Heimskringla - 28.05.1930, Síða 1
DYERS & CLEANERS, LTD.
Sendit5 fötin yðar með pósti.
8endingum utan af landi sýnd
sömu skil og úr baenum og á
sama verði.
W. E. THURBER, Mgr.
324 Young Str., Winnipegr.
DYERS & CLEANERS, LTD.
Er fyrstir komu upp n. * I að
afgreiða verkið sama daginn.
Lita og hreinsa fyrir þA sem
eru vandlátir.
W. E. THURBER, Mgr.
. Sími 37061
XLIV. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 28. MAÍ, 1930.
NÚMER •3+ 3 í"
Samkvæmt skýrslu um það, er
framleitt hefir verið i veröldinni,
undanfarin ár, er samið hefir S. H.
Logan, yfirbankastjóri ‘‘Canadian
Bank of Commerce,” hefir ekkert
land í veröldinni aukið framleiðslu
sina jafn stórkostlega á síðari árum,
sem Kanada. Hveitiframleiíslan er
einn aðalþátturinn í þessum fram-
( förum. En annars má þess geta, að
langmest af asbestos- og nikkelfram-
leiðslu sinni sækir heimurinn til
Kanada. Að því er snertir gull- og
silfurnám, er Kanada hið þriðja í
röðinni af öllum löndum í heimi;
fjórði mesti kopar- og blý-framleið-
andi óg hið sjötta í röðinni, að því
er snertir sínk-nám.
Næst Kanada hafa Bandaríkin,
Frakkland og Argentína aukið mest
framleiðslu sína á síðari árum, en
Kanada er þó langt á undan, að því
er skýrsla þessi hermir. Mættu menn
gjarna til þessa hugsa, þá er mönn-
um kann að vaxa í augum viðskifta-
og atvinnuþrengingar þær, er nú
eiga sér stað hér, sem víða annars-
staðar, og þá til þess um leið hvort
ekki væri bugsanlegt að viturlegra
stjórnarfar en þa.ð, er vér eigum
við að búa, hefði getað að einhverju
leyti komið í veg fyrir þær þreng-
ingar.
Frá Ottawa er símað 23. þ. m., að
konservatívar hafi mótmælt mjög
kröftuglega lækkun ívilnunartollsins
brezka. Kvað Hon. J. D. Chaplin,
fyrverandi verzlunarmálaráðherra í
Meighen-ráðuneytinu, að með þess-
ari lækkun væri sambandsstjóimin
að taka fyrir kverkarnar á járn- og
stáliðnaðinum í Kanada. Margir
fleiri konservatívar tóku í sama
strenginn og stóðu umræður um
þetta atriði yfir þvi ngr heilan dag.
Hermt er, að Bkrainemenn í
Fraserwood héraði hafi ^iýlega
ákveðið að bjóða fram einn sinna
manna, sem þingmannsefni við sam-
bandskosningarnar í sumar. Hafa
þeir farið þess á leit við Mr. D. M.
Elchisen, frá Winnipeg, feð hann
verði í kjöri af þeirra háífu. Er
talið líklegt að hann muni verða
við ósk þeirra. Hann útskrifaðist
af Landbúnaðarháskóla Manitoba-
fylkis fyrir þremur árum síðan.
Eins og mörgum er kunnugt, er
um óþrjótandi tjörusandsnámur að
ræða í norðurhluta Alberta-fylkis.
Hafa árum saman verið gerðar til-
raunir til þess að finna einhverja þá
aðferð, er borgaði sig, til þess að
vinna þau efni úr tjörusandinum, er
nota mætti til iðnaðar. Hermir
fregn frá Ottawa, að þetta hafi nú
loks tekist tveimur vísindamönnum
við Albertaháskólann, dr. E. H.
Boomer og dr. A. K. Clark. Hafa
þeir fundið aðferð til þess að vinna
úr sandinum létta olíu, er svo aftur
má vinna úr gasolíu til eldneytis
fyrir bíla og aðrar þesskonar vélar.
Hermir fregnin, að búið sé að koma
upp verksmiðju til þess að vinna
olíu úr sandinum til reynslu, og það
með, að menn þar vestra séu mjög
vongóðir um að ekki líði á mjög
löngu, þangað til að þessi iðnaður
sé kominn í það horf, að verksmiðj-
urnar þar vestra geti farið að keppa
um sölu afurða sinna á markaðinum
í austurfylkjunum, enda verði Kana-
da þá ekki lengur upp á aðrar
þjóðir komið með gasolíubirgðir.
Atvinnuvandræðin láta stöðugt
meira á sér bera. A föstudaglnn
komu saman í Pas 300 menn úr ný-
by&gðunum meðfram Saskatchewan-
fljóti, til kröfugöngu. Fylktu þeir
liði og gengu um bæinn undir merki,
ar á var letrað: “Vinna, eða þrjár
máltíðir á dag, eða flytjið oss í
fangelsi.” Um tvö hundruð bæjar-
búa fylgdust með kröfugöngunni, en
héldu sér á gangstéttunum, án þess
að slást beinlínis í förina. Undan-
farna daga hefir atvinnuleysingjum
verið úthlutað einum brauðhleif á dag,
hverjum manni. Telja þeir það alls
ekki nægilegt. Borgarstjórinn, Bar-
hey stitt, vill banna þeigi kröfgöng-
ur framvegis, og vill að þeir sendi
fulltrúa í þess stað til borgarstjórn-
arinnar, ef þeir hafi einhvers að
hrefjast. Hermir Free Press, að
atvinnuleysingjar vilji ekki verða við
HEIMFORIN I SUMAR
BANDARlKIN
Frá New York er simað 24. þ.m.,
að nú fyrst virðist sem ýmsir helztu
er búin að margsanna það, ef ekki hér
í Canada, þá að minnsta kosti í
Bandaríkjunum, að sjálfs er höndin
hollust, að því er rafveitur snertir,
og að vatnsvirkjunarhringarnir eru
engum velgerðafyrirtæki nema sjálf-
um sér, þegar til lengdar lætur,
hversu álitleg sem tilboðin kunna að
vera í fyrstu. Enda ætti hin vold-
uga fylkisvirkjun Ontariomanna að
vera æríð -nóg sönnun þess að opin-
ber rafvirkjun er landi og lýð hin
stórkostlegasta velmegunarlind sem
hugsast getur.
0R HALLORMSSTAÐASKOGI
Frá Ottawa er simað 22. þ. m., að
King forsætisráðherra hafi helzt lagt
til, að kosningar skyldú ekki fram
fa^-a fyr en á mánudaginn-11. ágúst,
en samkvæmt kosningálögunum
verða sambandskosningar að fara
fram á mánudag. " Kvað Mr. King
ekki henta mundu að þær færu fram
4. ágúst, er væri almennur frídagur.
Seinni frétt hermir, að flestir þing-
menn vonist þó eftir því, að mögu-
legt verði að koma á kosningum 28.
júlí.
Töluvert brá bæjarstjórn vorri við
það, er tilkynnt var á fundi á föstu-
daginn var, að fylkisstjórnin þvers-
'kallaðist við ( að greiða viðskifta-
skatt af vínsölubúðum sínum hér í
Winnipeg. Voru bæjarráðsmenn
nokkurnveginn sammála um það, að
heimta skattinn með oddi og egg
af stjórnarvínsölunni, með því að á
hana bæri að líta sem hvert annað
viðskiftafyrirtæki.
I
GOÐAFOSS
því banni, en hafi í hyggju að- efna
til nýrrar kröfugöngu, undir merki,
er á sé letruð kr%fa um tvær mál-
tíðir á dag, ef ekki rættist fram úr
atvinnuleysinu hið bráðasta. — Sagt
er að flestif hinna atvinnuleitandi
manna áfellist mjög sambandsstjórn-
ina, fyrir að sjá ekki mönnum þar
um slóðir fyrir atvinnu, t.d. við Hud-
sonsflóabrautina, og i« sambandi við
hana. Mun það koma til af þvi, að
heyrst hefir, að Kingstjómin hefði
af einhverjum ástæðum hnigið frá
þeirri fyrirætlun, sem öruggt var á-
kveðin og auglýst í fyrra, að ljúka
algerlega við brautina og allar nauð-
synlegustu byggingar í -Churchill, * 1
svo að hún yrði fyllilega fær til allra
flutninga i haust.
Frá Brandon ér símað 23. þ. m., að
150 atvinnulausir menn hafi leitað á
náðir borgarstjórnarinnar í Bran-
don, og farið þess á? leit við hana,
að hún sæi þeim fyrir atvinnu á ein-
hvern hátt. Sendu þeir fulltrúa á
bæjarstjórnarfund í þessum erind-
um, en fundur var þá ekki lögmætur.
Þó hafði borgarstjóri séð 68 manns
einþleypum fyrir máltíðum, og lof-
ast' til þess að reyna að greiða veg
þeirra á allan hátt úr því, en að fjöl-
skyldumönnum atvinnulausum hefði
borgarstjórnin reynt að hlynna að
eftir megni.
Veðrátta hgfir verið ákaflega um-
hleypingasöm, það sem af er vor-
inu. Um fyrri helgi voru hér fekafir
hitar, svo að lfomst upp í 90 gráður
í skugga. En um miðja vikuna varð
! á snögg breyting, er byrjaði með
blindbyl í Alberta, svo að fjögra
þumlunga snjór féll um allt fylkið,
norðan frá Peace River héraði og
suður fyrir Red Deer fljót. Færðist
kuldabylgja þessi síðan austur yfir
landið, með snjó í Saskatchewan
víða, og kuldastormi og frosti hér
í Manitoba, aðfaranótt föstudagsins.
En nú hefir aftur hlýnað. Ekki munu
þó skemmdir hafa orðið á uppskeru
til neinna muna.
Skipulagsfundúr til undirbúnings
60 ára afmælis Manitobafylkis í rík-
issambandinu, var haldinn á þriðju-
dagskvöldið í vikunni sem leið, í
þinghúsinu hér(í Winnipeg, og sátu
hann um 100 manns, undir forsæti
Hon. John Bracken, forsætisráðherra
Manitobafylkis. 1 framkvæmda-
nefndina til undirbúnings hátíða-
höldunum, voru þessir kosnir: Hon.
John Bracken, formaður; Anderson
yfirhershöfðingi; Hon. Albert Pre-
föntaine; J. T. Haig, M.L.A.; John
Macgregor; Mrs. A. J. Hughes; Mrs.
H. M. Speechley; Mrs. Edith Rogers,
M.L.A.; Mrs. E. Wasdell; W. J. Hea-
ly; Roger Goulet; J. T. Freer; T. B.
Roberton; W. L. McTavish; D. S.
Woods, ritari. Fjöldi manna og
kvenna, fulltrúar hinna og þessara
félaga, voru kosin í meðráðanefnd til
styrktar framkvæmdarnefndinni, og
þar á meðal séra Jónas A. Sigurðs-
son, forseti Þjóðræknisfélags Islend-
inga. Sagði viðstaddur fundarmað-
ur, að Bracken hefði farið sérstak-
lega fögrum orðum um þær vonir,
er hann og framkvæmdarnefndin
gerði sér um þátttöku Islendinga í
þessu hátíðarhaldi, samkvæmt þeim
skerf, er þeir hefðu, sem frum-
byggjar, og æ síðan, lagt til frama
fylkisins á allan hátt.
Verkamannaflokkurlnn óháði (I.L.
P.), hefir ákveðið að halda fund
með sér fyrstu vikuna í júní, til þess
að koma sér saman um frambjóð-
anda í Mið-Winnipeg nyrðri við sam-
bandskosningarnar, er fara í hönd.
Fullyrt er að dr. J. S. Woodsworth
verði tilnefpdur, og heí^r því aðeins
leikið vafi á tilnefningu hans, að
frézt hafði, að heilsu hans hefði ver-
ið svo farið í vetur, að vafasamt væri
hvort hann myndi treystast til þess
að gefa kost á sér. En nú er full,-
yrt að hann hafi náð þeim bata, að
nokkurnveginn víst muni vera fram-
boð hans.
Frá Portage La Prairie er símað
21. maí, að konservatívar þar hafi
einum rómi nefnt W. H. Burns, borg-
arstjóra, til framboðs fyrir sína hönd
við sambandskosningarnar í sumar.
Hon. Arthur Meighen, er þingmað-
ur kjördæroisins hafði verið i 22 ár,
er hann sagði sig frá opinberri þátt-
töku í stjórnmálum, hafði verið beð-
inn að gefa kost á sér, en algerlega
færst undan því, að verða við þeim
tilmælum.
•
Hinn geigvænlega voldugi vatns-
virkjunarhringur Samúels Insull, frá
Chicago, teygir armana sífellt lengra
yfir Canada. Frá Dauphin, Man.,
barst sú fregn á laugardaginn, að
örðugt kapphlaup væri á milli Raf-
veitu M' litobafylkis (Provincial
Hydro) og National Utilities Cor-
poration, sem er einn “fálmarmur”
Insulls, um orkuverið við Meadow
Portage, sem liggur á milli Manitoba-
og Winnipegosisvatns. Hefir GrancT-
view þorp fengið tilboð frá báðum
íélögunum, um að virkja verið. Að
vísu er þarna ekki að ræða um neitt
stóreflis orkuver; álitið, að það muni
framleiða um 8,000 hestöfl, en raf-
veita þaðan gæti komið að notum
allstóru héraði í austurhluta Sask-
atchewanfylkis, þar sem Insull fé-
lagið hefir þegar að nokkru leyti náð
fótfestu, þ. e. a. s. sú deild þess, er,
kallast “Canadian Utilities Co.” Hef-
ir hún nýlega náð haldi á virkjuninni
i Yorkton, og þar fyrir sunnan, í
Saltcoats, Moosomin, Fleming, Lem-
berg, Wapella, Broadview, Grenfell,
Summerberry, Wolseley, og viðar á
þeim stöðvum er nálægt Manitoba
liggja. Þetta er sagt að sé sama fé-
lagið og það, er kallar sig “National
Utilities Corporation" hér i Mani-
toba, og hefir þegar náð haldi á virkj -
uninni í Deloraine, Swan River, Ha-
miota, og hefir ákveðinn augastað á
Brandon. Ætti hver bæjar- og sveit-
arstjórn í Manitoba að hugsa sig
um tvisvar, áður en hún gengur á bug
við virkjunartilboð frá Rafveitu
Manitobafylkis, enda þótt tilboð In-
sull félaganna kynnu að vera eitt-
hvað álitlegri í fyrstu. Þvi reynslan
Frá Montreal er símað 24. þ. m.,
að líklegt sé nú talið, að með árinu
1933 hefjist nýtt timatal, í stað hins
gregoríanska,v er vér höfum búið við,
þannig, að ákveðið verði, að þaðan í
frá skuli vera 13 mánuðir í ári
hverju, en 28 dagar í hverjum mán-
uði. Verður þá að bæta einum degi
við ár hvert, i árslok, en tveimur,
þegar hlaupár er. Telja margir þetta
muni hentugra öllu viðskiftalífi. Hef-
ir þetta verið til umræðu á fundum
Alþjóðabandalagsins, og hefir það,
með eftirgrennslan, komist að þeirri
niðurstöðu, að flestum myndi aufúsa
í þessari breytingu. Fregnin herm-
ir, að Canadastjórn hafi ekki enn
látið málið til sín taka, en að Royal
Society of Canada, Canadian Manu-
facturers Association og Canadiau
Chamber of Commerce hafi aðhyllst
þessa breytingu. Ennfremur er svo
frá skýrt*í þessari fregn, að um 100
viðskiftafélög í Bandaríkjunum hafi
þegar komið á hjá sér slíku reiknings-
ári, og þar á meðal jafn voldug fé-
lög sem Eastman Kodak Company
og Sears-Roebuck & Co. Talið er
líklegt, að fullnaðarákvörðun verði
um þetta tekin í Genf, aðsetri Al-
þjóðabandalagsins, þegar á næsta
ári. En ástæðan til þess að þetta
nýja tímatal verði tekið upp árið
1933, er sú, að þá byrjar árið á
sunnudegi. En þess getúr þó frétt-
in, að faVi svo, kunni þeim, er hjá-
trúarfyllstir eru, að þykja allískyggi-
legt, að þaðan í frá verði 13. hvers
mánaðar jafnan föstudagur!
Þrettánda mánuðinum verður skot
ið inn á milli júní og júlímánaða.
Hafa komið fram tillögur um að
nefna hann “Sól” eða Sólmánuð.
Winnipeg Electric félagið fór fram
á það við bæjarstjórnina, að mega
hækka fargjaldið með strætisvögn-
unum frá því sem nú er, þannig, að
hér eftir yrði fargjaldið fyrir full-
orðna rétt 10 cent, ef keyptur væri
einn farmiði í einu, en annars þrír
farmiðar fyrir 25 cents, í stað fjögra
er Aú fást fyrir þá upphæð. Fargjald
fyrir börn skyldi vera fimm cent
rétt, ef einn farmiði væri keyptur í
einu, e% annars 7 farmiðar fyrir 25
cents. Bæjarstjórnin hafnaði ein-
róma þessari ’málaleitun félagsins."
Um leið mótmælti Lowe bæjarráðs-
maður tregðu þeirri, er félagið hefði
sýnt í því að gera við ýms stræti, fyr
en útkljáð væri um það hvort bæjar
ráðið gengi að þessari fargjalda-
hækkun. Þótti honum sem það benti
á auðsæja tilraun félagsins til þess
að neyða bæjarstjórnina til þess að
verða við málaleitun félagsins.
stóriðjuhöldar Bandaríkjanna, séu
að vakna til fullrar meðvitundar um
það, hver áhrif það myndi geta haft
á viðskiftalíf þjóðarinnar, ef sam-
þykkt yrði hið margþvælda tolllaga-
frumvarp, er kennt er við Hawley-
Smith, og stórum hækkaði hinn há-
reista tollgarð Bandaríkjanna. s
James D. Mooney, formaður “Gen-
eral Motors Export Corporation”,
segir að frumvarpið sé beint til-
ræði við iðnaðarútflutning Banda-
ríkjanna, og varar við því að hver
þröskuldur, sem lagður sé í götu iðn-
aðarútflutningsins, hafi bein áhrif á
£(fkomu 1,214,459 verkamanna og
þrefalt fleiri áhangenda þeirra. Crt-
flutningur General Motors nemur 15
prósent af allri framleiðslu félags-
ins. Gerir Mr. Mooney ráð fyrir þvi
að útflutningur félagsins muni
minnkg um 60 prósent, ef frumvarp-
ið verði að lögum, og það þegar á
þessu ári, samanborið við árið sem
leið.
Isaac Marcosson, nafnkunnur al-
þjóðafregnritari og rithöfundur, seg-
ir i grein, er hann ritar utn Hawley-
Smit#i frumvarpið, að núverandi toll- •
stefna Bandaríkjanna sé fjárhags-
lfega skammsýn og stórheimskuleg.
“Verði þetta tolllagafrumvarp að
lögum, eins og það er nú úr garði
gert,” segir hann, “þá er það eitt
um það að segja, að vér höfum þar
ritað undir sáttmála um fjárhagslegt
sjálfsmorð. Það sem til grundvallar
liggur fyrir hugmynd Briands, um
alþjóðleg samtök, en sú hugmynd
hefir nú þegar fengið ákveðið snið,
er stórfelld fjárhagsleg samtök alls
heimsins, sem stefnt er gegn oss.”
Hátollur er tvíeggjað sverð. Það
þótti mörgum stóriðjuhöldum Banda
rikjanna auðsætt, er Frakkjir svör-
uðu tollhækkuh Bandaríkjanna, sem
stefnt -war að frönskum afurðum,
með því að hækka toll á innfluttu
hveiti, “til þess að veita frönskum
bændum hæfilega vernd”, eins og
Tardieu forsætisráðhefra komst að
orði. Sú hækkun nam altl að 80
frönkum ($3.20) á hvern quintal
(100 eða 112 pund).
Henry Ford hefir frá upphafi ver-
ið ákafur mótstöðumaður Hawley-
Smith frumvarpsins. Og hvað sem
menn vilja segja um mannfélags- og
heimspekiskenningar hans, þá neit-
ar honum þó enginn um vit á mark-
aðsskilyrðum. Hefir framleiðsla
hans aldrei staðið með meiri blóma
en nú. “Tolllög þessi eru hin mesta
viðskiftaflónska,” segir Ford. “Þau,
eru heimskuleg frá iðnlegu sjónar-
miði, og munu auka atvinnuleysi.
Menn geta ekki keypt af oss, ef vér
ekki kaupum af þfeim, og só alþjóða-
viðskiftum gert ógreiðara fyrir, þá
veldur það viðskiftakyrstöðu heima-
fyrir hjá oss. Ef alríkisþingið gerir
frumvarp þetta að lögum, þá er eg
sannfærður um að 1 forsetinn muni
greiða þvi synjunaratkvæði, undir-
eins og það verður fyrir hann lagt
til staðfestingar.”
Fjöldi helztu viðskiftahöldg. Banda-
ríkjanna eru nú á sömu skoðun, enda
hafa meira en eitt þúsund viðskifta-
sérfræðingar farið þess á leit við
Hoover forseta, að hann greiddi synj-
unaratkvæði staðfestingu þessara
laga, með þeim ummælum, að fátt
sé “skoplegra en tilraunir Banda-
ríkjastjórnarinnar, er hún með ann-
ari hendinni reynir að ýta undir út-
flutning framleiðslu vorrar, með
starfsemi “Bureau of Foreign and
Domestic Commerce”, í sömu and-
ránni sem hún með hinni hendinni
reynir að velta sem mestum torfær-
uiti á veg útflutningsins, með toll-
hækkun sinni.”
Því fremur óttast þessir menn af-
leiðingar tollhækkuþ.arinnar, sem
skýrslur, nýlega gefnar út af “Com-
merce Department” leiða i ljós, að
fyrsta fjórðung ársins 1930 hafi út-
flutningur frá Bandaríkjunum minnk-
að um 20í'°, samanborið við sama
tímabil í fyrra, og að útflutningur
frá öllum löndum Evrópu hefir
minnkað síðan í fyrra, að Rússlandi
einu undanskildu.
\
Bannlögin.
Öll atkvæði, er greidd hafa verið
við málamyndaratkvæðagreiðslu þá
um bannlögin, er Literary Digest
gekkst fyrir, hafa nú verið talin.
Hafa langtum fleiri atkvæði verið
greidd að þessu sinni, bæði alls og
hlutfallslega, en við nokkra aðra at-
*\Frh. á 5. bls.)