Heimskringla - 16.04.1930, Side 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIHSKRINGLA
i
WINNIPEG, 9. APRÍL, 1930.
Haraldur Guðinason |
Söguleg Skáldsaga
----eftir---
SIR EDWARD BULWER LYTTON
IV. BÓK
Nú eru á enda yfirráð Knúts og ættmanna
hans; Saxar sitja nú aftur að völdum, og eins
og Jepta fórnaði dóttur sinni forðum, þannig
leiddi ég dóttur mína, Edith, í æskublóma, á
kaldan brúðarbeð til konungs Saxanna. Hefði
þeim orðið sona auðið, þá hefði afkomandi
Guðina, konungborinn í báðar ættir, saxneska
og danska, komist til valda á Englandi. En
þetta var ekki áskapað og nú verður koiigulóin
að spjnna í nýja uppistöðu. Tosti bróðir þinn
hefir aflað ætt vorri meira álits á yfirborðinu
en raunverulegs fylgis, með því að kvongast
dóttur Baldvins greifa, því að litlu liði mun út-
lendingurinn verða oss á Englandi. Þú verður,
Haraldur, að færa nýjar stoðir undir hús vort.
Vildi ég heldur sjá þig mægjast við annanhvorn
hinna voldugu keppinauta vorra, en þótt þú
fengir til konu dóttur keisarans eða einhvers
útlends konungs. Dætur Sigurðar eru allar
gefnar. Algeir Álfreksson á dóttur eina, hina
fegurstu konu. Kvongast þú henni og þarf
þá eigi að óttast fjandskap Algeirs. Mun
sú gifting leggja alla Mersíu undir oss, því æ
mun hinn sterkari ægja hinum veigari. Er
og meira með því unnið. Algeir hefir sjálfur
mægst við konungsætt Wales- manna.(¥-l)
Munu þá og allar þær herskáu kynkvíslir flokk
þinn fylla. Munu þá öll landamærahéruðin, er
Hrólfur Herfurðujarl hinn normannski nú fær
•svo nauðulega haldið, ganga til hlýðni við þig,
og er' gott hæli þar í fjöllum þeirra, ef þér skyldi
snögglega eitthvað ganga á móti. Eg hitti
Algeir í dag, og sagði hann mér, að hann hefði
í huga. að gefa dóttur sína Gryffiði, hinum
uppreisnarsinnaða undirkonungi frá Norður-
Wales. Þessvegna,’’ sagði jarlinn, og brosti,
“verður þú sigur vinna og brúðar að biðja
í sömu andránni. Ætti það eigi í augum að
vaxa svo málsnjöllum manni, sem þú ert,
frændi.’’
“Herra minn og faðir,’’ sagði hinn ungi
jarl, er þegar hafði séð fyrir hvert stefndi ræða
Guðina, og vel hafði tamið sér, að dylja geðs-
hæringar sínar. “Eg þakka þér umhyggju-
semi þína fyrir framtíð minni, og vona margx
að nema af vizku þinni. Eg mun biðja kon-
ung leyfis að hverfa aftur til jarlsdæmis míns,
halda þar leiðarþing, hlýða á mál manna og
kærur og sætta þegn, bændur og búalið við for-
sjá mína. En lítt stoðar friður innanlands,
ef ófriður helzt á heimili. Og ekki verður
Aldís Algeirsdóttir mín húsfreyja.”
“Hversvegna?’’ spurði hinn aldurhnigni
jarl rólega og horfði fast í augu syni sínum.
er geiglaust horfðu í mót, þótt ekkert létu þau
uppskátt.
“Sökum þess, að þótt hún sé fögur, þá
geðjast mér hún ei, og eigi hneigist hjarta mitt
til hennar. Veizt þú og að við Algeir höfum
jafnan staðið á öndverðum meið í herferðum
sem á ráðstefnum, og er ég eigi svo skapi far-
inn, að ég selji ást mína, þótt stilla kunni ég
skap mitt. Þarf ég mér eigi konu að.biðja
til þess að safna hermönnum undir merki mitt,
og mun mér betur takast að verja land með
skjöldum en með spunasnældum kvenna.”
“Nú talar þú fávíslega og af þykkju,"
svaraði Guðini sem stilltast. “Eigi myndi þér
hafa erfiðlega gengið að gefa upp Algeiri gaml-
ar sakir, óg mægjast við hann, ef þú hefðir til
dóttur hans borið þann hug, er konungbornir
menn hljóta að telja til hégóma.”
“Er ást manna hégómi einn, faðir?’’
“Að vísu,” sagði jarl, og laut höfði um leið.-
Því það er kunnugt vitrum mönnum og reynd-
um, að lífið er fullt af áhyggjum og erfiðleik-
um, en tími til þess að gamna sér af skornum
skamti. Eða hyggur þú að ég muni eiskað hafa
fyrri konu mína, hina ríkilátu systur Knúts,
eða að Edith systir þín hafi elskað Játvarð,
er hann setti kórónuna á höfuð hennar?”
“Það hygg ég, faðir, að næga fórn höfum
vér frændur fram borið á altari síngirninnar,
þar sem er Edith systir míji.”
“Síngirni að vísu," svaraði jarl, en þó eigi
næg til þess að England sé öruggt. Vel mátt
þú skilja, Haraldur, að fyrir mér mátt þú sjálf-
ráður um líf þitt, orðstír þinn og tign þína,
þótt ég sé sé þinn holdlegur faðir, en ættlandi
þínu skuldar þú meira. Skalt þú vel að því
hyggja, því vit hefir þú nóg, og meira en ég
(*-l) Sumir sagnritarar telja að hann hafi
gifst dóttir Gryffiðs, konungs Norður-Wales-
manna, en víst er að Gryffiður átti dóttur Al-
geirs, og hefðu svo nánar blóðtengdir eigi
getað átt sér stað. Hefir Algeir því sennilega
gifts fjarskyldari frændkonu Gryffiðs. —Höf.
Þótt ég sé eldri, sem hærur mínar sýna. Hygg
vel að því, og spyr þig sjálfan í allri einlægni,
hvort eigi muni velferð Englands undir valdi
þínu komin, þá er ég er allur, og þá líka hvort
annað ráð kunnir þú betra til þess að tryggja
það vald, en að vinna þér vináttu og fulltingi
þeirra Mersíumanna. Eða, á hinn bóginn.
hvort annaö myndi líklegra til þess að stemma
stigu fyrir yfirráðum þínum, en að eiga stöð-
ugt undir högg að sækja gegn hatri og af-
brýðissemi Algeirs Álfrekssonar?”
Mjög þyngdi yfir Haraldi við þessa ræðu
föður hans; fann hann af skynsemi sinni, að
hann hafði mikið til síns máls, þótt allar til-
finningar hans töiuðu þar á móti. Hinn aldr-
aði jarl sá áhrif þau, er orð hans höfðu haft og
var hyggnari en svo, að hann fylgdi fastara á
eftir að sinni. Hann stóð á fætur, sveipaði
að sér skikkju sinni, og bætti þessu við aðeins,
um leið og hann gekk út úr dyrunum: —
“Oft sjá gamlir langt; standa þeir á há-
tinai reynslunnar, eins og varðmaður á virkis-
turni, og það kann ég því að segja, Haraldur,
að ef þú lætur þér þetta gullna tækifæri úr
greipum ganga nú, þá munt þú að mörgum ár-
um liðjium — og þeim löngum og ströngum —
iðrast þess sárlega. En nema Mersía, sem er
miðdepill þessa konungsríkis, gangi þer á hönd,
þá munt þú þó að vísu hátt komast, en þó
jafnan einangraður með hyldýpi fyrir fótum
þér. Og ef svo er, sem mig grunar, að þú
elskir aðra konu, svo að þér nú skjöplast sýn,
þá mun hún verða þér þröskuldur á vegi, og
þú munt verða henni að aldurtila með tryggð-
rofum, eða sjálfur veslast upp af sárri iðran
elia. Því ástin deyr með eignarréttinum —
en framgimin ber aldrei fullþroska ávöxt, og
lifir því til eilífðar.”.
“Svo framgjarn er ég eigi faðir,” sagði
Haraldur með mikilli alvöru, “ég hefi eigi
metnað þinn, er þig gerir svo ágætan; — ég
hefi eigi — ”
“Sjötíu ár að baki,” gegndi jarlinn fram í,
og batt þannig enda á setninguna. “Sjötíu
ára að aldri munu svo allir miklir menn mæla
sem ég geri, og munu þó allir elskað hafa ein-
hverju sinni. Þú kveðst eigi framgjarn vera,
Haraldur ? Þú þekkir eigi sjálfan þig, og veizt
þá eigi hvað metnaður er. Það takmark er
ég sé framundan, metnaði þínum sjálfsagð-
ast, hirði ég eigi, voga ég eigi að nefna. En
er sá tínxi kemur að þú sérð það blasa við
spjótsoddi þínunx, þá munt þú vita hvort þú
kannt að segja, að þú sért metnaðarlaus! Eu
taktu þá fyrst ákvörðun í þéssu máli, er þú
hefir vandlega íhugað oi'ð nún.”
Og vel íhugaði Haraldur þessi orð, en eig!
réði fiann svo er Guðini hefði viljað. vÞví
hann haíði eigi aidur föður síns að baki, og
markmiðið var enn hulið fjöllum fjarblárrar
framtíðar, þótt þar væru dvergar og örlaga-
nornir að verki að vinna kórónu úr þeim málmi
er þau báru í skauti sínu.
VI. KAPÍTULI
Meðan Haraldur íhugaði orð föður síns, sát
Edith á skemmli við við fætur Englandsdrottn- •
ingar ,nöfnu sinnar, og hlýddi aivarleg en hrygg
í bragði á pað er hún hafði að segja.
•
Úr dyngju drottningar voru dyr að bæna-
húsi, svo sem var úr herbergi konungs, en á
öðra hönd voru dyr fram í forherbergi all-
stórt. Var neðri hluti veggjanna þakinn skraut-
ofnum tjöldum, en í einum stað veggskot og
þar standmynd of hinni heilögu mey. Nálægt.
bænhúsdyrunum stóð ker með vígðu vatni, en
víða um herbergin kistur og skrín tneð helgum
dómum. Purpuralitað ijós féll inn í dyngjuna
um litrúður í háum, mjóum glugga, bogadregn-
um á saxneska vísu. Lék það um höfuð drottn-
ingar , sem geislaröðull um höfuð helgra
manna, og varpaði léttum roða um hinar fölu
kinnar hennar. Hefði hún veriðvdýrðleg fyrir-
mynd hinnar helgu meyjar fjálgum listamanni
þeirra tíma, ekki eins og hann myndi hafa
hugsað sér hana í fegursta blóma móður(istar-
innar, með Kristbarnið í örmum sér heldur eins
og hann myndi hafa hugsað sér hana lang-
þjáða og mædda, er steininum hafði verið velt
fyrir munna grafarinnar helgu. Því enn var
ásjóna hennar fögur og mildari en orð fái lýst,
en hryggðarrórri líka en nokkur orð fái lýst.
Og þannig mælti drottningin við guðdóttur
sína: —
“Hví hikar þú barn mitt, og snýr þér und-
an? Heldur þú, vesalings bam, svo lítt sem
þú skynjar lífið, að veröldin hafi þér aðra fró-
un að færa meiri en kyrð og öryggi klausturs-
ins? Hugsa þú vel ráð þitt, og spyr sjálfa þig,
þótt þú sért ung, hvort ekki sé öll sæla þessa
iífs, sú er æðst er, innifalin í voninni. Þú
ert sæl meðan þú getur vonað.”
Edith varp mæðilega öndinni, og laut
höfði til samþykkis.
En hvað er líf nunnunnar, nema vonin ein?
í þeirri von lifir hún ekki líðandi stund, heldur
sífellt í framtíðinni; hún heyrir í sífellu söng
BEZT
því það er
ofnþurkað
englanna, eins og heilagur
Dunstan hejTði hann, þá er
Játgeir konungur fæddist. Sú
von lýkur up fyrir henni
helgidómi framtíðarinnar. Á
jörðu er líkami hennar; á
himnum sála hennar!"
“Og hjarta hennar, Enig-
landsdrottning?” h r ó p a ð i
Edith með miklum sársauka.
Drottning þagði um stund,
og lagði síðan vingjamlega
sína hvítu hendi á höfuð
meyjunni.
Það slær ekki, barn, eins
og þitt nú, né bærist af hé-
gómlegum hugsunum né ver-
aldiegum vonum, heldur er
það" þá jafn rólegt og mitt er
nú. Það er á vora valdi,” hélt
drottning áfram, eftir aðra,
stutta þögn, “að gera allt vort
iíf svo andlegt, að vort verald-
lega hjarta láti eigi til sín
heyra; svo að sorg og gleði
hafi ekkert vald yfir oss; svo
að vér getum æðrulaust stað-
ið gegn stormróti lífsins, eins
og líkneskjan þarna af hinni
helgu mey, er vér eigum að
hafa oss til fyrirmyndar, lítur
til vor úr veggskotinu. Hlusta
nú, guðdóttir mín og ástvina.
Eg hefi reynt alla mann-
lega upphefð og niðurlæg-
ingu. í þessum hallarsölum
vaknaði ég til valda sem
drottning alls Englands, og áður en sól var
setzt hafði konungur minn og herra flæmt mig
í útlegð, án nokkurs virðingarmerkis, án nokk-
urrar hughreystingar, í klaustrið í Wherwell —
en faðir minn, móðir mín og frændur allir í
útlegð. Ótal tár felldi ég þá yfir ógæfu þeirra,
en engin við brjóst bónda nxíns.”
“En þá hlýtur líka hjarta þitt, göfuga frú,”
sagði stúlkan, er roðnaði af gremju við endur-
minninguna um þá smán er drottningu hafði
verið auðsýnd, ”að hafa loksins látið ti!
sín heyra.”
“Að vísu,” sagði drottning, og leit upp og
spennti fast greipar, “en sála mín þaggaði
raust þess. Og sál mín sagði, ‘sælir eru harm-
þrungnir,’ og ég fagnaði þessari nýju reynslu,
er færði mig nær Honum er agar þá sem Hann
elskar.”
“En hinir útlægu frændur þínir, svo vitrir
menn og ágætir, er konunginn höfðu hafið til
valda?”
“Var eigi næg fróún í því,” svaraði drottn-
ing sakleysislega, “að vita það að í Guðs húsi
myndi bænum mínum fyrir þeim verða betri
áheyrn veitt en í sölum jarðneskra kdnunga?
Jú, barn mitt, ég hafði alla mannlega upphefð
reynt, og alla niðurlægingu, og ég hefi tamið
hjarta mitt til þess að taka hvorutveggja hlut-
skiftinu með sömu ró.”
“Hugprýði þín er meira en mannleg, drottn-
ing, svo að slík er aðeins sannhelgra manna,”
hrópaði E^ith, “enda hefi ég svo heyrt frá þér
sagt, að þannig hafir þú frá barnæsku verið,
ávalt öllum góð; ávaR æðrulaus; ávalt hei’ög
— ávalt fremur iifandi á himni en á jörðu.”
Eitthvað var það í augurn drottningar, er
hún leit á meyjuna, er þetta varð að orði í
barnslegri hrifningu, er sem snöggvast gaf and-
liti hennar, er annars var svo ólíkt, svip af föður
hennar; eitthvað það, er bar vott um huldar
kenndir, er aðeins væri í skefjum haldið af
strangasta sjálfsaga. Og lengi hefði glögg.
skyggnari manneskju en Edith hin yngri var,
verið sá svipur í huga, og nægt umhugsunar-
efni, hvort eigi feldist‘dularheimar mannlegrar
ástríðu undir þeirri guðdómlegu blæju andlegr-
ar rósemi, er annars hjúpaði daglega andlit
drottningarinnar.
“Barn mitt,” sagði drottning, og lék fölt
bros um varir hennar, um leið og hún dró
nöfnu sína að sér, “þau augnablik koma yfir
oss öll, er lífsanda drögum, að vér eigum sam-
eiginlegar tilfinningar. í fávizku æsku minn-
ar las ég, hugsaði og ígrundaði, en veraldlega
speki aðeins, og það sem menn nefna heilaga
dyggð var ef til vill aðeins þögn hugsanalífs-
ins. Nú hefi ég látið að baki mér þessa barns-
legu æskudrauma og hverfulu skuggamyndir og
minnist þeirra aldrei, nema (og nú brosti
drottning greinilega) þá er ég ef til vill flæki
einhvern vesalings skóladrenginn í völundar-
húsi málfræðinnar. En ég hefi ekki sent eftir
þér til þess að tala við iþig um mig sjálfa. Eg
bið þið, Edith, enn á ný, og í sífellu, alvarlega
og einlæglega, að láta að óskum og vilja herra
míns, konungsins. Og að ganga nú, meðan
þú ert í ósnortnum æskublóma, og átt eigi ann-
að en barnslegar endurminningar, inn í ríki
friðarins.” ;
“Eg get eigi, dirfist eigi; ég get eigi — ó
bið mig eigi,” sagði vesalings barnið, og huldi
andlrtið í höndum sér.
Drottning tók með nærgætni hendurnar
frá andliti hennar, og sagði dapurlega, um leið
og hún horfði fast í augu hennar, er leituðust
við að horfa eigi í mót; — “Er því þannig
Robin Hood
Rdpid Oats
Fyrir börn á uppvaxlarárunum er ekkert
hollara en vel soðinn hafragra itur —
En úr “Ofn þurkuðu,7 mjöli.
farið um þína hagi barn mitt? og ber þú jarð-
neskar vonir í hjarta — lifir þú í ástardraum-
unx um einhvern mann?”
“Nei,” sagði Edith tvíráð, “en ég hefi lofað
að ganga aldrei í klaustur.”
“Lofað Hildi?”
“Hildur,” sagði Edith skjótlega, “myndi
aldrei samþykkja slíkt. Þú veizt einræði
hennar gegn — gegn— ”
“Gegn lögum heilagrar kirkju — já það
veit ég. En af þeim orsökum er það einmitt,
að mér er það áhugamál, svo sem konunginum,
að ná þér undan áhrifunx hennar: En eigi munt
þú hafa gefið Hildi þetta loforð.”
Edith laut höfði. ,
“Hefir þú þessu lofað manni eða konu?’
Áður en Edith næði að svara opnuðust
hægt dyrnar, er lágu til framherbergisins, án
þess þó að drepið hefði verið á þær áður, og
Haraldur gekk inn í herbergið. Hann sá strax
hvað um var að vera og leit þannig á Edith hina
yngri, að hún hætti þegar við fyrsta áform
sitt, að hlaupa til hans og leita hælis undir
verndarvæng hans.
“Heil og sæl, systir,” sagði jarlinn, og
gekk nær, “og virð mér til afsökunar, ef ég
raska þannig ró þinrii óboðinn, því sjaldan gefst
þér færi, fyrir betlurum og Benediktsmúnkum,
að veita áheyrn bróður þínum.”
“Álasar þú mér, Haraldur?”
“Nei, það viti aliir heilagir,” svaraði jarl
af hjarta, og leit til drottningar um leið með
meðaumkvunarblandinni aðdáun; “því þú ert
ein af hinum fáu í þessari hirð hræsnara, sem
ert einlæg og uppgerðarlaus, enda veit ég að
þér þóknast að þjóna guði þínum á þína vísu,
eins og .mér virðist að þjóna honum á mína.”
“Þína vísu, Haraldur,” sagði drottning og
hristi höfuðið, og bar þó svipur hennar vott
um ást og stolt yfir bróður sínum.
“Já ,á mína vísu, eins og ég lærði af þér,
þá er þú kenndir mér, Edith, er þú lokkaðir
mig frá íþróttum og gamanleikjum að þeim
lærdómi, er þú hafðir áður nunxið. Og af þér
nam ég öll fræði um afrek Grikkja og Róm-
verja, svo að heitasta ósk mín varð sú, er ég bar
fram í þessari bæn, ‘þeir lifðu og dóu sem
menn; mætti ég þeim líkur lifa og deyja.' ”
“Satt er það — því miður,” sagði drottning
og andvarpaði, “og að vísu er mín sök nxikil,
að ég skyldi til svo jarðneskra hugsana snúa
þeirri sál, er að öðrum kosti hefði mátt leita
sér heilagari fordæma; — nei, bros þú eigi svo
stolzlega bróðir — því trú nxér til, já trú mér
einlæglega, er ég segi þér, að meira af sannri
hugprýði er að finna í lífi eins manns, er þol-
inmóður leið píslarvætti og dauða, en í öllum
sigurvinningunx Cæsars, já, en jafnvel í ósigri
Brútusar.”
“Vel má svo vera,” svaraði jarlinn, en eigi
smíðunx vér spjótskaft og kross úr sömu eik;
en þeir sem eigi eru verðugir að bera annað,
mega þó ámælislaust taka sér hitt í hönd. Hver
skal sinn eigin lífsferil leggja — og ég hefi ráð-
ið við mig nxína stefnu.” Síðan sagði hann
nokkuð hvatlegar: “En hvað hefir þú talið um
fyrir hinni fögru gúðdóttur þinni, að hún
skuli drepa svo höfði, og vera svo föl á kinn?
Edith, Edith, systir góð! Hygg þú vel að því, að
eigi skapir þú nxanneskju píslarvætti og rænir
hana þó um leið sálarfriði þeim, er helgir menn
verða að hafa. Hefði nunnan Alfífa verið gift
Sveini bróður vorum, þá færi hann nú eigi, fót-
gangandi og berfættur, einmana og yfirgefinn,
suður um lönd, í þeim erindum að ráða flaki
lífs síns til hinnsta hlunns við hina helgu gröf.”