Heimskringla - 28.05.1930, Blaðsíða 3
(
"WINNIPEG, 28. MAÍ, 1930.
HEIMSKRINGLA
3. BLAÐSÍÐA
raun hafa á búum sínum alls um
300 kýr.
Leggur hann mixlð kapp á, að
mjólkurvinslan verði sem bezt, kæli-
rúm fullkomið, svo mjólkin geymist
vel, og hreinlætistæki sem best og
fljótvirkust. Vjelar þær sem þvo
mjólkurbrúsana eiga að skila 400
brúsum hreinum á kl.-stund.
Uppi í rishæð Korpúlfsstaðahúss-
ins er þurheysgeymslan. Er við
höfðum skoðað fjósið gengum við
upp um hlöðuloftið, Thor Jensen og
nokkrir gestir hans. t*ar fyrst rann
upp fyrir mjer hve byggingin í raun
og veru er risavaxin. Hið ytra
samsvarar hún sjer svo að hún leynir
stærð, og niðri er hún það sundur
hólfuð, að ekkert yfirlit fsést. En
þegar flutningabílarnir þjóta milli
heystabbanna á hlöðuloftinu, sem er
eitt gímald að mestu, sjest best hver
stærðin er.
Um miðja hlöðuna var stabbi einn,
sem ekki sýndist sjerlega mikill
fyrirferðar. En hann ætlaði Thor
Jensen að firna. Þar voru 1000
hestar af töðu. Votheystóftir eru
þar 7 og taka alls 800 tonn af vot-
heyi. En auk votheys þessa,
heyjaðist í fyrra að Korpúlfsstöðum
5000 — 6000 hestar af töðu.
1 kjallaranum mikla, við hlið á-
burðarkjallarans er verkfæra- og
vjelageymsla búsins. Um verkfæri
þau mætti rita langt mál, og hvem-
ig þau hafa reynst hvert fyrir sig.
í>ar eru þúfnabanar tveir, traktorar
margir, sláttuvjelar, rakstrarvjelar,
snúningsvjelar, sáðvjelar, áburðar-
dreifarar, plógar, herfi alskonar o.
fl'. o. fl.
Með traktorum er jörðin unnin.
Traktorar eru látnir draga sláttu-
vjelarnar. Hestamir eru að hverfa
úr sögunni, i þessum nýtískubú-
skap.
Að lokum gengum við út í bráða-
birgðafjósið með rúml. 100 kúm, er
biðu þar bráðra vistskifta. Þar
mátti sjá marga gripi væna og
föngulSga. Þar sem annarstaðar á
íslenskum stórbúum sjást á ýmsum
gripanna glögg ættarmerki hins
rauða kynstofns, sem alstaðar ryð-
ur sjer til rúms fyr eða síðar á
landi hjer, þegar rækt er lögð við
kúastofninn.
Hingað til hefir meðal ársnyt
kúnna verið 2300 —- 2600 lítrar.
Fjöldi nær 3000 lítra ársnyt. En
margar af hinum , aðkeyptu kúm
em mjög lágmjólka. Telur í'hor
Jensen að brátt megi takast að ná
þvi marki að meðalársnytin verði
3000 lítrar.
Rita mætti heila bók um búskap
Thors Jensen, um athafnir hans,
reynslu á sviði nýræktar, notkun
verkfæra, byggingar hans o. fl. o.
fl. Þá bók ætti að rita sem fyrst
og myndi fátt þarfara ritað í þágu
búnaðarframfaranna.
V. St. — Lesb. Mbl.
Frá Islandi
Rvík, 17. apríl.
Gunnar Gunnarsson skáld hefir ný-
lega ritað grein í danska tímaritið
“Tilskueren”, þar sem hann finnur
að þvi að hingað eigi í sumar að gefa
ljósmyndarútgáfu af Flateyjarbók.
Þykir Gunnari sem betur hefði farið
á þvi, að Danir hefðu afhent Flat-
eyjarbók hi*gað til lands. Segir
hann sögu Flateyjarbókar, og bendir
á, að hún hafi verið send til Dan-
merkur á sínum tíma samkvæmt
konungsboði, og hafi ekkert endur-
gjald komið fyrir, en bókin dýrmæt
frá upphafi, og sé nú metin að
minnsta kosti 1 miljón króna virði.
Fyrir ritgerð þessa hefir Gunnar
fengið óþvegnar skammir og skæt-
ing í ýmsum dönskum blöðum.
Rvik, 17. apríl.
Norðlenzka skólahátiðin. Búist er
við að fjölmenni mikið fari héðan úr
Reykjavík á .skólahátíðina norð-
lenzku. Sennilega verða skipaferðir
mjög hentugar, hægt að fara héðan
með Drotningunni, er kemur norður
þann 29. maí, en með Esju suður, er
fer frá Akureyri 2. júní.
Undirbúningur undir hátíðina
stendur nú yfir, eftir því sem Sig-
urður skólameistari Guðmundsson
hefir sagt Morgunblaðinu. Hefir Da-
víð Stefánsson ort hátíðaljóð, en Páll
Isólfsson mun semja lög við þau.
Hátíðin verður tvískift, sem kunn-
ugt er. Fyrri daginn verður sam-
koman á Möðruvöllum í Hörgárdal.
Þar fer fram skólauppsögn; ræður
verða þar fluttar o. s. frv.
En seinni daginn verður árdegis-
verður á Akureyri, er skólinn gefur
hátíðargestunum, og miðdegisveizla
siðari hluta dags.
Minningarrit skólans, sem nú er
að mestu fullgert frá hálfu höfund-
anna, getur líklega ekki komið út
fyr en með haustinu. Þar verður
meðal annars saga skólamáisins allt
frá þvi að Hólaskóli var lagður nið-
ur, og fram á þenna dag, eftir Sig.
Guðmundsson. Þar birtist og æfi-
ágrip þeirra manna, er unnið hafa
mest við skólann og skrá yfir alla
þá er lokið hafa burtfararprófi frá
þvi Möðruvallaskóli var stofnaður.
ó. H. var stórgáfaður maður, eins
og hann átti kyn til, og fróður um
margt. Hann hefir ritað töluvert
um lögfræðileg efni í erlend tímarit,
einkum um forn lög íslensk. —
Mörg síðustu ár ævinnar var hann
svo þrotinn að heilsu, að hann gat
engum störfum sint. —'Vísir.
N ai ín s PJ iöl Id |
—
Rvík, 23. apríl
Slys. 1 gærkvöldi barst loftskeyti
frá togaranum Venus, er var á leið
hingað frá Selvogsgrunni, og var þar
skýrt frá þvi að einn hásetanna,
Kristján Kristjánsson hefði fallið
tyrir borð og drukknað. Nánar var
ekki sagt frá slysi þessu, en senni-
lega hefir verið ofsaveður og stór-
sjór. Kristján sál. var búsettur í
Hafnarfirði; hann var kvæntur og
lætur eftir sig konu og fjögur ung
börn.
Rvík, 27. apríl
Héruðsskólinn að Reykjum í Hrúta-
firði. Or Hrútafirði er blaðinu skrif-
að: Strandasýsla hefir lagt 20,000
krónur til héraðsskólans að Reykjum
en V.-Húnavatnssýsla 15,000 kr. ó-
frétt enn hve ríf Austur-Húnavatns-
sýsla verður á fé til skólans. En eft-
ir þvi sem fréttist þaðan, eru menn
skólanum hlynntir.
Ráðgert er að byggja nú í sumar
fyrir 40—50 þús. kr. og bæta við
síðar. Sýslunefnd Strandasýslu kaus
Halldór Júlíus sýslumann og Krist-
mund Jónsson kaupfélagsstjóra í
byggingarnefnd, en sýslunefnd Vest-
ur-Húnavatnssýslu hefir kosið þá
Þorstein Einarsson að Reykjum og
Eggert Levý að ósum. Ráðuneytið
skipaði formann nefndarinnar Hann-
es Jónsson alþm., en Þorstein Ein-
arsson varaformann.
Til þess að standa fyrir skólasmíð-
inni hefir nefndin ráðið Ólaf Jónsson
á Borðeyri. Efnið er pantað i bygg-
inguna.
Rvík. 22. ap..
Síra ölafur Briem, prestur að
Stóra-Núpi, andaðist í morgun á
Landakotsspítala. Hann veiktist
snögglega í emb. ferð á Skeiðum
nóttina eftir Pálmasunnudag, en
þann dag hafði hann embættað á
ðlafsvöllum. Daginn eftir var hann
við barnapróf á Skeiðunum, en
þyngdi sóttin og lagðist rúmfastur 4
Húsatóftum. Var hann fluttur hing-
að fárveikur á laugardagskvöldið
var, en banameinið, sem mun hafa
verið botnlangabólga, hafði þá grafið
svo um sig, að ekki varð við ráðið.
Síra ölafur heitinn var fæddur 5.
október 1875, sonur síra Valdimars
Briem vígslubiskups. Hann tók stú-
dentspróf 1897 og embættispróf árið
1900. Kyæntist sama ár eftirlifandi
konu sinni, Katrínu Helgadóttur frá
Birtingaholti, og gerðist aðstoðar-
prestur hjá föður sínum og tók við
embætti hans, er hann sagði af sér
prestskap árið 1918. Síra ölafur var
og vinsæll af söfnuðum sínum.
—Vísir.
Rvík.
Sjera Lúdvig Knudsen prestur að
Breiðabólsstað í Vesturhópi andaðist í
fyrrinótt að heimili sínu.
Hann var fæddur 9. febr. 1867 að
Hólanesi á Skagaströnd og hjet fullu
nafni Didrik Knud Ludvig Knudsen.
Foreldrar hans voru Jens Adser
Knudsen verslunarstjóri og kona
hans Elísabet Sigurðardóttir bónda
í Höfnum, Amasonar, Ludvig út-
skrifaðist úr Reykjavíkurskóla 30.
júní 1888 og úr prestaskólanum 25.
ág. 1892. Þá um haustið var hann
vígður prestur að Þóroddstað i
Kaldakinn; leystur frá embætti 1898
og stundaði þá verslunarstörf hjá
örum & Wulff á Húsavík í nokkur
ár. 1904 voru honum veittir Berg-
staðir í Svartárdal og 1913 fekk
hann Breiðabólstað í Vesturhóþi og
þjónaði því prestakalli síðan.
Hann var kvæntur Sigurlaugu
Björgu Arnadóttur, Sigurðssonar í
Höfnum. Sonur þeirra er Arni
Knudsen verslunarmaður hjer í bæ.
Mbl.
Rvík, 27. apríl
.Teppe Aakjær látinn. Danski rit-
höfundurinn Jeppe Aakjær er nýlega
látinn á búgarði sínum í Danmörku,
63 ára gamall. Hafði hann lengi
verið heilsuveill, en var þó farinn að
hressast svo, að daginn fyrir andlát
sitt.lét hann orð falla um það, að nú
væri hann orðinn stálhraustur aftur.
Banamein hans var hjartaslag. Var
hann á gangi úti í blómgarðl sínum,
er hann fékk aðsvif og dó skömmu
síðar.
Aakjær stóð einna fremstur í
flokki danskra rithöfunda. — Mestr-
ar frægðar gat hann sér fyrir bækur
sínar um józkt sveitalíf og endur-
minningar sínar, sem notið hafa
mikilla vinsælda, og skrifaðar eru af
hreinni snilld. Kvæðasafn hans er
mjög mikið. Hann var sérstaklega
lyriskur í skáldskap sinum, jafnt í
bundnu sem óbundnu máli. Um tíma
skrifaði hann talsvert um þjóðfélags-
málefni, einkum á yngri árum sín
um.
Aakjær var jafnan mikilsvirtur rit-
höfundur, og á sextugsafmæli hans
hyllti danska þjóðin hann að mak-
legleikum.
Dr. M. B. Halldorson
401 Boyd Bldf.
Skrlfstof usíml: 23674
Htund&r aérst&klag:& lun&n&ajúk-
dóm&.
Er &tJ flnna á akrlfatofu kl 10—lt
f. h. of 2—0 «. h.
Halmlli: 46 Allow&y Ava.
TaUlmli 33108
DR A. BLONDAL
«•1 MeUlcal Art* Bld*
T&lsira!: 22 29«
Stundar sdrstaklesa kvensjúkðdma
og barnasjúkddma. — AB hitta:
kl. 10—12 * h. og S—6 e. h
Helmllt: S0S Vlctor St. Siml 2Í 180
DR. B. H. OLSON
216-220 Medlcal Arta llld&.
Cor. Grah&m and Kennedy 8t.
Phone: 21 834
VUit&latími: 11—-12 o g 1_5 80
Holmlll: 921 Sherburn St.
WINNIPEG, MAN.
Dr. J. Stefansson
Sl« MEDICAL ARTS BLDQ.
Hornl Kennedy og Gr&h&m
Sttindar
aef-
Kr all
flsctsgu auictna- eyraa-
OI k verka-sj Akddma
hltta frA kl. 11—12 f. h.
oe kl. 3—* e. h.
Talelmít 21KS4
Helralll: «81 McMIUan Ave. 4201
Tal.fml i 28 889
DR. J. G. SNIDAL
TANNLÆKNIR
•14 Soneraet Block
Portage Avenue WINNIPEG
Rvík, 17. apr.
Ólafur Halldórsson, konferensráð,
fyrrum skrifstofustjóri íslenzku
stjórnarráðsskrifstofunnar í Kaup-
mannahöfn, andaðist í gær.
Hann var læddur 15. maí 1855,
sonur hins þjóðkunna merkismanns
sira Halldórs prófasts Jónssonar að
Hofi. ólafur Halldórsson lauk stú-
dentsprófi í Reykjavik 1877, og
síðar lagaprófi við háskólann i
Kaupmannahöfn. Árið 1889 varð
hann. skifstofustjóri í Islands-deild
dómsmálaráðuneytsins danska og
gegndi því starfi til 1904, er hann
varð forstjóri fyrir skrifstofu stjórn-
arráðs Islands í Kaupmannahöfn.
Því embætti gengdi hann til 1909,
er hann varð að láta af störfum,
sakir heilsubrests.
Bruni á Isafirði
Rvík. 24. apríl
(Eftir símtali við Isafjörð).
Kl. um 2 í gær urðu menn þess
varir, að eldur var kominn í kvik-
myndahúsið á tsafirði. — Eldurinn
virtist uppi I þaki, því mikinn reyk
lagði upp úr þakinu og með þak-
skegginu beggja megin. ^Magnaðiat
eldurinn ört, því norðvestan stormur
var og hríðarveður. Varð húsið
brátt alelda og engin tiltök að bjarga
neinu úr þvi. Átti slökkviliðið fult
í farigi með að verja nærliggjandi
hús, en það tókst að mestu; þó
skemdust mikið tvö næstu húsin;
er voru íbúðarhús annað eign Guðjóns
Jónssonar hafnsögumanns, en hitt
eign Sigríðar Valdimarsdóttur. Einn-
ig urðu stórskemdir á innbúi manna
við flutning úr húsunum, vegna
þess, hve veðrið var vont.
Kvikmyndahúsið brann til grunna
á skömmum tíma. engin íbúð var í
húsinu, en Leikfjelag Isafjarðar átti
þar sín tæki og leikútbúnað (óvá-
trygt) og branm það alt. Er það
tilfinnanlegt tjón, sem Leikfjelagið
hefir beðið.
Kvikmyndahúsið var eign þeirra
fjelaga Helga Guðbjartssonar og J
Matthíasar Sveinssonar. Brunabóta-
virðing hússins var kr. 76,800.00, og
var sú virðing fjögra ára. En í
fyrra sumar fór fram mikil viðgerð
á húsinu. Er tjón þeirra fjelaga
tilfinnanlegt, ekki síst þar sem búast
má við, að núverandi bæjarstjórn á
Isafirði veiti þeim ekki leyfi til kvik-
myndareksturs áfram.
Rjettarrannsókn út af brunanum
hófst í gær, og er talið víst, að
kviknað hafi út frá rafmagnsleiðslu.
Eldsins varð fyrst vart uppi í rjáfri,
þar sem rafmagnsleiðslan kom inn í
húsið.
(Mbl.)
DR. K. J. AUSTMANN
Wynyard —:— Sask.
Þvl aB faaga nndlr uppnknrtt viB
botnlanfabölfu, arallateinam,
mafa- of llfrarveiklf
Hepatola hefir gefist þúsundum
manna vel vítSBvegar í Can&da, á
hlnum sitSastlitSnu 25 á.rum. Kostar
$6.75 met5 pósti. Bœklingur ef um
er beóió.
Mra. Geo. S. Alraas,
Box 1073—14 Saakatoon, Saak.
HEALTH RESTQRED
Lœkningar án íyfja
DR. 8. G. SIMPSON, N.D., D.O., D.C.
Chronic Diseases
Phone: 87 208
Suite 642-44 Somerset Blk.
WINNIPEG —MAN.
A. S. BARDAL
eelur lfkkistur og ann&st um útf&r
Ir. Allur útbún&bur sá bextl
Ennfremur selur h&nn allskon&r
mlnnlsv&rtJa og lejjstelna.
84S SHERBROOKE 8T.
Phonei 86 007 WINNIPBG
Rvik. 24. ap.
Sumarfagnaður stúdenta var háð-
ur i gær að Hótel Borg. Fór hann
hið besta fram. Yfir borðum heldu
ræður Guðm. Kamban rith., síra
Rögnvaldur Pjetursson, Agúst H.
Bjarnason dr. phil., og margir fleiri.
Var síðan að borðlmJdi loknu dansað
fram undir morgun.
Rvik. 5. maí.
Valdimar Brieni
A laugardagsmorguninn andaðist
séra Valdimar Briem. Hann var 82
ára gamall, fæddur 1. febrúar 1848.
Var skamt á milli dánardægurs
þeirra feðga, því að séra ólafur
TIL SÖLU
A ÖDtnU VERDI
“EDRNACB” —bæDt vltlar o(
kola "furnaca" litlt) brúkaS, ar
til attlu hJA undtrrtturium.
Oott taeklfœrl fyrtr fóftc út A
landl ar bmta vllja hltunar-
AhSId A hetmllinu.
GOODMAN
TISO Toronto St.
A CO.
Slml 28847
G. S. THORVALDSON
B.A., L.L.B.
LógfrceSingur
702 Confederation Life Bldg.
Talsími 24 587
WALTER J. LINDAL
BJÖRN STEFANSSON
lslcnzkir lögfrccSingar
709 MINING EXCHANGB Bldg
Sitni: 24 963 356 Moin St.
Hafa einnig «krifstofur aö Lundar,
Piney, Gimli, og Riverton, Maa.
Telephone: 21 613
J. Christopherson,
Islenskur LögfrœSingur
845 SOMERSET BLK.
Winnipeg, :; Manitoba.
Mrs. B. H. Olson
TEACHER OF SINGING
5 St. James Place Tel. 35076
Björgvin Guðmundson
A. R. C. M.
Teacher of Music, Gnmpnitrl—,
Theory, Counterpoint, Orch—
tration, Piano, etc.
555 Arlington St.
SfMI 71621
MARGARET DALMAN
TRACHKR OF FIANO
854 BANNINQ ST.
PHONE: 26 420
Ragnar H. Ragnar
Pianokennari
Phone 34 785
—Kennslustofa—-
693 Banning Street
Gunnar Erlendson
Pianokennari
Kennslusto fa: T alsími
684 Simcoe St. 26293
Jacob F. Bjarnason
—TRANSFER—
■■((•(• a.4 F■ rattar« M.
668 ALVKHSTONE ST.
SIMI 718*8
Kf útv.ga kol, alAlvlS m.*
aannaJttmu varhl, anaaat fluta-
1 nf fram og aftur um baalzin.
100 harb.ral m.V »5a Au baO.
SEYMOUR HOTEL
v.rO aanncJarnt
8lml 38 411
C. G. H DTCHISON, tlfiaál
Market And Ktnr *t..
Wlnnlp.* —:— Maa.
Briem sonur hans, andaðist þriðju-
dag, í páskaviku. Hafði hann verið
fluttur hingað til Reykjavikur til
lækninga, en dó litlu eftir að hingað
kom. Hann var 54 ára. Hafði hann
verið prestur á Stóra - Núpi síðan
árið 1900, þar af lengi aðstoðar-
prestur föður síns. Lík hans var
flutt þangað austur daginn áður en
séra Valdimar dó. Verða lík þeirra
beggja greftruð næsta fimtudag.
Séra Valdimar er kunnastur af
Sálmakveðskap sínum. Hann lauk
.guðfræðinámi árið 1872 og varð
síðan prestur að Hrepphólum og
Stóra-Núpi. Hann var vígslubiskup
í Skálholtsbiskupsdæmi hinu forna.
Nú að síðustu var hann orðinn
hrumur af elli, en hafði þó ferlivist
tii dánardægurs. — Alþbl.
MESSUR OG FUNDIR
í kirkju SambandssafnaSar
Messur: —» á hverjum sunnudegi
kl. 7. e.k.
SafnaSarnefndin: Fundir 2. og 4.
finrtudagskveld í hverjum
mánutii.
Hjálparnefndin: Fundir fyrsta
mánudagskveld í hverjum
mánutSi.
KvenfélagiS: Fundir annan þriBju
dag hvers mánatSar, kl. 8 aB
kveldinu.
S'óngflokkwi~»: Æfingar á hverju 1
fimtudagsicveldi.
Sunnudagaskólinn: — A hverjum >
sunnudegi kl. 2.30—3.30 e. ■*. •