Heimskringla - 26.11.1930, Blaðsíða 3

Heimskringla - 26.11.1930, Blaðsíða 3
WINNIPEG 26. NÖVEMBER, 1930 —V.L. heimskringla DLiAUÖIUA SAFNIÐ POKER HANDS Sem eru í TURRET Fine Cut Tóbaki. Fyrir þær getið þér fengið dýrmæta rnuni POKEH HANDS SKEGG- BURSTI eru einnig í eftirfarandi alþekktum tóbakstegundum: T^srret Si^arettmr AXLA- BÖND En lan<lsl)ókasafnið kom eg tvisvar. Þvi Þvi miður ekkert gagn af þ *' 1 fyrra skiftið var það lokað, 0 . ‘ a' s- söfnin, þó byggingin væri ba 1 s'ðara skiftið, þegar eg kom sa*1^^ mættl eg fólki, sem eg hafði vjhmaelst við til annara hluta, og tj *" Það að sitja fyrir; hafði aldrei ma til að koma þangað aftur. 4 °rnSripasafnið. — Með það fór SÓÖ1U ieig Sakna eg þess meðan Eg hefði haft nóg að gera land'^ ^6^*1 verið mikið lengur á Is- ’ "ög að sjá og mikið að læra. þe ’>a<5 f6r nn svona. Eg sé það allt | iikfar kem næat til Islands, en eSa segi eg ekki frá þeirri för í Heiniskringiu. • * » ve^udag, 1. júií. — Þenna dag var ■y r Þið fegursta, og heimboð að kíö falandl h3á þeim Jóhönhu og íé] F U' t þvi boði vorum við ferða- ona^artlÍr ^elr1, Þ- e- Þorgeir Sím- hiaðSOn e®’ fru Jönína Christie, 0 Ur bennar og fóstursonur, skyldu ir afa verið þar, en þeir voru komn- c^nn°rður 1 iand, — ungfrú Gregg, S ö isk^'Slí stulka .skrifari hins Cana- ' fle' Ií'rkjusambands og margt p'ra’ Sáfuð og menntuð stúlka, frú Sv 6rsen frá Nýja Islandi, tengda- ' þar lr 'iöhönnu. Fleiri áttu að vera daí ^ meðal öjúkrunarkona Rósa Vi- Nv • ®velnn Thorvaldson, bæði frá 'ia lsiandi, frú G. Jóhannsson frá Gullbrúðkaup. hinn 6- þ. m., og rausnarlegt Fimtudagskvöldið, var afar fjölmennt samsæti haldið í samkomusal Fyrstu lúthersku kirkju i Winnipeg. Fyrir því stóðu vinir þeirra hjóna Kristj- áns Guðmundssonar Goodman og konu hans Jónu Magnúsdóttur, sem þá höfðu verið gift í 50 ár. Bæði eru þau ættu ðaf Suðurlandi, Álfta- nesi, og þar upp alin. Þau giftust 6. nóvember 1880, en 1886 fluttu þau til Winnipeg og hafa verið hér ávalt síðan. Börn þeirra eru 7 á lífi: Val- gerður, Haraldur, Árnína, Jóhann Kristján, Ottó, John Valtýr og Lilja. öll voru þau viðstödd nema Haraldur, sem heima á í Cleveland, Ohio, og gat ekki komið. Einnig tengdabörn og barnabörn og eitt barna-barna-barn. Alls um 23 meðlimir fjölskyldunnar hafa verið viðstaddir gullbrúðkaupið. Dr. Björn B. Jónsson stýrði sam- sætinu og hafði orð fyrir gestunum Afhenti hann Mr. og Mrs. Goodman gjöf frá viðstöddum og líka mörgum fjarstöddum vinum þeirra hjóna. — Einnig las hann upp hamingjuóska- skeyti, er þeim höfðu borist frá Is- landi, Chicago, Cleveland og Edmon- ton. Fyrir hönd fjölskyldunnar afhenti Mr. Walter Bergman þeim aðra gjöf frá börnum þeirra og tengdabörnum. Mrs. Finnur Johnson færði Mrs. Good- man gjöf frá kvenfélagi Fyrsta lút. safnaðar, en því fylagi hefir Mrs. Goodman tilheyrt um langt skeið og starfað fyrir það mikið og vel. AIl- ar voru vinagjafir þessar i gulli. — Fyri rhönd Goodtemplarastúkunnar Heklu afhenti Stefán Einarsson þeim Mr. og Mrs. Goodman gólflampa. — Stúkunni hafa þau tilheyrt í 43 ár, eða allt frá þvi að hún var st’ofnuð. Auk þeirra, sem þegar eru talin, tóku til máls i samsætinu: Mrs. A. Buhr, séra R. Marteinsson ’og dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Með söng og hljóðfæraslætti skemtu þau Stefán Sölvason, H. Thorolfson, Miss Helga Jóhannesson, Miss Pearl Pálmason, Pálmi Pálmason, Miss Svala Pálsson og Frank Thorolfson. Um samsæti þetta má segja, að það var ekki aðeins fjölmennt, eins og fyr segir, heldur líka verulega skemti- legt og hið ánægjulegasta í alla staði. Þessi hjón hafa látið margt gott af sér leiða, en þau njóta lika mikilla vinsælda, eins og samsæti þetta ber ljósastan vott um. * * * Við gullbrúðkaup Kristjáiis og Jónu Goodman. Á æsku morgni með unaðs blæ, f alhagur birtist æðri kraftur og árdagsröðull sem endurskaptur fagurt lýsandi’ um fold og sæ. Þá lifnaði allt við ljóssins skraut, hinn ljósi fífill og liljan bjarta í lífsins akri fagurt skarta og engri kviðu æfiþraut. En æskan hverfur, það vitum vér, verður þá margt á vegum lýða, sem veldur bæði gleði og kvíða, það finnur hver hjá sjálfum sér. Yfir nú færist aldur hár, hinn ljósa fífil og lilju bjarta, með líf og yl í hug og hjarta, er hjúskapar fylla fimtíu úr. Um eilífð vari ykkar egtaband, ljósin himnesku lífsins orða láni ykkur kraft og sálarforða inn i hið fagra lifsins land. Magnús Einarsson. BaldUr> fannst Man'’ °’ fl' En Þetta fólk átt'1131 ^ ekk'. var farið sitt í hverja aó).'na' Þ®r mæðgur leigðu bíl og þet n Sesti sina inn i borgina. Allt Un fólk gekk svo austur að laug- bei m °g austur á hæðina austur af ~~ kæð sem ætti að heita Lauga- £ta. heitir það máske. Þaðan er -yij5^n ^Sæt. Blöstu þar við manni Esiay °g Viðeyjarsund, Kjalarnes og f-.. ’ Skarðsheiði, Akrafjall, Snæ- neafjallgarðurinn og Jökullinn sjálfur nálega beint í vestur þaðan. Reykjavík og höfnin, Álftanes, Heng- illinn o. fl. og fl. En sunan við fjalla- hringinn hér og þar gömul og ný tún, á þessum tíma árs skrúðgræn eldri og yngri býli — bændabýlin þekku, aðlaðandi og unaðsleg til að sjá, — en austur af Reykjavík Holtið, meira og minna fagurt eða ljótt — víðast ljóst, og þó eru Islendingar að sigra þá and- styggilegu urð — mala grjótið til byggingar og máske vegagerðar, og rækta síðan holtið sjálft. Það er ekk ert minna en kraftaverk, ef þeim tekst að leggja það undir sig og gera það byggilegt — kraftaverk mann- vits og þolinmæði. Á leiðinni til baka komum við að Laugalandi, og sáum við þar fallegar kýrmjólkunarvélar — minnir það væri þar — og þau einu svín. sem eg sá á Islandi. Og það voru meira en meðalsvín, stór, sælleg og svínsleg — eign Sveins Hjartarsonar, sem þar býr. Svo gengum við um fiskimel- ana. Var fiskurinn mestmegnis í hrúgum og breitt yfir. Þó vortu nokkr ir að fiskþurki — breiða hann til þerris. Sumt af fólki voru inn i fisk hjalla að sjá sig um. En mér og Vig- dísi Peterson þótti nóg um fisklykt- ina úti þar, og gengum í hægðum okk ar inn melana og tíndum blóm og blóðberg á meðan hinir fróðleiksfúsu lærðu fiskverkun á íslenzka vísu. Það hefir verið um mig eins séra Hösk- uldur sagði um Elínu Briem, sem lengi var kennari í Ytriey. Hann sagði, að hún kynni að eta góðan mat, en ekki að búa hann til. Eg hef æfinlega getað borðað góðan fisk — en ekki óskað eftir að fást við han nað öðru leyti- Ekki þarf að taka það fram, að þegar hópurinn kom heim að Undra- landi, biðu þar allra ágætar veiting- ar á vestur-íslenzka vísu. Því eins og hefi áður tekið fram, ólst Jó- hanna Sigfúsdóttir upp í Canada, og ber þess enn merki að ýmsu leyti eftir 30 ára veru á ættlandinu. Að þeim neyttuð, og nokkru seinna, létu þær mæðgur flytja gesti sína inn til Reykjavikur, leigðu til þess bíL Fjalla-Eyvindur. — Þetta sama kvöld fórum við og inn til Reykja- vikur og sáum leikinn Fjalla-Eyvind, eg í fyrsta sinn á æfinni, og þótti að vonum mikið til koma. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að lýsa honum hér. Svo mikið og gott hef- ir verið um hann sagt áður. En all- harðan dóm fengu þó sumir leikend- urnir í heimablöðunum rétt á eftir — ekki man eg nafn þess herra, og fátt af því, sem hann sagði. Eitt festa ist þó í minni, fyrir þá ástæðu, að það fannst mér sérstaklega á rökum byggt. Gagnrýnaranum fannst Halla j o of dönskuleg í framkomu í fyrsta þætti. Það fannst mér líka, að minnsta kosti ekki íslenzk. Þegar lifsbaráttan og örðugleikarnir skullu yfir, fannst mér hún ná sér á strik Eyvindur finnst mér ekki stórmenni í neinu, fyr en hann eltir Höllu út í bylinn í lokasennunni. Þar nær leik- urinn hámarki snilldarinnar. Nú ætla eg að hætta áður en eg kemst út í ógöngur. Vil samt bæta þessu við: Eg hefði sjálfsagt ekki vitað, hvað mikið eg hefði misst, hefði eg ekki séð þenna leik-. En eftir að hafa séð hann, veit eg það. Er þess vegna leikendunum ósegjanlega þakklát. fyrir að leika einmitt á þessum tíma, og þannig gera okkur Vestur-Islend- ingum, sem aldrei höfum séð hann áður, tækifæri til að sjá hann. Tjöld- in út af fyrir sig borguðu inngang- inn. Þau voru í fullu samræmi við þenna hrikaleik. • * * Næstu daga fer eg yfir í viljandi ruglingi. Sleppi dagatali að mestu fram að 12. júlí — stikla bara stóru steinunum. Næsta dag var eg um kyrrt á Undralandi fram undir kvöld. Þá fórum við inn í bæ og sáum hreyfi- myndir af sögu G. G. Ættarsögu Borgarfólksins. Myndin er ágæt, einkum Gestur eineygði. Hefir hann engu tapað — engu, er kannske of mikið sagt — en minnstu í meðferð- inni. Var mér það kvöld eitt af þeim ánægjulegustu heima, og þakka hér með þeim er tóku mig þangað. Þetta kvöld — ef minni ekki svíkur — var húðarigning, eins og svo mörg önn- ur. En svo var eg hrifin af sýningu þessari, að eg hefi gleymt að blað- færa það. En samt muri það rétt, því næsti dagur —- þ. e. púnktar mín ir byrja með “ennþá rignir”. Frh. Hjónabandið. Eftir þýzkan höfund. "Það varð engin niðurstaða af rann sóknunum og þvi var það látið heita slys. Enginn þorði að koma með beina ákæru, því allar sannanir vant- aði, og það hefðu hlotist vandræði af því, ef við hefðum notað okkur grun- inn til þess að svipta verkamennina foringja þeirra, og hann hefði að lík- indum fljótlega verið látinn laus aft- ur. Við vissum að þér munduð ekki geta komist hjá ófriði við þenna mótstöðumann, og vildum hlífa yður við þeirri gremju að vita, við hvem þér áttuð, þess vegna þögðum við.” Arthur strauk hendinni um ískalt ennið. “Eg hafði ekki minnstu hugmynd um þetta! Og þó það sé aðeins grun- ur — þér hafið rétt að mæla, þessum manni á eg ekki að rétta hendina.” Og þessi maður, sagði yfirverk- fræðingurinn einarðlega, “hefir leitt alla ógæfuna yfir yður og okkur; hann hefir alltaf alið á ófriðinum, og nú, þegar vald hans tekur að minnka, reynir hann að æsa til ódáðaverka. Getið þér hlíft honum?” “Honum? Nei! Eg á ekki meira við hann, þegar hann hefir hrundið frá sér sáttatilboði mínu, og eg get heldur ekki hlíft hinum, eftir rósturn ar, sem hafa átt sér stað i dag, þol- inmæði mín er þrotin. Þeir tvö hundruð verkamenn, sem vildu taka til vinnu í dag, hafa lika rétt til að heimta vernd. Námurnar hljótum við að verja ,hvað sem það kostar; einn saman get eg það ekki, og þá—» “Og þá —? Við bíðum eftir skip- unum yðar, herra Berkow.” Það varð þögn litla stund. Arthur átti auðsjáahlega í striði við sjálf- an sig, en svo varð svipur hans harð ur og einbeittur- “Eg ætla að skrifa til M. Eg sendi bréfið af stað i dag — það hlýtur svo að vera. “Loksins!” sagði yfirverkfræðing- urinn í hálfum hljóðum og næstum því ásakandi. “Það voru líka síð- ustu forvöð. Arthur gekk að skrifborðinu. “Far- Hér er lækning við kviðsliti Heimalækning sem allir geta notað við kviðsliti, slæma sem væga kostar ekkert að reyna það Það mun færa þúsundum manna af veiki þessari þjázt huggun, að vita til þess, að þeir geta sér að kostnaður lausu orðið aðnjótandi þeirrar lækn- ingar, er gerði Kaftein Collings heil- an heilsu af kviðsliti er hann hafði á tveim stöðum og lá rúmfastur I árum saman. Alt sem gera þarf til þess er að senda nafn yður og addressu til Capt. W. C. Collins, Inc., Box 98-K Water- town N. Y. Það kostar ekki cent, en getur þó verið ómetanlega mikils virði. Hundruðir hafa nú þegar skýrt oss frá að þeir hafi með þessu lækn- að sig með þessari fríu reynslu. Skrifið oss Nú um leið þér leggið blaðið frá yður. ið nú og sjáið um að þér, forstöðu- maðurinn og hinir starfsmennirnir gætir þeirra stöðva, er eg hefi falið ykkur. Þið skulu ekki hafast neitt að fyr en eg kem. I morgun hefði það ekki verið til neins að skilfta sér af róstunum, en ef til vill mætti þa* takast nú. Eg kem til ykkar innan stundar. Ef eitthvað kemur fyrir, þá verðið þér strax að gefa mér vit- neskju um það.” Yfirverkfræðingurinn bjóst til að fara, en fyrst gekk hann til hús- bónda síns og sagði alvarlega: “Eg veit hvað þér takið yður þessa á- kvörðun nærri, herra Berkow, og svo er með okkur alla; en við þurfum samt ekki að búast við hinu versta. Mögulegt er, að komizt verði hjá blóðsúthellingum.” - (Frh. & 7. si8u) *THEBEST* IN RADIO Víctor.Majestíc. General Eleciric. Silver- Marshall. E.NiESiBiinnr ilto. Sarqent at Sherbrook LOWEST TERMS IN CANADA Farbréf til og frá allra landa heimsins EF ÞÚ ÁTT VINI í GAMLA LANDINU SEM AÐ ÞIG FYSIR AÐ HJALPA AÐ KOMAST TIL ÞESSA LANDS, ÞA KORnÐ INN OG SJAIÐ OSS. VIÖ SKULUM SJA UM ALT ÞVT VIÐ- VIKJANDI. GLOBE GENERAL AGENCY Rail Agents 872 Main Street (Phone 55800 Agentar fyrir allar eimskipa línur eða talið við einhvern af agentum Panadian J^ational Prentun The Viking íTess, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umsiög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. f Bækur og stærri verk’ gerð eftir sérstökum samingi. THE VIKING PRESS LTD | 853 SARGENT Ave., WINNIPEG | 9 I Sími 86-537 !

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.