk!(*-8) Mallet hafði þegar gripið um rýting sinn; sjáaldrið í augum hans þandist út eins og í par- dusdýri, er býr sig til stökks. En til allrar hamingju barst rétt í sama bili hin djúpa, hljómmikla rödd Vilhjálms hertoga um borðin, en að vísu nokkuð hástilltari en vant var:-- “Fagra veizlu og munntamt munngát haf- ið þér búið oss herra konungur og bróðir! En ég sakna hér þess, er riddarar og konungar telja krydda hvern mannfögnuð eins og ilm- smekkinn vínið: mansöngsins. — Vissulega eru bæði Saxar og Normannar af sama stofni og hrósa sér í höll sem dyngju af afreksverk um norrænna forfeðra. Bið ég því mansöngv- ara yðar eða hörpuleikara um einhvern hetju- söng frá fornri tíð!” Normannarnir gerðu góðan róm, en þó lágmælt og kurteislega að þessum orðum. Saxarnir litu upp; horfði hver á annan og and- varpaði lágt, því þeim var öllum fullkunnugt um það, hverskonar söngljóð Játvarði geðjuð- ust helzt. Konungur svaraði svo lágri röddu að eigi heyrðist um borðin, en þeir, er vanastir voru að lesa í svip hans, þau fáu svipbrigði er venjulega var um að ræða, hefðu getað sagt það hinum, að ávítur byggju konungi í brjósti. Enda komu þær brátt í ljós, er afar langdregið og ieiðinlegt forspil heyrðist, frá þeim stað í höllinni, er sátu hvítklæddir hljóðfæraleikar ar, eins og vofur, sveipaðar í líkklæði. En er forspilið var úti hófu þeir með grafarsöngslitað um raustum ógurlega langloku um píslarvætti og kraftaverk einhvers dýrlings frá dögum frumkristninnar. Svo tilbreytingarsnauður var söngurinn, að menn tók sýnilega að syfja undir honum. Og þegar búið var, og Játvarð- ur, eini maðurinn, er hlustað hafði með at- hygli og ánægju, leit í kringum sig með eftir- væntingu um almenna hrifningu sinna tignu gesta, þá sá hann systurson sinn því nær geng- inn úr kjálkaliðunum af geispa; biskupinn frá Bayeux með hringprýddum greipum spentum um magálinn, steinsofandi; Fitzosborne dott- andi og dragandi ýsur með hálfrökuðu höfð- inu — og Vilhjálm, glaðvakandi að vísu, en með augun uppi í ræfri, og sálina langt frá glóðarristinni, sem (öllum öðrum dýrlingum sé lof!) dýrlingurinn, er þetta söngljóð fjall- aði um, hafnaði að lokum farsællega á. “Uijaðssamlegur og sálbætandi söngur, Vilhjálmur greifi,” sagði konungur. Hertoginn hrökk upp úr vökudraumum sínum, laut höfði lítið eitt, og sagði svo for- málalaust: “Er þetta ekki skjaldarmerki Elfráðs konungs?” “Jú. Hví?” “Hemm! Matthildur Flæmingjaprinsessa, er komin í beinan karllegg frá Elfráði. Og (*-6) frá; De Graville—frá Graville.— (*-7) Uppstökkur.—ÞýS. (*-8) SkriflærSi.—Þý8. Saxar hafa enn í hávegum nafn hans og ætt. “Já, vissulega; Elfráður var mikilmenni, og endur- bætti saltarann,” svaraði Játvarður. Harmljóðið var nú á enda, en svo deyfandi höfðu áhrif- in verið, að drómi féll ekki af mönnum þótt tekið væri fyrir uppsprettuna. Dauða- þögn og drungi var um alla höllina, unz allt í einu gall við rödd, sem lúðurhljómur hins efsta dags, breið, voldug og yfirgnæfandi. Allir hrukku við, Allir snéru sér við, allir blíndu í sömu átt, og sáu að þessi mikla rödd kom frá öðrum enda hallarinnar. Þar var staðinn á fætur hinn risa- vaxni aðkomumaður. Hafði hann dregið lítið, þrístrengj- að hljóðfæri undan kufli sín um — nokkuð áþekkt nútíma gígju — og söng á þessa leið: Göngu Hrólfur* Heimski Karl í háu sæti hreykir sér með yfirlæti, á bak við og til beggja handa búnir skarti hirðmenn standa; með ellefu rekkum inn þá gengur afar hár og gildur drengur. Jarls á hann nafn af jöfri að þiggja og játast undir veldi tiggja, á hann kóngi eiða’ að sverja, að hann landið skuli verja, og fastmæla svo full sé vissa, fót hann þengils á að kyssa. Þeir í tignar klæða hann kápu, kápan stendur fast á beini, eiðinn þylur hann eins og drápu, ekki skilur hann sumar greinir, en er kemur að kossgreiðslunni kappanum verður orð á munni:— “Einn er hanki, og er það verra á athöfninni á þessum degi, með beinserk er ég borinn herra! og beygja mig, það má ég eigi; fót þinn mér til munns að hefja munu því eigi kallast refjar.”— Er innt hann hafði orðin þessi, óðar þreif hann Karls í leggi, ofan dró hann sjóla úr sessi, og sópaði gólf með konungsskeggi; Að standa á höfði hann Karli kenndi;— á kossum fótar sá varð endi, Norðmenn brostu og breiöu spjótin bráðum tólf á lofti voru; glúpnuðu Frakkar gengu’ ei móti, en greiddu heldur orðin stóru;— I-Ieim til Rúðu Hrólfur vendi, Heimska Karli skatt ei sendi. Engin orð geta lýst þeirri örvun, og þeim klið er varð á meðal hinna normönnsku gesta við að heyra sungið þetta nafnfræga kvæði. Og jókst þó kliðurinn og fagnaðarlætin um allan helming við það, að nú þekktu allir ljóð- söngvarann; enda heyrðust hvíslingar frá liundrað börkum, jafnskjótt og hann hafði lokið söngnum: “Taillefer, það er Taillefer okkar normannski!” “Við sankti Pétur, uppáhalds dýrling okk. ar beggja, minn konunglegi frændi,” sagði Vilhjálmur, eftir að hafa hlegið hjartanlega, “vissulega gæti engin tunga nema ljóðsöngv- arariddara míns hafa tekið svo í hlustir vorar. Fyrirgef, herra, hið dirfskufulla innihald söngs- ins, sökum hugrekkis söngvarans; og sökum þess að ég veit vel’’ (og nú varð hertoginn skyndilega alvarlegur á svip) að ekkert nema mjög áríðandi og viðurhlutamiklar fréttir úr hinu þrólega ríki mínu, hafa knúið hingað hina ljóðrænu stormsvölu yfir saltan sæ, þá ' leyfið, herra, sendiboða að vísa hingað fugli þessum, er ég óttast að sé spádóms og jar- teiknafugl eigi síður en söngfugl.” “Allt sem þér þóknast, þóknast mér,” sagði Játvarður þurlega, og gaf sendiboðanum skipan sínu um að sækja ljóðsöngvarann. Eft- ir drykklanga stund kom hann skálmandi risaskrefum, upp hallargólfið á milli borðanna, og hinn klerkbúni félagi hans með honum. Varð flestum starsýnt á þá, svo ólíkir sem þeir voru. Báðir höfðu nú kastað hettunni á bak aftur, og voru því berhöfðaðir og báðir verðir þeirrar athygli er þeir vöktu, hvor á sinn hátt. Ásjóna ljóðsöngvarans var björt og heið, eins *) Hið alkunna kvæði Gríms Thomsens er hér sett sem þýðing á kvæði því er Taillefer syngur, enda er kvæðisefnið nákvæmlega hið sama, þótt bragarháttur sé annar.—Þýð. og sólskinsfagur sumardagur; ásjóna klerksins var dimmleit og þungbúin, eins og nóttin. Taillefer var dökkjarpur á hár, og liðuðust þykkir lokkar hirðulauslega um bjart og frítt enni. Augun voru grábrún, og augnatillitið djarfmannlegt og broshýrt í senn, en úm var- irnar lék bros, er kátínan skein úr, þótt einn- ig mætti af munnvikjadráttunum marka, að undirniðri væri einnig til háð og slægvizka. En öll var framkoman í senn aðlaðandi og karl- mannleg. Klerkurinn var þar á móti dökkur á kinn og tekinn í andliti. Andlitsfallið allt sérstak- lega fínmeitlað; ennið hátt mjög, en eigi breitt að sama skapi, og markað djúpum rúnum hugs unar og ahygli. Svipurinn bar vott um óbil- andi ró og hæversku, en þó staðfast sjálfs- traust. Fram á milli hermannaraðanna gekk hér hæglátlega, rólega og öruggur í meðvit- und sinni um yfirburði sína, fræðimaðurinn. Vilhjálmur beindi hinum hvössu augum sínum á prestinn, með nokkurri undrun, bland- aðri bræði og stolti. Hann snéri sér þó fyrst að Taillefer, er nú var kominn fram að hápall- inum, og sagði:— “Við hina heilögu mey, ef þú berð mér eigi ill tíðindi, þá gleður andlit mitt þig meira en hrottasöngur þinn. Krjúp, Taillefer, krjúp fyrir Játvarði konungi, og með meiri kurteisi, en hinn seinheppni landi vor auðsýndi Karli konungi.” En Játvarður, sem líkaði ekki betur útlit hins risavaxna ljóðsöngvara, en innihald kvæð- isins, er hann flutti nýlega, ýtti stól sínum aftur á bak, eins langt og hann gat og sagði: “Nei, nei, vér afsökum þig, mikli maður.” Þrátt íyrir það kraup ljóðsöngvarinn á kné fyrir konungi, og hið sama gerði klerkurinn með innilegasta auðmýktarsvip. Báðir stóðu upp hæglátlega, og gengu, að gefnu merki frá hertoganum, á bak við stól Fitzosborne og stóðu þar. “Klerkur,” sagði Vilhjálmur og horfði ein- beittlega á hið magra andlit þessa kirkjunnar þjóns, er þarna stóð fyrir framan hann, “ég þekki þig frá fornu fari, og ef þú kemur hing- að sem erindreki kirkjunnar, þá, per la re- splendar Dé!(*-9 hefði hún þó getað sent mér ábóta að minnsta kosti.” “Hægan, hægan,” sagði Taillefer formála- Iaust, “móðga þú ekki, Normannagreifi, minn góða vin og förunaut. Veit það trúa mín, að vel má svo fara, að þú fagnir honum betur en mér; því söngvarinn hefir einungis um ósam- ræmi fréttir að flytja, en spekingurinn getur komið öllu í samræmi aftur.” “Ha!” sagði hertoginn, og hleypti svo í brýrnar að nær því virtist, að sæi í tvö glóð- arkol, þar sem augun voru. “Sennilegt er þá að uppreistarandi sé kominn í hlna drembilátu lénsmenn mína. Gangið nú báðir héðan og bíðið mín í herbergjum mínum. Skal það eigi skerða veizlugleðina í Lundúnum, þótt svifti- vindar blási í Rúðuborg.” Sendiboðarnir tveir beygðu sig þegjandi og gengu á brott. (*-9) Við dýrð guðs!

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.