Heimskringla


Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 7

Heimskringla - 31.12.1930, Qupperneq 7
WINNIPEG 31. DESEMBER, 1930. HEIMSK.RINGLA 7. BLAÐSIÐA u 1 N af ns PJ >•• 10 ld I FRÁ ÍSLANDI. Rvík. 29. nóv. Bílfær vegur var gerður $ sumar frá Þórshöfn inn að Hafralónsá; mun hann á næsta sumri eigi að leggjast inn að Svalbarði i Þistilfirði og á næstu árum austur yfir Brekkna- heiði — austur á Strönd. * * * Rvík. 29. nóv. Frá Gunnólfsvík á Langanesströnd er skrifað: Verð er hér afar lágt á öllum innlendum afurðum, t. d. er gæruverð áætlað 90 — 95 aura kg., dilkjakjöt 80 — 85 aura kg. Ullin frá í vor liggur hér enn óseld. Fiskur óseljanlegur. • • • Rvík. 29. nóv. Veikin í Móakoti. Þess var getið I blaðinu í gær, að skæð veiki hefði komið upp i Móakoti á Vatnsleysu- strönd og að læknar væri í vafa um hvaða veiki þetta væri. Voru 5 manns á heimiliun, kona og fjögur hörn; konan dó úr veikinni og þrjú börn hafa tekið veikina. Er eitt orð- ið heilbrigt aftur, en tvö mikið veik; voru þau flutt hingað og lögð í sótt- varnarhúsið. Þar eru einnig heil- brigðu börnin tvö frá Móakoti. Er nú verið að rannsaka veikina, en þeirri rannsókn verður sennilega ekki fokið fyr en á mánudag. * • • Rvík. 30 nóv- RANNSÓKNIR A DVRARIKI ISLANDS. Unnið verður að því að fá yfirlit yfir þá þekkingu, sem fyrir hendi er á þvl sviði, og bæta úr verstu giopp- unum. Á undanförnum árum hefir dýra fræðissafnið í Höfn gengist fyrir því, að út væru gefnir á ensku yfirlits- bæklingar um dýraflokkar þá sem til eru í Færeyjum. Hafa færustu menn á þessu sviði annast um útgáfu bækl- inganna. Hefir þar verið safnað sam- an allri þeirri þekkingu sem til er á þessu efni, jafnframt því sem gerð- ar hafa verið þær rannsóknir sem gera þurfti, til þess að úr þessu feng- ist heildarkerfi. Nú er heildaryfirlit fengið yfir dýrariki Færeyja. Stjórn dýrafræðissafnsins í Höfn hyggst að víkka verkahringinn og gangast fyrir þvi, að svipað yfirlit fáist yfir íslenzka dýrafræði. Ætl- ar hún að leita aðstoðar þeirra nátt- úrufræðinga íslenzkra, sem fengist hafa við dýrafræði. En rannsóknir og útgáfur bókanna verða að veru- legu leyti styrktar úr Carlsberg- sjóði. Er þess vænst að dr. Bjarni Sæ- mundsson fyrst og fremst taki þátt í samvinnu um vísindaverk þetta, og taki þá fyrst og fremst að sér fiskana. Rann,sóknir hans og dú. Jóhs. Schmidt á fiskum hér við land, eru sem kunnugt er svo viðtækar, að óvíða er það betur rannsakað en hér við land. . Sennilega tekur hann að sér við- tækara verksvið. Aðrir dýrafræðingar íslenzkir sem hér ættu að aðstoða með þekkingu sinni eru þeir Árni Friðriksson, Guðm. G. Bárðarson og Pálmi Hannesson. En hvaða efni hver þeirra tekur að sér, mun vera óráðið. Rannsóknir á fuglalífi Islands eru mjög í molum, o geins á spendýr- um, þó þar sé meira efni úr að vinna í allskonar gömlum heimildum. Krabb ana hefir dr. Bjarni Sæmundsson rannsakað töluvert, Guðm. G. Bárð- arson hefir m. a. rannsakað lindýrin, og Pálmi Hannesson alskonar dýra- líf í stöðuvötnum landsins, þó enn hafi hann eigi ritað um það efni svo teljandi sé. Hér á náttúrugripasafninu er mik- ið af gögnum er koma að haldi við starf þetta. Eins hafa vísindamenn- irnir á rannsóknaskipi dr. Johs. Schmidt^Dana, tekið mikið heim með sér af sjávardýrum. En ýmsir dýraflokkar eru hér svo til órannsakaðir. Má þar m. a. nefna flest skordýr, maura, köngu- lær, armar í jarðvegi og vötnum o. fl. o. fl. Er óskandi að rannsóknarstarf þetta gangi sem greiðlegast, svo grundvöllur sé fenginn fyrir fram- haldsrannsóknir á þessu merkilega sviði íslenzkra náttúruvísinda. —Mbl. • • • Rvík. 3. des. ELDING VELDl’R HÚSBRUNA OG STÓRTJÓNI. I gær barst sú fregn austan úr Skaftafelssýslu, að eldingu hefði sleg- ið niður í íbúðarhúsið í Flögu í Skaftártungum, og að húsið hefði brunnið til kaldra kola. Til þess að fá nánari fregnir af þessu, átti Morg- unblaðið tal við Gsla Sveinsson sýslu- mann i Vík, og skýrði hann þannig frá: Agfaranótt mánudags (1. des.) gerði hér aftaka veður af haf-út- suðri; var það með verstu veðrum, sem hér hafa komið. Urðu víða sím- slit, svo að ekki fengust strax fregn- ir um, hvort nokkurt slys hefði orðið af veðrinu. Sambandslaust varð á aðallínunni við Skarftártungu, en þé gat stöðvarstjórinn í Vík heyrt ó- Ijóst samtöl á aukalínum ^ustan Mýr- dalssands. Fékk hann þá þær fregn- ir, að kl. um 3 aðfaranótt 1. des- hefði eldingu slegið niður í íbúðar- húsið í Flögu í Skaftártungu og hús- ið brunnið til kaldra kola. Simastöð var í Flögu og hafði fólkið orðið þess vart, að eldingu sló niður í skiftiborð símans og klofnaði borð ið en húsinð stóð þegar í björtu báli. Fólkið komst nauðulega út og ó- meitt, að því er vitað verður, en misti alt, sem inni var, búsáhöld, húsmuni, fatnað, matvæli og yfir höfuð alt, smátt og stórt sem í húsinu var. Bóndinn í Flögu heitir Vigfús Gunnarsson og er kona hans Sig- ríður Sveinsdóttir, systir Gísla Sveins- sonar, sýslumanns. Tjónið gífurlegt. Ibúðarhúsið brann til kaldra kola, ofan frá rjáfri og niður i kjallara. Aðeins múrvegir stóðu eftir; þó hrundi norfðurveggur, sem var úr steinsteypu og undir honum stóðu kerrur og sláttuvél og molaðist það undir veggnum. Þarna brann, auk verðmætra skjala og peninga, aleiga fólksins. Geymslu- hús var áfast íbúðarhúsinu og brann það með öllu, sem í var; húsgögn öll brunnu, búshlutir, allur fatnaður, öll áhöld til rafveitu, sem voru ný og mjög vönduð, allir aðrir lausamun- ir og allur vetrarforði af matvælum. — Þetta var alt óvátrygt. Húsið var vátrygt var aðeins 10 þús. kr., og er það hálfvirði kostnaðar. — Tjón húsbænda og heimilisfólks er því mjög tilfinnanlegt. Rafmagnsstöðin var ekki i gangi þessa nótt og enginn eldur í húsinu, svo ekki getur minsti vafi leikið á því, að hér hefir eldingin kveikt í húsinu. — Á Hrífunesheiði voru símastaur- ar meira og minna brotnir, sumir voru klofnir niður eftir endilöngu, flísar klofnar úr öðrum og nokkrir þverkubbaðir og glerkúlurnar einnig klubbaðar sundur- Á sama tíma og eldingunni hafði lostið niður í Flögu, vaknar stöðv- arstjórinn i Vík við brest mikinn í simastöðinni þar og öryggisglös öll brotna. Vík er um 40 km. frá Flögu Einnig höfðu brestir heyrst í stöð- inni að Kirkjubæjarklaustri og öðrum símastöðvum í sýslunni. • • • Gísli Sveinsson sýslumaður hefir lagt fyrir hrepþstjóra Skaftartungu- hrepps, að taka ítarlega skýrslu af viðburði þeim, er gerðist aðfaranótt 1. þ. m. Eftir þeim fregnum sem fengist hafa, má telja vísa, að eld- ing hafi slegið niður í símalinuna ná- lægt Flögu og leiðst með símanum inn í húsið. Og þar sem siminn er orsök tjónsins, og hér er um land- símastöð að ræða, er það að sjálf- sögðu skylda landsímanns að bæta tjón það, sem hér hefir orðið. —Mbl. Siglufirði, 4 des. ÓTIÐ NVRÐRA. Siglufirði, 4. des. Afar óstilt tíð og stormasöm. Má heita, að óslitin jarðbönn hafi verið hér frá veturnóttum, þar til blotaði um síðustu helgi. Snjór þá talsverð- ur. Ofsarok í nótt á suðvestan. Fauk járn af einu íbúðarhúsi og skemdist lítilsháttar á fleirum. Sjaldan gefur á sjó, en ágætis afli, þegar gefur. Síðast, fyrir fjórum dögum, aflaði hæsti báturinn átta þúsund pund. Suðvestan rok í dag og snjóél. Tveir botnvörpungar leituðu hafn- ar hér í nótt. • * • Rvík. 5. des. Byggingarkostnaður í Reykjavík. Samkvæmt áætlun húsameistara rík- isins um byggingarkostnað í Reykja- vík, kosta hús nú 171% meira held- ur en í fyrra. Af byggingarkostnaði er vinnukaup nú 336% hærra heldur en fyrir stríð. Hús, sem er 8.5X7.2 m. ein hæð, portbygt, krossreist, með geymslukjallara, loft og gólf úi^ timbri og útveggir allir þiljaðir innan með pappa á milli, strigalagt innan og málað, en án allra pípulagninga, áætlar húsameistari að kosti nú 19,784 krónur, en í fyrra hefði það kostað 19.228 krónur og 1920, þegar byggingarkostnaður var hæstur, 36.227 kr. • * • Rvík. 7. des. ÞYSKUR TOGARI STRANDAR övíst hvar skipið er; sennilega er það austast á Mýrdalssandi, nálægt Alftaveri. Mannbjörg. (Eftir simtali við Vík). Á laugardaginn (6. þ. m. urðu menn í Vík í Mýrdal þess varir, að bál var kynt á Hjörleifshöfða á Mýr- dalssandi, og réðu menn strax, að þar myndu vera strandmenn, því að engin bygð er á Höfðanum. — Gísli Sveinsson sýslumaður bað bóndann í Fagradal að fara austur til að skygnast eftir hverjir þarna voru. Þegar sendimaður er kominn nokk- uð austur á sandinn, sér hann, að hópur manna er að leggja frá Hjör- leifshöfða, vestur sandinn. Fer hann til mannanna, og eru þetta þýskir strandmenn, 13 talsins. Hann fylgir strandmönnunum heim að Fagradal og fá þeir þar aðhlynningu og hress- ingu. Eftir því, sem Gísli Sveinsson sýslu- maður skýrði blaðinu frá, veit skip- stjóri ekki með vissu, hvar skipið hefir strandað, en sennilega er það austarlega á Mýrdalssandi, eða jafn- vel suður af Alftaveri. Sagði skip- stjóri, að strandið væri nálægt vit- anum (á Hádegisskeri, austan við Alviðruhamra). Skipið strandaði kl. um 9 á föstudagsmorgun (5. þ. m.). Skipverjar biðu í 3 klukkustundir í skipinu, því að ekki var viðlit að komast í land. Síðan fór einn skip- verjanna með línu í land, og hinir á eftir, á línunni; gekk þeim vel að komast í land; sumir flumbruðust eitthvað. Biðu þeir nú nokkrar klukkustundir I fjöruni, en fóru síðan að leita bygða. I stað þess, að leita til vitans, lögðu þeir vestur sandinn | og stefndu á Hjörleifshöfða. Þeir Dr. M. B. Halldorson 401 Royd IIIiIk Skrifatofusími: 23674 Stundar sérstaklega lungnasjúk dóma. Er aTJ finna á skrifstofu kl 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmili: 46 Alloway Ave. Tnlnfml: 331S8 DR A. BLONDAL 602 Medlcal Arts Bldg. Talsími: 22 256 Stundar sérstaklega kvensjúkdóma og barnasjúkdóma. AtJ hltta: kl. 10—12 ♦ b. og 3—6 e h. Heimili: 806 Victor St. Sími 28 130 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Art» Bldg. Cor. Graham and Kennedy St. Phone: 21834 VitJtalstími: 11—12 og 1_6.30 Heimili: »21 Sherburn St. WINNIPEG, MAN. Dr. J. Stefansson 216 MEDICAL ARTS BLDG. Hornl Kennedy og Graham Stnndar elngdnKii «u«'nn- eyma - nef- og kverka-njflkdóma Er ati hitta fré kl. 11—12 f. h. og kl. 3—6 e. h. Tnlrtf mi: 21834 Heimllt: 638 McMillan Ave. 42691 Talsfmi: 28 889 DR. J. G. SNIDAL TANNLAÍKNIR 614 Somerset Block Portnfte Avenue WINNIPEG DR. K. J. AUSTMANN Wynyard —:— Sask. HEALTH RESTORED Lækningar án lyfja DK. S. G. SIMPSON. N.D., D.O.. D.C. Chronic Diseases Phone: 87 208 Suite 642-44 Somerset Blk. WINNIPEG —MAN. komu í Hjörleifshöfða kl- 10 á föstu- dagskvöld, þreyttir og þjakaðir eftir langa og stranga göngu, yfir margs- konar torfærur. Engin bygð er á Hjörleifshöfða, en skipverjar kom- ust í mannlaust íbúðarhús þar, og bjuggu þar um sig yfir nóttina. Þeir höfðu luktir með og eldfæri, og gátu því gert vart við sig næsta morgun. Skipið heitir “Harvestehude” frá Cuxhaven. Skipbrotsmönnum leið vel eftir volkið, og eru nokkrir þeirra komnir til Víkur. Voru þeir heppnir, að komast að mestu ómeiddir úr hinni erfiðu og hættulegu ferð yfir Mýr- dalssand. Skipstjóri fer í dag austur til að leita að skipinu, og athuga, hvernig þar er umhorfs. Skipsbrotsmenn verða innan skamms fluttir hingað til Rvíkur. — Það voru skipsmenn á “Herveste- hude”, sem i október síðastliðinn björguðu skipverjum á m s. Ameta; reyndu Þjóðverjar einnig að bjarga Ametu, en mistu skipið og fórust með því þrír skipsmanna af “Har- vestehude”. Væri vel við eigandi, að hinum þýsku skipbrotsmönnum yrði nú einhver sómi sýndur, og þeim þakkað fyrir hreystiverkið á dögun- um. *THEBEST* IN RADI0 Vícior.Majesiic. General Electiic. Silver- Marshall. E.NiEsiBiinnr iim Sarqent at Sherbrook | LOWEST TERMS IN CANADA ' l G. S. THORVALDSON B.A., L.L.B. Lögfrœðingur 702 Confederation Life BVdg. Talsími 24 587 WALTER J. LINDAL BJÖRN STEFÁNSSON Islenxkir lögfræSingar 709 MINING EXCHANGE Bldg Sítni: 24 963 356 Main St. Hafa einnig skrifstofur atS Lund&r, Piney, Gimli, og Riverton, Man. Telephone: 21613 J. Christopherson, Islenskur Lögfrœfiingur 845 SOMERSBT BLK. Winnipeg, :: Manitoba. A. S. BARDAL selur likkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaóur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar rainnisv&rfta og legstelna. 843 SHERBROOKE ST. Phone: 86 607 WINNIPEG Bjömvin Guðmundson A. R. C. M. Teacher of Mubíc, Composition, Theory, Counterpoint, Orchet- tration, Piano, etc. 555 Arlington St. SIMI 71621 MARGARET DALMAN TEACHER OP PIANO 8n4 BANNING ST. PHONE: 26 420 Ragnar H. Ragnar Píanókennari hefir opnað nýja kenslustofu að STE. 4 NORMAN APTS. (814 Sargent Ave.* TALSIiVH 38 295 TIL SÖLU A ÖDfRV VGRfil “PURNACE” —bæbi vibar oc kola "furnace” lltið brúkaO, «r tll sölu hjá undirrttuHum. Gott tæklfærl fyrlr fðlk út 4 landi er bæta vllja bltunar- áhöld á helmillnu. GOODMAN « CO. 786 Toronto St. Slmi 28847 Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Bbrkskc and Fnrnlture Movil( 762 VICTOR ST. SIMI 24.500 Annast allskonar flutninga fram og aftur um bæinn. 100 herbergi meí etJa án batJ» SEYMOUR HOTEL vertJ sanngjarnt Sfml 28 411 C. G. HITCHISON, elgnnáí Market and Kinff St., Winnipeg —:— Man. MESSUR OG FIJNDIR f kirkju Samba ndssafnafiar Messur: — á hverjum sunnudtffi kl. 7. e.h. Safnaðarnefndin: Fundir 2. og 4. fimtudagskveld i hverjum mánufii. Hjálparnefndin'. Fundir fyrtta mánudagskveld i hverjum mánuði. Kvenfélagið: Fundir annan þriöju dag hvers mánaCar, kl. 8 aC kveldinu. SöngflokkuriÆfingar á hverju fimtudagskveldi. SunnudagaskóUnn:— A hverjum ■ sunnudegi, kl. 11 t. h. , Innköllunarmenn Heimskringlu: f CANADA: Arnes.................................. F. Finnbogason Amaranth ............................. J. B. Halldórsson Antler....................................Magnús Tait Arborg.................................G. O. Einarsson Baldur..........................................Sigtr. Sigvaldason Belmont ................................ G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Beckville ............................ Björn Þórðarson Bifröst ...........................Eiríkur Jóhannsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Calgary.............................. Grímur S. Grímsson Churchbridge..........................Magnús Hinriksson Cypress River...........................Páll Anderson Ebor Station.............................Ásm. Johnson Elfros.............................J. H. Goodmundsson Eriksdale ............................. ólafur Hallsson Framnes...........................................Guðm. Magnússon Foam Lake................................John Janusson Gimli.......................................B. B. ólson Glenboro........................ .. G. J. Oleson Geysir.............................................Tím. Böðvarsson Hayland................................Sig. B. Helgason Hecla..............................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................F. Finnbogason Húsavik................................John Kernested Hove...................................Andrés Skagfeld Innisfail ......................... Hannes J. Húnfjörð Kandahar ............................... S. S. Anderson Kristnes................................Rósm. Árnason Keewatin..............................Sam Magnússon Leslie...............................Th. Guðmundsson Langruth................................Ágúst Eyólfsson Lundar .................................. Sig. Jónsson Markerville ......................... Hannes J. Húnfjörð Nes.................................. .. Páll E. ísfeld Oak Point...............................Andrés Skagfeld Otto, Man................................. Björn Hördal Poplar Park............................Sig. Sigurðsson Piney...................................S. S. Anderson Red Deer ........................... Hannes J. Húnfjörð Reykjavík..............1...................Árni Pálsson Riverton ............................. Björn Hjörleifsson Silver Bay ........................... ólafur Hallsson Swan River........................... Halldór Egilsson Selkirk................................... Jón Ólafsson Siglunes.............................................Guðm. Jónsson Steep Rock ............................... Fred Snædal Stony Hill, Man........................... Björn Hördal Tantallon................................Guðm. Ólafsson Thornhill............................Thorst. J. Gíslason Víðir...................................Aug. Einarsson Vogar.................•.................Guðm. Jónsson Vancouver, B. C..........................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.......................... August Johnson Winnipeg Beach.........................John Kernested Wynyard................................F. Kristjánsson í BANDARÍKJUNUM: Blaine, Wash.......................Jónas J. Sturlaugsson Bantry................................... E. J. Breiðfjörð Chicago................................Sveinb. Árnason Edinburg..............................Hannes Björnsson Garðar....................................S. M. Breiðfjörð Grafton...................................Mrs. E. Eastman Hallson...................................Jón K. Einarsson Hensel.................................Joseph Einarsson Ivanhoe................................ G. A. DalmaUn Milton...................................F. G. Vatnsdal Mountain..............................Hannes Björnsson Minneota................................G. A. Dalmann Bembina..............................Þorbjöm Bjarnarson Point Roberts.......................Sigurður Thordarson Seattle, Wasih.......J. J. MiddaJ, 6723—21st Ave. N. W. Svold...........................’.. .. BJöm Sveinsson Upham................................... E. J. Breiðfjörð The Viking Press, Limited Winnipeg, Manitoba

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.