Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 8

Heimskringla - 17.09.1930, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 17. SEPTEMBER 1930 Fjær og Nær Sunnudagaskóli Sambandssafnaðar hefst næstkomandi sunnudag kl. 11 t. h. Nauðsynlegt er að sem flest börn komi fyrsta sunnudaginn, svo að hægt sé að raða þeim í bekki. bau böm, sem vilja láta fermast á kom- anda vori, gefi sig fram. * * * __Séra Ragnar E. Kvaran messar n. k. sunnudag (21. sept.) að Arborg, kl. 2 e. h., í kirkju Sambandssafnað- ar. * * * Ásbjöm Eggertsson biður þess get- ið, að á laugardagskvöldið kemur, þ. 20. september, byrji hann aftur á spilasamkeppni (Whist Drive) fyrir komandi vetur í Goodtemplarahús- inu. Byrjað verður að spila stund Vislega kl. 8.30 e.h.. Sex prísar em gefnir. Ennfremur hefst dans kl. 10. Aðgangur 35 cent. Fyrir þá er koma á dansinn aðeins, 15c. Marg- brotin skemtun. Fjölmennið! * • * Laugardaginn 6. sept. voru þau Alfred L. Paine læknir og ungfrú Theodís Marteinsson hjúkrunarkona frá Winnipeg, dóttir séra Rúnólfs og Ingunnar Marteinsson, gefin saman t hjónaband í Tabemacle Lutheran Church í Philadelphia, Penn., af Rev. Davies. Heimili þeirra verður fyrst um sinn í Philadelphia. * • » Á mánudaginn kom séra Rúnólfur Marteinsson úr ferð til Mikleyjar Flutti hann þar á laugardagskvöldið fyrirlestur um ferð til Panama, og & sunnudaginn guðsþjónustu; tók til altaris og skírði. Skógareldar, sem hafa verið á eyjunum norður og aust ur af Mikley, em nú um garð gengn- ir. 1 RagnarE. Eyjólfson Chiropractor 837 Somerset Building Viðtalstími frá 10-12 f. h. og 2-5.30 e. h. og 7-8 að kvöldi. Telephone: Office 39 265 Res. 80 726 Jónas Pálsson Pianist and Teacher 107 LENORE ST. PHONE 39 81 Pupils prepared for the Asso- ciated Board of the Royal Aca- demy and Royal College of Mu- sic, London, England. 1 blaðinu “Fargo Forum,” stóð sú frétt fyrir nokkm, að Mrs. G. Gríms- son kona Guðm. Grímssonar dómara, hafi verið kosin Grand Matron of the Order of the Eastem Star, sem er kvendeildin af Mason félaginu í Norður-Dakota. Vegna anna í sam- bandi við þetta starf sitt, gat Mrs. Grímsson ekki farið heim til Islands í sumar eins og hún þó hafði hugs- að sér. En síðar vonar hún að geta veitt sér þá ósk að sjá Island, eftir því sem maður hennar skrifar blað- inu. Vel lætur Mr. Grímsson af ferð- inni heim, sem fleiri. Segir hann hana hafa verið undursamlega. Er eg stoltari en nokkru sinni fyr af tslandi og því að vera Islendingur sagði hann. / * * * ðfeigur Sigurðsson og kona hans frá Red Deer, Alta., komu til bæjar- ins fyrir helgina úr ferð sinni til Is- lands. Þau héldu af stað vestur á mánudaginn. Mr. Sigurðsson ferðaðist víða um Island og lét hið bezta af ferðinni og viðtökum öllum heima. • * • Ingimundur ölafsson frá Reykja- vík, Man., var staddur hér í bænum yfir helgina. Hann kom með þrjú vagnhlöss af lömbum þaðan að ut- an til Gripasamlagsins. Kvað hann verð á lömbum hafa verið frá $6 til $8. • • • Voðalegt slys vildi til úti við Reykjavík, Man., fyrir skömmu, á heimili þeirra Mr. og Mrs. O. öíafs- son. Sonur þeirra, Valdimar, 4 ára gamall, brann til bana í kofa, er var skamt frá íbúðarhúsinu. Var hann með eldri bróður sinum að leika sér í kofanum, og hafa þeir eflaust haft eldspýtur hjá sér, því' allt í einu stendur kofinn í björtu báli. Eldri drengurinn var nær dyrunum og komst út, en hinn yngri ekki. Mað- ur, er- þar var ekki all langt frá, sá hvað orðið var og hljóp inn í kof- ann og náði Valdimar út. Var hann allur í einu báli, en þó lifandi. Og með hann var farið samstundis til Dauphin, en læknar þar gátu ekki bjargað lífi hans, og dó hann þar sama daginn. Sá er inn í eldinn óð að bjarga drengnum, skemmdist mjög á höndum og andliti. Það var ensk- ur maður. • • • Myndir af 1000 ára hátíð Islands verða sýndar á afmæli stúkunnar Skuldar, miðvikudaginn 24. septem- ber n.k. Allir vinir og velunnar Goodtempl- ara velkomnir. Skemtiskráin byrjar kl. 9 e. h. i efri salnum. Dans á eftir. • • • THOMAS JEWELRY CO. Crrsmíði er ekki lærð á einu eða tveimur árum. 25 ára reynsla sannar fullkomna þekkingu. Hrenslun $1.00 Fjöður $1.00 Waltham trr $12.00 Póstsendingar afgreiddar tafar- laust. CARL THORLAKSON úrsmiður. 627 Sargent Ave., Winnipeg Pálmi Pálmason Violinist & Teacher 654 Banning Street. Phone 37 843 MRS. THOR BRAND 726 VICTOR STREET WINNIPEG tekur á móti sjúklingum (con- valescent patients)og annast um þá á heimili sínu. Talsími; 23130 THEATRE Phone 88 525 Sargent and Arlington Thur. Fri. Sat. This Week 100% All Talking GEORGE O’BRIEN —in— i i J. A. JOHAMNSON Carage and Repair Service Banning and Sargent Sími 33573 Heima sími 87136 Expert Repair and Complete Garage Service Gas, Oils, Extras, Tires, * Batteries, Etc. SALUTE” AIso Krazy Kat Comedy Serial I LOOK! KIDDIES! FREE! 20 Passes to the Rose at the Saturday Matinee. Mon. Tue. Wed. Next Week JOAN CRAWFORD in ‘UNTAMED’ A Display of Interest! MODERN APPLICATIONS / of GAS in THE HOME AND INDUSTRY at our shops on Assiniboine Ave. Phone 842 312 or 842 314 for appointment. Winnipeg Electric Company “Your Guarantee of Good Service” Mr. og Mrs. W. E. Bell, frá Hecla, Man., voru stödd í bænum fyrir helg- ina. Mrs. Bell kom til þess að leita sér lækninga við innvortis sjúkdóm, er ekki varð læknaður nema með uppskurði, en heilsustyrkleiki henn- ar var af læknum ekki álitinn nægur til þess, að uppskurðinn væri nú þeg- ar hægt að gera. Hjónin héldu heim- leiðis aftur á laugardagskvöldið var. • • • Þakkarávarp. Við undirrituð biðjum hér með Heimskringlu, að birta okkar hjart- ans þakkir til United Farm Women of Gimli og Minerva, fyrir 18 bindi af þakspæni, sem þær gáfu okkur á hús það, sem áð nágrannar okkar í grend við Gimli hjálpuðu okkur svo góðfúslega til að byggja. Einnig fyr- ir $63.00, sem að borgaðir voru fyrir nokkurn hluta efnis þess, s?m að tíl þess þurfti. Við biðjum guð að launa þann bróðurhug, sem okkur hefir verið svo margfaldlega sýndur í einu og öllu, af mörgum fleiri en við vit- um um. Bessi Peterson? Jóhanna Peterson. * • • Þakklæti. , Hér með vottum við okkar innilegt þakklæti Mikleyjarbúum, sem fyrir því gengust að halda samkomu til á- góða fyrir okkur 6. þ. m. Þátttakan í því var svo almenn, að ágóði sam- komunnar var $72.85, sem okkur voru afhentir. p.t. Winnipeg, 12. sept. 1930. Mr. og Mrs. W. E. Bell. • » • Frá iðnsýningu Vesturlandsins. Ennþá einu sinni hefir það sann- ast, að Robin Hood mjölið sé eftir- sóknarverðasta mjölið á markaðin- um. Á sýningunni í ár kom það í Ijós eins og svo oft áður, að konum- ar, sem það notuðu, báru hærra hlut í brauð- og kökugerðar samkeppn- inni. Gullmedalíuna, 2 silfurmedalíur, 103 fyrstu verðlaun og 225 verðlaun í allt, var hlutur kvennanna, sem Robin Hood mjöl notuðu. Margar af þeim, er þessi verðlaun unnu, hafa skrifað oss og tjáð oss, að heppni sín-i eigi þær því að þakka, að þær hafi farið eftir Robin Hood matreiðslu- bókinni, “77 Winnipeg Recipes”. Þannig hefir Robin Hood á tvo vegu hjálpað til við þessa samkepni. Fyrst með því að gera svo gott mjöl, að á betra er ekki kostur, og svo með því að gefa upplýsingar um bökun- araðferðir. Matreiðslubókina geta þeir fengið er skrifa eftir henni. WINNIPEG ELECTRIC CO. Hinn 1. þ. m. voru liðin þrjátíu og átta ár, síðan strætisvagnar knúðir af rafmagni, vom fyrst notaðir í Winnipeg, Allir, sem vildu, gátu þann dag ferðast með vögnunum, án þess að borga nokkuð fyrir það. Þótti þetta þá nýstárlegt og mikill hraði, að geta farið 7 mílur á klukkustund. — Hestavagnarnir voru þá líka við lýði, og allt þar til 11. maí 1894, að Winnipeg Electric félagið keypti all- ar eignir þess félags. Um vöxt Winnipegborgar geta menn gert sér nokkra hugmynd, með því að athuga eftirfylgjandi tölur. Fyrsta árið vom aðeins 28 strætis- vagnar og sjö mílur af járnbrautar- spori og farþegarnir vom alls á ár- inu 1,111,938. Nú hefir Winnipeg Electric félagið 300 strætisvagna, 120 mílur af járnbrautarspori og vagn- arnir fara á ári vegalengd, sem er 9,378,948 mílur. Þar að auki fara Buses 1,591,512, eða samtals 10,968,- 460 mílur, og flytja þessi fólksflutn- ingatæki 61,228,734 farþega á ári. Frá Islandi Rvík, 25. ágúst Jón Björnsson, ritstjóri frá Akur- eyri andaðist í Landakotsspítala I fyrrakveld, eftir holskurð. Hann hafði lengi verið sjúkur af innvorti.s meinsemd og var fluttur hingað suð- ur þungt haldinn. • » » Rvík, 25. ágúst Islandssundið var þreytt í gær við örfirisey. Keppendur vom margir, en sigurvegari varð Jónas Haldórs- son, 16 ára gamall. Sundhraði 9 mín. og 2 sek. * • • trr Vopnafirði. í ágúst Sunnudaginn 3. ágúst var hin ný- bygða brú á Hofsa í Vopnafirði vigð og opnuð til umferðar, af alþingis- manni Halldóri Stefánssyni. — Mann- fjöldi var mikill saman kominn, bæði úr Vopnafirði og nærliggjandi sveit- um. Að afl.ðandi hádegi fór fram Luxurious Fur and Fur Trimmed ON EASY TERMS Just Pay a Few Dollars Dovvn Wear your garment and pay balance in weekly or monthly terms — spread over long period of time Pleasing CREDIT! The Rich Furs Include - - Caracul, Muskrat, Beaver, Sable, Imperial Mink, Lynx. $1975 $40.50 25 35 55 $65and up- guðsþjónusta. Þá hélt þingmaður- inn vígsluræðu og afhenti brúna, en fyrverandi prófastur Einar Jónsson á Hofi þakkaði brúna fyrir hönd sveitarinnar. Því næst bauð þingm. Halldór Stefánsson öllum til sam- | drykkju í skála brúarmanna, en að henni lokinni talaði Ari sýslum. Am- alds nokkur vel valin orð. Síðar um daginn hélt þingamðurinn stutt leið- arþing, en að því loknu tók unga fólk- ið við stjórninni og skemti sér við dans og hljóðfæraslátt fram á nótt. • * * Rvík. 26 ágúst. Jarðskjálfta varð vart hér í bænum í gær. Sumir fundu þrjá kippi, sum- ir tvo, eða einn, en svo voru þeir vægir, að margir urðu þeirra alls ekki varir. En á jarðskjálftamælin- um sáust 8 kippir. Vísir átti tal við Þorkel Þorkelsson, og sagði hann jarðskjálftana hafa komið úr suð- austri, og bjóst hann við, að upptök þeirra væri ekki langt héðan. Surrb- ra þessara kippa var vart í Grinda- vík og einn þeirra fanst í Keflavik. 1 grein einni í dönsku blaði er vís- indaleg greinargerð á því, hvað orðið “húrra” þýði, sem notað er fyrir fagnaðar- og heiðursóp í ýmsum löndum, og mun margan undra á út- skýringunni. Segir þar að orðið sé tekið úr gamalli Magyara mállýzku, og hafi þar verið notað fyrir heróp og þýði: “Drepið hann!” Psoriattls • for 13 years . all over body After . UMÍnvr Kleerex for 10 weeks PRICES: 50c, $1.00, $2.00—Ib. $6.50 Consultatlon Free KLEEREX MFG. CO. MRS. F. McGREGOR, PROP. TELEPHONE: 86 136 263 Kennedy Street Residence Phone 51 050 ÞURRAR RENGLUR ' Nú er tími til að panta viðar- renglur (Slabs) og vera viðbú- inn kvöldkulinu, þegar nauðsyn- legt er að koma upp skjótum hita. PANTIÐ CORD I DAG BLANDAÐAR PINE OG TAMARAC RENGLUR 1 Cord Vi Cord V. Cord Langar $7.00 $4.00 $2.25 Sagaðar $8.00 $4.50 $2.50 The Arctic Ice $ Fuel Co., Ltd. PHONE 42 321 Áður en þér kaupið kol eða Coke forða þá látið oss senda yður hlass af ekta við. Við höfum úrvals birgðir. Birch ....,. $11.00 per cord Poplar .. $7.50 per cord Tamarac .... $10.00 per cord Slabs, heavy..... $8.50 Pine ....... $ 8.00 per cord $1 að auki sagað eða klofið PANTIÐ HLASS I DAG Símar: — 25 337 — 27 165 — 34 242 Halliday Bros. Limited 342 PORTAGE AVE. — Mason and Risch Building JOHN OLAFSON, umboðsmaður Það sparar fé Leiðin ti lverulegs fatasparnaðar liggur ti! Quinton’s. Ending fata er stórkostlega aukin með þurhreinsun og með því er spar- að að kaupa ný föt. * Sendið oss föt yðar, kjóla eða yfirhafnir nú. Síminn er fljótasta leiðin. 42361 tight Attentivo Lines LIMITEO Vér erum umboðsmenn hinna frægu “Wildfire” kola. Reynast á- gætlega hvort sem er til miðstöðvarhitunar eða í eldavél. Eru tilreidd í nýtízku vélum, og gersamlega hrein. Engin reykjar- vsæla og ekkert gjall. Komist í samband við C.K.Y. á þriðjudag, fimtudag og laug- ardag, kl. 1 e. h. og hlustið á sérstaka tilkynningu vora. TALSIMAR 24 512 — 24 151 NEW SHIPMENT OF FALL DRESSES $0.% $ 12-95 3-I5.95 $10. 75 nLm Beds-Springs & Mattresses To Those Back From Lake or - - Camp who have beds and beddings to replace, this store offers an unusual assortment at very attractive prices — complete bed outfit at $1.00 per week. Why not come in and choose yours NOW ? “The House of Credit” 396 Portage Avenue (Open Saturday till 10 p.m.) And Don’t Forget—- BLANKETS, COMFORTERS and GENERAL BEDDING. on Easy Terms Gillies Furniture Co. Ltd. 956 MAIN ST. PHONE 53 533

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.