Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 7

Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 7
9 / WINNIPEG, 9. APRÍL, 1930. regluþjónn, því það veit ég upp á fflínar tíu fingur að hann verður ekki i hópi þeirra sem þú segir að taki mig fastan. Það veit ég líka sagði Má ekki muni fara með þér sagði ég, siður er mér um það. Hann er bara orðinn til tafar í öllu ferða- lag». lögregluþjónarnir myndu strax t®-ka hann fastann, hann er sá dæma- laus labbakútur og veraldarslóði að Waupa. Farðu þá einn og vertu nú fljótur sagði ég. Hugi hvarf á dyr eins og kólfi væri skotið og það svo mjúklega að ekki heyrðist fótatak bans fremur en kattarins. Eg sett- lst niður og fór að hnuðla tóbak 5 Piþuna mína. Enn ekki hafði ég kveikt i þegar ég heyrði sagt í eyrað ^ mér. Sæll vert þú. Eg heyrði að þetta var málrómur Huga míns. Komdu sæll, sagði ég. Þú hefir þá bætt við ferðalagið eftir öll lætin, eða gíska ég ekki rétt á það sagði ég. O. nei, og aftur ónei, karl minn, ég er búinn að fara til Winnipeg og Gimli eins og ég hafði áformað, og ber ykk- Ur kæra kveðju frá öllum kunningjum ykkar. Komstu til margra í borg- inni spurði ég. Til allra sem við þekkjum. Eg sá Einar minn Pál; Sigfús minn frá Höfnum; Hermann minn Hjálmarsson; Jón minn Sam- s°n; Aðalbjörn minn Jónasson; Gunn- laug minn Jóhannsson; ölaf minn Thorgeirsson; Tryggva minn ólafs- s°n; Jón minn Friðfinnsson og svo ® L. minn Baldwinsson. Þú hefir sannarlega meiri skildingaráð enn ég bet orðið var við hjá þér ef þú hefir keypt alla þessa menn sem þú taldir. Það lítur svo út að þú eigir þá alla Þú segir allt af minn um leið og þú nefnir þá. Þér ætti ekki að verða ne>n skotaskuld úr því að komast beim til Islands í vor ef þú átt þá alla; þú getur bara pantsett þá fyrir fargjaldinu þínu sagði ég. Hættu að skopast að mér þó ég kalli þá núnn eða mína, þeir eru allir kunn- ingjar okkar, og það er ekki nema svo lítil tungu mýkt þegar þú talar ^*ð mann eða um menn ef þú nefnir Þó þinn eða minn, og svo gerði Snorri ^orvaldsson í Vatnsfirði. Hann nefndi hvern mann sinn sem hann átti tal við. Eg skal hætta sagði ég, en segðu mér nú fréttimar af ferð Þinni til Gimli. Eg byrja þá að segja þér frá því, að seinasti maðurinn sem ég átti tal við í Winnipeg var Baldvin minn Baldwinsson, eins og þú Eetur nærri Jjarst tal okkar víðsvegar Um fornar og nýjar slóðir okkar be&gja, og seinast að því hvert ég ^tlaði nokkuð víðar um bygðir Is- lendinga enn til borgarinnar, alt Sar- gent Ave., og þvert og endilangt Siincoe St.,þetta er nú víst meiri hluti borgarinnar sagði ég. Bara svolitl- lr útnárar sem þú telur ekki svaraði Laldvin minn. Eg er nú að snúa fanginu í áttina Gimli því þangað er nú ferðinni beitið næst, enn sá er hængur á ráði btfdu að ég rata ekki þangað sagði Þú ferð þangað með járn- brautarlestinni auðvitað maður, hún ratar með þig maður minn sagði Laldvin minn. Nei, ég ætla bara að Ssnga þangað sagði ég. Þetta lík- ar mér að heyra, þú ert einn af Is- lendingum sem ég hafði í togi forðum daga vestur yfir pollinn. Það vom kallar sem þorðu að leggja 60—70 mílur undir skóna sina og þora það enn í dag, þó þeir séu famir að grána í vöngum. En hlustaðu nú á mig karl minn. Fyrst þú vilt ekki fara þennan spöl til Gimli á neinum öðrum fararskjótum enn löppunum á sjálfum þér, þá er enn ekki loku fyrir það skotið að ég geti bent þér á fyigd til Gimli. Eins og þig mun ráma til, barst í tal fyrir nokkm síð- an að íslendingar þeir sem ekki færu heim til gamla fróns til að verða þar viðstaddir hátíðarhaldið næstkom- andi júní 1930, efndu til hátíðarhalds hér vestanhafs á sama tíma og Al- þingishátíðin færi fram á Þingvöllum, enn hængur var nú á þessu ráði eing og þú sagðir áðan að væri á þinu að r&ta til Gimli.að þeir sem ætluðu að hefjast handa og hrinda þessu áformi af stað eins og S. J. J kemst oft að orðí: (Hefjast handa og hrinda), allt þarf að gerast með hrindingum og jafnvel olnbogaskotum ef nokkuð þjóðlegt á að komast á rekspöl hjá okkur Vestur-Islendingum, enn hæng- urinn sem ég mintist á var þessi. Vestur-Islendingar áttu engann þing- völl til að halda hátíðina á, enn til þess að haga starfi sínu likt því sem landnáma. gamla bendir á. Fyrir 1000 síðan þegar fyrst allsherjarþing var haldið þar, þá hef ég heyrt svona eins og oft er til orða tekið (undir væng), að kosinn hafi verið maður sem heitir Grímur til þess að ferðast fótgangandi um allar helstu byggðir Islendinga hér vestra til að velja sam- komustað fyrir þetta áminsta hátið- arhald hér. Staðinn skal Grimur sjálfur skíra Þingvelli Vestur-lslend- inga, og hans úrskurði skulu allir Islendingar hlýta. Eg hefi einnig heyrt að hann muni hefja þessa land- skoðunarferð sína í dag, og hann muni ætla sér að ganga um hlaðið á Gimli fyrsta gangdaginn. Þú drekk- ur nú hjá mér kaffi bolla, það hressir þig og drepur í þér vetrarkviðann og hrollinn yfir því að eiga einn ferð um brautina til Gimli, en svo skulum við ganga út og vita hvað við sjáum tii mannaferða. Þegar ég hafði drukkið kaffið gcngum við Bajdvin minn út. Það fyrsta sem bar fyrir augu okkar var aldraður maður með broddstaf í höndum, sem skálmaði norður gang- stéttina öndvert okkur. Þarna fer nú hann Grímur sem ég sagði þér frá. Nú er hann að byrja ferð sína til Gimli, þú mátt sannarlega teygja úr skrokknum á þér ef þú nærð þang- að með tánum sem hann hefir hæl- ana, sagði Baldvin minn. Já, ég sé að hann telur ei:ki sporin sin þessi jrírnur svaraði ég. En vertu nú blessaður og sæll Bafdvin minn, og þakka þér ætíð fyrir gamalt og gott. Eg rendi mér eins og Haukur eftir bráð á ská eftir strætinu í áttina til Grims, enn hvernig sem ég teygði úr mér komst ég aldrei á hlið við hann. Varð ég þvi að láta mér lynda að ganga á eftir honum og þrífa spor iians jafn óðum og hann slepti þeim. 3rimur skimaði til beggja hliða, bar íöfuðið hátt og byrjaði að tala við SHEA'S WINNIPEG BREW/ERY LIMITED HEIM8KRINGLA 7. BLADSIÐA sjálfann sig. Hann hafði ekki orðið þess var, að ég væri honum sam- ferða, þaðfyrsta sem ég heyrði hann segja var þetta: Ekkert Armannsfell, enginn Skjadbreið; ekkert Hlöðu- fell; engar Lambahlíðar; engin Al- mannagjá, enn hvað um það altsam- an Hér er þó vatnið. Um leið og Grímur sagði þetta, stansaði hann og sló niður stafnum sinum svo dundi í jörðinni, enn þegar dunan þagnaði hóf hann mál sitt svo hátt að heyrast mundi um alt Nýja Island. Þennan stað sem ég stend nú á, helga ég Al- þingisminningarhátíð þeirri sem Is- lendingar þeir 1 þessari álfu sem ekki geta eða búast við að fara til Gamla íslands næstkomandi júní mánuð þessa árs 1930 til að vera þar við- staddir hátíðarhaldið á Gömlu Þing- völlum í téðum mánuði, hafa áformað að halda hér á sama dag og þjóðbræð- ur þeirra og systur heima. Þennan stað skíri ég Þingvelli Nýja Islands. Hér var það sem íslenzki landnema hópurinn staðnæmdist haustið 1875 og háði sitt fyrsta vonaþing. Hér varð það að fyrsta atkvæði þessa vona- þings var Guði greitt, og honum falin á höndur framtíð allra þeirra vona sem hér voru mættar, og niðja þeirra í framtíðinni. Hér var það sem höfuðpresturinn Jón Bjarnason hóf fyrst sitt kennimanns embætti meðal þjóðflokks síns í þessari heimsálfu. Hér í grendinni var hið gullfagra erfi- ljóð ort, unnið og hlaðið úr íslenzku hagmælsku Stuðlabergi yfir landnáms mennina gömlu sem hvíla á Sandy Bar. Til ógleymanlegrar minningar um þá; störf þeirra, vonir og þrautir á frumbýlings árunum fyrstu. Hér hefir islenzk tunga og íselnzkir þjóð- hættir náð fastari grundvelli og rækt- un enn í nokkurri annari islenskri bygð hér vestan hafs. Gimli! á þinni lóð ætti að minnast þúsund ára afmæli Alþingis á Islandi, landnáms- réttur þinn heimtar það. Þegár Grímur hafði mælt svo. Leit hann urc öxl, og varð þess þá var að ég stóð rétt fyrir aftan hann. Hann hvesti ámig augun og spurði: Hver ert þú? 'Eg heiti Hugi svaraði ég. Hvar átt þú heima spurði Grímur. Allstaðar og hvergi. Eg var nýlega kallaður allra sveita kvikindi, samt er ég frjáls allra minna ferða eins og þeir hinir nafnar mínir. Hvaða er- indi áttir þú hingað spurði Grímur. Eg skaust þennan spöl rétt að gamni mínu. Mig hefir lengi langað til þess að líta einusinni yfir fyrsta landnáms- héraðið þjóðbræðra okkar Islending- anna sem hófst á Gimli árið 1875. Það var bæði rétt og velgert af þér karl minn, og ef þú hefir litið yfir landnámið eins og þig lystir þá skul- um við snúa heimleiðis. Eg hef lokið ætlunar verki mínu sagði Grímur. Mér er ekkert að vanbúnaði, tek þvi með þökkum að fá að verða þér sam- ferða heim að borgarhliðinu, þar skilja vegir okkar, ég sný þar fang- inu i norðan vindinn, enn þú heldur sigri hrósandi sólarátt sagði ég. Við höfðum gengið nokkur skref þegjandi í áttina til höfuðborgar Manitoba- — Winnipeg, þegar ég rauf þögnina og sagði: Grímur minn, er það ekki rétt skilið hjá mér að þú skoðir þetta þingvallakjör þitt þar á Gimli frá landnámslegu sjónarmiði. Ef svo er þá geta skoðanir okkar beggja fallið í ljúfa löð, því sanni mun það næst vera að flestir þjóðbræður og systur okkar sem i þessari heimsálfu búa munu að einhverju leyti geta rak- ið ættarslóðir sínar til fyrstu land- námsmanna íslenzku á Gimli. Þetta er einmitt það sem vakti fyrir mér þegar ég valdi þennan stað öðrum islenzkum bygðum fremur sagði Grímur. En svo var það fleira enn landnámið eitt sem minti mig á það að hefja þingvallaleit mína á Gimli, og skal ég nú áður enn vegir okkar skilja, riða allar mínar, skoðanir um þetta kjör mitt saman fyrir þig.« Eins og þig mun reka minni til, vorif liðin 56 ár frá landnámi Ingólfs Árna- sonar á gamla Islandi til fyrsta lög- gjafarþings sem haldið var á Þing- völlum þeim sem Grimur Geitskór valdi fyrir alla sem þá bygðu landið. Frá landnámi Ingólfs til landnámsins á Gimli voru liðin 1001 ár. Nú á næst- komandi sumri þegar minst verður 1000 ára afmælis fyrsta löggjafar- þingsins heima á Islandi, verða liðin 55 ár frá, frá fyrsta landnámi Is- lendinga á Gimli i Nýja Islandi, eða aðeins 1 ári fátt í áratölunni sem liðin var frá landnámi Islands til fyrsta löggjafarþings. Þarna sérð þú ástæður mínar að nokkru leyti fyrir því, að ég lagði slóð mína til Gimli fyrsta gangdaginn sagði Grímur. Eg styð þessa hugmynd þina Grímur minn, enn hvar eru þeir sem sam- þykja hana spurði ég. Nýja-Islend- ingarnir svaraði Grímur. En nú skilja vegir okkar, við erum bráðum komnir að borgarhliðinu. Vertu sæll. Frúin (sem er að leggja í lang- ferð): Ætlarðu nú að elska mig eins fyrir því, þóótt lkngt sé á milli okkar? Hann: Já, því lengra sem er á miUi okkar, þvi heitar skal ég elska þjg- Saga Islands og tal- 1 myndir Eftir tíisla Halldórsson. I. Frá alda öðli hafa menn reynt að festa viðburði og sjónaratriði í letur eða myndir til geymslu sjálfum sér og öðrum síðar meir. Margt hefir forgörðum farið, og ófullkomin er sú frásögn, sem sagna- ritarar vorra tima verða að bygja á, um gang sköpunarverksins á löngu liðnu öldum. En eftir því sem tímar líða fram, aukast visindi og listir; og ritmál vex að fegurð og orðnægð. Fyiir þeim tímum verður hægara að gera sér grein. Fögur málverk með djúpsæi (perspektiv) koma í stað flatra drátt- armynda, marmaralikneski í stað út- skorinna trédrumba. En listir og vísindi standa sjaldan i stað, því að þeir menn finnasts ávalt, sem leita lengra og komast það. Og eðlisfræðin í sambandi við guðdóm- léga röksemdarfærslu stræðfræðinn- ar, er sú alda, sem ber á faldi sér brothættar fleytur þessara manna. Hugsandi fátæklingum, misskildum hæddum og hrjáðum, eigum við að þakka það, að við erum ekki á menn- ingarstígi horfinnar aldar. Að vér sjáum rofa til í myrkrinu. Að við sjáum suðandi vélar lyfta björgum og kljúfa jörðina, eftir bruna um höf- in eða þjóta ofar skýjunum. Að okkur dreymir um þá tíma, þegar lík- amlegt erfiði þekkist ekki framar og vélin hefir tekið byrgðina af þreyttu baki verkaþrælsins, svo að hann getur unað við áhugamál sín. Við sjáum, að það er að birta til. Fyrstu geislarnir, fölir og fáir, reyna að dreifa myrkri forneskjunnar, sem enn hvílir yfir þessari jörð og felur í sér heimsku hatur og kvalir. II. Það er ekki ýkja langt síðan að ljósmyndagerð hófst. Menn uppgötvuðu, að ýms efnasam- bönd breytast við það, að ljós skín á þau. Þetta er einn af eiginleikum ljóssins og ekki só ómerkilegasti. Nú er hægt að hella einu efnasam- bandi yfir þynnu, með tveimur efn- um á, og litast þá annað efnið dökkt (vanalega það sem ljósið gerði). Þannig koma fram skuggar á þynn- unni. Nú er helt þriðju efnablönd- unni á þynnuna og hún síðan skoluð í vatni og þolir hún þá ljós án þess að breytast. Sá galli fylgir vanalega þessari mynd að hún er andstæða þess, sem myndað var: svört af hlut serh er hvítur og öfugt. Verður þvi að taka aðra mynd af fyrstu myndinni og sýn- ir hún hlutinn með eðlilegu ljósi og skuggum. Augljóst er hvilíkt menningarspor það var þegar ljósmyndargerð fanst upp. Nú var hægt að gera nákvæma eftirlíkingu af því sem áður þurfti langan tíma til að tekna eða mála, og engin trygging var fyrir að líkt- ist fyrirmyndinni. Með ljósmynda- tökum verður mögulegt að grípa at- burð og halda föstum, atburð, sem tekur aðeins augnablik. Þannig er hægt að geyma minningar um jarð- skjálfta og eldgos og ýms náttúru- fyrirbrigði, sem ómögulegt væri að lýsa eins vel á annan hátt. Þá get- ur og iðnfræðin oft grætt mikið á myndum, sem sýna hvernig ýmisleg- ur skaði skeður á mannvirkjum, Loks er Ijósmyndatækið næmara fyrir ljósi en mannsaugað því að verkun ljóss- ins safnast æ saman því lengur, sem það skín á þynnuna. Þannig hafa menn fundið aragrúa af stjörnum, sem annars væru ókunnar — með þvi að skeyta ljósmyndatækinu við enda stjörnukíkisins. En fyrst ljósmyndin hefir slíka geysiþýðingu — hvílíka þýðingu myndu þá ekki kvikmyndirnar hafa. Eins og menn vita, er kvikmynda- þynnan löng ræma af augnabbliks- myndum sem teknar eru með stuttu millibili (t. d. 1/20 hluta úr sekúndu). Þegar kvikmyndin er tekin, hoppar ræman stöðugt gegn um myndatækið og staðnæmist sem snöggvast meðan ljósopið opnast. Myndin er sýnd á sama hátt, en mannsaugað fær eigi greint svörtu bilin milli myndanna vegna þess að ljósverkunin helst í auganu lengri tíma en sem því svarar. Vegna þess hve margar myndir eru af hverri hreyfingu virðast þær allar eðlilegar. Þannig er með kvikmynd- unum hægt að geymaheila viðburða- rás frá upphafi til enda og hreyfing- ar og breytingar svo smáar að augað sér þær eigi smærri. Og eins er mögulegt að taka myndir af viðburð- um, sem ógemingur er að festa auga á, svo sem byssuskoti, vængjaburði fiðrilda, hreyfingum véla o. fl. En það sem mest er um vert er, að þess- ar hreyfingar er siðan hægt að sína hraðar eða hægar, eftir vild og gera þær þanhig sjáanlegar. Þannig hafa ljósmyndir bæði kyrr- ar og kvikandi unnið afar mikið gagn með því að bregða upp á ný horfnum viðburðúm (til fræðslu og gamans) og greina þá sundur. En þrátt fyrir þetta er skilningurinn á þýðingu kvik- myndanna meðal manna aðallega bundinn við kvikmyndalitina. Því verður ekki heldur neitað að stöku kvikmyndir eru hreinustu listaverk og vinna þar sitt verk, þótt misjafn sé sauður í mörgu fé, eins og gefur að skilja. En á kvikmyndalistina er hér eigi þörf að minnast að svo komnu. Miklu frekar væri þörf á að benda á þá þýðingu, sem kvikmyndir geta haft sem sögulegar frásagnir handa síðari tímum. Fjarri fer þvi að sagnritarar verði ó- þarfir! En myndir tala altaf sínu máli óbjagað og líklegt má þykja að komandi kynslóðir þroskist þann veg að grúsk í sagnfræðilegum skrudd- um verði ekki hvers manns gaman. III. En nú er eftir að minnast á merki- lega nýjung og uppgötvun, og það er sú talandi kvikmynd, sem nú fer sig- uríör um gjörvallan heim. Fyrir þremur eða fjórum árum hlustaði ég i fyrsta skifti á þesshátt- ar fyrirbæri. Það voru tveir danskir verkfræð- ingar Poulsen og Foss, sem sýndu (Frh. á 8 bls.) Hin ágætu lyf í GIN PILLS verka læint á nýrun, verka á móti þvagsýr- unni, deyfa og græSa sýktar himnur og láta þvagblöSruna verka rétt, veita varanlegan bata í öllum nýrna- og blöðru sjúkdómum. 50c askjan hjá öllum lyfsölum 135 SERSTAKT Tilboð meðan á vorhreinsun stendur Þessir óviðjafnanlegu dýrmætu AUTOMATIC BLÝANTAR fallegir og af beztu gerð ALGERLEGA FRIIR Fyrir aðeins tvo miða úr ROYAL CROWN SOAP POWDER eða GOLDEN WEST WASHINtí POWDER. Sendið enga peninga. Hér er gjöf sem þú getur verið stoltur af. Þessi ágæti blýantur er ávalt yddur, flytur blýið aftur óg fram, hefir vasaklemmu og togleður til að þurka út með, oghólk fullan af auka blýum, auk þess er nú í honum og sem endist svo mánuðum skiftir. Hvernig eignast skuli gjöfina Kaupið frá matvörusala yðar 2 pakka af Royal Crown Soap Powder eða Golden West Washing Powder. Rífið þá miðan af, sem þér finnið á hverjum pakka og sendið oss þá í póstinum, með naíni og addressu yðar, og blý- antinn fáið þér áreiðanlega yður að kostnaðarlausu. Til- boð þetta stendur til 31. maí, 1930. Royal Crown Soap Powder Golden West Washing Powder Hvert heimili notar aðra hvora sortina af þessu þvotta dufti og allir matvörusalar selja það. Royal Crown Soap Powder og Golden West Washing Powd er, er besta þvotta duftið, sem þú getur fengið, Vinnur fljótt og vel. Hið bezta að hreinsa diska og fit- ugt, ílát, gott á við- arverk og við þvott þykk fatnaðar, svo sem verkamanna skyrtur og utanyfir buxur o. s. frv. Ef þér hafið ekki enn notað þetta algenga ög velþekta þvottaduft Royal Crown félagsins, þá reynið það nú. Og þér munuð sannfærast um gæði þess. Og svo fáið þér blýantinn góða í kaupbætir. Skrifið í dag til The Royal Crown Soaps, Ltd. WINNIPEG __VERIÐ VISSIR UM AÐ PRENTA NAFN YKKAR LÆSILEGA- Hj þér sem jíj notiS 1 1 M BU r-% KA UPIP R AF I The Empire Sash & Door II Birgðir: Henry Ave. East Co., Ltd. Phone: 26 356 Skrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton 1 VERÐ GÆÐI ANÆGJA. MACDONALD'S Elne Qtt Bezta tóbak í heimi fyrir þá, sem búa til sína eigin vindlinga Gefinn með ZIG-ZAC pakki af vindlingapappír HALDIÐ SAMAN MYNDASEÐLUNUM 27 9

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.