Heimskringla - 11.06.1930, Side 8

Heimskringla - 11.06.1930, Side 8
16. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JtrNI, 1930. > / TVO HUNDRUÐ 0G SEXTIU AR I CANADA Winnipeg búð okkar reist 1926 SAGA Saga íslenzku þjóðarinnar er saga óslitinnar baráttu gegn erfiðleikum náttúr- unnar, og fyrir þá Islendinga, sem dvelja hér vor á meðal, áframhaldandi barátta við frumbýlislíf, og alla þá erfiðleika, er því fylgja. The Hudson’s Bay Company notar með ánægju tækifærið til að leggja fram sinn skerf af hjartanlegum hamingjuóskum, i tilefni af hinu aðdáunarverða afreks- verki, er þeir hafa innt af hendi með viðhaldi Alþingis — elzta Alþingis veraldarinnar — um þúsund ára tímabil. Canada yfirleitt -— og Manitoba sérstaklega, — er stolt af aö viðurkenna, að margir af hennar beztu borgurum eru af íslenzku bergi brotnir. Og The Hudson’s Bay Company tekur afdráttarlaust undir þá almennu viðurkenningu. Hver er betur fær um að meta að verðlegleikum þá stefnufestu, það þrek og þann viljakraft til sjálfsbjargar, sem auðkennt hefir hið íslenzka fólk, en einmitt við? Því erum við ekki frumherjar þessa lands? Það sætir engum undrum, þó þjóð, sem sýnt hefir lotningu sína fyrir landslögum með viðhaldi Alþingis síns um 1000 ára skeið, hafi áunnið sér óskipta og innilega virðingu hinnár kanadisku þjóðar. Islenzka þjóðin hefir getið sér orðstír fyrir áreiðanleik í öllum greinum. Og það er grund- völlurinn undir stefnuskrá The Hudson’s Bay Company. AKEIÐANLEIKUR í vöru- gæðum, í viðskiftum, í viðmóti. Fortíð okkar er ef til vill fróðleg fyrir marga okkar íslensku vina. VIÐ HÖFUM Stofnað borgirnar Winnipeg, Calgary, Edmonton, Victoria, ásamt fleiri bæjum í Vestur-Canada. Haft foringja i okkar þjónustú, Samuel Hearne, sem var hinn fyrsti hvíti maður, er náði til hinna kaldtempruðu norðurlandflæma Ameríku. Héldum út hinu fyrsta gufuskipi, sem á Kyrra- hafinu gekk, e.s. Beaver. Héldum úti yfir 250 skipum í þjónustu banda- manna i ófriðnum mikla, og fluttum á þeim meira en 18,000,000 tonna af allskonar vörum til notkunar bandamanna. Höfum 11 stórar sölubúðir í mörgum deildum, sex heildsölustofnanir, 300 grávöruverzlunarstaði i Vestur-Canada, og ýmsar aðrar stofnanir, sem of langt yrði upp að telja. Byggðum nú nýskeð vita á verzlunarhúsi voru í Winnipeg, sem er fyrsti flugvélaviti, sem reistur hefir verið á nokkru verzlunarhúsi í Canada. íslendingar hafa gefið öðrum þjóðum verðugt fordæmi með sjálf- stæði sínu og tryggð við þjóðarsiðu. Þjóðhátíðin, sem þeir nú eru að efna til, mun standa eins og ævarandi minnismerki um stöðuglyndi þeirra við hinar fomu þjóðræðislyndiseinkunnir sínar. Vér höfum notið þeirrar ánægju á undangengnum árum, að eiga viðskifti við íslendinga hér. Meðvitundin um að hafa traust þeirra og tiltrú hefir verið oss óblandið ánægjuefni, og við vonum, að í framtíðinni verði viðskifta- og vináttuböndin treyst ennþá betur. Vér munum í framtíðinni hafa það fyrir mark vort og mið, að innvinna okkur og varðveita þann ÁREIÐANLEIK, sem fs- lendingar hafa sýnt í ríkum mæli, og sem þeir meta mest allra eiginleika.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.