Heimskringla - 17.09.1930, Side 1

Heimskringla - 17.09.1930, Side 1
XLIV. ÁRGANGUR WINNIPEG MIÐVIKUDAGINN 17. SEPTEMBER 1930 NtrMER 51 DYERS & CLEAMRIIIS, LTD. ’ SPECIAL Men’s Suits Dry A AA Cleaned & Pressed^ I >UU (Cash and Carry Price) Delivered, $1.25 Buttons Tightened, Replaced and all Minor Reparirs Free ■Rev. » /~X I '"’ERS A CLEANERS, LTD. Rítunwon pecial St. — ciTy* $1.00 n Silk ' Cleaned< & Finished (Cash and Carry PriceJ Delivered, $1.25 Minor Repairs Free SAMBANDSÞINGIÐ. Eins og getið var um í síðasta blaði, bauðst sambandsstjórnin til að veita 20 miljónir dollara til þess að ráða bætur á atvinnubrestinum í landinu . Var tillagan um þessa veit ingu kapprædd alla vikuna á þing- inu og á mánudagskvöld, er þetta er skrifað, var ekki búið að samþykkja hana. Voru liberalar, og einkum leiðtogi stjórnarandstæðinga, Mac- kenzie King, langorðir um hana. Kvað hann veitinguna varhugaverða sérstaklega vegna þess, að engin verk væru enn ákveðin, en áður en þing- ið samþykkti hana, þyrfti það að vita hver störfin væru, er hver sveit um sig ætlaði að gera. Svaraði forsæt- isráðherrann því til ,að á slíku væri ekki kostur á þessu þingi, og kvað hann veitinguna þess utan nægilega ákveðna til þess, að þingið gæti sam- þykkt hana. En þá tók King til þeirra ráða, til þess, að því er helzt virðist, að lengja umræðumar og tefja málið, að tína upp kosningalof- orð Bennetts, og* gekk sú sparða- tínsla svo langt, að á eitthvað var minnst úr hverri einustu ræðu, er Bennett hafði flutt i kosningunum. Var það ekkert annað en það, sem blöðin höfðu áður flutt, og því sú tugga, sem þingheimi ætlaði að riða að fullu að hlýða á. En King skoð- aði það eitt mesta nauðsynjamál landsins, að koma þessu í gerðabæk- ur þingsins! Atvinnuleysismálið sjálft var ekkert hjá þvi. Að þessu rausi var enginn rómur gerður, og hvorki anzaði Bennett því mikið né flokks- menn hans. En I sambandi við f jár- veitinguna gaf Bennett allar þær upplýsingar, er nauðsynlegar voru. Veitingin er til opinberra verka, sem æskilegt er að nú sé byrjað á, til þess fyrst og fremst að veita at- vinnulausum lýð einhverja björg. Að öðru leyti er ætlast til, að verk þessi séu svo nauðsynleg, að innan tveggja eða þriggja ára yrði að ráðast i að vinna þau, en að þeim væri aðeins flýtt, með ástandið I atvinnumálum fyrir augum. Til þessara verka nem- ur veitingin einum þriðja af kostn- aðinum. Er ætlast til að sveitimar beri einn þriðja og fylkin annað eins af þeim kostnaði. Ennfremur er það tekið fram, að þetta sé til bráða- birgða gert, og með ástandið á kom- andi vetri aðallega fyrir augum. — Svarar það bulli liberala um það, að sambandsstjórnin sé með þessu að koma þeirri hefð á, að hún verði hér eftir að annast um og fæða atvinnu- lausan lýð landsins. Það virðist enn þá heit sannfæring Kings og hans liðs, að sambandsstjórnin eigi ekki að láta sig atvinnuleysi í landinu neitt skifta. Free Press og Lögberg virðast á sömu skoðun, því þau jappa talsvert um kostnað þessa þings, er haldið sé til þess óþarfa, að íhuga at- vinnuleysismálið. En hvemig sem líberalar hafa nú snúist við þessari veitingu, er svo mikið víst, að þeim hefir ekki tekist að gera hana svo glæpsamlega í augum þingsins, að hún má heita sama sem afgreidd, þó þingið hafi ekki enn samþykkt hana Annað málið, sem stjórnin leggur fyrir þetta þing, er að hver sá iðn- aður, er menn treysti sér til að reka án þess að verð vörunnar hækki, skuli fá nægilega tollvernd til þess. Um 30—40 iðnaðargreinar em í þessu faldar, og eru hinar helztu þeirra ullarverksmiðjuiðnaður, leðursútun og skógerð, akuryrkjuverkfærasmíði, áburðarvinnsla, akuryrkjuframleiðsla bílagerð, byggingarsteinsgerð o. s. frv. Með tollvernd, sem þó ekki hækkar verð þessarar vöm, álitur stjórnin, að þessa framleiðslu sé hægt að reka hér. Markaður er hér mik- ill fyrir allt þetta, en gallinn er sá, að hans njóta nú önnur lönd en Can- ada. Þetta mál er nú ekki byrjað að ræða neitt á þinginu. En nærri má geta, hvort liberalar sjá ekki ein- hverja agnúa á því, eins og öðru, er reynt er að gera og til framfara landsins horfir. Þriðja málið, er fyrir þessu þingi liggur, er hið svonefnda Anti-Dump- ing Measure. En þannig er nú hátt- að hér, að bandarísk iðnaðarfélög ýms kasta hingað leifum af fram- leiðslu sinni á svo lágu verði, að ekk- ert er skylt við heildsöluverð. Þess njóta að vísu einstöku heildsöluhús hér að nokkru, en alþýðan alls ekki. En þetta hefir orðið afarskæður keppinautur canadisks iðnreksturs. Ráðherra inanríkistekna, Hon. E. B. Ryckman, leggur til að á þetta dót sé skattur lagður svo mikill, að verð þess nemi heildsöluverði eða fram- leiðsluverði. Er þetta mikil trygg- ing iðnaði hér, en þó ekki almenningi tap að neinu leyti. Að líta eftir sölu í öðrum löndum fyrir canadiska vöru, er heldur ekki yanrækt af sambandsstjórninni. Hon. H. H. Stevens er vakinn og sofinn i að leita markaðar fyrir canadiskt hveiti. Og ein brýnasta þörfin, sem á því er, að Bennett forsætisráðherra verði á alríkisfundinum I Lundúnum. er einmitt sú, að leita markaðar fyr- ir hveitið. Hefir hann nú þegar lát- ið á sér heyra, að hann sjái hvar og hvernig slikt sé mögulegt, og þó ekki væri erindið annað á þenna fund, en að bæta á einhvern hátt ástandið að því er sölu á hveiti snertir, væri ferð hans ekki erindisleysa. En þangað kemst hann þó því aðeins, að málin á yfirstandandi þingi verði ekki taf- in von úr viti og þýðingarlaust af andstæðingunum. Þegar á þessa starfsstefnuskrá Bennetts á þessu þingi er litið, leyn- ir það sér ekki, að með henni er * stærra ráðist, en ef til vil lhefir nokkru sinni verið gert á nokkru einu þingi. Og þetta horfir stjórnarfor- maðurinn ekki i að hefjast handa til að koma í verk á tveimur vikum. Er þar greiðara til verks gengið en men.i áttu að venjast í tið Kingstjórnarinn- ar sælu. • • • Frumvarpið um að veita 20 miljón- ir dala til opinberra verka, til þess að bæta úr atvinnuleysinu, var sam- þykkt i gær, með 109 atkv. gegn 71. Liberalar,.. bændur.. og.. verkamenn greiddu allir atkvæðl á mótl veiting- unni. Breytingartillaga Woodsworths og Heaps, er fór fram á að ákveða kaup og vinnutíma, var felld. Skýrði for- sætisráðherra, að þar sem umsjón verksins væri í höndum sveitanna eða fylkjanna, er lögákveðinn vinnu- tíma hefðu og kaupgjald, væri þessa ekki þörf. MR. BRACKEN BOÐAR TIL FITNDAR. Forsætisráðherra Manitoba, Hon. John Bracken, hefir boðað til fund- ar, er haldinn er í dag, í atvinnuleys- ismálinu. Allir sveitaroddvitar og borgarstjórar fylkisins voru á fund- inn kvaddir, til þess að íhuga hvað kleift væri að gera í sambandi við tilboð sambandsstjórnarinnar um að bera að einum þriðja kostnaðinn við þau opinber störf, er sveitir eða bæir sæju sér fært að leggja út í, til þess að ráða að einhverju leyti bætur á atvinnuleysinu. Það er öllum ljós þörfin á að afla mönnum atvinnu, þvi útlitið á komandi vetri er ískyggi- legt. Ef þessi fundur kemst að ein- hverri niðurstöðu í því efni, ætlar fylkisstjórnin hið bráðasta að hafj. fund með verkamáladeild sambands- stjórnarinnar og hefja samvinnu við hana um framkvæmdir þessara mála. Hefir Mr. Bracken nú þegar sent senator G. Robertson, verkamálaráð- herra skeyti þessu viðvíkjandi, og beðið um að koma fundi á eins fljótt og unnt væri, svo að sem fyrst sé hægt að taka til starfa. Auk þessa hefir verzlunarráð Win- nipegborgar sent mörgum skeyti austur til Ottawa, svo sem forsætis- ráðherra Canada, Hon. R. B. Ben- nett, Rt. Hon. W. L. Mackenzie King. leiðtoga stjórnarandstæðingá, sena- tor Robertson og öllum þingmönn- um Winnipegborgar, þess efnis, að biðja þá að vinda bráðan bug að bjargráðum í atvinnuleysismálinu á þeim grundvelli, sem bráðabyrgða" sambandsþingið legði til, að gert væri; er sambandsstjórninni jafn- framt tjáð þakklæti fyrir að hefjast eins rösklega handa og hún hefir gert í þessu máli, og vonar verzlun- arráðið að allir leggist á eitt að því er framkvæmdirnar snertir. 1 nokkrum öðrum fylkjum lands- ins hafa tillögur Bennetts forsætis- ráðherra einnig komið af stað svip- aðri hreyfingu og hér, í sambandi við þetta nauðsynjamál; og er vonandi, úr því sem nú horfir við, að bölinu. sem atvinnuleysinu er samfara, verði að einhverju leyti létt af þjóð- inni áður en langt um líður. BÆNDUR LÖGSÖTTIR. Fyrir helgina hermdu dagblöðin, að Hveitisamlagið hefði höfðað mál á móti 11 bændum ,er rofið höfðu samning sinn um það að selja þvi hveiti sitt, en til þess er hver maður skyldugur samkvæmt skrifuðum samningi, er félagi Samlagsins telst. Sumum af málum þessum lauk án þess að í réttarsalinn væri farið með þau, en sumum ekki, og samkvæmt. því er E. K. Williams, K.C., lögfræð- ingur Samlagsins greinir frá, eru margfalt fleiri málsóknir i vændum. Það hafði kvisast, að sumir félags- menn væru að selja öðrum kornfé- lögum hveiti sitt, og til þess að kom- ast fyrir það, sendi Samlagið njósn- ara út af örkinni, er sannanir færðu því fyrir þessu. Og árangurinn af þvi eru lögsóknimar. Nokkrir bændur er mælt að selt hafi sonum sínum jarðirnar til þess að losa sig við samningsskuldbinding- una við Samlagið. Ekki heldur Sam - lagið þó að mikil brögð séu að þessu, og eftir því að dæma, hve mikið að Samlaginu berst af hveiti, muni þeir fáir, er til þessar*a örþrifaráða taki. EMBÆTTISUPPSÖGN. Hon. Vincent Massey, sendiherra Canada á Englandi, hefir sagt em- bætti sínu lausu. Mun ástæðan fyrir því aðallega vera sú, að hér hafa orð- ið stjórnarskifti, en farsælast er tal- ið, að sendiherrann sé af sama póli- tíska sauðahúsinu og stjórnin, sem við völdin er. Hver eftirmaður hans verður hefir ekki frézt enn. MR. FORKE OG SAMLAGIÐ. 1 ræðu er senator Robert Forke hélt í efri málstofu Canadaþingsin3 nýverið, lét hann þess getið að hann hefði ekki endurnýjað kornsölusamn- ing sinn við Hveitisamlagið, og myndi að líkindum ekki gera það, þó að hann hefði ekki neitt sérstakt. út á félagsskapinn sem hugmynd að setja. Kvaðst hann hafa verið í fimm ár félagi Samlagsins, en í ár ætlaði hann að hafa óbundnar hendur með sölu á hveiti sínu. Ekki kvað hann því að leyna, að sér hafi virzt, sem sumt af ummælum stjórnenda Hveiti- samlagsins hafi ekki orðið til þess að efla viðskiftavinsældir félagsins i öðrum löndum. Og svipað væri að segja um sumt, er haldið hefði verið fram við bændur um hagsvonina af því að tilheyra félagsskapnum. — Bændur hefðu þíi.r yfirleitt orðið fyr- ir miklum vonbrigðum, sem óhug hefði ef til vill vakið óþarflega mik- inn á samvinnufyrirtækjum. Eigi að síður kveðst hann hlynntur sam- vinnustarfi, ef ekki væri með óþörf- um öfgum haldið uppi, er sjaldnast kynni góðri lukku að stýra. FRA SASKATCHEWAN. Fylkinu verða afhent náttúrugæði sín 1. október í haust. Til þess að ráða bót á atvinnuleysinu, hefir ver- ið ráðist í miklar vegagerðir, einkum I syðri hluta fylkisins. Um 800 manns af hinum fátækustu bændum og atvinnuleysingjum hafa fengið atvinnu við þessi störf. KAPPSIGLINGAR. Þessa dagana eru að fara fram kappsiglingar um hinn nafnfræga Ameríkubikar, sem New York sigl- ingaklúbburinn hefir haldið í 79 ár. þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að ná honum til Englands. Svo stendur á þessum bikar, að hann var í fyrstu gefinn sem verð- laun fyrir kappsiglingu, er fór fram kringum eyjuna Weight sumarið 1851. Voru í þeirri keppni nokkur ensk skip, en ein skonorta frá Banda ríkjunum, sem Ameríka hét, og vann hún bikarinn, og hefir hann verið kenndur við skipið síðan. Þegar ti! Ameríku kom, var hann fenginn New York siglingaklúbbnum til halds og trausts, og hefir klúbburinn ekki lát- ið hann lausan síðan. Englendingum þótti súrt í brotið að bikar þeirra skyldi sitja í Ame- riku, og byrjuðu því brátt á að gera tilraunir til að fá hann til baka. En það hefir ekkiv tekist enn, nema ef í þetta sinn verður. En þetta er 17. tilraunin. Af þessum 17 skipum, sem reynt hafa, voru 15 frá Englandi og 2 frá Canada. Þau skip voru_ Countess of Dufferin, er 1876 þreytti við Banda- / niðurstöðu ,að hvergi væri ugglaust ríkjaskipið Madeline, og Atlanta, sem 1881 reyndi móti skipinu Mischief. Töpuðu bæði. Síðustu 40 árin hafa það verið tveir írar, sem reynt hafa þessar kappsiglingar. Fyrst Lord Dunrav- en, sem 1893 lét til þess byggja Val- kyria II., og 1895 Valkyria III., og tapaði í hvorttveggja skiftið. — Þá tók við Sir Thomas Lipton, hinn nafnfrægi tekaupmaður, og hefir hann látið byggja 5 skip, til þess eins að ná þessum bikar aftur til Eng- lands. Þessi skip hafa öll borið sama nafn, verið heitin eftir irska blóminu shamrock. Hefir hvert þeirra verið öðru vandaðra og sizt horft í kostn- aðinn, því hann hefir verið miljónir dollara á hverju skipi. En ekkert þeirra hefir unnið enn sem komið. Shamrock V, sem nú er að reyna sig, er hið fríðasta skip, græn að lit, 119 feta löng, vegur 135 tonn og hef- ir 160 feta siglu, sem límd er saman úr yfir 50 stykkjum af vönduðustu furu. Hefir hún afar þungan blý- kjöl til stöðvunar á siglingu. Við hana keppir skipið Enterprise, af svo að segja sömu stærð, nema það hefir 8 fetum hærri siglu, og dálítið léttari blýkjöl, hvítt að lit og hið ásjáleg- asta á siglingu. Er það eign Harold S. Vanderbilt, og stýrir hann því sjáifur af hinni mestu list, þó kom- ungur sé. Hefir hann og unnið tvær fyrstu loturnar, en 4 verður annað- hvort skipið að vinna, áður en full- reynt er. Siglingin fer fram á hafinu fram undan Newport, Rhode Island, og er ýmist siglt beint til hafs 15 mílur og til baka, eða þá þríhyrning 10 míl ur í hverja átt. Eins og áður var að vikið, er kostn- aðurinn við þenna leik afar mikill. að hafast við, nema undir hinum hvíta fána réttlætisins og belja þar sálma og kröftugasta guðsorð á móti óvættinum. Myridi Mlinn þá blikna og blána, og hvergi þora að ráðast á hið heilaga lið Manasse. Illa notast þessum trúarflokki jarðneskir hlutir. Hjá einum bóndan Um átti að slátra geithafri og var bú- ið að leggja hann niður við trogið. Þá kom postuli Manasse með biblí- una sína og las skorinort yfir honum úr ritum spámannanna: “A þessu mínu heilaga fjalli skal engu slátr að verða”. Féllst þá bónda hugur. Þá datt postulanum það snjallræði i hug, að ráðleggja honum að róa yfir ána og slátra geithafrinum þar. Varð bóndi þessari lausn harla feginn og hyggst nú að fá að framkvæma slátrunina hjá nágranna sínum, er þar bjó. En sá hafði líka gengið I trúarflokk postulans, og taldi sér því stórlega misboðið með þessu. — Hann sagði að sitt land væri jafn heilagt og hinumegin við ána, og fyr- ir þessa sök fékk geithafurinn lífi að halda og var rekinn út á eyði- mörkina til Azazels. Hefði hafurinn í sannleika haft á- stæðu til áð vegsama þessi trúar- brögð mörgum fremur. HVAÐANÆFA Á turninum í nýju dómkirkjunni í Messina er nú verið að byggja klukku eina, sem talin er að vera | hinn merkilegasti kjörgripur þeirrar tegundar, sem þekkist í víðri veröld. Sýnir hún kvartilaskifti tungls, flóð og’fjöru og gang himintungla. Efst uppi á turninum, þar sem klukka þessi verður byggð, verður skapað- Er talið að um 100 miljónir dollara i ur ferlegur hani, sem gelur við sólar- muni eyðast í þessari keppni einni j upprás og sólarlag. Þegar klukkan saman, því skipin eru til einskis hæf er 12 á hádegi, veður ljón fram úr nema kappsiglinga, og verða því mjög j húsi sínu og hristir bæði haus og hala. Hvert klukkuslag verður sleg- ið af tveim líkneskjum, er eiga að tákna Dína og Clarenza, konumar tvær, sem sagan segir að hafi hringt kirkjuklukkunum í Messina árið 1028 til að vara ibúana við hemaði Karls frá Anjou Sikileyjarkonungs. micg lítils virði eftir á. , Mun því sumum virðast að of miklu fé sé hér fórnað fyrir lítilsverðan hlut, og má það til sanns vegar færa. En mikið fyrirgefst, þegar stefnt er að því að viðhalda og bæta hina afarfornu og ágætu íþrótt, sem frá alda öðli hef- ir svo stórum aukið alla framför mannkynsins — siglingalistina. “ÞOSUND ARA RIKIД FYRIR DYRUM’ Frá Malo í Frakklandi berst saga sem eiga mun fáar hliðstæður. Lög- reglumenn nokkrir fóm þar af til- viljun framhjá bóndabæ einum, og heyrðu þá einhver undarleg hljóð, er Hér kemur lærdómsrík saga um þeir gátu ekki áttað sig á. Námu trúarlíf Norðmanna. Til Berkreim 5 þeir þá staðar og leituðu í húsinu Noregi kom i sumar trúarflokkur, er og fun(iu ekkert grunsamlegt. Síðan nefnir sig “postula Manasse”. Var i gengu þeir til úthýsanna og tóku að raunar postulinn, sem trúarflokkinn , rannsaka þau. Þegar þeir komu inn stofnaði, frá Stavanger, sem er þar [ svínastíuna, varð þeim ekki um skammt frá; en það kom í sama stað sei £>vi ag þar já þá bundinn með niður, því að hann tók þegar til ó-1 jámhlekkjum inn á milli svínanna spilltra málanna að frelsa sálir, og sonur bóndans, 24 ára gamall. Hafði fékk brátt um sig álitlegan söfnuð. Voru þá hendur látnar standa fram úr ermum. Hið fyrsta, sem gert var í hjálpræðisáttina, var að hefja upp hvítan fána, sem átti að vera tákn hreinleikans, og tilkynnti post- ulinn, að þangað væri öruggt að flýja þegar þúsund ára ríkið dyndi yfir, því að sá blettur, sem fáninn blakti yfir, væri heilagur. Daginn, sem hefja skyldi fánann. var fínasti heyþurkur og allir önn- um kafnir við þurhey. Var lengi þrefað um það, hvort menn mættu nú eiginlega vera að því að hefja upp fánann og syngja sálma yfir, og sýndist sit thverjum, þangað til post- ulinn frá Stavanger fletti upp í biblí- unni, og sýndi bændunum það svart á hvítu, að þeir ættu umfram allt að leita guðsríkis, og þá mundi allt annað veitast þeim. Hurfu þeir þá allir að því ráði að hefja upp þenna verndarfána, en heyið var látið bíða og ekki hirt þann dag. Næsta dag rigndi það niður, enda var ekki hirt um það framar. Þeir segja nefni- lega karlamir, að það hafi enga þýðingu að vera að bjástra við hey- skap meira, því að þúsund ára ríkið muni koma um jólaleytið, og þá muni rigna himnesku “manna”, og alls- konar sælgæti frá upphæðum. Gera þeir sér um þetta hinar glæsilegustu vonir. En margt þurfa þeir þó að ganga í gegnum áður, sem ekki er eins árennilegt. T. d. kvað Dýrið úr Opinberunarbókinni, losna ein- hverntima á haustinu og ganga um eins og grenjandi ljón. Tóku menn að leita sér að ýmsum felustöðum þar í kring, til að forða sér frá þess- faðir hans haft hann þar árlangt, og gaf ekki aðra skýringu á því en þá, að strákur hefði verið of heimskur til þess að hægt hefði verið að haf i nokkurt gagn af honum, og þá hefði hann gyemt hann þarna með öðmm skepnum. Var þessi glataði sonur fluttur á sjúkrahús, aðframkominn af van- hirðing og veikindum. • • • I Manchester á Englandi er mær ein frumvaxta, sem dregið hefir að sér athygli manna. Vissu menn ekki annað en hún væri fullvaxin, en skyndilega hækkar hún um þrj.í þumlunga á tíu dögum. Aður en hún tók að vaxa svona ört, kvartaði hún um mikil sárindi í öllum líkamanum. Dvinuðu eymslin og hafði hún þá vaxið um hálfan annan þumlung. Nokkrum dögum seinna fékk hún þessa “vaxtarverki” enn á ný, og | bætti enn við sig hálfum öðrum þuml- | ung. Ekki vita menn, hvenær þess- um kynjavexti muni linna. Lækn- arnir vita ekki sitt rjúkandi ráð yf- ir þessum undrum. • * • 1 bænum Nagykoros á Ungverja- landi, hefir lögreglustjóri nýlega gef- ið út svohljóðandi tilskipun, og látið festa upp til athugunar og eftir- breytni: “Framvegis verður konum strang- lega bannað að fara á mótorhjóli eða venjulegu reiðhjóli um götur bæjarins. Er slíkt framferði jafn hneykslanlegt, hvort heldur sem er af fagurfræðilegum eða siðferðileg- , um ástæðum, auk þess sem hlutað- um ófögnuði, en komust loks að þeirri eigandi konu er slíkt ferðalag ónota- legt og óviðkunnanlegt. Verða þær konur, sem eigi hlýða lögum þessum. umsvifalaust settar í steininn og látnar sitja þar í 14 daga, svo að þeim gefist kostur á að hugleiða þar skikkanlega siði og almennt vel- 'sæmi.” Páll Jónsson Laugardaginn 13. september s. 1. andaðist að heimili sínu í Wynyard, Sask., öldungurinn Páll Jónsson, eft- ir örðuga sjúkdómslegu. Banamein hans var magakrabbi. Páll heitinn var fæddur 28. júní 1856, á Forna- stöðum í Fnjóskadal, þar sem foreldr ar hans bjuggu. Faðir hans, Jón Pálsson, var ættaður af Austurlandi, en móðir hans var Jórunn dóttir Jón3 bónda Indriðasonar af Fomastaða- ætt. Missti hann föður sinn kom- ungur og fluttist þá með móður sinni, ásamt einum bróður sínum, Jóni Valdimar, að Lundarbrekku í Bárð- ardal, er Jórunn giftist Jóni bónda þar, Jónssyni prests í Reykjahlíð. __ Var fyrri kona Jóns Jónssonar á Lundarbrekku Kristbjörg Kristjáns- dóttir frá Illugastöðum, systir séra Benedikts í Múla og þeirra systkina, og höfðu þau átt 11 böm saman, eu með Jórunni eignaðist hann aðeins 2 börn: Þorstein Gauta, er nú býr norðan við Wynyard, og Kristbjörgu, er einnig fluttist vestur um haf og nú er dáin fyrir no'kkrum árum. Fór Páll heitinn af Islandi árið 1888, og hafði Jón Valdimar bróðir hans og Jórunn móðir þeirra fluzt vestur árinu áður. Settist Páll fyrst að í Winnipeg og vann þar ýmisleg-i vinnu, en flutist bráðlega út í Álfta- vatnsnýlendu og bjó 4>ar í 4 ár. Ár- i, 1893 giftist hann eftirlifandi konu sinni, ólinu Hallgrímsdóttur, ólafs- sonar frá Fremstafelli í Kinn, Gott- skálkssonar á Garðsá í Eyjafirði, öl- afssonar, systur Jónasar Hall frið- dómara og þeirra systkina. Settust þau þá fyrst að í Norður Dakota og bjuggu í Hallsonbyggð norður af Mountain nokkur ár, unz þau fluttu norður til Vatnabyggða og tóku land í Wynyard og bjuggu þar jafnan síð- an. Þeim varð þriggja barna auðið: Sigrún, ógift, hefir búið hjá foreldr- um sínum; Jón Valdimar, bóndi í Wynyard, og Unnur, gift Haraldi Pálmasyni, búa í Winiepgosis. Páll heitinn naut engrar skóla- menntunar í æsku, en með því hann var að náttúrufari skilningsskarpur, athugull og stálminnugur og skáld- hneigður, þá aflaði hann sér af eigin rammleik þeirrar almennu mennt- unar, er bezt reyndist í lífsbaráttunni, þegar á hólminn er komið. Á yngri árum dvaldi hann á ýmsum stöðum á íslandi, bæði við sveitabúskapar- störf og sjósókn. Kynntist hann því mörgu, bæði mönnum og málefn- um utan sveitar sinnar, og mundi það allt glöggt. Bar það oft við að nágrannar hans og kunningjar leit- uðu upplýsinga hjá honum um löngu liðna atburði, og eins um ættir og skyldleika manna, þá er aðrir voru í vafa um, og mun það örsjaldan háfa komið fyrir að ekki fengist úrlausn hjá Páli. , Með Páli er til moldar genginn einn af hinum sönnu Islendingum hér vestan hafs, og munu vinir hans og kunningjar jafnan sakna hans, er þeir minnast þeirra ánægjustunda. sem þeir nutu í samræðum við hann um ættfræði, skáldskap og sögulega atburði. Páli heitnum var við brugðið fyrir hreysti og snarmennsku, og var hann jafnan nefndur Glímu-Páll af sveit- ungum sínum, og er mælt að eng- inn kæmi honum nokkru sinni á kné fyr en sjúkleiki háns lagði hann að velli. Hann var glaðvær maður og félagslyndur, bar ellina vel með af- brigðum og var jafnan hinn rekk- mannlegasti í allri framgöngu. Unni hann frjálslyndri hugsun af alhug, og var gersamlega laus við allar kfeddur. Var ha,nn búsýslumaður góður og forsjáll, en manna ráðvand- astur í viðskiftum, og bar á sér vík- ingssnið um flest. Hann var jarðsunginn frá kirkju Quill Lake safnaðar í Wynyard, þriðjudaginn 16. þ. m., af séra Benja- mín Kristjánssyni, að viðstöddum miklum mannfjölda. Við það tæki- færi las Árni Sigurðsson upp kvæði eftir Jón Jónsson frá Mýri, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.