Heimskringla - 29.01.1930, Síða 2

Heimskringla - 29.01.1930, Síða 2
J. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPBG, 29. JAN., 1930 Alheimur og Island i. Vér getum hugsað oss tilveruna sem öldu af öldu, út frá því sem öllu kemur á staö, því sem hinn mikli vitringur og vísindamaSur Aristoteles nefndi to próton kínún: 'hitS frum- hreyfanda. Hver alda eöa tilveru- hringur, skapar nýja öldu út frá sér. Vér hér á jörðu erum mjög utar- lega í þessu sköpunarverki, og vér megum ekki ímynda oss, að það séum vér einir, sem erum i þessum tilveru- hring, þaö er eitthvaö annaö. í sólnasambandi því, sem vér nefnum vetrarbraut, eru eftir nýjustu rann- sóknum, kringum 30,000 miljónir af lýsandi sólum, og þag er mjög var- lega áætlaö, aö af öllum þeim miljón- um sólhverfa sem eru i vetrarbraut- inni, séu 100 jaröir, svipaöar vorri og byggöar af svipuöum mannkynjum. Menn vita nú af framundir 2 miljón- um vetrarbrauta, sem eru dreiföar um gjeiminn með 1—2 miljóna ljósára millibili, og er rúmt um hverja, eins og sjá má af því, aö það er rúm ljós-sekúnda til tunglsins, en 8 Ijósmínúta til sólarinnar, héöan af jöröu. Menn geta af því sem sagt var, ráöið aö jarðir svipaðar vorri, muni vera býsna margar, og ber þó enn aö athuga, aö telja má víst aö menn þekkji aðeins örlítið brot af þeim vetrarbrautum sem til eru. Mannkyn líkt voru verður því senni- lega aö telja ekki aðeins í biljónum, heldur triljónum, eöa ennþá hærri tölum, svo að vor tilveruhringur er býsna víður. II. Á þessum tilveruhring hefir fram- för sköpunarverksins strandaö. Má gera mjög ljóst og skiljanlegt hvern- ig á því stendur. —Mannkynið hér er getið og fætt, eins og kunnugt er, á sér foreldra, hér má tala um hiö fædda Jíf, vita nata. Hvert lif mis- tekst. — Þroskatíminn er stuttur, en hrörnun löng, ef við elli er að fást. — Menn lifa þó, þrátt fyrir dauðann, og eru eftir dauðann alveg eins lík- amlegir og jarðneskir og áður, að- eins er um aðra jörð að ræða, og hinn nýi líkami er ekki fæddur, heldur vex í skjótri svipan á afl- svæði, er materialiseraður eða regen- ereraður, án þess að nýir foreldrar komi til sögunnar (vita re(generata). Nú er það lögmál, að þeir verða sam- an i framlífinu, vita regenerata, sem líkir eru, og má því skilja, að mörg mannfélög framlífsins muni vera leið og ömurleg, þar sem saman eru komnir eintómir misindismenn. En allra verst verður þar sem safnast saman allir hinir mestu níðingar og illmenni, stórglæpamennirnir á jörð- um hins fædda lífs. Má vissulega heita helvíti þar sem slík mannfélög eru. Þar er lifað alveg þvert gegn tilgangi lífsins, sá sem verstur er, ræður þar mestu, velvild og miskunn- semi er þar ekki til, en öll viðleitni miðar að því að kvelja aðra sem mest, til að ná frá þeim kröftum þeirra og magna sjálfa sig þannig. Mun ég lýsa þessu nákvæmlega í bókum þeim, sem ég er að undir- búa: “Cosmic Biology” (Alheimslif- fræði) og “Á framleið.” III. Helvítin eru aðalgallinn á alheim- inum, og við þann galla hefir ekki orðið við ráðið. Enginn fæðist á slíkum stöðum, en menn geta dáið burt þaðan, þegar nokkur hugarfars- breyting verður til batnaðar, en skörð- in sem verða, þegar menn deyja burt úr kvalastöðunum eru fylt (og fram yfir það), þannig að illmennin frá ótölulegum grúa af jörðum deyja til helvítis, fá þar nýjan líkama. Frá jörðunum í vorum tilveruhring er stöðugur innflytjendastraumuj- til hel- vítanna og allskonar ömurlegra tilveru staða í þvi nágrenni. Eða, með öðrum orðum, út frá vorum tilveruhring hins getna og fædda lifs, vaxa aðrir ennþá miklu verri tilveruhringir hins endurlikam- aða (regenereraða) lífs. En meðan þannig gengur, verður tiiganginum með sköpunarverkinu ekki náð, heim urinn getur ekki komist á brautina til alfullkomnunar. Þegar út í vorn tilveruhring er komið, nær hið guð- lega ekki að hafa fulla stjórn. Hið stærsta alheimsverkefni er nú að ráða bót á þessu, og að þvi er beint feikna- kröftum frá hinum góðu tilverustöð- um. Það sem þarf að ávinna er að koma lífinu á vorri jörð og öðrum slíkum, í það horf að þaðan vaxi ekki verri tilveruhringir, eða með öðrum orðum að menn deyi frá slíkum jörð- um upp á við en ekki niður á við. Innflytjendastraumnum til hinna illu staða verður að vera lokið, hið end- urlíkamaða líf, vita regenerata, á alltaf að vera upp á við. IV. Á þessum sannleik, sem nú hefir ver ið nokkuð af sagt, byggjast hug- myndir þær, sem komið hafa fram hér á jörðu, um að bjarga mann- kyninu. Frá hinum góðu stöðum, þ. e. jörðum sem eru byggðar af miklu fullkomnari mannkynjum en hér er, hafa verið gerðar miklar til- raunir til að koma fram með hug- skeytum, “innblæstri” (inspiration) og slíku, nauðsynlegri þekkingu. En þær tilraunir hafa alltaf mistekist. Árangurinn varð átrúnaður, religion, þar sem einmitt það sem mest reið á aö vita, komst ekki fram eða var misskilið. Fólkinu í vorum tilveru- hring hefir aldrei tekist að skilja að það lifir eftir dauðann líkamlegu lífi í endursköpuðum likömum, á öðr- um jörðum. 'Og aldrei, að það er lífið á öðrum jörðum sem ríður svo á að hafa samband við héðan af jörðu. Nú fsyrst er að rofa til i þessum efnum. Nú fyrst er að byrja að takast hin stórkostlega tilraun til að bjanga heiminum. V. Frá upphafi má af íslenzkri sögu marka að þjóð vor er til mikils ætl- uð. Það var eins og valið úr beztv ættum jarðarinnar til að fara að byggja þessa úteyju, sem á eftir að verða svo fræg. — Héðan átti svo að nema hið mikla meginland, Am- eríku, svo að þjóðin sem átti að eiga upptökin að því að bjarga mannkyn- inu, gæti orðið stórþjóð, og málið góða, heimsmál. En þó að þetta mistækist, þó að þjóð vor yrði hér að kúra og kæmist á heljarþröm, þá var samt aðeins um töf að ræða en ekki fullnaðarósigur.. Hin mikla til raun er að byrja að takast. Og ef menn vilja hafa greind við, þá munu þeir verða varir við ýmislegt, sem er býsna eftirtektarvert, eins og t. a. m. það, hvernig hin stórkostlega breyting á íslenzku árferði og öll- um islenzkum högum sem nú er að verða, er samfara því að hin mikla tilraun er hér að byrja að takast. Og hefir þó fylgið ekki verið mik- ið hjá því, sem þurft hefði, en þó nóg til þess að hin góðu öfl hafa get- að komið sér betur við en áður, til að hjálpa, og árangurinn af allri við- leitni manna til að bjarga sér og bæta þjóðarhaginn, því orðið meiri en ella myndi verið hafa.—Helgi Pjeturss.— Lesb. Mbl. Eastmann, að ýmsar amerískar iðn- greinar blómgast nú forkunnar vel. En velmegun sú sem það hefir í för með sér, er hvorki svo almenn né henni svo vel skift, sem Evrópa virð- ist halda. Og af erfiðleikum og ör- bingð er einnig nóg í Ameriku. Hið margnefnda háa kaupgjald, í Ameriku er einnig villandi. Það er satt, að kaupið er hátt i félagsbundnum iðn- greinum, en það er aðgætandi, að einungis tíundi hluti amerískrar vinnu er félagsbundin (en um 90 af hundraði í Englandi). 1 ófélags- bundnum myllum suðurríkjanna búa verkamenn við sultarkaup, ámóta og í námum í Wales. Amerískt at- vinnulíf er heldur ekki rekið eins kröftuglega og af er látið. Meira en 3 miljónir manna voru atvinnulaus- ar siðastliðinn vetur. 640 þúsund bændur flosnuðu upp af jörðum sín- um árið 1927. 3 miljónir bænda hafa þannig flosnað upp síðan 1920. í flestum tilfelilum er húsmóðirin að- stoðarlaus, vinnukonulaus. — Ameríku menn láta að vísu eftir sér ýmsar skemtanir, sér til upplyftingar og menntunar, sem ekki munu vera eins tíðar í Evrópu, þar á meðal ekki sízt löng skemtiferðalög, til dæmis til Evrópu. Síðastliðið sumar komu 100 þúsund Ameríkumenn í sumaf- leyfi sínu til Evrópu og Evrópumenn álíta að þetta séu flest auðmenn eða efnamenn. En sannleikurinn er sá, að langmestur hluti þessa ferðafólks eru kennarar, prestar og verzlunar- fólk, sem hefir orðið að spara til ferðarinnar i 10 eða 20 ár, en fer hana sem einskonar pílagrimsferð til Englands, sem það telur sögulegt, menningarlegt og andlegt föðuriand sitt. Þá er það oft nefnt sem vottur um ameríska velmegun, að vestra eigi svo að segja hver maður btl, einnig verkafólkið. Það er satt, bílaeign er mikil. En bílaeign verkamanna er mest fólgin í brúkuðum bílum, sem fást fyrir ca. $125. til $250. Þessi bílaeign er verkamanninum oft ó- missandi, eina vörn hans gegn at- vinnuleysinu, þar sem fjarlægðir eru miklar, en mikils hraða krafist í líf- inu. Þetta er álit Ameríkumanns- ins.—Lögr. að eðlilegt væri að þau hefðu áhyggj- ur út af þessari breytingu. En þegar hann liti yfir öll þau andlit sem hér væru inni og sæi einlæga velvild til þeirra í þeim öllum væri hann þess fullviss að óskir og bæn- ir sveitunga þeirra myndi á óskiljan- legan hátt vernda heill þeirra í nýju umhverfi. Þá mælti ræðum. fram þrjár vísur sem hann hafði ort í þeim tilgangi að þær yrðu sungnar og sam- sætið hafið með þeim, en af. vissum ástæðum gat það ekki orðið.— Þá samleið þrýtur sífellt þynigist lund og söknuð vekur, ekki er þess að dyl j ast. En göngum samt á góðra vina fund og gleðjumst með þeim áður vegir skiljast. Hún þynnist óðum þessi gamla sveit sem þoldi vos í fornu landnáms- stríði. Á hana hvorki frost né funi beit, í fylking stóð hún engar hættur flýði. Nú blessar Mikley öll sín öldnu börn— og eins hvern mann sem henni reynd- ist góður. Á igötu nýrri guð sé þeirra vörn, hún gleymir hvorki systur eða bróð- ur. Varðskipið Þór strandar Skilnaðarsamsæti Þann 19 okt. síðastl. héldu Mikley- ingar skilnaðarsamsæti þeim Hildi Johnson, Helen Johnson og Cap Jóhanni Jóhannssyni. Þær Hildur og Helen voru að flytja til Winnipeg en Jóh. til Selkirk. Hildur og Jóhann hafa dvalið Ameríka og auðsældin Þrjár miljónir bænda flosna upp í undanförnum Lögréttublöðum hef tr nokkrum sinnum verið sagt frá ýmsu viðvíkjandi ameriskri menn ingu. Því er haldið fram af ýmsum að í Ameríku sé að skapast upphaf nýrrar menningar, enda séu þar hin beztu skilyrði, vegna auðsældar lands ins i heild og velmegunar og almennr ar vellíðunar einstaklinganna.. Vestan úr Ameríku sjálfri kveður samt stund um við annan tón í þessum efnum og einmitt nú um þessar mundir ger- ast atburðir i fjárhagslífi Ameríku (verðhrunið í New York) sem benda á það að fjármálaframtið Vestur- heirns standi ekki eins föstum fótum og áJitið hefir verið. Síðustu bæjar stjórnarkosningar í New York vekja einnig athygli að því leyti að at- kvæðatala jafnaðarmauna hefir fer- faldast, þó að þeir séu i miklum minnihluta. Þó að lítið verði af þvi einu ráðið ber það því nokkurn vott, að hið ríkjandi ameríska auðvalds- skipulag eigi sér undirniðri heldur ekki eins óskift fylgi og venjulega hefir verið sagt. Að þvi er amerísk ur háskólakennari einn, Eastmann Chicago, hefir nýlega sagt í bréfi til “The Times” í London gera menn sér lika í Evrópu venjulega skakkar hug- myndir um auðsæld Amerikumanna. Það er að visu efalaust, segir Mikley í 37 ár, en Helen er hér upp- alin af Hildi ömmu sinni. Til samsætisins var stofnað með al- mennri samtöku eyjarbúa, undir stjórn nokkurra helztu kvenna henn- ar. Fjaldi manna sótti samsætið og var samkomuhús eyjarinnar full- skipað fólki. Veður var indælt, tunglsljós og blæjalogn. Winnipegvatn lá eins og skygður spegill í faðmi hljóðrar haust nætur. Brá tunglið á það gullnum bjarma. Spruce-trén stóðu í fylking meðfram ströndinni há, tignarleg og sígræn, og báru krónur þeirra við himin. Töfrar fagurrar en hálf huldrar útsýnar gripu hugi manna föstum tökum og minntu á undra- lönd álfheima. J. S. frá Kaldbak stýrði samsæt- inu og ávarpaði heiðursgestina. Hóf hann mál sitt með því að eind sinni hefði maður hniginn að aldri ákveðið að leggja upp í ferð undir nótt. En áður en hann fór greip hann kvíði um það, að ferðin myndi snúast sér til ógæfu. Var kviði sá svo áleit- inn að hann féll i augnabliks dá. Þá birtist honum ókunnur maður sem sagði: “Óttast þú ekki, gamli maður! Þegar þú vaknar munu margir menn verða á vegi þínum. Hafðu það til marks, að ef þú finn- ur blýhugi þeirra snúa í einlægni að þér, mun ferðin verða þér til gæfu.” Þegar hann vaknaði kvöddu allir hann með alúð. Og hann lagði von- glaður í ferð sína, þó að framorðið væri orðið. Ræðumaður kvað eitthvað likt væri með þau Jóh. og Hildi og hinn gamla mann. Þau væru bæði hnigin að aldri ag búin að vera hér svo Jengi Síðan minntist ræðum. góðrar framkomu þessa fólks í byggðinni, friðsemi þess og gætni í umtali. Gat hann þess að þau Hildur og Jóhann væru orðin gráhærð, enda hefði lífið stundum leikið þau grátt eins og flesta sem komnir væru á áttræðis- aldur. Þó væri Hildur falleg enn, og enn sæjust merki karlmennsku og fimleika á Jóh. Jóhann var íþrótta- maður, skauta- og skíðamaður svo góður að afbragfð þótti. Slyngur siglingamaður var hann og var lengi skipstjóri á Winnipegvatni. Að end- ingu afhenti samkvæmisstjóri heið- ursgestunum gjafir sem lítinn þakk- lætisvott frá byggðarbúum íyrir góða samvinnu og langa samfylgd. Gjöf til Hildar var vönduð ferða- taska. Fylgtlu henni þau ummæli að reyndar hefði hún átt að vera full af peningum en því miður hefðu þeir ekki verið til, en hún væri full af gæfu, sem góðir vinir hefðu látið í hana. Jóhanni var gefinn göngustafur með þeirri náttúru að meðan hann gengur við hann getur hann ekki dottið hvað fast sem ellin færist yfir hann. Helen afhenti hann fallega ferðatösku, sem viðurkenning fyrir ágæta þátttöku félagslífi eyjarinnar í möng ár. Sagði hann að svo segði sér hugurinn að, að í þessa tösku myndi hún láta sitt brúðarskart. Bað hann Miss John- son að ná 'bara í nógu ríkan mann í Winnipeg — þar væri nóg af þeim —og* koma með hann til Mikleyjar og láta hann með auð sínum gera hana eins skemtilega og Winnipeg, svo að við þyrftum ekki að missa allar fallegar stúlkur upp í bæina. Næst talaði Márus Doll. Minntist hann gamalla og glaðra stunda, þeg- ar hann og þau Hildur og Jóhann voru í blóma lífsins á frumibýlings- árum Mikileyjar. Sagðist honum vel. Reykjavík 23. des. Sú fregn barst hingað til bæjarins, að varðskipið Þór væri strandað á Skagaströnd, nálægt Hpskuldsstöð- um, að því er menn héldu. Þór fór héðan með tvo menn úr kirkjumálanefndinni, þá Runólf á Kornsá ag sira Jón Guðnason. Hafði hann komið með Runódf til Blönduóss í fyrradag. Var ferðinni síðan heitið vestur að Prestsbakka með síra Jón. Rvík. 24. des. Hér verður sagt frá Þórsstrandinu eftir þeim heimildum er Mgbl. tókst að afla sér í gær. Aðalatriðin eru þessi: Er Þór lagði af stað frá Blöndu- ósi á föstudagskvöld, var ferðinni heitið til Steingrímsfjarðar. Ætlaði skipstjóri að vera undir Grímsey meðan óveðrið stæði yfir. í Húnaflóa bilar stýrisútbúnaður skipsins. Skipverjar geta lagað hann. Skipið kemst ekki leiðar sinnar. Liggur fyrir akkerum í blindbyl ná- Iægt Ey á Skagaströnd allan laugar- daginn. Skipverjar sjá aldrei Iand. Mæla iðulega dýpi. Er þeir finna að þeir eru komnir í grunnsævi ætla þeir að leita frá landi. Létta akkerum. Akkerisfesti slitnar, stýrisútbúnaður reynist ekki í lagi, og skipið strandar í sömu svipan. Menn allir þjóta á þiljur. Verða síðan að haldast við í klefum á þiljum uns þeir komast af skipinu, því undir þiljum er alt i sjó. Höfðu þeir nokk- urn mat og drykkjarvatn. Vegna þess að veður fór batnandi óttuðust þeir ekki, er frá leið, að skipið myndi liðast í sundur. Öld- urnar skullu á afturhluta þess, og mæddu þvi ekki eins mikið á skips- hliðinni. Allir skipverjar hressir og ómeiddir er þeir komust úr skipinu. . . Menn á Skagaströnd verða varir við Þór strandaðan á Sölva- bakkaskerjum. Um miðdegisbil fréttist hingað að menn sem verið höfðu að leita að hrossum niður við Laxá á Skaga- strönd, í birtingu á sunnudagsmorg- Un, hefðu séð Þór strandaðan á Sölva- bakkaskerjum. Hefðu þeir séð að skipið var nokkurnveginn á réttum kili, ag mannaferð hefði verið um þilfarið. Frá Ytri-Ey sást og til Þórs, þá um morguninn. Brugðið var þegar við á Bdöndu- ósi og Skagaströnd að safna liði ti! þess að fara á strandstaðinn.. Brim var þá svo mikið, að eigi voru tiltök að leggja út með báta frá Blönduósi. Rúml. 20 menn fóru þaðan, svo fljótt sem unt var. Ætluðu þeir að reyna að fara á bílum, en komust skamt með bílana. Braut var rudd seinna um daginn gegnum skaíla þá er óbílfærir voru, svo btlar kæmust alla leið að strandstaðnum, ef á þyrfti að halda. Frá Skagaströnd voru mannaðir tveir mótorbátar (trillubátar) Bátar þessir voru á kafi í fönn er átti til þeirra að taka, og gekk því seinna en annars að gera þá út í ferð þessa. Formenn á bátum þessum voru þeir Óskar Þorleifsson og Guðmund- ur Guðmundsson. En sá sem stjórn- aði athöfnum var aðallega Karl Ber- endsen. Hann fór með öðrum bátnum á strandstaðinn. Skagastrandarbátarnir munu hafai komið á vettvang kl. að ganga þrjú. Svo mikið brim var umhverfis Þór. að þeim var ófært að koma nálægt skipinu. Lögðust þeir við “dreka” eins nálægt og unt var. Blönduós-menn er komu á strand- staðinn gátu ekkert aðhafst. Milli Þórs og lands var svo löng leið, að engin tök voru á því að koma taug miilli skips ag lands. Þeir urðu þess varir, að annan björgunarbátinn frá Þór hafði rekið í land þar skamt frá. Þóttu þau tíðindi ill og ískyggileg, því menn óttuðust, að skipverjar hefðu ætlað að reyna að nota bátinn um nóttina, og væri hann þarna sanninda- merki þess, að einhverjir af skipverj- um, fleiri eða færri, væru þegar druknaðir. En sem betur fór, reyndist sú til- gáta ekki rétt. Scx mcnn af Þór leggja út í þeim björgunarbátnum scm eftir var Er Skagarstrandarbátarnir tveir höfðu verið á strandstaðnum um hríð, og fullvíst var, að þeim væri ófært að komast að Þór, Jögðu sex vask- leikamenn af skipshöfn Þórs út í þann björgunarbátinn sem eftir var. Voru það þessir menn: Stefán Björnsson 2. stýrim. Aðalsteinn Björnsson 1. vélstj. Guðm. Egilsson loftske\1:am. Stefán Jónsson, Enok Ingimundarson, Valtýr Karvelsson. Komust þeir klaklaust frá skipinu og til annars Skagastrandarbátsins, er fór síðan með þá til Skagastrandar. Er hér var komið sögu, var veðrið orðið gott að heita mátti, norðan- storminn hafði Iægt, og var kominn suðaustan andvari. En haugabrim hélst enn, eftir óviðrið. Skagastrandar-menn og 3 af skip- verjum Þórs halda björgunartilraun- um áfram fram á nótt. Þeir sex skipverjar af Þór sem komu til Skagastrandar, ferígu vinkta viðtökur og besta viðurgerning hjá Ólafi Lárussyni kaupfélagsstjóra. Er þeir höfðu verið dregnir úr vosklæð- um og fengið hressingu, vildu þrír þeirra fara til baka með Skagastrand- armönnum til þess að halda björgun- artilraunum áfram. Voru það þeir: Stefán Björnsson, Aðalsteinn og Guðmundur. Er lagt var út frá Skagaströnd í annað sinn, höfðu menn með sér kaðla ag útbúnað þann til björgunar, sem fáanlegur var. Að aflíðandi mið- nætti var fjara. Um það leyti lögðu þér sem notið TIMBUR KA UPIÐ AF The Empire Sash & Door Co., Ltd. Birgðir: Henry Ave. East Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton VERÐ GÆÐI ÁNÆGJA. Heiðursgestirnir báðu þann er þetta ritar að tala þakkarorðum til fólks- ins. Tókst það ekki eins vel og skyldi, svo að þau grípa nú tækifærið og senda öllum eyjarbúum ástarþökk fyrir ágæta og ógleymanlega kveld- stund og höfðinglegar gjafir. Þau óska eyjunni og öllum íbúum hennar gæfu og gengis í framtíðinni. Þau vilja taka það fram að þó að tím- ans hrönn breikki á milli þeirra og kveldsins 19. okt., 1929, muni minnin< þess gróa sí-ung í tilfinningum þeirra. Konur byggðarinnar báru fram á- gætar veitingar. Eru gæði veitiniga á samkomum Mikleyinga frægar orðn- ar um allt Nýja ísland. Mörg gömul og vel þekkt íslenzk lög voru sungin. Að lokum var bekkjum rutt og slegið u(pp dansi sem stóð Iangt fram á nótt. J. S. frá Kaldbak. Stofnaö 1882 Löggilt 1914 Hitað hafa heimili í Winnipeg síðan “82” D. D.Wood & Sons, Ltd. VICTOR A. WOOD Prssldent HOWARD WOOD Treasnrer DIONEL E. WOOD Secretary (Plltarnlr eem Dllum reyna atl þAknnst) KOLogKÓK Talsími: 87 308 Þrjár símalínur

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.