Heimskringla - 07.01.1931, Blaðsíða 3

Heimskringla - 07.01.1931, Blaðsíða 3
WINNIPEG 7. JANÚAR, 1931 HEIMSKRINCLA 3. BLAÐSIÐA ingartilraunina voru Ludendorf og Frich, en meðal helstu manna hans nú má nefna Rínlendinginn Goebbels. Ymsir út ætt Vilhjálms fyrrum keis- ara munu einnig teljast til þessa flokks. Stefna flokksins er að sumu leyti nokkuð óljós, leiðtogarnir nota stór orð en ekki ávalt skýr. Flokkurinn befur eflst mjög fyrir ákafa þeirra og hita og það, hversu þeir hafa sleg- ið á þjóðræknisstrengi fólksins. A flokknum er sagt prýðilegt skipulag °g semja flokksmenn sig talsvert að síðum ítalskra fascista i ýmsum hátt- um. Flokkurinn hefur mikil fjáráð og er sagt, að ýmsir stóratvinnurek- endur hafi lagt honum fé í þeirri von að hann dragi atkv. frá jafnaðarmönn um, þótt þeir séu honum annars ekki sammála í öllu. Hitler hefur nýlega, að afloknum kosningum, lýst áformum sínum og skoðunum þannig, að það hafi verið knýjandi nauðsyn að stofna flokk, sem væri altekinn eldheitri ættjarð- arást, sem væri gagntekinn bafðV úagaþrá og æfður þannig, að hann væri leiðtogum sínum skilyrðislaust hlýðinn. Hann sagði, að bölvun Þjóð- verja eftir hrakfarir stríðsins séu fólgnar í því, að þjóðin sé hætt að trúa á kraft sjálfrar sín, að hún sé farin að tigna alt sem útlent sé og hneigjast að alþjóðlegri stefnu og hugsunarhætti, að hún afneiti per- sónulegum krafti og persónulegu valdi, að hún hafi tekið upp lýðræði 0& þingræði og að fólkinu hafi verið sPilt með friðarskrafi. Hann segist okki líta á alpjóðasamkomulag sem hindandi lög, enda eigi Þjóðverjar að fá breytt, eða breyta sjálfir með valdi samningum þeim, sem þeim hafi ver- þröngvað til að gera, frá friðar- samningnum í Versölum til Young- samþyktarinnar um skaðabótagreið- slurnar. Hann vill að Þjóðverjar fái sftur lönd frá Dönum, Pólverjum og 'Tékkum og að Elass-Lothringen verði sérstaklekt (þýskt) ríki. Hann kall- ar Þá “glæpamenn”, sem stóðu að friðarsamningunum 1918. Skoðanir flokksins í þessum efn- koma ekki síður greinilega fram i ræðu, sem annars flokksforingi, úoebbels, hélt kosningadagskvöldið í Herlin. Við viljum fá að skipa var- narráðherra, innanríkisráðherra og lögreglustjóra Berlínar, sagði hann. Annaðhvort fáum við völdin, eða hér verður bylting. Það verða ekki fram- ar óvinir Þýskalands, sem ákveða r>kinu stjórn, heldur við. Ennfremur fór hann hörðum orðum um Gyðinga °g hótaði þeim illu einu. Blað Hitlers hefur einnig haft í hótunum við Hind- enburg forseta og haft á orði, að stef- ®a ætti honum fyrir landráð. Utan Þýskalands og ekki sist í Bretlandi, er það annars Hindenburg, sem menn treysta á, treysta því að hann muni með áhrifum sínum, ekki síst í hernum, og virðingu þeirri, sem hann nýtur, geta lægt öldurnar og komið á heilbrigðu og affarasælu jafnveægi í róti því og glundroða, sem auðsjáanlega verður afleiðing kosninganna, í þinginu. Þetta kom nýlega fram i ritstjórnargrein i The Times. Þar er bent á það hversu góðan árangur borið hafi tilraunir þeirra Walter Rathenau’s, Strese- manns og Hindenburg til viðreisnar Þýskalandi og væri ilt til þess að vita, ef æsingamenn eins og Hitlerssinnar spiltu þvi starfi eða spiltu friði álf- unnar. En til þess muni að vísu ekki koma, þvi að bæði muni flokkurinn sjálfur sennilega spekjast við reynslu og ábyrgð og svo séu það, þrátt fyrir alt, áhrif Hindenburgs og hans manna, sem á velti. Sumir áhrifa- miklir Englendingar hafa samt tekið sigri Hitlers með fögnuði, fyrst og fremst Rothermere lávarður. Hann skrifaði nýlega (í The Daily Mail og í The Evening News) um nýjan kapi- tula í sögu Evrópu, um endurfræð- ingu Þýskalands og sagði að sigur Hitlers merkti það, að þýsk æska væri nú að láta til sín taka og endur- skapa þjóðina sem sterka þjóð í öfl- ugri andstöðu gegn sameignarstefn- unni, kómmúnismanum. Það var svipað, sem fyrir mér vakti með stofnun hins sameinaða ríkisflokks, segir Rothermere ennfremur. Hann segir að Englendingar eigi að gæta þess vel, að koma rétt og viturlega fram gegn þessum nýja, sigrandi þýska flokki, því að það geti orðið öllum dýrt, að snúast ranglega við honum. Yms frönsk blöð (t. d. temps) segja einnig, að sigur Hitlers tákni nýtt tímabil í sögu Þjóðverja. 1 Geneve eru úrslit kosninganna ýms- um áhyggjuefni vegna þess að þau geti dregið úr samkomulagshorfum um aukna samvinnu Evrópuþjóðanna, eins og nú er mjög talað um út af tillögum Briands. Ennþá er það að vísu flest á huldu hvað úr þýsku kosningunum verður og áhrifum Hitlers, en engum Evrópu- stjórnmálum er nú fylgt með meiri athygli og fá eða engin geta orðið örlagaríkari. Er til rétt mynd af Kristi? Slfoðun Frantz Wolter. Af kristi eru eins og kunnugt er til mjög margar myndir, því að marg- ir helstu listamenn heimsins hafa gert Kristmyndir. Hér er t. d. alkunn mynd Thorvaldsens. En slíkar mynd- ir eru einungis ímyndir eða hug- myndir listmannanna, en venjulega hefur verið litið svo á, að ekki væri til nein óyggjandi samtíðamynd af honum. Stundum hefur það samt komið upp, að menn hafa þótst geta bent á forna mynd af honum, t. d. var um aldamótin síðustu málverk, sem ýmsir töldu samtímamynd. Aust- urríski listsögufræðingurinn Furt- wangler hélt því einnig fram, að forn höfuðmynd úr albastri, sem grískur kaupmaður flutti til Þýskalandsí væri samtímamynd af Kristi og sýndi rétt- ilega svip hans. Þýski fornfræðing- urinn Frantz Walter hefur rannsak- að þetta í nærri aldarfjórðung og hefur nú gefið út árangur rannsókna sinna. Hann hefir komist að þeirri niðurstöðu, að færa megi vísindalegar likur eða jafnvel sann- anir fyrir því, að hér sé raunveru- lega um rétta Kristsmynd að ræða. Það er sannað, segir hann, að mynd- in geti ekki verði gerð annarsstaðar en í Palestínu eða Egyptalandi, að hún sé ekki grísk goðamynd, að hún sé í samræmi við elstu Kristsmyndir, en ekki gerð eftir þeim o. s. frv- öðrum þykja þetta þó veikar líkur. Höfuðið er skeggjað, síðhært og svip- urinn undrafagur og töfrandi segja þeir, sem séð hafa myndina. Þess er getið, að Þeresa Neumann segi, að mynd þessi sé öldungis í samræmi við þá Kristmynd sem birtist henni í sýnum hennar. FRÁ ÍSLAIMDI. Sjúklingur frá Kleppi. fundinn örendur. Frá því var skýrt hér í blaðinu í gær, að í fyrra kvöld hefði sjúkling- ur brotist út af Nýja Kleppi og ekki fundist enn. Verkamenn og skátar leituðu í fyrri nótt, og röktu þeir spor í flæðarmálinu, og rak líkið þarna rétt hjá í gær. Hafði hann hlaupið beint í sjóinn og drekt sér. Maðurinn hét Jón Guðmundsson og var út Vestur-Skaftafellssýslu- Hann kom að Nýja Kleppi í september- mánuði. • • » Danskir kennarar og afskifti prestanna. Hingað til hafa dönsku prestarnir haft eftirlit og yfirumsjón yfir öllum barnaskólanum. En nú er verið að breyta þessu. — Á kennaraþingi, sem haldið var í sumar, var lögð fram ályktun þess efnis, að kennarstéttin lýsti sig andvíga því, að prestum væri falin umsjón og eftirlit með barnaskólanum. Var svo ákveðið í ályktuninni, að réttara væri að upp- eldis- og sálar-fræðingar ættu frem- ur að hafa þetta starf með höndum en prestar, sem í flestum tilfellum væru langt frá þvi að vera starfinu vaxnir vegna þröngsýni og úreltra trúarskoðana. Þegar atkvæði voru greidd um á- lyktunina meðal allra starfandi kenn- ara í landinu, kom í Ijós, að % hlut- ar kennarastéttarinnar vísuðu prest- unum á bug, en að eins % hluti vildi halda gamla skipulagið. Andlega byltingin verður áhrifa- meiri með hverju ári, sem líður meðal Dana, — en þeir eru taldir vera ein- hver gagnmentaðasta þjóð í Evrópu. * * * Hungursneyð I Budapest. f Verndið peninga yðar Til þess að peningar yðar séu óhultir, þá notið þenna banka eins og fólk gjörir yfirleitt. Þér getið byrjað sparisjóðs reikning með einum doll- ar ef þér viljið. Yfir sjö hundruð milljón dollarar fé karla og kvenna til og frá í Canada, eru inni- liggjandi á vöxtum og til varðveizlu á honum 800 útibúum bankans er daglega hefir verið Jagt þar inn. Útibú vor taka ávalt með ánægju á móti viðskiftum fslendinga. The Royal Bank of Canada Samkvæmt opinberum skýrslum hefir lífsnauðsynjaneyzlan I Ung- verjalandi minkað ískyggilega mik- ið á síðasta ári. Er atvinnuleysið. sem er mjög mikið þar í landi, talið ástæðan, — Alþýðan getur ekkert keypt og sveltur. I samanburði við neyzlu síðasta árs hefir kartöflu- neyzlan minkað um 88,000 ungversk centner, ávaxtaneyzlan um 37,000 og kjötneyzlan um 41,000 center. Einn- ig hefir framleiðsla brauðs, sem talin er að vera sú fæðutegund, sem fólk getur sízt án verið, minkað geysi lega. A sama tíma hefir neyzla hrossakjöts aukist töluvert. Þessi gifurlega neyzluminkun sýn- ir að fólkið sveltur, og ástæðan er hið mikla atvinnuleysi. Ungverskir atvinnuleysingar fá engan atvinnu leysisstyrk eins og atvinnulausir menn fá þó í flestum öðrum löndum Verkalýðshreyfingin í þessu landi er lítil, enda ræður þar íhaldseinvaldur- inn Horty, sem brauzt til valda með aðstoð stóriðjurölda fyrir nokkr um árum, bældi niður alla viðleltni alþýðu til kjarabófa og stjórnar með hervaldi. -— Þessi neyð ungverskrar alþýðu er ekki því að kenna, að Ung verjaland sé fátækt að náttúrugæð um. Það er talið vera eitt af ríkustu landbúnaðarlöndum heimsins. — Samkeppnis- og íhalds-skiplagið þar eins og annars staðar eyðileggur rétta skiftingu náttúruauðæfanna og svelt ir þá, sem ekkert eiga af landi, vél um eða framleiðslutækjum — jafn vel til bana. • • • Rvík 23. nóv. “Nokkrir þættir úr heilsufræði” eftir Guðmund Hannesson. 1. Þáttur Húsakynni”, er nýútkomin hók. Eru skýringarmyndir í henni, samtals 29 myndir, og framan við hana er skipu lagsuppdráttur Isafjarðarkaupstaðar. Rvik 16. nóv. A Hamraendum í Stafholtstungum kviknaði i heyi aðfaranótt 12. þ. m., og varð þess ekki vart fyr en undir morgun- Heyið stóð við tvö fjárhús og var annað húsið brunnið, þegar fólk kom á fætur og fara átti í hús. Fórust þar 48 kindur. Hinu húsinu var bjargað. Um 160 hestar af heyi munu hafa brunnið. Abúandinn á Hamraendum, Sigurður Gíslason, hefir orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni af bruna þessum. • • * Rvík 25. nóv. Vitskertur maður, sem fengin hefir verið vist hjá Hjálpræðishernum og mun vera undir læknisumsjá dr. Helga Tómassonar, komst í gær- morgun klukkan að ganga átta út. um þakglugga herkastalans, á með- an gæzlumaður hans þurfti eitthvað að víkja sér frá. Varð að fá aðstoð bæði lögreglunnar og slökkviliðsins til að ná honum aftur af þakinu. — Hafði hann áður gert talsverðar skemmdir á þaki hússins. ■ • • • Vík 2. des. Aðfaranótt 1. desember var fár- viðri hér eystra, með verstu veðrum sem hér hafa komið. Sími var bilað- ur austur í Skaftártungu, en vegna jarðsambands var hægt að heyra að í fyrrinótt hefði íbúðarhúsið á Flögu 1 Skaftártungu — en þar er símastöð — brunnið til kaldra kola. Var það aðeins þriggja ára, sumpart byggt úr timbri og sumpart steypt. Fólkið varð vart við að eldingu sló niður í skiftiborð símans og klofnaði það, en húsið stóð þegar í ljósum loga. Var þetta um miðja nótt í ofviðrinu, og komst fólkið nauðulega út, en þó ó- meitt, að því er vitað verður, en missti allt, sem inni var. Rafmagns- leiðslur voru um allt húsið, en ekk- ert hafði verið farið með eld. — Tjón ið er afarmikið- Innanstokksmunir voru óvátryggðir, en húsið mun hafa verið vátryggt. Símasambandslaust er austur vegna þess að stöðin brann, en búist er við að bráðlega verði hægt að koma á sambandi. Hefir verið ó- fært yfir Mýrdalssand undanfarna daga. En væntanlega fást innan skamms greinilegar fréttir. • • * Rvík 3. des. Frá önundarfirði er skrifað: — Merkilegustu búnaðarframkvæmdir hér um slóðir voru unnar á nýbýli á Ingjaldssandi. Ungur maður, bónda sonur þaðan, sem unnið hefir ýmsa vinnu allfjarri undanfarin ár, flutti heim og setti nýbýli á fót. Braut hann í fyrrahaust 11 dagsláttur af 6- ræktuðum móum, og sáði fræi í það land í vor. Þá byggði hann og úr steinsteypu fjárhús með jámþaki yfir 200 fjár. I vetur hefir hann í þeim húsum ekki aðeins búfénað sinn, held ur og hey sitt allt, nokkuð á annað hundrað hesta, nema vothey, — og býr þar sjálfur með fjölskyldu sinni. 0)4 Taktu mig heim kostar 5oc The Premier Spic Span (þenna litla rafmagns handsóp) með öllu tilheyrandi, sogbelg og s. frv., má nú fá í nokkrar vikur með því að borga út í hönd AÐEINS 50c — AFCANGINN Á VÆGUM SKILMÁLUM h Til viðskiftavina vorra skulum vér senda Spic Span með fylgikröfu. Þeir borga flytjanda 50c. Og svo $1.00 á mánuði með ljósa reikningnum. Símar 848 .131. 848 132 848 133 Cítij of Mnnípeij * 1 BydroElcctncSitstcm. afborgunum $19.75 55-59 AKl* PRINCESS ST. Fyrir borgun út í hönd- $18.75 ►<a Er sú íbúð bæði vistleg og smekk- leg, svo vel er frá henni gengið og búið að, þótt kallað sé fjárhús. Við- bótarbyggingu, bæ og hlöðu, hyggst bóndi að byggja, þegar ræktun hans eykst og fénaði fjölgar. Alþbl. AMERISKT Al’Ð- MAGN I EVRÓPTJ Skýrslur Ameríska verzlunarráðu- neytisins sína, að Bandaríkjamenn hafa lagt i fyrirtæki erlendis svo nem ur alls 7 miljörðum og 477 miljónum dollara. Þar af hefir verið lagt i fyr- irtæki í Evrópu svo nemur einum mil- jarð og 352 miljónum dollara. Af Evrópulöndunum hafa Bandaríkja- menn lagt einna mest fé í fyrirtækl i Þýzkalandi eða sem nemur 216 miljónum dollara, og eru fyrirtæki þau, sem um er að ræða, iðnaðarfyrir- tæki, 186 tegunda. Á að gizka þriðjungur þess fjár, er Bandaríkjamenn hafa lagt í og lán- að til fyrirtækja í Evrópu, hefir farið til Bretlands, en 145 miljónir til fyrir- tækja i Frakklandi, þar af 60 pró- sent til ýmiskonar verksmiðjuiðnað- ar. Purity flour kökur haldast ferskar Kaka, sem sýnd var á sýningunni í Toronto, og sem hélzt fersk í fimm daga í hitanum í garðinum, var gerð samkvæmt þessari forskrift. Farið að þessu dæmi og notið Purity. 1 bolll hvítasykur, bolli smjör, hræri?5, bætiö við tveimur slegnum eggjum, Vfe bolla af mjólk og vatni (nýmjólkurheitu), bland- ið 3 teskeiðar af lyftidufti í 1% bolla af Purity Flour; ögn af salti, 1 teskeið van- illa. sláið eggjahvítu og hrærið vel. Bak- ið í mátulegum (375 stiga hita i 20 mín- útur. Purity er gott mjöl, gert úr bezta hveiti- korni í Vesturland- inu. — Bragðbetra brauð getu rekki, en það sem úr því er gert. Western Canada Flour Mills Co. Limited Toronto 308 Winnipeg, Calgary. LítiS eftir að nafn félags vors sé á Purity Flour pokanum. Það er trygging þín fyrir að mjölið sé frá ábyggilegu félagi. •O-MBÞO-4 Prentun- The Viking Press, Limited, gerir prentun smáa og stóra, fyr- ir mjög sanngjarnt verð. Ábyrgjumst að verkið sé smekklega og fljótt og vel af hendi leyst. Látið oss prenta bréfhausa yðar og umslög, og hvað annað sem þér þurfið að láta prenta. Bækur og stærri verk gerð eftir sérstökum samingi. i THE VIKING PRESS LTD I I 853 SARGENT Ave., WINNIPEG j í 5ími 86-537 ►(>«■»<>'«•>04

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.