Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 2

Heimskringla - 29.10.1930, Blaðsíða 2
2. BLAÐSIÐA HtlMSKRINCLA WINNIPEG 29. OKTÓBER, 1930. Jón Finnsson kaupmaOur í Mozart, Sask. Fapddur 1885 — Dáinn 1929. “Þá kemur mér hann í hug, er eg heyri góðs manns getið.” Komið er nú á annað ár síðan á- gætur og ógleymanlegur vinur minn, Jón Finnsson, féll frá, með svipleg- um og sorglegum hætti. Dregist hefir alla þessa mánuði að rita um hann fáein minningarorð. Ber margc til þess, en eigi verður lesandinn þreyttur með greinargerð 1 því efni. Aðeins þetta: Við fyrsta hugboðið um hið eindæma hörmulega slys sótti þegar að mér einhver lamandi langvinn þögn. Kyrlát, athafnalaus undrun sækir síðan á hug minn í hvert sinn, er eg minnist þessa at- burðar. Og enn er mér örðugt að taka til pennans — meðfram vegna þess að hér var áreiðanlega um svo óvenjulegan mann að ræða — ó- venju auðugan að flestu því, er mann má prýða — að ekki er vandalaust að hann njóti sannmælis, svo að eigi verði skilið sem skrum og ýkjur. A það verður þó að hætta. • • • Jón Finnsson fæddist að Halls- stöðum á Fellsströnd í Dalasýslu, 10. júlí 1885. I dag er 45. afmælisdag- ur hans Foreldrar hans eru Finnur Finnsson frá Geirmundarstöðum á Skarðsströnd, og kona hans Helga Sigríður f Jónsdóttir frá Fremri- Brekku í Saurbæ, — bæði enn á lífi á Islandi. Hjá þeim ólst hann upp og átti heimili unz hann fluttist af lslandi. Síðari árin, sem hann var heima, stundaði hann sjómennsku á þilskipum. Arið 1911 réðist hann til Englands á botnvörpung, og fiskaði það ár norður í Ishafi og Hvítahafi. Voru fiskiferðir þessar einatt hinar mestu svaðilfarir, sakir illviðra og hafnleysu. Ari síðar hélt hann til Vesturheims, 27 ára gamall. Atti hann þar nákomin ættmenni, svo sem móðursystkini sin, Guðmund heitinn Búddal Jónsson, Mozart, Sask , og Mrs. Fríðu Eastman, bú- sett i Norður-Dakota. Haustið 1915 byrjaði Jón verzlun i Mozart í félagi við H. B. Grímsson. Stundaði hann verzlun þessa í öll þau efni. Hið sanna var það, að efni ár, sem hann dvaldi í Mozart. Seinni | hans, hæfileikar og almennt traust verzlunarfélagar hans voru O. Helga- ! gerðu honum nokkurn veginn létt son og Brynjólfur Arnason. Jafn- um að hverfa að hverju þvi ráði, er framt hafði hann á hendi sölu lífs- | honum hefði verið hugstæðast. ábyrgða, svo og margvísleg önnur I Veturinn gerðist síðbúinn. Þurrir umboðs- og trúnaðarstörf fyrir ein- vorkuldar héldust lengi fram eftir. staka menn og félög. Avann hann j Var sem fannir og ísa ætlaði aldrei sér á þessum árum allra manna traust og velvild og allgóð efni. Arið 1921, 28. maí, kvæntist hann ungfrú Kristínu Sveinsdóttur Hall- dórssonar frá Foam Lake, Sask. Stundaði hún kennslustörf í Vatna- byggð, að loknu kennaraprófi við Saskatoon Normal School. Lifir hún mann sinn og dvelur nú ásamt tveim ungum sonum þeirra i Wynyard Sask Heitir sá eldri Sveinn Albert Jón, 7 ára (f. 8. júlí 1923) og Jón Linne Finnur, á 1. ári, fæddur að föður sínum látnum, 9. des s.l. 1 júlímánuði 1927 seldu þeir félag ar Jón og Brynjólfur verzlunina og leigðu verzlunarhúsin. Um næstu áramót ferðaðist Jón með fjölskyldu sína til Califomíu, heimsótti frænd- ur og gamla sveitunga og kynnti sér land og lýð. Með vorinu hvarf hann norður aftur. Þegar til Mozart kom lá fyrir honum símskeyti um drukkn un Kristjáns bróður 'hans, útvegs- bónda í Sandgerði. Brá hann þá skjótt við og hélt til íslands ásamt konu sinni og barni, til fundar við foreldra sína og systkini. Um haust- ið kom hann aftur vestur um haf og dvaldi þann vetur í Wynyard. Var hann um þessar mundir óráðinn í þvi hvað hann mundi taka fyrir. Feg urð og veðurblíða Californíu freist- uðu hans. Meira langaði hann þó til þess að reyna gæfuna á norðurveg- um, t. d. i sambandi við hina nýgerðu járnbraut til Hudsonsflóann. Mest langaði hann þó eflaust til að vera kyr þar í Vatnabyggð. Hafði hon- um ávalt liðið þar vel. Atti hann þar orðið heila herskara af vinum og samherjum, sem honum var óljúft að skiljast við. Svo íslenzkur var hann að lunderni og skoðun, að frá byggtfum Islendinga og félagsmálum vildi hann ógjama hverfa. Um þetta reit hann mér nokkrum sinnum um veturinn 1928—29, en eg dvaldi þá i Chicago. Tímaf' voru þá örðugir í Vatnabyggð og lítið útlit fyrir við- unanlega atvinnu. All illt, hins veg- ar, að höggva þá römmú taug, er rekka dregur til föðurtúna og fóstur- byggða. Eigi þó svo að skilja, að þetta væri honum þungbært áhyggju- 8. maí Blíðstafir hans urðu Jóni Finnssyni banarúnir. Jón heitinn var tæplega meðalmað- ur að hæð, en þrekinn vel og knár — enda marghertur af vosbúð og á- reynslu langvarandi sjómennsku. — Enn eru þeir gamlir Frónbúar uppi standandi hér vestra, sem vita það af reynslunni, að lífhræðslan og gust- ukasemin við sjálfan sig venzt af þeim, sem ala aldur sinn á sjótrján- um. Kveifarháttur hóglífsins þrífst þar ekki. Þess sá og merkin á hátt- semi Jóns. Fyrst eftir að hann kom austan um haf vakti hann þeim, er hann bjó hjá, bæði hroll og hræðslu, með því að baða sig úr jökulköldu vatni og kasta sér í sýki og tjarnir, er naumast / voru afísa. Raunar þykir nú þetta ekki svo geigvænlegt háttalag heima á Fróni. Það er miklu fremur landssiður og talið mjög heilsusamlegt. Minnist eg þess frá unglingsárum minum — og var þó ekki beinlínis talinn með hetjum — að við félagar köstuðum okkur í sjóinn áður en snjóa leysti af lág- lendi, ef gott var veður, og þótti frem ur hollt en karlmannlegt. I hinni snöggkomnu hitasterkju hins fyrsta verulega sumardags, kemur gamla vanahvötin yfir Jón og verður gætn- inni yfirsterkari. Gleymir hann nú því, að alllangt er síðan að hann naut herzlu i svaðilförum sjómennskunn ar; að nú hefir þægindalíf landmenn- ingarinnar árum saman lamað þrek hans; að skarpasti heilsuþróttur æskunnar er dvínaður, því að nú var hann senn hálf-fimmtugur að aldri. Svo gætinn og hygginn sem hann var, þá hugleiddi hann það ekki, að því er virðist, að hann þoldi ekki nú það sem honum var einu sinni hægur leikur og hressing. Hann hyggst að taka bað í tæru stífluvatni 2 mílur suður af Wynyard. Þótt sólin skíni og sumarvindar blási, er jörðin og vatnið helkalt. Crti á brautinni stend ur bifreiðin og á vatnsbakkanum bíða hrein nærföt. Hvað sem fyrir hefir komið — krampi, hjartabilun eða fótaskortur á kjarrgrónum stíflu- barminum, er gerist snarbrattur strax og út í er komið — þá vitjaði hann þeirra aldrei. Hins vegar vís- uðu þau leiðina til hans, er leitin var hafin, Ardegis næsta dags var lík hans slætt upp úr stífluvatninu. * * • Jón heitinn Finnsson (í þessu landi kallaði hann sig Jón F. Finnsson), var prýðilega greindur maður. Er mér ókunnugt um það, að hann nyti skólamenntunar, nema ef vera skyldi einhvers farskólanáms í æsku. Eigi að síður las hann og talaði þrjú tungu mál allvel, og skrifaði ágæta rithönd. Hann var og vel máli far- inn- Alit eg að snjöllustu óundir- búnu tækifærisræðuna hér vestra, hafi eg heyrt af hans vörum. Fylgd ist hann af áhuga með helztu úr- lausnarefnum samtíðarinnar, og þráði allt það, er miða mætti fram á leið, til almennraé velferðar og jafn- réttis. Norrænum minningum og ættarerfðum unni hann eindregið; var enda persónugervingur þeirra um flest það, sem betur má. Jafn- vel málrómur hans og orðalag minti mann ósjálfrátt á þrótt og stillingu þeirra manna, er áður voru “spakir” kallaðir. Trúaraugum leit hann á lífið og alheiminn, og átti þó rýninn og rannsakandi hug, er fjáði heimsk- una og træsnina, svo og öll höft van- ans og kreddukristindómsins, sem enn eru lögð á leitarfrelsi mannsand- ans. Hann var þá og einn ótrauðasti fylgismaður frjálslyndu trúarsam- takanna í sinni byggð, og fómaði um- yrðalaust í þeirra þágu miklum tíma og fyrirhöfn. Það var sannfæring hans að með málstað trúarbragðanna — andlegu lifsskýringunni — stæði menning alþjóðar eða félli. Þenna málstað bæri því hverjum trúhneigð um manni að kannast við í orði og verki. Til þess að það gæti orðið, yrði að boða þenna málstað á þann hátt, að viti bornir menn og upp- lýstir gætu ráðvandlega aðhyllst hann. A þessari sannfæringu bygði hann fylgi sitt við frjálsa kirkju. Og meðan hans naut við, átti sunnu- dagaskóli Mozartsafnaðar i honum einn sinn ötulasta og ástsælasta vin. Þótt Jón stundaði verzlun, var hon um sá starfi ávalt heldur um geð Hann hafði óbeit á peningum!. Hon- um ógnaði það auðshyggju fyrirkomu lag, sem meðal annars ýtir undir ó- bilgjarna menn að rækta fýsnir og veikleika bræðra sinna sér til fjár. Hins vegar fórst Jóni fésýsla vel úr hendi — eins og hvert annað starf, er hann hefði tekið sér. Hann var kapps- og athafnamaður að upplagi Jón var maður óvenju ljúfur í lund. Hver sem í hlut átti, ungur sem ald- inn, var viðmótið eins glatt og gott. Sá eg hann aldrei skifta skapi, og hélt han þó öllun sínu fyrir hverjum sem var. Fékk hann enda lítið til- efni til skapbrigða. Návist hans kallaði aldrei annað en það bezta fram í samferðamönnunum. Flest- öllum hafði hann gott gert; flestöll- um var vel til hans. Jafnvel einbeitni hans í kirkjumálum skerti á engan hátt vinsældir hans né verzlun — og þættu það nokkur tíðindi í sumum byggðum vorum. A heimili þeirra hjóna var löngum þétt setinn bekk- urinn og beini veittur ástúðlega öll- um, sem að garði bar. Þar var og at hvarfs að leita þeim, er á lá, þegar slys eða veikindi eða aðra nauð bar að höndum. Einhvern veginn höfðu allir kjark til þess að biðja Jón Finnsson um greiða. Sannmæli var það, er vinur minn sagði um Jón í nýkomnu bréfi: “Léttur var fótur hans og höndin heil, þegar hann var að greiða götu samferðamannanna. Og þú mannst hverra launa hann æskti — that you should pass it on.” (að þú létir þann næsta njóta þess.) Fyrir því er eigi að undra, að fréttin um hið sviplega andlát hans barst sem örskot fjær og nær. — Byggðarbúum féllust orð og hendur. Fjarlægum vinum veittist örðugt að átta sig á tildrögunum. Leyf mér, lesarl m:nn, að segja þetta að endingu: Eftir margra ái;a kynningu við þenna mann, finnst mér hann vera ein bezta og blessaðasta mannssálin, sem mér hefir auðnast að þekkja vel. Menn, sem eru svo alhliða um allt það, er horfir til lifs og láns, eru tiltölulega nauðafáir. Ættum vér nógu marga slika menn. gætum vér ugglausara treyst þvi, að mannfélagið sé á lífsstefnuleið, en ekki helstefnu. Menn eins og Jón heitinn Finnsson eru vegabréf nor- ræns manngildis og lífshugsjóna, er nú hafa staðist þúsund ára þolpróf. Jarðsetningin fór fram sunnudag- inn 12. maí, með aðstoð þess er þetta ritar- Hófst með húskveðju að dval- arheimili hins látna í Wynyard. I kirkju Quill Lake safnaðar fór fram vegleg kveðjuathöfn á íslenzkri og enskri tungu. Þaðan var farið aust- ur í grafreit Mozartbyggðar. Naum- ast eru til dæmi í Vatnabyggð um svo fjölmenna líkfylgd sem þá, er fylgdi Jóni til grafar. Af ástvinum hans voru viðstaddir: kona hans og sonur, og systir hans Jóhanna, þá nýkomin með bróður sínum frá Is- landi. Stadaur að Point Roberts, Wash., 10. júlí 1930. Friðrik A. Friðriksson. að leysa. Loks kom fyrsti sólhlýi sumardagurinn — miðvikudagurinn Vantar 100 Menn Stöðug, vel borguð vinna Oss vantar fleiri menn undireins og borgum 50c á kl.tímann áhuga- miklum mönnum. Part af tímanum borgað fyrir meðan þú nemur iðn sem vel er borguð svo sem Auto Mechanics og G&rage vinna, En- gineering og raffræði, plastering, tile setting og húsavírun. Einnig rakara-iðn, sem er hrein inni vinna. Menn hætta erfiðisvinnu og nema nú iðn sem betur er borguð. Skrifið eða komið eftir fríum bókum um tækifærin hjá Dominion. The Dominion er með stjómarleyfi starf- ræktur með frírri atvinnudeild. Vér ábyrgjumst að gera menn á- nægða. Þetta er stærsta stofnun sinnar tegundar, með útibú hafa á milli í Canada og Bandaríkjunum. Utanáskrift vor er: f^QMlNION^ÍPAP! SCHCXDUS 580 MAIN STKEET WIVNIPBG - MANITOBA Spurningu svarað, Eftir dr. Helga Pjeturss. I. “Höfum vér lifað áður?” spyr írski rithöfundurinn Shaw Desmond, í Lesbók Morgunblaðsins 14. sept. Og er bersýnilegt, að hann heldur sjálf- ur að þeirri spumingu verði að játa. Og er þó hitt rétt. En ekki er að furða, þó að sú trú, að menn séu endurbomir, hafi komið upp og náð VISS MERKI 135 Hin undursamlegu lækningar-efni Gin Pills, er verka beint á nýrun, hreinsa þvagið, lina og lækna sýktar líhimnur, koma blöðrunni aftur í samt lag, sem sé veita varanlega bót á öllum nýrna- og blöðmkvillum. 50c askjan í öllum lyfjabúðum. mikilli útbreiðslu. Því að sú skýr- ing liggur beinast við, þegar menn virðast sjálfir eiga endurminningar einhverra, sem áður hafa lifað, og alveg má ganga úr skugga um að endurminningar þessar séu réttar, en ekki neinn hugarburður. Hvergi mun trúin á endurburð vera ríkari en í Tíbet, þar sem hæst er mannabyggð á jörðu hér. En í Evrópu mun sú trú vera algengust á Frakklandi, og er það sennilega að rekja til grískra á- hrifa, sem þar í landi hafa verið sér- staklega sterk, eins og tungumálið ber ljóslega vott um. En Grikkjum Þöríin í ár er mikil— — Hjálpið til að lina neyð og kvali ír Tuttugu ,.og fimm læknarstofanir vinna mikið og þarft verk á meðal bágstaddra í Winnipeg. Þær hjálpa öllum sem bágt eiga án tillits til þjóðernis eða trúarbragða. Þessar liknarstofnanir eru að mestu leyti studdar af Winnipeg Community Fund, sem er sjóður, sem allir fbúar Winnipegborga leggja fé í. 1 ár er meiri nauðsyn en nokkru sinni fyr að styðja þessar stofn- anir. Gefið þ\1 óspart til. WINNIPEG COMMUNITY FUND Sem stjórnað er af THE FEDERATED BUDGET BOARD Ineorporated - , Ferðist Með Canadian Pacific brautinni tii GAMLA LANDSINS f SAMA VAGNINUM ALLA LEIÐ , til skips í W. Saint John, N. B. í desember sigla Duchess of York desember 5 Duchess of Richmond . .desember 12 Montclare '. .desember 13 Duchess of Atholl desember 16 Farg; öld lœgri yfir desembermánuð l • Skrifið yður fyrir plássi hjá agentum r/\LiriL Skemtiferðir bæði til Kyrrahafs og Atlantshafsstrendar J

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.