Heimskringla - 29.01.1930, Side 7

Heimskringla - 29.01.1930, Side 7
WINNIPEG, 29. JAN., 1930 HEIMSKRINGL A 't. KLAÐSIÐA Yfirlit efnisins Fyrri deild: Mér í Minni ÞaS er mér í minni, irieir en gott ég tel, hve meS særðu sinni sá ég ofur vel, landa leiri stokkna lötra borgarstigu, suma alveg sokkna, sem í skuröi hnigu. Jafnframt mér í minni meiriháttar fólk, snarrar snældu tvinni, snúinn upp í hólk; flokkaframinn sleikinn Faríseaskapi; Sadúseinn hreykinn sjálfsblekkingar snapi. Einnig mér í minni Mister þessi og hinn. Ögrun olli sinni, apakötturinn. Spjátra sperrileggir; spýta snerröar granir; æöri en aðrir seggir; enskir þessu vanir. Loksins mér í minni mannlífs æöra sviö. Gagnvart ‘Gránu’ sinni glápti ‘folaldið.’ Máttu, kór úr kóri, klerkar augum starast. Skjöldur fórust flóri. Flekkar haugum snarast. Því er öldin önnur enskuö svo til fulls, sálir beri sönnur svamli rauðagulls. Vífum viðjar ihrællinn veös ómislitt hýði; gulliö þriðjar þrællinn Iþjóöband* slysalýöi. Síðari deild: Fyrir augum Þeir bylta sér núna í bygginga stærö, með brauðmola tyftun á landann; fá guörækni snúna í malpoka mærð, sé mammoni skift fyrir andann. Svo glúrnirnar herverja hallir og torg að hreykin sé Jög og regla. Það einkennir sérhverja ágætisborg, —skal ekkert þá sögu begla. Á sléttunni breiðri sést bóla og þúst, ei björg þau, er völluna hasla; og KJettavals hreiðrið er komið í rúst, svo kríurnar skjöllunum dasla; og nú finnast spörð ekki neinu til meins, eða nauðungar þefur af snilli, er kveðskapargjörðin er öll saman eins, og ekkert að gefa á milli. Að andlega gagnsömust alþýðuvers, sem ekkert við tálmálin rjáli, sé kirkjum til fagnaðar, kruss eða þvers, fær kitlaða álsál í Páli. Sé “Já, já” og “Nei, nei” öll jafnan til efs, vinnst Jesú gleggst samtímismennska. Það norræna geyja, má heiðninni hvefs, er hampi bezt framsíðan enska. Því tölcut)örn Java við eiginbörn átt fá allskonar hlunninda skift'i, sem norðurfrá hafa þann helgidómsmátt, er Hund-Tyrkinn sunnan af klippti. Hve Vilhjálmi ballið lét Ballin upp fært, enn bergmálast simbölskum nótum, þó langspilið skralli þar innan um, ært, sem öflugast timbrað úr spjótum. Er sævartwtn gamall eitt sandauðnarflag veit sálu það lyftingarhæsta, mjá kálfarnir saman við kisurnar lag um klóna, sér tyftingarlæsta. í gyðirngaliki má strokka hvern strák, sem staðið fær vitund úr hnefa; ei Brandesar-ríki skal Berlinarkák, sé bjargráðin fituð á efa. I öpunar-Júða hvern Ásanna bur, er efunarmannsins, að hefla; sér vinsa úr trúða, en vaknandi knur, sem vogar til sannsins, að kefla; H fá ættjörðu taman þann einlægnisbrest, sem ekkert skal tjón vinna dalnum, og signd Alabama má samrýma bezt við sálmaskáld Jónas í hvalnum.** Svo vinnur sér holótta virðingu inn, að vera hvers fagnaðar hrókur; en allur í mola fer afglapinn hinn, sem aldrei er gagnlega klókur; og lofi hann illa vor loðmullu störf, sem Laxness, hann á því skal lcenna, hve uppskafning trylla þau eyglóarhvörf, er ísinn af skjáunum brenna. —J. P. S. ^íslenzkt, enskt og júðskt. **S’br. Literary Digest, 4. jan., 1930. Tónment á Islandi (Frh. frá 3. síðu). anna. Vissasti vegurinn til þess er að taka sjálfur æfingar í söng og hljóðfæraslætti. Það er algengt að heyra menn segja, að það sé ekki til neins að fara að leggja stund átónlist, þvi að það sé svo löng og erfið leið að þvi takmarki, að geta fullnægt binum ströngu nú- tíðarkröfum. — En þetta er hinn mesti misskilningur. Almenn upplýsing og æfing i tónlist stefnir ekki fyrst ag fremst að því að ala upp snillinga og atvinnuleikara. Ivangsamlega mest t>er sinn ávöxt i þvi að menn læri að hliista á tónlist og njóta hennar, og kannske að leika eitthvað á hljóðfæri eða syngja í heimahúsum. En út- lærðir tónleikarar og söngvarar til þess að koma fram opinberlega, það verða aðeins örfáir, enda er ekki þörf fyrir nema fáa. í þessu efni erum við íslendingar komnir inn á ranga braut. Allt of mikið af því tónlistanámi sem menn leggja hér stund á, er raddsöngur með það fyrir auigum að verða snillingur eða komast í flokk með atvinnusöngv- urum. I flestum tilfellum hlýtur nú þessi tilraun að mishepnast. En þótt hún hepnist er eftirtekjan fyrir tón- list landsins lítil. — Það sem við verð- um að stefna að, er það að bæta sem best almenna þekkingu á tónlist í land- inu sjálfu, því að annars getur þessi, list hreint ekki átt hér neins þroska að vænta. Það er auðséð að við hljót- um að græða meira á því að veita fé til tónlistakennslu hér heima heldur en að skifta sömu fjárfúlgu niður í utan- farastyrki til manna, sem ætla að búa sig undir tónlistaratvinnu erlendis. Sömuleiðis er það ljóst, að við verðum að leggja meiri stund á góða kenslu í hljóðfæraleik heldur en í raddsöng, vegna þess að ihljóðfæraleikurinn opnar fyrir okkur miklu stærri svið í tónlistaheiminum og á sér margfalt margbrotnari möguleika en söngurinn. — Raddsönigur mun hvort sem er eiga hér teeði mfkla og góða framtíð, því að íslendingar eru viðurkendir radd- menn. Enda er líka sjálfsagt að styrkja hér kenslu í söng, einkum með tilliti til kórsöngs sem virðist eiga hér ágæt skilyrði. — Um einsöngvarana er það að segja, að því tiltölulega minna verksvið er fyrir þá hér heima. — Þeir ganga auðvitað í erlenda þjónustu. Það er greinilegt að vér höfum ekki efni á að ala upp tónlistamenn handa öðrum þjóðum á meðan okkar eigin tónlist er í niðurlægingu. Það stendur okkur sannarlega nær að bæta ástand- ið heima fyrir. Nú er svo komið að við eigum orðið kost á að heyra marg- falt meira af tónlist en áður, og miklu meira en þjóðin er fær um að melta á núverandi þroskastigi sínu. Hinir endurbættu grammófónar og erlent út- varp flytja okkur nú þegar óminn af allri tónlist sem leikin er um víða ver- öld frá lægstu stigum hennar og alla leið Upp úr. Þá er því ekki að gleyma að lcunnátta margra einstakra manna í söng og hljóðfæraslætti hefir aukist stórum. Við eigum söngvara, hljóð- færaleikara og söngfélög, sem við hlustum á með mikrlli ánægju, og erum á góðum vegi að pignast fullskipaða hljómsveit. En þrátt fyrir þetta vant- ar enn mikið á, að mentuð tónlist sé runnin þjóðinni i merg og bein. Stærsta fyrirtækið í þá átt að dreifa út á meðal þjóðarinnar hinu andlega næringarefni tónlistarinnar er útvarp- stöðin, sem nú er i aðsiglingu. En hún kemur ekki að fullum notum nema séð verði fyrir því tvennu, að fá t>oð- lega tónlist til að útvarpa og gera ráð- stafanir til þess að þjóðinni notist það sem henni verður boðið. Nú er ég ekki meðal þeirra sem for- dæma algerlega alla léttari tónlist. Eg álít að 'hún hafi líka verkefni og eigi rétt á sér sem hressingarmeðal. En það að fóðra þjóðina á eintómu létrt- meti af þessu tæi, það táknar algerða kyrstöðu, og enga mentun eða fram- för. MJeðal hinna mestu menningar þjóða hefir það altaf verið viðurkent, að Igóð tónlist hafi ekki einungis hress- andi og skemtandi áhrif, heldur verki hún beinlínis mótandi og uppalandi á ihugarfar manna og lunderni. Aðal- þröskuldurinn í vegi þessarar listar er það hvað margir virðast vera sneydd- ir tónlistagáfu, eða telja sér sjálfir trú um að þeir séu það. Þar á meðal eru merkilega margir stjórnmálamenn. Hefi ég reyndar oft undrast hvað “ómúsíkalskir” menn hafa þó oft verið fúsir til að styðja að tónlist. Sjálf- sagt hafa þeir í hugskoti sínu ein- hvert hugboð urn hversu voldugt menniregarmeðal hún er. Það er nú kunnugt hversu alhliða eiginleikum tónlistin er gædd, svo að segja má að hver einasta andleghrær- ing eigi þar sína hliðstæðu. Það er þá einnig kunnugt og eðlilegt að sama tegund af tónlist hæfir ekki öllum. Öll skynsamleg rök virðast þvi benda á, að ti! sé einniig músik sem hæfir hinum svonefndu "ómúsíkölsku mönnum. Er strax hægt að benda á þá staðreynd, að allir. jafnvel þótt þá skorti tón- heyrn, læra skyn á takt og hrynjandi. .Eg álít einnig, að alger skortur á tón- heyrn sé ekki til, nema því aðeins að eyrað sé skemt og maðurinn heyrnarlaus, en ófullkomna tónheyrn megi æfa með sérstökum aðferðum eins og hvern annan hæfileika. Við megum ekki æda, að tónvísindin hafi nú þegar náð hámarki þroska og fullkomnunar. Sönnu nær mundi hitt að þau séu enn á byrjunarstigi. Og ekki er ég i neinum vafa um það að tónlistin á ekki einunig'is eftir að þroskast ótakmarkað, heldur einnig að verða almenningseign í miklu rík- ara mæli en ennþá er orðið. Hán á eftir að verða einn hifuðsameiningar- liður og andlegt líffæri komandi lqyn- slóða. Tónlistariðkanir Forn-Grilckja eru því miður lítið kunnar. — Ekki mun tónlist þeirra hafa verið svipað því eins fjölþætt og tónlist vorra tíma. En niiklu lengra hafa þeir verið komnir í því á gullaldartíma sínum, að gera tónlist að almenningseign upplýstra manna og nota hana sem uppeldismeð- al. Enda álitu þeir tónlist hafa djúp- tækust áhrif allra lista til menningar oig siðfágunar. — Sömu skoðanir eru að ryðja sér rúm á vorum timurn. Á Þýskalandi og ítalíu er tónlist fyrir löngu orðin að tiltölulega almennri nauðsyn, sem menn geta ekki hugsað sér að fara á mis við. Sumir rithöfundar halda því fast fram að áhrif tónlistar á undirvitund vora séu miklu rótíækari og varanlegri til góðs og ills heldur en þau áhrif sem eru oss meðvitandi. Af iþessu mundi þá leiða að tónlistin er miklu máttugra nienningarmeðal heldur en uppeldisfræðingar síðari tínia hafa látið sér til hugar koma. — I þessu samíbandi vil ég að endingu minna á merkilega bók, sem kom út i fyrra eftir frægan enskan rithöfund og tónskáld Cyrill Scott um áhrif tónlistar. Hefir bókin vakið mikla athygli fyrir hinar djörfu staðhæfingar höfundarins. Hann heldur einmitt fram þessari kenningu að tónlistin sé það súrdeig sem geti gagnsýrt alt þjóðlífið án þess að menn verði þess varir og að höfuð- tónskáldin hafi í raun og veru verið spámenn þjóðanna og mótað andlegt líf þeirra og eðlisháttu öðrum mentum fremur. T. d. hafi tónlist Handcls algerlega mótað hinn ríkjandi aldar- hátt á Englandi á nítjándu öldinni. Þjóðverjar eigi tónlist Bachs að þakka rökkvísi sína og vísindalega nákvæmni o s. fv.. Annars koma fram í þess- ari bók svo margar nýstárlegar hugs- anir, að mér finst vert að gera af þeim útdrátt og birta hann. En hvað sem þessum athugunum líður, þá stendur það enn óhrakið alla leið framan úr fornöld, að tónlistin er voldugt menningarmeðal, sem engin framsækin þjóð og síst vér íslending- ar höfum efni á að láta ónotað. Eins og ég tók fram í byrjun eru hér á landi miklir tónlistahæfileilcar, en skynbragð og kunnátta á mentaðri tónlist algerlega i barndómi. Það má því ekki dragast lengur að eitthvað verði gert til þess að mynda grund- völl jyrir íslenska tónlistamenningu. Við þurfum að eignast góða hljóm- sveit. — Þið þurfum að geta útvarpað góðri tónlist. — Við verðum að eign- ast tónlistaskóla! Foraldir Islandssögu Eftir Einar Benediktsson Þegar ég var sjálfur orðinn sann- færður um það, að land vort geym- ir óhrekjanlega vitnisburði um mann- vistir og þekking á íslandi, fjölda alda fyrir svonefnda sögu lands vors, reyndi ég fyrst að athuga nolckur meginatriði sem að þessu lúta. Eg gerði þetta að umræðuefni í brezk- um vísindalegum félögum og ritaði ýmsar greinir er að því lutu, hingað og þangað. Nokkrum árum síðar veittist mér kostur á því að kynna mér hin stór- vægilegu mannvirki í Ratígiárvalla- sýslu og síðan hafa smátt og smátt Jtætzt við sönnunargögnin um eld- forna fornsögu hins norðvestlæga ey- lands, ýms mannvirki, víðsvegar um allt Island, sem öllum vitanlega stafa frá ævagömlum öldum, löngu fyr en Rómverjar, Grilckir og Púnverjar vissu deili á Sólarlandinu Tíli. Tala þau nú því hærra um aldur sann- sögu vorrar, sem tímar líða lengur. Eg hefi látið þess getið áður, i þeim örstuttu og fáu greinum, sem ég hefi nú fyrir skömmu ritað um forsögu vora, að ég vildi vekja at- hygli alþjóðar á íslandi um hina ó- heyrilegu vanrækslu, er þetta mál hefir orðið fyrir,"einmitt nú þegar efni vor og fjöldi vænlegra fróðleiks- manna meðal vor, gera oss fært að leggja mikinn skerf til vísindalegrar meðferðar á eldfornum fræðum vor- um. Örsmá sýnishorn hinna forsögulegu minja eru látin fylg'ja hér með, til þess að reyna að vekja nokkurn á- huga um þetta stórvægilega málefni söguþj óðarinnar. Væntanlega munu verða birt, innan skamms, hin helztu meginatriði er lúta að mikilvægi þessa efnis fyrir landfræðissögu Islands. Óteljandi sannindamerki heimsókna og vista i Suðurlandshellum þeim, er ég leit yfir meðan ég bjó á Rang- árvöllum, taka allan efa af um það, að hér eru stórfeng og frægileg verk- efni fyrir rannsóknir útlendra og ísl. vísindamanna. — Feiknafjöldi munkateiknanna IHS (Jesús frelsari mannanna) kom alstaðar fyrir, auk fiskmynda víðsvegar úti um loft og veggi: “Ichþys” (Jesús Kristur guðs son, frelsarij. Þar hafa _ komiÍS fræðimenn er bæði kunnu grteku og latinu. Ennfremur þóttist ég sjá Ogham letur hér og þar sem eðlilegt er, jafnt hér sem á Bretlandseyjum, þar sem ýmsir hálærðustu menn síns tíma höfðu komið hér út og haft langdvalir á órasvæðum Suðurlands. Réttlátt virðist að igeta þess hér, að óvild og rangfærslur um frum- þekking- á Islandi, og þá að likindum jafnsnemma um Grænland, halda á- fram að þróast enn á vorum dögum. Mér hefir jafnan virtzt frá því að ég fór að kynna mér nokkuð þessi efni að einhver kali ráði hér gegn óhlutdrægni íhugun og ætti slíks þó ekki að vænta í Sögulandinu. En staðleysur þær og uppspuni, sem vefj- ast til dæmis um fyrstu landnámssagn- ir vorar benda til framhaldandi hlut- drægni. Læt ég mér nægja hér einungis að nefna óreiðuna um frá- sagnir Landnámu. Fridhjof Hansen hefir skarplega tekið fram að nafn Vestmanneyja er dregið af dvöl kristinna flóttamanna frá Bretlöndum. Röstin, sem ritsag- an falsar í mannsnafnið Faxa, er enn til og rétt nefnd við Eyjarnar. Er hér ek'ki rúm tit frekari skýringa um þessi efni. Einungis mætti nefna að enginn efi mun vera i því að “terra glacialis” er Grænland, sem Skáld-Helgi hinn lærði réttnefndi “Jöklajörð.” Hér opnast víð og merkileg sjón- deild Og mun ég leitast við að skýra þetta betur á öðrum stað. En eng- ann ætti að undra þótt komist verði að miklum merkum niðurstöðum, er óhlutdrægar og sannar áreiðar verða gerðar um Suðurland — fyrst og fremst.—Lesb. Mbl. It pays to attend a good school We have Positions for Young Men! We can place in good posi- tions, four times the number of young men who are at pre- sent training for business in our Colleges. If you are be- tween the ages of fifteen and thirty years, you should start now your preparation for a business career at the Do- minion Business Colíege. It is the sure way to promotion and higher salary. Enroll Monday DOMINION Bustness College —on the Mall Branches in Elmwood and St. James

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.