Heimskringla - 29.01.1930, Blaðsíða 6

Heimskringla - 29.01.1930, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 29. JAN., 1930 | Haraldur Guðinason S Söguleg Skáldsaga ----eftir- SIR EDWARD BULWER LYTTO^I II. BÓK “Vel mætti og vera, að samúð mín hefði fylgt þér í kvonbænúm þínum, er þú hefir sótt með slrkri þrákelkni og festu, og jafnvel sem elslohuga, (og hér leið sorgarbros um fölvar varir klerksins) því þótt ég sé nú prestvígð- ur, og með öllu dauður úr heimi jarðneskrar ástar, þá elskaði ég þó eitt sinn, og veit hvað það er að berjast í von og visna í örvæntingu. En að vísu skal ég það játa, að samúð mín beindist fremur að þjóðhöfðingjanum en að elskhuganum. Eðlilegt var að ég, útlendur maður og klerkvígður, hneigðist í fyrstu að Mauger, erkipreláta og andlegum föður mín- um, og hlýddi honum og það því fremur, sem hann hafði lög að mæla. En þegar er ég ákvað að vera kyr, þrátt fyrir útlegðardóm þinn, þá ákvað ég líka að veita þér lið. Því þó að á Maugers hlið sé hinn dauði bókstafur laganna, þá er nuðsyn hins lifandi lífs á þína hlið. Vilhjálmur hertogi, með kvonfangi þínu við Matthildi á Flæmingjalandi stendur og fellur hertogadæmi þitt — og ef til vill öfl- ugri veldisprotar, á síðari tímum. Tilkall þitt til hertogadæmisins er þrætuepli; ríki þitt ungt og lítt skipulagt. Verður þú því framar öllu öðru að tryggja afkomendum þínum blóð- tengdir við fornar konunga og keisaraættir. Matthildur er komin af Karlamagnúsi og Elf- ráði. Ríki þitt er mjög í hættu meðan Frakk- ar leggja launráð á móti þvi, og vofa yfir því með vopnaburði. Gifzt þú dóttur Baldvins, og þá er kona þín um leið bróðurdóttir Hin- riks Frakkakonungs — óvinur þinn kominn í frændsemi við þig, og þá um leið bandamaður þinn, nauðugur viijugur. Er þó ekki allt þar með talið. Mætti það undarlegt virðast, er litið er til hinna tvístruðu ríkiserfða á Eng- landi, þar sem ríkir barnlaus konungur, er hefir á þér meiri elsku en þótt þú værir hans skilgetinn sonur; sundurþykk aðalsstétt, er þegar hefir aðhyllst útlenda siði, og frá fornu vön við, að selflytja hollustu sína frá Söxum til Dana, og frá Dönum til Saxa; alþýða manna, er að vísu dáist að hraustum foringjum, en sér daglega ókunna menn af ættum nýrisnum á Jegg, koma fram á athafnasviðið, og metur því lítils fornar ættir og ættarnöfn; fjölda þorpa íýðs og þræla, er engu lætur sig skifta land né þjóðhöfðingja; undarlegt, segi ég, ef þér hefði aldrei í dagdrauma borið normannskur konungur í háæti Engil-Saxa. En er þú færð þeirrar konu, er ætt sína á að rekja til þess könungs, er ástsælastur hefir verið á öllu Englandi, þá hlýtur þú eigi erfðarétt til Eng- íands með henni, en að vísu ástsæld meðal landsmanna og tryggir þannig afkomendum þínum, ef til kemur, hásæti það, er setið hafa f langfeðgar þeirra í móðurætt. Hefi ég nú eigi þegar sagt það er nægja muni til þess að færa sönnur á það, að sökum þjóðanna. væri það viturlega ráðið af vorum heilaga föður páf- anum að slaka á hinum hörðu viðjum laganna? eða að mér mætti takast að sannfæra hinn æðsta rétt í Róm um það að stefna til þess að ná hollustu og elsku hins normannska greifa,og styrkja svo armlegg hans, að hann megi verða ein helzta stoð allrar kristninnar? Já, hefi ég ekki þegar sagt nóg til þess að sannfæra þig um það, að hinn lítillátlegi klerkur getur litið á veraldlega hluti frá sjónarmiði þess manns, er voldugt ríki getur gert úr litlu?” Vilhjálmur sat orðlaus og blóðið svall um æðar hans af hjátrúkenndum geíg því svo ná- kvæmlega hafði þessi lítillátlegi Langbarði les- ið og greitt úr allri þeirri pólitízku möskva- flækju, er Vilhjálmur sjálfur hafði riðið í sam- bandi við hina þrálátu ást sína til hinnar flæmsku prinsessu, að svo var sem hann heyrði bergmál síns eigin hjarta, eða heyrði hugles ara skýra frá leyndustu hugsunum sínum. Presturinn hélt áfram:— “Að öllu þessu hugsuðu sagði ég því við sjálfan mig: Nú er sá tími kominn Lanfranc Langbarði, að reyna hvort sjálfsálit þitt hefir aðeins verið vesöl blekking eða hvort þú, fé- vana og magnlítill ert þess megnugur að hafa meiri áhrif á örlög konunga, með þekkingu þinni og viti, en vopnaðir menn og fullar fjár- hirzlur, einmitt nú, á þessari gullsóttar og járn- öld. Eg trúi á mátt minn. Eg er albúinn I þessa raun. Gef þér tíma til að virða fyrir þér, eftir orðum lénsherrans frá Breteuil, hversu geyst lávarðar þínir muni renna frá þér, staðfesti páfinn bannfæringu frænda þíns. Her þinn tvístrast sem frauð; fjársjóðir þínir verða sem skrælnað lauf í fjárhirzlum þín- um; hertoginn af Bretagne mun krefjast her- togadæmis þíns, sem lögborinn erfingi forfeðra þinna; hertogi Búrgunda gengur í bandalag við Frakkakonung, og báðir saman fara þeir undir merkjum kirkjunnar í leiðangur gegn hinum ótryggu undirmönnum þínum.” Vilhjálmur beit á jaxlinn og dró þungt and- ann. “En ger mig út til Rómaborgar, sem sendi- herra þinn, og skal þá enginn fleinn á þig falla úr þrumum Maugers. Gakk að eiga Matthildi, tak hana til hallar þinnar; set hana í hásæti þitt; virtu til athlægis bann frænda þíns, svikarans, og ver þess viss, að páfinn skal senda þér aflausn sína frá allri blóðtengda- hindran, og blessan sína til hjúskaparmál- anna. Og er þetta er unnið, Vilhjálmur her- togi, þá gef mér eigi ábótadæmi né prelátatign; heldur fjölgaðu bókum, reistu skóla, og bið þjón þinn að stofnsetja konungsríki lærdóms- ins eins og þú sjálfur stofnsetur konungsríki hervaldsins.” Hertoginn, er nú var orðinn frá sér num- inn, hljóp á fætur, og vafði klerkinn örmum; kyssti hann á báðar kinnar; kyssti hann á ennið, eins og tízka var á þeim dögum, að kon- ungur kyssti konung “friðarkossi.”— “Lanfranc frá Pavía,” hrópaði hann, “hvort sem þú ferð erindisleysu eða eigi, þá átt þú ást mína og þakklæti héðan af. Og að vísu fyrirverð ég mig fyrir gems mitt af villimannlegu stolti yfir því að engum manni sé kylfa mín vopnfær, né fært að draga ör til skots á boga mínum. Vesæll er máttur lík- amans — lagavefur getur ánetjað hann og orð úr klerksmunni gert hann magnstola. En þú! — lát mig sjá þig ” Vilhjálmur einbh'ndi á andlitið föla, og virti síðan þenna fíngerða grannvaxna líkama fyrir sér frá hvirfli til ilja. Svo snéri hann sér að Fitzosborne: “Þú, sem fellt getur stríðshest með þín- um brynhanzkaða hnefa, fyrirverður þú þig eigi fyrir sjálfan þig? Eg sé, sem í fjarska, þann dag nálgast, er þessir grannvöxnu menn munu setja fót sinn á vora brynklæddu búka.’’ Hann þagnaði, eins og hugsi, tók aftur að ganga um gólf, og stanzaði fyrir framan kross- mark og mynd af Maríu mey er stóð í vegg- skoti nálægt höfðagaflinum. “Rétt, göfugi herra,” sagði klerkurinn lágri röddu. Bíð þú þar ráðningar á öllum þínum gátum; sjá þar táknmynd þess máttar, er allt stenzt; lær þar að skilja markmið þess hér á jörðu — og þau reikningsskil er því skulu goldin á himnum. Nú látum við yður í einrúmi með hugsanir yðar og bænir.” Hann tók hinn volduga armlegg Taille- fers, um leið og hann sagði þetta, laut Fitz- osborne djúpt og gekk út úr herberginu. III. KAPÍTULI Næsta morgun sat Vilhjálmur lengi á ein mæli við Lanfranc — þann mann, er um hefir verið sagt, að svo hafi verið ágætur að lær- dómi, “að til þess að geta metið hann til sann- gildis yrði maður að vera lærður sem Hero- dian(*-l) í málfræði; sem Aristoteles í rök- fræði; sem Cicero í mælskufræði, sem Ágústfn- us(*-2) og Híerónýmus (*-3) í guðfræði”— og fyrir hádegi hafði hið fríða fylgdarlið her- togans fengið skipun um að vera ferðbúið til heimfarar. Fjöldi manns var samankominn á völlunum, og á bátum á fljótinu og störðu allir á riddar- ana og stríðshestana í þessari glæstu sveit, er þegar hafði fylkt sér fyrir utan hallargarðs- hliðið, og beið þess að merki yrði gefið með hornablæstri, að nú væri hertoginn að leggja á stað. Fyrir framan hallardyrnar inni í garðinum voru hans eigin menn. Þar var hinn snjóhvíti fákur ódós, hinn jarpi stríðshestur Fitzosbornes og öllum til mikillar furðu smá- vaxinn léttifákur með óbreyttum söðulklæð- um, og var sem jafnvel stríðshestarnir sjálf- ir tækju sér til þenna félagsskap; hestur her- togans reisti eyrun og frísaði; Jarpur lávarðs- ins frá Bretenil sló og krafsaði, og hinn hvíti herfákur prelátans lagði kollhúfurnar og rann (¥-l) Grískur sagnaritari og málfræðingur (170?—240? e. Kr.). (* 2) Sankti Ágústínus Númidíubiskup frá Hippó í Númidíu, 354—430 e. Kr. Númidía var á þeim tímum þar sem Alzír er nú í Norður- Afríku.—Þýð.— (*-3) Sankti Híeromýmus, (340?—420) einn af merkustu kirkjufeðrunum, frægur fyrir Vul- gata þýðinguna svonefndu, er hann þýddi biblíuna á latneska tungu.—Þýð.— að þessum smávaxna félaga sínum til þess að bíta hann, hefðu ekki hestasveinarnir, er ekkert skildu í tilkomu þessa hestkraka á þessum stað, hindrað það. En hertoginn gekk í þung- um hugsunum til herbergja Játvarðar. í forherberginu var fjöldi munka og riddara, en einn á meðal allra þeirra dró að sér athygli manna, risahár og tígulegur garpur, nokkuð aldurhniginn, e r studdist fram á tveggja handa sverð mikið. Klæði hans og skegg var hvorutveggja skor- ið eftir tízku genginnar kyn- slóðar, er barist hafði með Knúti hinum ríka og Ját- mundi Járnsíðu.(¥-4) Svo mikilúðlegur var öldungur þessi, og svo mjög var bún- ingur hans frábrugðinn hin- um nærskornu klæðum og sléttrökuðu andlitum þeirra, er í kríngum hann stóðu, að hertoginn hrökk upp úr hugs- unum sínum og undraðist stórlega hvernig á því stæði, að slíkur maður, er bersýni- lega var höfðingi af háum stigum, skyldi hvorki hafa prýtt veizluna, er honum var ger til heiðurs, með nærveru sinni, né heldur verið gerð- ur honum kunnugur. Hann vék sér að Hrólfi Herfurðujarli, er gekk fram og heilsaði glaðlega, og spurði hann um nafn og stöðu hins skeggjaða manns í hinum síðu og víðu klæðum. “Vitið þér það ekki, herra?” sagði hinn káti jarl með nokkurri furðu. “Þar sjáið þér voldugasta keppinaut Guðina. Hann er þjóðhetja þeirra Dananna, eins og Guðini er Saxanna; sannur afkomandi Óðins, Sigurður jarl af Norðimbralandi. (*-5). “Hjálpi mér vor heilaga frú, margt hefi ég spurt af afrekum hans, og hefði ég farið á mis við það, er ég helzt vildi sjá á allri Englastorð, hefði eigi fundum okkar borið nú saman.” Að svo mæltu gekk hertoginn hæversklega að öldungnum, tók ofan húfu sína, er hann ekki fyr hafði af sér tekið, og kvaddi hann með þeirri kurteisi er Normannarnir höfðu þegar numið við hirð þeirra Frakkanna.----- Hinn mikli jarl tók þeim stuttlega og svar- aði á danskri tungu Vilhjálmi, er mælt hafði á rómanska: “Fyrirgefa munt þú Normannagreifi, ef þessar gömlu varir mæla á því máli, er þeim er tamast. Hygg ég að við séum báðir menn norrænir að uppruna. Munt þú leyfa mér að mæla á tungu hinna fornu sækonunga. Er illt að gróðursetja gamla eik, og mun ég þar standa í elli, er ég festi rætur í æsku.” Hertoginn, er skildi að mestu það er Sig- urður sagði, þótt með erfiðleikum væri, beit á vörina, en svaraði þó kurteislega: “Með öllum þjóðum mega æskumenn nema af gömlum frægðarmönnum. Fyrirverð ég mig stórlega fyrir að geta ekki haldið uppi við þig samræðum á tungu forfeðra vorra; en þó munu englar að vísu skilja mál kristinna Normanna, og fel ég þig þeim og öllum heil- ögum, það sem þú átt eftir ófarið, þíns frægð- arferils. “Bið þú eigi engla né dýrlinga fyrir Sig- urði Bjarnarsyni,” sagði öldungurinn hvatlega. “Hirði ég eigi um að andast sem búpeningur á bási. Ætla ég mér valdauða. Vil ég deyja í öllum herklæðum, með exi í hendi og hjálm á höfði. Má og þetta eftir ganga vilji Ját- varður konungur hlýða á mál mitt og veita mér bæn rnína.” “Nokkurs megna ég við konung,” sagði Vilhjálmur. “Seg þú mér ósk þína, að ég megi styðja hana.” “Megi goðagremi því afstýra,” svaraði jarl inn einbeittlega, “að Englakonungur gerist eftirgöngumaður útlendra höfðingja um ráð, eður því að þegn eður jarl skuli til annars fylg- is leita en til drottinhollrar þjónustu og fyrir rétt málefni. Enda mun Jáavarður eigi þurfa aðra eggjan en samvizku sinnar, til þess (*-4) Englandskonungur, Aðalráðsson hins ráðlausa. Kom til ríkis eftir föður sinn 1016, og dó sama ár 27 ára gamall.—Þýð. (*-5)Sigurður var nálega sem jötnar að vexti, (pene gigas statura , segir hinn latneski kron- ikuritari). Gengu fram eftir öldum ýmsar kynlegar sögur af þessu afarmenni, er Shake- speare hefir gert ódauðlegan í “Bromton Chronicle.” Afi hans átti að hafa verið skóg arbjörn, er fékk ást á danskri konu; áttu merki faðernisins, að sjást á Birni, föður Sigurðar, sérstaklega á hinum uppmjóu eyrum hans. Aðrir segja að afi hans hafi verið hamóður berserkur.—Höf. að láta mig fara gegn Fenris-úlfinum, sé hann maöur svo sannheilagur, sem kallað er.” Hertoginn snéri sér að Hrólfi, er svaraði þegar: “Sigurður eggjar frænda minn til liðveizlu við Melkólf frá Kymríu gegn hinum blóðuga harðstjóra McBeth,* enda myndi konungur fyrir löngu hafa búið her sinn gegn Skotum, ef eigi hefði þræturnar við svikarann Guðina ver- ið því til fyrirstöðu.” Jarlinn svaraði af þótta miklum: “Þú er maður ungur, og situr eigi á þér að kalla þá menn svikara, þótt margt hafi glæpsamlegt gert, er studdu frænda þinn í hásæti Knúts hins ríka.” “Ver stilltur Hrólfur,” sagði hertoginn, er sá að hinn ungi jarl reiddist og ætlaði að svara hvatlega. “En þótt ég skilji illa enska tungu, þá skildist mér þó að Sigurður sé svarinn fjandmaður Guðina.” “Fjandmaður hans, er hann ræður einn öllu, en vinur hans, er hann er ranglæti beitt- ur. E rog Haraldur sonur hans, er nú er einnig útlægur gjör, sá maður einn, er verja mætti England gegn fjandmannaher, þá er við Guð- ini erum allir.” Vilhjálmur gat eigi dulið svipbrigði sín, svo æfður sem hann þó var í þeirri íþrótt. Hann laut höfði lítið eitt, og gekk lengra, gramur og mjög hugsandi. “Haraldur þessi! Haraldur þessi,” muldr- aði hann í bringu sér, “allir geipa þeir af Har- aldi þeim í eyru mér. Nefna hinir nor- mönnsku riddarar mínir jafnvel nafn hans með lotningu, og þó reyndar sér þvert um geð, en fjandmenn hans keppast, að kalla má, um að veita honum viröingar—. Er sem hann varpi skugga sínum yfir allt landið úr útlegðinni.” Hann gekk með ómjúklegra fasi en vandi hans var í gegnum mannþröngina, um leið og hann muldraði þetta fyrir munni sér; varp- aði frá sér varðforingjum þeim, er vildu varna honum inngöngu, og gekk þannig án þess að gera frekar vart við sig, inn í einkaherbergi Játvarðar konungs. Konungur var aleinn, en talaði þó hátt við sjálfan sig með áköfu látbragði svo gjörólíkt hinu venjulega jafnaðargeði hans og rósemd að Vilhjálmur hopaði á hæli, í ofboði og ógn argeig. Hafði hann oft heyrt ávæning af því að Játvarður sæi sýnir hin síðari árin, og yrði þá frá hérlægri meðvitund sinni numinn í andaheima og skuggadali, og taldi hertoginn víst að hann hefði nú komið að konungi í einu slíku kasti. Játvarður starblíndi á hann, en auðsjáanlega án þess að þekkja hann eða gera sér grein fyrir nærveru hans. Konungur bandaði frá sér með báðum höndum og kallaði hárri röddu í sárri angist: “Sanguelac, Sanguelac! — Blóðvatn! — öldurnar stíga; öldurnar roðna! Heilaga móð ir — hvar er örkin? — hvar er Ararat? Flý — flý — þessa leið, — þessa —” og hann greip með flogatökum í handlegg Vilhjálmi. “Nei! þarna er valkösturinn hlaðinn — hærri og hærri — þarna treður hestur opinberunarbók- arinnar hina dauðu í blóðsvaðinu.” *Skotakonungur dó 1057, er Shakespeare hef * ir gert ódauðlegan með leikriti sínu. Melkólf- ur (Malcolm) þessi, er Melkólfur III. (Can- more) Skotakonungur, er sat að ríkjum 1057 —1093.—Þýð. Peningana til baka ábyrgðin í hverjum poka lobinHood PI/OUR Brauðin verða fleiri og betri úr þeeu brauði

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.