Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 1

Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 1
Pétursson * 45 Homie St. — CITY. DYERS & CLEANERS, LTD. Sendit5 fötin yt5ar meft pósti. Sendingum utan af landi sýnd somu skil og úr bænum og á »ama verðí. W. E. THURBER, Mgr. 324 Young Str., Winnipeg. XUV. ARGANGUR Þessi einstæði sögnlegi atburður, minningarhátíð þúsund ára þings á Islandi, dregur nú hvervetna að sér athyglina, ekki ein- Dngis í Canada og Bandaríkjunum, heldur og víðsvegar um veröld. Stórkostlegur fjöldi manna hefir þegar gert ráðstafanir til þess að geta verið staddir á hátíðinni til þess að lofa minningu og afrek þeirra manna, sem settu lögskipað lýðveldi á fót fyrir þús- und árum, og þar með komu á friði og reglu er ófriður og rán sótti á ýmsar aðrar þjóðir heims. BROTTFÖBIN t!K CANADA Stór flokkur manna frá Vestur-Canada fer frá Winnipeg 12. júni næstkomandi með sérstkri lest Canadian Pacific félagsins, kemur til Montreal að morgni þess 14., en þar mun bætast i hópinn menn frá Bandaríkjunum og Austur-Canada. Kiukkan 10 árdegis þann 14. siglir eimskipið “Montcalm” frá Montreal og heldur ofan hið fagra S. Lawrence-fljót, þræðir hugður þessa vatnavegar, er náttúran hefir lagt en Canadian Racific félagið varpað frægðarorði á með skipum sínum, alt til hins stórfelda Atlantshafs. Einkennileg og söguleg þorp eins og hjúfra sig á hæðunum beggja megin og á báðum bökkum eru mörkin sýnileg, sem bera þögult vitni afrekum þeirra manna, sem gert hafa Canada að því sem landið nú er. . A SKIPI tm. Mönnum veitir örðugt að gleyma þeim stundum ,er þeir eyða á skipsfjöl nýtísku-farartækja um norður hluta Atlantshafsins um Þetta leyti ársins. Farþegar fá ekki eingöngu að njóta óvenju- langs dags, er veita mun nægan tíma til allskonar skemtana, er raeðal annars verða fólgnar í fyrirlestrum, er fjalla um hið sögu- lega viðhorf islenzku hátíðarinnar, í hljóðfæraslætti, í íslenzkum Þjóðlagasöng, í dansi og leikjum á þilfari, heldur blasir og við raönnum ein fegursta sjón jarðar, miðnætursólin sjálf, mikinn hluta leiðarinnar í tæru og blíðu veðri norður-náttanna. MIÐNÆTUR SÓLIN A ISLANDI KOMIÐ TIL REYKJAVIKUR Island kemur í ljós á morgni sjöunda dagsins. Fyrst koma * ljós snæviþaktir kollarnir á fjöllum sögulandsins, þá strand- 'engjan, þá fagrar bygðir, bæir og firðir og að lokum sjálf höfuð- horgin, er hafskipið rennir sér inn á hina lokuðu Reykjavíkurhöfn. AÐBCNAÐUR A ISLANDI Aðkomumönnum mun verða vel fagnað á Islandi. Lands- sljörnin og Hátíðanefnd Alþingis lætur gestunum í té veglega ný- tízku byggingu með því að gistihús nægja ekki til þess að sinna °hum þeim þúsundum manna er til hátíðarinnar leita. Ferða- raennirnir eiga kost á að fá mat og húsnæði í stórhýsi þessu gegn sanngjörnu verði. Er menn hafa hvílt sig fáeina daga i höfuðstaðnum halda REYKJAVIK WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 9. APRÍL, 1930. ♦— gestirnir í bifreiðum til Þingvalla, sem er í c. 30 mílna fjarlægð. Þar munu þeir hafast við í tjöldum á sama blettinum, er vagga freisisins i Norðurálfunni var fyrir þúsund árum síðan. Lands- stjórnin á Islandi leigir tjöldin gegn mjög smárri þóknun. Matur verður þar framreiddur og séð verður fyrir hentugum hvílutækjum. A ÞINGVELLI Hátíðin, sem fer fram á Þingvelli, hinum forna þingstað Is- lands, hefst 26. júni með guðsþjónustu og stendur yfir í þrjá daga. Er guðsþjónustu er lokið er þingið kallað saman og fulltrúar þings og stjórnar fagna gestum. Fulltrúar erlendra ríkja og þjóðþinga bera fram kveðjur sínar, en þvínæst verða fornir þingsiðir Islands sýndir með skrúðsýningu. Söng flokkur, er landstjórnin hefir kvatt saman, flytur hátiðasöngva. Allskonar íþróttir fara fram. Fundir og mót allskonar fara fram í- sambandi við hátíðina, þar á meðal samkunda fulltrúa frá þjóðþingum Norðurlanda, en sú samkunda er deild af alþjóða þinga-samkundu veraldar. C. P S.S. “MINNEDOSA” EFTIR HATIÐINA — FERÐIR OG SKEMTANIR Margskonar mót fara fram í Reykjavík að hátíðinni lokinni. Skal í því sambandi sérstaklega bent á íslenzku lista og iðnaðar- sýningu. Með því að langsamlega meiri hluti gestanna mun dvelja áfram á Islandi að hátíðinni afstaðinni, til þess að geta átt kost á að sjá fagra og markverða staði, skal hér bent á eftirfarandi smáferðir: 1. Frá Reykjavík um Þingvelli og Laugardal til Gullfoss og Geysis. (Við Geysi eru, eins og kunnugt er, allir heimsins hverar kendir. Þessi leið er um sjötíu mílur. 2. Frá Reykjavík um Kolviðarhól og Kamba (þar sem yfir Suðurlands-undirlendið þvi nær alt fram hjá Heklu og að Hlíðar- enda, stað Gunnars, og Bergþórshvoli, þar sem fyrum bjó einn hinn vitrasti og áhrifamesti maður sinnar tíðar — Njáll Þorgeirsson. Er flestum kunnug saga hans og F óru konu hans, er bæði fór- ust í brennunni, er Flosi og menn hans sóttu að þeim árið 1011. Þessi leið nemur um hundrað mílum. 3. Frá Reykjavík uro Vifilsstaði, Besststaði (hið fræga fræðimannasetur, Hafnafjörð (annan stærsta kaupstað landsins), Keflavík og fram á Reykjanes. Þetta er um 90 mílur. 4. Frá Reykjavík fram hjá Korpólsstöðum, Gufunesi, Esjunni og á Saurbæ, þar sem hið fræga skáld Hallgrímur Pétursson bjó. Þetta er um 60 mílna leið. Þessar leiðir má aliar fara í bifreið, en þeir sem kynnu að vilja fara inn í afdali eða afrétti verða að nota hesta. Þá er hægt að útvega með stuttum fyrirvara gegn sanngjarnri borgun. FARGJÖLD A SJÓLEIÐINNI Eimskipið “Montcaml” annast flutning á farþegum með þrem- ur farþegarúmum: Cabin, Tourist Third Cabin og Third Class. Fargjöldin frá Montreal til Reykjavíkur og til baka til Canada eru á þessa leið: Cabin ......................................... $295.00 Tourist Third ..................................$207.00 Third Class ......................................$172.00 Verðið $295.00 á Cabin er lægsta fargjald á þvi rúmi. Þeir sem kynnu að vilja fá herbergi með sérstökum útbúnaði, eiga þess kost gegn lítið eitt hærra gjaldi. FERÐIN TIL BAKA Canadian Pacific félagið hefir ákveðið að senda eimskipið “Minnedösa” frá Glasgow til þess að sækja ferðamennina. Skipið fer frá Glasgow 1. ágúst, kemur til Reykjavíkur 4. ágúst, en þaðan verður haldið til Quebec og Montreal. En fargjöldin, sem þegar hafa verið tilgreind gilda fyrir eftir- farandi ferðir, hverja sem menn kynnu að velja: BORÐSALURINN 1. Montreal til Reykjavíkur og til baka með “Minnedosa” 4. ágúst til Canada, eða — 2. Montreal til Reykjavíkur — Reykjavíkur til Leith (með Eimskipafélagi Islands) — úr breskri höfn til Canada, eða — 3. Montreal til Reykjavíkur — Reykjavík til Kaupmanna- hafnar (með Eimskipafélagi Islands) — úr breskri höfn til Canada — (ferðamaðurinn greiðir þá sjálfur fargjaldið frá Norðurlöndum til burtfararstaðar á Bretlandi), eða — 4. Montreal til Reykjavíkur — Kaupmannahöfn (eða annar- staður á Norðurlöndum, sem sömu fargjoldum lýtur) til Canada — (ferðamaðurinn greiðir þá fargjald milli Reykjavíkur og hafn- arinnar á Norðurlöndum). I Framhald á 8. síðu. <------------—------------* KANADA *-------------------------«. I ágúst i sumar' er búist við að læknafélagið brezka heimsæki Winni- peg. Er nefnd lækna hér að undir- búa fyrir komu þess. Verða læknunum veislur haldnar meðan þeir standa hér við og leiða hesta sína saman um málefni sitt. En alt kostar nokkuð. Telst nefndinni hér svo til að læknaþing þetta muni kosta $60, 000. En yfir svo miklu fé hefir nefndin ekki að ráða. Sambands- stjórnin hefir veitt $20.000. Einnig er ráð gert fyrir að Manitoba fylki veiti $10,000 og Winnipeg borg aðrar $10,000. Eigi að síður er gert ráð fýrir $20,000 halla við veisluhöldin. A því ennþá að knýja á sambandsstjórnina um veit- ingu, er þessu nemur. Hvað hún gerir, er ekki kunnugt. Hitt er þó ekki ólíklegt, að ýmsum íslendingum komi þetta betl læknafélagsins um fjárstyrk af opinberu fé til eintómra skemtiveislu halda einkennilega fyrir sjónir, er þess er gætt, að framarlega í þessu læknafélagi stendur Dr. B. J. Brandson. Bæjarráðsmenn Winnipeg borgar létu það á sér heyra nýlega, að ekki yrði komist hjá þvi, að hækka skatta á árinu 1930. Hve mörg mills, að skatturinn hækkar frá því sem hann var s. 1. ár, en þá var hann 33 mills, er enn óráðið. Orsökin til hækk- unarinnar er aukinn kostnaður í ýmsum deildum bæjarráðstns, svo sem í eldliðs-deildinni, lögreglu- deildinni o. s. frv. Tvö ungböm fundust nýlega dauð er grafin höfðu verið í snjóskafli, á Charleswood stræti í Winnipeg. Lík- in voru freðin. . Ætla menn að bórnin hafi verið tvíburar. Talið er víst, að þau hafi bæði fæðst andvana. Voru þau ofin í dagblað, sem dagsett var 27 febrúar. Er lögreglan að leita að móðurinni. Síðastliðin föstudag bar Col. F. G. Taylor, leiðtogi íhaldsflokksins upp tillögu um það í Mánitoba þinginu að banna vínauglýsingar í blöðum. í fylkinu. Urðu snarpar umræður um tillöguna. Héll Hon. W. J. Major, dómsmálaráðherra uppi vörn fyrir hönd stjórnarinnar og vínliðs- ins og mælti faátlega á móti tillög- unni. Stóð þófið um þetta yfir lengi, og þegar til atkvæða kom, var tillag- an feld. Þeir sem voru móti tillög- unni, voru: Berry, Bracken, Clubb, Gavin, Griffiths, Hryhorzuk, Mac- kenzie, Major, Montgomery, Mooney. Muirhead, McCarty, McCleary, Mc- Kenzie, McKinnell, McLeod, Poole, Prefontaine, Queen, Mrs. Rogers, Sigfússon, Wolstenholme. Með til- lögunnivoru: Bernier, Breakey, Cott- er, Haig, Lusignan, McLenaghen, Newton, Schultz, Taylor, Tobias og Welsh. ( Farmer og Ivens voru á þinginu, en greiddu hvorugur atkvæði. I ræðu sinni gegn tillögunni hélt dómspiálaráðherra þvi fram, að vín- auglýsingar gerðu börnum eða ung- lingum ekkert til. Von nýrrar bókar Innan skamms kvað vera von nýrr- ar bókar á markaðinn hér vestra. Er hún um Island og Islendinga að fornu og skrifuð á ensku. Höfund- urinn er prófessor Sveinbjörn John- V son. Að því er innihaldið snertir, er oss sagt að það sé um landuámsár og lýðveldistíma þjóðar vorrar eða um tímabilið frá 874 til 1262—4. Ilæð:r þar um uppruna Islands, landnam, stjórn, lög, réttarfar, heiðni, hjátrú, kristnitökuna, um réttindi og með- ferð kvenna og barna, skáldskap og sagnagerð, siglingar og viðskifti við aðrar- þjóðir, þjóðhætti, veislur og félagslíf, giftingar, heimilishætti o. s frv. I bókinni er einnig uppdrátt- ur af Lögréttu og myndir af bænda- býlum og landslagi. Nafn bókarinnar er “Pioneers of Freedom” eða Frumherjar frelsisins og er hún um 300 blaðsiður að stærð. Höfundurinn segir í bréfi til Heims- kringlu, að fyrir sér hafi vakað, að auka skilning enskumælandi manna DYERS & CLEANERS, LTD. Er fyrstír komu upp met5 at5 afgrei?5a verkiti sama daginn. Lita og hreinsa fyrir þá sem eru vandlátir. W. E. THURBER, Mgr. Sími 37061 NÚMER 28 á Islandi og Islendingum með því að gefa 'þeim sem sannasta mynd af landi og þjóð, en á þa.ð skorti að það hafi verið gert með ýmsu af því er skrifað hefir verið á ensku um þau mál. Verður ekki annað sagt en að tilgangurinn helgi meðílið og er von- andi að með útkomu þessarar bókar verði úr þessu bætt, þvi fremur sem svo fær maður sem höfundurinn er, fjallar um það starf. Skrá yfir gefendur í Minningar- sjóS Kvennaskólans á Hallormsstað. Safnað af Mrs. J. Carson, Winnipeg. Miss Signý Hannesson .......$10.00 Mrs. Þuríður Björnsson ...... 1.00 Miss Guðný Magnússon ........ 1.00 Mrs. J. Thorpe .............. 2.00 Bjom Stefánsson ............ 5.00 Mrs. J. Carson ............. 10.00 Miss Anna Stefánsson ........ 1.00 Safnað af Mrs. P. N. Johnson, Wpg. Mrs. Jón Árnason ............ 5.00 Miss ólavía Johnson ....... 1.00 Mrs. Jóhanna Ellis .......... 1.00 Mrs. F. Stewart, Melville Sask 3.00 Safnað af Mrs. Snjólaugu Sigurbjörns- son, Árnes, Man. Mrs. Guðrún Johnson ..............50 Mrs. A. G. Martin ................50 Mrs. S. L. Peterson ..............50 Mrs. A. H. Helgason(austfirsk) 5.00 Mrs. J. Jónasson .............. 1.00 Mrs. S. Sigurbjörns. (austfirsk) 1.00 Mrs. K. Magnússon ............. 1.00 Safnað af Mrs. O. T. Johnson, 4250 Fourth St. N.E. Minneapolis, Minn. Dr. Oliver G. ólafsson ........ 5.00 H. B. Gíslason................. 1.00 Mrs. G. T. Athelstan........... 1.00 Miss Evelyn Athelstan ......... 1.00 The Hekla Club ............... 25.00 O. T. Johnson (Norðlendingur) 1.00 Miss Margrét Oddson ........... 1.00 Mrs. Guðbjörg Tone ............ 1.00 $85.50 Áður auglýst .............$281.75 Samtals ...............$367.25 Athugasemd Háttvirti Ritstjóri Heimskringlu: Eg ætla mér ekki að fara í neina ritdeilu útaf pésa Cunard-línunnar í tilefni af greininni í blaði yðir 19. marz, þvi til þess er það mál í raun- inni altof ómerkilegt. En ég vildi þó gera dálitla athugasemd við hana. Mér fanst yður farast nokkuð barna- lega í fyrstu í þvi að gera bæklinginn að löngu umtali í blaði yðar. Slíkir bæklingar eru jafnaðarlegast ekki mikils virði, þeir eru ekkert annað en auglýsing og því sjaldnast rit- dæmdir í blöðunun*, þeir eru dauðir jafnskjótt og sú ferð er farin sem þeir auglýsa. En ég tók eftir þvi að farið var að rita um þenna pésa í blöðunum á Islandi og var það um- tal bygt á grein yðar, sem Frétta- stófa Blaðamanna hafði getið um í skeyti. Þar var tekinn eftir blaði yðar misskilningurinn á orðunum “acting as the king of Iceland,” sem þér sögðuð að þýddu “nokkurn veginn nákvæmlega sem settur konungur Is- lands” (Heimskringla, 6. nóv., 1929, bls. 4). Þetta er auðvitað alveg röng þýðing, og þó var hún endur- tekin í grein í “Visi” þar sem mér virtist anda eitthvað kalt til þess fólks sem stóð bak við þenna leið- angur. Mér fanst það óþarft verk að vera að veita heim til Islands úlfúð þeirri sem átt hefir sér stað meðal Islendinga hér vestra útaf heimferðarmálinu, og að reyna að skapa þar flokkadrátt eða óvild útaf þvi, og þess vegna skrifaði ég hr. Axel Thorsteinsson og taldi æskilegt að hann leiðrétti þetta því Fréttastof- an hafði átt þátt í því að vekja at- hygli heima á grein yðar. Mér er að öðru leyti pésinn alveg óviðkomandi, en ég verð þó að segja að dómur yðar um hann virðist skrif- aður meira af græsku en góðvild, eða þá af merkilegri vánþekkingu á enskri tungu. s Læt ég svo úttalað um það mál. Með virðingu, Halldór Hermannsson.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.