Heimskringla - 29.01.1930, Side 4
4. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 29. JAN^ 1930.
Heímakríngla
(StofnuO 1186)
Kemur út á hverjum miOvikudegi.
Eigendur:
THE VIKING PRESS, LTD.
853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg
Talsimi: 86537
Ver5 blaðsins er $3.00 árgangurinn borgist
íyriríram. Allar borganir sendist
THE VIKING PRESS LTD.
SIGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum
Ritstjórl.
Utanáskrift til blaðsins:
Manager THK VIKING PRESS LTD.,
853 Sargent Ave., Winnipeg.
Utanáskrift til ritstjórans:
EDITOR HEIMSKRINGLA
853 Sargent Ave., Winnipeg.
“Helmskringla” ls published by
The Viking Press Ltd.
and prínted by
THE MANITOBA MINER PRESS
853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man.
Telephone: 86 537
WINNIPEG, 29. JAN., 1930
Réttvísin v. Gleadow
Hver er Gleadow? Og hvað hefir
hann til saka unnið? Það er von menn
spyrji. Fyrirsögnin hefði líka að öllu
sjálfráðu átt að vera: “Réttvísin v. Bronf-
man,’’ og mætti kannske vera það hvort
sem er. En eins og stendur virðist allt
útlit á því, fyrir ólögfróðan lesanda, að
maddama Réttvísin eigi engu síður van-
talað við Gleadow en við Bronfman.
Gleadow er nefnilega erkifangavörður í
Regina, sem hefir haldið vesalings Harry
litla Bronfman í svartholinu sínu ljóta,
þrátt fyrir það, að dómarinn í Ottawa
hafði skipað að koma með Harry litla
austur, í námunda við heimilið.
Hann kvað langa svo fjarskalega
austur. Það er sagt að honum
finnist hann vera svo munaðarlaus í Re-
gina síðan Gardiner og dómsmálaráð-
herrann hans urðu að flytja. Anderson
og dómsmálaráðherranum hans rennur
víst alls ekkert til rifja þó lítill, sakleysis-
legur Júðapiltur sé ákærður fyrir mútu-
tilraunir, brennivínssmyglun og þess
háttar. Þeir eru víst miskunnarlausir
“Nordics.”
Eins og flestir að h'kindum muna,
eru býsna mörg ár síðan Harry Bronf-
man var ákærður fyrir þetta. Og menn
muna líka, að dómsmálaráðherra liber-
ala í Saskatchewan gat ómögulega kom-
ið sér saman við dómsmálaráðh. liberala
í Ottawa um það hvor þeirra hefði rétt
til þess að taka Harry í karphúsið. Lib-
erali Saskatchewan ráðherrann sagði að
liberali Ottawaráðherrann ætti að sjá um
að stefna þrjótnum og dæma hann, og
liberali Ottawaráðherrann sagðist lífs
ómögulega geta gert það né mega, því að
þá væri hann að grípa fram fyrir hend-
urnar á liberala Saskatchewanráðherr-
anum, er samkvæmt stjórnarskránni og
æðri forsjón hefði einn forréttindi á því að
reiða refsivöndinn að baki Bronfmans. Og
meðan á þessari þráskák stóð, hélt Bronf-
man áfram að raka saman miljónum fyrir
brennivínið. Það er önnur gamla sag-
an um fátæka drenginn: sagan um mun-
aðarleysingjann, sem hefst til vegs og
valda—meðan yfirvöldin sofa.
En svo kemur Anderson og er svo ó-
nærgætinn að láta sækja Harry austur
og láta stinga honum í svartholið, meðan
rannsakað er mál hans. — Þá fara milj
ónirnar að tala. Þær geta auðveldlega
náð í beztu lögmenn, sem völ er á. Þeim
tekst það, sem liberala dómsmálaráðherr-
anum í Saskatchewan tókst ekki, að
heimta að þeir í Ottawa kalli Bronfman
þangað austur aftur, með fullri skýringu á
því hvað komi svo sem til, að conservatív-
arnir skuli halda manninum í fangelsi
þarna vestra.
Og nú Verður Gleadow að gera svo
vel og prika sig austur líka, til þess að
standa málafærslumanni Bronfman skil
á því frammi fyrir hinni háu réttvísi hvers
vegna hann hafi ekki strax gegnt þeim
þar eystra, er þeir kröfðust Bronfmans og
skýringanna á því með hvaða rétti þeir
hefðu tugthúsað hann þar vestra. Ves-
alings Gleadow hefir líklega enga betri
afsökun fyrir sig og þá vestanmenn en
þá, að þeir hafi tekið trúanleg orð dóms-
málaráðherrans í Ottawa, í fyrra og hitti-
fyrra, fyrir því, að það væri algerlega
gegn guðs og manna lögum, að draga
vesalings Bronfman fyrir lög og dóm þar
eystra.
Og nú á að ákæra Gleadow í dag fyr-
ir fyrirlitningu gagnvart Réttvísinni, eða
réttinum, með því að þverskallast við að
sleppa Harry. En verjendur Bronfmans
ætla auðvitað ekki að láta þar við sitja.
Þeir ætla fyrst og fremst að sanna það,
að mútukæru Knowles á hendur Bronf-
man hafi alls ekki borið að heimfæra und-
ir hegningarlögin, heldur undir tolllögin.
Og svo ætla þeir að staðhæfa og sanna,
að hvort sem er, þá hafi verið ólögmætt
að stefna Bronfman nú fyrir þetta, því
það verði að gera innan þriggja ára frá
því að verknaðurinn, sem ákært er fyrir,
hefir verið framinn. —
Og væri það ekki sniðugt, .ef liber-
ölu ráðherrunum hefði nú tekist að spóla
svo öfluga hlíf fyrir Bronfman með þrá-
skákinni, að honum mætti ekki einungis
enginn lagastafur granda, heldur yrði
einnig sá maður, er svo hefði gerst djarf-
ur, að halda honum of lengi í fangelsi, fyr-
ir fjárútlátum, eða svartholsvist að öðrum
kosti. — Þá hefði þó einn Júði fengið al-
mennilega uppreisn; Shylock kallað eft-
ir kjötpundi sínu og fengið það.
Jú, víst væri það sniöugt. Sumir
myndu meira að segja hlæja að því sér til
heilsubótar.
Hlæja að því. Hvílík vitleysa.
Hvernig ætti nokkur maður að geta hleg-
ið að Réttvísinni? Því ekkert í allri
víðri veröld, er jafn yfirburða hátignar-
legt, og Réttvísin. Og þú værir ekki góð-
ur borgari ef þú sæir nokkuð skringilegt
í fari hennar. En góðir borgarar viljum
vér allir vera.—
Oánægja með Crerar
Svo segja verkamannablöð í Ontario.
Og óánægjan á að vera einna mest í Que-
bec, meðal frönsku liberalanna, sem enn
hafa ekki gleymt Laurier, hásællar minn-
ingar. Þeir kvað margir telja að Mr.
King hafi hér misstigið sig enn einu
sinni; hann sé sífellt að taka inn í ráðu
neytið menn, sem hafi hjálpað til þess
að velta Laurier 1911 og 1917.
Þau segja að Quebecingar séu blátt
áfram stórreiðir forsætisráðherranum fyr-
ir skipun Crerars, og að þeir séu þessa dag
ana sem óðast að rifja upp samband hans
við Home-bankann sæla og framkomu
hans þar, sem reykelsisilmur þykir ekki
beinlínis hafa staðið af, svona undir það
síðasta er skriðan var að losna, sem
Crerar hlaut að vita, er hann var einn í
stjórnarnefndinni.. Menn fara ekki í
pukur með endurininningarnar um það, að
þá hafi hann komið hlutabréfum sínum
út fyrir $128 hlutinn, í grandlaust fólk hér
vestra, er koma vildi lausafé sínu í arð-
bréf; komið hlutum sínum í það fyrir
$128, er verið var að selja þá í Toronto,
aðal bækistöð bankans fyrir $88.
Það heyrist líka þaðan að austan að
flokksmönnum Mr. King, er þar búa, þyki
hann um of áfjáður um að ánetja fyrver-
andi bændaflokksmenn og óháða héðan
að vestan og telji flokknum það illu heilli
gert.
Oss virðist Mr. King ekki eiga þetta
vanþakklæti skilið af flokksmönnum sín-
um eystra. Því jafnvel þeir, er annars
kynnu ekkert afrek að þakka honum,
hljóta þó að játa, að hann hefir ginnt Mr.
Forke og bændaflokk hans, eins og þursa.
Háðulegri óför hefir víst aldrei einn stjórn
málamaður, eða flokksforingi réttara sagt,
farið fyrir öðrum en vesalings Mr. Forke
fór fyrir Mr. King. Það minnir helzt á
söguna um Bazaine, franska hershöfð-
ingjann, er gafst upp orustulaust í Metz
1870, með 180,000 vígra manna. Eftir.
leikurinn varð einungis þægilegri fyrir
Mr. Forke, en þó ekki alveg ósvipaður.
Bazaine var settur fyrir herrétt, er
dæmdi hann til dauða, þótt dóminum væri
breytt í fangelsi; en Forke var tekinn í
ráðherratölu. Og kjósendurnir voru
ekki þeir menn að dæma hann til póli-
tízks dauða, heldur létu þeir Mr. King hafa
fyrir því, með því að stinga honum vel
smurðum og pólitízkt lifandi dauðum á
eina hilluna í öldungaráðinu, innan um
hina smyrlingana.
En Mr. King á sízt óþökk skiliö af
flokksmönnum sínum fyrir veiðiferðir
sínar hingað vestur í “almenninginn,” það
er að segja í landareign hinna óháðu.
Honum hefir tekist prýðilega. Flokkur
hans væri fyrir löngu oltinn frá stjórnar-
velhnum, hefði Mr. King ekki dregið hvern
stútunginn öðrum vænni undan borði hér
vestra honum til næringar.
Auðvitað kemur sá tími, að bændur
og búalýður vaknar til athafna, einnig hér
í Manitoba, sér að dýrðargloría frelsisroð-
ans rauða, sem liberalflokkurinn hefir
málað um höfuð sér og einfalt fólk trúir
enn á, eins og börnin á gloríuna um þýzk
olíuprentuð dýrlingahöfuð fyrir einn dal
tylftina, er ekki annað en “reykur bóla
og vindaský,’’ og ræstir til hjá sér. En
þá ber liberölum eystra ekki að áfellast
Mr. King fyrir það, heldur þakka honum,
hve lengi honum tókst að afstýra þeim
degi, með glöggskygni sinni á það, hvaða
beitu þeir gleyptu helzt hér vestra.—
A kappræðu
Heimskringla mín; éjg" má til aö láta þig
heyra eitthvaö af kappræðunni þeirri siðustu.
Eg er þyrstur í kappræður. Eg bókstaflega þyrp-
ist á þær, hvenær sem ég kemst höndunum undir.
Þó komst ég ekki á þessa hjá Goodtemplurum
á þriðjudaginn, þegar þeir deildu um það, hvort
frekar mætti missa sig úr mannfélaginu, karlar
eða konur. Það hefi ég séð merkilegast og
örlagaþrungnast kappræðuefni. Hamingjunni sé
lof fyrir að Goodtemplurum er þó ekki alls varn-
að, huig’saði ég. Vondir menn segja, að þeir
séu hvorki læsir né skrifandi, en þeir lesa auð-
sjáanlega J. B. S. Haldane og Blómsturvalla-
sögu jöfnum höndum, og geta talað um allt.
Nei, það var Fróns-kappræðan, sem ég ætlaði
að segja þér svolítið frá. Þeir leiddu saman
hesta sína séra Jóhann Bjarnason og dr. Sig.
Júl. Jóhannesson og áttn að rífast um það hvort
væri máttugra sverðið eða penninn. Sigurður
vildi narra séra Jóhann til þes sað halda því
fram að sverðið œtti að vera voldugra, en klerk-
ur lét ekki veiða sig; hann hélt sér fast við bók-
stafinn að vanda, þótt Sigurður dansaði fyrir
frarnan hann, eins og Salóme fyrir Heródesi forð-
um; ég meina auðvitað í andlegum skilningi að-
eins; og segðist meira að segja vera krist-
inn.—
Eg verð að játa það, að þó mér virtist séra
Jóhann rökstyðja betur ntál sitt, þá þótti mér
miklu meira garnan að hlusta á röksemdafærslu
doktorsins. Staðhæfingarnar voru svo skemtileg-
ar og spurningarnar kitlandi, er hann sannaði yf-
irburði andans.
Hann kvað daglega iðkun andagiftarinnar
hinn eina sanna lífs-elixír. Stríð og leikfimi
kvað hann ákaflega óhollt líkamlega. Sérstak-
lega virtist mér hann telja leikfimina háskasam-
lega úr máta. Kæmi fólk úr henni kjálka-,
hné- og olbogaskeljabrotið, auk þess yrðu menn
andlegir krypplingar af samkeppninni og þeim
hugrekkisanda, er henni fylg’di. Þótti mér vænt
um þetta því ég hef alltaf verið blauður eins og
rabbítur, og virðist það hentug leið og auðveld
til fullkomnunar. Nefndi Sigurður Hannes
Hafstein sem dæmi, og kvað hann hsfði getað
orðið ágætann leikfimismann, ef andinn hefði
ekki borið allar tortímandi leikfimis-fýsnir ofur-
liði hjá ihonum. Hiefði hann því aðeins orðið
slíkt þjóðskáld, að andinn hefði tekið fyrir alla
þjálfunarfýsn. Bjó ég sæll að þessari sönnun
Sigurðar, og var að glíma við þá hugsun, hvað
,úr Matthíasi myndi eiginlega liafa orðið, (þetta
sem hann komst iþój ef hann hefði eljki verið svo
ógætinn að nauðþjálfa sinn feiknasterka skrókk.
langt fram á fullorðinsár. Sat ég í þessum
draumum unz séra Jóhann varð svo ónærgætinn
að minna á það, að Hannes hafði svo vel þjálfað
sig á sundi, einmitt á þeim árum sem hann kvað
sem mest, að honum tókst að bjarga sínu eigin
og annara lífi, er þeim félögum var sýnt banatil-
ræði. Fann ég þá að Sigurði myndi hafa brugð-
ist röksemdafærslan, en skildi þó að hann myndi
hafa meint vel. En þó fór ég fyrir bragðið að
beita hinni hærri krítík á doktorinn, svona öðru
hvöru. Enda fann ég brátt að hann rasaði aftur.
Spurði hann hver myndi gagnlegri af tveimur há-
skólapiltum, er annar æfði sig í hugrekkisiðkun-
um en hinn læsi í sífellu, unz hann færi einn
góðan veðurdag að skrifa bækur. Hvilík spurn-
ing. Dr. Sigurður ætti að vita, að það ætti að
tugbhúsa flesta þá er skrifa svokallaðar bækur,ekki
sjzt hér í Kanada, þar sem engum, nema einum
Pransara, hefir tekist að skrifa bók, sem ekki sé
hreinasta sálarmorð. Þá spurði doktorinn þó
skynsamlegar er hann sagði; Því hefir kvenfólk
kosningarétt ? Já, það hefi ég satt að segja
aldrei skilið. Eg hefi ekki ennþá uppgötvað
nokkra skynsamlega ástæðu fyrir því að ræna
þær þessari litlu vitglóru, sem þær fengu í arf
við það að Eva át af skilningstrénu góðs og ilh.
Einna mest gaman hafði ég af því að skyign-
ast mn í framtíðina með Sigurði. Þar gerði
hann fyrst í alvöru út af við líkamsþjálfunarbölv-
unina; beit hana á barkann, eins og veiðiköttur
magra rottu og skók hana unz ekki var eftir líf-
tóra í henni. Öll likamsþjálfun er til bölvunar;
hún mun hverfa, líkaminn visnar, en höfuðið,
aðsetur sálarinnar stækkar. — Og ég sá í anda
fram í aldir, þar sem alþýða vafraði í kring með
hausinn á hjólbörum, eins og kleppféð hefir
halann í Arabíu, en hálærðir prófessorar sátu
eða láu í kösum yfir einhverju reikningsdæmi,
og með stoðir undir hausnum, eins og settar eru
undir vinviðargreinar, er bera of þunga klusa,—
en þegar hér var komið hætti ég við samliking-
una, því ég vildi ekki móðga Sigurð með því að
sitja í sama herbergi og hann og hugsa um vín-
ber.
En nú var Sigurður kominn á flug og tók mig
nú alveg með. Eftir 10,000 ár, sagði hann, eða
eitthvað á þá leið; eftir 10,000 ár, þá kemur andi
v jr á Jftrðríki og spyr eftir gröf Roosevelts.
Roosevelts. Hann þekkti enginn.
Hann spyr eftir gröf Clemenceau.
Ekkert svar. Eftir Meighens. Hvað
er það ? er spurt.
En svo er spurt eftir Wilson. Jú,
hann er víst þarna. Og hvort þeir
kannist við Woodsworth? Jú, ég
held nú það. Yfir ihans gröf er
byggð þessi stóra, undurfagra bygg-
ing.---------
Og nú var ég kominn á loft. Eg
fann eitbhvað heitt streyma niður
kinnarnar. Jú, það var ekki um að
villast, ég sat þarna og táraðist 10,-
000 ár frammi í tímanum, yfir gröf
Woodsworths. Oig ég leit í kring
nm mig með eftirvæntingu en kom
ekki auga á gröf Sigurðar. I fyrstu
skildi ég ekki í þessu. En þegar ég
svo stakk mér 10,000 ár aftur til
vorra daga, og uppgötvaði að það
var af því að Sigurður hafði alltaf
tilbeðið King, þá táraðist ég enn
meira.
Og svo reif Sigurður Jóhann í
sig. Og Jóhann reif Sigurð í sig
og var líka ágætur, nema hvað það
var ekki hægt að hlægja eins mikið
að því sem hann sagði. - Og svo end-
urtóku þeir þetta báðir. Og svo
lýstu báðir yfir því að þeir hefðu
algerlega rústað hinn, af því að ann-
ar talaði alltaf um þac! sem var, en
hinn um það sem œtti að vcra.
Og báðir og hvor um siig nefndu
sér hátíðlega votta að þeirri yfir-
lýsingu, að hinn væri hreint sá allra
magnaðasti og kjútasti maður að verja
rangt mál, sem þeir hefðu nokkurn-
tíma kynnst. Og báðir lýstu á-
nægju sinni yfir því. Og þingheimi
fannst þetta ákaflega sportí og
klevver. Og allt var fjarska skemti-
legt.
En hrifnastur varð ég af andanum,
anda pennans, sem doktor Sigurður
mælti með, þegar hann rak það fram-
an í séra Jóhann, að hann skyldi nú
ekki vera að þessum til svona láta-
látum eins og hann vissi ekki svo
lifandi ógnarvel að þessi glæsti hóp-
ur íslendinga er hér sæti fyrir framan
þá, væri kominn á þetta hámenning-
arstig frá skrælingjadómi fornaldar-
innar fyrir andans vinnubrögð ein-
göngu, en ekki fyrir neina djaðrans
leikfimi. — Eg,. fór að skima um
salinn og tók jafnvel upp spegilbrot
fyrir sjálfan mig. Og mér igátu
vitanlega ekki dulist fingraför há-
menningarinnar, eins og hún hafði
gengið frá ásjónum okkar og yfir-
braigði og klæðaburði, þegar ég hugs-
aði 1000 ár eða svo aftur i tímann
þegar Clfljótur og Hrafn og Þorkell
og Njáll og Grettir og Gunnar og
aðrir slíkir skrælingjar og fjósa-
stampar voru að brölta innan um
grjótið á Þingvöllum. Það var
hreint og beint svimandi til þess að
hugsa, þegar maður leit yfir öll þessi
hámenningarandlit, eða hæbrás í
gúddtemplarasalnum, — og svo seinast
í spegil, að við skyldum öll vera kom-
in af svoleiðis líka óttalega ókúltíver-
uðum lóbrás, — eins og Reykjavík-
ur stúlkan sagði, sem var búin að vera
eitt ár í Winnipeg, — enda þótt heil
þúsund ár af allskonar hámenningu
lægju á milli rnanns og þeirra.
Ct af þessu sökkti ég ntér niður í
vestur-íslenzkar hámenninganhugsanir,
og komst ekki upp úr þeim fyr en
inn á Vífli, að einn frjóangi .hámenn-
ingar vorrar kastaði stóreflis sykur-
mola á nefið á mér svo blæddi úr.—
Þinn, Heimskringla mín, skuldbund-
inni þénari,
—Kúron.
Haustnætur hugsanir
Andlegur þroski þjóða helzt í hend
ur við verklegar framfarir. Til þess
liggja tvær höfuð ástæður. Hvert
framfaraspor örfar menn til að stíga
annað, en við þá áreynslu stælist
bæði hugurinn og höndin. Að hinu
leytinu sparast nteiri tími til andlegr-
ar iðju við hagkvæmari lifskjör og
betri vinnubrögð.
Vor fyrstu foreldri stunduðu að
eins eina atvinnu — veiðimennsku.
Lífsskilyrðin voru voðaleg. Þau
þjáðust af hun’sri dögum saman;
þoldu vos og kulda hvenær sem veður
spilltist, og áttu í endalausum orustum
við grinima og hlífðarlausa óvini.
Skiljanlega tók mannikynið litlum
þroska undir þvílíkum kringumstæð-
um. Samt finnum við hjá þessum
1 fullan aldarfjórðung hafa
Dodds nýrna pillur verið hin
viðurkenndu meðul við bak-
verk, gigt og blöðru sjúkdóm-
um, og hinna mörgu kvilla, er
stafa frá veikluðum nýrum. —
Þær eru til sölu í öllum lyfja-
búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur
fyrir $2.50. Panta má þær beint
frá Dodds Medicine Company,
Ltd., Toronto, Ont., og senda
andvirðið þangað.
frumiþjóðum frumdrætti allra þeirra
mannfélagsstofnana, er síðarmeir
þroskast til meiri fullkomnunar hjá
niðjum þeirra.
Nauðsyn knúði fjölskylduna til að
halda hópinn. Æjttmenn urðu að
búa saman og vinna saman til jjess
að verjast sameiginlega áreitni ann-
ara. Þessi fjölskyldu-félagsskapur
var að vísu ekki skipulagsbundinn, í
nútíðarskilningi, en án einhverrar yf-
irstjórnar varð þó ekki komist í þessu
sambýli. Oftast var ættfaðirinn
jafnframt ættarhöfðinginn, og stund-
um hlutu vitrustu Pg hraustustu ein-
staklingarnir forustuna sakir yfir-
burða sinna. Þetta var fyrsti vísir
til höfðingjavalds og þjóðstjórnar.
Ein af sjálfsögðustu skyldum ætt-
arhöfðingjans var að skera úr deilum
milli heimilismeðlimanna. Það sem
réttsýnast og viturlegast þótti í þeim
dómum geymdist í minni manna og;
varð smám saman að venju helguð-
um lögum.
Nú átti allur flokkurinn fram-
færslu sína, ekki einungis undir dugn-
aði oig dirfsku einstaklinganna, held-
ur einnig undir ósérplægni þeirra og
fórnfýsi. Menn tóku því snemma
að gera siðferðiskröfur til sín og-
annara, og mynda sér msqlikvarða
fyrir réttu og röngu í framferði
fjölskyldu-meðlimanna.
Sú trú festi einnig snemma rætur
hjá þjóðum, að vissir menn hefðu
meiri áhrif en aðrir hjá guðunum
og gætu því með bænum sínum lækn
að og líknað mönnum. Þannig
myndast strax, á mongni sögunnar,
elzta og áhrifamesta stétt mannkyns-
ins — prestastéttin. Þessir menn
tömdu sér “töfra” og sumir þeirra
svo sem “galdraprestar Eskimóa,
fakirarnir á Indlandi og Shamenarn-
ir” í Síberíu hafa náð ótrúlegri lægni
í missýningum og allskonar “galdra”
kúnstum. Jafnframt þessu hafa þeir
einnig lagt stund á að auka þekking
sina, því þótt töfrar væru hjálplegir
til að halda mönnum við trúna, var
þekkingin einniig þarfleg til að geta
gefið mönnum góð ráð í vandræðum-
Eitt af embættisverkum þeirra var að
lækna sjúka og særða. Þetta gerðu
þeir með bænum, handayfirleggingu
og öðrum helgisiðum, en þeir komust
skjótt að þeirri reynslu, að ef slíkt
ætti að koma að haldi, væri einnig
vissast að nota viðeigandi jurtir og:
lyf. Reynslan vísaði þeim veginn
og igerði suma, til dæmis hina Ind-
íánsku “medicinemenn” að furðu
lærðum læknirum.
Auðvitað náðu þessir töfratrúðar
feikna valdi hjá sínum þjóðflokkum
og voru álitnir nokkurskonar meðal-
gangarar milli guðanna og mannanna-
Þekking þeirra var arfgeng, því
börnin gengu i skóla hjá feðrum sín-
um, en af þessu hlauzt tvennt; að
þeir mynduðu sér stétt innan ættar-
innar eða þjóðflokksins, og að þekk-
ingin fór vaxandi þar sem einn bætti
stöðugt við það sem annar vissi.
Þegar mönnum lærðist að temja
dýrin, og gerðust hjarðeigendur í
stað veiðimanna, var stórt spor stigið
til framfara í sögu mannkyhsins.
Um það skrifa ég máske svolítinn
pistil, ef tími vinnst til.
Blaine, 6. jan., 1930.
—H. E. Johnson.