Heimskringla - 29.10.1930, Síða 4

Heimskringla - 29.10.1930, Síða 4
4. BLAÐSIÐA WINNIPEG 29. OKTÓBER, 1930. ^rdmskringlst (StofnuO 1886) Kemur út á hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKINO PRESS. LTD. 8S3 og 885 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimi: 86537 Verð blaðsins er $3.00 árgangurinn borglst fyrirfram. Allar borganir sendist THE VTKING PRESS LTD. XJtanáskrift til blaðsíns: Manager THE VIKING PRESS LTD., 853 Sargent Ave., Winnipeg. Utanáskrift til ritstjárans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent A je., Winnipeg. "Heimskringla” is published by and printed by The Viking Press Ltd. 853-855 S'rrgent Avenue, Winnipeg, Man. Telephone: 89 994 WINNIPEG 29. OKTÓBER, 1930. Þjóðféla;smál i. íþúar þessa bæjar munu með ánægju hafa lesið I dagblöðunum síðastliðna vikiu yfirlýsingu verkamálaráðherra fylk- isins, Hom W. R. Clubb um jjað, að áður en vika þessi væri liðin, yrðu tuttugu og sex hundruð manns teknir til starfa við vegabætur og fleira, er hér er nú verið að færast í faifg til þess að bæta úr atvinnu- leysinu. Er öl lumsjá þessa starfs í hönd- ium fylkisins. En auk þess eru jámbraut- arfélögin að hrinda af stað störfum, sem veita munu eins mörgum eða fleirum at- vinnu. Þá er og bærinn að byrja á brúar- gerð og fleiru, og einstakir menn eru margir aftur teknir til starfa við húsa- gerð. Verkamálaráðherranum segist svo frá, að vikukaup þeirra, er hjá honum vinni, nemi áttatíu þúsund dölum. Hvað miklu öll þessi aukna vinna nemur, gefumst vér upp við að rekna. En að hún bæti hag bjargræðislausra manna til muna, getur engum dulist. Og svipað þessu er nú að gerast í öll- um fylkjum landsins, og virðist nú óðum vera að stefna í þá áttina að atvinnuleys- isbölinu verði bægt frá dyrum þessarar þjóðar. Og forgöngumaður að þeirri breytingu til batnaðar, sem augljós er orðin í þessu efni, er forsætisráðherra Canada. Hefði hann ekki beitt sínum miklu áhrifum eins og hann gerði í atvinnuleysismálinu, hefði aUt enn setið við sama keip, eða öllu heldur farið hrakvarsnandi. Því að eins og menn muna, taldi fyrverandi forsætis- ráðherra hvorki sér eða sambandsstjórn- inni koma þau mál við. Þegnar ríkisins máttu svelta og fara alls á mis og æðsta stjórn landsins taldi sér það óviðkomandi! Og aðal málgagn liberala, Free Press, og allir “aftan-í-oss” sneplar þess héldu hinu sama fram, en létu sér svo koma það á óvart, þegar þessi dýrðarsól Kingstjórn- arinnar seig niður í djúpið í síðustu kosn- ingum, og meirihhiti kjósenda lýsti með því skoðun sinni á þessari ábjrrgðarlausu pólitík. En þó að liberölum komi það á óvart, að þegnar Canada láti eigi hæða sig af valdhöfum sínum, eftir að búið er að steypa landinu af óstjórn í hálfgildings hallæri, þá ættu þeir þó að vera nógu vitrir til þess að setja sig eigi á móti bar- áttu umbótamannanna, þegar þettr eru loksins komnir að völdum, og reyna að gera þá tortryggilega í hvívetna. Nóg var áður komið. Og nú dugir enginn alvöru- laus stjórnmála^orgeir. Landið þarf bjargar við. II. Þegar fylkisþingið í Quebec kemur sam an, er sagt að þar muni verða borið upp frumvarp um aukin kvenréttindi. Ekki er þó svo að skilja, að í því eigi að felast að þær fái atkvæðisrétt/ Það er til of mikils mælst af Quebecfylki, að fara fram á slíkt. Konan er í augúm íbúanna í þenna heim fædd til að gæta heimilisins, en gefa sig ekkert við öðrum störfum þjóðfélagsins, með því að hún er ekki nógu miklum gáfum af guði gædd til þess. En kvenfélög hafa nú samt risið þar upp, er að kvenréttindamálinu starfa og hafa þau haft nokkur áhrif út á við, svo enda þó að forsætisráðherrann, Taschereau, sé andvígur kvenfrelsisbraski og álíti þjóðfé- laginu fyrir beztu, að kvenþjóðinni sé hald- ið í skefjum, eins og nú er gert í Quebec, hefir krafan þó orðið það alvarleg um auk- in réttindi hennar að nokkru, að hann treystir sér ekki sem stjómarformaður að synja þeim algerlega um beiðni sína. Og það er ástæðan fyrir því að hann hefir lof- HEIMSKRINGLA ast til að bera frumvarpið upp á komandi þingi. En í hverju eru fólgin þessi réttindi, er frumvarpið fer fram á? Eins og kunnugt er, eru lög Quebecfylkis allt önnur en hinna fylkja landsins. Það eru hin gömlu frönsku lög, sem kennd em við Napóleon, sem þar eru ríkjandi. En þau eru seytjándu aldarleg í eðli sínu, og gagnvart konunni mega þau heita kúgunarlög. Konan er í engu sjálfri sér ráðandi og skoðast ekkert annað eða meira en eign mannsins, eins og búfénaðurinn. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt, sem mikill vafi leikur þó á að gert verði, hefir eiginmaðurinn ekki rétt til þess að selja eða farga eignum hjónanna að konunni fornspurðri, ðins og nú á sér stað. Samkvæmt frumvarpinu er konunni einnig heimilað að leita réttar síns fyrir dómstól- um fylkisins, ef henni er veittur áverki, án þess fyrst að sækja um leyfi til þess hjá eiginmanninum. Annað mikilsvert atriði í frumvarpinu er ákvæðið um það, að giftar konur, sem vinna sér inn fé sjálfar, eigi öll umráð þess fjár. En samkvæmt núverandi lögum Que- becfylkfs, verða þær að afhenda eigin- mannínum vinnnlaun sín, ef hann krefst þess. Er haldið að þessi krafa þyki beisk á bragðið. Á þinginu í fyrra var borið upp frumvarp um það, að veita konumdeyfi til þess að yfirfara bækur, ef þær hefðu leyst af hendi próf, eins og af karlmönnum er krafist til þess. En Taschereau forsætis- ráðherra kastaði því út og bar því við, að áf þetta starf yrði lægra litið og með minna trúnaðartraustí, ef kvenfólk{ væri hleypt upp í þá stöðu. Jafnvel þó ekki sé nú fram á meira far- ið en í þessu frumvarpi felst, og sem ekki er nema aðeins nokkur hlutj þeirra rétt- inda, er konur í öðrum fylkjum landsins njóta, er hitt þó talið eins líklegt, að það verði ekki samþykkt af þinginu óbreytt. — Lengra er nú kvenfrelsishugmyndin ekki komin enn í almenningsálitinu í Quebec- fylki. III. Lögberg hefir í ritstjórnardálkum sínum öðruhvoru verið að hella úr bikar vandlæt- ingarinnar yfir Bennettstjórnina, vegna framkomu hennar í sambandi við vín- smyglun á vötnunum í Austur-Canada. Hvað stjórnin hefir til saka unnið í þessu efni, er erfitt að átta sig á, því Lögberg færir heldur lélegar ástæður fyrir því máli. Nokkra smyglara hefir stjórnin náð í og sektað fullum fetum. Hvað ann- að var hægt við þá að gera, er oss ekki ljóst. Hins skal getið, að lögin, sem gerð voru á síðasta þingi Kingstjórnarinnar, og hefta áttu þá glæpsamlegu smyglun, er fram fór öll síðari stjórnarár Kings, voru mjög ófullkomin og illt og kostnaðar samt að framfylgja þeim. Bennettstjórn- in 'hefir aukið og bætt þessi lög á þann hátt, að miklu hægara er nú en áður að hafa hemil á lögbrjótunum. Er það eink- um fólgið í því, að eftir því er nú strang- lega litið, að áfengi það, sem stjórn- in leyfir skipum að flytja til vissra hafna í Canada, sé þar affermt. Komi það í ljós, að það sé ekki gert, dylst ekki að smyglun hefir átt sér stað. Og þá er á- valt hægt að hafa uppi á sökudólgunum og koma fram verðugri hefnd á þá. Eft- irlit stjórnarinnar með vínsmyglun er því strangara og fullkomnara nú en nokkru sinni fyr. Hitt skal játað, að það mun reynast erfiðara að koma í veg fyrir vín- smyglun annarsstaðar en á skipunum, því eftir leynigötum og þjóðvegum má búast. við að vagnar lögbrjótanna stelist með áfengið eins og þjófar á nóttu suður til Bandaríkjanna enn, eins og þeir hafa áð- ur gert. En þó erfitt tee við slíkt að ráða, er ekkert látið óreynt til að stemma stigu fyrir því. Ummæli Lögbergs um fram- komu Bennettstjórnarinnar í vínsmygl- unarmálinu, geta því skoðast ómerkilegt rugl, jafnvel þó ekkert tillit sé tekið ti! hins, hve illa það situr á liberölum að vera að gera sig að vandlæturum í þessu máli, með sögu Kingstjórnarinnar sér að • baki. IV. Gauragangur var talsverður um tíma í haust í Montreal út af því hvar stöðvar C. N. R. kerfisins skyldu reistar. Á sam- bandsþinginu s.l. vetur var samþykkt að verja til þess $50,000,000 að koma upp stórhýsi þa/r, er vera skyldi aðalstöð fé- lagsins í Canada. Hafði staður verið val- inn í bænum til þess af Mr. Thomton, stjórnanda þjóðbrautakerfisins, en lengra var málið ekki komið er stjórnarskiftin urðu í sumar. Eftir kosningamar reis borgarstjórinn í Montreal, Mr. Houde, upp gegn þessum ráðstöfunum, og lagði til að stöðvar fé- lagsins yrðu ekki reistar á þeim stað í bænum, er Ukveðið hafði verið. Og með það í huga að fá þessu breytt, er nefnd send á fund Bennetts forsætisráðherra til Ottawa. Var Mr. Houde formaður farar- innar. Hann er leiðtogi conservatíva í Quebecfylki og þótti fyrir framgöngu<sína í síðustu kosningum líklegur til að geta haft áhrif árBennett í þá átt, að fá þessu breytt. En raunin varð hér ailt önnur. Enda þótt Bennett kynni að meta starf flokksleiðtogans, lét hann ekki það glepja sér sjónir á að fylgja því einu fram, er sámkvæmt hans eigin skoðun var réttast. Sagði hann nefndinni, að sér þætti flest vel ráðið, er Mr. Thornton gerði í þágu þjóðbrautakerfisins, og svo væri að þvi er þetta atriði snerti. í annan stdC tefði það nú fyrir því, að á verkinu væri byrjað, að breyta hinum fyrri ráðstöfunum, en það kæmi atvinnulausum mönnum illa. Varð nefndin að fara heim við svo búið og urðu það lyktir alls þessa gauragangs. Á aukaþinginu í Ottawa í haust hélt fyrverandi forsætisráðherra Mackenzie King því fram, að Bennett stjórnaði eins og einvaldskonungur og færi sínu fram hvað sem hver segði. Það mus sanni næst, að á stjómartaumunum hafi hér sjaldífn verið sterklegar tekið en síðan þeir konmi í hendur Bennetts. Ber margt vitni um það, að hann meini það sem hann segir, svo sem hinar skjótu efndir hans á kosningaloforðunum sýna, fram- koma hans í glertollsmálinu o. fl. Og þetta atriði, sem hér að ofan er minnst á, sýnir það einnig ótvírætt, að hann vinnur það ei fyrir vipskap, að víkja frí því, sem hann álítur réttast. Mun cana- diska þjóðin brátt læra að meta þá stjórn- areiginleika núverandi forsætisráðherra. V. Samkvæmt gerðum sambandsþingsins s.l. maí, er nú viðskiftasamningur Canada og Nýja Sjálands úr sögunni. Tollurinn á smjöri frá Nýja Sjálandi er því nú átta cent, áður var hann eitt cent á pundinu. Síðustu mánuðina áður en tollurinn hækk- aði, hrúgaðist ósköpin öll af smjöri inn í landið. Og allt innflutt smjör á árimu, er endaði 31. ágúst, nam nærri 47 miljón- um punda, sem að mestu kom frá Nýja Sjálandi. Afleiðingarnar af þessu eru nú þær, að um þrjátíu og átta miljónir pd. af smjöri eru nú óseld í frystihúsum Canada. Er vonandi að samningar þeir, er verzlunarráðherra Canada, Hon. H. H. Stevens, er nú að semja um við forsætis- ráðherra Nýja Sjálands, er ásamt Mr. Stevens er staddur í London á Englandi, verði Canada hagkvæmari en hinn fyrri samningur hefir reynst frá byrjun. Varnarræða J. Thorsonar Oss er það mjög ljúft að birta hina kurteislega rituðu grein hr. J. T. Thorson- ar, sem prentuð er á öðrum stað hér í blaðinu. Væntum vér að dr. Thorson skilji það, að oss er engin aufúsa á því að sanna á hann neinn ódrengskap eða óþjóðrækni, enda viljum vér benda honum á það, að vér höfum áður í ritstjórnargrein í Hkr. 20. ágúst látið þá skoðun í ljós um hann persónulega, að hann væri á margan hátt hæfileikamaður og hinn gegnasti dreng- ur. Tókum vér og það fram í síðasta tbl. að oss hefði verið það mjög óljúft að blanda honum nokkuð inn í þessar um- ræður og hefðum alls eigi gert það fyrir annað en ítrekaðar árásir á blaðið fyrir að hafa ekki stutt hann í nýafstöðnum kosn- i»gum, sem birzt hafa í Lögbergi, bæði greinum dr. Sig. Júl. Jóhannessonar og ritstjórnargrein í 33. tbl., þar sem talað er um “sviksemi” Hkr. í garð Thorsons í sambandi við kosningarnar. Trúðum vér því að vísu eigi að hr. Thorson stæði að baki þessum greinum, fyr en grein föður hans birtist í 41. tbl. Lögbergs, þar sem enn var tekið í sama streng. Þá fannst oss það ótrúlegt, að maður honum svo ná- kominn færi að rita um hann án hans vit- undar og bera á hann staðlausa stafi. — Fannst oss því eðlilegast að líta þannig á, að þetta væri afstaða Thorsons yngra sjálfs í málinu, og munu allir sanngjarnir menn virða oss það til vorkunnar. — Á þessu var ádeila vor á hr. Thorson byggð í grein hr. Stefáns Thorsonar er það skýrt tekið fram, að hr. J. Thorson hafi “ekki dulist hversu mikla minnkunn Heimfararnefndin var að gera þjóðflokki sínum hér vestra", og hafi því “neitað að flytja fjárbón hennar við stjórnina í Ottawa’’. Hins vegar tekur hann það þrisvar sinnum skýrt fram, að dr. Brand- son hafi að tilhlutun Thorsons verið send- ur heim sem fulltrúi Canada og að dr. J. Thorson hafi ráðlagt stjórninni þetta. — Með það fyrir augum, að hr. Thorson var og er víst enn í Heimfaramefnd Þjóðræknisfé- lagsins, en tekur þó iupp þykkju sjálfboða og ráðstafar því að foringi þeirra er sendur heim sem fulltrúi Canada á Alþingis- hátíðina, eftir því sem hr. Ste- phen Thorson segist frá, þá er eigi hægt að álykta öðruvísi en svo, að hann hafi brugðist þeirri nefnd, er hann átti sæti í, vegið aftan að henni, og gengið í lið með þeirri nefnd, er sett var henni til höfuðs. Þetta væntum vér að hr. J. Thorson skilii að er eðlileg ályktun. Auðvitað er það rétt hjá hr. Thorson, að hann var á engan hátt skyldugur til a.ð vinna með heimferðarnefnd Þjóðræknisfé- lagsinsí, frekar en t. d. Heims- kringla var skyldug til að styðja hann, að öðru leyti en því, að hann hafði einu sinni tekið sæti í nefndinni og eigi sagt sig úr henni, er honum fór að þykja sjálfboðanefndin hafa betri má-l stað. og hefði það þó vitanlega verið eðlilegast, ef afstaða hans hefði verið sú hin sama og föð- ur hans segist frá. En nú gefur hr. J. Thorson á þessu aðrar skýringar, og er eigi nema sjálf - sagt að líta á varnarræðu hans. Viljum vér aðeins benda hr. .T. Thorson á það, að eins er farið með aðrar ályktanir Hkr.. sem honum eru viðkomandi, að bær eru gerðar beint eða óbeint í tilefni af grein föður hans. Oss mundi aldrei hafa dottið í hug að bera brieður á það, að 'lhann hefði fulla verðleika ti! doktorskiörs fyrir sakir lærdóms og hæfileika. en aðeins mót- mæltum vér bví. eins og dr. J. Thorson gerir líka sjálfur, að hann hefði haft það fyrir “þjóð- rækni’’ hans í bessu máll, eins og faðir hans lvsir henni. Og hinu sama gegnir um það, er vér segjum að hann hafi ekki þegið heimboð íslands, að þá er það gert í beinu tilefni af því, að oss virðist það liggja í ummælum föður hans. að hann hefði bein- líris lítilsvirt heimboðið, “ekki þurft að fara.” Nú er það ekki nema í alla staði sanngjarnt að hlusta á málsbætur hr. J. Thorsons. Og eftir að hann hefir lýst því yfir að faðir sinn hafi ritað grein bessa án hans vitundar eða sam þvkktar, þá er oss Ijúft að játa að það breytir málstað hans að miklum mun. Verður þá grein Thorsons eldra að skoð- ast sem furðulegt gönuhlaup syninum til ógagns, og viljum vér sem mest leiða hjá oss deil- ur þeirra feðga, nema hvað sjálfsagt er að ljá athugasemd- um dr. J. Thorsons rúm, þótt þær að svo komnu máli hljóti aðallega að skoðast sem leið- rétting við grein föður hans, og þær ályktanir, sem eðlilegt var að dregnar yrðu af henni. Skyldi það sannarlega enga gleðja fremur en oss, því meiri drengskaparmann, sem hr. J. Thorson getur gert sig af þess- um málum, og hefði hann get- að sparað oss mörg orð við hr. Thorson eldra, ef hann hefði verið svo góður að leiðrétta grein hans fyr. Kvalir og kirkjur óhemju stormur með fannkomu og frosti æddi yfir sléttufylkin Al- berta og Saskatchewan fyrir nálega tveimur vikum síðan. Og þó jafnan megi eiga von snöggra veðrabreyt,- inga á sléttum vesturfylkjanna, mun þó vetrarveðrið að þessu sinni hafa náð mönnum og málleysingjum fram- ar venju óviðbúnum. — Að minnsta kosti þeim hópi manna, sem jafnan eiga í höggi við þá bölvun, sem at- vinnuskortur og allsleysi skapa. Þeir sem leið hafa átt um götur stórbæjanna undanfarna daga, hafa orðið að horfa á þá staðreynd, að veturinn var sérlega óvelkominn, svo skyndilega og fyrirvaralaust sem hann kom. — Þeir hafa ekki getað umflúið það, að horfast í augu við örbirgðina, — menn, sem sökum skjóls- og fæðuskorts, líða þjáning- ar. Það breytir ekki ástandinu, þó kornhlöður landsins séu sagðar full- ar af fæðuefni, sem ekki er hægt að selja. Þær eru lokaðar. Og (það er kunnugt, að gerist einhver hinna hungruðu svo djarfur, að afla sér brauðhleifs um búðarglugga, (eins og átti sér stað í Saskatoon nýlega), er hann sendur til Prince Albert til varðveizlu. — Þar fær hann að vísu brauð og þak yfir höfuðið í 30 daga. Meðan tíðin var mild, hélst hópur þessara öreiga við undir beru lofti um nætur. Skjól fyrir sárasta næt- urkulinu fundu þeir víða, og degin- um var varið í leit eftir vinnu, eða einhverju til að seðja með svanginn. En þá byltust hamfarir vetrar yfir D0DD5 í fullan aldarfjórðung hafa> Dodds nýrna pillur verið hin viðurkenndu meðul við bak- verk, gigt og blöðru sjúkdóm- um, og hinna mörgu kvilla, er stafa frá veikluðum nýrum. — Þær eru til sölu í öllum lyfja- búðum á 50c askjan e,a 6 öskjur fyrir $2.50. Panta má þær beint frá Dodds Medicine Company, Ltd., Toronto, Ont., og senda andvirðið þangað. líkna striðanda lýði. og lækna lifenda sárin.”, En svo geyma máske enskar sálma- bækur bænir, hliðstæðar sálmi Matt- híasar, þó mér séu þær ekki kunnar. Já, kirkjukjallararnir og kornhlöð- urnar eru með hespu og lás fyrir. öreigalýðurinn má svelta í hel og gaddfrjósa þess vegna. Komhlöðurnar teygja slg upp úr sléttunni miklu eins og matgráðug tröll, sem gleypt hafa ávöxtinn af erfiði þrælkaðrar bændastéttar. Kirkjukjallararnir sorgleg and- stæða þeirrar staðhæfingar, að “Grundvöllurinn sé Kristur.” Saskatoon 20. okt. 1930. Asgeir I- Blöndal. Opið bréf til Hkr. To the Editor of Heimskringla: I have read the article appearing in Lögberg in the issue of October 16th entitled "Hvers vegna? Vegna þess.” and signed by my father Stephen Thorson, and I have also read the reply thereto appearing in Heims- kringla in the issue of October 22nd, entitled “öldungunum hnignar” and unsigned. It has not been my practice to en- gage in newspaper controvérsies and I would not have taken the trouble to comment on either of the above articles if the fact upon which they were based had been correctly stat- ed. I would be the last man in the world to deny to others the right of forming their own opinions and of giving expression to them, no matter how greatly they differed from my own. I believe that I have a repu- tation for being fair minded and I value that reputation. May I say in the first place that the article signed by my father was written and published without my knowledge or consent and certainly without my approval. It must not be assumed either that I identify my- self with my father in all his remarks. They are his, not mine. Nor do I intend to engage in controversy with anyone regarding the merits or de- merits of either of the factions en- gaged in the recent regrettable con- troversies relating to the participa- þessa örðugu aðstöðu, og hröktu varnarleysingjana út á gaddaðan víðavang. Næstu sporum var þá stefnt að kærleiksborðum kristinna meðbræðra, með von um einhverja úrlausn til skjóls og saðnings. Leit- aði hópur í þessu skyni inn á skrif- stófu “The Saskatoon Star-Phoenix” í Saskatoon. Tók blaðið vel við málaleitun þeirra og flutti ritstjórn- argrein um ástandið næsta dag; (þess má geta hér og þakka, að blað- ið safnar stórum sjóð árlega til hjálp ar líðandi fólki), og sagði að vakið hefði verið máls á því, að opna kjall- ara undir kirkjum bæjarins, fyrir þessu allslausa fólki, að það gæti þar dvalið i skjóli um nætur, og óskaði blaðið að kirkjustjórnir í bænum at- huguðum málið með samúð. Það eru margar kirkjur og stórar i Sas- katoon — eins og í Wynyard og víð- ar — og ef horfið hefði verið að þessu ráði, væri enginn húsvilltur um nætur í Saskatoon. En hvað skeður ? Steinhljóð frá forkólfum kirknanna! Og hvi er líka blaðið svo hlálegt að halda, að kirkjur séu byggðar til slíkra líknarverka, sem að hýsa ráf- andi, heimilislausan lýð, — þó kalt sé úti ? Væri ekki nóg ef söfnuð- umir kynnu íslenzku — að belja á hverjum sunnudegi bæn snillingsins og mannvinarins: "Faðir andanna

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.