Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 3
WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930.
HEIMSKRINCLA
3. BLAÐSIÐA
Tvö kvæði.
ÁRAMÓT.
Er nýárið ei þér inndæl stund,
með árdegisbros og gull í mund?
Er gamlárið ei þér göfug mynd,
með gimsteinafjöld úr aldar lind?
Er endurminning þess hress og hrein
sem hreistin við kaldan bautastein?
KOLLS-MÁL.
Var eg eigi fær til ferða,
fólkið mitt, — til þinna gerða?
sagði litli Kollur kátur.
Hvein í höll —því nú varð hlátur!
Aðeins það, sem á að gera,
öðrum ferst af leið að bera.
Hitt sé glaðri framtíð falið. •
Fólkið snýst um megin valið.
Ættir þú að eiga og skilja
allt, sem fylgir þínum vilja:
yrðir þú sem áður, nakinn,
undarlega meinum þakinn.
Hver sem rækir köllun sína
— Kollur glæddi hugsjón mína —
verður fyrir sorta og sandi,
sem þó verður ei að grandi.
Vel má hönd og hugur ráða,
hæddu ei vini þína stráða,
en um svöð og sanda breiða
sjálfur áttu þá að leiða.
í»ín er förin. Þú mátt stranda!
Þér er ætluð sókn að vanda.
Eilífðar um ósa breiða
út er leið, á hafið greiða.
Jón Kernested.
Sigurrós Markúsdóttir
Snæfeld
Eftirmæli eftir einn af vinum fjöl-
skyldunnar.
l>ú varst móðir, ekkert orð sem þýðir
seðri tign, á steini letrað sást-
Það sem mest og helgast heiminn
prýðir,
lieitir fullu nafni: móðurást.
Það er fagurt allt, sem á þig minnir,
endurspeglar gervalt lífsstarf þitt.
Sögu þinnar móðurástar minnir
alltaf, fyr og síðar — hjartað mitt!
Hugsa eg mér sem ekta hring án
enda
sefi þinnar bjarta sólarhring.
Það var eilíf sæla þín að senda
sólargeisla þína allt um kring.
T>ú varst allt, sem lif mitt gerði að
lífi;
líf mitt hefði verið dautt án þín.
Guð mér við að vera án þín hlifi,
var og löngum eina bænin mín.
Sálir þær, sem unnast, ennþá skilur
ómælt, þögult dauðans svarta haf.
Finnst mér sem að handan andi ylur,
eða sem eg líti geislastaf.
Er þó von að að mér hlaðist skuggar,
inni verði dapurt, tómt og hljótt.
Eins og þegar blæjum birgðir glugg-
ar
breyta heimi dags í auðn og nótt.
Hvernig má eg harm svo þungan bera
liéðan fram að minni eigin gröf?
Eigi má eg samt án sorgar vera,
sorgin er mér dýrmæt náðargjöf.
Myrkrið loksins mér að skiljá gefur
merki þess að dagur hefir styzt.
Það ert ekki þú, seip dáið hefir,
það er eg, sem líf mitt hefi misst.
lausari og torskildari én nokkru sinni
fyr . trt úr hverri ásýnd og hverjum
kima heimilisin* horfði mállaus sorg-
in þvölum augum.
1 dag stefnir dauðinn oss enn á
ný á kveðjumót. 1 dag er hann þó
ihvorki harðhentur né torskilinn. I
<lag kemur hann til vor brosandi eins
«g hann vildi segja: “Satt er það, oft
«r eg hræðilega harðleikinn við ykk-
ur, blessuð börn lífsins; en þið vitið
/
að eg meina það allt saman vel, því
að hvað er eg, eftir allt, annað en
þjónustubundinn sendiboði lífsins!”
1 þetta sinn kemur hann, sem vinur,
á móts við lúna langferðamanninn,
leysir af honum byrðarnar og leiðir
hann til hljóðrar og djúprar hvíldar.
1 dag hefir dauðinn varpað af sér
hinum skuggalegu, saggaköldu slæð-
um, er annars fylla oss ógn og
sorg. —
Svo bjart er um burtför Friðriks
Bjarnasonar. —
Fyrir hans vitund var engin gáta
dauðans framar til; enginn dauði
til; aðeins örlítil bylting, “æfintýri”,
á vegi lifsins; fæðing. Hér var um
þann mann að ræða, sem ekki var
það neitt uppgerðarmál, að í skjóli
Krists vildi hann deyja — né var hon
um það efamál, að hann mundi og
með honum lifa----------
Þeir menn og konur, yngri sem
eldri hér í byggð, sem á undanförn-
um árum hafa haldið hópinn undir
merki trúar og frelsis, hafa efalaust
oftsinnis látið hugann reika með
kvíða fram til „þeirrar stundar, er j
Friðriks Bjarnasonar nyti ekki leng-
ur við. Návist hans virtist ómiss-
andi. Allt varð bjartara og léttara,
þegar hann kom í hópinn. ósjálfráð
ur kvíði vor á liðinni tíð var ekki á-
stæðulaus. Því að svo sérstök og
örðug eru félagsviðhorf Islendinga
hér í álfu, að hæpið er að “maður
komi manns i stað”. Og vandskip-
aður verður að nýju sá öndvegissess
í félagslífi voru, sem nú er auður lát-
inn við burtför Friðriks.--------
Nú er komið á níunda ár síðan eg
fyrst kynntist þessum grannvaxna,
hrörnaða öldung, með síungu, æsku-
fögru sálina. Alla tið hefi eg dáðst
að því, hve þessi persónuleiki var heil
steyptur og samræmur — og afskap-
lega jákvæður. Eg dáist fyrst og
fremst að hugsanalífinu — þessu
stóreftirtektarverða andlega sjálf-
stæði alþýðumannsins, sem lýsir sér
meðal annars í tvennu: því hugrekki
vitsins, sem hristir af sér ýmsar
valdboðnar og rikjandi skoðanir al-
menningS og leiðir sina eingin sam-
vizku og beztu vitund í kór; svo og
þvi hugrekki siðgæðis og skapsmuna
sem þverneitar að semja um sann-
færingu sína, og aldrei slær þar af
um hársbreidd. Síðan árið 1909, er
Friðrik sem fultrúi Quill Lake safn-
aðar, gekk af kirkjuþingi með séra
Friðrik Bergmann, hafa sumir lagt
honum það til ámælis, að hann væri
stirður til samvinnu í trúar- og
kirkjumálum. Þar til er því að svara,
að hér var um þau alvöru- og sann-
færingaratriði að ræða, að honum
var ekkert undanhald leyft.
Sérstæðastur var þó Friðrik, ef til
vill, fyrir bjartsýnina. Aðdáanleg
bjartsýni ljómaði yfir öllu hans hugs-
ana- og athafnalífi, og hélzt gersam-
lega óskert allt fram á banastundina.
Mér þykir fyrir því, að eg hefi
ekki við hendina kvæði eftir Magnús
A. Árnason, nýlega kveðið til al-
þýðuskáldsins og góðvinar okkar
Sigurðar Jóhannssonar. I aðra rönd-
ina virðist Magnús vera efnishyggju
maður, sem eigi þess eins vel von að
saman fari hrun efnis og anda. 1
kvæðinu játar hann þó, að þegar
hann rekur sig á glaðvakandi o,g
æskuþrungið sálarlíf hjá áttræðu
gamalmenni, þá hneigist hugur sinn
ósjálfrátt til trúar á sjálfstæði og ó-
dauðleika mannsandans!
Mér kom kvæði þetta í hug á dög-
unum, er eg sat yið sjúkrabeð þessa
háaldraða og dauðvona manns — og
fann alla sálarkrafta hans óskerta!
— sömu öruggu sannfæringuna,
sömu umhyggjuna fyrir frjálslyndu
kirkjunni, sunnudagaskólafræðslunni
og viðleitni ungmennanna — sömu
bjartsýnina, fögnuðinn og þakklætið
— sama trúarylinn, sömu djúpu lotn-
inguna fyrir Kristi og málstað hans
á jörðinni, sömu fagnaðarsælu viss-
una um upprisu mannsandans, og
þroskaskeiðin framundan, uppljóm-
uð af elsku og mætti hins hæsta. Og
jafnframt öllu þessu — sömu léttu
og gamansömu tilsvörin, sem ef til
vill sýndu hvað bezt að andinn var
ungur og heill, þótt holdið væri að
hruni komið.----------
Friðrik var sem sagt orðinn gam-
all maður, þegar eg sá hann fyrst.
Einhverntíma var mér sagt, að hann
hefði gleðimaður verið á yngri ár-
um. Og hver veit nema einhver sam-
ferðamaðurinn frá þeim árum kunni
frá brekum og brestum að segja. En
hvað sem fram mætti grafa í því
efni, þá yrði aldrei hægt að segja
mér, að uppistaðan i skaphöfn þessa
manns hafi eigi frá byrjun verið ó-
venjulega velviljuð og ábyrgðar-
söm. —
Fróðleiksáhugi hans og líknarlund
runnu saman í lækningastörfum
hans. Tókst honum að sögn margt
vel í þeim efnum, og var ætíð reiðu-
búinn og óþreytandi að líkna og
lækna, er til hans var leitað. Get eg
j mér þess til hins vegar, að eigi hafi
þau störf yfirleitt verið fjárhagslega
ábatasöm, né búi hans til eflingar,
og mun hann aldrei ríkur verið hafa.
Hann hafði allglöggt auga fyrir
því fagra. Bjó, að því er virtist, yf-
ir listeðli, þótt aldrei nyti það sin. —
Samt hafði hann að einhverju leyti
tamið sér þetta almenna eintal ís-
lenzkra sálna — að yrkja og kveða.
Vísur hans, — þær fáu sem eg hefi
séð — eru ef til vill ekki beint til-
þrifamiklar, en skýrar að og full-
smekklegar, í gömlum alþýðustíl. —
Þessar visur hans bera nokkurn vott
um hugsunarhátt hans:
Þótt vonbrigðin með vélum sínum
vellíðan mína hafi stytt,
Kærleikans guð, í krafti þínum
kýs eg að vinna dagsverk mitt.
og
Bezt eg reyni bænræknin
blessun hreina málar
Þetta eina ágætt finn
eyða meinum sálar.
Um trúmál las hann og hugsaði
mikið. Sérstaklega unni hann starfi
og ritum séra Haraldar Níelssonar.
Til þessa lá meðal annars sú beina
ástæða, að Friðrik mun sjálfur hafa
verið gæddur nokkrum dulgáfum.
Jafnvel um hábjarta daga bar stund-
um svo við, að hann féll í létt augna-
bliks leiðsluástand, og þótti þá sem
hann stæði augliti til auglitis við
framliðna frændur síná og ástvini;
fékk þá meðal annars svör við göml-
um einkamálum, sem fullnægðu hon-
um- Var hann t. d. sannfærður um
að séra Friðrik Bergmann látinn,
hefði með þessum hætt kvatt sig til
að helga frjálsu kirkjunni krafta
sína. Víst er um það, að einhvers-
staðar frá kom honum í þessum mál-
um eldmóður, starfsþrek og bjartsýni
umfram flesta aðra.
Síðustu vikurnar var honum það
fullljóst, að hann var að deyja. Var
honum það hrifandi tilhugsun. Lagði
hann svo fyrir, að eigi skyldi aðra
húskveðju halda á heimili hans en
þá að syngja —- til þess að menn og
skepnur skyldu eigi sín vegna liða i
hinu bitra vetrarfrosti. Sérstaka á-
herzlu lagði hann á það, að sunginn
'yrði við útför sína sálmurinn nr. 23
í sálmakveri próf. H. N.: “Þú Krist-
ur, ástin alls er lifir.”
Einhverntíma, ef til vill i banaleg-
unni, kvað hann þetta.
Kvartað ekki hef eg hátt.
Heims er vinnan goldin:
Kastið blómi á leiði lágt,
lík þá hylur moldin.
Hann var ekki að biðja um venju-
lega blómkransa. Þvert á móti, lét
hann þau boð ganga til vina sinna,
er kynnu að vilja gefa blóm í sam-
bandi við útför hans, að frambera
heldur þá fórn á altari lífsins og æsk-
unnar — láta það ganga til sunnu-
dagaskólans. Þangað beindist hug-
urinn til síðustu stundar- Sunnu-
dagaskólakennari var hann búinn að
vera í fjöldamörg ár, — óþreytandi
að hneigja hugi barna og ungmenna
til trúar og siðgæðis, svo og til ástar
á íslenzkum menningarerfðum og
þjóðerni.
Einu blómin, sem hann biður niðj-
ana og samherjana að leggja á leiði
sitt, eru sveigar vakandi trúmennsku
| við þá ljóstrú og lífsþrá, sem sál
hans ólgaði af, og gerði hann að á-
! byrgðarsömum og starfandi manni.
KVEÐJA
flutt við útfararathöfn Friðriks
Bjarnasonar, ort að beiðni Hjartar
F. Bjarnasonar.
Við komum að hvilu þinni
í kærleika, börnin þin —
með grátklökkva gleði í sinni,
og gæfu, sem aldrei dvín.
Þú varst alltaf vinur í raun;
og valdir ei heldur um laun.
Við skiljum, að söknuður situr um
alla,
er sáu þig stríða, og sigra og falla.
En minningin lifir á lífgeislabárum,
og leiftrar i gleði og sorganna tárum.
Jakob J. Normann.
Fréttir vestan af strönd
12 nóttum fyrir Jól,
Belingham, Wash, 1930.
Ritstjóri Heimskringlu,
Winnipeg, Man.
Kæri herra!
Það er eins hér og annarsstaðar í
ríki “Uncle Sam”, of lítið um vinnu.
Er það bagalegt fyrir fólkið, þar eð
það getur ekki borgað eins skilvíslega
og það gerði á góðu tímunum, og
ekki til neins að ganga hart á eftir
skuldum, hvorki fyrir blaðaútgefend-
ur né aðra. Allir vona að árið 1931
verði gott og arðsamt. Gengur þessi
vinnukreppa yfir landa sem aðra, en
það eru þó menn, sem vilja vinna.
Manni dettur í hug, hvort það
mundi nokkuð hjálpa, að taka upp
xann góða, gamla sið, sem tíðkaðist
á íslandi fyrir 30 árum, nefnilega að
taka upp húslestrarsiðina, lesa post-
illur þeirra Jóns eða Péturs á hverj-
um degi- Auðvitað gæfi það ekki
vinnu. En það gæti huggað þá, sem
hryggðin slær út af atvinnuleysinu,
eða með öðrum orðum, svæft þá. —
Yrði það þá sá flokkur landa, sem eru
forhertir kirkjumeðlimir. Hinir, sem
ekki sjá þessi guðshús, þótt þeir
gangi framhjá þeim á hverjum degi,
mundu verða samir sem áður, harð-
vítugir syndaselir, sem enginn guðs-
orðaprédikari nútímans getur frels-
að frá “vonda staðnum”, er þeir
kveðja þenna heim. Þeir náungar
koma aldrei í kirkju og sýnast vera
trúminni en þorskurinn.
Eftir þvi sem eg hefi heyrt, er fé-
lagslífið hjá löndum hér í bezta lagi.
Er Mr. Þ. Anderson þakkað það og
hans ráðuneyti. Anderson er forseti
bóka- eða lestrarfélagsins hér í borg,
Mr. Sigfússon skrifari, Mr. Goodman
féhirðir og Mrs. Gíslason bókavörð-
ur. Hvort fleiri eru í stjóm félags-
ins nú, veit eg ekki. En þetta eV
fólk, sem hefir vilja stáli sterkari og
strangheiðarlegt, hlær aldrei i lang-
lokum, eins og þeir viljgiveiku, held-
ur eru hlátrar þeirra eins og Mr.
Skaptasonar og Morrisons i Blaine.
Það eina sem hjálpar fólki hér, að
>að verður ekki hálfgeggjað, er veðr-
ið, það er ágætt; frostlaust nú og
smáskúrir, utan húss og innan, og
glaðir eru menn yfir þessum fáu döl-
um, sem stjómin ætlar að bæta
atvinnuleysið með, bara að skrattinn
stingi þeim nú ekki í rangan vasa.
Eg bið yður, herra ritstjóri, að gera
svo vel að gefa þessum fáu línum rúm
1 okkar góðu Heimskringlu, svo fólk
sjái að eg fer með rétt. Með ánægju
skal eg senda blaðinu meira af þessu
— bara að láta mig vita gegnum blað
ið, hvort það er ekki þegið með þökk
um. Eg hefi fengið leyfi til að senda
Kringlu .visur, er urðu til á dögunum
og eru kallaðar "Thanksgiving Din-
ner hjá Uncle Sam”. Hvort það verð
ur hægt í þetta sinn, veit eg ekki
fyrir víst.
Eg bið yður, herra ritstjóri, að fyr-
irgefa þetta, eg meina sparkið, um
ritvillur kæri eg mig ekki, þær eru
algengar.
Eg óska yður og stjórn Krínglu
gleðilegra jóla og góðs árs 1931.
Yðar með virðingu,
Str. Júlíus.
FRÁ ÍSLANDI.
Rvík. 29. nóv.
Harðindi. Af Langanesi er skrifað
18. nóvember: Tiðarfar á síðast liðnu
sumri verður að teljast mjög óhag-
stætt hér um sveitir. Hröktust hey
mikið í ágúst og urðu lítils virði. Frá
september byrjun var all-góð tíð,
svo að menn náðu heyjum sínum, en
þau voru hjá flestum bæði lítil og
léleg. Asetningur mun víða vera
bágborinn. Síðast liðnar vikur hefir
verið hér hin mesta ótið og er kom-
inn mikill snjór, en þó hafa fáir bænd-
ur gefið enn þá. Fjárheimtur voru
fremur slæmar víðast hvar í haust,
enda komu snjóar svo snemma, að
búast má við að margt fé hafi farist
á heiðum.
EF ÞÚ ÁTT VINI
í GAMLA LANDINU
SEM AÐ ÞIG FYSIR AÐ HJALPA
____ AÐ KOMAST TIL ÞESSA LANDS,
Farbréf ÞA KOMIÐ INN OG SJAIÐ OSS. VIÐ SKULUM SJA UM ALT ÞVI VIÐ- VTKJANDI.
til og frá allra landa GLOBE GENERAL AGENCY Rail Agents 872 ivfain Street (Phone 55800
heimsins Agentar fyrir allar eimskipa línur
eða talið við einhvern af agentum
Panadian J^ational
þir sem
tiotiS
T I M BUR
KA UPIÐ
A F
The Empire Sash & Door Co., Ltd.
BlrgSlr: Henry Ave. East ' Phone: 26 356
Bkrifstofa: 5. gólfi, Bank of Hamilton
VERÐ GÆÐI ANÆGJA.
i Prentun-
\
The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr-
ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega
og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa
v yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta.
I Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi.
ITHE VIKING PRESS LTD
I 853 SARGENT Ave., WINNIPEG
C
I
^ Sími ^ *