Heimskringla - 26.03.1930, Side 7
WJNNIPEG, 26. MARZ, 1930
HEIMSKRiNG L A
7. BLAÐSIÐA
Iliinn hefir nýlega veriö skipaöur
cftirlitsrhaöur meö Þjóöbrautakerf-
inu — Canadian National Rai.lways,
' Mani‘oba fylki. Skrifsofa hans
Verður í Winnipeg.
Drengskapur
ÍFrh. frá 3. síSu).
lr- "Geriö greiölegt fvrir mér, hvaÖ
yÖur býr í skapi, því aö eigi sit ég
lengi klæölaus, eigiö 'þér mJklu nieira
® hættu en ég hvort þér haldið griö
yðar eða eigi.”
En Skagfirðingar Iiéklu orð sín og
e;ða. Þeir sviku thvorki sjálfa sig
r, e Gretti. Vist áttu iþeir ntargar
sakir 4 útlagann, en þrátt fyrir iþaö
,étu þeir hann í friöi fara og hanp
konrst iheilu og höldnu til heimkynnis
s, r>s, ejyjarinnar eyðilegu, þar sem
ðans biðu ömurleg æfilok. Þarna
er glöggt dæmi um orðtheldni og
staðfestu, dæmi um drengskap. Þeir
1Tlatu meira gefin loforö en stundar-
kagsmuni. Þarna var líka megin-
S-yrkur okkar kæru forfeðra. Sá
’iaður hafði fyrirgert trausti og virð-
'ngu, sem gekk á bak orða sinna,
sveik gefin loforð. H'ann var ekki
dfdigur, heldur ódrengur. Við
stondum þeim ekki feti framar á þessu
Sv,ði, iþrátt fyrir mikla menningu og
troska.
Eramfarirnar hafa orðið allmiklar
a ýthsum sviðum. Allskonar félög
Eafa verið stofnuö sem ihafa það mark
°g mið að auka heill og hagsæld mann-
anna. Á síðustu áratugum hafa ung-
'Hennafélogin náð allmiki.lli útbreiðslu.
^^fta bíður mikið verkefni. Mark
^elrra og mið er það að vinna að
r*ktun lýðs og lands, styrkja menn í
v‘ð!eitninni að verða vaskir og batn-
andi. ,Eg veit það vel að margt er
t'að sem glepur og tefur, en það er
nn svo að Jöng leið verður ekki farin
1 einumj áfanga. Eg átti eitt sinn ta!
v,ð roskinn ibónda. Hann skrafaði
*nargt og kom Víða við. Meðal ann-
ars mintist hann á ungmennafélög'in.
^dann fór ekkert dult meö það, að
ðann væri andstæðingur þeirra. Látum
það vera. En annað þótti mér furðu-
Jegra aþ heyra. Hann sagði mér
að hann hefði ibannað börnunum sín-
------------------L
R. A. C. HENRY
*__
*
*
ei nýlega hefir sagt af sér aðstoðar-
Jarnbrautarmála ennbættinu í Ottawa
tekist áhendur framkvæmdarstjóra-
S-öðu hjá Beauiharnois Heat #and
°wer félaginu. Saint sem áður
,leldur hann sæti sínu, sem einn af
l11eðstjóirnendum ] >j <\ðbr a ut abe r f i si ns
^anadian National Railwáys.
Dánarminning
Þann 28. febrúar
1930, andaðist á
Elliheimilinu Betel
á Gimli SigrjÖur
Kjartansdótir Ein-
arsson. Hjún var
fædd á iSandbrekku
i Hjaltastaöaþing-
há, 5. febrúar, !
1861. Foreldrar
hennar voru Kjartan Jónsson bóndi á
Sandbrekku, og kona hans, Jórunn Sig-
uröardóttir, Jóakimssonar, er ættaður
var úr Eyjafirði.
Kjartan á Sandbrekku var tv.ígiftur.
Fyrri kona hans hét Guðríður Sig-
urðardóttir, ættuö úr Njarðvík í
Norðurmúlasýslu, með henni eign-
aðist hann 12 börn er öll eru dáin.
Meö síðari konu sinni eignaðist hann
6 börn, óg var Sigrliður yngst. Elztur
af yngri tórnunum var Bergþór, sem
einn þeirra er nú á lífi, og er í Winni-
peg'-
Sigríöur heitin ólst upp hjá for-
eldrum sínum. Rúmt þrítug að aldri
giftist hún Siguröi Einarssyni frá
Krossstekk í Mjóafiröi. Bju'g'gu þau
á Seyðisfirði til ársins 1901, er þau
fluttu til Canada. Dvöldu.þau rúm
tvö ár í'Winnipeg og fluttu þaöan til
Alberta og bjuggu í grend við Mark-
erville til ársins 1916. Brugðu þau
þá ;búi,sökum hnignandi iheilsu. Dvöldu
þau á næstu árum í Edmonton, Cal-
gary og Vancouver. Hurfu þau til;
Manitoba árið 1925. Fékk Sigríður
þá dvöl á Betel, og dvaldi þar þaðan
í frá, unz hún andaðist þar síðasta dag
febrúar mánaðar, sem þegar er á-
minst. Þeim hjónum, Sigríði og
um aö ganga í ungmennafélag, sem
var starfandi í sveitinni. Hann leit
þannig" á það, gamli maðurinn, að
meðlimirnir yrðu að inna af ihöndum
skyldur, sem þeim væru til þyngsla,
en ekkert fengist í aöra hönd. Því
er he^dur ekki aö neita, aö meðlimirn-
ir uröu nokkuð á sig að leggja,
því að félagið starfaði að ýmsum
áhugamálumjsveitar og sýslu og því
fylgdu átök. En bóndanum sást yfir .
eitt atriði. Hann gætti þéss e.kki
að ofarlega á stefnuskrá félagsins var
þaö atriði, að efla llíkamsþroskann,
íþróttirnar, heilbrigðina, lengja lífið.
Unglingarnir áttu kost á því að læra
að synda á hverju vori og notuðu
margir lér það. Og um nauðsyn
þess þarf ekki að fjölyrða. Ung-
mennafélagið áti þar upptökirLOg ihefði
ekki veriö hafist ihanda, ef það hefði
ekki verið starfandi, að minsta kosti
ekki fyr en síðar.
Eg geri nú ekki ráð fyrir því, að
margir feður leggi slíka fjötra um
fætur barna- sinna og Iþessi maðttr
gerði. En þrátt fyrir það eiga í-
þróttirnar formælendur fáa enn sem
kcmið er. Mienn Kta á þær sem mein-
lausa skemtun en gagnslausa. En
hitt virðast færri skilja, að ílþróttir-
nar eru nauðsyn, öruggasta leiðin ti!
þess að verða -'hraustur ntaður og
hamingjusamur, vaskur og batnandi.
“Þær þjóðir, sem fer aftur líkam-
lega, þurfa ekki að hugsa til þess að
jafna það tap á andlega sviðinu,”
sagði Bismarck. Reynslan sannar
þetta líka. VegJr þjóðar vorrar hef-
ir aldrei staðið með meiri blóma en
þegar íþróttir voru hér mest iðkaðar.
Eg hef bent á nauðsyn og skyklu ein-
staklingsins að varöveita heilsu sína
Heilsulaus maður getur ekki oröið
vaskur maður og hatnandi í besta
skilningi þess orðs, því að ihann verð-
ur óhjákvæmilega öðrurn til byrði að
einhverju leyti. En takmark góðra
drengja er það, að ganga á undan með
góðu eftirdæmi, vera veitandi en ekki
þiggjandi, rétta þeim hjálparhönd, sem
er minni máttar. Hraustur rnaður
finnur oftast einhverjar leiðir til þess
að yfirstíga erfiðleikana.
Dæmið úr Grettissögu er að vísu
fagurt og minnisstætt. Vegna þeirra
drengja, sem þar réðu lögum lofum
er bjart yfir Hegranesþingi. Þeir
sviku ekkþ útlagann, sem vaná þeirra
valdi, og þeir reyndust sjálfum sér
sanikvæmir, breyttu í samræmi við orð
sín og eiða. Þeir mátu meira dreng-
skap og orðheldni en stundarhags-
munina og það, að geta komið fram
hefndum við þann mann, sem að vísu
var mótgerðamaður þeirra.
Þórgnýr Guðmundsson
frá Sandi.
zy.y/.-:
Sigurði varð ekki barna auðið. Fóst-
urson ólu þau upp, Gisla Arngrim að
nafni. Er hann búsettur í Vancouver-
borg.
Sigríður var af góðu fólki komin,
hafði öðlast gott uppeldi, og umgeng-
ist gott fólk. Hún var fróðleiks-
gjörn, átti aðlaðandi viðmót og varð
vel til vina, ihvar sem leiðir hennar
láu. Aðlaðandi viðmót og listrænt
eðli hafði ihún öðlast að vöggugjöf.
Hún hafði lengi þráð lausn frá lam-
andi sjúkleik, gekk hún með gleði og
öruggleik móti dauða sínum.
Hún var trúuð kona. Þakklát var
hún fyrir 'hjúkrun og aðbúö alla, er
hún naut á Betel. Kveðjuathöfn fór
þar fram þann 6. marz, að viðstödd-
/iiii eiginmanni hennar, iheimilisfólki
og vinum. Jarðarför hennar fór
fram næsta da^, í Winnipeg, frá út-
fararstofu A. S. Bardals. Um 30
manns, kunningjar og fornvinir þeirra
ihjóna, voru þar viðs'addir; var hún
svo ausin moldu af séra Sigurði
Ólafssyni. Auk Sigurðar, manns
hmnar látnu, er hún hörmuð af téðum
fóstursyni og konp hans, einnig af
bróður, er lifir í Winnipeg, Bergþórí
Kjartanssyni og dætrum hans, og
írænda og kunningjalhópi, er hún
eignaðist meöfram brautum lífsins,
hvar sem leiðir hennar láu.
Kæra þökk til allra, er heiðruðu út-
för Sigriðar sál með nærveru sinni
við kveðju athöfnina á Betel og við
jarðarförina frá útfararstofu A. S.
Bárdals í Winnipeg, frá
SigurSi Binarsson,
Gísli Binarsson,
Mrs. Einarssou,
Bcrgþór Kjartansson
og dœtrum hans.
Auðbjörgá Illugastöðum
Hún lést að heimili sínu, Illuga-
stöðum á Vatnsnesi 19. okt. s. 1. Bana-
meiniö var hjartaslag.
Auð'björg var fædd að Illugastöðum
6. janúar 1853. Foreldrar hennar
voru Jón Árnason bóndi á Illugastöð-
um og kona hans Ögn Guðmunds-
dóttir Ketilssonar. Bar ihún nafn
móður sinnar, svto sem afi Ihennar
kvað:
“Auðbjörg minni mjakar í
ihinnar sporin,
sex ár því hún fullnuð fann
fimmtíu og níu á þret'ándann.”
Dvaldi Auðbjörg í foreldrahúsum
oai* til 1872, að hún giftist Jakob
Bjarnasyni frá Hlíð á Vatnsnesi.
Bjuggu þau fyrst tvö ár aö Grafar-
koti í sömu sveit, en fluttust þá að 111-
ugastööum, og bjuggu þar þar til að
hann druknaði 1887. Eignuöust þau
7 börn. Dóu 3 þeirra í æsku en 4
komuist til fullorðinsárai Hrólfur
skipstjóri, druknaði í Isafjarðardjúpi
1910, Auðbjörg, gift Gunnlaugi
Skúlasyni á Geitafelli, d. 1927, Ingi-
björg gift Thedóri Arnbjörnssyni
og Jakob slkipstjóri á Norðfirði, gift-
ur Solveigu Ásmundsdóttur. Eftir
aö Auðbjörg misti Jakob bónda sinn
í sjóinn, bjó hún ekkjá með gömlu
hjúunum sínum, þar til 1893, að ihún
giftist síðari inanni sínum, Ara Árna-
syni frá Sigríðarstöðum, sem enn er
á lífi. í -síðara hjónalbandi eign-
aðist hún einn son, Guðmund að nafni
sem nú býr á Illugastöðum, giftur
Jóninu Gunnlaugsdóttur frá Geita-
felli.
Auðbjörg var frið kona og gjörfu-
leg svo að frá bar. Öll framkoma
hennar var örngg og tigin, en þó sér-
staklega mild. Laus var hún viö
smjaður og fagurgala. El^ki horfði
hún upp til þeirra er 'hærra töldust
settir eöa bárust á, en því vandlegar
hugði hún að þörfum þeirra er bágt
áttu. Er og rausn hennar og skör-
ur.gsskap við brugðið.
Framan af búskapartíð hennar rak
hvert harðindaárið annað, alt fram að
1888. Þá var það árlegur siður hjá
henni og Jakob fyrri manni hennar,
að er leið á vetur og harðnaði í búi
hjá fátæklingum, að taka heim til sín
þau börnin úr nágrenninu sent bág-
stöddust voru, og bjarga þeim frarn
eftir vorinu, að hægðist í búum manna
Var þá oft erfið húsfreyjustaðan á
Illugstöðum, þó bónda hennar brysti
hvorki dugnað eða útsjón að draga
svo í búið að aldrei þryti. Fór því
vel á, að þau skildu veljast til að
vinna sarnan, þó skeniur yrði en flest-
ir óskuðu.
Ekki voru þau rík, en brast þó
ekki stóríhug til að duga öðrum ef á
lá. Skal hér tilfært eitt dæmi.
Haustið 1885 var Jakob staddur i
Skagastrandarkaupstað með sveitung-
um sínum mörgum. Höfðu þeir allir
fulla þörf bjargræðis, en lítið gjald
ti) að greiða fjyrir það, því fénaður
þeirra var mjög fallinn í undangengn-
um harðindum. Vildi kaupmaður
ekki lána fátæklingum matbjörgina,
en bauð Jakob að lána Ihonum korn
fyrir 1000 krónur. Var það há upp-
hæð fyrir einn bónda í þann tíð. Jak-
ob þáði boðið, og skifti korninu milli
mannanna. Aðeins einn hestburð af
kcrninu fékk Jakob greiddan, því
flestir höfðu ekki gjald til, en skuld-
ina til kaupmannsins lauk hann við
að greiða fáum vikum fyr en hann
druknaði. Blessaði Auðbjörg bónda
sinn 'fyrir þessi úrræði í hvert sinn
er hún mintist þeirra, því þá hefði
hann bætt úr brýnni þörf mangra.
Er haröindin, upp úr 1880, , tóku að
íjverfa að mönnum, voru þeir margir
sem örvæntu urn afkomu sína hér, og
vildu leita nýrrar gæfu og nýrra heim-
kynna fvrir vestan haf. Ýttu og marg-
ar sveitastjórnir undir þessa ihreyfingu
og vildu heldur styrkja fá'æklinga
til ferðarinnar en að framfærá þá hér,
meðan hallærið gekk. Beittu þau Hl-
ugastaða hjón sér af alefli móti þess-
ari hreyfingu, í sinni sveit, og víst
dngðu þau þá fátæklingum, er ekki
vildu fara, eftir ítrustu getu. Þó
brast þau ekki drengskap til að
hjálpa þeim er urðu að fara, og þaö
svo aö i minnum er haft.
Jakobo sótti sjó af kappi, hvenær
sem fiskur gekk i Flóann, og var afla-
maður svo að frá bar. Haföi hann
þá lítinn tíma til að sinna nauðlei'ar-
mönnum sínum, en fól konu sinni það,
Sagði Auðbjörg svo síðar, aö þá hefði
komið sér vel aö mikið barst aö af
sjófanginu, því ntargir liðu. Var
þá orðtak ýmsra, að Auðbjörg á 111-
ugastöðum næmi ekki viö neglur sér
útlátin.
Eftir að Auðbjörg mis'i Jakob i
sjóinn, þrengdist hagur hennar mjög,
er altaf var þó rausnin (hin sama og
mildin. Þókti þá oft með ólikindum
hve miklu góðu hún gat áorkað.
Jafnan þókti þeirn vel borgið er
komust að Illugastööum, og þó éink-
um þeim, sem voru haldnir af ein-
hverjum vanmetum, hvort að voru
eldri eða yngri. Ólust þar upp mörg
fátæk börn, aö meira eða minna levti,
og fengu góðan þroska. Eitt dæmi
skal hér tilfært um gæfu Auðbjargar.
Vorið 1920 veiktist miðaldra kona
skyndilega af geðveiki, og varð brjál-
uð. Átti hún framfærslurétt i Kirkju-
hvammsihreppi. Var konan svo illa
haldin, um sumariö, en reynt var viö
hana eitt og annað, því lækna var
vitjað. Um haustið var konan svo
þungt haldirj, að enginn vikli hafa
hana, þó rífleg meðgjöf væri í boöi.
Vildi Guðmundur, sonur Auöbjargar
ei þá var farinn að búa á IUugastöð-
um, ekki skorast undan vandræðinu,
og tók við ihenni seint í septemiber.
Sagði Auðbjörg, er hún sá sjúkling-
inn, að sér fyndist að best myndi
duga að gefa henni nóg og gott að
borða, svo að hún hjarnaði, og láta
hana svo vel aö öðru leyti sem kost-
ui væri á, að hún væri glöð og safn-
aði aftur töpuðu þreki. Engar höml-
ur vildi Auðbjörg að væru lagðar á
hana, en lét hana fylgja sér út og inn.
Brátt tóku að sjást batamCrki á kon-
unni, Og eftir þrjá mánuði var bún
iheilbrigð. Hefir Ihún. síðan dvallið
á Illugastöðum og ekki kent sjú'kdóms-
ins. Taldi Auðbjörg það eina af
mestu velgerðum Guös viö sig, að
lcfa sér aö hlynna svo að þessari
konu, að hún fengi bata.
Börnun sínum var Auðbjörg mjög
góð móöir og unni þeim heitt. Gæ'.ti
j>ess ekki, að fjölmennið, sem var
á Illugastöðum, þá róið var þaðan,
hefði nein áihrif á framlíomu þeirra.
Hafi nokkurstaðar kent strangleika í
uppeldinu, þá var það i umgengni
barnanna viö fátæklinga og aumingja
sem bar aö garði. Þeim mátti ekki
skaprauna á nokkurn hátt.
Síðari manni sínum var Auðbjörg
mjög ástrík og umhyggjusöm kona,
og vildi sóma hans í öllu og sem
niestan. Er því þaö skarð stórt er
honum stendur ófylt, þar sem Auð-
björg var.
Auöbjörg var glaðvær kona og
skemtileg, prýðilega skynsöm, 'hag-
rnæit og fróð um marga hlu i. Mjög
var hún tilfinningarík, en skifti þó
sjaldan skapi. Þurfti hún oft á þess-
um eiginleikum að halda, jrví hún
fór ekki varhluta af vinamissunum
fyr og siðar. Þrjá syni misti hún í
bernsku, bróður sinn, fyrri manninr:
og elsta soninn af þeim, sent upp kom-
ust misti hún í sjóinn, auk margra
fleiri vina ag vandamanha, og dóttur
sína fullorðna misti hún, eftir mjög
stutta legu, nú fyrir 2)4 ári. — Er
hún misti fyrri manninn í sjóinn, voru
börn þíirra öll un,g, en hún vanfær
at því síðasta. Reyndi hún þó að
komast hjá öllum geðbrigðum og að
halda sér í sem beztu jafnvægi. Sagði
þá vinkona hennar eitt sinn við hana,
að nokkrir legðu henni þetta út sem
kaldlyndi eða litla sorg eftir bónd-
ann. Svaraði Auðbjörg því aðeins,
hvort að 'hún myndi að bættari þó hún
kastaði tárum sinum fyrir fætur
manna. — Má af þessu nokkuð marka
þrek hennar og stillingu.
Þó Auðbjörg væri greind kona og
höfðingleg, minnast kunnugir þó
lengst hlýjunnar er skein úr augun-
um. Leituöu og rnargir í þann yl>
þeirra er fundu sig vinafáa, og þvs
áveðra fyrir hversdagsnæðingnunt.
Gamall Vatnsncsingur,
* * *
Heimskringla hefir verið beðin að
birta þessi minningarorö um hina látnu.
merkiskonu.
FRÁ ÍSLANDI
Mann tók út af tagaranum
“Draupni” seint í fyrri viku: Hét
hann Þórarinn^ Halldórson, til heim-
ilis hér í bænum, en ættaður austan
úr Ölfusi. Fvrir rúmum mánuði t’órst
annar maður af Draupni á santa hátt.
Prófi í lyfjaprófi hafa nýlega lokið
þau ungfrú Fríða Proppé og Óskar
Erlendsson, bæði með hárri I. einkunn.
Er það í fyrsta skifti, að slíkt próf
er tekið hér á landi.
GIGT
orsakast þegar nýrun ihreinsa ekki
þvagsýrueitrið úr blóðinu. GINI
PILLS lækna með mótverkun á sýr-
una og að láta nýrun vinna aftur,.
50c askjan hjá öllum lyfsölunt
133
þér sern
notið
TIMBUR
KA UPIfí
AF
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
BirgSir: Henry Ave. East Phone: 26 356
Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
Haldið húsi yðar köldu í sumar, en
heitu næsta vetur með því að fóðra
það nú með TEN TEST. Sparið
peninga og gerið hvert herbergi
aðlaðandi alt árið um kring.
Spyrjið byggingar meistara eða
næsta TEN/TEST umboðs-
L mann um það. Og skrifið
\ eftir þessari bók frítt: “TEN
\ TEST and the most Wonder-
\ ful Adventure in the World.’’
Western Distributors:
TiiE T.R.DUNN LUMBER CO., LTL.
Winnipeg, Man.