Heimskringla - 17.12.1930, Page 2
2. RUA.ÐS1ÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930.
Sálarvein.
Tveir menn gengu eftir göt-
unni stuttan 'spöl á undan mér.
Þeir töluðu hátt, eins og ís-
lenzkum mönnum er oftlega
títt, svo mér var auðvelt að
heyra hvert orð sem þeir sögðu.
Umræðuefnið var trú og hjátrú,
og meðal annars, sem bar á
góma hjá þeim, var það, sem
kallað er sálarvein. Annar hélt
því fram, að það væru sálræn
fyrirbrigði; hinn sagði það ekk-
ert annað en hreina og ómeng-
aða íslenzka hjátrú.
Eg hlustað á mál þeirra um
Þeir héldu götuna beint áfram,
en eg tók hliðargötu, og brátt
var ómur orða þeirra ekki að-
greinanlegur.
En hugur minn hélt áfram að
skoða umræðuefni þeirra, og
hann rakti minningarnar með-
fram strönd míns liðna lífs, og
staðnæmdist við atvik, sem
kom fyrir þegar eg var ungur.
• • •
Eg hefi líklega verið á níunda
árinu, þegar þetta vildi til.
Frá því að eg man fyrst eftir
mér, hefi eg haft sérstaka ást
eða ógeð á nöfnum, og þá sömu
leiðis á þeim er nöfnin báru.
Laklega hefi eg upprunalega
dæmt þetta eftir hljóm nafn-
anna; síðar ef til vill meira eft-
ir viðkynningu við þá, er nöfn-
in báru.
Það var sérstaklega eitt nafn,
sem eg tók ástfóstri við, óðar
og eg heyrði það nefnt, og það
var nafnið A-nna. Hefir það lík-
lega komið til af því, að engin
kona í minu byggðarlagi hét
því nafni, og á þeim dögum hafði
eg enga ást á kvenfólki. Eg
man þær aðallega í sambandi
við vel úti látna kinnhesta, sem
veittir voru við mörg tækifæri
fyrir ýmislegar sakir, þó oftast
fyrir blauta sokka og varpslitna
skó, en að bleyta sokkana mína
var sá glæpur, er eg átti erfið-
ast með að varast. Og enda þótt
mér þætti kvenþjóðin bæði ill
og Ijót, sagði þó einhver innri
kennd mér, að einhversstaðar
af því kyni væri persónu að
finna, er ætti meiri fegurð og
gæði en fundin yrðu hjá nokkr-
um karlmanni. Svo að þegar
eg heyrði þetta hljómfagra nafn.
Anna, og engin af þeim, er eg
hafði óþokka á, hét því nafni,
færði eg óðara alla mína sam-
an söfnuðu ástarþrá yfir á það
nafn; og eg heyrði talað um
eina konu er héti því naini, og
hún átti heima all langt í burtu
á bæ, er hét Laufás.
Það leið enginn dagur svo að
eg ekki hugsaði til Önnu, og
skapaði mynd hennar í huga
mínum og bjó hana öllum þeim
dásemdum fegurðarinnar, er eg
gat upphugsað. Þótt eg heyrði
um hana talað sem tíu barna
móður, breytti það mynd henn-
ar ekki vitund. I stáss-stofunni
niðri, sem kölluð var, voru all-
ir veggir þaktir gljáandi mynd-
um undir gleri. Þar voru þrjár
myndir til samans á einum vegg.
Þar var Kristur á krossinum,
með blóðugar hendur og fætur,
dálítið þreytulegur með rólegt
yfirbragð. Næst honum var
Davíð og G-olíat. Davíð stóð
þar sigurglaður, með annan fót-
inn á brjósti hins höfuðlausa
jötuns, og hélt á lofti með ann-
ari hendi höfði tröllsins, og
streymdi blóðið bæði úr höfði
og hálsi. Það dáði eg mest, hvað
Davíð virtist vera sterkur, jafn
smár vexti og hann sýndist;
mér virtist hann engu stærri en
eg, og þó hélt hann á þessu
gríðarstóra afskorna höfði, hátt
á loft og út frá sér með annari
hendi. Eg hafði reynt að lyfta
höfðinu af henni Skjöldu, þeg-
ar henn var slátrað og gat tæp-
lega látið vatn renna undir það.
þótt eg notaði mínar báðar, og
ekki gat eg séð, eftir myndinni
að dæma, að höfuð Golíats væri
nokkuð minna.
Þriðja myndin var mér sagt,
að væri María mey með barnið.
Og fyrir framan þá mynd stóð
eg oft, eftir að ást mín til Önnu
var vöknuð. Þessu lík hlaut
Anna í Laufási að vera, og fötin
hennar áþekk. Eg sá hana
stundum í draumi á nóttunni.
Og svo var það einn vormorg-
un snemma, að eg vaknaði við
að heyra einhvern segja: “Það
er hún Anna í Laufási.’ Eg glað-
vaknaði á svipstundu og stökk
fram úr rúminu og klæddi mig
eða hálfklæddi í snatri, þaut of-
an stigann og læddist að stofu-
dyrunum. Hurðin var ekki lok •
uð, en þó svo mikið aftur, að
eg gat ekki séð inn. Þarna
stóð eg hálfboginn vð dyrnar og
hélt báðum höndum um brjóstið
yfir hjartanu; eg heyrði að ein-
hver var þar inni og var að
I
yfí
s
BABBITT
IMPERIAL
GENUINE
NICKEL
GENUINE
HARRIS
HEAVY
PRESSURE
Also Lower
Grades
ITheCANADA
|| WINNIPEG FACTORY
jjBrannnrararararararararararararararaBgnrara
METALiS:
_
(Tompany .)^
KAUP TIL JOLANNA
HJÁ HBC
eru ósvikin ánægja,
Þér getið öruggur verzlað þar,
því verðið er þar ein's lágt eða
lægra en annarsstaðar í Vestur-
landinu.
borða. Eg varð einskis var fyr
en eg fékk óþyrmilegt bylmings
högg yfir herðarnar, og sagt
var reiðilega við mig: “Hvern
fjandann ertu að flækjast fyrir
fótunum á mér, strákur? Hypj-
aðu þig út og reyndu að gera
eitthvað til gagns.’’ Þetta var þá
Sigrún systir húsmóðurinnar.
Hún stóð þar yfir mér með
kaffibolla, sykur og rjóma á
bakka, sem hún bar í annari
hendi. Eg hröklaðist frá dyr-
unum, en sá vel inn, þegar Sig-
rún opnaði, enda skildi hún
hurðina eftir opna.
“Hérna, Anna mín, kem eg
með kaffið Gaztu annars borð-
að nokkuð af þessu?’’
Svo þetta var þá Anna! Mig
svimaði og mér lá við að hljóða.
Eg sá andlitið á vangann, og þó
nær því allt, er hún leit við Sig-
rúnu, um leið og hún kom með
kaffið. Fjær draummynd minni
varð tæplega komist. Maríu-
myndin blasti við mér. Ekkert
var sameiginlegt annað en það,
að báðar voru þær í kvenmanns-
mynd og höfðu víst jafnmörg
skilningarvit; en annað var ekki
líkt, enda bætti það ekki útlit
Önnu, að hún hafði munninn
svo fullan af mat, að hún gat
engu svarað Sigrúnu í bili. Og
þá klæðnaðurinn, borinn sam-
an við rauða skikkjuna hennar
Maríu meyjar. Peysufötin voru
hrukkótt og slettug, dregin með
bandi upp í mittið, svo að mest
líktust þau klettabelti, um þann
hluta líkamans, sem án þeirra
hefði þó verið of gildur.
Þetta var mér meira en nægi-
legt. Eg þurfti ekki að horfa
lengur til að sjá, hversu þessi
holdlega sýn var mjög ólík þeirri
draumgyðju, er eg hafði skap-
að. Eg þaut upp á loft til að
ná í húfuna mína og klæða mig
að fullu.
Sóti, gamall og hálfblindur
hundur, lá framan við neðsta
stigaþrepið. Mér þótti mjög
vænt um hann og við lékum okk
ur oft saman; og þegar við ult-
um hvor um annan, gætti hann
þess ávalt vandlega að stíga
ekki ofan á mig, og ef það kom
fyrir, þá hljóðaði hann og varð
mjög angurvær á svipinn, því
að hann vissi vel hvað það var
að láta stíga ofan á sig, og vildi
því ómögulega stíga ofan á
aðra, sem hann hélt að valda
mundi þeim jafn mikils sárs-
auka. Þegar eg kom niður stig-
ann aftur lá hann þar ennþá.
Eg stöðvaði mig á næsta þrepi
fyrir ofan hann, og stökk svo
beint ofan á bakið á honum;
hann rak upp sárt vein og reis
svo upp, en eg hljóp fram hjá
honum án þess að líta við, og út
Það var hálfþykkt í lofti og
blæjalogn. Eg gekk, eða öllu
heldur hljóp upp með ánni. —
Skamt fyrir ofan bæinn hækk-
uðu bakkarnir að ánni og urðu
að þverhníptum klettabeltum
sumstaðar. Þarna á einum
stallinum í hvarfi frá bænum
staðnæmdist eg. Þar áttu börn
húsbændanna, Magnús og Guð-
rún, sem voru tvíburar og tveim
árum eldri en eg, lítið hús eða
byrgi hlaðið úr fallega löguð-
um steinum, og reft yfir með
örþunnum* hellum. Þetta litla
skýli höfðu þau byggt þá
snemma um vorið, og þótti mjög
vænt um það. Þar fékk eg aldrei
að skríða inn fyrir dyr, svo að
eg hafði reynt að byggja mér
mitt eigið skýli. En hvort það
kom af því, að eg var enginn
meistari til hleðslunnar, eða
hvort önnur öfl unnu þar að til
niðurrifs, vissi eg aldrei með
vissu. Þó hafði eg þau systkin
grunuð um, að hrinda niður því
sem eg hlóð, þegar eg sá ekki
til. Þarna fyrir framan mig stóð
þeirra byrgi, og þar skamt frá
rústirnar af því, sem eg hafði
reynt að byggja.
Eg hló upphátt að hugsuninnl
sem læddist í huga minn. Nú
voru þau systkinin að heiman
og var ekki von heim í nokkra
daga. Og eg byrjaði óðara að
framkvæma hugsun mína. Eg
gekk að því með dugnaði og vilja
enda vanst mér verkið fljótt, og
innan lítils tíma var byrgið brot
ið. En’ eg lét mér þetta ekki
nægja, heldur bar eg eða velti
hverjum einasta steini fram af
brúninni og niður í ána; eg linnti
ekki fyr en hver einasti steinn
var horfinn ofan í árhylinn, og
varla var hægt að greina hvar
byrgið hafði staðið.
Veðrið var heitt og drunga-
legt, og ekkert heyrðist nema
niðurinn í fossinum nokkru ofar
með ánni. Eg stóð þarna og
strauk af mér svitann. Eg sá
þau systkinin í huga mér, þegar
þau /söknuðu byrgisins og sæu
ekki eftir af því. Eg sá hversu
hissa þau yrðu. Svo sá eg sorg
ina færast yfir andlitin, og að
endingu sá eg þau grípa hvort
utan um annað og gráta. En
eg var ekki lengur glaður, enda
sá eg þá frekari og áframhald-
andi afleiðingar af þessu verki.
Og fossinn tók undir þessar hug
leiðingar mínar og drundi: “AIl-
ar þínar óskir og vonir skulu
brotna á skerjum veruleikans,
eins og öldur mínar á flúðunum
fyrir neðan hamrastallinn.’’ Eg
varð altekinn af sorg, og greip
höndunum fyrir andlitið og hljóð
aði. Hg heyrði þetta hljóð mitt
bergmála frá holtunum fyrir of-
an og litlu síðar frá hamrabelt-
um fjallanna, sem umluktu
' þenna þrönga og ömurlega dal.
En við að hlusta á þetta ein-
i kennilega bergmál, gleymdi eg
sumu af sorg minni, og eg gekk
í lengra áleiðis upp með ánni.
Fólkið var flest sofnað þetta
kvöld, þegar eg kom heim, og
fór upp til að hátta. Eg svaf í
öðrum enda baðstofunnar og á
móti mér sváfu þau hjónin Sig-
urður og Guðríður. Þau voru
niðursetningar; hann lengi al-
blindur og hún að deyja úr
brjóstveiki. Borð var þar undir
glugga á stafni með matarílát-
um á. Sigurður var ennþá al-
klæddur og sat framan á rúm-
inu, með hendurnar undir lær-
unum og reri út á hliðarnar. —
Hann heyrði þegar eg læddist
inn gólfið, og stöðvaði róðurinn.
“Þú ert nokkuð seint á fótum
í kvöld, hróið,” sagði Sigurður.
‘Þú ættir nú samt að vera sofn-
aður fyrir löngu, því að eg gæti
trúað að ýmislegt væri á sveimi
núna í kvöld. Það er langt síð-
an eg hefi heyrt Sálarvein þang-
að til í dag. Eg gekk út undir
bæjarvegg og þá heyrði eg
þetta skerandi vein kveða við úr
öllum áttum. Við fréttum bráð
um mannslát, skal eg vera viss
um; og það hefir einhver verið,
sem ekki hefir verið tiibúinn að
mæta skapara sínum.”
Eg tók eftir því að Guðríður
var að toga í handlegginn á
bónda sínum. Hún sat uppi við
herðadýnu fyrir ofan hann í
rúminu.
“Æ, góði Sigurður, ertu að
hræða vesalings barnið.”
“Nei, eg er engan að hræða.
Eg gæti trúað,” hélt hann á-
fram, að sumar sálir yrðu hissa,
þegar dyrum himnaríkis verður
lokað við nefið á þeim, og þeim
sagt að þær eigi þar ekki
heima.’’
Eg stóð rétt við hnén á Sig-
urði meðan hann var að segja
frá þessu, og eg sá við birtuna
£gegt €nb jfoob jtlarfeet
Þakkar öllum sínum mörgu viðskiftavinum fyrir undan-
farin viðskifti, og óskar öllum
Gleðilegra Jóla og Nýárs
Vér höfum beztu tegund af alskonar matvörum, og nú
fyrir hátíðirnar skal athygli fólks sérstaklega leidd að
þeim vörum, sem hér eru taldar:
Kalkúnar, Gæsir, Hænsni. Hangikjöt 20c. pd.
frampartur, 25c. pd. afturpartur. Pæklaðar
Rúllupylsur og reyktar Rúllupylsur.Mysuostur
og Harðfiskur 35c. pundið.
S. JAKOBSSON
690 Sargent Ave., Cor. Victor.
Sími 30 494.