Heimskringla - 16.04.1930, Blaðsíða 2
S. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPBG, 9. APRÍL, 1930.
Þjóðræknisþingið
(Framlhald)
Fundur var aftur settur kl. 2.30
e. h. Fundargjörð síðasta fundar
upplesin og Samþykt.
Húsnœðis- og toöKasafnsmál kom
fyrst á dagskrá. Álit þingnefndar
var lagt fram, en þótti eigi nógu
víðtækt, og var vísað aftur til nefnd-
arinnar, samkvæmt tillögu A. Eggert-
sonar, studdri af Þórði Bjamasyni.
Nefndarálit skóggræðslumálsins lá
þvínæst fyrir til umræðu. Fer það
hér á eftir:
Nefndarskýrsla í skóggræðslumálinu
Við undirritaðir, sem skipaðir vor-
um í nefnd til þess að íhuga skóg-
græðslumálið svo nefnda, leyfum
okkur að leggja fram eftirfylgjandi
skýrslu:
Eftir að hafa íhugað nákvæmlega
skýrslu milliþinganefndarinnar í þvi
máli, finst okkur einsætt, að almenn-
ur áhugi Islendinga hér vestra fyrir
skóggræðslu á Islandi sé hvergi
nærri eins mikill og æskilegt væri og
helzti forgöngumaður þess hér vestra
hefir eflaust gert sér vonir um. Einn
almennur fundur, sem haldinn hefir
verið hér í Winíipeg til að ræða
málið á síðastliðnu ári, virðist hafa
verið mjög illa sóttur. . Þó bendir
nefndin á, að ýmsir bæði hér og heima
hafi haft bréfaskifti við formann
millijþinganefndarinnar, hr. Bjöm
Magnússon um þetta mál, sem sýni
að nokkrir menn beri málið mjög fyr-
ir brjósti.
Af þessum ástæðum teljum við lík-
legt, að málið sé bezt komið i hönd-
um þeirra manna, sem hafa áhuga á
því, og að Þjóðræknisfélagið geti
naumast annað gert en að veita þeim
stuðning eftir því sem það sér sér
fært. Viljum við því leggja fyrir
þingið eftirfarandi tiilögur:
I. Að stofnað verði til sambands
mllli vor og þeirra manna heima á
Islandi, sem með höndum hafa undir-
búning að skóggræðslustörfum (sbr.
2. tillögulið milliþinganefndar).
II. Stjómarnefnd félagsins feli ein-
hverjum manni eða mönnum, sem til
Islands fara á næsta sumri, að kynna
sér viðhorf málsins þar heima, eins
rækilega og unt er, einkanlega, með
það fyrir augum, að fá álit sérfróðra
manna á þvi, hvaða trjátegundir héð-
an að vestan muni bezt þrifast í ís-
lenzkri mold og einnig það hvaða
samvinnu mætti vænta bæði frá ein-
stökum mönnum og félögum, ef Þjóð-
ræknisfélagið sæi sér fært að taka
málið að einhverju leyti að sér fram-
vegis.
III. Að tilraun sé gerð af hálfu
stjómamefndar félagsins til þess að
útvega ókeypis frá búnaðarmála — og
skógræktardeildum fylkisins og Can-
ada stjómarinnar fræ, sem flutt verði
til íslands á næsta sumri og gefið
þeim, sem vilja gera tilraunir með að
sá því þar heima. Ennfremur að I að frágangi á byggingunni ,hefir verið
allar mögulegar upplýsingar séu feng- hraðað fram úr áætlun og mikið fé
nar um meðferð plantanna og vax-
tarskilyrði þeirra..
IV. Nefndin ræður stjómarnefnd-
inni að nota aðstoð hr. Björns Magn-
ússonar í þessu máli, sem hún telur
sjálfsagt að verði fúslega í té látin.
Hefir hann sýnt mestan áhuga allra
manna í þessu efni og er málinu
kunnugastur hér vestra, og finst því
nefndinni að hann eigi skilið allan
þann stuðning, sem félagið getur látið
honum í té, án þess þó að það bindi
sér byrðar, sem það gæti ekki risið
undir.
Winnipeg, 27. febrúar, 1930.
Virðingarfylst,
G. Arnason,
A. Bjarnason,
J. K. Jónasson.
B. B. Olson lagði til, Sigurður
Baldvinsson studdi, að ræða nefndar-
álitið lið fyrir lið. Samþykt.
1. liður samþyktur umræðulaust.
2. liður var samþyktur með öllum
greiddum atkvæðum gegn einu. Til
rcáls tóku B. Magnússon, Mrs. Fr.
Swanson, séra G. Arnason.
3. liður samþyktur með öllum
greiddum atkvæðum. Til máls tóku
séra J. P. Sólmundsson, A. Eggerts-
son, séra G. Amason og B. Finnsson
er mælti með því að milliþinganefnd-
in væri endurkosin og veitt ríflegt
fé til starfsemi sinnar.
Um 4. lið tók til máls B. Magnús-
son. Séra Fr. A. Friðriksson lagði
til að liðurinn væri samþyktur. Séra
R. E. Kvaran studdi. Samþykt
Nefndarálitið síðan í heild samþykt
Þá las séra R. E. Kvaran eftirfar-
andi skýrslu nefndarinnar, er fjalla
skyldi um samvinnumálið:
Alit samvinnunefndarinnar.
Nefndin fagnar því, hversu mikið
hefir verið um samvinnu á þessu ári
milli félags vors og ýmsra mætra
manna á Islandi, og lætur í ljós þá
von sína, að þetta verði aðeins upp-
haf á nánara samstarfi en verið hefir
undanfarið.
Fyrst og fremst vill þá nefndin
láta i ljós þakklæti sitt til lands-
stjómarinnar á Islandi og Hátíðar-
nefndar Alþingis sem hvorttveggja
hafa kostað kapps um að greiða fyrir
væntanlegum heimfarendum á marg-
víslegan hátt. Eins og kunnugt er
hefir Vestur-Islendingum verið boð-
inn landsspítalinn til afnota meðan
dvalið verði í Reykjavík, og eru þau
afnot með öllu endurgjaldslaus frá
forráðamannanna hálfu. Þetta er þvi
mikilsverðara, sem nú hafa borist af
þvi sannar fregnir, að þvi nær muni
ógerlegt að fá húsnæði í einkahíbýl-
um eða á gistihúsum meðan á hátíð-
inni stendur. Hafa oss borist þær
fregnir að nær að segja hvert hús
muni fullskipað af gestum, er þegar
hafa trygt sér rúm. En oss dylst
ekki að þessi kurteisi landsstjómar-
innar og forráðamanna spítalans er
því þakklætisverðari, sem kunnugt er
j verið lagt fram til þess að unt yrði
I að veita Vestur-Islendingum þessi
' hlunnindi.
Þá vill nefndin ennfremur láta í
ljós þakklæti sitt fyrir þá kurteisis-
ráðstöfun frá hendi landsstjórnar-
innar á Islandi að gera einum af em
bættismönnum sinum kleift að gangr
frá starfi sínu til þess að heimsækja
oss og flytja oss kveðjur og þjóð
rækilega uppörfun frá Islandi. Fagn
ar nefndin komu hr. Árna Pálssonar
og vonar að honum verði svo tekið í
íslenzkum bygðum sem svo mætur
gestur á skilið.
Vestur-íslenzkum almenningi er
kunnugt um að íslenzkir fræðimenn
hafa brugðist mæta vel við tilmælum
frá Þjóðræknisfélagsmönnum um
samning á fræðimannlegumritgerðum
um Sslenzka menningu að fornu og
nýju, er æelast er til að komi fyrir
sjonir manna á enskri tungu, jafn
framt því sem tímarít félagsins birtir
nú flestar þeirra á íslenzku. Hefir
Háskólaráðið á Isllandi tilnefnt
rithöfundana. Er nefndinni mjög
mikið áhugamál,, að þetta reynist
aðeins byrjun á bókmentalegri sam-
vinnu milli vor og heimaþjóðarinnar.
En vottur um að sú von sé ekki
eingöngu á draumórum reist er sú
staðreynd að tveir rithöfundar á Is-
landi eru nú að taka saman bók,
sýnisbók rithöfundastarfsemi Vestur-
íslehdinga, sem gefin er út í tilefni
af heimkomu Vestur-Islendinga
Nefndin hefir rika tilfinningu fyrir
því, að ekki sé sæmilegt að ekki sé
kvittað fyrir þessa kurteisi alla með
öðru en orðum einum. Og verður
þá fyrst fyrir oss það mál, sem nú
um skeið hefir verið á döfinni með
oss, en því miður hafa minni aðgerð-
ir verið með en æskilegt hefði verið.
Vér eigum við "Selskinnu” Stúdenta-
ráðsins. Tækist að hleypa skriði á
innritanir manna í bókina, væri tvent
gert í sama svip: Létt fyrir Stúdenta-
garþinum, og Vestur-Isl. gætu trygt
sér herbergi fyrir efnismenn up þeirra
hóp, er stunda vildu nám — t. i.
norrænu — á Islandi. Væntir nefnd-
in þess, að væntanleg stjómarnefnd
ieiti að hentugum vegi til þess að fá
þessu hrundið í framkvæmd. Og í
því sambandi vildum vér benda á, að
mjög vel ætti við að þeir menn, sem
yrðu í förum með hr. Arha Pálssyni
um íslenzkar bygðir tækju Selskinnu
með sér og vektu athygli almennings
á henni.
En að endingu vill nefndin bera
fram tillögu þess efnis, að stjórnar-
nefndin hlutist til um að fenginn
verði maður eða menn á komandi
sumri til þess að ferðast um bygðir
á Islandi til þess að flytja þar erindi
um Islendinga í Vesturheimi, og sér-
staklega vekja athygli á gagnkvæmri
nauðsyn hins nánasta sambands með-
al heimaþjóðarinnar og vor.
Á þingi Þjóðræknisfélagsinns
fcbrúar 1930.
Ragnar E. Kvaran, i álitið, þess efnis, að gefið yrði út á
27.
"OJIBWAY”
Vörugæði borga
ágóða af
auknum gróða
Guðjón S. Friðriksson,
Rúnólfur Marteinsson,
ólafur S. Thorgeirsson
Friðrik A. Friðriksson
næsta starfsári, kver það til kynning-
ar félaginu, er út átti að gefa síðast-
liðið ár. B. B. Olson studdi.
Séra J. P. Sólmundsson minntist þá
Asg. Bjarnason lagði 'til, séra G. á vanrækslu stjómarnefndar í sam-
Girðingar úr svo ágætu efni sem hinu fræga “OJIBWAY”
verða búgarði yðar til hagnaðar. Slík girðing gerir bæði
akur yðar og haga arðmeiri. Og afleiðingin af því er sú
að verðmæti búgarðsins eykst við þetta miklu meira en
nemur verði girðingarinnar.
“OJIBWAY ZINC INSULATED” girðingar eru sérstaklega
vel til þess fallnar að notast á jörðum í Canada, vegna þess,
að þær eru gerðar til þess að standast allar tegundir af veðri
Sjáið kaupmann yðar eða skrifið oss beint eftir upplýsingum
viðvíkjandi verðmæti þessara girðinga til yðar.
CANADIAN
STEEL
— LIMITED
CORPORATION
Mills and Head Office:
OJIBWAY, ESSEX COUNTY, ONTARIO
Warehouses:
HAMILTON, WINNIPEG
Arnason studdi, að nefndarálitið væri
rætt lið fyrir lið.. Breytingartil
laga frá' B. B. Olson, að viðtaka
þegar nefndarálitið í heild. Guðrún
Friðriksson studdi. Breytingartill.
samþykt.
Séra G. Arnason tók þá til máls
um samvinnumálin. Dvaldí hann
einkum við útgáfu vestur-íslenzku
úrvalsljóðanna, er segir frá í greinar-
gerð nefndarinnar. Taldi ræðu-
maður að slík útgáfa hlyti að verða
Islendingum vestanhafs hið mesta
fagnaðarefni, og öflugur sambands-
þáttur yfir hafið.
Skilagrein útbreiðslumálanefndar
var því næst lesin af J. J Bíldfell
“Herra forseti:—
Nefnd sú, er sett var, til þess að
íhuga útbreiðslumál Þjóðræknisfél
agsins leyfir sér að benda á eftirfar-
andi:
1. Alla áherzlu ber að leggja á
fjölgun meðlima félagsihs meðal
hinna eldri Islendinga ' vestan hafs,
en þó einkum meðal hinna yngri
Felur þingið framkvæmdarnefnd fél-
agsins að leggja sem ákveðnasta rækt
við það mál.
2. Þingið ályktar að lýsa sérstakri
ánægju sinni yfir tilraunum þeim er
gjörðar hafa verið til þess, að fá
ungmenni í íslenzkum bygðum og
bæjum til þess að taka þátt í framsögn
á bundnu og óbundnu íslenzku máli,—
og vill tjá því fólki, er hóf pær
tilraunir og vann þau störf hinar
beztu þakkir.
3. Þinginu er ennfremur ánægja
að votta þakkir sínar öllum þeim, sem
á einn eða annan hátt haf^ stutt að
íslenzkri ungmennakenslu, — og
treystir því að bygðir vorajr leggi
framvegis af fremsta megni rækt
við þetta merka og fjölhliða menning-
armál.
.4. Þjóðræknisfélagið hlutist til um
það, að komið sé á samkepni í fram-
sögn í sem allra flestum bygðum
Islendinga.
5. Þátttakendur skulu flokkaðir í
tvennt — upp til 12 ára og frá 12—
1S ára. Þar sem Þjóðræknisdeildir
eru sjái stjórnarnefndir þeirra um val
á framsagnarefnum og annan undir-
búning. Þar sem ekki eru deildir,
útvegi framkvæmdarnefnd Þjóðrækn-
isfélagsins menn til þess, að hafa þau
störf með höndum.
6. I hverri bygð séu tvær medal-
íur veittár þeim tveim unglingum i
hvorum flokk, er bezt leysa hlutverk
sitt af hendi, *og sé önnur medalían
úr málmblendingi (bronze), hin úr
silfri.
7. Stofnað sé til árlegrar fram-
sagnar-samkepni í sambandi við árs-
þing Þjóðræknisfélagsins, í Winnipeg,
milli allra þeirra ungmenna, er silfur-
medalíu hafa hlotið, og sé þar gull-
medalía veitt þeim, er framúr skar-
ar. A þeirri samkomu / séu sam-
skot tekin, upp i ferðakostnað þeirra
ungmenna er örðugt ættu með að
kosta ferð sína til Winnipeg, en það
sem inn kremi umfram þann kostnað
leggist í sjóð, sem helgaður sé þessu
málefni. Ráðið er og til slíkra sam-
skota, í heimabygðum ungmenna.
8. Þjóðræknisfélagið leggi allar
medalíur til ókeypis og sjái ungmenn-
um þeim er keppa í sambandi við
þingið fyrir ókeypis verustað, þegar
þess væri þörf, á meðan þingið
stendur yfir.
9. Stjórnarnefnd félagsins sé falið
að sjá um, á þann hátt, sem henni
finnst við eiga, að, hinn stórmerki
viðburður í sögu íslenzku þjóðarinn-
ar, þúsund ára minningarhátíð Al-
þingis, verði hagnýttur til þjóðræknis-
þroska í íslenzkum bygðum hér
vesfra, — þannig að fólki því, sem'
ekki á þess kost að fara til Islands á
komandi sumri, verði gefið tækifæri
að kynnast því, sem fram fer á hátið-
inni, svo og sjálfpm kjarna hennar.
10. Þingið heimili stjórnarnefnd-
inni, að verja, á næsta starfsári, alt
að $250.00 til útbreiðslumála.
Dóra Benson,
Thorst. J. Gíslason,
J. J. Bildfell.”
Séra G. Arnason lagði til að nefnd-
/ arálitið væri rætt lið fyrir lið. Sam-
þykt.
1-—3. liður samþyktir umræðu-
laust.
I sambanöi við 4. lið lýsti Guðrún
Friðriksson margra ára framsagnar-
I starfsemi Islendinga í Winnipegosis;
fór ennfremur nokkrum orðum um
félagslíf og þjóðrækni þeir'rar bygð-'
ar og óskaði þess, að Islendingar
Væru allstaðar jafn samhuga. Var
svo 4. liður samþyktur.
5.—10. liðir samþyktir umræðu-
laust, að öðru en því, að séra R. E.
Kvaran, Rósm. Amason og Sigurður
Magnússon lögðu áherslu á nauðsyn
10. liðs.
Séra R. E. Kvaran bar þá fram
munnlega viðaukatillögu við nefndar-
bandi við útgáfur þær, er síðasta þing
fó) henni að framkvæma.
Ari Magnússon áleit að tímarit fél-
agsins ætti að geta unnið það út-
breiðslustarf, er bæklingur þessi væri
fyrirhugaður til. Asg. Bjarnason
spurði, hve útgáfa bæklingsins mundi
verða dýr. Rúmlega $100.00 var
svarið. Séra G. Árnason, Sig. Magn-
ússon og Rósm. Árnason mæltu með
útgáfunni. Viðauka tillagan síðan
borin upp, og samþykt. Nefndarálit-
ið, með áorðnum viðauka var þá borið
upp og samþykt.
Þingstörf hófust aftur næsta dag,
föstudaginn, 28 febrúar, kl. 10.30 ár-
degis.
Fundargjörð síðasta fundar upp-
lesin og samþykt.
Lesin var eftirfarandi skýrsla frá
deildinni Frón:
Deildin Frón.
Frón hefir þetta ár haft með hönd-
um íslenzku kenslu eins og að undan-
förnu og fylgir hér skýrsla kennara
yfir starf þeirra. Fundir Fróns hafa
verið vel sóttir á þessu ári enda hefir
verið vel til þeirra efnt. Samkepni
í framsögn hefir deildin komið á þetta
ár eins og í fyrra og voru 28 börn
sem tóku þátt í henni. Var börnun-
um skift í 3 flokka og voru 2 medal-
íur gefnar að verðlaunum í hverjum
flokk. Hlutu þessi börn verðlaun:
1 fyrsta flokk: 1. Lilja Johnson, 4 ára,
2. verðlaun Kristján Thorsteinsson, 7
ára. 1 öðrum flokk: 1. Lillian Bald-
win, 11 ára, og 2. verðlaun Stefán
Pálmason 11 ára. 1 þriðja flokk 1.
verðlaun Jónas Thorsteinsson og 2.
verðlaun stúlkur er voru jafnar Ragn-
heiður Johnson 12 ára og Sesselja
Bardal 12 ára. Hafa þessar sam-
kepnir vakið mikinn áhuga hjá börn-
um fyrir viðhaldi íslenzkunnar og er
vonandi að hægt verði að halda þess-
um samkepnum áfram. 1 ráði er á
þessum vetri að hafa samkepni fyrir
börn í lestri og er mjög víst að mörg
taka þátt í því. Aðal samkoma
Fróns á árinu var Miðsvetrar mótið.
I þetta sinn var Frón svo heppið að
fá Hr. Árna Pálsson sem aðal ræðu-
mann. Auk hans á skemtiskrá sungu
þeir Ragnar E. Kvaran og Halldór
Thórólfsson einsöngva. Þ. Þ. Þor-
steinsson flutti frumort kvæði, Helga
Jóhannsson fiðluspil og Mrs. Helgason
skemti á píanó. A fimta hundrað
manns sóttu samkomuna og má óhætt
segja að þetta var eitt bezta mót
Fróns, bæði að reglu og skemtun og
fjárhagslegum ágóða.
Deildinni hafa aukist kraftar nú
síðustu árin að mun. Ef samvinna.
er góð og allir gera sinn skerf Þ&
ætti sannarlega að vera hægt að gera
margt gott í þarfir íslenzks þjóðernis
af deild sem telur hátt á þriðja hundr-
að meðlimi.
Engin nefndarálit voru í þann svip-
inn fyrir hendi.
Asg. Bjarnason hóf máls á því, að
kjósa þyrfti formann eða “hertoga”
fyrir leiðangurinn til Islands á kom-
andi sumri.
Guðjón S. Friðriksson taldi sjálf-
sagt að forseti félagsins, hver sem
hann yrði, yrði foringi fararinnar, og
að félagið legði honum til ríflegan
farareyri.
B. B. Olson gerði þá fyrirspurn um
það, hvort Heimfararnefndin hefði
lagt mál þetta fyrir þingið. Var því
neitað. Leit ræðumaður svo á að
ákvæði í þessu máli lægi algjörlega »
höndum Heimferðarnefndar.
Álit löggildingar-nefndarinnar var
þá lagt fyrir þingið, og lesið af Arna
Eggertssyni:
Herra forseti,—-
Við undirskrifuð sem kosin vorum
til að íhuga löggildingarmálið, höf-
um átt tal við G. S. Thorvaldsson,
lögmann sem hafði að nokkru undir-
búið það mál og þýtt stjórnarskrána
og bent á breytingar, sem nauðs)m'
lega þyrfti að gera á lögunum til ÞesS
að geta fengið alríkis-löggilding;
(Dominion Charter, gerði hann það að
tilhlutun þeirra manna, sem höfðn
það með höndúm síðastl. ár af hálf'1
Þjóðræknisfélagsins. Gaf Mr. Thor-
valdsson okkur þær upplýsingar að
slík lögilding yrði félaginu notadrýgri
og um leið kostnaðarminni enn lóg-
gilding frá Manitoba þinginu, og að
allur kostnaður við þá löggilding f®r'
ekki yfir $200.00.
Eftir að hafa ihugað þessa mála-
vexti leggjum við það til, að stjórnar-
nefnd Þjóðræknisfélagsins sé fali^
af þinginu að lögilda félagið nú
þessu ári.
Og í öðru lagi, að félagið verði lög'
gilt undir nafninu “Icelandic National
League.”
I þriðja lagi leggjum vér til, að
þær breytingar á lðgum félagsins, er
bornar voru fram á síðasta þing1/
samkvæmt kröfu rikisritara Canada,
en þá frestað með frestun löggilöing'
arinnar, séu hér með samþyktar.
Virðingarfyllst,
Guðrún Fredericson,
Arni Eggertsson,
ólafur S. ThorgeirBSon-
á
Um nefndarálitið tóku til máls B-
B Olson, G. S. Friðriksson og
Magnússon. B. B. Olson lagði tU að
samþykkja tillögur nefndarinnar.
G.
TR AN S-ATLANTIC
STEAMSHIP TICKET
TIL OG FRÁ
LÖNDUM HANDAN UM HAF
EIGIÐ ÞER ÆTTINGJA í GAMLA
LANDINU, ER FÝSIR AÐ KOMA
TIL CANADA
CANADIAN NATIONAL
AGENTAR
Gera Alla Samninga
Stofnað 1882
Löggilt 1914
Hitað hafa heimili í Winnipeg
síðan “82”
D.Wood & Sons, Ltd.
VICTOR A. WOOD
Presldenl
HOWARD WOOD LIONEL E. WOOD
Treasurer Secretary
irillnrnlr B,m nllnm reynn nB þAknmat)
KOLogKÖK
Talsími: 87 308 Þrjár símalínur