Heimskringla - 11.06.1930, Side 3
WINNIPEG, 11. JÚNÍ, 1930.
HEIMSKRINGLA
11. BLAÐSIÐA
eigi fyrirfundist undir sólunni
Um þetta leyti. Kaþólska kirkjan,
sem allsstaðar lagðist eins og mara
yfir stjórnmálalíf Norðurálfunnar,
náði engu verulegu tangarhaldi á
hugum Islendinga, meðan lýðveldið
stóð með mestum blóma. Kirkjan
var fyrir þeim riki <«.f öðrum heimi,
°S stóð þó undir hinu veraldlega lög-
Sjafarvaldi. Þess vegna gapti eng-
lnn Islendingur af undrun yfir því,
sem Vilhjálmur kardínáli af Sabína
hneykslaðist á við hirð Noregskon-
ungs, að Island “þjónaði eigi undir
einhvern konung, sem önnur lönd i
veröldinni.”
Meðan lslendingar brugðust ekki
islenzkum málstað, var vaxtarbrodd-
Uv mannkynsins á Islandi, eins og
Helgi Pétursson hefir einhversstað-
ar komist spaklega að orði. Hvergi
var hárið gulara eða augun blárri.
Hvergi drengilegri menn né fríðari
konur. En lýðveldishugsjónin var
svikin. Þrælar einvaldsstefnunnar
smeygðu sér inn í landið og eitruðu
allt þjóðlíf í kringum sig. Þeir drápu
Snorra Sturluson lögsögumann, goði
og rithöfund, einn glæsilegasta full-
trúa hinnar fornu íslenzku menning-
ar. Þeir smugu inn á biskupsstólana
og tóku að stefna valdi kirkjunnar
ríkinu til niðurdreps. Þetta hefði
aldrei verið hægt, ef Islendingar hefðu
alltaf verið á verði um drengskap-
inn, eins og þegar bezt var. En
undireins og þeir voru farnir að
svíkja lýðræðisstefnuna í hjarta sínu,
steðjaði óhamingjan að garði. Þá
varð skorturinn á framkvæmdarvaldi
þeim að því fótakefli, sem það aldrei
hafði orðið áður. Goðorðin, sem
hægt var að kaupa og selja eða taka
að erfðum, söfnuðust í fárra manna
hendur, og nú var eigi hugsað um
það lengur, að fá jafnvægi á valdið,
heldur að sölsa það sem mest undir
sig. Alla Sturlungaöldina níddust
böðlar einvaldsstefnunnar hver á öðr-
um og alþýðu manna, unz þjóðin
gafst upp viðnámslaust í hendur er-
lendu valdi, á árunum 1262—1264.
Um leið var stigið yfir höfuðið á
flestu nýtilegu í islenzku þjóðlífi.
Bókmenntum hnignaði og mannrænu
allri, efnahagnum sömuleiðis. Þjóð-
in einangrast og tapar kjarki. Rúm-
lega einni öld síðar veður svarti-
dauði yfir og leggur allt í kaldakol.
Hörmungamar.
Brestandi fylgi við islenzkan mál-
Stað olli því, að landið var svikið i
hendur útlendu valdi og af því flaut
lslandi öll sú hörmung, er síðar dundi
yfir, þegar Islands óhamingju virð-
ist verða allt að vopni. Vér skulum
eigi dvelja lengi við þá rauna- og
ófremdartíma, sem í hönd fóru. Sam-
göngum fór stöðugt hnignandi, út-
lendum lögum og útlendum embætt-
ismönnum var troðið upp á lands-
menn, þvert ofan í Gamla sáttmála.
Jafnvel gekk svo langt ósvífni hins
útlenda valds, að ýmsum æfintýra-
mönnum og óþokkum voru seldar
tekjur landsins á leigu, og létu þeir
greipar sópa með hermdarverkum
og ránskap. Kaþólska kirkjan tók
að færast í aukana og raka fé af
mönnum, eins og tíðast hafði langa
hrið suður í löndum, og svo var kom-
ið um siðaskiftin 1550, að hún átti
fimmtung allra jarðeigna í landinu
auk ýmissa hlunninda og fríðinda.
Þá sló konungur eign sinni á allt
saman. Ennþá versnaði þó hagur
landsins með einokunarverzluninni,
sem komið var á 1662, og stóð tæpar
tvær aldir (að nokkru leyti til 1854).
Það er hin versta blóðtaka, sem ís-
lenzk þjóð hefir þolað. Við þetta
bættist einveldið 1662 og sívaxandi
óstjórn. Þjóðin hafði engan við-
námsþrótt lengur. A 18. öld ganga
stórsóttir og ýmiskonar óáran yfir
landið, svo að fólk féll í hrönnum.
Með Móðuharðindunum í lok aldar-
innar þyrmdi þó mestu ósköpunum
yfir. Þá misstu jafnvel beztu menn
landsins alla von um að lifvænt yrði
nokkru sinni á Islandi, og vildu láta
flytja þær fáu hræður, sem eftir
lifðu, hreppaflutningi af landi burt
og setja þá niður á Jótlandsheiðar.
Fólkinu hafði fækkað niður í 40 þús-
undir.
Naumast mun nokkru sinni hafa
horft jafn uggvænlega hagur Is-
lands og um aldamótin 1800. A
nokkrum undanförnum árum hafði
fallið nálægt þvi fimmtungur lands-
manna úr hungri, og fullir þrir
fjórðu hlutar alls bústofns þeirra úr
ýmiskonar óáran. Ennfremur féll
fjöldi nauta og hrossa á vetrinum
1800—1801 og um 80 þúsundir sauð-
fjár, sem þá var næstum því þriðj-
ungur af sauðfjáreigninni. Þá hóf-
ust hin erfiðu siglingaleysisár, með-
an styrjöldin stóð yfir milli Dana
og Englendinga. Búið var þá að
leggja niður Alþingi, sem naumast
hafði verið annað en nafnið tómt síð-
ustu árin. Það kom síðast saman á
Þingvelli árið 1798, og hafði þá stað-
*Fagrir staðir og merkir á Islandi
Prestssetrið á Þingvöllum og Þingvallavátn, séð frá Almannagjá.
Gamli og nýi tíminn.
«
I
I
I
I
I
I
I
I
I
Birkitré á Þórsmörk við Eyjafjallajökul, inn af Fljótshlíð.
Hallormsstaðaskógur við Lagarfljót á Fljótsdalshéraði. Milli trjánna sér út á fljótið.
%
I
I
Kistufoss i Soginu, er rennur úr Þingvallavatni í ölfusá.