Heimskringla - 11.06.1930, Síða 1

Heimskringla - 11.06.1930, Síða 1
3. AuKablað Jletmöímngla UM HEIMSRRINGLU XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 11. JÚNÍ, 1930. NÚMER 37 HEIMSKRINQLA 1886—1930. Eftir STEFAN EINARSSON. Inngangur. Til eintaks þess af Heimskringlu er hér kemur lesendum fyrir sjónir, °s sem er hið stærsta eintak nokk- hrs íslenzks vikublaðs, er út hefir verið gefið, hefir sérstaklega verið efnt út af menningarviðburðinum naikla í sögu íslenzku þjóðarinnar, er 4 þessu sumri er víðast minnst með hátíðahöldum, og alstaðar með fögn- nði, af Islendingum, hvar í heimi sem eru — stofnun Alþingis 930. En til þess að lesmálið yrði ekki Uoa of einhæft, i svo stóru blaði, tal- nðist svo til með útgefendunum,. að bæta við það eftir þvi sem föng væru á hinu og þessu til fróðleiks og skemtunar, en helzt þó einhverju úr nthafnalífi Vestur-lslendinga, og þá auðvitað ekki sízt því, er til íslenzkr- ar menningar hefði horft hér. Með þetta í huga virtist mjög við- eigandi, að ofurlítið ágrip af sögu Heimskringlu kæmi í blaðinu. Ligg- Ur til þess sú ástæða, er vér ætlum flestum augljósa, en hún er sú, að Um íslenzka menningarstarfsemi hér Verði ekki rætt án þess að Heims- kringla komi þar til greina. Ætlum vér hana ekki einungis hafa átt ^rjúgan þátt í slíkri starfsemi, held- ur megi með fyllsta rétti halda fram, að hún hafi verið helzta og heilsu- samlegasta íslenzka menningarlind- in hér vestra. Ekki er þetta svo að skilja, að aðr- ar islenzkar stofnanir hér vestra hafi ekki einnig stuðlað að og eflt ís- lenzka menningu. Kirkjurnar hafa i því efni, hvað sem um þær er sagt, unnið mikið og þarft verk, sem °g ótal önnur félög og fyrirtæki, og nú áseinni árum, en ekki sízt, Þjóð- ræknisfélag Vestur-lslendinga. En Vegna hinna víðtæku áhrifa, sem blöð- una eru í eðli sínu svo að segja sam- fara, öllum öðrum stofnunum frem- Ur, og með tilliti til þess, hve óend- aniega miklu af hinu gimilegasta les- U>áli til fróðleiks og skemtana, bæði hieð fréttum, ritgerðum og sögum, að Heimskringla hefir miðlað Vestur- ^slendingum á síðastliðnum nærri 44 árum, og hversu ótrautt fylgi og ein- lægar vinsældir að hún hefir fyrir það öðlast, sem hinn hái aldur henn- ar meðal annars sýnir, þar sem hún er nú allra íslenzkra blaða elzt, þá hikum vér ekki við að skipa henni í forsæti íslenzkrai* menningarstarf- semi hér vestra, með sanngjömu til- liti eigi að síður til allra þeirra afla, er eitthvað hafa oss áleiðis hrint í sömu átt. Þar sem hér hefir heldur ekki ver- ið að ræða um neina almenna ís- lenzka skólafræðslu, dylst það ekki að blöðin hafa verið það eina, sem verið hefir oss "— Ijós í lágu hreysi, langra kvelda jólaeldur. — eins og góðskáldið kvað, síðan við fluttum frá Islandi, og mest og bezt þau blöðin auðvitað, er með vaxandi menningu tímanna hafa sem bezt fylgst. 1 og með öllu lofinu, sem Islend- ingar hér hafa hlotið fyrir ýms af- reksverk, hefir það stundum klingt við, að þeir væru ekki miklir við- skiftamenn, bornir saman við aðra þjóðflokka. Höfum vér að vísu aldrei’ undir þessa skoðun skrifað, vegna þess . að oss hefir virzt hún varla taka tali, þar sem vér höfum dæmin fyrir oss, og það ekki lengra aftur í tímann en frá síðasta sumri, er einn þW|5ji allra stórhýsa, er reist voru í þessum bæ, voru af Islending- um gerð, sem þó eru ekki í það ítr- asta nema 2 prósent af öllum íbúum þessa bæjar. A öðrum sviðum við- skiftalífsins eru oss einnig dæmi kunn, eigi síður eftirtektarverð, eins og t. d. er kaupmenn i fámennum þorpum rísa svo hátt í viðskiftalíf- inu, að litið er til þeirra með aðdáun og ótakmörkuðu trausti, af framsýn- ustu viðskifta og fjármálahöldum hér. Að lá oss í þessu áminnsta efni má því að vísu hver sem vill, en það er oss efnalegt, að það geti með góðri sam- vizku verið gert, ef þekkingu ekki brestur. En þrátt fyrir þetta er oss samt næst að halda, að mennirnir, sem fyrir nálega 44 árum síðan tóku sér það fyrir hendur að gefa út eins stórt blað og Heimskringlu, þó minni væri þá en nú, hafi ekki verið að brjóta heilann um hvílík fjárvon væri fyrirtækinu samfara, heldur en þeir hafa gert, er borð, er síðar varð raun á. En hví var þá af stað farið? Og hví hefir fyrirtækinu verið haldið áfram til þessa? Ástaðan er sú, að í sálum þessara manna, sem hér eiga hlut að máli, hefir lifað og lifir enn í glæðum Sýnishorn af fyrsta tölublaði Heimskringlu (First Issue of Heimskringla) útgefendur hennar hafa verið síðan. Islendingar voru þá allflestir nýkomn- ir til þessa lands, og voru ekki búnir að koma ár sinni svo efnalega fyrir gamallar islenzkrar menningarhug- sjónar, er vér fáum ekki betur lýst með nokkrum orðum en gert er í Hávamálum (þ. e málum ins háva:— óðins); en þar stendur: Byrði betri berr at maður brautu at , en sé manvit mikit; auði betra þykkir þat í ókunnum stað, slíkt er válaðs vera. Hafi Islendingar, frá því að þetta var ort, reist menningu sína á þess- ari undirstöðu, er ekkert að furða, þó lífsskoðun þeirra sé að ýmsu leyti frá- brugðin hugsanastefnum þeim sumum er hæst virðist nú undir höfði gert hér. En þá er aðeins um hitt að dæma, hvort að sú lifsskoðun Islend- ingsins sé “auði betri” í þessum “ó- kunna stað” þeirra, Vesturheimi, þeg- ar til skjalanna kemur. Höfum vér sterka trú á að hún reynist það, ekki sízt vegna þess, að oss finnst í þjóð- lífsgróðrinum hér ávalt hafa búið éitt- hvað er segir oss, að sú menning verði hér gróðursælust, er viðurkennir, að maðurinn sé gullið, þrátt fyrir allt. Þegar að öllu er gáð, er þetta aðeins önnur skoðun á því, hvað sígild þjóð- menning sé. Og þær skoðanir eru hér auðvitað eins margar og þjóðirnar, sem þetta land byggja, því hver þeirra hefir sína gömlu menningarhugsjón hingað með sér flutta. Og eins og Is- lendingum, er þeim öllum um það húg- að, að leggja sinn menningarskerf hér fram. Er það einhver fegurSti fyrirboði þess, að í Canada muni með tíð og tíma rísa upp ein fjölhæfasta menningarþjóð heimsins. Hvar sem vér grípum niður í mannkynssöguna, verðum vér þess varir, að fjölhæfust og fullkomnust hefir sú þjóðmenning orðið, er sprottið hefir upp, er menp- ing margra þjóða hefir runnið sam- an. Viðhald sinnar þjóðmenningar sem lengst, jafnvel þó í framamdi landi sé, og örvænt virðist um al- gerða vernd hennar, hefir samt i þessu fólgið sitt ómetanlega gildi. Þó gengið sé þess vegna út frá því að hrakspárnar um lífdaga íslenzks þjóðernis hér rætist einhverntíma, er þjóðræknisstarfið, samkvæmt því er á hefir verið bent, eigi að síður afar mikilsvert. Þeir sem ekki geta skoð- að það nema frá þeirri hliðinni, sem að gröfinni snýr, ættu að íhuga ræki- lega, hve jafnvel sú ástæða er eink- is verð fyrir málstað þeim, að þjóð- ræknilsstarfið sé þýðingarlauSt, en hringsólið um það, sem Islendingur- inn ekki veit hvað er, sé það eina sáluhjálplega. Þesskonar var gott og blessað á miðöldunum, og á kanske aldur enn í úreltum trúar- játningum, en það á þar ekki heima orðið, sem um veruleg menningarmál 'er að ræða. Mönnunum, sem stofnuðu Heims- kringlu, hefir verið þetta ljóst. Þeir sáu hvert stefndi. En þeir sáu einn- ig viturlegasta ráðið til bjargar. Og það var viðhald og varðveizla isl. menningar eins lengi og auðið er. Og illa hefði hér farið, ef því hefði ekki verið sint fyrst eftir komu 13- lendinga hingað, er þeir voru sem lif- andi greinar, slitnir af menningar- stofni þjóðar sinnar, þaðan er þeir höfðu fengið sína andlegu næringu frá blautu barnsbeini. Saga Vestur- Islendinga hefði án blaðanna orðið ígildi sögu týndu kynkvíslanna af Gyðingaætt forðum, er enginn veit, þrátt fyrir vísindalegar rannsóknir, hvort eru Indíánar, Mongólar eða Svertingjar. Þeir hefðu dáið hér og verið grafnir, án þess að nokkrar minjar þess sæjust, að þeir hefðu skilið eftir sig “spor við tímans sjá”. Oft hefir oss virzt sem mönnum hafi sést yfir þetta verkefni íslenzkra blaða hér vestra . Teljum vér víst, að ef svo væri ekki, væri þeim helm- ingi meiri stuðningur veittur, en gert er, þótt allgóður megi heita. Með því að hlúa að Heimskringlu, erum vér að halda uppi merkinu, er vorir beztu menn hér báru svo hátt og vissu hvers virði var fyrir niðjana og framtíðar þjóðlíf þessa lands, að ekki væri látið falla niður. Engum rennur blóðið heitt til skyldunnar, er einskis metur það. I. HEIMSKRINGEA A ÖLDINNI SEM LEIÐ. Þegar Heimskringla var stofnuð, árið 1886, var flest, er félagslíf snert- ir á meðal Islendinga hér, í bemsku. Islendingar voru æðimargir nýlega komnir til landsins, og vom tregir til allrar félagssamvinnu, sem ef til vill stafaði af því, að þeim var samvinnu- mátinn við Dani kunnastur og fersk- astur í huga, er slíkt kom til mála. Ennfremur vom þeir fámennir og dreifðir út um nýlendumar. Heldur Frímann B. Anderson því fram, að um þetta leyti hafi verið ÞROSKI ÞJOÐARINNAR er afleiðing 1000 ára lýðfrjálsrar stjórnar og hins fræga “ALMNGIS” Hugheilustu árnaðaróskir til íslendinga á þúsund ára afmælishátíð Alþingis og lýðfrjálsrar stjórnar. Canada er í mikilli þakklætisskuld Við þúsundir ís- lendinga, sem hér hafa tekið sér bólfestu og bæði hafa lagt og eru að leggja dýrmætan skerf til þroska og framfara Caifadaveldis. " SUCCESS BUSINESS COLLEGE WINNIPEG — MANITOBA :< I I I | I ■ Jc I I I t MISS ALLA JOHNSON FREE PRESS sendir fréttaritara til þess að vera við- staddur er opnað verðnr heimsins elzta löggjafarþing Á 1000 ára Alþingishátíðinni á íslandi á þessu sumri. Þá heimsækja ættland sitt hundruðir íslendinga frá hinum og öðr- ium löndum, er allir verða hjartanlega boðnir velkomnir til ættstöðva sinna. Er sagt að skemtiferð þessi sé sú fyrsta, er nokkur þjóðflokkur á meginlandinu efnir til í svo stórum stíl í því skyni að heimsækja ættland sitt. Blaðinu Pree Press dylst ekki hin sögulega þýðing hátíðar þess- arar, sem er svo einstök í sinni röð. Þess vegna hefir blaðið ákveðið að senda ungfrú Öllu Johnson sem einka-fréttaritara og fulltrúa sinn á há- tíðina. Ungfrú Alla Johnson siglir með íslendingunum, er heim fara með skipinu “Montcalm” 14. júní 1930 frá Quebec. ¥ Með fréttum, er blaðinu berast daglega frá ungfrú Johnson, af >öllu því er fréttnæmt skeður, bæði á leiðinni heim og meðan hátíðin stend- iur yfir á íslandi, flytur Pree Press íslendingunum, sem í Winnipeg búa, og í Vestur-Canada, á hverjum degi það sem við ber í sambandi við há- tíðina. Geta þeir því fylgst með og verið í og með í öllu, sem þeir væru sjálfir viöstaddir, og fengið fregnir af því er fram fer og sagt er á þessum söguríku tímum íslenzku þjóðarinnar. K FREE PRESS WINNIPEG ii^\T/s\i/8\iréWéV.r/'éM/«\i/8wSý

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.