Heimskringla - 29.10.1930, Side 6

Heimskringla - 29.10.1930, Side 6
«. BLAÐSÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG 29. OKTÓBER, 1930. ( ----------------------------------- Haraldur Guðinason Söguleg Skáldsaga ---eftir-- SIR EDWARD BULWER LYTTON Biskup var nýkominn frá konungshöllinni kvöld eitt til herbergja sinna í Lundúum (sem Voru í klaustri Benediktsmúnka ekki langt frá Aldgate) og sat inni í klefa sínum, hugsandi um samtal þeirra Játvarðar, er auðsjáanlega hafði mjög á hann fengið, þegar dyrnar opn- uðust skyndilega. Kom þar inn maður nokk- ur er fór svo geyst, að hann hratt til hliðar tnúnkinum, er ætlaði að tilkynna komu hans. Vonuj föt manns þessa svo volkuð af ferðalagi, Og svipur hans svo torkennilegur af hugar- stríði, að Alráður horfði á hann hissa, og bar eigi kennsl á að þar var kominn Haraldur jarl, fyr en hann tók að mæla. Var augnaráð hans svo tryllingslegt, andlit hans svo þungbúið og náfölt, að því var líkara að hér væri afturganga komin en lifandi maður. Jarl lokaði dyrunum á hæla múnkinum, stóð síðan eitt augnablik við þröskuldinn þrútinn af geðshæringu, er hann réði eigi við; gaf þeim sig algerlega á vald, fleygði sér að fótum biskups, faðmaði fætur hans, beygði höfuð í kné hans og grét hátt. Hinn góði biskup, er þekkt hafði alla Guðinasyni frá barnæsku, og unni Haraldi sem sínu eigin afkvæmi, spennti greipar ium höfuð Haraldar og mælti fram blessun sína yfir hon- um blíðróma og lágt. “Nei, nei!” hrópaði jarlinn, spratt á fætur og strauk úfið hárið frá augum sér; “blessa þú mig ekki nú! Heyr mig fyrst, og seg mér svo hverja huggun, hvern frið, kirkja þín getur mér veitt!’’ í skyndi sagði jarlinn frá óheillasögu er oss er þegar kunnug — um fangavistina í Bel- rem, öftrunina við hirð Vilhjálms, veiðibrellur hans, samtalið við lækinn, eiðstafinn er svar- Inn var við dýrlingabeinin. Er hann hafði frá þessu sagt, hélt hann áfram: “Eg komst út undir bert loft, eg vissi ekki fyr en sólin stafaði framan í mig, hvað fram kynni að hafa farið í sál minni. Eg var, á því augnabliki, sem afturganga er galdranorn hef- ir reist frá dauðum og blásdð í annarlegum lífsanda — lifandi lík, en eigi lífs. Þá var skyndilega sem djöfull hefði farið úr líkama minum, hlæjandi kufdalega að þeirri and- styggð, er hann hafði fengið duftið til að fremja. Ó, faðir, faðir! Er engin aflausn frá þessum eiðstaf — sem eg eigi voga að halda? Heldur vil eg meinsærismaður vera en föður- landssvikari!” Andlit biskups var jafnfölt og Haraldar, ' ög það leið nokkur stund áður en hann fengi svarað. “Kirkjan getur leyst og bundið — til þess hefir hún fullt vald fengið. En haltu áfram. Hvað sagðir þú síðast við Vilhjálm?” “Eg veit það eigi, man það eigi — nema þessi orð: ‘Gef mér þá nú þessa menn, fyrir hverra sakir, eg hefi gengið þér á hönd. Lát ínig flytja Haka til ættjarðar sinnar og Úlfröð i arma móður sinnar.’ Og við alla helga menn' hverju svaraði fúlmennið normannska, með leiftrandi augum og nöðrubrosi? ‘Haki skal ttieð þér fara, því hann er föðurlaus, og frænda ást mun eigi í fjarlægð brenna; en Úlfröður, somur móður þinnar, verður með mér að vera sem gísl, að þú haldir eiða þína. Gíslar Guð- jna eru lausir; en gísl heimta eg af Haraldi; er það aðeins gert til málamynda, en slíkir si|iir eru trygging þjóðhöfðingjum.’ Eg horfði fast á hann og hann leit und- an. Og eg sagði: ‘Eigi var þetta í samning- um.’ Og Vilhjálmur svaraði: ‘Nei, en þetta innsiglar hann’. Þá sneri eg mér frá hertog- anum og kallaði á bróður minn og sagði, ‘Yf- Ir haf er eg hingað eftir þér kominn. Stíg á hest þinn og ríð mér við hlið, því eigi mun eg úr landi án þín fara.’ Og Úlfröður svaraði: 'Nei, Vilhjálmur hertogi hefir sagt mér, að hann hafi við'þig samning gert og skuli eg enn vera gísl þinn; er nú Normandí orðið heimkynni mitt og elska eg Vilhjálm sem minn lánar- drottinn.’ Skarst nú odda með okkur, og reidd- ist Úlfröður svo að hvorki tjóuðu bænir né skipanir, og varð eg þess vís, að eigi á Eng- Jand sér stað í hjarta hans! Ó, móðir, hvemig get eg þér aftur fyrir augu komið? Sneri eg því aftur með Haka. En er eg sté fæti fyrst á England, virtist mér ímynd þess blasa við mér frá björgum þess, og rödd þess ávarpa mig í Vindinúm; og eg hrissti af mér hræðsluna við dauðra manna bein, léttari í skapi og fullur tyrirlitningar. Vesæl er lævísi launráðamanns- ins! Hefði eg verið bundinn við drengskapar- heit mitt aðeins, eða hefði eg unnið eið þenna eftir rækilega yfirvegun, og svarið við þann ó- breytta formála, er guði er geðfelldastur, þá hefði eg verið traustari böndum bundinn en þeim, er öll þessi vélabrögð og lævísi hafa á mig lagt. En eiðurinn fylgdi mér, hversu hart aem eg reið, og eg, sem aldrei hefi beygt mig í auðmýkt fyrir klerk eða kirkju, fann þá allt í einu nálægð æðra máttarvalds, er öruggari leiðsögn hefði að bjóða en hin stolta samvizka mín, er svo illa hafði brugðist mér! Þá kann- aðist eg við tiiveru þess háa dómstóls, sem er meðalgangari milli guðs og manna, og fann að til hans gæti eg skotið máli mínui og sagt, eins og eg segi nú knékrjúpandi: ‘Ó, faðir, lát mig deyja eða leys mig frá eiðstaf mínum’!’’ Þá reis Alráður úr sæti og mælti: “Ef eg þyrfti undanfærslu við, þá myndi eg segja, að Vilhjálmur hefði sjálfur leyst þig frá honum, með því að krefjast gíslingar af þér til tryggingar þessum glæpsamlega sátt- mála, að í sjálfum orðum sáttmálans lægi lausnin: ‘og hjálpi þér guð’. Guð hjálpar engu barni til foreldramorðs, og England er þitt for- eldri. En allar slíkar hártoganir eru ósæmi- legar. Lögin mæla skýrt fyrir um það, að eið sem svarinn er í ótta og neyð, hefir kirkjan vald til að ónýta, og sé eiðurinn svarinn um það að fremja glæp ,þá sé syndsamlegra aö halda hann en rjúfa. Þess vegna leysi eg þig ekki af þeirri synd, að hafa svarið eið ,sem þú hefðir aldrei svarið, ef þú hefðir betur treyst gæzku guðs og forsjón, en skammsýni manna og máttleysi, jafnvel þótt England ætti í hlut — því þess velferð er á valdi drottins — held- ' tur mun eg hugleiða, hverja yfirbót eg á fyrir þá synd að setja þér. En í nafni guðs þess, er eg þjóna, fyrirbýð eg þér að halda þenna eið og leysi þig frá lölium skilmálum þar að lútandi. Og ef eg í þessu bregst skyldu minni við hina heilögu kirkju í Róm, geri eg hana sem lifandi maður. Á mín gráu hár falli ábyrgð- in. Krjúp með mér fyrir framan þenna helga kross, sonur minn, og bið þess að með rétt- látu og falslausu líferni megir þú bæta fyrir stundaræði.” Og frammi fyrir krossinum krupu þeir, klerkurinn og ihermaðurinn. • II. Kapítuli. Á því einu hafði Haraldur haft hug, að varpa sér á náðir kirkjunnar og heyra dóm sinn af vörum hins vitrasta og göfugasta allra sáxneskra klerka. Hefði biskupinn eigi leyst hann, þá hefði hann dáið sem hraustum dreng sæmdi, heldur en að lifa sem svikari. Og mjög var nú breytt um hagi hans, er að þessu hafði óbilugt trúað fyrst og fremst á mátt og meg- in sannfæringar sinnar, að hann nú skyldi at- hvarfs leita hjá “snoðskerðingnium”. Hann var sem útlægur maður á ættjörð sinni, með- an eiður þessi hvíldi á samvizku hans. En er næsti dagur rann var þeirri byrði af létt, því þótt hann enn iðraðist sáran yfirsjónar sinn- ar, og fyndi hana sér eigi fyrirgefna, þá var það þó sem ekkert hjá tilfinningunni um, að hafa verið leystur frá því að fremja enn glæp- samlegri synd með því að halda eiðinn. En frá þeim tíma varð lífsskoðun Haraldar öll önnur; í trúnni fann hann nýja huggun og að- hylltist hana þaðan af sem aðrir samtíðarmenn hans. Smánin hafði augmýkt hann. Til hinna lítt menntuðu múnka, er hann hafði svo stór- lega fyrirlitið, hafði han norðið að flýja, er kjarkur hans ög karlmennska hafði bugast látið á örlagaþrunginni freistingarstund. Hann óskaði þess, að sú kæmi tíðin, að England mætti án hans vera, svo að hann að dæmi útlagans, bróður síns„ mætti leggja í pílagrímsför til Rómaborgar og þar fá fulla aflausn fyrir einu lýgina, er honum hafði alla æfi á munni orðið, svo að hann öðlaðist aftur frið flekklausrar samvizku. — Sá, sem aldrei hefir fengið færi á því að kynnast sjálfum sér, né öðrum á örlagastund- um lífsins ,er eigi fær að dæma um þær freist- ingar, er þá ásækja menn, né um þann styrk er af þeim flýtur. En unz hann hefir þá þekk- ingu öðlast, er hin aftdlega hlið veraldarsög- unnar lokuð bók fyrir honum. Hann fær eigi skilið, hvað rak hina grimmlyndu heiðingja, auðmjúka og undirgefna í kvíar kirkjunnar; skilur eigi því Egyptaland byggðist einsetu- mönnum; hver var orsök pílagrímsmorðanna meðfram þjóðvegum Evrópu og Asíu; hvað fólst í hinum óljósu sögnum úr heiðni, er Júp- píter enn bjó á Olympsfjalli, er herma frá frið- þægingu Apollós, er var guð gleðinnar, er hann sté niður til Hadesar; né hvers vegna syndar- inn sneri aftur hugrór og glaður frá hinni lækn andi hreinsun í Eleusis. Allt ber þetta vott um 'knýjandi iðrunar- og yfirbótarþörf mannkyns- ins, hvort sem menn hafa trúað á Júppíter eða Krist; hún skín gegnum skýjarof mannkyns- sögunnar, eins og regnboginn, seni sáttmálH’ milli guðs og manna. En nú heimti lífið Harald til sín með hörð- um höndum. Fregnin um heimkomu hans barst með örskotshraða um borgina, og brátt fylltist biðherbergi hans af skjótstæðingum og fagnandi vinum. En á fætur heillaóskun- um hafði hver maður honum tíðindi að segja. í fjarveru hans hafði rask komist á uppistöð- ur hins ósamþykka ríkis. Allt Norðimbráland var í uppnámi yfir harðstjómaræði Tosta; uppreisnarmenn höfðu ráðist á Jórvíkurborg og Tosti flúið við lítinn orðstír, enginn vissi hvert. Algeárssynir höfðu gert úthlaup frá köstulum sínum í Mer- síu, og töldust nú til þeirra Norðimbra, er sagt RobinÍHood FI/CkjR Betra “PuNNU )ví það er ÞURKAB var að kosið hefðu Mörðu- kára (hinn eldri) í stað Tosta. Ofan á óhöpp þessi bætt- ist síhnignandi heilsa kon- ungsins, er nú hafði æðrast algerlega; höfðu dularfullar óheillaspár frá honum borist um allt ríkið, og orðrómur- inn ýkt óráðsvitranir hans. Var hinn mesti óhugur í mönunm um allt landið. En nú myndi öllu óhætt, er Haraldur mikli — Haraldur hinn spaki og ástsæli — var aftur heim horfinn til fóstur- jarðar sinnar! Haraldur fann enn gleggra til þess, hve ómissandi hann var Englandi, nú er allra augu mændu til hans, og hann hristi af sér allar þung ar endurminningar, eins og ljónið dögg af faxi sínu. Hann talaði kjark í hvern mann. Skip- anir hans voru einbeittar og ákveðnar. Sendi- menn riðu frá honum í allar áttir, en sjálfur reið hann sem mest hann mátti til Hefring. Var þar Játvarði kærast að dvelja. Hafði hann sjálfur búið sér þar tilbeiðslustað í einveru skóg arlunda og grænna, víðra valla. Var sagt að hann hefði beðið þess eina nótt er söngur næt- urgalanna trufluðu guðrækilegar hugleiðingar hans, að þeir mættu þagna, og síðan hefði aldrei næturgalasöngur ómað í hléskógunum við Hefring. Haraldur reið sem leið lá um skóginn, er ljómaði af litadýrð haustsins, unz hanh kom að lágu timburhliði, alþöktu vafningsviði fá- um augnablikum síðar var hann leiddur fyrir konung. Játvarður reis upp við dogg með allmikl- um sársauka, undir sængurhimninum, er hvíldi á súlum, er rist voru á tákn klukkutumsins í Jerúsalem. Birti yfir dauflegri ásjónu hans, er hann leit Harald. Að baki konungs stóð her- maður með danska stríðsexi í hendi; var það höfuðsmaður hinna konunglegu húskarla. — Gekk hann þegar í burt að bendingu konungs. “Þú ert aftur kominn, Haraldur!” sagði Játvarður veikri röddu. Gekk jarlinn fcær og komst mjög við er hann sá hið sárþjáða andl.t konungsins. “Þú ert aftur kominn til þess að hjálpa þessari vanmáttku hendi, er eigi miklu lengur fær valdið veldissprotanum. Mæl eigi á móti, því satt hefi eg að mæla, og fær það mér fagnaðar.” Konungur þagnaði og virti fyrir sér andlit Haraldar, er enn var fölt af geðshræring- um síðustu daga og sorgbitið af samúð með þjáningum konungs. Síðan hélt Játvarður á- fram: “Jæja, þessa heims barn, er frá nlér fórst í trú þinni á eigin styrk, og á drengskap þessa heims barna — áttu spásagnir mínar kollgát- una, eða ert þú ánægður með erindislok þín?” “Því er ver,” mælti Haraldiur hryggur. “Vit þitt var mínu meira, herra, og illar snörur voru mér og föðurlandi voru búnar, undir því yfir- skini að þú hefðir lofað Vilhjálmi konungdómi á Englandi, ef hann lifði þig.” Játvarður varð vandræðalegur á svip. “Slíkt loforð,” sagði hann stamandi, “er eg eigi var kunnur lögum á Englandi, né því, að England fær eigi í arf gengið, sem hús eða fénaður, kom mér, sem lítinn hug hefi á þessa heims fríðindum, að hafa fallið úr minni. En eigi undrast eg þótt frændi mdnn sé minnugri og ágjarnari á veraldlega, hl uti. Og að vísu sé eg af loforði þessu og af heimsókn þinni, háska- samlega hluti framundan, og forlög blóði drif- in.’ Augnaráð Játvarðar gerðist nú starandi og viðutan og líkaði Haraldi það vejl, því hann þótt. ist þess vís, að hann myndi þá eigi frekar inna sig eftir árangri fararinnar, er hann aftur rank- aði við sér. Konungur varpaði nú mæðilega öndinni, sem hann vaknaði af draumi, og rétti magra hendina í áttina til Haraldar og sagði: “Þú sérð hring þenna, er eg ber á hendi; hann var mér af himnum sendur til þess að búa sál mína undir dauðann. Má vera að þú hafir heyrt, að aldraður pílagrímur gekk eitt sinn í veg fyrir mig er eg kom frá guðs húsi, og bað mig ölmusu. Dró eg þá hring af hendi mér, er eg hafði eigi annað og gaf honum, en hann gekk á braut og blessaði mig.” “Vel man eg örlæti þitt,” svaraði jarl, “því pílagrímiurínn sagði allsstaðar frá því, og var mikið orð á gert.” Konungur brosti lítið eitt. “Mörg ár eru nú síðan liðin. Nú skeði það í ár, að nokkrir enskir menn, er komu frá land- inu helga, mættu tveimur pílagrímum og spurði annar þeirra margs af mér. Dró hann hring af hendi sér og sagði: ‘Þá er þú kemur til Eng- lands, skalt þú færa þetta konungi sjálfum og segja að þetta sé tákn þess, að þrettándadags - kvöld skuli hann með mér vera. Mun eg end- urgjalda honum takmarkalaust það er hann gaf mér, og búa honum nú helgir menn þau híbýli er mölur og ormur eigi fær grandað.’ ‘Og hver skulum við segja að sá sé, er þessi boð sendir?' sögðu þegnar mínir. Og pílagrímurinn svaraði: ‘Sá er Mannsins sonur hallaði sér að, og nafn mitt er Jóhannes,.*) Þá hurfu pílagrímamir þeim sjónum. Þetta er hringurinn, sem eg gaf pílagrímnum, og barst hann mér á svo undur- samlegan hátt að kvöldi hins fjórtánda dags eftir burtför þína. Þess vegna, Haraldur, á eg skammt óiifað, og fagna eg því, að heimkoma þín leysir mig frá öllum áhyggjum um ríkið, svo eg fæ í friði búið mig undir feginsamlega brott- för.” Haraldi lék grunur á að þessi ótrúlega send ing væri vélabragð Normannahertogans, sem vissi að Játvarður var mjög farinn að heilsu, og hann kynni með þessu hafa viljað örva hann til þess að efna loforð sitt. Reyndi jarl því að telja um fyrir konungi, en Játvarður greip á- kveðið og óþolinmóðlega fram í fyrir honum: “Kom þú eigi með kaldskynsemi þína milli mín og hins himneska sendiboða, en bú þig heldur sem bezt undir þær hörmungar, sem framundan eru. Þínar séu veraldaráhyggjuru- ar. Allt landið er í uppreisn. ólafiur, er nýlega gekk héðan, hefir þreytt mig með harmtíðind* um um rán og blóðsúthellingar. Lát hana segja þér — haf fréttir af sendimönnum Tosts. bróður þíns, er bíða hér í höllinni; tak exi þína, skjöld og vopnfæra menn, og úthluta rétti og lögum, og skalt þú þá, er þú kemur aftur, sjá með hvílíkum fögnuði kristinn þjóðhöfðingi getur til himins svifið úr hásæti sínu! Far nú!” Haraldur komst nú meira við, en hann hafði áður gert, er konungur var sem ofstækis fyllstur í trú sinni; hann sneri sér undan til þess að hylja andlit sitt og sagði: “Það vildi eg, herra konungur að mér væri svo hugrótt sem þér! En allt skal eg gera er í mínu valdi stendur til þess að bjarga ríki þessu, og koma í veg fyrir þau óhöpp, er þú sérð fyrir. Má þá vera að fyrirgefning guðs og friður komi yfir mig á dauðastund minni!” Síðan gekk hann út. Ólafur hafði verri tíðindi að segja en hann bjóst við. Mörðukári, hinn hrausti sonur Al- geirs, var þegar til jarls kjörinn af uppreisnar- mönnum í Norðimbralandi, og höfðu í lið hans gengið hinir herskáu Danir úr Nottingham, Derby og Lincoln sýslum. Allir Mersíubúar höfðu til vopna gripið undir forustu .Játvins bróður hans, og margir höfðingjar af Kumra- landi ihöfðu þegar gengið í lið með vopnafélaga hins fallna Gryffiðs. Jarl lét tafarlaust lýsa herbanni. Var her- ör þegar upp skorin og send hverjum þegni, borg úr borg. Sendimenn voru gerðir á fund Gyrðis, að hann hefði liðssafnað u mallt jarls- dæmi sitt, og flýtti sér til Lundúna. Að þessu búnu fór Haraldur aftur til höfuðborgarinnar, og gekk á fund móður sinnar, áhyggjufullur ! mjög. Gyða var við komu hans búin, því Haki hafði þegar fært henni fréttirnar. Kom hún á móti jarli opnum örmum og sagði: “Þú hefir brugðist vonum mínum, en þó óviljandi! Harma það eigi! Eg er ánægð!” “Lofuð sé hin heilaga mær, móðir —” “Eg hefi sagt henni,” sagði Haki, “að Úlf- röður uni vel fangelsinu. Hefir móður þinni orðið hug^órra af orðum mínum.” “Eigi af þínum orðum einungis, því áður en þú komst, bað eg þvert á móti því er hjarta mitt þráði, að Úlfröður sneri ekki heim með ykkiur frændum.” “Hví?” spurði jarl undrandi. Gyða leiddi hann í hinn enda herliergis- ins, sem vildi hún að Haki heyrði eigi, og mælti: . “Gazt þú ætlað, Haraldur að eg gæti á- hyggjulaus við sauma setið, ^r þú varst farinn? Nei, á hverjum degi leitaði eg frétta lijá Hildi, og veit eg að þú hefir í miklar hættur ratað; í fangelsi, ófrið og snörur. Veit eg einnig að fylgja Úlfröðs hefir frelsað líf hans, því ef hann hefði heim snúið, hefði liann hér fengið blóðuga gröf.” “Segir Hdldur þér þetta?” sagði jarlinn hugsandi. » “Svo segir völvan, og slíks dóms bfður Haki! Sér þú eigi hendi dauðans á hinum þöglu vörum hans, og í augum hans, er aldrei brosa?” *) Margir sagnaritarar geta um munnmælasögu þessa, og kemur hún fram á styttu Játvarðar og Píla- grímsins í Westminster Abbey.—Höf.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.