Heimskringla - 17.12.1930, Side 6

Heimskringla - 17.12.1930, Side 6
( 6. BLAÐSIÐA HEIMSKRtMGLA WINNIPPEG 17. DESEMBER 1930. Musterið. Frh. frá 3. bls. breath. Stóðu sumar blóma- stengurnar langt yfir höfuðið á gömlu konunni; og var unun að horfa á broshýra andlitið í blómabreiðunni. En Dick hafði eina rauða smárós í hattium. Gömlu konumar fara nú að tala saman um blómin; en Flor- ence fer og talar við Dick um blómin, sem voru fléttuð í ak- týgin og faxið á hestinum; og svo fór hún að talá um Brún, og sagði að eyrun væru altlaf á ferðinni, og augun væru tindr- andi eins og hann langaði til að bita í sig. — Þegar Dick var bú- inn að gera vi ðþað sem slitn- aði, gengur hann til móður sinn- ar og biður hana að gefa þeim mæðgunum blóm. Móðir hans réttir Florence fötuna með blóm unum og segir við hana um leið: “Vertu svo góð að þiggja blómin.’’ “Ætlarðu virkilega að gefa mér blóm?’’ sagði Florence við Dick. “Já, gerðu svo vel. Og gefðu frúnni, sem með þér er, blóm og lofaðu henni að velja þau sjálfri.’’ “Eg,” segir Florence og horf- ir yfir blómin, “eg^tek þenna hvíta blómstöngul. Hvað heit- ir það?” “Það er tvöfalt hollyhock." “En eg,” segir móðir hennar, “tek þessa koparlituðu rós. — En meðal annara orða, hvar eig- ið þið heima? Það hlýtur að vera fagurt í kringum heimili ykkar, þar sem þið hafið svo mikið af blómum.” Dick segir þeim hvar þau eigi heima, og að móðir sinni þætti vænt um að gefa þeim blóm, ef þær bæri að heimili þeirra. Og skildu þau svo með mestu virkt- um. Ekki spurðu þau mæðgin- in, hvað þessar frúr hétu. Héldu þau síðan áfram heim til systur Mrs. Martein og skemtu þau sér þar vel um daginn. Það var snemma í júlímánuði árið eftir, að Mrs. Martein var mjög lasin og var dóttir hennar komin til að vera hjá henni um tíma. Leið Mrs. Martein illa um hádegisbilið, svo að Dick fór ekkert út á akurinn. En þau systkinin settust út á fordyris- pall bakdyranna og töluðu sam- an um stund, þar til að Dick stendur upp og sækir guitarinn sinn og leikur á hann af mikilli list, þótt hann vissi það ekki sjálfur, að hann var snillingur að leika á hörpuna. Hafði föð- urbróðir hans átt þessa hörpu, og hafði hann sjálfur verið orð- lagður hörpuleikari. Gaf hann Dick hörpuna í afmælisgjöf, þá er Dick var tíu ára, og kunni hann þá góð höld á hörpunni, þótt ungur væri. Hann spiiaði nú um stund, þar til hann fer að syngja þetta erindi: “Hvar sólríku suðtænu vog- ar,” o. s. frv. En rétt >um Mð styður systir hans hendi á öxl honum og segir: “Dick, við skulum ganga út, Ó, það hefir orðið árekstur! Sérðu stóru bifreiðina, hvað hún fer hart?” — Dick stendur upp með miklum hraða, leggur hörpuna frá sér, og hlaupa syst- kinin út á veginn. Hafði þessi stóra bifreið, er kom úr bænum, rekist á litla bifreið, sem var á leið til bæjarins með einum kven manni í. Hafði stóra bifreiðin tekið anað aftur-hjólið af litlu bifreiðinni, og veltist hún um, og hélt stóra bifreiðin áfram með enn meiri hraða, og gátu systkinin ekki greint númerið á henni Þau hraða sér að hjálpa stúlkiymi, er var meðvitundar- laus og fótbrotin. Þau hera hana heim og setja beinbrotin og leggja hana fyrir í rúm Dicks því að það var lítið um auka- herbergi. Gerði systir Dicks alt., sem mögulega var hægt að gera fyrir stúlkuna, sem hafði fengið töluverðan áverka á höfuðið hægra megin, rétt fyrir ofan eyr- ar. Að öðru leyti var hún ekki meira limlest eða meidd, enda var þetta nóg. Dick símaði lög- reglu bæjarins og skýrði frá öllu nákvæmlega. En gamla konan, þótt lasin væri, fer á fætur og reyndi að halda á vatns-skál- inni, þá er dóttir hennar var að baða andlitið á stúlkunni. Leið svo þangað til að klukkan var að ganga sex, að stúlkan fær rænu, og þolir þá ekki við fyrir verkjum í höfðinu, og helst um hana alla. Líða svo verstu kval- irnar frá, og spyr hún þá: “Hvar er eg stödd?” — “Þú ert hjá vinum, og heitum við Marteins. Eg er læknir og hefi gert alt sem hægt er að gera fyrir þig í bili. Þú hefir fengið vont högg áhöfuðið og svo hef- irðu fótbrotnað. Reyndu að vera róleg.” “Ó, kallaðu upp Reed, 110 Willow Way, og lofaðu þeim að vita, og koma með lækni með sér.” Klukkan að ganga átta, komu Reeds-hjónin og var Dr. Short með þeim. Var hann gamall hús læknir þeirra hjóna, og var Florence uppáhald hans. Hann flýtir sér inn í húsið, og hjónin á eftir honum. Tekur Miss Mar- tein á móti gestunum og vísar þeim að rúminu, þar sem Flor- nece lá, og skoðar Dr. Short meiðslin, og er hann stór-hissa, hvað Dr. Martein hafði gert vel við beinbrotið. Og sér hann strax, að þar er ekert hægt að bæta. Kemur læknunum sam- an um það, að það sé bezt að hún sé þar kyr; það geti ekki farið betur um hana, þótt hún væri flutt í sjúkrahúsið eða heim til sín. Kom þeim öllum sam- an um að biðja Dr. Martein að stunda hana; og sögðust þau öll mundu verða þar daglegir gestir hjá þeim um tíma. Tekur Mrs. Reed sérstaklega eftir því, hvað alt er svo hreint og viðkunnan- legt; og svo þessi stóri blóm- vöndur, sem stóð á borðinu, og angaði af honum um alt húsið. Daginn eftir var hjúkrunar- kona send til dr. Martein, og stunduðu þær Florence til skift- is; en dr. Martein hafði fengið sér aðstoðarlækni til að gegna Þessum skóla hefir lánast það sem hann er að gera ÞEIM SEM OTSKRIFAST AF HONUM LÁNAST LIKA ÞAÐ SEM ÞEIR GERA 0. F. FERGUSON President and Manager Með hverju ári fjölgar þeim háskóla- og miðskóla- stúdentum, sem innritast í þennan mikla skóla. Margir þeirra koma frá öðrum fylkjum en Manitoba, svo sem British, Columbia, Alberta, Saskatohewan, Ontario, North Dakota og Minnesota. Meiri hluti þeirra, sem ganga á verzlunarskóla í Wnnipeg, ganga í Success skólann vegna þess að vorir stúdentar verða betur hæfir fyrir viðskiftalífið, bæði hvað snertir menntun og persónulega framkomu. Einnig vegna ráðninga skrifstófu vorrar, því frá henni fá 2,600 félög í nágrenninu ökrifstofufólk sitt. W. C. ANGUS C.A. Principal TSm0fi. TYFEWRmmDZFAF.TXENT - THLZAFJjBjTIU CAMADA ' "*MORE THANSOO VAYSCHOOL STUDENTS./NACWAl ATTEtJDAlJCE, ASSEM8LBD MTHE COILEOE AUDrTORlUM FOR A LECrjfX D£UVBR£Þ SYEPWAAO rzvm.AH OFFfCIÁL Of TJJS OJ&aTUCRJH£W fiA/LWA)'— BOOKKEiPlNO &-ACCOUMTWG DEPARTME7/T ' -^EVGEISH DEPARTMtNT ^ONE OP OUKE/GMT SHORTHAND RQQtfS'- -'COflPTOnETER CrHAZHINE CAICUIATING DEPARTT1E/ITz ~*SPEED DlCTATION, EHORTHAND DEPARTHENT^T Nýtt kenslu-tímabil byrjar föstudaginn 2. Janúar Ef þér getið ekki innritast strax, þá getið þér gert það hve- nær sem er. Vér lítum persónulega eftir hverjum stúdent, og sjáum um að hann byrji á upphafi hverrar námsgreinar. Gestir ern oss kœrkomnir Innritist snemma Skrifstofa vor verður opin á hverjum degi milli jóla og nýárs. Komið tímanlega, svo að þér getið byrjað 2. janúar. SKRIFSTOFU TfMI: Jólavikuna: Á daginn—9 f. h. til 6 e. h. Á kveldin—mánudaga og fimmtudaga frá kl. 7.30 til 10. Sími: 25 843 eSa 25 844 Corner Portage Ave. and Edmonton St. Að norðan verðu í Portage Ave. Miðja vegu milli Eaton og Hudson Bay búðanna.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.