Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 7

Heimskringla - 11.06.1930, Qupperneq 7
WTNNIPEG; 11. JONt, 1930 HEIMSKRINGLA 15. BLAÐStÐA. Einmitt afstaða landsins á komandi þjóðhátíð, en hvort það verð- ur, skal engum getum leitt að nú um sinn. Enski stjömufræðingurinn James Jeans hefir valið þessa likingu, til að gera grein fyrir framtið mannkynsins framan á hraðar framfarir íatidbún- aðarins og hina sívaxandi ræktun. ^ikill hluti tslands er að visu öræfi °S öræktanlegt heiðarland En þó er talið að um miljón hektarar af auð- r®ktanlegu landi bíði þar eftir orku °S framtaki framtíðarinnar. Þegar ■haður ferðast um Flóann og Hoitin, ^odrast maður að sjá allar þessar 6- r*ktuðu hálfdeigjumýrar meðfram Ve&inum, sem þó hafa öll ræktunar- skilyrði, biða ávaxtalausar ár eftir ár. Þarna gæti heii þjóð búið og lifað góðu lifi. Mýrarnar þarf aðeins að r*sa fram og slétta og er þá gnótt frjóefna i jarðveginum. En holtin og ór*ktarmóamir og mosamýramar munu smám saman hverfa og breyt- ast í blómlega velli. Jafnframt því frikka sveitimar og byggjast upp að aýju. Ekki meira en þrítugasti og fimmti hluti af ræktanlegu landi á Islandi er ennþá komið í rækt, og telst mönnum til, að ef landið yrði s*milega ræktað, myndu þar geta lif- 4 aðra miljón manna á Iandbúnaði einum. Þannig blasir þá framtiðin við: Um- hverfis landið sækir fiskiflotinn ó- grynni af björg i skaut sjávarins. Kaupstaðimir hyggjast upp af vel- stæðri sjómannastétt og mennta- mönnum. Landið verður innan skamms miðstöð milli hins nýja og gamla heims. Athygli manan er að vakna fyrir því, að Island er þægileg- asti áfangi á beinustu flugleið milli Norðurálfunnar og helztu stórborga Norður-AmeríkU. Sömuleðis eftir að siglingar hefjast frá Churchill til Evrópu, verður Island eðlilegasti við- komustaður á þeirri leið. Ekki er auðvelt að segja fyrir hvaða áhrif þetta kann að hafa á framtíð lands- ins. Að sumu leyti kann landinu að stafa hætta af ofmiklum um- ferðarstraum. En hagnaðurinn er lika auðsær. Landið dregst inn í miðja heimsmenninguna, þar sem það áður var á hjara veraldar. Réttara sagt, það stendur á mótum austrænnar og vestrænnar menning- ar, verður einskonar Alexandria milli Evrópu og Ameríku. Jafnframt þessu greiðast samgöngurnar óðum um Iandið, svo að fara má um það þvert og endilangt á nokkrum klukkutímum. Islenzku sveitirnar blómgast og verða reisulega hýstar, raflýstar og komast í samband við fræðandi útvarpsstöð og önnur ný- tizku tæki. öll erfiðisvinna verður unnin með afkastamiklum vélum, er í senn gera mönnum fært að hagnast af landbúnaðinum, og gefa tima af- lögu, til að sinna andlegum hlutum og félagsskap. Jöfnum höndum þró- ast menntalífið, hagnýt vísindi, í- þróttir .samkvæmislíf. Deyfðin og drunginn, sem æfinlega hvilir yfir vötnunum áður en nokkrum hug- kvæmist að segja: Verði ljós, hverf- ur eins og þoka, eins og hin “húm- köldu hrynjandi tár morgunsins, sem hitna við skínandi sól”. Sumir hyggja, að einhverjar stór- þjóðirnar, sem gráar fyrir járnum tilbiðja Mammon einan, með hug- sjónalausum trölladansi samkeppn- innar, muni eigi geta séð gæfu Islands í friði, þegar athygli alheimsins fer að beinast að því fyrir alvöru, og muni þá slá eign sinni á það og gera það að stóriðjuveri, og flytja inn allskonar sótrafta-menningu og slor-lýð, sem gleypi Islendinga upp til agna. Þetta er eigi á rökum byggt. vegamótum milli margra þjóða mun tryggja sjálfstæði þess betur en nokkuð annað. Enginn ann öðrum yfirgangsins. Auk þess er að þró- ast i heiminum drengilegri tilfinn- ing fyrir sjálfsákvörðunarrétti smá- þjóða, en áður var. Þjóðbandalagið var meðal annars stofnað til þess að vernda réttindi og frelsi smáþjóð- anna. Allir helztu stjórnmálamennirnir á Islandi munu vera á eitt sáttir um það, að æskilegt sé að lsland gangi i Þjóðbandalagið eins fljótt og hægt er að koma því við. Verði sjálfstæði Islands á þann hátt betur varið og auglýst, en á nokkum hátt annan, og með þeim hætti komi Island fyrst til að setjast á bekk með öðrum frjáls- um þjóðum og efla við þær kynningu og vináttu. Vel færi á því, ef unnt væri, að koma þessu í kring nú á á jörðinni. “Vér skulum taka frímerki,” segir hann, “og líma ofan á smápening, klifra siðan upp Kleópötrunálina í London og setja peninginn með fri- merkinu þar ofan á. Hæð óbeliskans táknar þá aldur jarðarinnar, þykkt smápeningsins og frimerkisins aldur mannkynsins, gegnum villimennsku og siðmenning. Ef vér látum þykkt frímerkisins tákna þetta 5000 ára bil, sem hægt er að segja, að ein- hverskonar siðmeninng hafi við- gengist hér á jörðu, þá getum vér á þennan hátt gert oss grein fyrir þeim tima, sem mannkynið á i vændum: Leggjum annað frímerki ofan á, er vér teljum að merki annað fimm þúsund ára bil, og höldum þannig á- fram unz kominn er álíka hár stöpull og fjallið Mont Blanc. iætta gefur þó ekki nema ofurlitla hugmynd um þá framtíð, sem mannkynið á fyrir höndum. Vér getum lika litið á þetta frá öðru sjónarmiði,” segir hann. “Fyrsta frímerkið táknar þá menning eða þær framfarir, sem mannkynið er búið að ná. Dyngjan, sem gnæfir jafnhátt og regin£jöll, sýnir oss menning og framfarir fram- tíðarinnar.” Bjartsýnn er þessi spekingur á framtfílarlíf mannkynsins og mögu- leika þess. Ef vér rennum sjón- hending vorri til Islands sérstaklega, skulum vér vona, að það eigi eftir að hlaða stórum steini í hinn veglega varða komandi tiðar. Og að þessi Al- þingishátíð, sem nú er fyrir dyr- um, sameini hugi landsmanna allra til vaxandi trúar á mátt landsins og megin og veglegt hlutverk i lífs- sögu framtíðarinanr. Hugir allra landsins barna sameinast nú á þessu vori, í þessari innilega fögru bæn skáldsins: “Faðmi þig himinn fagurblár föðurleifð vor um þúsund ár.” MENNINGARFRÖMUÐIR 0G LISTAVERK i I I I I I I I I i I i i i I a I I I I I I I I I I EINAR BENEDIKTSSON höfuðskáld Islendinga á síðari áratugum, ásamt St. G. Stephanssyni. Stytta Jóns Sigurðssonar eftir Einar Jónsson myndhöggvara HANNES Þ. HAFSTEIN, fyrsti ráðherra Islands, skáld og stjórnmálamaður. “ÞORFINNUR KARLSEFNI” hin heimsfræga stytta Einars Jónssonar. I I I I I í i I I I I I

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.