Heimskringla - 28.05.1930, Qupperneq 2
1 BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 28. MAÍ, 1930.
komumaður við þingmanninn. — Eins
og eg sagði yður áðan, eru engir
flokkar í Frakklandi. En auðvitað er
eg róttækur, mjög róttækur. Það
hafa menn verið í minni sveit síðan
Þegar rætt er fram og aftur um 4 stjórnarbyltingartímunum. I minni
Þingræði og einræði
Frá frönskum þingfundi
kosti og galla þingræðisins, eins og
nú ær oft og víða gert, þá er Bret-
land oft nefnt sem fyrirmyndarland
þingræðisins, en Frakkland aftur á
móti sem það land, þar sem skugga-
hliðar þess komi hvað greinilegast
frani hjer í álfu. Hvað sem þessu
líður, þá eru stjórnarskifti með tíð^
asta móti í Frakklandi, flokkar
margir eða flokkabrot og klíkur, én í
Englandi virðist þingræðislífið að
jafnaði rólegra og staðfastara.
Poincare hefir einu sinni lýst
frönsku þingræðislifi, sérstaklega
stjómarstörfunum á heldur ófagran
hátt og má hann manna best til
þessa þekkja. Mestur tíminn eyðist
í það, segir hann, að stjómin bolla-
leggur það, hvemig hún geti hangið
við völdin, en í raunveruleg stjórn-
a"rstörf fer tiltölulega lítill hluti af
tíma ráðherranna. Það getur verið
að þetta eigi ekki fremur við Frakk-
íand en önnur lönd, eða að mönnum
hætti við því að líta full svörtum
augum á ástandið. Norskur rithöf-
undur, Harry Fett þjóðminjavörður,
er að vísu ekki á þeirri skoðun í
kafla, sem hann hefur nýlega ritað
um franskt þingræði og um þing-
fund, sem hann var staddur á.
Þinghúsið (Palais Bourbon) snýr
súlnagöngum sínum út að Einingar-
torginu ” (Place 1 de la Concorde).
Þingsalurinn er stór og tigulegur, bor-
inn af 20 marmarasúlum. Bak við
ræðustólinn er mynd Rafaels af skól-
anum í Aþenu ofin í veggtjald. Til
þess þyrfti heila bók að útskýr^ það,
hvað fólgið er í þessum ræðus.tól —
“la tribune francaisev, sagði Victor
Hugo. “Þvilík saga, þvílík nöfn, því-
lík orð, þvílíkar ræður,” sagði stjóm-
málamaðurinn Barthou, “sá er ekki
verður þess að ganga upp þrepin upp
í þenna ræðustól, styðja höndum á
marmara hans, sem ekki er gagntek-
inn heilagri lotningu vegna þeirrar al-
vöm, oft þeirrar örlagaþungu alvöru,
sem hvílir yfir þessum stað og hinum
miklu minningum hans. Þessi ræðu-
stóll er orðinn áltari.”
Fundurinn er settur. Forsetinn
þringir. Hann talar um erfiðleika
landsins og um hina löngu, stoltu sögu
þess, og han nskýtur máli sínu til
hins göfuglynda og umburðarlynda
franska lýðræðis. Hann hefði líklega
ekki átt að gera það. Þvi nú varð
óskaplegur hávaði, gnýr og gaura-
gangur. En á meðan gekk Poincare
upp að altari orðsins. Hávaðinn óx.
Þingmenn börðu fótastokkinn, slógu
í borðin, æptu og ýlfruðu. Allir æptu
og skræktu. Forseti hringdi í sífellu
hljómdjúpu bjöllunni og það sló eins-
konar hátíðablæ á æsinguna. Hann
~ hreyfði handlegginn eins og söng-
stjóri, sem stjórnar hljómsveit. Poin-
care reyndi að tala. Ný hávaðahviða.
Menn sungu Internationalinn og Mar-
seillasinn. .Poincare bærir varimar,
slær út hendinni, reynir að tala. Á-
rangurslaust. Briand situr á ráð-
"herrabekknum og talar rólega og
brosandi við hinn feita félaga sinn,
Herriot, Tardieu hallaði sér yfir
bekksbakið aftur fyrir sig. Enginn
af ráðherrunum skiftir*sér neitt af
hávaðanum. Sendiherrastúkan var
ekki sérlega mannmörg, þótt nú væri
vafalaust pólitískur hátíðisdagur.
Fett gaf sig á tal við sessunaut
sinn. Já, herra minn, sagði hann, þér
hafið verið heppinn. Frakkland hið
blíða umhverfist ekki svona á hverj-
um degi í pólitískan villimann. En
gmndvallaratriðum stjórnmálanna er
reyndar þannig farið eins og Mac-
auley segir, að hver ræningjaforíngi
mundi fyrirverða sig fyrir að segja
nánasta félaga sinum frá þeim. Eg
er sjálfur gamall stjórnmálamaður
og elska stjómmálin, einkum siðan eg
féll við síðustu kosningar. Við frönsku
stjórnmálamennirnlr höfum það sem
sé ekki eins náðugt og félagar okkar
í öðrum löndum, sem ekki þurfa ann-
að en að hanga nógu ^astir við ein-
hvern flokk til þess að ná endurkosn-
ingu. Við erum þjóð, sem ann frels-
inu. Þess vegna höfum við enga
flokka. Við höfum stefnur, tilhneig-
ingar, sveita- og bæjaskoðanir,
en ekki flokka og ekki flokksaga.
Jafnaðarmenn eru að reyna að mynda
flokk, en það er aðfluttur varaingur,
óþjóðlegur, ófranskur. Af öllu þessu
verða stjórnmálin hjá okkur erfiðari
og meira spennandi en í öðmm lönd-
/um. Stjómmál eru veiðimeftnska,
barátta, og ekkert fæst áhættulaust.
Og menn hafa gott af því að standa
augliti til auglitis við þetta baráttu-
ilíf, þetta vgiðimennskulíf og villi-
mennskuskap. Það skapar raunveru-
leikans stjórnmál. Eg get ekki séð að
þingræðið sé öðru fremur stjómarfar
bragða og brella og spillingar, eins og
heimspekingurinn Comte segir, þar
sem harðstjómin sé alstaðar og á-
byrgðin hvergi. Þingið er miðstöð
valdsins, og þar sem valdið er, eru
ekki einungis konunga%en einnig fifl.
X hvaða flokki eruð þér, sagði
sveit erum við ibyltingaríhaldsmenn.
Annars hefi eg mestu samúð með
skoðunum þessa manns, sagði hann
og benti á Briand, hann er líka mjög
'róttækur. Við Frakkar elskum frels-
ið, en erum í raun og veru konungs-
sinnuð þjóð. England er aftur á móti
höfðingjalýðveldi. Við höfum alveg
slitið upp mörgum stjómarskrám,
hvorki meira né minna en 18„ síðan
stjórnarbyltingin var. Þær hafa ver-
ið mjög ólíkar á að sjá, en undir niðri
Bókabann kaþólsku kirkjunnar
dregur nú að sjer nýja athygli af
því að nýr bannlisti er nú kominn
út, endurskoðaður samkvæmt fyrir-
skipun Piusar XI. og einnig ’af því,
að áhrif kaþólskunnar fara vaxandi
víða um lönd. Skráin heitir “Index
librorum’ prohibitorum” og hefir oft
komið út. Fyrsta allsjierjarskráin
um bannaðar bækur kom út 1559 en
ýmsar þannskrár höfðu verið gefnar
út áður og rómverska kirkjan bygg-
ir rétt sinn og skyldu til bókbanns-
ins á orðum postulasögunnar um
það, að Páll þostuli hafi látið brenna
villubækur (Postulasagan XIX. 19.).
Hin nýja bókbannskrá hefst á
ítölskum formála, þar sem kardinál-
mjög líkar. Lúðvík 14. er einvaldari J inn> sem ritar hann, segir að hel-
í dag en nokkm sinni fyr, og enginn J víti stefni nú að kirkjunni miklu
franskur embættis- og starfsmaður
efast um það andartak, að “ríkið það
er eg”. Það eru átökin milli frelsis
og ríkis, sem hafa skapað menningu
okkar. Frakkland nútímans er mjög
fjarlægt Rousseau. Þegar þið út-
lendingarnir undrist það, að hið sögu-
magnaðri her en nokkru sinni fyr
á öldum þegar píslarvottar innsigl-
uðu trú sína með blóði sínu. En á
þessu stendur svo, að hinar illu út-
gáfur — la stampa cattiva — eru
miklu hættulegra vopn en sverðið.
Samkvæmt boði postulans eiga eftir-
ríka, hámenntaða Frakkland, skuli j menn *Péturs, páfarnir, og hin ó-
geta komið fram með þessa þingræð- skeikula kirkja því að sjá um það,
isvillimennsku, seni þér hafið nú séð, | að halda illum bókum frá fólkinu.
þá er þetta einnig brot úr sögu okk- j Frjáls vilji er að vísu hin mesta guðs
ar, og við varðveitum allt, er fransk- J gjöf til mannanna en hann getur
ur andi hefir sett mark.sitt á og I orðið að lausingjahætti hjá þeim,
frönsk hugsun- hefir hugsað. ógnar- j sem em haldnir af þeirri plágu sið-
öldin kenndi okkur íhaldið, kenndi! gæðisins, sem kölluð' er frjálslyndi,
okkur pólitískan vilja. Við látum j eða liberalismi. Jafnframt bendir
ekki bjóða okkur hvað sem er. Það ! kardinálinn á það, að veraldleg
hafa byltingamar kennt stjórnum j stjórnvöld beiti ritskoðun og rit-
okkar. Það er styrkur okkar. Hávaði I banni oft miklu meira en kirkjan og
þingræðisins er í rauninni ekki annað J sje henni oft ómaklega legið á hálsi
en gnýr byltinganna, sem segir leið- j fyrir sín afskifti af bókmentum og
togunum, að þeir verði að stjórna pss menningu, einkum af því, að páfarn'
stórum stíl getur hann glaðst yfir
þvi, að björtustu vonir hans um
framtíðarskilyrði landbúnaðarins
hafa ræst að fullu.
Stefna hans er:
Við eigum að hagnýta okkur
fiskimiðin kringum strendur lands-(l
ins, nota til þesss bestu og full-
komnustu tækin — en leggja síð-
an hagnaðinn í sparisjóð íslenskrar
moldar — með fullkomnustu ný-
tísku aðferðum, þar sem miðað er
að því, að láta vjelar vinna sem
mest, og hvert handtak manns af-
kasta sem mestu verki.
Eins og kunnugt ér hefir Thor
Jensen unnið að því undanfarin ár
að reisa gríðarmikið stórhýsi úr
steinsteypu að Korpúlfsstöðum. Er
í byggingu' þessari fyrst og fremst
fjós með áburðarkjallara, þurheys-
og votheyshlöðum. En auk þess eru
þar íbúðir, ' herbergi fyrir mjólk-
urvinslustöð o. fl. o. fl.
Byggingin öll er 80 sinnum 30
metrar að gólffleti, eða 2400 metrar,
þ. e. nál. | dagsláttu.
Fyrir nokkrum dögum var fjós-
ið fullgert og vom þá kýrnar flutt-
þaifgað. En áður hefir þar verið
notað bráðabirgðafjós úr timbri.
Frágangurinn á fjósbyggingu þessari
er svo vandaður að slíkt hefir vitanl.
aldrei sjest hjer á landi og mun
leitun á öðru eins.
Fjósið' rúmar 160 kýr. Gólfflötur
þess er á 2. þús. fermetrar. Nákvæm
lýsing á byggingu þessari yrði lengi
en svo að hún rúmaðist í einni blaða-
grein. Hjer skal aðeins drepið á
nokkur atriði.
Básar í fjósinu eru steyptir, og
eins milligerðir milli básanna . Und-
ir básunum er hraunmylsna, til þess
að halda hlýindum að kúnum, en
ofan á hraunmylsnunni en undir
básgólfinu eru “cellotex”-plötur svo
allur raki sje útilokaður frá að leið-
ast upp í gegnum steinsteypuna.
Undir básunum eru loftrásir, er
liggja út í' flórana, og eru þær i
sambandi við mjög fullkomið loft-
rásakerfi um fjósið, sem á að end-
umýja loftið að staðaldri.
Jötur allar eru úr steinsteypu, og
er í hverjum jötubotni dálítill bolli
fyrir kjarnfóður. En við jötu-
stokkinn er vatnsbolli í sambandi við
vatnsæðakerfi, svo kýmar geta
drukkið eftir vild. I fjósloftinu er
vatnsgeymir, er tekur 10 tonn, og
er dælt vathi í hann úr brunni í
túninu. Vatn það er 20 stiga heitt 1
uppsprettunni. — Hey og annað fóð-
ur er flutt í fjórhjóla léttivögnum
eftir fóðurgöngunum.
Rafljós eru þar svo björt, að
birtan af þeim er sem dagur.
Mjaltavjelar eru í fjósinu, og
vinna 16 í einu. Crr fjósinu er mjólk-
in flutt inn í mjólkurvinslustöðina
sem er þar á næstu grösum.
Mjólkurvinslustöðin var ekki full-
gerð, er jeg kom að Korpúlfsstöðum
á dögunum. Þar verða hinar full-
komnustu vjelar, svo Korpúlfsstaða-
bóndinn geti hagnýtt mjólkina eins
og verk'ast vill, enda er slíkt alveg
nauðsynlegt fyrir Thor Jensen er
ISLANDSFERBIN I SUMAR
sæmilega og af virðingu og sletta sér
ekki að óþörfu inn í einkamál okkar,
peninga okkar, siði eða ósiði. — Allar
3tjórnir hafa tilhneigingu til að fé-
fletta borgarana, en við Frakkar höf-
um sjálfir hemil á stjórnunum. Það
er okkar pólitíska leyndarmál, að við
kunnum með frelsið að fara.
Ritskoðun ríkis ogkirkju
Ný kaþólsk bannskrá.
Bækur og blöð em nú talin ein-
hver mestu stórveldi heimsins og
hafa sivaxandi áhrif á mentun og
menningu og allan hugsunarhátt. Af
þessu leiðir það einnig, að um bækur
og blöð fer fram margvísleg tog-
streita I heiminum. Klíkur, flokkar,
stjórnir og ríki og kirkjur reyna að
hagnýta sjer áhrif þeirra og vald,
jafnframt því, sem reynt er að hefta
það, að andstæðingarnir Aafi bók-
anna og blaðanna sömu not. Mjög
mikill, eða mestur fjöldi hinna bestu
manna hvar í löndum sem er, vaka
að vísu yfir því, og krefjast þess,
að bækur og blöð fái að halda fullu
og óskoruðu frelsi sínu í þjóðfjelög-
um óáreitt af rikjum og kirkjum
og óbundið af löggjöf eða einka-
leyfum og einokunum. A það hefur
verið margbent og sýnt með dæmum
úr reynslunni, að ríkisútgáfur og
ríkiseftirlit með bókaútgáfu hefur
gefist illa, jafnvel þó að slíku hafi
verið komið á í góðum tilgangi, en
ekki af yfirráðahvötum einum. Það
hefur lamað nauðsynlegar og skyn
samlegar rannsóknir og mentun, án
þess að hafa tilætluð siðgæðisáhrif.
Þess vegna eru margir þeirra mann-
a, sem annars em fylgjandi ííkis-
íhlutun, eða ríkisrekstri í atvinnu-
málum, andstæðir ríkisíhlutun í and-
legum málum. En hinsvegar er
mörgum það ljóst, að margt af því,
sem út er gefið í heiminum sje bæði
ljettmeti 1 og til lítils gagns eða
jafnvel til skaða og siðspillingar. Um
þetta er t. d. mikið rætt í Bretlandi,
einkum nauðsyn þess að hamla á
móti klámbókum. Um þá nauðsyn
er alment samkomulag. En annars
kemur mönnum ekki saman-um þær
aðferðir, sem best sje að beita til
þess að hamla upp á móti “slæmum”
bókum, enda mjög misjafnt hvað
taldar em slæmar baekur. Kom-
núnistar telja það slæmar bækur,
sem halda fram auðvaldskenningum,
og auðvaldið telur það illar bækur,
sem boða kommúnisma og trúaðir
menn telja þær bækur hættulegar,
sem boða aðra trú en þeirra og van-
trúarmenn hafa ímugust á öllum
"guð^irðabókum.”
En þáð er einmitt á þessum
tveimur sviðum, stjórnmála- og trú-
málasviðinu, sem ritskoðunin kemur
mest fram. Rússneska ritskoðunin
á keisaratímunum varð alræmd 'og
ennþá heldur sovjetstjórnin uppi all-
strangri ritskoðun og eftirliti með
bókasöfnum og hefur bannað útgáfu
og lestur ýmsra rita. Italska fas-
cistastjórnin hefur haft sama lag og
í báðum þessum tilfellum stendur
vald á bak við, sem einnig notar
ritskoðun, rómversk kaþólska kirk-
jan, getur hinsvegar ekki fram-
kvæmt sjálf boð sitt og bann og
kirkjubannið á bókum er því nú
orðið aðallega ritdómar og ráðlegg-
ingar til trúaðra manna, sem sjálfir
ráða hvort þeir fara eftir því eða
ekki.
ir hafi nokkmm sinnum þurft að
takmarka eða banna útbreiðslu
biblíunnar á Hfandi málum (þ. e. á
öðrum málum en latínu). En samt
segir kardinálinn að það sje alveg
rangt, að segja að kirkjan banni
allar biblíuútgáfur, eða hafi bannað,
á öðrum málum en latínu, og segir,
að frá því prentlistin var fundin og
þangað til biblíuþýðing Lúthers kom
út hafi birst meira en 200 biblíu-
þýðingar á ýmsum málum undir
handarjaðri kaþólsku - kirkjunnar.
(Aðrir telja heilar biblíuútgáfur á
sama tíma hafa verið 24 á '4 málum,
en hitt útgáfur á sálmum og ein-
stökum guðspjöllum).
Af höfundum þeim, sem bannaðir
eru í hinni nýju skrá að einhverju
eða öllu leyti, má nefna, auk margra
mótmælendahöfunda, þessa úr ka-
þólskum löndum: Bergson, Anatole
France, Victor Hugo, Taine, Acton
lávarður, Döllinger, Descartes. Enn-
fremur höfundar eins og Locke,
Hobbes, Gibbon, Kant, Bacon, Spin-
oza og Heine. Aftur á móti hefur
lengi verið heimilt að lesa Keplér,
Kopernikus og Galileo og aðalhöfund
þróunarkenningarinnar, Charlss
Darwin, hefur kaþólska kirkjan
aldrei haft á bannskrá.
Ur sögu Korpúlfsstaða
Búskapur Thor Jensen
Fyrir nokkrum árum átti Thor
Jensen sæti í nefnd er fjallaðl um
stofnun Ræktunarsjóðs hins nýja.
Þar hjelt hann því fram, að hægt
væri að gera flest kot á. Xslandi að
herragarði. Hann hafði þá nýlega
keypti kotið Korpúlfsstaði í Mosfells-
sveit og byrjað þar hina stórfeldu
ræktun. Hugaðist hann þar að sýna
það á skömmum tíma, að “herra-
garðskenning” hans um framtíðar-
möguleika hins ísl. landbúnaðar væri
rjett.
Ýmsir hafa litið svo á, að búskap-
ur Thor Jensen væri rekinn með því
sniði, að meðalmennirnir gætu ekki
hagnýtt sjer reynslu hans vegna
þess að hann hefði fullar hendur
fjár, og búskapur hans væri fyrst
og fremst leikur einn. — En þetta
er hinn mesti misskilningur er stafar
af því hve bóndinn Thor Jensen er
langt á undan samtíð sinni.
Gmndvallarkenning hans í bú-
skapnum er sú, að ekkert megi þar
gera sem sje kák, ekkert sje nægi-
lega gott nema hið allra bezta. A
þessari gruhdvallarkenningu reisir
hann búskap sinn — ekki af því að
hann leiki sjer með fje; heldur af
hinu að hann sjer að það er hag-
fræðilega hollast og rjettast.
Búskapur Thor Jensen á síðari
árum er fullkomlega hliðstæður við
athafnir hans og stefnu í sjávar-
útgerð fyrir 25 árum. Þá tók hann
þá aðferð þar, að útvega hingað og
hagnýta þau bestu fáanlegu veiði-
tæki. Kjörorðið var, að ekkert væri
nothæft nema hið þesta — togar-
arnir og aðeins þeir fullkomnustu. —
Lagður var þá grundvölluriiin að út-
gerð þeirri sem best hefir fleytt
áfram þjóðarbúskapnum siðan.
Takmark Thor Jensen er að sýna,
xð þá fyrst er landbúnaði vorum
borgið, ef sömu grundvallarreglu er
fylgt í smáu sem stóru þar eins og
í útgerðinni.
Og eftir nokkurra ára búrekstur S
Borgarar af íslenzkum ættum í Canada og Bandaríkjunum, sem ætla heim til ættlands síns með
S.S. Montcalm í júní, skifta nú hundruðum. Gætið þess að tryggja yður far tafarlaust. Sjóferðin
ein verður svo aðlaðandi að hún er margfaldlega meira virði en sem svarar andvirðinu í peningum.
Crrvalsfólk annast skemtanir á leiðinni—söng, hljóðfæraslátt, ræður o. s. frv. Undirbúningurinn til
þess að taka á móti ferðamönnunum á Islandi eins fullkominn og kostur er á.
Talið við eða skrifið til
W. C. Casey, General Agent Can. Pac, Steamships; H, R, Mathewson,
General Passenger Agent C,P,R, eða J, J Bildfell, formann Heimfarar-
nefndar
Canadian Pacific
í 24 ár fyrir mynd að gæðum
5* i
KONUR:
Aðeins NÝIR BANKA-
SEÐLAR gefnir í býttum
til baka hjá British Ame-
rican Service Stations —
sem er aðeins eitt tákn
þess hve fullkomið allt er
hjá British American fé-
laginu.
BETRA EFNI
BETRI AFGREIÐSLA
ÁN VERÐHÆKKUNAR
* Á HVERJU ÁRI FJÖLGAR ÞEIM SVO ÞÚS-
UNDUM SKIFTIR, SEM VIÐURKENNA,
• '
AÐ BRITISH AMERICAN MERKIÐ
VORT SJE TÁKN ÞESS AÐ FJE-
LAGIÐ VAKI YFIR VELFERÐ
HVERS MA1SJNS ER í BíL
EKUR.
3W
^Thc British American Oil Co. Limited
Super-Poner and Brilish Amprican ETHYL Gdsolcncs - (uiluCcne OHs
—