Heimskringla - 11.06.1930, Blaðsíða 6
30. BLAÐSIÐA
WINNIPEG, 11. JÚNI, 1930.
HEIMSKRINGLA
Viking- Press byggingin, homi Sargent og Banning.
Pétursson með fádæma elju unnið
að því starfi um lengri tíma. Einnig
var Sveinn kaupmaður Thorvaldson í
Riverton um mörg ár samfleytt for-
seti útgáfufélagsins og sívakandi yf-
ir hag þess. Og þannig mætti halda
á.fram, þar til nöfn allra eigendanna
væru talin. I stjórnarnefnd félags-
ins eru, þegar þetta er skrifað: Dr.
M. B. Halldórsson, forseti; Dr. Rögn-
valdur Pétursson, skrifari og féhirð-
ir, sem hann hefir undanfarin mörg
ár verið; Bjöm Pétursson, varafor-
seti; S. G. Thorvaldson; ölafur Pét-
ursson; B. B. Olson; Magnús Peter-
Lýkur svo hér sögu þessi. Myndir
af ritstjórum blaðsins birtum vér
hér ekki, nema af stofnandanum.
Þótti þess ekki þörf, þar sem þær
komu í Heimskringlu 1917 af þeim
öllum nema J. W. Walters, upp til
þess árs. Af ritstjórum þeim, sem
verið hafa síðan, hafa einnig myndir
birzt, nema af Birni 'Péturssyni og
Stefáni Einarssyni. En mynd kemur
nú hér af fyrstu síðu fyrsta blaðs
Heimskringlu, dagsett 9. sept. 1886.
Og önnur af hinni tiltölulega nýju
byggingu Viking Press félagsins.
NORRRAR WmUWL
Eftir Lúðvík Kristjánsson
Vorvísa. /
Nú heilsar oss vordísin broshýr á brá
og ber oss ið fegursta skraut, sem
hún á,
og ársólin ljómar um lofthvelin blá
og ljósmynd af skugganum tekur.
Hve kært er ið langþreyða sumar
að •sjá,
er svefnhöfga vetrarins slítur oss frá.
Er hann ekki dýrðlegur, dagurinn sá,
er drungann af löndunum hrekur.
Afturelding.
XJða böðuð, ung og ný
anga blöð á hlyni;
vökna glöð og ölvuð í
árdags-röðul skini.
Þankastryk.
Eg hafði litið í “Lögberg”,
en lítið séð.
Þá bað eg konuna um kaffi
og Kringlu með.
Kvöld.
Rökkurslæður reifast að,
ríkir næði’ og friður.
Sólar-æð á aftans hlað
er að blæða niður.
Punktar og strylc.
Eg mun hafa lofast til þess að
senda Heimskringlu einhverjar eldri
minningar, og verð að reyna að gera
eitthvað í þá átt, jafnvel þó daglegt
strit gefi mér litla griðstund til
skrifta. Eg hefi þessar minningar
auðvitað á mína vísu, en veit þó, að
ýmsir lesendur fussa við. En eg
kæri mig þá kollóttan.
Við bræður, Stefán heitinn og eg
komum til Winnipeg 12. desember
1890, og voru þá liðnir 40 dagar frá
þvi við létum í haf frá Reykjavík, en
12 daga biðum við skips í Glasgow
á Skotlandi. Þetta var herfileg ferð,
aftaka' óveður að heita mátti alla
leiðina, og þegar við komum til Win-
nipeg, var meira en 40 stiga frost.
Var þá ekki laust við að manni
gremdist slikt glappaskot, að hörfa
frá Islandi út í brunagrimmdina hér
& vestursléttunum.
Jón heitinn ólafsson, er þá var
meðritstjóri og ráðsmaður Lögbergs,
tók okkur tveim höndum, því hon-
um vorum við vel kunnugir á ætt-
_ jörðinni, enda var Stefán bróðir þá
ráðinn prentari við Lögberg, þótt sú
rúsínukaka entist ekki lengi.
Enga vinnu var hér að fá þenna
vetur, og var eg sem labbakútur á
vegum góðs fólks, er lánaði mér við-
urværi-. En næsta vor, þegar er
fært var að moka, réðist eg við þá
hefðarstöðu hjá C. P. R., og hélt
það út sumarlangt. Við Sigurður
Helgason lentum þar tveir landar
aaman 600 mílur hér vestur í landi,
ög unnum 10—12 klukkustundir á
<iag erfiðustu iskítavinnu fyrir $1.25
á. dag. Vorum við báðir ungir og
vel byggðir og stóðumst þessa raun
rétt eins vel og hinir golþorskarnir,
sem unnu með okkur, og voru þeir þó
flestir sem þvertré að bygging, þar
sem við vorum bara renglur. En við
Siggi bitum á jaxl og létum ekki
undan siga, þótt Irar og Skotar, er
þar unnu, reyndu að knésetja okk-
ur. Sló eitt sinn í bardaga og tók-
um við þá tveimur þeirra blóðnasir,
en fengum víst sjálfir nokkrar
flumbrur. En eftir þetta voru okk-
•ur allir vegþr færir í þeirri sveit.
En þá um haustið, 1891, er eg kom
aftur til Wpeg, réðumst við Jón ól-
afsson, og nokkrir fleiri drengir, í það
að gefa út vikublað lítið, er nefndist
"öldin”. Kom það út aðeins 21 viku,
en var þá sameinað Heimskringlu,
og hét hún þá um nokkurt skeið
*’Heimskringla og öldin”.
Því er nú miður, að eg man ekki að
nefna alla þá, er lögðu skerf til að
3tofna þetta litla blað, en þessi nöfn
hafa mér ekki fymst: Kristinn Stef-
áinsson, Skapti Brynjólfsson, Eiríkur
Oislason, Ami Þórðarson, S. J. Aust-
Jmann, Sölvi Sölvason, Guðmundur
Anderson og þeir bræður Sigfús og
Sölvi Þórarinssynir. Við vomm allir
félitlir eða félausir; en því að láta
slíkt smáræði fyrir brjósti brenna!
Stofnum aðeins blað, með Jón ólafs-
son fyrir ritstjóra og látum svo gæf-
una og skynsama lesendur ráða,
hvort við fljótum eða sökkvum.
Eitthvað þessu líkt munum við hafa
hugsað.
Eg þarf ekki marga pennadrætti
til að lýsa því yndi er eg naut í sam-
fylagi við Jón ólafsson, meðan við
gáfum út litlu “öldina” og svo við
Heimskringlu. Við vorum svo fá-
tækir, að það er ekkert gaman frá
að segja. En æfinlega var Jón jafn
bjartsýnn og brosandi, hýr og elsku-
legur á heimili, og alveg sama má
3egja um Helgu sálugu, konu hans.
Þau skötuhjúín trlfúð og Þursi vom
gersamlega útlagar frá því heimili.
Þau áttu líka svo elskuleg og mann-
vænleg börn, er hlutu að hæna að
sér hverja heilbrigða sál.
Og margoft, er eg minnist þessara
liðnu daga, raula eg í einrúmi:
“Og lífið var ríkt eins og Salómon,
þótt ættum við ekkert að borða.”
Eg ætla ekki að fjölyrða hér um
hann Jón ólafsson, þar sem mig
skorti mannskap til þess að gera það
fyrri á myndarlegan hátt. En eg
verð að segja það í allri hreinskilni,
að hann var þá hér sá andlegur jöfur,
er bar höfuð yfir alla samtíðarmenn,
og er þá mikið sagt, því að einmitt
þá voru snillingarnir Einar Hjörleifs-
son og Gestur Pálsson einnig rit-
stjórar hér vestra. En því að vera
að hræsna? Við vissum það vel þá,
og því betur sem árin liðu, að Jón
ölafsson var í senn Skarphéðinn og
Njáll á ritvelli, og þá ekki síður þeg-
ar í orrahríð lenti á samkundum
Hann hræsnaði aldrei eitt augnablik
en níðhöggur var hann aldrei.
hrömmunum hans.
þessa ágæta manns. Hann kon
brátt “út úr húsi” við stórbo
klíkuna, sem þá réði hér n
meðal Islendinga, einmitt vegna þess,
að hann vildi ekki flaðra eða selj?
samvizku sína fyrir soðgutlið í katl-
inum. Eg skal standá við þess
og rökfæra þau, ef að mér er vikið,
hvað það snertir.
Mér dettur ekki í hug að r
að gera Jón ólafsson að noki
dýrðling — langt frá — hann
sína galla og suma stóra. En mað-
ur hlaut að fyrirgefa honum
undur mikið. Móðir hans og
(og náttúrlega almættið) 1
þarna skapað svo einkennilega full-
komna og elskulega sál, í spengileg-
í handarkrika, máttir þú víkja út í
forina, þegar hitt "parið” mætti þér.
En þetta var þá bara gaman, og
maður brosti yfir slíkum æfintýr-
um og bisinu við að koma jómfrúnni
aftur upp á gangstéttina.
Spauglaust var það í þá tíð fyrir
fjölskyldumann að eignast lífeyri og
voru margir ætíð á heljarþröm. Eg
er viss um að þeir Arni Friðriksson,
Finney heitinn og Jón “Landi”,
björguðu þá mörgum manni, en fengu
máske litla velþóknan fyrir. Menn
borguðu þessum kaupmönnum það
sem innheimtist, en svo varð guð og
gæfan að standa skil á afganginum.
Og ég má ekki gleyma þeim Ölafs-
son’s bræðrum og honum Arinbirni
Bardal. Mikil ósköp hlúðu þeir að
eldstæðum Islendinga hér þessi árin.
En það rætist fram úr flestu, ef
dagur er nógu langur. Þessi forar-
borg, Winnipeg, fór smám sainan að
fikra sig upp og áfram, og fólkinu
fór að líða betur. Menn færðu sig
úr litlu, köldu kofunum, inn í ný,
snotur og hlý hús með nýtízku þæg-
indum, þar sem menn gátu t. d.
þvegið af sér ryk og svita í þægi-
legum baðkerum og svo þurfti ekkl
framar að sækja vatn í skjólum úr
bannsettu óþverra brunnunum. Vinna
jókst nú óðfluga í borginni og verzl-
un náttúrlega margfaldaðist, svo að
það voru mestu auðnuleysingjar og
letingjar, er sífellt gengu auðum
höndum. Manntal borgarinnar jókst
nú mjög og tók hún brátt á sig stór-
borgarsvip. Svo miklu síðar brauzt
allt í einu út í þetta bandvitlausa fast-
eignabrall, sem á hérlendu hrogna-
máli nefnist “boom”. Og þvílíkar þó
hamfarir! 1 líkingum talað má
segja að menn, er voru nær allslaus-
ir i dag, voru á morgun orðnir stór-
efnamenn. Var þá ekki laust við að
stórbokkaskapur kæfði vit og sann-
girni hjá sumum þessum bragðaref-
um, og má þess kenna mörk enn i
dag.
Þessi fyrstu ár mín hér i Winnipeg
var félagslif meðal Islendinga frem-
ur dauft. Það var svo sem ekkert
annað en Lúþerska kirkjan og Góð-
templarastúka — jú, og kapellan
þeirra Jónasar og Lárusar á Kate
stræti, sem þá var flæmikví islenzkra
fáráðlinga. En menn heimsóttu mik-
ið hverjir aðra, jafnvel meira en nú
tíðkast, og ræddu þá um kjör sin
og annara, eða spiluðu sér til skemt-
unar. Eg má víst fullyrða, að ekk-
ert íslenzkt heimili hér var þá jafn
fjölsótt og fjörugt eins og Eyjólfs-
staðir, þar sem að ríkjum réðu þau
einstöku góðvilja-hjón Eyjólfur Eyj-
ólfsson og Signý kona hans, ásamt
með Björgu systur hennar. Þar var
islenzk gestrisni og góðvild í há-
marki, svo að hún verður líklega
aldrei þvi lík meðal Vestur-Islend-
inga. Þetta var svo einstakt heimili,
að það á skilið miklu betri frásögn
en eg gef því hér. Þar var skotið
skjólshúsi yfir alla menn og konur,
er að garði bar, og aldrei spurt,
hvort þú gætir borgað fyrir greið-
ann. Þau hjón áttu sjálf barna-
hóp, en tóku auk þess að sér og
komu á legg eigi færri en fimm
munaðarlausum bömum. Nú hvíla þau
Eyjólfur, Signý og Björg í Brook-
side grafreit, en minning þeirra verð-
ur lengi iðgræn hjá þeim, er þar
nutu hælis og unaðar.
Lúalegasta hliðin á félagslífi Is-
lendinga hér í þá daga var þetta sí-'
fellda trúarþref, sem gusaði og
smaug um hverja krá og kytru með
illum daun. Það var svo sem ekki
um að tala sanngirni eða skynsam-
legar röksemdir, — og sussu nei!
Ekkert annað en ósóma staðhæfing-
ar og mannorðsmeiðingar. Þú varst
tæplega húsum hæfur og því síður
kirkjugræfur, ef þú vildir ekki standa
I garðanum með hinum sauðunum.
Og svo þegar hér myndaðist litill
eingyðistrúar-söfnuður, þá fór nú
fyrst trúmálaofsinn meðal Islendinga
hér í algleyming! Blessaðir rósömu
landarnir nær því trylltust um tíma.
Þeir voru þá allt í einu orðnir Drott-
ins útvöldu hermenn, og tilgangur-
inn helgaði öll meðul. Eg má víst
ekki nafngreina menn hér, en oft
hefir mig langað til að ýfa svolít-
ið úlfsgæruna á sumum þeim náung-
um, er þá gengu hér mestum ber-
serksgangi í nafni kirkju og kristni.
Það var einmitt þetta trúmála-
fargan hér meðal Vestur-lslendinga,
er gaf Þorsteini Erlingssyni yrkis-
efnið, er hann kvað hina frábæru
húðíjtroku “A Spítalanum”, og til-
eínkaði ífílenzku Vestuvheimsprest-
unum. Og þá orti Jón ólafsson einn-
ig sina trúarjátning, er seint mun
fyrnast, er hann nefndi “Opið bréf”
(til séra Jóns Bjarnasonar).
Björn heitinn Pétursson var braut-
ryðjandi að öllum þeim frjálstrúar-
samtökum, er síðan hafa myndast
meðal vor hér vestra. Því miður var
hann þá ekki lengur ungur maður og
naut því skamms við, en eigi svo lít-
ið varð honum ágengt meðan kraft-
ar entust. Og lengi munum við,
sem þá vorum hans fylgjendur, minn-
ast hans ágæta heimilis — eða hald-
ið þið ekki svo, Arni Þórðarson,
Kristmundur Sæmundsson, Sujólfur
Austmann og flfeiri núlifandi dreng-
ir?
Og svo kom séra Magnús Skapta-
son til ökkar sögu — fjörkálfur hinn-
ar frægu ættar frá Hnausum í Húna-
vatnssýslu. Hann var þá lúþerskur
prestur í Gimlisveit, en er hann op-
inberlega játaði það, að hann gæti
ekki lengur aðhyllst kenninguna um
eilíft helvíti fyrir nokkurn mann, né
heldur fest trúað á bábiljur biblí
unnar, eins og til dæmis söguna um
Jónas og hvalinn — þá var lúþersk
herör skorin og séra Hafsteinn send-
ur til Gimli til þess að lagfæra allt
þetta. Um þetta varð gjóstur nokk-
ur, en séra Magnús lét sig hvorki
ginna né hræða. Hann var fyrst og
fremst maður í orðsins beztu merk-
ingu, og svo var hann Húnvetningur,
og þeir láta aldrei knésetja sig.
Um langt skeið var eg svo að kalla
daglegur gestur á heimili séra
Magnúsar. Var þar æfinlega mann-
kvæmt og fjörugt, skeggrætt, spilað
og sungið og óspart drukkið kaffi.
Og hvar eru nú slík heimili meðal
Islendinga hér?
Síðan hafa víðsýnis-íslendingar hér
í Winnipeg haft þessa presta: Dr.
Rögnvald Pétursson, Guðmund Arna-
son, Ragnar Kvaran og nú sfðast
Benjamín Krþstjánsson. Allijr eru
þessir menn prýðilega til forystu
hæfir í hvaða sveit manna sem vera
skal, og mikið og stórt verk hafa
þeir afrekað til að sannmennta vest-
ur-íslenzkan lýð. En því dagsyerki
verður aldrei lokið, svx> haldið í horf-
inu, drengir. I forna daga var rag-
mennskan talin stærsta synd í þeirri
samtíð, og alveg hið sama lögmál
gildir nú hvað snertir viðhorf manna
gegn áhrifamálum okkar samtíðar.
Lýðfjandi skal hver sá maður, sem
ekki þorir að standa eða falla með
sinni eigin sannfæring.
A þessum árum skiftust Islending-
ar hér í ákveðna tvo pólitíska flokka.
Voru það bannsettu framsóknar-
mennirnir (liberalar) og óhræsis í-
haldsmennirnir (conservatívar). Attu
þessir andstæðingar jafnan i hörð-
um rimmum, þegar kosningar voru
á ferðum. Var þetta ekki nema eðli-
legt og rétt, því að um slík mál er
barist og rifist í öllum löndum heims-
ins, þar sem er þingbundin stjórn
og fólkið hefir æðsta valdið í sín-
um höndum.
Fyrst mynduðu íslezkir conserva-
tívar hér stjórmálaklúbb. Var hann
allöflugur og fjörugur lengi vel. Svo
nokkru síðar gerðu íslenzkir liþeral-
ar slíkt hið sama. Nú eru bæði þessi
félög úr sögunni, en eg sé eftir að
þau liðu undir lok. Því þótt þar væri
margt unggæðingslegt og máske
stundum róstusamt, þá voru þessir
klúbbar oft skemtilegir og dálítið
menntandi. Má eg í því sambandi
minnast þess, að Eggert heitinn *Jó-
hannsson flutti eitt sinn erindi mjög
merkilegt í konservatívaklúbbnum;
var það stjórnmálasaga Canada frá
fyrstu byrjun. Var að því gerður hinn
bezti rómur, enda var Eggert manna
fróðastur um slík mál og frábærlega
sanngjarn í dómi um menn og mál-
efni. Svo auðvitað höfðu báðir þessir
klúbbar oft og einatt snjöllustu hér-
lenda menn til að flytja þar erindi.
Það mætti rita langt mál um Islend-
ingadaginn hér og allt þjarkið, sem
um það mál spannst. En eg skal vera
fáorður. Fyrsta hátíðin var haldin 2.
ágúst 1891 (að mig minnir). Gengu
þá landar i fylkingu austur í gamla
Dufferin-garð við James stræti
eystra. Voru þar víst saman komn'.r
allir Islendingar í Winnipeg, nema
karlæg gamalmenni. Og þá orTT
Stefán:
“Berjum blikkdunka fast,
Brúkum alla prakt,
Látum sjá að landar kunni
Að labba í takt.”
Hátíðin fór prýðilega fram °S
menn höfðu hið mesta yndi af. Síð'
an hefir þessi Islendingadagur ver-
ið haidinn hér 2. ágúst ár hvert í ýms-
um skemtigörðum borgarinnar.
En viti menn — það fór sem vsenta
mátti, að einnig þetta hátíðishald
varð sundrungarefni. Nokkrir menn
fóru að berjast fyrir því, að breytt
skyldi til og hátíðin færð fram til
17. júní. Varð um þetta hin heiftug-
asta rimma all-lengi. Margir al
mennir fundir voru haldnir og óspart
rifist, og lá jafnvel stundum við að
í bardaga lenti. En aldrei tókst þess-
um andstæðingum 2. ágústs að fá
samþykki fólksins fyrir því að breyta
um hátíðisdag, og var það þó reynt
með öllum hugsanlegum brögðum
og slægvizku.
Fyrst fram eftir árum var þetta
Islendingadagsmót jafnan miklu bet
ur sótt af almenningi en nú gerist-
Það var þá almennur áhugi fyrtr
þvi að neyta allra bragða til ÞesS’
að “vq/c dagur” skyldi verða sem
FOR HOME DELIVERY
Special Service
PHONE
42 104—5—6
--------1----
pelissier’s limited winnipeg.
INCORPORATED l<J27
f Golden Gl°í
f’EUSSIER)SllMlTED
^t^WlNNIPEO^S^
yfir sliku listasmíði.
al fólks þessí árin. Winnipeg var þá
sem næst eitt forai;flag, svo að maður
varð oftast að sóðast áfram í leðju
eða á grastoddum, er heimsækja
skyldi kunningja. Að vísu voru við-
argangstéttir hér og þar á helztu
strætum, en oft voru þær svo mjóar,
áð jafnvel þótt þú hefðir kærustuna
Eitt þúsun d ár eftir s itofnun hinnar fvrstu
bi ióðstiórnar í heiminum.
i . , ' ■ • hefir hugmyndin um Alþingi haldist við og nú mætir hún hvarvetna stjórnskipulegum kröfum manna. Stjórnin í
Manitoba hefir þjóðþrifa hugsjón að bjóða, sem í framkvæmdinni er hin farsælasta, s4em 40,000 borgarar hafa sýnt, er notað hafa sparibankadeild þess.
Fullkomin trygging. / Engin verðlækkun.
Manitobafylki er ábyrðarfullt fyrir borgunum á Verðbréf og fasteignir geta fallið í verði, en
| öllum innieignum í bankanum. það sem þér eigið inni í þessum banka, hækk-
Hagkvæmur starfstími. ar í verði.
! Bankinn. er opinn frá kl. 9 f. h. til kl. 6 e. h. Peningar til reiðu er yður vantar þá.
Á laugardögum: frá kl. 9 f.h. til kl. 1 e. h. Innieign yðar er borguð út þegar þér krefjist.
Bankastöðvar: Vextir.
Aðal bankaskrifstofan er á horninu á Donald 31/2% færð inn tvisvar á ári.
stræti og Ellice Aye., rétt norður frá Eaton. Savings Certificates.
North End deild: 984 Main St. Útibú: 23— Fyrir þá sem hærri rentu óska, er hægt að fá
lOth St., Brandon, Portage La Prairie, Dauphin Savings Certificates, endurgoldin að fimm át-
Carman, Stonewall, Ethelbert. um liðnum frá útgáfudegi.
PROVINCE OF MANITOBA SAVINGS OFFICE Donald & Ellice—and—984 Main Street
Winnipeg, Manitoba