Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 4

Heimskringla - 09.04.1930, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 9. APRÍL, 1930. Hcimakringla (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miðvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS. LTD. 853 og 855 Sargent Avenue, Winnipeg Talsími: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. 'Allar borganir sendist THE VTKING PRESS LTD. SIGFÚS HALLDÓRS írá Höfnum Ritstjóri. Utanáskrift til blaðsins: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg. “Heimskringla” is published by The Viking Press Ltd. and printed by THE SERVICE PRINTING CO., LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG, 9. APRÍÍ, 1930. William Ellery Channing Hundrað og fimmtíu ára minning 1780— 1930 — (Ræða flutt í kirkju Sam- bandssafnaðar í Winnipeg, sunnudaginn 6. apríl 1930 af séra Benjamín Kristjánssyni). Því hefir verið haldið fram, að sum tímabil mannkynssögunnar bæri með sér vormerki öðrum fremur. Þá væri eins og alt gliðnaði úr skorðum íss og dróma.* Aldagamlar venjur og rótgróið stjórn- skipulag riðlast jafnframt því, sem trúar- hugmyndir aliar og lífsskoðanir taka ger- samlega stakkaskiftum. Það er eins og alt mannfélagið kasti ellibelgnum og gangi í endurnýjungu lífsins, að m. k. á ein- hverju takmörkuðu svæði fyrir einhvem ókunnan þrótt sem streymir eins og belj- andi stormur gegn um alla lognþoku vetr- ardrungans og blæs nýju lífi í hin visnuðu bein. Söguspekingurinn Spengier hefir viljað skifta hverju menningartímabili í fjórar árstfðir eftir andlegum einkennum og sögulegum táknum. Eftir því ætti vorið aðeins einu sinni að hafa mnnið yfir hina vestrænu menningu, sem hann telur nú vera komna á fallanda fót. Um þetta má vitanlega lengi deila, eftir því hvaða skilning hver maður leggur í tákn tímanna. En öllu sannlegra finst mér það, að árstíða skiftin hafi verið örari. Æðasláttur lífsins er tíðari en svo, að hver hræring taki margar aldir. Hann er ör og síkvikur, en gengur um leið ó- jafnt yfir eins og blóðbylgjan um líkami vora. Menningaraldan svellur stöðugt og hjaðnar, þannig að þegar bylgjuiægð er á einum tíma í einu landi, rís bylgju- toppurinn í öðru. Vorið fylgist venjulegast að bæði í hinum ytra og innra heimi. Það er oft örðugt að segja, hvort hin ytri bylting er afleiðing hinnar innri eða innri byltingin orsakast af hinni ytri. Þegar umrót er komið í lífi þjóðanna gengur alt úr skorð- um og hin eldgömlu tengsl vanans slitna hvert af öðru eins og rjúkandi kveikur Ný kynslóð kemur fram með nýjum hug- sjónum. Á ofanverðri átjándu öld var vor í loftinu í nýlendum Breta á austurströnd Norður-Ameríku. Frelsisstríðið, sem þar braust út var ekki aðeins háð til að slíta verslunahömlur og óhæfilega tolla, heldur til að andæfa einveldi því sem þá hélt Evrópu í heljar klóm og ryðja braut hug- myndum lýðræðis og mannréttinda. Og jafnframt var öllu trúarófrelsi sagt stríð á hendur. í Tripoli samningnum frá 1796 er tekið svo til orða, að Bandaríki Norður- Ameríku sé ekki grundvölluð á kristinni trú fremur en annari og voru það án efa miög fáheyrð orð í þann tíma.. Einmitt þegar frelsisstríðið stóð sem hæzt, fædd- ist sá mr.ður, sem einna tígulegast hefir borið intrki frjálslyndrar hugsanar hér vestanhafs, og hefir að ýmsu leyti mótað skoðanir þeirra kirkjudeildar, sem nefnd hefir verið Únítarakirkja og síðan hefir jafnan átt traustast aðsetur í Nýja-Eng- landi — þeirrar kirkjudeildar, sem vér er- um í félagslegu sambandi við. í dag hefir þessa manns verið minnst víðast hvar í kirkjum þessa trúfélags í tilefni af 150 ára afmæli hans, og finst mér vel viðeig- andi að vér rifjum einnig upp sögu hans í fáum dráttum, svo sem tök verða á stutt- um tíma. William Ellery Channing er fæddur í Newport, Rhode Island, 7. apríl 1780. Var hann heitián William eftir föður sínum, sem var ágætur lögmaður í miklu áliti, en Ellery var nafn móður föður hans. Var William Ellery hinn þriðji í röðinni af níu bQrnum þeirra hjóna., Hlaut hann ágæta uppfræöslu í heimahúsum og í skóla í Newpört, en síðan var honum komið til frænda síns til undirbúnings náms fyrir Harward háskóla. Meðan hann var þar til lærdóms, þrettán ára gamall, dó faðir hans. Hér um bil ári síðar, árið 1794 innritaðis't hann við Harward og útskrif- aðist þaðan fjórum árum síðar, árið J798. Síðan fékkst hann við heimiliskenslu og frekari lærdómsiðkanir jafnhliða nokkur ár, og stóð heilsa hans eigi sem styrkust- um fótum. Tók hugur hans brátt að hneigjast að guðfræði og stundaði hann um hríð nám við prestaskólann í Cam- bridge, Mass. og útskrifaðist þaðan árið 1802. í júní árið eftir tók hann köllun fátæks safnaðar, sem átti litla kirkju í Federal Street Bostop. Óx þessi fá- menni söfnuður hröðum skrefum, eftir því sem orðrómur fór að berast af andagift Channings, unz hægt var að byggja þar upp stóra og fagra kirkju nokkru síðar. Árið 1814 kvæntist Channing frænku sinni Ruth Gibbs, er hann hafði unnið frá barnæsku. Kirkjuna í Federal stræti átti Congre- gationalista söfnuður, mjög frjálslyndur Upprunalega höfðu Congregationalistar, austur þar, verið hinir ströngustu Kalvin3 sinnar og eimdi lengi eftir af strangtrún- aði Puritananna, sem þangað höfðu fluzt frá Englandi. En síðan um miðja 18 öld, hafði Kalvinskan verið að smá tapa fót- festu í Massachusetts og frjálslynd trú- arstefna blómgast sem meiri áherzlu lagði á hina jákvæðu hlið kristinnar trúar- reynslu og skapgerðar. Hraus afturhald- inu mjög hugur við, er það sá hversu þessar frjálslyndu skoðanir breiddust óð- fluga út, og hertu nú sem mest þeir máttu á öllum afarkostum trúarkenninga sinna, en gerðu jafnframt óp mikið að frjálslynd- ara hópnum og báru honum “Únítaravillu” ’á brýn. Channing var lítt deilugefinn og reyndi í fyrstu að leiða sem mest hjá sér hávaða þenna, en svo kom um síðir að þau brögð gerðust að svigurmælum “rétttrú- aðra’’ og níði í hans garð og vina hans, að hann ákvað að þegja ekki lengur við, enda var hvarvetna. horft til hans sem foringja allra frjálst hugsandi manna, sökum hæfileika hans og mannkosta. Of- bauð honum svo mjög hið sífelda hatur og ánauð “rétt-trúaðra’’ presta á Únítör- um þar um slóðir, að hann af meðfædda göfuglyndi og frjálsbornu hugrekki, gekk formlega yfir í þeirra hóp árið 1815 og lýsti því yfir þá, að hann væri einn af þessum “guðlausu Únítörum” sem öllu hnútukastinu var beint að, og leitaði hann nú færis að taka upp hanskann fyrir þeirra hönd og verja málstað þeirra frá fræði- legri hlið, gegn “rétt-trúnaðinum.” Það tækifæri bauðst von bráðar. Þegar hér var komið í sögunni hafði Únítara hreyfingin ekki breiðst út fyrír Nýja England, nema hvað Jóseph Priestly hafði stofnað tvo litla Únítarasöfnuði í Pennsylvania, sem raunar voru aðeins úti- bú frá Englandi: En árið 1816 vildi svo til, að James Freeman, sem um þær mund- ir var aðalforingi Únítara í Boston, pré- dikaði í Baltimore, og vakti sú prédikan slíka athygli, að þar var bráðlega stofn- aður frjálslyndur söfnuður, sem síðar kom til að blómgast vel. Tveim árum síðar var kirkja þeirra vígð af dr. Freeman og fyrsti prestur þeirra var Jared Sparks, sem með miklum dugnaði þjónaði þeirri kirkju í fjögur ár unz hann varð heilsunnar vegna að láta af því starfi. Síðar varð hann nafnkunnur sagnfræðingur og forseti Harward háskóla. Vígsla séra Sparks fór mjög hátíð- lega fram, hinn 5.- marz 1819, að við- stöddum fjölda klerka. Hafði Channing verið boðið að flytja vígsuræðuna og notaði hann nú tækifærið að gera skil- merkilega grein fyrir kristindómsskoðun- um Únítara og hrekja ýmsar þær firrur, sem þeim voru bornar á brýn. Stóð ræða haps yfir fullan hálfan annan tíma með þeirri postula andagift og rökfestu, sem ekki heyrist, nema einu sinni á hverri öld.. Þessi Baltimore ræða, sem gefin hefir verið út í ótal útgáfum og verið þýdd á fjöldamörg tungumál, hefir með réttu verið nefnd Magna Charta frjáls- lyndrar trúar. Hér verður enginn tími til að rekja efni þessarar ræðu neitt til hlítar, tþó að freistaandi væri, heldur til ég aðeins skýra lauslega frá viðfangsefni hennar og áhrifum: Channing lagði út af orðunum: 1. Þessaloníkubréfi, 5 kafla: Prófið alla hluti og haldið því sem gott er. Og megin viðfangsefni ræðunnar var að sýna fram á það, að ritningarnar, væru þær útskýrð- ar af skynsamlegu viti, héldu þær fram sömu kenningum og Únítarar. Hann tók upp allar meginkenningar Únítara, þar sem þá greindi á við rétt-trúnaðinn og sýndi fram á með skýrum og ugglausum rökum, að rétt-trúaðir hefðu að minsta kosti ekki meiri stuðning sínum kenning- um í ritningunum en Únítarar og að Úní1 tara skoðanirnar hefðu einmitt sprottið af nákvæmari og samvizkusamlegri rannsóknpm á ritningunum. Byrjaði hann fyrst á því að gera nákvæmlega grein fyrir gildi ritninganna út frá skyn- samlegu sjónarmiði, og neitaði í raun og veru ekki guðdómlegu hefðarvaldi þeirra, einkum nýjatestamentisins, en bfenti á það um leið, að því méiri ástæða væri til að leggja alúð við rannsókn þess, og að það kæmi ekki til mála, að nokkrar guð-. legar opinberanir yrðu utan við svið mann- legrar skynsemi. Ef þannig væri litið á ritninguna hleypidómalaust, mundu níenn brátt sannfærast um það, að kenningar Únítara um eining guðs væri henni miklu samkvæmari en þrenningarlærdómurinn, sem þar væri livergi haldið fram enda mundi hann hafa stórhneykslað Gyðinga, sem stranglega hafi allatíð haldið fram eingyðinu. Sýnir hann og fram á, að ýmiskonar háspekilegur heilaspuni mið- aldarmanna um tvær náttúrur Krists og guðdóm ,styðjist hvergi við orð og um- mæli hans sjálf — sé þau rétt skilin, né heldur nokkra skynsamlega hugsun. Og einkum veitist hann að friðþægingar eða fórnarblóðs kenningum Kalvinista, er hann taldi bæði ósiðlegar og hina mestu fjarstæðu. Taldi hann sömuleiðis kenn- ingar þeiira um gjörspillingu mannlegs eðlis bæði viðbjóðslegar og svívirðilegar, með því að þær yfirskygðu alt réttlæti guðs og gerðu hann að grimmum og misk- unarlausum harðstjóra, en trúarbrögðin að ógn og andstyggð og sviftu burt öllu gildi manndygðar og persónulegs siðgæð- is. Vildi hann leggja alla áherzlu á kærleika guðs, fremur en vald hans og eins og guð væri óendanlega góður og miskunsamur faðir, þannig væri guðlast að álíta mennirnir, börn hans, væri illir að eðli. Réttlætið lægi fremur í eðli mann- anna, en að guð úthlutaði mönnum því fyrir verðleika og fórnardauða Jesú Krists Enda yrðu mennirnir ekki betri að heldur fyrir slíkan sýknudóm og jafn óhæfir til ástar, ef eðli þeirra sjálfra væri ekki runnið af rót kærleikans. Hið sanna eðli % heilagleikans eða kristlegrar dygðar lægi einmitt í kærleikanum til guðs og manna, sem að endurleysti oss frá öllum van- þroska og bæri ávexti í fögru og góðu lífemi; í sambúð vorri hvern við annan og umburðarlyndi bæði í hversdagssökum og trúarefnum. Öll vingjarnleg samúð og frjálslyndi í skoðunum stæði guðdóm- legum kærleika nær, en fjandsamlegir áfellisdómar og trúflokkarígur. Sá prestur, sem nú tækist hina heilögu köll- un og skyldur kennimanns á heréar, væri ekki vígður til að boða þessar kenningar í þeim tilgangi að vekja deilur, heldur til þess að efla það heilaga líferni, er sjált't vitnaði um kenninguna, hvort hún væri frá guöi. En áheyrendurnir ættu jafn- framt sjálfir að rannsaka ritningaraar, í því skyni að hreinsa guðkristni af þeim mannlégum firrum og hleypidómum, sem klerkar og kreddur ófróðra alda hefðu kafið hana í. . Ahrif þessarar ræðu urðu geysi mikil, enda dró hún rétttrúnaðinn miskunarlaust fram fyrir dómstól heilbrigðrar skysemi. Á sex vikum komu út fimm útgáfur af henni og var nú Channing á allra vörum. Er vant að sjá, hvort hún hafði meiri á- hrif á Únítara sjálfa eða rétt-trúnaðinn. Að vísu hratt hún fram málstað Únítara úr varnarstöðu til hiklausrar sóknai^ Með því að gera svo röksamlega grein fyrir kenningum þeirra var þeim í eitt skifti fyrir öll haslaður völlur til sóknar og varnar. Og nú hafði þeim bæzt í hópinn öruggur foringi, einn hinn mælskasti og mest virti prestur í Boston. Jók þetta eins og von var til hugrekki þeirra um helming, og sannfæringarþrek, enda litu þeir nú björtum augum til framtíðarinnar. Og aðgerðalítið frjálslyndi þeirra var nú, í einni svipan snúið í blossandi bál hik- lausrar trúarsannfæringar. En áhrifin á rétt-trúnaðinn urðu engu minni eins og sjá má af deilum þeim, er brátt urðu . Tveir prófessorar við And- over guðfræðiskólann risu upp og leituðust við að reyna að verja þær skoðanir, sem Chanii- ing hafði ráðist á og vildu jafn- vel halda því fram, að sú mynd, sem hann hefði dregið af rétt- trúnaðinum væri ýkt og rang- lát. Gaf Channing sig ekki svo mjög inni í þær deilur, en aðrir lærðir menn tóku upp hanskann fjTÍr hann og sönnuðu af ritum Kalvinista, að Channing hefði sízt farið með neinar ýkjur. Varð' niðurstaðan sú, að andmælendur hans» urðu að viðurkenna, að sjálfir væru þeir teknir að hall- ast talsvert frá hinum gömlu kenningum, sem viðurkendar voru þó í orði kveðnu. . Var með því komið af stað þeim skriði, sem síðar endaði í ýmissi frjálslyndri guðfræði, sem jafn- vel fór lengra, en Únítarismi Channings gerði nokkurn tíma. Hafði Baltimore ræðan þannig engu minni áhrif á rétt-trúnað- inn, en sjálfan Únítarismann, enda tók þrenningarlærdómsins að gæta minna í Austurfylkjun- um úr þessu og strangleiki Kal- vins að hverfa úr sjálfum rétt- trúnaðinum. En samt sem áður varð þetta til þess að kljúfa Con- gregationalista kirkjuna.’ Hinir rétt-trúuðu sögðu sig úr lögum við Únítara og neiddust þeir þá til að stofna með sér sérstakt trúarfélag: The American Uni- tarian Association árið 1825, og var Channing kjörinn fyrsti for- | seti þess. Mun það þó alls ekki í fyrstu hafa verið nein tilætlun Channings að stofna neinn únítariskan sértrúarflokk né úní tarískan rétt-trúnað, því að haft er eftir honum, að hann hafi láftð svo ummælt í fyrstu, að hann gengist glaður við Únítara nafninu, hver sem brýndi sig á því. “En fari svo, að það nafn verði haft í háveg- nm síðar, mundi ég gjarna vilja losna við það, því að ég óska ekki að tilheyra neinum sértrú- arflokki, heldur samfélagi frjáls- borinna anda, þeirra sem elska sannleikann og fylgja Kristi.” “Eg vil tilheyra alheimskirkju og ekkert skal geta hindrað mig frá því. Sál mín þolir ekki þessa andstyggilegu varnarmúra, hún slítur sig úr hverjum mauravef og leitar þess fagra og góða. Ef hugir vorir fangast af hinu fagra og góða, mun það þá af- neita oss, ef vér tilheyrum ekki einhverjum sérkreddu flokkn- um? Dygðin er hvergi staðbund- í fullan aldkrfjórðung hafa Dodds nýrna pillur verið hio viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá. veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. * in. Og hún hefir alt ágæti sitt fólgið sjálfri sér, hvar sem hún birtist. Þetta er einingarband alheimskirkjunnar. Og enginn maður verður rekinn úr henni, nema, á þann hátt að dygðin og elskan deyi í brjósti hans.” Með slíku hugarfari gekk þessi tírottins þjónn að störfum, og \ar eigi að undra, þótt skáldið Coleridge kæmist svo að orði um hann, er þeir kyntust á Englandi árið 1822, þegar Channing fór yfir til Evrópu sér til heilsubót- ar, að hann ætti hvorttveggjm í jafnríkum mæli “elsku til visk- unnar og visku til elskunnar. Þegar hann kom til baka aftur sumarið 1823 hóf hann starf sitt í Boston að nýju, með meiri á- kafa en nokkru sinni fyr. Gaf hann sig nú eigi aðeins við guð- fræðilegum ágreiningsefnum, heldur sneri sér af alefli að öll- um mögulegum þjóðfélagsmál- um. Vegna sinnar óbifandi trú- ar á göfgi mannlegs eðlis og gildí mannlegrar sálar, gat hann ekki látið neitt mannlegt vera sér ó- viðkomandi. Hann var öþreyt- andi í hugsun sinni um umbæt- ur á kjörum fátæklinga og vinnu lýðsins, og í því að útbreiða bróðernið eigi aðeins einstakra manna, heldur þjóða á meðal. Og tillögur hans um afnám ó- friðar, áfengis og fátækra bæla, og tillögur hans um umbætur á örbyrgð verksmiðjulýðs og ann- ara handverksmanna, bera gleggstan vott um það hversu VER ráðleggjum yður að reykja Bucking- ham Cigarettur vegna þess, að í þeim er hið bezta tóbak, blandað mjög vel saman, og sem helzt ávalt ferskt og ilmgott, í inn- sigluðum pökkum. Þegar þér reykið Buckingham, fáið þér fyllilega verðið sem þér greiðið ^fyrir það í hverri Cigarettu. Þar er af engu dregið til þess að geta haft premíu miða í pökknnum. Buckingam eru fríar við að olla remmu eða óbragði. Þær eru frægar fyrir hreinindi. Þær eru að gæðum til óviðjafnanlegar. Reykið þær.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.