Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 5
WINNIPEG, 11. JÚNI, 1930.
13. BLAÐSIÐA
teknir að stunda votheysverkun nú
á síðari árum. Heyinu er ekið renn-
blautu í djúpar steinsteyptar hlöð-
hr og látið hitna í því, og síðan fergt
með grjótpressu. Verður þá geril-
Myndun i heyinu, sem gerir það ým-
ist sætt eða súrt, eftir því hve hit-
inn er mikill. Hey þetta er ágætt
skepnufóður, auðmeltara en þurhey,
en þungt og óþokkalegt til meðferð-
ar.
Mjólkurframleiðslan hefir reynst
bændunum stórum arðvænlegri nú á
síðari árum, og þó einkum þeim,
sem búið hafa nálægt kaupstöðun-
um og getað selt mjólkina beint til
neytenda. Sá markaður hefir þó
verið mjög takmarkaður, og til þess
nð bæta úr því, hafa verið stofnuð
mjólkursamlög víðsvegar um Iandið.
Þar sem gert er smjör, skyr og ostar
úr mjólkinni, og þannig fengist víð-
ari markaður. En hængurinn á
Þessu er sá, að allmikið fer í rekst-
urskostnað af verði mjólkurinnar,
svo að verðlag hennar verður til-
finnanlega lægra. Þó eru mjólkur-
bú þessi vafalaust spor i rétta átt
landbúnaðinum til viðreisnar. Að
minnsta kosti' sýnist svo, að Islend-
iugar ættu ekki að þurfa að kaupa
smjör og osta frá útlöndum fyrir
stórfé, eins og þeir hafa gert und-
anfarið. Enda er eftirspurn mikil
eftir hinni innlendu vöru. Sam-
kvæmt skýrslu frá Mjólkursamlagi
Eyfirðinga, sem stofnað var fyrir
tveimur eða þremur árum síðan,
hefir svo sem ekkert farið af af-
urðum búsins út úr landinu, sökum
sivaxandi eftirspumar innanlands.
Það mjólkursamlag tók á móti tæpri
hiUjón lítra af mjólk árið sem leið,
°S greiddi bændum 235 þús. kr. fyrir
eða ca. 24 aura að jafnaði á líter.
•Af þvi verða svo bændur að greiða
fiutningskostnaðinn að búinu, sem
befir orðið um 2% eyrir á lítra.
Reksturskostnaður samlagsins hef-
ir samsvarað að jafnaði 6 aurum á
bvern mjólkurlítra.
I sambandi við mjólkurbúið hafa
svo verið stofnuð nautgriparæktunar-
félög á öllu samlagssvæðinu. Hefir
Það eftirlitsmann, er litur eftir
Qijólkur- og fóðurskýrslum bænda,
annast fitumælingar og semur ætt-
artölur kúnna. Af þessu má ráða
bið takmarkalausa nýtízkusnið, sem
hú er að færast á islenzkan landbún-
að.
Þrátt fyrir fólkstæming sveitanna,
Þá er þó margt, sem stutt hefir að
. stórkostlegri viðreisn landbúnaðar-
ius nú á síðari árum. Vafalaust má
að einhverju leyti þakka það búnað-
arskólunum sem komið var á stofn
laust fyrir aldamótin. Við þá störf-
HEIMSKRINGLA
uðu menn, sem dvalið höfðu erlendis
og kynnst höfðu þar ýmsum nýrri
vinnuaðferðum og starfstækjum. —
Munu þeir hafa hvatt bændaefnin ti!
að afla sér sem flestra og beztra
verkfæra og vinnuvéla og kennt þeim
meðferð þeirra. Einkum breiddu
þeir út áhuga manna fyrir jarðabót-
um og framræslu og veittu ýmiskon-
ar þekkingu á jarðrækt og garðyrkju,
sem mjög var af skornum skamti
áður. Og eftir að Búnaðarfélag Is-
lands var stofnað, komst þó fyrst
nokkur skriður á jarðabæturnar. Það
félag hefir alltaf haft yfir talsverðu
fé að ráða, sem það hefir varið bænd
um til leiðbeiningar og hvatningar,
styrktar og verðlauna fyrir ýmsar
búnaðarframfarir. Einnig hafa ris-
ið upp ýms smærri framfara- og
ræktunarfélög út um sveitirnar.
Um síðustu aldamót hófu menn
fyrir alvöru að slétta túnin og stækka
þau og rækta jörðina. Vannst þetta
svo vel, að um 1920 voru túnin auk-
in að helmingi og víða sléttuð. Töðu-
fengur hafði þó vaxið tiltölulega
helmingi meir, garðrækt margfald-
ast, og búpeningur aukist allveru-
lega. Auk þess voru á þessum ár-
um tún og engjar afgirt víðasthvar
og heimahagar, og hafði þetta, ein3
og nærri má geta, geysimikil áhrif
á heyfenginn, því engi lá áður undir
eilifum ágangi búfjárins, og gaf þvi
helmingi rýrari uppskeru. En síðan
1920 hafa þó framfarimar verið
langtum stórstígastar. Þá tóku menn
að nota nýja aðferð við við jarð-
ræktina, sem var stórum afkasta-
meiri en áður þekktist. 1 stað ofanaf-
ristu með spaða, sem bæði var ákaf-
lega erfið og seinleg, tóku ménn að
brjóta jörðina með “þúfnabönum”
eða “tractorum”, og hafa nú lagt
undir stórar spildur í einu. Er þessi
aðferð við jarðræktina tiltölulega
fljótleg. “Þúfnabaninn” slítur allt
og rífur í sundur, sem fyrir honum
verður, og skilur við flagið eftir
nokkra stund slétt til sáningar. Er
þá sáð í það grasfræi og má ,fá góða
grassprettu af þvi á næsta ári. A
landinu hafa verið starfræktar nokkr-
ar vélar af þessu tæi nú um undan-
farandi ár, og hafa þær unnið krafta-
verk. Umhverfis Reykjavík og Ak-
ureyri hafa verið ræktuð stór flæmi
á fáum árum. Eg þekki nokkur dæmi
þess, að bændur hafa aukið tún sin
allt að helmingi á einu ári. Einna
stórmyndarlegastur búskapur með
þessu nýtizku sniði mun nú vera á
Vífilsstöðum og Korpúlfsstöðum í
Mosfellssveit, þar sem ekki voru nema
óræktarkot fyrir fáum árum síðan.
Þar býr nú Thor Jensen stórum meira
búi ,en Guðmundur ríki í gamla dagá,
þótt sögur hermi, að hann hefði
“hundrað hjóna og hundrað kúa”.
Thor Jensen hefir 300 kúa, en ekki
eins mörg “hjón”. Vélarnar og
mannvftið, sem með þeim vinnur, er
afkastameira en mannshöndin.
Þó að landbúnaður verði sennilega
aldrei jafn gróðavænlegur atvinnu-
vegur og sjávarútgerðin, þá benda þó
atburðir síðustu ára eindregið í þá
átt, að hann geti orðið bæði lífvæn-
leg og ánægjuleg atvinnugrein.
Merkilegt er að veita því athygli, að
þó að fólkinu hafi stórum fækkað i
sveitunum, þá hafa þó heildartekj-
urnar af kvikfjáreign landsmanna
hér um bil þrefaldast á fjórtán árum,
frá 1907 til 1921, og aukist enn mikið
síðan. Auðvitað kemur þetta sum-
part af hækkandi verðlagi, en vafa-
laust einnig af vaxandi framleiðslu.
Hið hækkandi verðlag er einnig að
þakka aukinni vöruvöndun. Meðal-
útflutningur Islendinga af landbún-
aðarafurðum telst að nema ca. 8
miljónum króna árlega.
Stjórn landsins hefir á síðustu ár-
um mjög snúið sér að viðreisn land-
búnaðarins. Ráðist hefir verið í
stór áveitufyrirtæki, eins og t. d.
Skeiða-áveituna og Flóa-áveituna,
og þau fyrirtæki verið styrkt með
stórfé úr ríkissjóði. Búnaðarfélagið
hefir fengið um 200 þúsund krónur
á ári til að launa landbúnaðarráðu-
nauta og verðlauna framkvæmdir
og jafnvel meira fé nú á síðasta ári.
Styrkur til jarðabóta síðasta ár fyrir
framkvæmdir 1928, nam 513 þús. kr.
og var hér um bil 140 þús. kr. hærri
en styrkurinn fyrir 1927. Til tún-
ræktar og garðræktar hafa íslenzkir
bændur fengið úr ríkissjóði nálega
430 þús. kr., og til þess að byggja
mykjuhús nálægt 80 þúsund kr. á
árinu 1928. A þeim fimm árum, sem
liðin eru síðan ríkið tók að styrkja
jarðabætur, eftir jarðræktarlögun-
um frá 1913, nemur styrkurinn alls
hálfri ,annari miljón króna. Hafa
alls verið gerðar sjö sinnum meiri
jarðabætur á árinu 1928 en 1924.
Það var fyrst með stofnun Ræktun-
arsjóðsins 1925, sem hagur landbún-
aðarins fór að stórvænka. Hefir nú
verið lánað úr honum hátt á 4. miljón
króna, til húsagerðar, jarðræktar,
girðinga og rafmagnsstöðva í sveit-
um, með mjög vægum lánskjörum.
1928 var stofnaður “BVgginga- og
landnámssjóður”, er tók til starfa
um næstsiðustu áramót. Tilgangur
sjóðsins er að “viðhalda býlum og
fjölga þeim”, með því að veita lán
til að endurreisa íbúðarhús í sveit-
um, byggja nýbýli og styrkja bæjar-
félög til að koma upp nauðsynlegum
byggingum fyrir kúabú á ræktuðu
HEAD OFFICE, WIMNIFEO
MEÐ 0KKAR ÍSLENSKU
\
SAMB0RGURUM
tökum við í anda þátt í hátíðahöldunum á heimalandinu, í tilefni af 1000
ára afmæli Alþingis þeirra.
Mætti föðurland þeirra blómgast og blessast og bera gæfu til að
fæða upp slíka sonu og dætur, sem þá, er hafa aflað sér hér álits sem einhverjir beztu borgarar Canada.
/
Um það hálfrar aldar skeið, sem íslendingar hafa tekið þátt í þjóðlífi Canada, lýsir af starfsemi þeirra sem eins
eftirtektarverðasta þáttarins í landnámssögu vorri, sakir at-orku og ráðdeildar þeirra.
Félag vort býður þeim þau aðgengdegustu og öruggustu kjör á hverskonar líftryggingum, sem kostur er á.
Fyrir alla þá, sem keppa að þvi, að geta litið óskelfdir og kvíðalaust til framtíðarinnar, höfum vér sérstaka trygg.
ingartegund, sem veitir örugga fullvissu um áhyggjuleysi og allsnægtir á elliárunum.
v
\
HEAD OFFICE -WINNIPEG
SiIiJiRTONl